Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2009 Október

31.10.2009 23:06

Staðan í 3 deild eftir fyrstu umferð

Nr.FélagLeikHrinurStigaskorHlutfallStig
1Reynir A610-5318-2912.001.098
2HK C69-5320-2491.801.298
3umfg69-5305-2621.801.168
4Lansinn68-5268-2461.601.098
5Afturelding B66-9290-3030.670.966
6Snæfell65-9258-3220.560.804
7Stjarnan C63-12254-3400.250.750

31.10.2009 12:48

3 deild kvenna í blaki

Svona er staðan eftir fyrstu leikina í gærkveldi hjá konunum


3. Suður B, Konur

7 lið - Allir við alla, tvöföld umferð
Riðill A : Allir við alla
Nr.FélagLeikHrinurStigaskorHlutfallStig
1Reynir A24010066 - 1.524
2HK C241113854.001.334
3Lansinn1205023 - 2.172
4Afturelding B22398990.670.992
5umfg11249630.500.780
6Stjarnan C214851120.250.760
7Snæfell204531000.000.530
DagsHeimaliðÚtiliðHrinurSkor
Föstudagur 30. október 2009HK CAfturelding B2 - 025-23, 25-13
Föstudagur 30. október 2009LansinnSnæfell2 - 025-13, 25-10
Föstudagur 30. október 2009Reynir AStjarnan C2 - 025-19, 25-17
Föstudagur 30. október 2009SnæfellReynir A0 - 210-25, 20-25
Föstudagur 30. október 2009Stjarnan CAfturelding B1 - 214-25, 25-22, 10-15
Föstudagur 30. október 2009umfgHK C1 - 225-23, 13-25, 11-15

31.10.2009 00:03

Keflavík sigraði SnæfellKeflavík hafði góðann sigur 90-76 

 

Hjá Keflavík voru Þröstur og Sverrir þeirra menn og var Þröstur með 19 stig og 8 fráköst og setti niður 5/7 í þristum sem skóp muninn á milli liðanna. Sverrir setti 17 stig og þar af 12/12 af vítalínunni. Rashin Clark kom til þegar á leið og setti 21 stig og tók 12 fráköst og var lúmskur. Hjá Snæfelli var Hlynur bestur með 20 stig og 17 fráköst en aðrir í liðinu hættu í seinni hálfleik. Jón Ólafur var með 14 stig og þar af 12 þeirra í fjórða hluta þegar allt var búið. Emil var með 13 stig og Sigurður 10 stig og sáust þeir félagar lítið eftir fínann fyrri hlutann. Pálmi setti 11 stig og 7 stoðs.

 

Guðjón Skúlason var ánægður með umskiptin í seinni hálfleik og sagði að þeirra menn hefðu farið að spila almennilega vörn. "Mér fannst vörnin glæðast og við náðum að halda þeim í 8 stigum í þriðja hluta og það var það sem gerði gæfumunuinn. Þetta var kannski ekki fallegur leikur þannig og við spiluðum ekki alltaf eins og við vildum spila en vörnin gekk svo upp og þeirra mönnum eins og Jóni Ólafi var haldið niðri framan af."

 

Ingi Þór sagði að þeir hefðu einfaldleg hent þessu frá sér. " Við vorum sjálfum okkur verstir og fórum að láta þá berja okkur niður og henda okkur út úr öllu sem heitir liðsbolti og reyndum einstaklings framtakið sem skilaði okkur engu. Þú sérð að Þröstur kláraði okkur með 5/7 í þristum á meðan allt liðið okkar er mð 5/24 í þristum og Sverrir kom góður af bekknum. Við þurfum að leggjast yfir þetta."


Nánar á Snæfell.is

30.10.2009 20:59

Æfingar að hefjast hjá Víking Ól

Æfingar hjá mfl. hefjast 6. nóvember


Æfingar hjá mfl. karla Víkings hefjast að nýju eftir haustfrí þann 6. nóvember og mun æfingin fara fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Ejub Purisevic sem á dögunum var endurráðinn þjálfari liðsins mun að sjálfsögðu stjórna æfingunni sem hefst kl. 19:00.

