Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Útivist

10.09.2013 14:04

Hreyfitorg

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. september

10.09.2013

Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september  kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val.

Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis.

Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils).

Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu  framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Opnun Hreyfitorgs fer fram í upphafi málþingsins, sem stendur frá kl. 14:00 - 16:15. Þátttaka í opnuninni og málþinginu er án endurgjalds en skrá þarf þátttöku. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu eru á heimasíðu Embættis landlæknis.

16.07.2013 17:07

Kvöldganga með Ferðafélagi Snæfellsnes

Skarðsgata - Eyrarhyrna              2 skór

Ferðafélag Snæfellsnes með kvöldgöngu.

Þessi ferð verður farin 17 Júlí kl. 19:00. Mæting á eigin bílum að Hallbjarnareyri. Þaðan er gengin Skarðsgata upp á Eyrarfjall og þaðan upp á Eyrarhyrnu. Komið við hjá dysinni. Gengið niður Kálfadal, eftir Fögrubrekku og til baka austan við Eyrarhyrnu að Hallbjarnareyri. Áætlað er að ferðin taki 3 klst. Nánari upplýsingar á heimasíðu er nær dregur. Verð: 600/800 kr.

Fararstjóri: Vilberg Guðjónsson Stykkishólmi. Sími: 4381277.

ferðaáætlun 2013.

18.06.2013 11:24

Sólstöðuganga

Lífsbjörg undir Jökli

24 stunda sólstöðu- og áheitaganga 22.-23. júní

um þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Ný útfærsla er í ár á sólstöðugöngu um þjóðgarðinn Snæfellsjökull. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar sem einnig vakir yfir fólki á svæðinu, m.a. yfir þeim sem þessa dagana sækja lífsbjörgina í sjó undir Jökli. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi.

Mæting laugardag 22. júní, kl. 09:30 við Hótel Hellissand og brottför þaðan með rútu kl. 10. Gangan hefst kl. 12 frá Dritvík.

Þátttökugjald 25.500 kr. 

Innifalið:

Rútufar innan svæðisins, leiðsögn, öryggisgæsla, veitingar á 5 áningarstöðum, öryggisbúnaður á jökli, fótanudd af fagfólki, aðgangur að Lýsuhólslaug, áletraður Bárðarbolur og viðurkenningarskjal. Að auki til 30 fyrstu til að skrá sig: 15% afsláttarkort Intersport (gildir út árið)..

Það eru góðfúsleg tilmæli til þátttakenda að þeir afli áheita sem gætu numið allt að öðru þátttökugjaldi. Annars eru frjáls framlög.

Áheit leggist inn á banakreikning Björgunarsveitarinnar Lífsbjörg í Snæfellsbæ

Hafnargötu 1, 360 Rifi Snæfellsbæ. Kt 660107-0450 Bankar. 0190-26-6601

Sjá hér: Hollráð fyrir þátttakendur 

Hámarksfjöldi þátttakenda 60 manns. - Gangan er ekki kappganga en þolraun engu að síður fyrir flesta. Ef einhver kýs að taka þátt í hluta leiðarinnar þá er það velkomið, t.d. frá Arnarstapa eða Jökulhálsi. Ekki er nauðsynlegt að taka alla leiðina í heilum bita. - Skráning STRAX með t-pósti: SJÁ HÉR NEÐAR

Verð 18.000 kr.  greiðist á staðnum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu í gestastofu þjóðgarðsins í s. 436 6888 og hjá Út og vestur í s. 694 9513 / 695 9995.

Sólstöðukvöldverður í boði hjá ? á sérstöku Jónsmessuverði.

30.12.2012 02:37

Gamlársskokk og ganga í Grundarfirði

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap. Þess vegna er efnt til Gamlárshlaups eða göngu 31. desember n.k.

Hver og einn getur farið þá leið og vegalengd sem hann vill - og á þeim hraða sem hver og einn kýs. Þetta er hugsað fyrir alla aldurshópa.

Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju,
en lagt verður af stað kl. 11.30.

Samkaup-Úrval Grundarfirði býður uppá hressingu í lokin, á staðnum.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í skrautlegum búningum
til að lífga upp á þennan síðasta dag ársins!

Með Gamlárskveðju!
Skokkhópur Grundarfjarðar


  • Mynd


22.08.2012 10:05

Ungmennafélag Staðarsveitar með göngu á Hólstind

Gönguferð á Hólstind
Ungmennafélag Staðarsveitar auglýsir hér með fjallgöngu á Hólstind sunnudaginn 2. september n.k (með fyrirvara um gott veður). Göngustjóri verður Svavar Þórðarson frá Ölkeldu. Lagt verður af stað kl. 10 frá háhitasvæði/borholu Ölkeldumanna (afleggjari frá Ölkeldurétt). Gert er ráð fyrir því að gangan taki um 6 klst. Leiðin er nokkuð krefjandi.


