Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: ULM

25.07.2016 11:44

Unglingalandsmót í BorgarnesiFrá HSH eru skráðir 56 einstaklingar og 12 lið.
7 lið í körfubolta og 5 í knattspyrnu.Tvö­fald­ir heims­meist­ar­ar í götu­fót­bolta koma í Borg­ar­nes um næstu versl­un­ar­manna­helgi og munu þar kynna íþrótt­ina fyr­ir gest­um Ung­linga­lands­móts UMFÍ. Götu­fót­bolti er til­tölu­lega ný íþrótt og í mikl­um vexti. Leik­ur­inn er spilaður á litl­um af­mörkuðum velli og er mjög hraður enda tek­ur hver leik­ur aðeins þrjár mín­út­ur.

 

Dönsku snill­ing­arn­ir eru þeir Peter Kri­stof­fer Licht og Omid Kar­balaie Hoss­einkani og koma þeir báðir frá Copen­hagen Panna Hou­se. 

 

 

Gest­ir Ung­linga­lands­móts­ins fá auðvitað að spreyta sig á litla bolta­vell­in­um með þeim Peter og Omid bæði á laug­ar­degi og sunnu­degi um versl­un­ar­manna­helg­ina á milli klukk­an 11.00 og 14.00 og 15.00 og 17.00.

 

Allskonar afþreying

Margt verður í boði fyrir sem flesta aldurshópa á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

Hér er brot af því sem boðið verður uppá:

 

Frisbígolf

Kominn er flottur frisbívöllur í Borgarnes sem tilvalið er að nýta sér yfir helgina. Í íþróttahúsinu getið þið fengið frisbídisk til að nota, borgið 1000 krónur í tryggingargjald og fáið hann endurgreiddan þegar þið skilið disknum heilum til baka.

 

Leiklist

Halldóra Guðjónsdóttir ætlar að bjóða upp á leiklistarnámskeið þar sem markmið námskeiðsins er að hafa gaman og að allir taki virkan þátt. Þar verður æfður spuni, framkoma, samvinna og leiktækni. Námskeiðið verður haldið í Hjálmakletti, skráning fer fram á staðnum.

 

 

Sprelligosaklúbbur, 6 ára og yngri

Þessi klúbbur er fyrir krakka á leikskólaaldri, Jóhanna María starfsmaður á leikjanámskeiði hjá Borgarbyggð hefur umsjón og munum við bralla ýmislegt saman þessa dagana. 4 ára og yngri skulu koma í fylgd með foreldrum.

 

Víkingasögur

Geir Konráð nær svo sannarlega vel til krakkana, þau verða ekki svikin að mæta og hlusta á sögurnar hans í Skallagrímsgarði klukkan 16:00 á föstudeginum. Hann ætlar einnig að bjóða sama dag landsmótsgestum frítt á leiksýninguna sína sem haldið er í Sögulofti á Landnámssetrinu.

 

Sýningin er á auðveldri ensku og er ætluð fyrir 10 ára og eldri, mjög skemmtileg sýning sem við mælum með að þið sjáið.

 

 

Karókí fyrir alla

Allir velkomir að mæta í Skallagrímsgarðinn og taka eitt lag, skráning er á staðnum.

 

Kynning á pílukasti 

Íslenska pílukast sambandið ætlar að vera með kynningu á sinni íþrótt á laugardag og sunnudag frá 12:00-18:00. Þau ætla að vera með minni keppnir og alls konar uppákomur, mælum með að þið kíkið upp í Óðal og prófið þessa skemmtilegu íþrótt.

 

Markaður í Englendingarvík

Flóa-, mat- og handverksmarkaður verður haldinn laugardag og sunnudag í Englendingarvíkinni. Þar verður keppt í sultugerð, tónlist á staðnum og fjölbreytt skemmtun fyrir börn og fullorðna.

