Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Hestamennska

18.08.2016 10:43

Hestaþing Snæfellings, GrundarfirðiHestaþing Snæfellings

 

Opin gæðingakeppni í Grundarfirði

Laugardaginn 20. ágúst 2016

 

 Keppt verður í

A- flokki

B -flokki

C- flokk (fet,tölt og brokk. Má nota písk.)

Ungmennaflokk

Unglingaflokk

Barnaflokk 

 

 

Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum  og kostar ekkert.

08.11.2014 20:41

Lárus Ástmar Hannesson, Snæfelling, nýr formaður LH


Lárus Hannesson kjörinn af þingfulltrúum félaganna með 88 greiddum atkvæðum, Stefán Ármannsson hlaut 62 atkvæði og 4 seðlar voru auðir. Það er því ljóst að Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður LH og óskum við honum til hamingju með það

Ný stjórn LH er nú tilbúin og skipar (frá vinstri) þeim; Ólafi Þórissyni, Geysi (88 atkvæði), Stellu Björg Kristinsdóttur, Spretti (96), Jónu Dís Bragadóttir, Herði (141 atkvæði), Hauki Baldvinssyni, Sleipni (102), Andreu Þorvaldsdóttir, Létti (85) og Eyþóri Gíslasyni, Glað (137 atkv.). Lárus Á. Hannesson formaður er lengst til hægri. Við óskum þessu góða fólki til hamingju með kjörið.


Í varastjórn voru kosin í eftirfarandi röð (samkvæmt fjölda atkvæða):

Helga B. Helgadóttir, Fáki
Rúnar Þór Guðbrandsson, Herði
Sigurjón Rúnar Bragason, Fáki
Hrönn Kjartansdóttir, Herði
Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindra.


22.10.2014 13:43

Hestamenn á Vesturlandi með árshátíð á Laugum

Árshátíð hestamanna á Laugum

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi Laugum í Sælingsdal 15. nóvember


Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn af öllu Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Dagskrá eftir hádegið á laugardeginum er í vinnslu og verður auglýst síðar en þó má nefna að hægt verður að komast í sund og að nota íþróttahúsið.

Veislumatseðill að hætti Gunnars Björnssonar:
Forréttur: Blandaðir sjávarréttir á salatbeði
Aðalréttur: Lambafillet - kjúklingabringa

Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson

Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi
Helstu verð:
Matur og dansleikur: 5.500 kr.
Tveggja manna herbergi: 11.000 kr.
Eins manns herbergi: 8.000 kr.
Ódýrari gisting verður einnig í boði (wc frammi á gangi) og jafnvel gisting í óuppbúnum rúmum eftir því hvernig eftirspurnin verður.
Morgunverður: 1.500 kr.

Pantanir:
Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is eða 898 1251
Þórður Ingólfsson, thoing@centrum.iseða 893 1125

Það er um að gera að panta sem fyrst en pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember.

Athugið að það verða ekki vínveitingar á staðnum.
Undirbúningshópurinn í Glað

14.10.2014 20:24

Landsþing LH

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 - 2016

HSH verður með þingfulltrúa á þinginu og eru það félagar í Snæfelling sem sinna því hlutverki

Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Selfossi 17. - 18. október n.k. þar sem kosin verður ný stjórn samtakanna til næstu tveggja ára.

Fresti  til að skila inn framboðum til stjórnar  lauk um helgina.

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

Formaður:
Eitt framboð barst til formennsku samtakanna og er formaður því sjálfkjörinn Haraldur Þórarinsson, núverandi formaður.

Aðalstjórn :
Kjörnir eru 6 aðalstjórnarmenn, auk formanns, og bárust  alls 10 framboð. Fimm frá sitjandi stjórnarmönnum, tvö frá varastjórnarmönnum og þrjú ný framboð.  

Eftirtaldir gefa kost á sér til aðalstjórnar:

Andrea Þorvaldsdóttir - Létti
Sigurður Ævarsson - Sörla
Erla Guðný Gylfadóttir - Spretti
Þorvarður Helgason - Fáki
Sigrún Þórðardóttir - Þyt
Stefán Ármannsson- Dreyra
Sigurður Ágústsson - Neista
Jóna Dís Bragadóttir - Herði
Ólafur Þórisson - Geysi
Rúnar Þór Guðbrandsson - Herði

Varastjórn:
Kjósa skal 5 varastjórnarmenn.  Þrjú framboð bárust til varastjórnar og skv. lögum LH er kjörnefnd "heimilt að samþykkja framboð sem koma fram síðar, enda hafi ekki komið fram nægur fjöldi frambjóðenda."

