Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.01.2017 21:35

Nýársmót HSH í frjálsum íþróttumSunnudag 15. janúar var haldið Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum í íþróttahúsinu í Ólafsvík.  Stutt og skemmtilegt mót, en alls voru 52 keppendur, alls staðar af Snæfellsnesinu. 
Keppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu og kúluvarpi. Mótið fór vel fram og voru margir keppendur að fara á sitt fyrsta mót. Frjálsar íþróttir eru nú æfðar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ.

Mótið átti að vera jólamót en hafði verið frestað v. veðurs - við vorum bara kát með þetta mót. 
Yngsti keppandinn var á fjórða ári og þau elstu á 16. ári. 

Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun, íþróttapoka merktan HSH og húfu merkta HSH þau sem ekki áttu slíka húfu fyrir. Auka keppnisgrein var "sokkakeppni" en keppt var um skrautlegustu - frumlegustu og glaðlegustu sokka keppenda.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins en margar hendur unnu létt verk og skemmtilegt.

Frjálsíþróttaráð HSH17.01.2017 21:29

Vel heppnað síðasta kast ársins


Birta Sigþórsdóttir úr HSH gerði sér lítið fyrir síðasta Gamlársdag og setti stúlknamet í kúluvarpi innanhúss. Birta er úr Stykkishólmi, fædd 2003 og keppti í flokki 13 ára stúlkna. Hún tók þátt í Coca Cola móti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði og bætti gildandi Íslandsmet í sínum aldursflokki þegar hún kastaði 2 kg kúlu 14,48 m. Kastserían var þessi; 12,76m - 13,89m - 14,07m - 13,59m og 14,48m. Daginn eftir, þann 1. janúar, var Birta komin í 14 ára aldursflokkinn og þar kasta stúlkur 3 kg kúlu. Það er því óhætt að segja að Birta hafi nýtt Gamlársdag vel í íþróttinni. 

Í apríl 2016 kastaði hún 12,31 m og bætti þá héraðsmet HSH innanhúss í sínum flokki. Bæting hennar og framför á árinu er því mikil. Gildandi met í flokki 13 ára stúlkna átti Hekla Rún Ámundadóttir úr ÍR, uppá 14,20 m, sett í nóvember 2007. Þess má geta að einungis Hekla Rún og nú Birta hafa kastað yfir 14 m í flokki 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss - þriðji og fjórði besti árangurinn í flokknum eru köst uppá 13,44 og 13,38 m. Virkilega glæsilegt hjá Birtu. 


Inline image 1
Birta Sigþórsdóttir á mótinu í Hafnarfirði þar sem hún bætti stúlknamet 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss, 31. des. sl. 


03.01.2017 22:04

Meistarmót í fjölþraut og öldunga


Frjálsíþróttadeild FH og FRÍ bjóða ykkur velkomin til keppni á Meistaramót í fjölþrautum og á Meistaramót öldunga 21. og 22. janúar næstkomandi.


Mótið fer fram í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.


Opnað verður fyrir skráningu í mótaforriti FRÍ í byrjun janúar og verður opið fyrir skráningu til miðnættis miðvikudaginn 18. janúar. Skráningargjald er 7.500 kr fyrir hvern keppanda í öllum flokkum á fjölþrautarmótinu en 1.500 kr. per grein á öldungamótinu, hámark 4.500 kr. Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi boðsbréfum.


Bestu kveðjur,

Jóney Gylfadóttir, verkefnastjóri FRÍ

03.01.2017 22:03

Dómaranámskeið, frjálsar íþróttir

FRÍ býður til námskeiðs til héraðsdómararéttinda í frjálsíþróttum dagana 18. og 19. janúar 2017. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ að Engjavegi 6 í Laugardal og hefst báða dagana kl. 18:00. 