 

Fjallahlaup og fjallganga upp á Hafnarfjall

Stefán og Geirlaug ætla að fara með sitthvorn hópinn upp á Hafnarfjall á sunnudeginum klukkan 10:00. Veljið þann hóp sem hentar ykkur þegar þið hittist í Hjálmakletti.

 

Sumarfjör fyrir 1-4 bekk

Sumarfjör er leikjanámskeið sem starfrækt er í Borgarbyggð, þessa helgi ætla okkar flottu starfsmenn að vera með skemmtilega afþreyingu fyrir 1.-4.bekk. Mæting í Grunnskóla Borgarnes. Skráning fer fram á staðnum.

 

 

Kost­ar 7.000 krón­ur að keppa

Keppni á Ung­linga­lands­móti UMFÍ í Borg­ar­nesi hefst fimmtu­dag­inn 28. júlí næst­kom­andi og stend­ur það til sunnu­dags­ins 31. júlí. Ung­linga­lands­mótið er vímu­efna­laus íþrótta- og fjöl­skyldu­hátíð og geta öll börn og ung­menni frá 11-18 ára tekið þátt í keppni hvort sem þau eru skráð í íþrótta­fé­lag eða ekki.

 

Það kost­ar 7.000 krón­ur að skrá þátt­tak­anda á Ung­linga­lands­mót UMFÍ. Aðeins þarf að greiða þessa upp­hæð einu sinni enda hægt að keppa í eins mörg­um grein­um og hver og einn hef­ur áhuga á fyr­ir hana. Öll afþrey­ing og tjald­stæði eru innifal­in í þátt­töku­gjald­inu.   

Þetta er 19. Ung­linga­lands­mót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borg­ar­nesi.

 

Keppn­is­dag­skrá ligg­ur fyr­ir en keppt verður í körfu og fót­bolta, frjáls­um, glímu, ólymp­ísk­um lyft­ing­um, skot­fimi, staf­setn­ingu og mörgu fleira. Boðið verður jafn­framt upp á mikið af skemmti­legri afþrey­ingu og tónlist á hverju kvöldi.

 

Mörg þúsund manns í bæn­um

Gert er ráð fyr­ir fjölda fólks í Borg­ar­nesi um versl­un­ar­manna­helg­ina. Þegar Ung­linga­lands­mót UMFÍ var haldið þar árið 2010 voru kepp­end­ur tæp­lega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bæn­um. Gert er ráð fyr­ir álíka fjölda í ár.


18.07.2016 09:12

Unglingalandsmót í Borgarnesi 28 til 31 júlí. Skráning í gangi

Opnað er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í samstarfi við UMSB í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð. 

 

Skráðu þig hér!

Keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi hefst 28. júlí næstkomandi og verður því slitið 31. júlí.

Þetta er 19. Unglingalandsmót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borgarnesi.

Undirbúningur er í fullum gangi í bænum fyrir mótið. Íþróttamannvirki eru löguð og styrkt, garðar hreinsaðir og verið að búa til risastórt tjaldsvæði fyrir tugþúsundir gesta mótsins. 

Íþróttabrautin var meira að segja háþrýstihreinsuð. Þegar hreinsað var úr frárennslisrörum brautarinnar komu úr þeim hvorki meira né minna en fimm tonn af aur og drullu!

Mörg þúsund manns í bænum

Gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks í Borgarnesi yfir mótshelgina. Þegar það var haldið árið 2010 voru keppendur tæplega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bænum. Gert er ráð fyrir álíka fjölda í ár.

Keppnisdagskrá liggur fyrir en keppt verður í körfu og fótbolta, frjálsum, glímu, ólympískum lyftingum, skotfimi, stafsetningu og mörgu fleira. Boðið verður jafnframt upp á mikið af skemmtilegri afþreyingu og tónlist.

