Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Skotíþróttir

06.09.2016 10:43

Pæjumót Skotfélagsins

Pæjumót

30 ágúst var Pæjumót Skotfélags Snæfellsness haldið í fyrsta skipti og heppnaðist mótið mjög vel. Þátttakan frábær og í þessu fysta móti fékk Dagný Rut Kjartansdóttir 1. verðlaun, Mandy Nachbar 2. verðlaun og Heiða Lára Guðmundsdóttir 3. verðlaun.  Þar að auki voru veitt verðlaun fyrir nýliða mótsins og hreppti Dagný Rut þau verðlaun einnig, en þetta var hennar fysta mót.

 

Í heildina stóðu allar sig mjög vel og var gaman að sjá hversu margar konur mættu.  Þetta var hin mesta skemmtun og er nokkuð ljóst að þetta mót sé komið til að vera.  Nánar verður fjallað um mótið og settar inn myndir fljótlega.

 
Skrifað af JP

29.08.2016 21:21

Kvennamót hjá Skotfélagi Snæfellsness 31 ágúst

María Guðmundsdóttir er hér einbeitt á konukvöldi félagsins þann 18. ágúst síðastliðinn. Ljósm. alg.

Pæjumót Skotfélags Snæfellsness á miðvikudaginn

Skotgrund - Skotfélag Snæfellsness ætlar að halda svokallað pæjumót í skotfimi en mótið er eingöngu ætlað konum. Keppt verður með 22. cal rifflum og verða skotmörkin á 25m, 50m, 75m og 100m brautum. Allar konur eru boðnar velkomnar hvort sem að þær eru vanar eða óvanar. Félagið verður með riffla á svæðinu sem og leiðbeinendur fyrir byrjendur. Allar konur á Snæfellsnesi eru hvattar til að taka þátt en mótið verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst næstkomandi á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.

09.06.2014 11:23

Íslandsmót í haglabyssukeppni

Fyrsta Íslandsmótið í Norrænu trappi

Fyrsta Íslandsmótið í Norrænu trappi verður haldið á Iðavöllum í Hafnarfirði dagana 21. og 22. júní.  Félagsmenn SÍH geta skráð sig hjá SÍH en aðrir skrá sig hjá eigin félagi sem sendir skráninguna áfram til STÍ og SÍH.  Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com

 
Skrifað af JP

09.06.2014 11:22

Framkvæmdir hjá Skotgrund

06.06.2014

Vinnudagur

Byrjað var á því að smíða ramma fyrir skilti með umgengnisreglum á riffilsvæðinu og svo var slegið upp fyrir steypu.  Til stendur að steypa niður nýja riffilbatta á 300m og 400m ásamt staurum til að afmarka riffilbrautina.  Er það liður í því að reyna að tryggja öryggi á svæðinu enn frekar.

 

Einnig var byrjað á skammbyssubrautinni, en þar á að steypa niður sökkul fyrir trönur sem skotskífur verða hengdar á.  Trönurnar verða færanlegar úr timbri, en þær eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir lögregluembættið sem kemur reglulega til að stunda skotæfingar á skotæfingasvæði Skotgrundar.  Gott samstarf er á milli lögregluembættissins og Skotgrundar, og því viljum við bæta æfingaaðstöðuna enn frekar.

 

Vonandi verður hægt að steypa fljótlega eftir helgina og stefnum við á að steypa nýjan sökkul undir markið í leiðinni, en við ætlum að endurnýja turninn og markið alveg frá grunni.

 
 

 

 

Skrifað af JP

09.06.2014 11:20

Sjómannadagsmót Skotgrundar

Sjómannadagsmótið

Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram fimmtudaginn 29 maí á skotæfingasvæði félagsins.  Þetta er í annað skipti sem þetta mót er haldið og eru skipuleggjendur mótsins hæstánægðir með hvað mætingin var góð.  Mótið var þannig sett upp að keppt var um bestan árangur einstaklinga ásamt því að sjómenn lögðu sín stig saman gegn stigum landsliðsins.  Landsliðið sigraði að þessu sinni og er staðan því jöfn í einvíginu, en sjómenn unnu á síðasta ári.  