Kjörnefnd auglýsir því eftir framboðum í varastjórn og mun kynna frambjóðendur þegar nær dregur landsþingi.

Kjörnefnd LH 

06.12.2013 11:54

Vel heppnað afmæli Snæfellings

Haldið var uppá afmæli Snæfellings á Vegamótum 2. desember en Snæfellingur er stofnaður á Vegamótum
og þótti okkur alveg tilvalið að velja þennan stað núna 50 árum seinna
Í tilefni dagsins voru veittar viðukenningar og 3 félagar voru heiðraðir, 2 félagar fengu svo Gullmerki ÍSÍ.
Þétt var setið en vel fór um okkur á Vegamótum, rúmlega 60 manns mættu í afmælið.
Allir sem ávörpuðu samkomuna ,takk fyrir hlý orð í garð Snæfellings.
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
Heiðurfélagar og Gullmerkisfélagar til hamingju, og takk fyrir frábært starf í þágu félagsins.
Kærir þakkir til allra á Vegamótum og til hamingju með flottan sal hjá ykkur.
 
 
Viðurkenningar  til knapa, en þessir krakkar tóku þátt í mótum í sumar og stóðu sig með mikilli prýði.
 
Barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
 
Unglingaflokkur
 
Guðrún Ösp Ólafsdóttir, Harpa Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Siguroddsdóttir og Fanney O. Gunnarsdóttir
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
 
Ungmennaflokkur
 
Hrefna Rós Lárusdóttir og Guðný Margrét tók við viðurkenningur fyrir Maiju Maaria Varis

Ræktunarverðlaun
Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
 
Gunnar , Anna Dóra, Bárður og Lárus
 
ktunarverðlaun hestar
4 vetra, Steggur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8.14 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Hylur frá Miðhrauni, aðaleinkunn 7.98 Ræktandi Ólafur Ólafsson
6 vetra, Hrynur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8,45 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
 
 
Gísli Garðarsson og Gunnar Sturluson, Gísli tók við Ræktunarverðlaunum fyrir Ólaf Ólafsson
 
 
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
 
Ræktunarbú
Hrísdalur
Formaður Ásdís Sigurðardóttir, Siguroddur Pétusson og Gunnar Sturluson
 
Þotuskjöldurinn
Bjarni Jónasson fyrir hans frábæra starf að þremur síðustu fjórðungsmótum 
 
Lárus Hannesson, Bjarni Jónasson og Leifur Kr. Jóhannesson
 
Heiðursfélagar
 
?
Formaður Ásdís, Svavar Edilonsson, Halldís Hallsdóttir og Einar Ólafsson
 
Gullmerki Ísí
 
Garðar Svansson stjórnarmaður í Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands  veitti Gullmerki íSí, Högni Bæringsson og Leifur Kr. Jóhannesson

 

Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna.

 
 
 

02.12.2013 14:26

Snæfellingur 50 ára í dag

 

 Snæfellingur 50 ára

2. desember 2013

Til hamingju hestamenn.

Kveðja frá stjórn HSH


 


 

18.11.2013 09:22

Hátíðardagur framundan hjá hestamönnum

 

Snæfellingur 50 ára

2. desember 2013

 

Í tilefni af því að verður boðið í afmæliskaffi 
mánudaginn 2. desember kl. 20
Vegamótum, Eyja-og Miklaholtshreppi
 
Snæfellingur var stofnaður á Vegamótum 2 des. 1963
Fundarboðandi var Leifur Kr. Jóhannesson.
 
 
 Við munum  veita verðlaun til
knapa, ræktenda og heiðursfélaga.
 
 
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Stjórnin

 

04.07.2013 02:16

Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum

Fjórðungsmótið á Kaldármelum hófst í morgun


"Nú er sól og blíða og stemningin á hraðri uppleið á Fjórðungsmóti. Ungmennaflokki lokið og Tölt 17 ára og yngri í gangi. Forkeppni í B-flokki hefst svo klukkan 14," segir í tilkynningu frá Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum sem hófst í morgun. Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri FM býst við líflegu og fjölmennu móti, en það mun standa fram á sunnudag. Gestir eru fyrir löngu byrjaðir að streyma á svæðið og fjölgar nú til muna enda er útlit fyrir góða aðsókn. Bjarni segir skráningu keppenda mjög góða og er þátttaka sú mesta frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri mótsins fyrir tæpum áratug síðan. Um 200 hross eru skráð til leiks í gæðingakeppni og keppni yngri flokka og þá verða um 50 kynbótahross leidd fyrir dóm. Að auki verða sýningar frá tíu ræktunarbúum á laugardaginn. Bjarni telur að fyrra aðsóknarmet mótsins verði slegið í ár og á hann von á að allt að 3.000 gestum.