14.08.2012 22:00

Söguferð í Grundarfirði

Ferðafélag Snæfellsnes með söguferð í framsveit Grundarfjarðar

Staður: Skallabúðir við austanverðan Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi.
Mæting er þriðjudaginn 21. Ágúst kl: 19:00 við skriðu fyrir ofan Skallabúðir. Þaðan verður gengið til sjávar við Skallabúðir og áfram strandlengjan inn á Eyrarodda. Þar verður kaffistopp. Síðan verður gengið upp að Hallbjarnareyri og hringnum lokað við Skallabúðarskriðu. Gangan tekur um 2 til 3 klukkutíma og er létt ganga, tilvalin fyrir fjölskyldufólk. Fararstjóri er Vilberg Guðjónsson sem ólst upp á Skallabúðum og kann frá ýmsu að segja um örnefni, gömul býli og gamla búskaparhætti.

23.07.2012 23:09

Ferðafélag Snæfellsnes með söguferð 28 júlí

Söguferð á Þingvöllum 28. júlí

Laugardaginn 28. júlí kl 14:00 verður farin söguferð á Þingvöllum í Helgafellssveit. Þingvellir er gamall þingstaður, þar sem má finna búðartóftir og blótstein. Heimafólkið Hilmar Hallvarðsson og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir tekur á móti gestum.

Verið velkomin.

08.06.2012 00:09

Snæfellsjökulhlaup

Laugardaginn 30. júní verður Snæfellsjökulshlaupið haldið í annað sinn hér í Snæfellsbæ. Hlaupið heppnaðis svo vel í fyrra að það er ekki annað hægt en að halda þessu skemmtilega verkefni áfram.

Erum við búin að fá margar fyrirspurnir um hlaupið í ár sem gerir þetta en meira spennandi. Undibúningur er í fullum gangi þessa dagana. Nú er er bara að krossleggja fingurnar og vona að veðurguðirnir verði í stuði og færi okkur frábært hlaupaveður á hlaupadegi. Skráning er hafinn á hlaup.is og þar er hægt að fá allar upply´singar um hlaupið. Einnig á facebooksíðunni Snæfellsjökulshlaupið.

Fyrirkomulag hlaupsins verður með svipuðum hætti. Boðið verður upp á rútuferð kl.11:00 frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja. Ræst verður frá Arnarstapa kl.12:00. Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni sem unglingasveitin Drekinn og Björgunarsveitin Lífsbjörg munu aftur sjá um. Keppendur munu koma í mark við Pakkhúsið í Ólafsvíkur. Fiskisúpan góða verður á sínum stað og léttar veitingar verða í boði að hlaupinu loknu fyrir hlaupara. Ef það eru eitthverjir sem vilja hjálpa til þá endilega verið í sambandi við okkur.

Gleðilegt sumar

Rán og Fannar

24.05.2012 22:33

Fjallahlaupaverkefni, Kerlingarskarð

Á laugardaginn 26 maí næstkomandi verður hlaupi yfir Kerlingarskarðið hér á Snæfellsnesi.
Hlaupið verður frá Vegamótum á sunnanverðu nesinu og hlaupið þaðan yfir Kerlingarskarði og norður á nes.

Hlaupið hefst kl. 10.30 og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímalega.

Vegalengdin er 17 km.

 Upplýsingar um verkefnið eru teknar af heimasíðu Stefáns Gíslasonar

Þessi vefsíða og aðrar henni tengdar hafa að geyma upplýsingar um fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar. Verkefnið og vefsíðan eru einkaframtak, sem stofnað var til í tilefni af fimmtugsafmæli höfundar 18. mars 2007 í þríþættum tilgangi:


     1. Að halda sér í formi á sextugsaldrinum
     2. Að kynnast landinu sínu
     3. Að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu

 

Verkefnið felst í því að hlaupa yfir 50 fjallvegi á 5-10 árum, einn eða enn frekar í góðra vina hópi. Fjallvegur í þessu sambandi


     + er a.m.k. 9 km að lengd
     + fer a.m.k. upp í 200 m hæð yfir sjó

     + tengir saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði
     + er gjarnan forn göngu- eða reiðleið
     + má vera fáfarinn bílvegur t.d F-vegur

 

 www.fjallvegahlaup.is.

 

Dagskrá fjallvegahlaupa 2012 (og fyrr)
Fjallvegaskráin, leiðarlýsingar, ferðasögur og myndir

Lengstu, hæstu og hröðustu hlaupin

 

Bloggsíða Stefáns Gíslasonar

21.05.2012 13:50

Snæfellsjökulshlaupið verður 30 júní


Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 30. júní n.k og er þetta er í annað skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið heppnaðist mjög vel í fyrra og voru hlauparar 50 talsins.  Fyrirkomulag hlaupsins verður eins og í fyrra.  Ræst verður frá Arnarstapa kl. 12:00.  Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja. Fiskisúpan verður á sínum stað og léttar veitingar verða í boði að hlaupinu loknu.  Snæfellsbær bíður svo öllum hlaupurum frítt í sund.

