Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

02.05.2017 22:21

Héraðsmót HSH í frjálsum - sunnud. 7. maí 2017

 

HSH heldur sitt árlega héraðsmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí 2017. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:           Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                    Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                  Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

Í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri: Í sömu greinum og 11-12 ára.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal - smella hér.

Annars má líka hafa samband við einhvern af þjálfurunum okkar:

Snæfell: Gísli Pálsson, s. 861 8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

UMFG: Kristín Halla, s. 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín, s. 693 0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og grein/greinar sem hann/hún vill keppa í.

 

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

 

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 5. maí kl. 20.00.

 

Fögnum vori og mætum öll!
Frjálsíþróttaráð HSH

 

 
 
 

17.01.2017 21:35

Nýársmót HSH í frjálsum íþróttumSunnudag 15. janúar var haldið Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum í íþróttahúsinu í Ólafsvík.  Stutt og skemmtilegt mót, en alls voru 52 keppendur, alls staðar af Snæfellsnesinu. 
Keppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu og kúluvarpi. Mótið fór vel fram og voru margir keppendur að fara á sitt fyrsta mót. Frjálsar íþróttir eru nú æfðar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ.

Mótið átti að vera jólamót en hafði verið frestað v. veðurs - við vorum bara kát með þetta mót. 
Yngsti keppandinn var á fjórða ári og þau elstu á 16. ári. 

Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun, íþróttapoka merktan HSH og húfu merkta HSH þau sem ekki áttu slíka húfu fyrir. Auka keppnisgrein var "sokkakeppni" en keppt var um skrautlegustu - frumlegustu og glaðlegustu sokka keppenda.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins en margar hendur unnu létt verk og skemmtilegt.

Frjálsíþróttaráð HSH17.01.2017 21:29

Vel heppnað síðasta kast ársins


Birta Sigþórsdóttir úr HSH gerði sér lítið fyrir síðasta Gamlársdag og setti stúlknamet í kúluvarpi innanhúss. Birta er úr Stykkishólmi, fædd 2003 og keppti í flokki 13 ára stúlkna. Hún tók þátt í Coca Cola móti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði og bætti gildandi Íslandsmet í sínum aldursflokki þegar hún kastaði 2 kg kúlu 14,48 m. Kastserían var þessi; 12,76m - 13,89m - 14,07m - 13,59m og 14,48m. Daginn eftir, þann 1. janúar, var Birta komin í 14 ára aldursflokkinn og þar kasta stúlkur 3 kg kúlu. Það er því óhætt að segja að Birta hafi nýtt Gamlársdag vel í íþróttinni. 

Í apríl 2016 kastaði hún 12,31 m og bætti þá héraðsmet HSH innanhúss í sínum flokki. Bæting hennar og framför á árinu er því mikil. Gildandi met í flokki 13 ára stúlkna átti Hekla Rún Ámundadóttir úr ÍR, uppá 14,20 m, sett í nóvember 2007. Þess má geta að einungis Hekla Rún og nú Birta hafa kastað yfir 14 m í flokki 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss - þriðji og fjórði besti árangurinn í flokknum eru köst uppá 13,44 og 13,38 m. Virkilega glæsilegt hjá Birtu. 


Inline image 1
Birta Sigþórsdóttir á mótinu í Hafnarfirði þar sem hún bætti stúlknamet 13 ára stúlkna í kúluvarpi innanhúss, 31. des. sl. 


03.01.2017 22:04

Meistarmót í fjölþraut og öldunga


Frjálsíþróttadeild FH og FRÍ bjóða ykkur velkomin til keppni á Meistaramót í fjölþrautum og á Meistaramót öldunga 21. og 22. janúar næstkomandi.


Mótið fer fram í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.


