Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

02.01.2017 21:42

Ferðasjóðu íþróttafélaga 2016

Ferðasjóður Íþróttafélaga 2016
 
Velkomin(n) inn á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga.
 
Sækja um ferðastyrk

Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017

Ef vefslóðin glatast, vinsamlegast sláðu viðeigandi netfang í reitinn hér fyrir neðan og slóðin verður send um hæl.
Vefslóðin verður einungis send á það netfang sem upprunalega var gefið upp í umsóknarferlinu.

15.11.2016 10:17

Ungt fólk, íþróttir og félagsstarf

Komdu í partý - umræðupartý!


Ungmennafélag Íslands býður í umræðupartý föstudaginn 25. nóvember næstkomandi. Partýið verður á milli klukkan 17-19:30 í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Fólk á öllum aldri innan ungmennafélagshreyfingarinnar er velkomið.

 

UMFÍ hvetur ungt fólk á aldrinum 18-30 sérstaklega til að mæta til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif.  

 

Skráðu þig í umræðupartý og hafðu áhrif!

 

Ástæðan fyrir því að við skellum í umræðupartý er sú að starf íþrótta- og ungmennafélaga miðast að miklu leyti við að þjónusta börn og ungmenni. Það er því augljóst að mikilvægt er að rödd yngri kynslóðarinnar heyrist.

 

Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku, eiga samtal við yngri kynslóðina og heyra hvað hún hefur að segja.

 

Fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ sjá um stuðið og stýra bingói. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. Léttar veitingar í boði.

 

Partýið fer fram með þjóðfundarfyrirkomulagi (world cafe). Þátttakendum er skipt upp í 3 - 4 hópa eftir fjölda. Í hverjum hópi er skipaður svokallaður borðstjóri sem stýrir umræðu og ritari sem skrifar niður helstu atriði sem fram koma. Við merki frá fundarstjóra skipta hóparnir um umræðuefni og/eða skipta um hóp.

 

Tilgangur umræðupartýsins

Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Sambandsaðilarnir eru síðan með samanlagt 340 félög undir sér.

 

Félögin eru dreifð um allt land, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Til viðbótar eru innan vébanda UMFÍ mörg hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. UMFÍ leggur metnað í starfsemina með lýðheilsu og forvarnir í fararbroddi æsku og ungmennum landsins til heilla svo þau getið notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð búsetu á Íslandi.

 

UMFÍ vinnur statt og stöðugt að því að koma auga á flest raunhæf tækifæri til hreyfingar og lýðheilsu, hvort heldur er andlegrar eða líkamlegrar, og nýtir tengslanet sitt um allt land, bæði innan og utan samtakanna, til að láta draumana verða að veruleika.

19.10.2016 21:00

Karakter á leið til landsinsFöstudaginn 21. október kl.12:00 - 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í sinni þjálfun og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar. Erindi Sverre heitir: "It's through relationship, you make developments".

Hádegisfundurinn fer fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll og er aðgangur ókeypis.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á facebook síðu ÍSÍ.

 

Skráning fer fram hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !

26.09.2016 13:55

Sýnum Karakter,

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallar

26.09.2016

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter verður opnuð á ráðstefnunni.

Dagskráin í heild sinni.
Skráning á viðburðinn er hér.

Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a.:
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu
Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ
Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum. 

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. 

Verkefnið Sýnum karakter byggir á Framtíðinni, leiðarvísi í þjálfun barna og ungmenna sem dr. Viðar Halldórsson hefur þróað í mörg ár með það fyrir augum að finna styrkleika íþróttafólks. Viðar er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins á sviði íþrótta. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri á íþróttasviði Háskólans í Reykjavík, og dr. Viðar Halldórsson eru höfundar að efninu í verkefninu Sýnum karakter. 

"Árangur í íþróttum snýst ekki aðeins um líkamlega getu. Hann snýst líka um það að leikmenn þurfa að hafa gott hugarfar og vera góðir liðsmenn. Með markvissri þjálfun karaktera í börnum og ungmennum þá styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku í samfélaginu og aukum líka möguleika þeirra inni á íþróttavellinum," segir Viðar Halldórsson. Viðar segir mikla áherslu hafa verið lagða í þjálfun á líkamlegri færni og tækni og jafnvel sé búið að festa það í námskrám íþróttafélaga hvað eigi að læra og á hvaða ári. Þjálfun í hugarfari og félagsfærni sé hins vegar mjög tilviljanakennd. "Það er vel hægt að þjálfa og styrkja leiðtogafærni eins og stökkkraft. Ef við gerum það með markvissum hætti þá náum við meiri árangri. Með þessu er íþróttahreyfingin bæði að sinna uppeldisþáttum starfsins og afreksþáttum starfsins," segir Viðar.