30.10.2009 20:05

Mótaþing FRÍ

Mótaþing FRÍ

Mótaþing FRÍ
Frjálsíþróttasamband Íslands heldur árlegt Mótaþing þann 20. nóvember næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
 
Dagskrá þingsins verður með hefðbundnum hætti þar sem mótaskrá FRÍ verður kynnt, ásamt breytingum á reglugerðum, dómaramál og umsóknir vegna mótahalds lagðar fram.
 

Félagsaðilar FRÍ eru hvattir til þess að taka beinan þátt í Mótaþinginu, sem er haldið föstudaginn fyrir Silfurleika ÍR, og eru þeir enn fremur hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu sambandsins, vegna málefna sem óskað er eftir að tekin verða fyrir á dagskrá þingsins. 

30.10.2009 16:30

KSÍ greiðir út til aðildarfélaga

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða

Um 70 milljónir renna til íslenskra félagsliða frá UEFA og KSÍ

30.10.2009

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2008/2009 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2009 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 37 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 33 milljónir króna til viðbótar framlagi UEFA til barna - og unglingastarfs aðildarfélaga.

Þau aðildarfélög HSH sem fá greiðslu frá KSÍ eru

Víkingur Ólafsvík                                           1.500.000kr

UMF.Grundarfjarðar                                        750.000kr

Snæfell                                                              750.000kr


30.10.2009 16:15

Snæfell fær nýjan leikstjórnanda

Sean Burton

Snæfell hefur verið í viðræðum við 22 ára leikstjórnandann Sean Burton en hann kemur frá Yorkville, Utica í New york fylki. Það er skemmst frá því að segja að hann er væntanlegur eftir vikutíma eða svo en pappírsvinna er í gangi og kemur hann þegar allt er klárt.

 

Sean Burton lék með Itcha Bombers hjá Itcha háskólanum í New York fylki og var hann með 22.4 stig og 7 stoðsendingar að meðaltali á síðustu leiktíð. Sean hefur leikið með Itcha síðustu 4 árin og verið þeirra allra fremsti leikmaður og setti hin ýmsu met hjá skólanum. Þetta er öflugur og sprækur strákur sem Snæfellingar binda vonir um að styrki liðið ásamt því að falla vel inn í þéttann hóp. Sean stundaði líka fótbolta á sínum yngri árum og var þar í fremstu röð í skólanum sínum Notre Dame high school.

 

Við fengum viðbrögð frá Inga Þór þjálfara sem sagði: "Það verður spennandi að fá Sean til liðs við okkur en þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla.  Sean mun leysa leikstjórnandastöðuna fyrir okkur sem Pálmi Freyr og Gunnlaugur Smára hafa séð um hjá liðinu.  Með tilkomu Sean þá erum við ekkert að sigra heiminn, þetta er strákur sem ætlar að hjálpa Snæfell til að sækja að toppnum og verða betri og betri."

 Nánar á Snaefell.is


30.10.2009 15:17

3 deild kvenna í blaki

3. deild kvenna af stað um helgina

Alls verða 36 leikir í 3. deild kvenna um helgina. Er þetta fyrra mótið í riðlakeppninni en alls eru 13 lið skráð til leiks og er spilað í tveimur riðlum.

 

Mótið fer fram að Varmá í Mosfellsbæ og hefjast leikir kl. 18.00 á morgun föstudag. Leikið er á þremur völlum í einu og má búast við að spilað verði til 22.00 annað kvöld. Á laugardag hefjast svo leikir kl. 09.30 og verður leikið til að ganga 18.00.

Það má búast við lífi og fjöri um helgina í Mosfellsbænum en niðurröðun leikja má finna á www.blak.is

Í 3 deild suður B eru 3 lið frá snæfellsnesi, Reynir Hellissandi, Snæfell Stykkishólmi og UMFGrundarfjarðar.