 

Landsmótið fer fram vítt og breitt um svæði UMSB í Borgarbyggð. Keppt verður í sundlauginni í Borgarnesi, í íþróttahúsinu, á Skallagrímsvelli og í Skallagrímssgarði, í Brákarhlíð, á golfsvæði Hamars, við Hjálmaklett, á reiðvelli Hestamannafélagsins Skugga, á skotsvæði SkotVest í Brákarey og á Hvanneyri. Þá verður keppt í andans greinum, upplestri, skák og stafsetningu á dvalaraheimili aldraðra.

Úlfur Úlfur og fleiri á kvöldvökunum

Kvöldvökur verða haldnar mótsdagana í Borgarnesi. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram munu koma eru Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, hljómsveitin Amabadama, Hafnfirðingurinn Jón Jónss, bróðir hans Friðrik Dór, Dikta, Glowie og margir fleiri.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Komdu á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina!

 

Skráðu þig hér! 

19.08.2015 09:04

Flottur árangur í frjálsum á ULM


HSH átti 14 keppendur í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu og kepptu þeir ýmist í einni grein eða fleirum - og voru þau öll sér og HSH til sóma. 

Bergur Már Sigurjónsson keppti í 60 m hlaupi 11 ára pilta og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson í 600 m hlaupi 11 ára pilta. Dagný Inga Magnúsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir tóku þátt í 60 m hlaupi 11 ára stúlkna. Þau eru öll úr Snæfellsbæ. 
Ari Bergmann Ægisson, Stykkishólmi, 12 ára, varð áttundi af 38 í undanúrslitum í 60 m hlaupi, hljóp á 9,07 sek. Í úrslitahlaupinu varð hann sjöundi og hljóp þar á 9,04 sek.
Ari komst á verðlaunapall í 600 m hlaupi, hljóp þar á 1:55,05, varð þriðji af sautján keppendum í flokki 12 ára stráka. Ekki verður betur séð en að þar hafi Ari bætt aldursflokkamet HSH í flokki 12 ára, en skv. afrekaskrá FRÍ átti Viktor Marinó Alexandersson besta tímann hjá HSH í 600 m hlaupi utanhúss 12 ára stráka eða 1:56,15 frá 2009 (fyrirvari settur um eldri árangur, sem ekki birtist í afrekaskrá FRÍ). Í fjórða sæti í sama hlaupi varð Atli Ágúst Hermannsson, Grundarfirði, sem hljóp á 1:56,67. 
Ari kastaði líka spjóti 24,15 m og varð í 6. sæti í sínum flokki í spjótkastinu. Jökull Gíslason tók þátt í kúluvarpi 12 ára stráka og Björn Ástvar Sigurjónsson í kúluvarpi 13 ára pilta. Þeir eru úr Snæfellsbæ.  
 Í kúluvarpi 12 ára stúlkna tóku líka þátt þær Ragnheiður Arnarsdóttir, Grundarfirði, og Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir, sem lenti í 8. sæti, kastaði 7,93 m. Birta tók einnig þátt í 60 m hlaupi og langstökki, eins og Jóhanna Magnea.
Símon Ernst Davíðsson, Stykkishólmi, keppti í 80 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki í flokki 13 ára pilta. 
Björg Hermannsdóttir, Grundarfirði, varð í 5 sæti í langstökki, stökk 4,39 m, og 9. sæti í 100 m hlaupi 14 ára stúlkna, hljóp á 14,24 sek. 
Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Stykkishólmi, kastaði 4 kg kúlu 8,87 m í kúluvarpi og lenti í 2. sæti 18 ára stúlkna, en kúlan hefur verið aðalkeppnisgrein Katrínar. Hún tók einnig þátt í langstökki, hástökki og spjótkasti í sínum flokki.