Nánari upplýsingar: 
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sabina@umfi.is, 898-2279.
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, ragnhildur@isi.is, 863-4767.

 

06.09.2016 10:33

Auglýst eftir umsóknum í fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ

Opnað fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

September 2, 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar og geta félagsmenn innan hreyfingarinnar, sem vilija auka menntun sína og þekkingu á íþróttagreinum, félagsmálum og félagsstarfi, sótt um styrk í sjóðnum.

 

Rétt til styrkveitingar eiga allir félagsmenn í ungmennafélögum sem  eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

 

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

 

Úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fer fram tvisvar á ári, 1. maí og 1. nóvember ár hvert.

 

Skila þarf inn umsóknum á sérstakt eyðublað sem hægt er að nálgast hér á vef UMFÍ. Skila þarf inn umsókn fyrir 1. október næstkomandi vegna úthlutunar í nóvember.  

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn.

 

Eyðublað til að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

 

06.09.2016 10:30

Þjálfarmenntun í fjarnámi

Haustfjarnám í þjálfaramenntun

05.09.2016

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 26. september nk. Námið stendur yfir í átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og nemendur komið úr fjölmörgum íþróttagreinum.

Þjálfaramenntun ÍSÍ veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. 
Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000. Öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000. Öll námskeiðsgögn eru innifalin.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 23. september. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.

Slóð á skráningu í sumarfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ, 1. og 2. stig:
http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/skraning-thjalfaramenntun/


Fyrir nánari upplýsingar um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ má hafa samband við : 

Viðar Sigurjónsson 
vidar@isi.is 
460-1467 / 863-1399

06.09.2016 10:28

Elías nýr umsjónarmaður Felix

Nýr starfsmaður ÍSÍ


ÍSÍ hefur ráðið Elías Atlason til starfa, en hann mun taka við af Óskari Erni Guðbrandssyni. Elías mun sjá um Felix skráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ auk þess að halda utan um tölvumálefni ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar.


29.08.2016 09:49

Fréttir frá ÍSÍ

Íþróttir - barnsins vegna

29.08.2016

Í fyrra kom út nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga sem ber heitið Íþróttir - barnsins vegna. Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum. Mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn skipi stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, en þau eru:


1. Íþróttir fyrir öll börn
2. Íþróttir byggi upp öfluga einstaklinga
3. Virðum skoðanir barna og unglinga
4. Fjölbreytt íþróttastarf
5. Þjálfun hæfi aldri og þroska
6. Íþróttakeppni með tilliti til aldurs og þroska
7. Íþróttaaðstaða við hæfi
8. Fagmenntaðir þjálfarar
9. Stuðningur foreldra skiptir máli
10. Virðum störf dómara og starfsmanna

  

Bæklinginn má finna hér en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

15.08.2016 10:36

Auglýst er eftir umsóknum í fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. október næstkomandi. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir Sjóðir fyrir 1. október.

Þú finnur eyðublaðið hér.

Fræðslu- og verkefnasjóður Ungmennafélags Íslands veitir meðal annars styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift félags síns eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar eru gefnar á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929.

18.07.2016 09:49

Langar þig í Lýðháskóla

 

Langar þig í lýðháskóla í Danmörku á næsta námsári?

Þeir sem áhuga hafa á að fara í lýðháskóla í Danmörku geta sótt um styrk á vef Ungmennafélags Íslands, umf.is.

Sóttu hér um styrk hjá UMFÍ! 

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2016 - 2017. Markmið með styrkveitingunni er að veita því tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

 

Námið við lýðháskóla í Danmörku er mislangt en flestir frá Íslandi eru í 12 vikur eða lengur.

Flestir hér á landi sem fara í danska lýðháskóla gera það að loknu framhaldsnámi. Markmiðið með dvöl í lýðháskóla er að víkka sjóndeildarhring sinn og að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína.

Þau Edda, Benedikt, Magnús og Ingunn fóru í lýðháskóla í Ollerup í Danmörku. Þau kusu að skila valfrjálsa verkefninu sínu í formi kynningarmyndbands um skólann.