Ólafsvík er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á Facebook síðu hlaupsins ásamt nýjum myndum frá því í fyrra sem voru að berast í hús.

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Rúta verður fyrir þá sem vilja frá Ólafsvík til Arnarstapa og mun hún leggja af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ok í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa klást við snjó og jafnvel smá drullu á leiðinni. En í fyrra voraði seint og þurftu hlauparar að hlaupa c.a. 5km af leiðinni í snjó. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni sem björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. 


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

  • Karlar 40 ára og eldri
  • Konur 40 ára og eldri
  • Karlar 39 ára og yngri
  • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er sama og í fyrra, 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 29. júní. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com

10.03.2012 12:47

Gönguleiðir á Snæfellsnesi

Ferðafélag Snæfellsness hefur tekið í notkun nýtt gönguleiðakort fyrir Snæfellsnes. Þar má sjá áætlaða gönguslóð eftir háfjallgarðinum og nokkrar gönguleiðir þvert yfir hann. Fleiri munu bætast við, jafnt á láglendi og á sjálfum fjallgarðinum. Hægt er að skoða ljósmyndir á kortinu og von er á enn fleiri myndum. Á sjálfu kortinu er leiðbeiningatexti, hvernig hægt er að setja inn gönguleiðir á GPS tæki. Texti á ensku mun koma fljótlega.

Kortið er hægt að skoða undir Gönguleiðir og Hiking on Snaefellsnes.

http://www.ffsn.is/

Sunnudaginn 11. mars kl. 20:00 verður haldinn í Sögumiðstöðinni,kynningarfundur um nýtt göngukort og starfið framundan. Sýndar verða ljósmyndir frá Snæfellsnesi. Tilvalið að koma saman og spjalla um lífið og tilveruna.

24.11.2011 22:44

1001 þjóðleið

1001 Þjóðleið, smellið á myndina
 

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók.

Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

KJÖRGRIPUR FYRIR ALLA ÚTIVISTAR OG HESTAMENN SEM FERÐAST UM LANDIÐ.

PANTANIR:

Sendið pantanir á tölvupósti: lhhestar@sogurutgafa.is  (tilgreinið nafn, heimilisfang, símanúmer, fjölda eintaka og greiðslumáta (bankamillifærsla eða kreditkort). Eða hringið í síma 557 3100.

 

09.09.2011 21:42

Ferðafélag Snæfellinga með haustlitaferð

Haustlitaferð í Hnappadal 11.September


Staðsetning: Hnappadalur og Gullborgarhraun á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Mæting á einkabílum kl.11:00. að býlinu Hraunholtum vestan Hlíðarvatns í Hnappadal. Gengið er vestur yfir Gullborgarhraun eftir gamalli leið að bænum Syðri Rauðamel. Þá er hægt að ganga á Syðri Raðamelskúlu eða taka bað í náttúrulauginni - Rauðamelslaug. Gengið er til baka með Kaldalæk og á Gullborg, litið við í Gullborgarhellum og fræðst um jarðfræði og náttúrufar svæðisins.

Áætlað er að ferðin taki 5 - 6 tíma og er göngufólk beðið um að klæða sig eftir veðri, en veðurspá segir að norðaustan strekkingur verði og svalt. Athygli er vakin á því, að gengið er eftir hrauni, sem getur verið erfitt fótalúnu fólki.

Verð: 600/800 kr.      Fararstjórar: Gunnar Njálsson og Kolbrún Rögnvaldsdóttir

31.07.2011 22:44

Ferðafélag Snæfellsnes með göngu 1 ágúst

Gönguferð yfir Tröllaháls 1. Ágúst

Staðsetning: Mjósundabrú í Hraunsfirði. Berserkjahrauni á norðanverðu Snæfellsnesi.

Farið verður af stað við Mjósundabrúna gömlu 1. Ágúst kl: 13:00 og gengið með Straumhlíðinni inn í Árnabotn. Þar er farið yfir Tröllaháls og komið niður í Eyrarbotn innst í Kolgrafarfirði. Gönguleiðin er gömul reiðleið og fóru póstmenn þarna um áður fyrr. Þetta er falleg og áhugaverð leið og tilvalin fyrir fjölskyldufólk, enda lítil hækkun á leiðinni. Ferðin tekur um 6. klst. Áður en lagt er af stað, er tilvalið að ákveða hverjir sæki göngufólk inn í Eyrarbotn í lok ferðar.

Fararstjóri er Hanna Jónsdóttir, sími: 4381195. Verð: 600/800 kr.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05
Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05