Birta Sigþórsdóttir, Stykkishólmi, gerði sér lítið fyrir og setti stúlknamet í flokki 12 ára stúlkna, kastaði 2 kg kúlu 11,86 m - sem er bæting um 5 cm frá eldra meti. Stórglæsilegur árangur hjá Birtu, en þess má til samanburðar geta að sú sem hafnaði í 2. sæti kastaði 9,24 m og í þriðja sæti var kast upp á 8,81 m. Aldursflokkamet HSH í kúluvarpi (2 kg) utanhúss 12 ára stúlkna er 9,25 m kast sem Unnur Lára Ásgeirsdóttir átti á Unglingalandsmóti 2002, en Birta bætir nú um 2,61 m.

Birta stolt með verðlaunin

07.07.2015 09:07

Unglingalandsmót á Akureyri


Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ hafin

Íþróttaaðstaðan á Akureyri er öll til fyrirmyndar.

Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ , sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina, hófst mánudaginn 6. júlí. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí og mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Búist er við fjölmennu móti á Akureyri að þessu sinni enda eru fleiri keppnisgreinar en nokkru sinni áður. Á Akureyri er gríðarlega góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar þannig að ekkert mun skorta í þeim efnum.

Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.


15.06.2015 11:48

Unglingalandsmót 2015


Unglingalandsmót UMFÍ verður að venju haldið um verslunarmannahelgina og að þessu sinni verður mótið á Akureyri.

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11-18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri.  Foreldrar munu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu þannig að þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð.  Mótsgjald er aðeins kr. 6000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja.

Keppnisgreinar eru:

Badminton-Boccia - Bogfimi - Borðtennis - Dans - Fimleikar - Frjálsíþróttir - Glíma - Golf - Handbolti - Hestaíþróttir - Hjólreiðar - Júdó - Keila - Knattspyrna - Körfubolti - Lyftingar - Motocross - Parkour - Siglingar - Skák - Stafsetning - Strandblak - Sund - Taekwondo - Tölvuleikir - Upplestrarkeppni
30.07.2014 11:10

Unglingalandsmót 2014

Framundan er unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki komandi helgi.

Skráning hjá félögum HSH er með ágætum eða 51 keppandi skráður og 10 lið.

4 lið í knattspyrnu, 3 í strandblaki og 3 í körfubolta.

Ekki eru allir búnir að ganga frá greiðslum á keppnisgjaldi og eru þeir hvattir til að ganga
frá þeim við mótshaldar sem fyrst.

Tjaldsvæðið

Unnið er af krafti við að gera tjaldsvæðið klárt.  Stefnt er á að opna það kl. 15:00 á miðvikudegi.


UMFÍ 310x3...

15.07.2014 20:22

Sjálfboðaliðar á ULM

Sjálfboðaliðar óskast á Unglingalandsmótið

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Nú styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Til að halda slíkt mót þarf gríðarlegan fjölda sjálfboðaliða og er nú leitað til íbúa um að taka að sér störf við mótið.

Um er að ræða alls konar störf, við íþróttagreinarnar, í upplýsingamiðstöð, í mötuneyti starfsfólks, við verðlauna utanumhald og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar geta valið sinn "vinnutíma" eins og hverjum og einum hentar.

Þeir sem vilja taka þátt og skrá sig sem sjálfboðaliða geta haft samband við Línu í síma 893 5349 eða á netfangið haukurfreyr@simnet.is.

15.07.2014 20:07

Unglingalandsmót 2014


Skráning

Skráning á mótið hófst 1.júlí. Mótsgjald er kr. 6.000.- á hvern einstakling 11 - 18 ára sem skráir sig til keppni og þarf að greiða gjaldið til að geta klárað skráninguna. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið verður upp á.

Keppendur frá HSH eru beðnir að skrá sig á síðu landsmótsins.
Greiða þarf keppnisgjald við skráningu. 

Búningar sem notaðir verða eru frá Snæfell í körfuboltanum og

Snæfellsnessamstarfinu í knattspyrnuninni.

Utanyfirgallar verða Snæfellsnessamstarfsins.


