Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Boccia

07.05.2013 11:22

Vesturlandsmót í Boccia

Skagamenn og Grundfirðingar í efstu sætum Vesturlandsmóts í boccia


7. maí 2013

Vesturlandsmótið í boccia var haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Mótið var í umsjón íþróttanefndar Félags eldri borgara á Akranesi og nágrennis, FEBAN, og tókst framkvæmd öll ágætlega. Aðstaða öll er góð á Akranesi til mótahalds af þessu tagi, svo sem aðbúnaður keppenda og sala veitinga. Alls áttu átta félög rétt til þátttöku en keppendur frá fimm félögum með alls fimmtán lið mættu til leiks. Keppni var jöfn og skemmtileg og sáust mörg góð tilþrif þegar kappsamir leikmenn reyndu að kasta rauða eða bláa boltanum sem næst þeim hvíta. Undirbúningur, framkvæmd og stjórn mótsins var í höndum Ingimundar Ingimundarsonar og Flemming Jessen, en Ingimar Magnússon formaður FEBAN setti mótið, afhenti verðlaun og var þulur.

 

 

 

 

Helstu úrslit urðu þau að lið heimamanna var í tveimur efstu sætunum. Sigurliðið var skipað þeim Ingu Helgadóttur, Þórhalli Björnssyni og Tómasi Sigurþórssyni. Silfurverðlaun hluta lið sem nefndist Akranes 2, skipað þeim Sveini Þórðarsyni, Þorvaldi Valgarðssyni og Fróða Einarssyni. Grundfirðingar áttu svo liðið sem hafnaði í þriðja sæti. Það var skipað þeim Jónínu Kristjánsdóttur, Kristínu Árnadóttur og Ólöfu Pétursdóttur.

 

Ljósm. Þórhallur Teitsson.


 

07.05.2013 10:06

Landsmót 50+ skráning opnuð

Kæru ungmennafélagar

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst J. Í viðhengi eru upplýsingar um mótið og dagskrá helgarinnar hún er birt með fyrirvara um breytingar.

Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. - 9. júní  

 

Kær kveðja,

Sigurður Guðmundsson

Landsfulltrúi UMFÍ /Almenningsíþróttir

14.02.2012 14:52

Boccia kennsla í Grundarfirði

Boccia leiðsögn og kennsla

Flemming Jensen verður með kennslu og leiðsögn í Boccia laugardaginn 25. febrúar í íþróttahúsi Grundarfjarðar, hefst það klukkan 10:00. Seinna sama dag verður dómaranámskeið í Boccia.

Áhugasamir láti skrá sig fyrir 22. febrúar hjá Elsu í síma 897-7047 og 438-6644, hjá Sverri í síma 869-9784.

18.04.2011 12:38

Íslandsmót í Boccia

Íslandsmót í boccia fór fram í Borgarnesi


18. apríl 2011

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmót FAÍA 50+ í boccia fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi, en skammstöfun þessi stndur fyrir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra - 50+. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið utan Reykjavíkur. Hér var það Félag aldraðra í Borgarnesi og nágrenni sem skipulagði mótið og þótti undirbúningur og framkvæmd þess takast afar vel. Um undirbúning og framkvæmd sáu félagarnir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen en yfirdómari var Þórður Jónsson úr Borgarnesi.

 

 

 

 

Síðast þegar mót af þessu tagi var haldið mættu um 20 lið. Nú mættu hins vegar 32 lið til keppni víðsvegar að af landinu og spiluðu þrír í hverju liði. Þeir sem lengst komu voru frá Siglufirði. Keppt var í átta fjögurra liða riðlum á fjórum völlum. Öll lið kepptu því þrjá leiki en efstu fjögur liðin léku sín á milli alls fjóra leiki hvert til viðbótar. Úrslit urðu þau að lið Reyknesinga sigraði, í öðru sæti varð lið úr Borgarnesi, í þriðja sæti lið frá Neista í Garðabæ og í fjórða sæti var lið úr Grundarfirði.  Vestlendingar áttu því góðu gengi að fagna á mótinu.

 

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

22.10.2010 08:27

Haustmót FEBB í boccia

Haustmót FEBB í boccia

Hið árlega haustmót FEBB í boccia fór fram í Borgarnesi laugardaginn 16. október sl. Keppt var í einliðaleik. Keppendur voru 32 og komu að þessu sinni frá Grundarfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi. Leikið var í átta riðlum og léku allir við alla. Komust sigurvegarar í hverjum riðli áfram. Keppni var mjög spennandi og í nokkrum tilfellum þurfti að efna til bráðabana til að knýja fram úrslit. Árni Jónsson FEBB sigraði eftir hörku baráttu við Jóhannes Gestsson FEBB. Í þriðja sæti varð Hjörtur Halldórsson úr Grundarfrði og fjórða varð Brynja Gestsdóttir Borgarnesi. Stjórnandi mótsins var Flemming Jessen.

 

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31