Sjálfboðaliðar

Býr kraftur í þér? 


Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess á Smáþjóðaleikunum og því leitar ÍSÍ til þjóðarinnar um aðstoð. Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar starfi á leikunum í fjölbreyttum verkefnum. 

"Náttúrulegur kraftur" er slagorð Smáþjóðaleikanna 2015. 

Smáþjóðaleikarnir eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Íþróttafólkið okkar býr yfir miklum krafti sem brýst út í æfingum og íþróttakeppnum og glímunni við andstæðinginn.

 

Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna 2015 búa einnig yfir miklum krafti.

Þeir leggja hönd á plóg og aðstoða íþróttafólkið að ná sínum markmiðum. Sjálfboðaliðar hafa jákvæð áhrif með nærveru sinni og með þeirra hjálp ná allir enn betri árangri. Markmið sjálfboðaliðastarfs á Smáþjóðaleikunum er að leggja sitt af mörkum og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum lífsins.

 

Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlags sjálfboðaliða. 


Langar þig að taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015 sem sjálboðaliði?

Hefur þú áhuga á því að kynnast fólki í jákvæðu og skemmtilegu umhverfi? 

Vilt þú leggja þitt af mörkum til íþróttafólksins, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin? Smelltu á boxin hér fyrir neðan til að skrá þig sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015, eða fá frekari upplýsingar um sjálfboðaliðastörfin og fatnað sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum.

Einnig er hægt að hringja í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 og skrá sig sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015 eða fá aðstoð við það. 


Við þurfum á þínum kröftum að halda !