 

Einstaklingskeppnin var mjög spennandi en Unnsteinn Guðmundsson hafnaði í fyrsta sæti og tók Karl Jóhann Jóhannsson annað sætið.  Gunnar Ásgeirsson og Eymar Eyjólfsson voru svo jafnir í þriðja sæti, en þar sem Gunnar fékk fleiri stig fyrir "dobblin" fékk hann bronsið.  Þess má þó geta að Eymar var að skjóta með pumpu og er árangur hans undraverður ef það sé tekið til greina.

 

Heilt á litið þá var þetta vel heppnað mót og hin mesta skemmtun.  Að móti loknu var svo slegið á létta strengi og brugðið á leik.  Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótinu eða komu að því á annan hátt fyrir skemmtilega kvöldstund.

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu og er hægt að sjá þær hér.

 

 
 
Skrifað af JP

31.10.2013 14:37

Afmælismót Skotgrund

Afmælismót Skotgrundar 2013

Afmælismót Skotgrundar fór fram í kvöld á æfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.  Mætingin var góð og fengu keppendur frábært veður til útiveru.  Keppt var í þremur riðlum og fóru leikar þannig að Unnsteinn Guðmundsson hreppti sigurinn, Einar Hjörleifsson tók annað sætið og Eymar Eyjólfsson það þriðja.

Einar Hjörleifsson (2. sæti) - Unnsteinn Guðmundsson (1. sæti) - Eymar Eyjólfsson (3. sæti)

Myndina tók Tómas Freyr Kristjánsson

 

Þetta var í annað sinn sem þetta mót er haldið, en ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði.  Um leið var þetta líka ágætis upphitun fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil, en fyrsti dagur tímabilsins er á morgun föstudag.

 

Hægt er að skoða myndir frá mótinu í myndaalbúminu efst á síðunni.

 

 

 

Skrifað af JP

13.07.2013 00:16

Skotgrund með dúfnaveislu

Dúfnaveislan 2013 hófst á 15 skotvöllum víða um land mánudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst.

 

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að veiðimenn kynna sér opnunartíma þeirra skotvalla sem er næst þeirra heimabyggð og biðji starfsmann vallarins um skorkort. Markmiðið er að hver veiðimaður nái að skjóta 10 æfingahringi áður en haldið er til veiða og fái staðfestingu á því hjá starfsmanni vallarins. Veiðimaður getur síðan skilað inn kortinu til starfsmanns vallarins þegar 10 æfingahringjum er lokið og gildir kortið þá sem happdrættismiði í lok viðburðarins, en margir styrktaraðilar munu gefa vinninga til að gera þetta allt saman skemmtilegra.

 

Reikna má með að hátt í 10 þúsund veiðikortahafar muni ganga til veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af þeim siðareglum er ástundun skotæfinga. Veiðimaður sem vill hitta bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi, fær um að meta fjarlægðir og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra og því eru veiðimenn hvattir til að nýta sér þennan viðburð til að kynnast því sem félög víða um land hafa uppá að bjóða. 

         
Nánari upplýsingar er að finna heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Skrifað af JP

05.07.2013 07:13

Framkvæmdafréttir hjá Skotgrund

Það helsta sem er að frétta af framkvæmdum er að í vikunni festi félagið kaup á vatnsdælu, sem tengja á við nýja vatnstankinn sem settur var upp á dögunum.  Dælan á að dæla vatni úr tankinum í klósettið og í vaskana.  Páfinn ætti því að geta kíkt í heimsókn fljótlega með taflborðið. 

 

Búið var að grafa niður og tengja rotþró við húsið fyrir nokkrum árum,  en hinsvegar er ekkert vatn á svæðinu og því hefur ekki verið hægt að taka klósettið í notkun ennþá.  Vatnstankurinn og dælan eiga að leysa það vandamál (tímabundið) svo hægt verði að taka salernið í notkun.  Einnig verður hægt að fá vatn í kaffið þegar búið verður að setja upp vaskinn í eldhúsið.

 

Félagið fékk nýlega gefins olíutunnur sem fluttar hafa verið á æfingasvæðið.  Í dag (fimmtudag) voru þær svo skornar til helminga, en ætlunin er að nota þær til að steypa í.  Til stendur að steypa niður nýju riffilbattana á 300m og 400m á næstu dögum.  Einnig verða steypt niður skilti, sem og rauðmálaðir staurar meðfram riffilbrautinni, en rauðmáluðu staurarnir eiga að afmarka riffilbrautina.

Steini Gun sker tunnurnar til helminga.