Óskum við konum okkar góðs gengis um helgina.

30.10.2009 10:29

Heimasíða HSH

Ágætu félagar,

Nú eru komnir 2 mánuður síðan við tókum að uppfæra heimasíðu HSH hér á hsh.123.is.
á þeim tíma hefur síðan tekið miklum framförum og fréttir úr íþróttalífinu og nærumhverfi íþróttafélagana fengið umfjöllun. Markmið er að hafa síðuna lifandi og vel virka. Öllum sem þurfa að koma á framfæri fréttum úr félagsstarfinu er velkomið að senda inn fréttir til birtingar. Nokkurn veginn allar grunnupplýsingar um félöginn, stjórnir og ráð komnar á síðuna en alltaf er þörf á uppfærslu á þeim vetvangi. Ef einhverjar upplýsingar eru rangar eða vantar þá endilega hafið samband og við leiðréttum það sem þarf. Undir liðnum skjöl hér til hægri eru svo fundargerðir, lög aðildarfélaga og fleirri upplýsingar sem gott er að lesa. Byrjað er að setja inn myndir og eru þetta í flestum tilfellum eldri myndir úr íþróttalífinu.

Með HSH kveðju

Garðar Svansson
Form HSH

30.10.2009 09:27

Að hætta við.

Eftirfarandi pistill var tekinn af vef nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Því miður eiga þessi orð erindi til okkar í íþróttahreyfingunni líka. Of oft er samþykkt að taka þátt í verkefnum og mótum en þegar á reynir er vilji til þáttöku ekki í samræmi við loforð. Ég hvet félaga okkar til að lesa þennan pistil og taka til umhugsunar.

Með HSH kveðju
Garðar

Knattspyrnukeppni Framhaldsskólanna
Skrifað af: Fanney Sumarliðadóttir   
Þriðjudagur, 27. október 2009 22:19

Ekki er nauðsynlegt að minna nemendur FSN á að úrslitakeppnin í knattspyrnumóti framhaldsskólanna fór fram á laugardaginn sl. það er vegna þess að FSN komst ekki í úrslit, ekki vegna þess að við vorum með of slakt lið í fyrstu umferð, heldur vegna þess að liðin hættu við að keppa.

Það virðist vera í tísku í FSN að skrá sig í atburði og hætta síðan við á síðustu stundu, það er án alls gríns og gamans alls ekki sniðugt!
Það fer mikil vinna og undirbúningur í þessa atburði og Laufey Lilja stóð sig mjög vel í að skipuleggja okkar þáttöku á þessu fótboltamóti ásamt íþróttaráði, sú vinna er nú til einskis unnin.

Þið sem skráð voruð lið en ákváðuð miskunarlaust að láta ekki sjá ykkur á vellinum án þess að láta mann né annan vita, gerið ykkur eflaust ekki grein fyrir stöðu nemendaráðsins í þessu máli. NFSN er ekkert öðruvísi rekið en hvert annað fyrirtæki, allir viðburðir kosta okkur eitthvað og þarf því að huga vandlega að þáttöku og áhuga nemenda á hverjum atburði.

Staðfestingargjald fyrir 1 lið í Knattspyrnukeppni Framhaldsskólanna er kr. 15.000, tvö lið frá NFSN kosta því 30.000 kr.
Sekt fyrir að taka ekki þátt eftir staðfestingu er kr. 5.000 á lið, tvö lið gera þá 10.000 kr. fyrir NFSN

Samanlagt eru þetta 40.000 kr. frá NFSN sem fóru til spillis, borgað í keppni sem við tókum ekki einu sinni þátt í.

40.000 krónur er mikill peningur fyrir svona lítið nemendaráð eins og okkur, þá sérstaklega á þessum tímum, mjög leiðinlegt er að missa svona upphæð út í bláinn vegna þess að fólk skráði sig hugsunarlaust í atburði.
Án efa er hægt að nýta 40.000 kall í margt nauðsynlegt og skemmtilegt. Þessi peningur hefði t.d. getað nýst í flottari árshátíð eða dýrari hljómsveitir á böll og er þessi missir því leiðinlegur afturkippur fyrir nemendaráðið.


