Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2009 September

30.09.2009 23:42

Snæfell úr leik


Snæfellsstrákarnir duttu út í kvöld eftir tap gegn Grindavík 95-89. Grindavík leiddi allann leikinn en Snæfell hékk í þeim og náðu ekki að komast skrefinu framar. Grindavík komst í 19 stiga forystu 64-45 en Snæfellingar tóku sig til og náðu því vel niður strax og komust nær 69-63 en Grindavík hélt haus í þetta sinn. Nonni Mæju skoraði 33 stig, Siggi Þorvalds 21 stig og Hlynur 15 stig og tók 16 fráköst.

30.09.2009 23:40

Eymundssonmótið

Niðurröðun leikja á Eymundsson mótinu sem fram fer í DHL-höllinni í vesturbænum um helgina er komin hér.

Strákar fæddir 2001 hefja leik á laugardag kl.13:30

Strákar fæddir 2002 hefja leik á laugardag kl.14:30

Stelpurnar hefja leik á sunnudag kl.9:30

Ætlast er til að leikmenn séu komnir í hús 30 mínútum fyrir leik.

Gert er ráð fyrir að foreldrar fylgi börnunum í mótið, en þeim foreldrum sem ekki komast í ferðina er bent á að láta vita því það ætti ekki að vera mikið mál að finna laust pláss í þeim fjölmörgu bílum sem fara.

Þátttökugjald er 2.000 kr. sem greiðist á mótsstað.

Nánari upplýsingar veita Ingi Þór s. 860-1885 og Guðný s. 896-1727

30.09.2009 18:34

Karfa Bikarkeppninn

Karlalið Snæfells komst eins og kunnugt er í undanúrslit deildarbikarkeppninnar, Powerade bikarsins, eftir sigur á bikarmeisturum  Stjörnunnar 96:83 í Hólminum síðastliðinn sunnudag. Snæfell mætir Grindvíkingum í undanúrslitum í kvöld, miðvikudag og fer leikurinn fram í Röstinni Grindavík. Á sama tíma mæta KR-ingar Njarðvíkingum.  Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

 

29.09.2009 12:36

Uppskeruhátíð Knattspyrnusamstarfsins

Íþróttafélögin í bæjunum á Snæfellsnesi hafa með sér samstarf í yngri flokkum í knattspyrnu og senda lið til þátttöku á Íslandsmóti undir nafni Snæfellsness. Uppskeruhátíð fótboltasamstarfsins á Snæfellsnesi var haldin síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Fengu börnin viðurkenningar fyrir ástundun og frammistöðu og tilnefndir voru bestu leikmenn. Eftir verðlaunaafhendingu var sundlaugarpartý og grillveisla, glens og gaman.

 

28.09.2009 14:22

Snæfell lagði Stjörnuna

Snæfell vann Stjörnuna 96-83 í Powerade bikarnum.
Sigurður Þorvalds byrjaði með þrist fyrir Snæfell og Jovan setti tvö strax en svo áttu skotgyðjur Stjörnunar ekki meira inni í smátíma og vörn Snæfells byrjaði þétt. Snæfell var komið í 9 stiga forystu um miðjan fyrsta hluta 13-4 og voru menn þar á bæ léttari í sóknum sínum.  Stjarnan hresstist mikið undir lokin og komust niður í 4 stig undir með fimm stigum frá Fannari Helgasyni m.a. en Kjartan var að komat betur inn í leikinn.
Staðan eftir fyrsta hluta var 27-20 fyrir Snæfell.


Eftir 3 mínútur af öðrum hluta voru Stjörnumenn að skríða betur saman og voru 1 stigi undir 29-28 en skot Snæfellinga höfðu lítið ratað rétta leið. Bæði lið voru að gera vel og illa en engin stórmistök samt framan af öðrum hluta en Snæfell hélt forystu sinni og leystu þétta og góða pressu Stjörnunnar eftir 2 skipti. Jón Ólafur fékk að hvíla mikið í öðrum hluta eftir að vera kominn með 3 villur snemma. Snæfell leiddi svo 47-41 í hálfleik en annar leikhluti var baráttumikill beggja liða.

Hlynur Bæringsson var kominn með 10 stig, 4 frák, 5 stoðs fyrir Snæfell. Emil Þór var kominn með 10 stig og Pálmi Freyr 9 stig. Hjá Stjörnunni var Magnús Helgason kominn með 10 stig og Justin 9 stig, 5 frák og 3 stoðs.

Snæfell komst með góðri keyrslu í 12-0 fyrstu mínútur í þriðja hluta og Stjörnumenn voru stoppaðir í öllum sínum aðgerðum en Jón Ólafur setti niður 7 af þessum 12 stigum. Snæfell tók alla stjórn á vellinum og stjórnaði Pálmi Freyr sínum mönnum vel og setti niður tvo þrista í röð til að minna á að hann er kominn í Hólminn. Snæfell var komið í 30 -9 í leikhlutanum eða 77-50 eftir þriðja hluta og réðu öllu á vellinum.

Leikurinn var jafnari í skorun framan af fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni með lítlli fyrihöfn. Jón Ólafur (Nonni Mæju) fór út af með sína fimmtu villu um miðjann hlutann en Magnús Helgason hjá Stjörnunni hafði einmitt verið farinn af velli með fimm villur. Svo fór að Snæfell komst áfram eftir sigur í leiknum 96-83 og var það hinn stóri þriðji leikhluti sem gerði út um leikinn.

