Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.11.2016 10:17

Ungt fólk, íþróttir og félagsstarf

Komdu í partý - umræðupartý!


Ungmennafélag Íslands býður í umræðupartý föstudaginn 25. nóvember næstkomandi. Partýið verður á milli klukkan 17-19:30 í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Fólk á öllum aldri innan ungmennafélagshreyfingarinnar er velkomið.

 

UMFÍ hvetur ungt fólk á aldrinum 18-30 sérstaklega til að mæta til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif.  

 

Skráðu þig í umræðupartý og hafðu áhrif!

 

Ástæðan fyrir því að við skellum í umræðupartý er sú að starf íþrótta- og ungmennafélaga miðast að miklu leyti við að þjónusta börn og ungmenni. Það er því augljóst að mikilvægt er að rödd yngri kynslóðarinnar heyrist.

 

Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku, eiga samtal við yngri kynslóðina og heyra hvað hún hefur að segja.

 

Fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ sjá um stuðið og stýra bingói. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. Léttar veitingar í boði.

 

Partýið fer fram með þjóðfundarfyrirkomulagi (world cafe). Þátttakendum er skipt upp í 3 - 4 hópa eftir fjölda. Í hverjum hópi er skipaður svokallaður borðstjóri sem stýrir umræðu og ritari sem skrifar niður helstu atriði sem fram koma. Við merki frá fundarstjóra skipta hóparnir um umræðuefni og/eða skipta um hóp.

 

Tilgangur umræðupartýsins

Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Sambandsaðilarnir eru síðan með samanlagt 340 félög undir sér.

 

Félögin eru dreifð um allt land, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Til viðbótar eru innan vébanda UMFÍ mörg hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. UMFÍ leggur metnað í starfsemina með lýðheilsu og forvarnir í fararbroddi æsku og ungmennum landsins til heilla svo þau getið notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð búsetu á Íslandi.

 

UMFÍ vinnur statt og stöðugt að því að koma auga á flest raunhæf tækifæri til hreyfingar og lýðheilsu, hvort heldur er andlegrar eða líkamlegrar, og nýtir tengslanet sitt um allt land, bæði innan og utan samtakanna, til að láta draumana verða að veruleika.

15.11.2016 10:15

Samæfing hjá Samvest 18 nóvember


Samæfing á vegum SamVest  


Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að samæfingu haustsins í Kaplakrika - föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 - 20.00.


Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.


Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað - smellið hér. Endilega skráið sem allra fyrst - mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!


Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR - sjá upplýsingar hér.
Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára.
Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ.  


Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð


19.10.2016 21:00

Karakter á leið til landsinsFöstudaginn 21. október kl.12:00 - 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í sinni þjálfun og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar. Erindi Sverre heitir: "It's through relationship, you make developments".

Hádegisfundurinn fer fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll og er aðgangur ókeypis.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á facebook síðu ÍSÍ.

 

Skráning fer fram hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !

12.10.2016 20:42

Framhaldsþing HSH

Framhaldsþing HSH 2015

Verður haldið í Stykkishólmi

27 október kl. 20.00

 

Dagskrá

1. Kjör formanns.

2. Kosning stjórnar

3. Kostning varastjórnar

4. Ákvörðun um héraðsþing 2016

5. Önnur mál. 

Fundarboð voru send á formenn aðildarfélag 26 september með rafrænum hætti.

26.09.2016 13:55

Sýnum Karakter,

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallar

26.09.2016

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter verður opnuð á ráðstefnunni.

Dagskráin í heild sinni.
Skráning á viðburðinn er hér.

Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a.:
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu
Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ
Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum. 

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. 

Verkefnið Sýnum karakter byggir á Framtíðinni, leiðarvísi í þjálfun barna og ungmenna sem dr. Viðar Halldórsson hefur þróað í mörg ár með það fyrir augum að finna styrkleika íþróttafólks. Viðar er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins á sviði íþrótta. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri á íþróttasviði Háskólans í Reykjavík, og dr. Viðar Halldórsson eru höfundar að efninu í verkefninu Sýnum karakter. 

"Árangur í íþróttum snýst ekki aðeins um líkamlega getu. Hann snýst líka um það að leikmenn þurfa að hafa gott hugarfar og vera góðir liðsmenn. Með markvissri þjálfun karaktera í börnum og ungmennum þá styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku í samfélaginu og aukum líka möguleika þeirra inni á íþróttavellinum," segir Viðar Halldórsson. Viðar segir mikla áherslu hafa verið lagða í þjálfun á líkamlegri færni og tækni og jafnvel sé búið að festa það í námskrám íþróttafélaga hvað eigi að læra og á hvaða ári. Þjálfun í hugarfari og félagsfærni sé hins vegar mjög tilviljanakennd. "Það er vel hægt að þjálfa og styrkja leiðtogafærni eins og stökkkraft. Ef við gerum það með markvissum hætti þá náum við meiri árangri. Með þessu er íþróttahreyfingin bæði að sinna uppeldisþáttum starfsins og afreksþáttum starfsins," segir Viðar.


Nánari upplýsingar: 
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sabina@umfi.is, 898-2279.
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, ragnhildur@isi.is, 863-4767.

 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 575
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2897461
Samtals gestir: 227222
Tölur uppfærðar: 8.12.2016 05:32:41
Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 575
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2897461
Samtals gestir: 227222
Tölur uppfærðar: 8.12.2016 05:32:41