Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: 50+

10.06.2015 07:10

Landsmót 50+

Opnað fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Logo - 5. Landsmóts UMFÍ 50+Opnað hefur verið fyrir skráningu á 5.Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Blönduósi en það eru hestaíþróttir, frjálsar, boccia, bridds, dráttavélaakstur, golf, línudans, júdó, línudans, lombert, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, Dalahlaup, sund, pönnubökubakstur og stígvélakast.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

02.06.2014 10:39

50+ Skráning til 16 júní

Skráning á Landsmót UMFÍ 50+ stendur til 16. júní

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Frá Húsavík þar sem 4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið.

,,Allur undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun og við tökum vel á móti þátttakendum í þeim fjölmörgu keppnisgreinum sem í boði eru í mótinu. Skráningar hafa farið ágætlega af stað en hægt verður að skrá sig til 16. júní. Við hvetjum því fólk sem ætlar að taka þátt í mótinu að skrá sig sem allra fyrst," sagði Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri 4. Landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní á Húsavík.

Tímaseðlar í sundi og frjálsum íþróttum liggja nú þegar fyrir. Keppt verður m.a. í þríþraut á mótinu og er um hópþríþraut að ræða og geta þrír einstaklingar keppt saman í þrautinni. Þessi keppni er opin öllum aldursflokkum og ennfremur einnig í Fjallahlaupinu.

02.06.2014 10:38

Einhvað við allra hæfi á Húsavík

Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi

Húsavík 2014

Séð yfir íþróttasvæðið á Húsavík.

4. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Húsavík dagana 20.-22. júní nk. Undirbúningur fyrir mótið er búinn að standa lengi yfir en aðstæður allar til mótshaldsins eru til fyrirmyndar.

,,Það var mikill metnaður af okkar hálfu að fá þetta mót en héraðssambandið stendur á tímamótum á þessu ári þegar það heldur upp á 100 ára afmæli," sagði Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ. Jóhanna sagði héraðssambandið vel í stakk búið að taka þetta mót að sér og aðstæður með ágætum og boðið upp á fjölmargar greinar þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

,,Horft væri mikið til heilsueflingar í tengslum við mótið svo þetta verður um leið íþrótta- og heilsuhátíð sem móthaldarar telji að skipti miklu máli. Landsmót UMFÍ 50+ snýst fyrst og fremst um að fá fólk til að koma saman, hreyfa sig og eiga góða stund saman. Þetta verkefni er jákvætt í alla staði. Við finnum fyrir miklum meðbyr í héraðinu öllu og jákvæðni hvert sem litið er. Mót sem þetta gerir ekkert annað en auka samstöðu á meðal fólks. Við erum tilbúin að taka á móti fólki og ætlum að vanda okkur við það," sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ.

02.06.2014 10:36

50+ á Húsavík 20-22 júní

Frá Húsavík.

Frá Húsavík.

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2014. HSÞ Hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987. HSÞ hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík. Aðstaðan á Húsavík er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir.

Glæsilegur 9 holu gorvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup - boccia - blak -bidds - bogfimi - frjálsar - golf - hestaíþróttir - sýningaratriði, línudans - pútt - ringó - skák - sund - starfsíþróttir - skotfimi- stígvélakast-þríþraut.

Skráning er nú í fullum gangi en henni lýkur 16. júní. Þetta er í fjórða skiptið sem mótið er haldið en áður hafa þau verið haldið á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal.

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05
Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05