30.10.2009 09:20

Snæfell/Skallagrímur lagði Breiðablik


Kristján var heitur með 19 stig og 9 fráköst

Strákarnir í sameinuðu liði Snæfells og Skallagríms sigruðu Breiðablik 83-72 í spennandi leik sem fram fór í Fjárhúsinu.  Í hálfleik leiddu Blikar 33-29 en með þolinmæði sigu vestlendingar framúr og tryggðu sér þriðja sigurinn í röð.

 Nánar um leikinn á Snaefell.is

29.10.2009 19:12

Ljósmyndasamkeppni Ferðafélags Íslands

Ljósmyndasamkeppni Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands efnir til ljósmyndasamkeppni sem er öllum opin. Hver keppandi skal senda eigi fleiri en þrjár myndir á netfangið: fi@fi.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Skilafrestur ljósmynda er til 1.des. 2009 og keppt er í tveimur flokkum. Í öðrum flokknum er leitað eftir myndum sem teknar eru í ferðum á vegum Ferðafélags Íslands en í hinum flokknum geta verið ljósmyndir almenns eðlis en þær skulu sendar á sama netfang innan sömu tímamarka.

Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar 22. desember 2009 en dómnefnd verður skipuð fagmönnum í fremstu röð á sviði ljósmyndunar. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun sem eru stafræn myndavél frá Nikon og sumarleyfisferð með Ferðafélagi Íslands að eigin vali fyrir tvo.

29.10.2009 13:38

Blak Víkingur Reynir

Tilþrif á blakmóti

Afturelding hélt afmælismót í blaki þann 18 október. mótið var fyrir öll börn og unglinga í 3. - 7. flokki. Krakkarnir sem komu frá Víkingi/Reyni sýndu góð tilþrif á mótinu og stóðu sig vel, stúlkurnar sem léku í 1. deild, 3. flokki unnu 5 hrinur af 6 og enduðu í 1. sæti.

Meðfylgjandi mynd er af þeim.

Í 4. deild, 4. flokki stúlkna voru skráð 2 lið og enduðu þau í 1. og 3. sæti. 4. flokkur pilta spilaði í 3. deild og luku þeir keppni í 3. og 4. sæti.

29.10.2009 11:44

Ferðafélag Snæfellsnes

Snæfellingar gengu á Skipaþúfu

Ferðafélag Snæfellsness var stofnað á þessu ári. Félagið efndi til gönguferðar á Bjarnarhafnarfjall um helgina og tóku 17 göngumenn þátt í leiðangrinum. Besta veður var til fjallgöngu því bjart var yfir þrátt fyrir nokkuð snarpa norðanátt. Göngumenn fengu í verðlaun frábært útsýni ofan af Skipaþúfu efst á fjallinu.
Ferðafélag Snæfellsness hefur staðið fyrir nokkrum gönguferðum síðan félagið var stofnað í sumar enda víða færi á skemmtilegum ferðum um hinn tignarlega Snæfellsnesfjallgarð.
Bjarnarhafnarfjall

Göngumenn á leið á Bjarnarhafnarfjall um helgina á vegum Ferðafélags Snæfellsness.

29.10.2009 10:52

Snæfell tapaði fyrir Grindavík


Snæfell tapaði fyrir Grindavík 62 - 73

Snæfell hafði undirtökin í byrjun leiks og voru hressari í sóknum sínum á meðan Grindavík var ekki langt undan að finna taktinn. Grindavík komst á sporið í seint í fyrsta hluta og komust yfir 10-11 eftir að Michele DeVault tók smá rispu en leikurinn var hnífjafn og spennandi fyrst um sinn og Snæfell leiddi eftir fyrsta hluta 14-13.

Nánar um tölfræði leiksins á Snaefell.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31