Opnað verður fyrir skráningu í mótaforriti FRÍ í byrjun janúar og verður opið fyrir skráningu til miðnættis miðvikudaginn 18. janúar. Skráningargjald er 7.500 kr fyrir hvern keppanda í öllum flokkum á fjölþrautarmótinu en 1.500 kr. per grein á öldungamótinu, hámark 4.500 kr. Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi boðsbréfum.


Bestu kveðjur,

Jóney Gylfadóttir, verkefnastjóri FRÍ

03.01.2017 22:03

Dómaranámskeið, frjálsar íþróttir

FRÍ býður til námskeiðs til héraðsdómararéttinda í frjálsíþróttum dagana 18. og 19. janúar 2017. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ að Engjavegi 6 í Laugardal og hefst báða dagana kl. 18:00. 

Fyrri daginn verður farið yfir almenn atriði dómgæslu auk hlaupagreina, en seinni daginn verður fjallað um stökk og köst. Í lok seinni dags verður skriflegt próf, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur, og mega próftakar hafa með sér skrifleg gögn. Þeir sem eru með gilt héraðsdómarapróf frá og með 2011 geta endurnýjað réttindi sín með því einu að taka skriflega prófið, sem fyrirhugað er að verði haldið seinni námskeiðsdaginn á milli kl. 21:00 og 21:30. 

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku í námskeiðinu með því að svara þessum tölvupósti í síðasta lagi 16. janúar nk. Kennarar á námskeiðinu verða Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ.

Bestu kveðjur,
Jóney Gylfadóttir, verkefnastjóri FRÍ

15.11.2016 10:15

Samæfing hjá Samvest 18 nóvember


Samæfing á vegum SamVest  


Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að samæfingu haustsins í Kaplakrika - föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 - 20.00.


Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.


Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað - smellið hér. Endilega skráið sem allra fyrst - mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!


Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR - sjá upplýsingar hér.
Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára.
Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ.  


Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð


23.08.2016 21:44

SamVest og bikarkeppni FRÍ

SamVest með lið í Bikarkeppni FRÍ

August 23, 2016

|

Björg

Sunnudaginn 21. ágúst 2016 fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni, þar sem félög eða héraðssambönd senda lið til keppni í tilteknum íþróttagreinum. 

SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar.

Hver keppandi má keppa mest í 2 greinum og boðhlaupi, þannig að það reynir á að geta skipað hverja grein þeim sem best ræður við hana. 

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og í heildina (stúlkur og piltar) fékk lið SamVest 113 stig og lenti í 5. sæti af þeim 11 liðum sem tóku þátt. Sjá nánar hér í frétt á vef FRÍ og um úrslitin hér í mótaforriti FRÍ.

 

Það er ánægjulegt að geta náð að skipa bæði stúlkna- og piltalið í öllum keppnisgreinum og geta boðið keppendum á starfssvæðinu okkar að taka þátt í svona liðakeppni. Með því sköpum við fleiri skemmtilega viðburði fyrir unglingana okkar, eflum stuðning við iðkun frjálsíþrótta á starfssvæðinu og treystum enn frekar samstarfið innan vébanda SamVest

 

Eftirtalin skipuðu bikarlið SamVest að þessu sinni: 

 

Piltar: 
Daníel Fannar Einarsson (2002) UMSB: hástökk og 1500 m hlaup 

Elvar Einarsson (2001) UMSB: 100 m grindahlaup

Halldór Jökull Ólafsson (2002) HHF: kringlukast og 400 m hlaup

Sigursteinn Ásgeirsson (2001) UMSB: spjótkast og kúluvarp

Stefán Jóhann Brynjólfsson (2001) UMSB: langstökk og 100 m hlaup 
Boðhlaup: Daníel Fannar, Elvar Örn, Sigursteinn og Stefán Jóhann.