Ingólfur Sigfússon hefur á undanförnum árum haldið utan um skráningu á mótin og svo verður áfram á þessu móti. Ef einhverjar spurningar eru varðandi skráninguna má hafa samband við hann á netfangið ingolfur@sigfusson.is eða í síma 866 8190.

Skráðu þig hér á 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki


07.08.2013 23:23

Góður árangur á ULM 2013

Góður árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði

HSH átti 22 keppendur á ULM 2013 sem var haldið á Höfn í Hornafirði um Verslunarmannahelgina.

Keppendur HSH náðu mjög góðum árangri og skiluð nokkrir Unglingalandsmótsmeistaratitlar sér í hús.


1. Sæti.  Strandblak   15-16 ára   Jón Páll Gunnarsson og Viktor Marinó Alexandersson

1. Sæti   Fótbolti  11-12 ára stelpur   HSH   Femhima Líf Purisevic, Halla Sóley Jónasdóttir, Björg Hermannsdóttir Sæbjörg Jóhannesdóttir og 3 stúlkur úr Reykjavík 

1. Sæti GOLF   11-13 ára   ,  Kristófer Tjörvi Einarsson,  6. sæti Valdimar Ólafsson

2. sæti í Körfubolta, Stelpur 17-18 ára Landsbyggðin (HSH/UMSS)  Rebekka Rán Karlsdóttir, Aníta Rún Sæþórsdóttir, Árdís Eva Skaftadóttir, Helga Þórsdóttir,  Brynhildur Inga Níelsdóttir,  Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir
 Lára Lind Jakobsdóttir

2. sæti körfubolti Strákar 17-18 ára HSH  Jón Páll Gunnarsson, Elías Björn Björnsson, Finnbogi Þór Leifsson,  Ólafur Þórir Ægisson, Viktor Marinó Alexandersson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og

Pálmi Þórsson

3. sæti körfubolti Strákar 15-16 ára HSH  (Sama hópur sem keppti bæði í 15-16 ára og 17-18 ára)

3. sæti fótbolta  Stelpur 17-18 ára Landsbyggðin (HSH/UMSS) Sömu og í körfuni

 

Glíma, 12 ára, 4 sæti, Viktor Brimir Ásmundsson

50 m skriðsund 11-12 ára stúlkur  Fehima Líf Purisevic 12   52,10 sek.

Frjálsar íþróttir,   Símon Ernst Davíðsson  11 ára. Íþróttir fatlaðra

600m hlaup, 1 sæti, 2:54,42 mín.

Kúluvarp, 1 sæti, 4,16 m.

Langstökk, 1 sæti, 1,75 m.

60m hlaup, 1 sæti, 13.00 sek.


Björg Hermannsd.  12 ára: 

60 m spretthlaup,  4. sæti á 8,90 sek. 

langstökk : 7 sæti  með 3,97 m. 

600 m hlaup: 7. Sæti  á 2.03,65 

spjótkast: 9. Sæti,  kastaði 17,85 m

kúluvarp: 12 sæti af 22, kastaði 7,07 m 

Gullverðlaun  í 4x100 m boðhlaupi - sveit sem hljóp á 1.00,93

Auk liða HSH í hópíþróttum tóku einstaklingar frá okkur þátt í keppni með liðum annar sambanda

Halla Sóley Jónasdóttir keppti í fimmleikum með liði Sindra sem varð í fyrsta sæti.

Það voru tvær stelpur frá okkur sem kepptu í körfubolta með HSH/USVH og lentu þær í 3. sæti í 13-14. ára og 6. sæti 15-16. ára

Svo voru 4 strákar frá HSH í liði sem hét GRV heat og kepptu þeir með tveimur strákum úr Grindavík og urðu í 3. sæti í 11-12 ára.

Einnig eru myndir frá mótinu inn á myndaalbúmi hér til hliðar

25.07.2013 07:52

HSH á Unglingalandsmót


Kæru foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 11-18 ára!
16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2013.
Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007.