 

 

 

 

Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði fyrir gesti mótsins meðan á því stendur. Kvöldvaka verður haldin á föstudags- og laugardagskvöld auk sem dansleikir verða haldnir. Á föstudaginn mun sjálfur sveiflukóngurinn úr Skagafirði, Geirmundur Valtýsson, troða upp með hljómsveit sinni, en á laugardagskvöldinu hljómsveitin Stuðlabandið frá Selfossi. Þá verður efnt til fjörureiðar um Löngufjörur á föstudagskvöldinu og verður lagt af stað frá Kaldármelum kl. 20 og Snorrastöðum kl. 21. Bjarni segir að ekki sé skráning í reiðina, heldur nægir bara að mæta. Veitinga- og sölutjöld verða einnig á staðnum.

Það eru hestamannafélögin á Vesturlandi; Dreyri, Glaður, Skuggi, Faxi og Snæfellingur sem standa að Fjórðungsmótinu en langflestir keppendur koma frá Norðvesturlandi. Bjarni segir marga félagsmenn úr hestamannfélögunum koma að skipulagningu mótsins og áætlar hann að fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sé á bilinu 70-80 manns. Að endingu vonaðist Bjarni til að sjá sem flesta hestaáhugamenn á mótinu sem hann treystir á að veðurguðirnir verði hliðhollir að þessu sinni.

Nálgast má frekari upplýsingar um dagskrá Fjórðungsmótsins, ráslista og aðrar tilkynningar á heimasíðu mótsins, fm.lhhestar.is.

05.06.2013 11:40

Gæðingamót og vinnudagur á Kaldármelum

Vinnukvöld miðvikudaginn 5 júní á Kaldármelum, undirbúa þarf svæðið fyrir mótið á laugardaginn, öll aðstoð vel þegin, Þeir sem sjá sér fært að koma og hjálpa okkur hafi samband við Ásdísi asdissig67@gmail.com eða í 8458828.
Það  vantar líka starfsfólk á mótið á laugardaginn. 
Skrifað af Siggu

14.04.2013 19:58

Ungliðastarf hjá Snæfelling

Þrautabraut og grill

Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 14:00 laugardaginn 20 apríl. Ef einhver getur ekki komið með hest reynum við að aðstoða við að útvega hesta.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar  velkomin.

Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.

Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 fimmtudaginn 18 apríl í netfangið herborg@emax.is eða í síma 893 1584

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja æskulýðsnefnd

Skrifað af Siggu

04.03.2013 21:45

Aðalfundur Snæfellings

Aðalfundur 2013


 

 

Aðalfundur

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Fákaseli, Grundarfirði  14. mars 2013, kl. 20.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

 

1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.       Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing  H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál

a)      Umræður um reglur varðandi val á ræktunarbúi Snæfellings og knapaverðlaunum.

b)      Snæfellingshöllin

 

Í lok fundar ætlar Gísli Guðmundsson að fara yfir þá stóðhesta sem eru á vegum Hrossvest.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings

07.02.2013 19:30

Vesturlandssýning hestamannaFulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands 
hafa ákveðið að efna til 
Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi,
laugardaginn 23. mars n. k.

Þetta er þriðja árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg en mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna2011 og 2012 og mun því allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með
góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á fram við eftirfarandi aðila:

          Arnar Asbjörnsson, arnarasbjorns@live.com  gsm: 841-8887
          Hlöðver  Hlöðversson, toddi@simnet.is  gsm: 661-7308
          Stefan Armannsson,  stefan@hroar.is gsm: 897-5194
          Heiða Dís Fjelsted,  heidadis@visir.is  gsm: 862-8932 (tengiliður vegna barna unglinga)

Undirbúningsnefndin

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vestu rlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 23. ma rs n. k. Þetta er þriðja árið í röð...

16.01.2013 11:03

Snæfellingur með folaldasýningu

Folaldasýning 2013


Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

Skrifað af Siggu

25.10.2012 23:20

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátíð


SnæfellingsFöstudaginn 16.11 2012   kl. 19:30

Innri - Kóngsbakka


Takið daginn frá


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31