 

Til stendur að reyna að fá gröfu inn á svæði á laugardaginn til þess að grafa niður tunnurnar og gera klárt fyrir steypu.  Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því geta fylgst með hér á síðunni, en nánari tímasetning verður auglýst síðar.  Einnig ætlar rafvirkinn að koma á laugardaginn og ljúka við að yfirfara kastvélarnar.

 

Í dag var einnig hafin málningarvinna á svæðinu, en félagshúsnæðið var málað að utan sem og vélaskúrinn.   Búið er að setja inn nokkrar myndir af framkvæmdum hér á síðuna, en hægt er að finna þær í myndaalbúminu efst á síðunni.

Sammi var öflugur á rúllunni.

 

Félagshúsnæðið nýmálað.  Til stendur að safna liði fljótlega til að ljúka málningarvinnu.

 

Skrifað af JP

04.06.2013 10:43

Sjómannadagsmót Skotgrundar

Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram síðastliðinn fimmtudag á skotæfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.  Var þetta í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við sjómannadagsráð Grundarfjarðar og var mætingin mjög góð.  Veðrið var hinsvegar ekki alveg eins gott, en menn létu það ekki skemma stemmninguna.  Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og voru flestir komnir til að hafa gaman af.

 

 

 

Keppendum var skipt upp í tvö lið, en Steinar Þór Alfreðsson hafði verið valinn fyrirliði sjómanna og Unnsteinn Guðmundsson fyrirliði landkrabba.  Allt var þetta á léttu nótunum og til gamans gert, en jafnframt voru menn að keppa sín á milli því veitt voru verðulaun fyrir bestan árangur einstaklinga.  Keppt var í þremur riðlum sem skutu til skiptis, en skotnir voru tveir hringir. Skráð voru úrslit hvers og eins og stig sjómanna voru svo lögð saman gegn stigum landkrabba.

 

Heiðar á 2.palli - aðrir fylgjast með

 

Keppnin var jöfn og spennandi eftir fyrri hringinn, en í seinni umferðinni fóru línurnar að skírast.  Á endanum stóð Unnsteinn Guðmundsson uppi sem sigurvegari, en Gísli Valur Arnarson og Steinar Þór Alfreðsson voru jafnir í öðru sæti og því þurfti bráðabana til að skera úr um annað sætið.  Í bráðabananum voru skotnar 10 dúfur á mann og náði Gísli Valur að tryggja sér annað sætið með 8 brotnum dúfum.

 

Frá vinstri:  Gísli Valur, Unnsteinn og Steinar

 

Keppnin um farandbikarinn var ekki alveg eins jöfn, en lið sjómanna vann með nokkrum yfirburðum og fékk liðið að launum farandbikar sem þeir ætla að reyna að vera á næsta ári.  Ætlunin er að gera þetta mót að árlegum viðburði enda var þetta mjög skemmtilegt í alla staði og voru menn ánægðir með kvöldið.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu í myndaalbúminu hér á heimasíðu félagsins.

 

Sigur liðið - lið sjómanna

 

Fríður hópur skotmanna

 

 

Skrifað af JP

22.05.2013 11:20

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Framkvæmdafréttir

Mikið er um að vera hjá Skotgrund þessa dagana hvað framkvæmdir varðar.  Búið er að kaupa lyklabox til að setja utan á félagshúsnæðið, staura og girðingaefni, málningu o.fl.  Birgir og Steini Gun fengu  gefins stóran vatnstank sem þeir eru að smíða vagn undir, en hann á að sjá okkur fyrir vatni í félagshúsnæðið þar sem ekkert vatn er á svæðinu.

 

Búið er að hafa samband við skiltagerð um að búa til skilti fyrir okkur á svæðið, en þau eru í hönnun.  Einnig er verið að skera út stafi félagsins og er ætlunin að setja upp nafn félagsins utan á félagshúsnæðið.  Gummi er búinn að yfirfara ljósavélina, rafvirki hefur verið fenginn til að yfirfara kastvélarnar og strákarnir í Ólafsvík eru að hanna nýja riffilbatta.

 

Í dag fékk félagið gefins dekk frá KB bílaverkstæði og er ætlunin að steypa girðingastaurana fasta í dekkin, því ekki er hægt að reka niður staura á æfingasvæðinu.  Dekkin verða svo grafin niður undir yfirborðið.  Almenna umhverfisþjónustan ehf. ætlar að steypa fyrir okkur staurana í dekkin og er reiknað með því að það verði gert á morgun.  Það ætti því að vera hægt að fara að mála og girða mjög fljótlega.