 

Stúlkur: 
Andrea Björk Guðlaugsdóttir (2001) HHF: boðhlaup 
Birta Sigþórsdóttir (2003) HSH: kúluvarp 
Björg Hermannsdóttir (2001) HSH: 100 m hlaup
Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2001) HHF: hástökk og 1500 m hlaup
Liv Bragadóttir (2001) HHF: spjótkast og kringlukast 
Rakel Jóna B. Davíðsdóttir (2002) HHF: langstökk og 80 m grindahlaup.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003) HSH: 400 m hlaup
Boðhlaup: Andrea Björk, Björg, Guðrún Ósk og Rakel Jóna.

 

Sjö af þessum keppendum eru 15 ára á árinu, þannig að í næstu bikarkeppni (innanhúss, ca. í febrúar 2017) þá þarf að finna nýja keppendur til að yngja upp liðið. Tilvalið markmið fyrir yngri keppendur, að komast í Bikarlið SamVest :-)  

Á myndinni eru, frá vinstri: Björg, Elvar, Stefán Jóhann, Daníel Fannar, Sigursteinn, Halldór Jökull og Unnur Jónsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri; Rakel Jóna, Birta, Andrea Björk og Guðrún Ósk. Á myndina vantar þær Liv og Tinnu Guðrúnu. 

 

Fleiri myndir frá Bikarkeppninni má sjá með því að smella hér.

 

18.08.2016 10:28

Sumarmót SamVest, BíldudalÁrlegt sumarmót SamVest var haldið á Völuvelli á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst sl. Það var Héraðssambandið Hrafna-Flóki sem bauð til mótsins á Völuvelli á Bíldudal. Aðstæður á vellinum voru prýðilegar; atrennubraut langstökks og svæði fyrir hástökk og spjót eru lögð tartanefni og hlaupabrautin var mjög hörð og góð og merkt af HHF fyrir mótið. Við völlinn er glænýtt vallarhús með salernum, en gamla húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Þess má geta að árið 2000 var Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Bíldudal en það var í fyrsta sinn sem ULM var haldið um verslunarmannahelgi.
Vesturbyggð bauð gestum gistingu á tjaldsvæðum sínum án endurgjalds.
Þátttakendur voru xx talsins (vantar), flestir frá HHF, á aldrinum 6 til 18 ára, fimm fullorðnir voru meðal keppenda.
Allt gekk vel fyrir sig og allar greinar vel mannaðar. Grillaðar voru pylsur í mótslok og tilkynnt um úrslit.
HHF eru hér með færðar innilegar þakkir fyrir gott boð og frábæra frammistöðu við undirbúning og umsjón með mótinu. Þau stóðu sig sannarlega vel og kunna að halda gott mót :-)
Bestu þakkir fyrir góðan dag!

tengill á myndir
https://photos.google.com/share/AF1QipOmA_rmJ_DL5qkpcsk9Z7ejJj-pXLKOfQkexggM9VoZZh2hHXBSTwWhhp9fNZYRlA?key=UFpHWERBYWphRkwtZnd2dHNPSlZ6ZGRtNGpvS25B

18.07.2016 09:06

Kristófer Jónasson á norðurlandamóti öldunga

Snæfellsbæingur vann til verðlauna á Norðurlandamóti Öldunga

Kristófer Jónasson vann til verðlauna á Norðurlandamóti Öldunga

Í byrjun þessa mánaðar fór Norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum fram í Óðinsvéum í Danmörku. Alls kepptu 535 á mótinu frá öllum Norðurlandaþjóðunum. Sjö keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd á mótinu og var einn þeirra Kristófer Sæland Jónasson úr Snæfellsbæ. Kristófer, sem er 81 árs, keppti í spjótkasti og kastþraut. Þess má geta að Kristófer gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í spjótkasti. Frábær árangur hjá þessum síunga frjálsíþróttamanni úr Snæfellsbæ.

26.04.2016 15:16

Samæfing og vinamót Samvest

Á myndinni eru þátttakendur á samæfingunni ásamt gestaþjálfurunum þremur frá FH. 