Fyrri daginn verður farið yfir almenn atriði dómgæslu auk hlaupagreina, en seinni daginn verður fjallað um stökk og köst. Í lok seinni dags verður skriflegt próf, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur, og mega próftakar hafa með sér skrifleg gögn. Þeir sem eru með gilt héraðsdómarapróf frá og með 2011 geta endurnýjað réttindi sín með því einu að taka skriflega prófið, sem fyrirhugað er að verði haldið seinni námskeiðsdaginn á milli kl. 21:00 og 21:30. 

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku í námskeiðinu með því að svara þessum tölvupósti í síðasta lagi 16. janúar nk. Kennarar á námskeiðinu verða Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ.

Bestu kveðjur,
Jóney Gylfadóttir, verkefnastjóri FRÍ

02.01.2017 21:42

Ferðasjóðu íþróttafélaga 2016

Ferðasjóður Íþróttafélaga 2016
 
Velkomin(n) inn á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga.
 
Sækja um ferðastyrk

Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017

Ef vefslóðin glatast, vinsamlegast sláðu viðeigandi netfang í reitinn hér fyrir neðan og slóðin verður send um hæl.
Vefslóðin verður einungis send á það netfang sem upprunalega var gefið upp í umsóknarferlinu.

15.11.2016 10:17

Ungt fólk, íþróttir og félagsstarf

Komdu í partý - umræðupartý!


Ungmennafélag Íslands býður í umræðupartý föstudaginn 25. nóvember næstkomandi. Partýið verður á milli klukkan 17-19:30 í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Fólk á öllum aldri innan ungmennafélagshreyfingarinnar er velkomið.

 

UMFÍ hvetur ungt fólk á aldrinum 18-30 sérstaklega til að mæta til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif.  

 

Skráðu þig í umræðupartý og hafðu áhrif!

 

Ástæðan fyrir því að við skellum í umræðupartý er sú að starf íþrótta- og ungmennafélaga miðast að miklu leyti við að þjónusta börn og ungmenni. Það er því augljóst að mikilvægt er að rödd yngri kynslóðarinnar heyrist.

 

Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku, eiga samtal við yngri kynslóðina og heyra hvað hún hefur að segja.

 

Fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ sjá um stuðið og stýra bingói. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. Léttar veitingar í boði.

 

Partýið fer fram með þjóðfundarfyrirkomulagi (world cafe). Þátttakendum er skipt upp í 3 - 4 hópa eftir fjölda. Í hverjum hópi er skipaður svokallaður borðstjóri sem stýrir umræðu og ritari sem skrifar niður helstu atriði sem fram koma. Við merki frá fundarstjóra skipta hóparnir um umræðuefni og/eða skipta um hóp.

 

Tilgangur umræðupartýsins

Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Sambandsaðilarnir eru síðan með samanlagt 340 félög undir sér.

 

Félögin eru dreifð um allt land, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Til viðbótar eru innan vébanda UMFÍ mörg hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. UMFÍ leggur metnað í starfsemina með lýðheilsu og forvarnir í fararbroddi æsku og ungmennum landsins til heilla svo þau getið notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð búsetu á Íslandi.

 

UMFÍ vinnur statt og stöðugt að því að koma auga á flest raunhæf tækifæri til hreyfingar og lýðheilsu, hvort heldur er andlegrar eða líkamlegrar, og nýtir tengslanet sitt um allt land, bæði innan og utan samtakanna, til að láta draumana verða að veruleika.

15.11.2016 10:15

Samæfing hjá Samvest 18 nóvember


Samæfing á vegum SamVest  


Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að samæfingu haustsins í Kaplakrika - föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 - 20.00.


Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.


Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað - smellið hér. Endilega skráið sem allra fyrst - mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!


Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR - sjá upplýsingar hér.
Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára.
Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ.  


Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð


  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 2930279
Samtals gestir: 229522
Tölur uppfærðar: 22.1.2017 19:55:26
Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 2930279
Samtals gestir: 229522
Tölur uppfærðar: 22.1.2017 19:55:26