 

Hægt verður að fylgjast með framgangi framkvæmda hér á heimasíðunni.

 

Staurarnir og dekkin tilbúin fyrir steypu.
Skrifað af JP

13.05.2013 13:49

Aðalfundur Skotgrund

Aðalfundur - Fundargerð

Aðalfundur Skotgrundar fór fram síðastliðinn miðvikudag í húsnæði félagsins í Hrafneklsstaðabotni þar sem boðið var upp á léttar veitingar.  Mætingin var mjög góð og sáust nokkur ný andlit á fundinum,

 

Mynd frá aðalfundinum.

 

Byrjað var á því að fara yfir skýrslu stjórnarinnar frá liðnu starfsári, en skýrslu stjórnarinnar má sjá hér.  Ársreikningi félagsins voru gerð skil, en fram kom að félagið er skuldlaust sem stendur og gengur reksturinn nokkuð vel.  Aðal innkoma félagsins er félagsgjöld, sem greidd eru af félagsmönnum og ræðst uppbygging félagsins aðallega á því hversu vel þau skili sér, því öll innkoma af félagsgjöldum fer í rekstur og uppbyggingu á svæðinu. Ákveðið var að árgjald félagsins yrði óbreytt, en það eru litlar 5.000 kr. á ári og hefur það verið óbreytt síðastliðin 16 ár. 

 

Því næst fór fram kosning stjórnar, en allir starfandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og var stjórnin endurkjörin til eins árs.  Stjórn Skotgrundar er þannig skipuð:

 

Jón Pétur Pétursson - Formaður

Gústav Alex Gústavsson - Ritari

Tómast Freyr Kristjánsson - Gjaldkeri

Guðmundur Pálsson - Meðstjórnandi

Guðni Már Þorsteinsson - Meðstjórnandi

Þorsteinn Björgvinsson - Meðstjórnandi

 

Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum var á dagskrá "önnur mál" en þar var m.a. rætt um framtíðaráform félagsins, öryggismál, aðgengi að svæðinu, umgengni og æfingasvæðið í heildsinni.  Sett var upp framkvæmdaáætlun fyrir sumarið og fundarmenn skiptu með sér verkum.  Verkefnunum var forgangsraðað eftir mikilvægi þeirra, en ekki vantar hugmyndirnar.  Félagið er stórhuga hvað framkvæmdir varðar, en ljóst er að uppbyggingin mun taka nokkur ár.  Markmið félagsins er að geta boðið upp á sem allra besta æfingastöðu til skotæfinga með öryggi allra í fyrirrúmi. 

 

Unnsteinn Guðmundsson og Jón Ingi P. Hjaltalín

 

Að fundinum loknum var setið lengi á spjalli.  Einhverjir tóku hringi á leirdúfuvellinum á meðan að aðrir stilltu sér upp á riffilsvæðinu.  Heilt á litið þá var fundurinn mjög vel heppnaður og stemmningin góð, en frekari umræðuefni fundarins og ákvarðanatökur má sjá hér fyrir neðan. 

http://skotgrund.123.is/blog/

15.01.2013 09:39

Yfirlit ársins 2012 hjá Skotgrund

03.05.2012 - Frá aðalfundi félagsins - Á myndina vantar Guðna Má og Tómas Frey.

 

Það má segja að það hafi verið í nógu að snúast á liðnu ári, en hægt er að lesa nánar um allar framkvæmdir á bloggsíðu/fréttasíðu félagsins.  Gaman getur verið fletta í gegnum fréttir frá árinu og rifja upp það sem liðið er, því margur er fljótari að gleyma en hann heldur.  Einnig er hægt að skoða myndir af öllum framkvæmdum í myndaalbúminu hér á síðunni.