Föstudaginn 22. apríl sl. var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum SamVest

Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar 3var á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði (reyndar náðum við bara 2 æfingum í vetur). Frjálsíþróttaþjálfarar FH aðstoða sem gestaþjálfarar á æfingunum, sem eru yfirleitt fyrir 10 ára og eldri.

 

Um 25 krakkar mættu á samæfinguna sl. föstudag og stóð hún í tæpar 3 klst. að meðtalinni upphitun, nestispásu og teygjum í lok æfingar. Krakkarnir fengu að æfa spretthlaup og grindahlaup, langstökk, hástökk, kúlu, spjót, sleggju og kringlu, en hópnum var skipt í þrennt eftir aldri. Þjálfarar að þessu sinni voru þeir Hreiðar Gíslason, Hermann Haraldsson og Bogi Eggertsson.

 

Laugardaginn 23. apríl kl. 11.00 var svo haldið Vinamót á vegum SamVest, HSK-Selfoss og FH.

Mótið var haldið í Kaplakrika og gafst iðkendum SamVest þar tækifæri til að spreyta sig og fá árangur sinn skráðan. Mótið var fyrir 11-14 ára og voru margir að mæta á sitt fyrsta mót.

Tólf þátttakendur voru frá okkur í SamVest en um 80 keppendur voru skráðir á mótið.

 

Hér má sjá úrslit mótsins í mótaforriti FRÍ, en skv. því má sjá að margir voru að bæta sinn persónulega árangur.

 


11.12.2015 13:43

Jólamót HSH í frjálsum íþróttumJólamót  HSH

í frjálsum íþróttum  

              

 

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl.

Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi, skipt í fjóra aldursflokka. Mótið var haldið á vegum frjálsíþróttaráðs HSH með aðstoð frjálsíþróttadeilda Snæfells og UMFG.  Rétt rúmlega 30 keppendur voru mættir til leiks og komu þeir úr Grundarfirði og Stykkishólmi.

Mótsgestir höfðu verið hvattir til að mæta í skrautlegum og skemmtilegum sokkum. Í upphafi móts stilltu allir sér upp og hlutlaus dómnefnd veitti "verðlaun" fyrir frumlegustu og jólalegustu sokkana. Vakti þetta kátínu gestanna. Krakkarnir stóðu sig síðan með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Allir fengu í lokin þátttökuverðlaun frá HSH, fínustu húfu með merki HSH, og í eldri flokkunum var árangurinn lesinn upp en ekki veitt sérstök verðlaun fyrir sæti. Ánægja var með þetta fyrirkomulag.

Af árangri í einstökum greinum má nefna að tvö aldursflokkamet voru sett á mótinu, en það er þó sett fram með fyrirvara um elstu skráningar. Margrét Helga Guðmundsdóttir 11 ára úr UMFG kastaði 2 kg kúlu 7,70 m en besti skráði árangur hjá HSH í flokki 11 ára stúlkna innanhúss er 7,58 m kast Unnar Svavarsdóttur árið 2003.

Daniel Emmanuel K Kwakye 7 ára úr UMFG stökk 1,62 m í langstökki án atrennu, en besta skráðan árangur í flokki 7 ára og yngri hjá HSH átti Aron Freyr Ragnarsson með stökki uppá 1,59 m frá árinu 2006. Daniel stökk einnig 2,99 m í langstökki með atrennu, en það er þriðji besti árangur hjá HSH í flokki 7 ára og yngri, besti skráði árangur er 3,10 m árið 2007. Jafnframt er það 9. besti skráði árangur í hans flokki yfir landið skv. afrekaskrá FRÍ frá upphafi.

Birta Sigþórsdóttir 12 ára kastaði 2 kg kúlu 11,26 m sem er næstbesti árangur í þeim flokki, sjálf á hún aldursflokkamet HSH, kastaði 12,17 m í nóv. sl. og var það kast fjórði besti árangur 12 ára stúlkna í greininni frá upphafi, skv. afrekaskrá FRÍ.