Unglingalandsmótin (ULM) eru frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni, og annarri dagskrá fyrir börn og fullorðna,
Þátttaka og keppnisgreinar Þeir sem eru 11-18 ára, eða verða það á árinu, geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins. Hver keppandi greiðir eitt mótsgjald sem er 6000 kr. og fær með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Keppt verður í fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta, motorcross, skák, starfsíþróttum, strandblaki og sundi. Fatlaðir geta keppt í sundi og frjálsíþróttum. Innan starfsíþrótta verður keppt í stafsetningu og upplestri. Karate verður sýningargrein.

Aðstaðan á Höfn Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Íþróttaaðstaðan er frábær en aðalkeppnissvæðið er í hjarta bæjarins en þar er frjálsíþróttavöllur ásamt fótboltavöllum. Þar er einnig íþróttahús, ný og glæsileg sundlaug og nýtt knattspyrnuhús. Ný reiðhöll er á keppnissvæði hestamannafélagsins og golfvöllurinn var stækkaður fyrir fáeinum árum. Tjaldsvæðin eru til fyrirmyndar og verða snyrtingar og aðgangur að rafmagni fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er ókeypis en lítilsháttar gjald verður tekið fyrir rafmagnsnotkun.
Þátttaka af Snæfellsnesi - skráning

Athugið að HSH hefur þegar skráð lið í fótbolta, sem okkar krakkar geta skráð sig í (opnast þegar farið er inn í skráninguna). Skráning fer fram á vefnum www.umfi.is - þar eru frekari upplýsingar, kynningarmyndbönd o.fl.
Í fyrra voru um 50 keppendur frá HSH en í ár stefnum við að því að hópurinn verði enn fjölmennari - og vonandi mun HSH eiga keppendur í öllum greinum á ULM !!
Á ULM geta þátttakendur notað keppnisbúninga í liðakeppnum frá Snæfellsnessamstarfinu og UMFG.
Með von um góð viðbrögð - endilega kynnið ykkur unglingalandsmót á vef UMFÍ!

Undirbúningsnefndin

16.07.2013 12:37

Unglingalandsmót UMFÍ

Skráningar hafnar á Unglingalandsmótið
 
http://skraning.umfi.is/

hornafjordur_-_glaesileg_mannvirkiBúið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráning fer fram undir flipanum hér að ofan. 

 

Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, stafsetning, sund, strandblak og upplestur.

 

Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.

Skráning er á ULM.is

Hlökkum til að sjá ykkur á Höfn. 

24.06.2013 14:42

Kynning vegna ULM 2013

sindravellir_2013

16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2013.  Dagsetningin er  2. - 4. ágúst. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007.
Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan.  Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun og munu verða að góðum notum á mótinu.

HSH verður með kynningu fyrir foreldra og aðra áhugasama

24 júní kl. 18.00 í Íþróttahúsin í Snæfellsbæ

25 júní kl. 18.00 í Íþróttahúsinu Stykkishólmi

Hafin er undirbúningur að þátttöku HSH á ULM 2013.

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt eru sérstaklega hvattir til að mæta.


08.08.2012 21:11

HSH keppendur skemmtu sér vel á ULM

HSH á unglingalandsmóti UMFÍ

 

Fimmtánda unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Yfir 2000 þátttakendur voru skráðir og hafa aldrei verið fleiri. Áætlað er að um 15 þúsund manns hafi notið helgarinnar í frábæru veðri. Keppendur á vegum HSH voru 57 talsins og kepptu í frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta, golfi, hestaíþróttum, sundi, skák og starfsíþróttum, þ.e. í upplestri og stafsetningu. Auk þess urðu tvær ellefu ára stúlkur fyrstu keppendur HSH til að keppa í fimleikum á unglingalandsmóti (ULM) en þær kepptu í liði með stúlkum frá Selfossi. Í körfubolta og fótbolta voru einnig blönduð lið HSH og ýmissa annarra félaga og töluðu krakkarnir um hvað það væri gaman að spila svona með öðrum og gera eitthvað nýtt. Ekki var hægt að sjá á spilamennskunni að þessir krakkar æfðu ekki saman að staðaldri og skemmtilegt að fylgjast með þeim.  