Ferðastyrkur og dvalarstyrkur

UMFÍ veitir annarsvegar ferðastyrk og hinsvegar dvalarstyrk. Heildarupphæð ferðastyrks fer eftir fjölda umsókna.

Dvalarstyrkur fer jafnframt eftir fjölda umsókna og dvalartíma hvers og eins, þ.e. styrkt er um ákveðna upphæð fyrir hverja viku. Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí 2017. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila eftirfarandi verkefnum:

 

1. Stuttur texti í umsögn um væntingar umsækjanda til námsins (250 orð). Skilafrestur 1. september 2016 og 10. janúar 2017.

 

2. Verkefni að eigin vali á meðan námsdvöl stendur. Umsækjendur geta valið að skila inn stuttu myndbandi, teiknimyndaseríu, lagi eða texta sem felur í sér upplifun eða reynslu af náminu. Skilafrestur 31. október 2016 og 15. mars 2017.

 

3. Stutt lokaskýrsla sem felur í sér upplifun og lærdóm af náminu. Jafnframt þarf að fylgja með staðfesting á námsdvöl frá skólanum. Skilafrestur 5. janúar og 30. júní 2017.

Athygli er vakin á því að styrkur er ekki greiddur út ef umsækjandi skilar ekki inn verkefnum fyrir útgefnar dagsetningar. Ungmennafélag Íslands og Norræna félagið eru í samstarfi þegar kemur að úthlutun styrkja til náms við lýðháskóla í Danmörku. Umsækjendur geta því einungis hlotið styrk frá öðrum samtökunum.

 

23.10.2015 09:27

Haukur nýr formaður UMFÍ

Haukur Valtýsson

Haukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir einstaklingar gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétuson sig fram. 107 þingfulltrúar tóku þátt í kjörinu og fékk Haukur 99 atkvæði. Haukur tekur við formennsku af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns UMFÍ í átta ár. Haukur gegndi áður embætti varaformanns UMFÍ.

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Hauki til hamingju með kjörið og væntir góðs samstarfs við hann og nýja stjórn UMFÍ.  Helgu Guðrúnu er óskað allra heilla og þakkað fyrir gott samstarf í gegnum árin.

Í nýrri stjórn UMFÍ sitja til næstu tveggja ára:  Örn Guðnason, Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson.
Í varastjórn eru Sigurður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggvason, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétuson.

Fulltrúi HSH á þinginu var Garðar Svansson, framkvæmdastjóri HSH.
Flutti hann Helgu G Guðjónsdóttur fráfarandi formanni og Sæmundi Runólfssyni fyrrum framkvæmdastjóra UMFÍ kveðju og þakkir fyrir samstarf á liðnum árum.


23.10.2015 09:12

Styrkumsóknir Vinnusmiðja

Gott tækifæri fyrir forystufólk í félagas og íþróttamálum að sækja áhugavert námskeið í styrkumsóknum.

símenntun


17.10.2015 15:25

Hvatningarverðlaun UMFÍ

SamVest verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar að SamVest samstarfinu hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ á þingi þess sem haldið er í Vík dagana 17.-18. október. Aðilar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verkefninu varð þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson buðu til æfingabúða í frjálsum íþróttum að Varmalandi í Borgarfirði.

Þangað var boðið ungmennum af öllu Vesturlandi og kviknaði þá áhugi á því að efla samstarf á milli héraðssambandanna á svæðinu. Þessi hugmynd varð síðan að veruleika haustið 2012 þegar sjö héraðssambönd af Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam Vest.

Markmiðið var að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

 

Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og nýverið undirrituðu fulltrúar Sam Vest og frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu samstarfssamning um aðstöðu og þjálfun. Frjálsíþróttadeild FH mun jafnframt sjá SamVest fyrir gestaþjálfurum á þessum æfingum í Kaplakrika.

Íþróttamenn SamVest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Ennfremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar.

14.09.2015 11:46

Iþróttasjóður umsóknarfrestur

Íþróttasjóður - skilafrestur umsókna er til 1. október


Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði .
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:
 sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
 útbreiðslu- og fræðsluverkefna
 íþróttarannsókna
 verkefna samkvæmt 13. gr. Íþróttalaga.
Nánari upplýsingar um sjóðinn á finna með því að smella hér.  
Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2015 kl.17.00. Rannís hefur umsjón og eftirlit með Íþróttasjóði. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skila á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 515-5833. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31