Heiðrún Edda Pálsdóttir 12 ára stökk 1,35 m í hástökki, en það er annar besti skráði árangur í hástökki innanhúss í þeim aldursflokki hjá HSH - Hrefna Dögg Gunnarsdóttir á aldursflokkamet HSH í þessum flokki, með stökk uppá 1,40 m og 3 stúlkur úr HSH, auk Heiðrúnar Eddu, hafa stokkið 1,35 m áður.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12 ára stökk 2,23 m í langstökki án atrennu, sem er þriðji besti árangur í þeim flokki hjá HSH, lengra hafa stokkið þær Lilja Stefánsdóttir, 2,57 m árið 1978 og Heiðrún Sigurjónsdóttir 2,24 m árið 1994. Margeir Óskarsson 8 ára stökk 1,68 m í langstökki án atrennu, sem er einnig þriðji besti árangur hjá HSH í þeim flokki, en besti skráði árangur er 1,81 m árið 1993.

Katrín Mjöll Magnúsdóttir 7 ára stökk 1,51 m í langstökki án atrennu sem er þriðji besti árangur hjá HSH, en besti skráði árangur er 1,59 m árið 2006.

HSH vill þakka þeim sem skipulögðu og sáu um mótshald og ekki síst öllum þátttakendum og aðstandendum þeirra, sem einnig aðstoðuðu á mótinu. Eydís Bergmann Eyþórsdóttir og Erla Friðriksdóttir sáu um mótshald á staðnum, Magnús Bæringsson kynnti greinar og sagði frá árangri, þjálfararnir Gísli Pálsson og Agnes Helga Sigurðardóttir hjá Snæfelli og Eva Kristín Kristjánsdóttir hjá UMFG sáu um skráningu í aðdraganda móts og héldu utan um sína krakka á mótinu. Þær Eydís, Erla og Björg Ágústsdóttir hjá UMFG sáu um undirbúning mótsins.

17.10.2015 15:25

Hvatningarverðlaun UMFÍ

SamVest verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar í Sam Vest verkefninu veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku.

Aðilar að SamVest samstarfinu hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ á þingi þess sem haldið er í Vík dagana 17.-18. október. Aðilar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verkefninu varð þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson buðu til æfingabúða í frjálsum íþróttum að Varmalandi í Borgarfirði.

Þangað var boðið ungmennum af öllu Vesturlandi og kviknaði þá áhugi á því að efla samstarf á milli héraðssambandanna á svæðinu. Þessi hugmynd varð síðan að veruleika haustið 2012 þegar sjö héraðssambönd af Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam Vest.

Markmiðið var að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

 

Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og nýverið undirrituðu fulltrúar Sam Vest og frjálsíþróttadeildar FH undirrituðu samstarfssamning um aðstöðu og þjálfun. Frjálsíþróttadeild FH mun jafnframt sjá SamVest fyrir gestaþjálfurum á þessum æfingum í Kaplakrika.

Íþróttamenn SamVest mega koma á einstaka æfingar í Hafnarfirði ef þau eru á svæðinu. Ennfremur nær þetta samstarf til nemenda af SamVest svæðinu sem eru við nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa aðgang að æfingum FH í Kaplakrika gegn sama gjaldi og FH-ingar.

08.06.2015 14:21

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi

Frjálsíþróttaveisla í Borgarnesi 10. júní - ný rafræn tímatökutæki

Í vetur hefur Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar lagt í það stórvirki að kaupa ný og fullkomin tímatökutæki til þess að hægt sé að halda lögleg frjálsíþróttamót í Borgarnesi. Tækin eru komin og af því tilefni er boðið til barna- og unglingamóts miðvikudaginn 10. júní nk. 

Borgfirðingar bjóða öllum krökkum 16 ára og yngri að koma og taka þátt í mótinu, líka þeim sem eru á SamVest-svæðinu (Vesturland, sunnanverðir Vestfirðir). Einnig krökkum sem ekki hafa æft frjálsar en vilja prófa einhverja grein/greinar.