Keppnisaðstaðan og aðstaða áhorfenda á Selfossi var með því allra besta sem gerist á landinu. Allar helstu keppnisgreinarnar fóru fram við glæsilegar aðstæður þar sem örstutt var á milli íþróttahúss, fótboltavalla og hins nýja og glæsilega frjálsíþróttavallar. Skipulag mótsins var gott og umgengni á svæðinu til fyrirmyndar.

Á landsmótum skapast skemmtileg stemning þar sem HSH-mannskapurinn var með tjaldbúðir sínar í nágrenni við Borgfirðinga, Skagamenn og Dalamenn. HSH, UMSB og UDN eiga sameiginlegt samkomutjald þar sem hægt er að koma saman, funda og hvetja mannskapinn. Mikill áhugi var hjá HSH-foreldrum að hefja strax skipulagningu næsta ULM og var skipuð undirbúningsnefnd foreldra af svæðinu. Nefndin vill leggja stjórn HSH lið við að skipuleggja og undirbúa enn öflugri þátttöku af hálfu HSH á ULM á Höfn í Hornafirði 2013. Stefnan er sett á 100 þátttakendur HSH úr öllum eða flestum keppnisgreinum sem þar verða í boði!

Það voru stoltir foreldrar og aðstandendur sem horfðu á ungmennin ganga undir merkjum HSH inná Selfossvöll við setningu mótsins á föstudagskvöldinu. Allir keppendur stóðu sig síðan mjög vel á mótinu og voru sér og HSH til sóma.

Von er svo á frekari upplýsingum um úrslit og árangur HSH-keppendanna, auk ljósmynda frá mótinu.

02.08.2012 16:48

Metþátttaka á ULM

Flestir skráðir til leiks í knattspyrnu

knattspyrna_a_unglingalandsmotiMetþátttaka verður á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningu á mótið lauk sl. sunnudag, en þá höfðu tæplega 2.000 þátttakendur skráð sig til þátttöku. 53 keppendur eru skráðir hjá HSH. Þeir fá afhenta boli merkta HSH fyrir setningu mótsins

 
Fjölmennasta mótið hingað til var í Borgarnesi árið 2010, en þá tóku 1.748 keppendur þátt, en 1.247 tóku þátt í síðasta móti sem var haldið á Egilsstöðum. Líkt og undanfarin ár taka flestir þátt í knattspyrnukeppni mótsins, en þar eru 1.120 skráðir. Þá eru 621 skráðir í frjálsíþróttir og 612 í körfuknattleik. Aðrar greinar sem ná 100 keppendum eru fimleikar með 119 keppendur og 106 keppa í sundi.

 
Dagskráin er glæsileg í alla staði og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Keppt verður í 14 íþróttagreinum á mótinu og hefst keppni í nokkrum greinum á föstudagsmorgun kl. 8:00. Keppni lýkur seinnipart sunnudags. Auk þess verður margs konar afþreying í boði alla daga mótsins. Kvöldvökur fara fram í risatjaldi þar sem fram koma nokkrir af þekktustu skemmtikröftum landsins.

 
Vegna mikillar þátttöku er ökumönnum sem koma frá eða í gegnum höfuðborgarsvæðið bent á að tilvalið er að fara Þrengslin og sleppa þá við hugsanlega umferðarteppu við Hveragerði og Ölfusárbrú.

 
Þess má geta að veðurspáin fyrir helgina er sérlega hagstæð fyrir Selfosssvæðið.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31