Hjá Snæfelli var Pálmi með 17 stig, Siggi Þ 15 stig, Nonni 14, Emil 13 stig, Hlynur 12 stig og 10 frák og Gunnlaugur 10 stig. Hjá Stjörnunni var Fannar með 20 stig og 7 frák, Jovan með 18 stig og 8 frák, Justin 16 stig og Magnús 12 stig.

27.09.2009 19:04

Karfa Kvenna


Snæfellsstúlkur er úr leik í Poweradebikarnum eftir tap gegn KR 71-39. Upplýsingar um frekari tölfræði hefur ekki legið á lausu en hún kemur hérna inn ef hún berst.

 

25.09.2009 22:31

Bændaglímu frestað

Bændaglímu Mostra er frestað
þar sem í fyrsta lagi er enginn skráður og í öðru lagi að veðurútlit er ekki gott er Bændaglímu Mostra frestað um óákveðinn tíma

Mótanefnd

25.09.2009 17:09

Dómaranámskeið í Blaki

Dómarnámskeið í Blaki

Unnið er að því að koma á dómaranámskeiðum í blaki, víðsvegar um landið. Fyrsta námskeiðið verður haldið á Ísafirði miðvikudaginn 16. september. Blaksambandið hefur nú uppfært leikreglur í samræmi við nýjustu uppfærslu hjá FIVB. Nýju leikreglurnar má finna hér.


Námskeið á Snæfellsnesi verður 3. oktober í Sögumiðstöðinni Grundarfirði og hefst klukkan 11.00
Skráning hjá Steinar Alfreð netfang stjf@simnet.is  og á skrifstofu Blaksambandssins

25.09.2009 15:01

Forvarnardagurinn 30 september

Forvarnadagurinn 30. september

Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins miðvikudaginn 30. september næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Ungmennafélag Íslands,Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.

25.09.2009 13:20

Unglingalandsmót 2009

Samantekt frá Unglingalandsmóti UMFÍ 2009
Samantekt frá 12. Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki verður endursýnd í Ríkissjónvarpinu næsta sunnudaginn 27. september milli kl. 11:00-12:00.

25.09.2009 12:09

Íslandsmeistarmót í Sundi

Ágætu félagar,

Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram í Laugardalslaug 19. - 22. nóvember nk.  Skráningum skal skilað inn til SSÍ í síðasta lagi 9. nóvember

Uppskeruhátið SSÍ verður haldin 22. nóvember á Grand Hotel Reykjavík, verð er kr. 4.500.  Skráningum á uppskeruhátíðina skal einnig skilað inn í síðata lagi 10. nóvember, um leið og skráningum á sundmótið.

Við hlökkum til taka þátt í þessu verkefni með ykkur.

25.09.2009 11:51

Þing UMFÍ

46. sambandsþing UMFÍ í Reykjanesbæ 10.-11. október

46. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið dagana 10.-11. október í Reykjanesbæ. Þingið verður í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og hefst með þingsetningu Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur formanns UMFÍ klukkan 9 á laugardagsmorguninn.

Þingið stendur yfir á laugardag og sunnudag. Rétt til þingsetu eiga 127 fulltrúar frá sambandsaðilum UMFÍ.

HSH á 5 fulltrúa á þingi UMFÍ.

Mynd: Frá 45. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Þingvöllum fyrir tveimur árum.

25.09.2009 11:44

Alþjóðlegt frjálsíþróttanámskeið

Alþjóðlegt frjálsíþróttanámskeið í Reykjavík 1. - 6. okt.

Alþjóðlegt frjálsíþróttanámskeið verður haldið íþróttamiðstöðinni í Laugardal 1.-6. október. FRÍ hefur ákveðið að innleiða nýtt fræðslukerfi fyrir þjálfara hér á landi. Um er að ræða fimm þrepa fræðslukerfi sem IAAF hefur verið að undirbúa og kynna undanfarin ár og kallst "Coaches Education Certified System" skammstafað CECS.

Það námskeið sem haldið verður hér að þessu sinni er á I. stigi og fyrir leiðbeinendur. Þeir sem útskrifast af þessu námskeiði fá alþjóðleg leiðbeinendaréttindi hjá IAAF og geta kennt leiðbeinendaefnum á vegum IAAF hvort sem er hér a landi eða erlendis.

Nánari upplýsingar á skrifstofu

Frjálsíþróttasamband Íslands

Engjavegi 4, 104 Reykjavík

S: 514 4040

25.09.2009 08:52

Karfa Kvenna

26. september:
Laugardaginn 26 september  taka KR stúlkur á móti Snæfell í DHL Höllinni kl. 14.00. í Poweradebikarkeppninni
Snæfellingar eru kvattir til að mæta í DHL höllina og hvetja stúlkurnar okkar.

25.09.2009 08:48

Snæfell tekur á móti Stjörnunni

Næsti leikur er í átta liða úrslitum í Powerade-bikarnum í fjárhúsinu sunnudaginn 27. september klukkan 19:15 þegar að Stjörnumenn mæta í heimsókn en þeir sigruðu Hamarsmenn 103-83 og virka ferskir í upphafi móts.  Það þarf ekki að nefna það að Justin Shouse leikur með Stjörnumönnum og bjóðum við hann velkominn í Hólminn á sunnudag.   

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31