Barnamót frá kl. 17:00 - 17.50 
Það er fyrir börn 10 ára og yngri (4. bekkur og yngri). 
Mikilvægt er að mæta tímanlega þannig að maður missi ekki af neinu. 

Keppt er í 4 flokkum: Piltar 8 ára og yngri, stúlkur 8 ára og yngri, piltar 9-10 ára og stúlkur 9-10 ára.
Greinar sem eru í boði eru 60 m hlaup, boltakast og 600 m hlaup.

Athugið að ef grein er ekki í boði hjá viðkomandi aldursflokki er möguleiki fyrir krakkana að fá að keppa með næsta flokki fyrir ofan ef greinin er í boði þar. 

Unglingamót frá kl. 18:00 - 20:00 
Það er fyrir keppendur á aldrinum 11-16 ára. 
Hver keppandi ræður því í hvaða greinum hann tekur þátt, en þessar greinar eru í boði:

Piltar/stúlkur 11-12 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 600m hlaupi.
Piltar/stúlkur 13-14 ára og piltar/stúlkur 15-16 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, spjótkasti, hástökki, 60m grind og 800m hlaupi.

ÖLLUM ER BOÐIÐ að vera með: hér er því kjörið tækifæri til þess að prófa að taka þátt og hafa gaman. 

Skráningar berist á netfangið bjarni@menntaborg.is 
Þau sem eru í UMFG mega líka láta Björgu (8986605) og Kristínu Höllu (8993043) vita um þátttöku - og þær koma upplýsingum áleiðis til UMSB.

Boðið verður uppá grillveislu um klukkan 18 fyrir yngri krakkana og gesti. 
Síðan verður aftur grillað að móti loknu klukkan 20. 

Þátttökugjald er 500 kr. á hvern keppanda. HSH greiðir fyrir sína keppendur. 

Frá UMSB-Frjálsíþróttafélagi

19.05.2015 14:03

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi

Vígslumót nýrra tímatökutækja

Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar býður öllum að taka þátt í frjálsíþróttamóti þar sem við ætlum í leiðinni að vígja glæný tímatökutæki sem keypt voru á dögunum.

Mótið verður miðvikudagskvöldið 10.júní og má reikna með að við byrjum á 10 ára og yngri og bjóðum þeim uppá að keppa í 3 greinum og mun það fara fram á milli klukkan 17 og 18.

Síðan mun mótið fyrir 11 ára og eldri byrja klukkan 18.

Nánari upplýsingar munu koma síðar en endilega takið daginn frá og leyfið krökkunum að koma og prufa að taka þátt í léttu skemmtilegu móti og gæða sér á pylsum og svala eftir mótið.

Ef þið viljið skrá krakkana strax þá sendið þið mér bara póst á bjarni@menntaborg.is

Tímaseðillinn er í vinnslu og nánar fréttir og dagskrá kemur síðar.

19.05.2015 09:34

Vinnuþjarkar HSH 2014

Þær stöllur, Björg Ágústsdóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir voru útnefndar sem vinnuþjarkar HSH 2014.
Þeir aðilar sem hafa unnið gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á sambandssvæði HSH eru tilnefndir og við snæfellingar erum það lánsöm að eiga mikið af vinnuþjörkum á okkar svæði.

Kristín og Björg voru tilnefndar vegna starfa sinna í þágu frjálsra íþrótta og þá sérstaklega vegna mikil og öflugs starfs í þágu SamVest.
SamVest er samstarf sjö íþróttahéraða á vesturlandi og vestfjörðum í frjálsum íþróttum. Starfið er öflug og hefur gefið frjálsíþrótta fólki þessar héraða tækifæri að æfa við bestu aðstæður með bestu þjálfar landsins.

Til hamingju


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31