 

Vonandi verður ekki slöku slegið við á nýju ári, en á meðan beðið er eftir vorinu er tíminn nýttur í að undirbúa fyrir væntanlegar framkvæmdir sumarsins, ljúka við að skrásetja sögu félagsins og bæta heimasíðu félagsins.  Við hana bættist t.d. nýlega nýr tengill sem heitir "æfingasvæðið" auk þess sem tekin var saman tölfræði yfir fjölda félagsmanna gegnum tíðina.  Það er gleðilegt að sjá hversu mikil fjölgun hefur  orðið í félaginu á undanförnum árum og mun sú þróun vonandi halda áfram með bættri aðstöðu.  Að lokum viljum við þakka félagsmönnum fyrir samfylgdina á liðnu ári og hvetja þá til að vera duglega að mæta á æfingasvæðið á nýju ári.  Jafnfram viljum við bjóða alla áhugasama velkomna í félagið.

 
 
SKOTGRUND

05.10.2012 22:28

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Framkvæmdafréttir

Í gær fimmtudag voru steypt niður tvö riffilborð til viðbótar og eru þau því orðin 6 talsins.  Borðplöturnar eru forsteyptar einingar sem steyptar voru ofan í steinrör og ættu þau því að vera nokkuð stöðug.  Fyrir eru fjögur slík borð og hafa þau reynst mjög vel og því var ákveðið að bæta við samskonar borðum til að bæta riffilaðstöðuna enn frekar.   Það var Vélaleiga Kjartans sem lánaði okkur gröfu til að lyfta borðplötunum á sinn stað og er honum færðar bestu þakkir fyrir það.

 

Skotmörkin sem á að setja upp á 25m, 50m og 75m eru að verða tilbúin og verður vonandi hægt að taka þau í notkun fljótlega.  Ætlunin er að bæta síðan við skotmörkum í öðrum fjarlægðum og erum við þá með stærri riffla í huga. Markmið félagins er að bjóða upp á fjölbreytta og góða riffilaðstöðu við allra hæfi og er fjölgun á riffilborðum hluti af þeirri vinnu.  Það verður síðan vonandi hægt að bæta aðstöðuna enn frekar þegar fram líða stundir.

 

 
 

 

Hægt er að sjá myndir af framkvæmdunum í myndaalbúminu hér á síðunni.

26.06.2012 01:39

Framkvæmdir hjá Skotfélaginu

Þá er búið að steypa fyrstu steypu sumarsins.  Steypubíllinn var mættur upp úr kl. 08:00 í morgun (föstudag) og byrjað var á því að steypa stéttina undir riffilborðin.
Þegar því var lokið voru rammarnir fyrir skiltin steyptir niður. Í rammana koma skilti með merki félagsins og texta, eins og áður hefur komið fram hér á síðu félagsins.
Þá var bara eftir að steypa niður undirstöðurnar fyrir riffilskotmörkin á 25m, 50m, og 75m.  Alls voru steyptir niður 6 sökklar, tveir á hverjum stað.  Í þá koma svo færanleg riffilskotmörk sem hægt verður að færa á milli staða með einu handtaki.


Þegar steypubíllinn var farinn tók við "fínísering" eins og maðurinn sagði.  Steypuvinnunni allri var svo lokið upp úr kl. 15:30.Steini var drjúgur í dag og héldu honum engin bönd eins og sést hér á myndinni fyrir neðan með fullar hjólbörurnar.  Hinir yngri áttu í fullu fangi með að hanga í honum.
Hér má sjá tvær skemmtilegar myndir.  Sú fyrr er líklega tekin árið 1989 en sú síðari á sama stað 23 árum síðar og er Steini enn að steypa niður riffilborð..........Jú, Tommi var fæddur þegar fyrri myndin var tekin.
 
  


Fleiri myndir verður hægt að sjá í myndaalbúminu hér á síðunni innan skamms, en það er einhver bilun í tölvukerfinu og ekki hægt að hlaða þeim inn eins og er.
Skrifað af JP

20.05.2012 23:47

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Í gær (fimmtudag) fóru þeir Biggi, Unnsteinn, Guðni og Jón Pétur að vinna á svæðinu.  Farið var yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi og þær sem væntanlegar eru. 


 


Klárað var að grafa holur fyrir skotmörk sem setja á upp á riffilsvæðinu.

Ætlunin er að setja upp færanleg skotmörk á 25m, 50m og 75m.  Fyrir eru skotmörk á 100m og 200m.
Hægt er að skoða fleiri myndir í myndaalbúminu hér á heimasíðu Skotgrundar.

Unnsteinn er líka búinn að sjóða saman ramma utan um skiltin sem setja á upp á svæðinu.  Myndir frá því verða settar inn á heimasíðuna á næstunni.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31