Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 12:24

Snæfell tapaði í framlengdum leik

Snæfell tapaði með einu eftir framlengingu


Snæfell fór suður með sjó og tóku Grindvíkingar á móti þeim. Þorleifur Ólafsson var veikur  hjá Grindavík en Snæfellingar söknuðu Pálma Freys sem á við bakmeiðsli að stríða

 

 Í hálfleik staðan  44-47 fyrir Snæfell.

 


 

Hittni Snæfellinga var slök í upphafi fjórða leikhluta á meðan Grindavík voru á setja niður góðar stórar körfur. Páll Axel fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og setti Hlynur bæði niður og staðan var 83-79 fyrir heimamenn í Grindavík en þeir höfðu haft þægilega forystu sem Snæfell saxaði aðeins á en staðan var 80-71 fyrir Grindavík rétt áður en þeir slökuðu á varnarleiknum og svo voru Arnar og Flake komnir með 5 villur og Ómar 4 villur. Hlynur jafnaði 85-85 fyrir Snæfell þegar 30 sek voru eftir og leikhlé var tekið. Ekki dugði þriggja stiga skot Páls Axels og áttu Snæfellingar frákastið en Sean Burton klikkaði einnig á sínu skoti og Sveinn Arnar líka undir lok hlutans og framlenging var staðreynd og staðan 85-85.

 


 

Hlynur skaut Snæfelli strax í 85-88 og Ómar svaraði í kjölfarið og einnig Brenton. Ólafur setti svo góðann þrist fyrir Grindavík oh komust þeir í 92-88. Sean Burton svaraði svo með tveimur þristum og staðan varð svo 92-94 lengi. En undir lok framlengingar setti Brynjar niður þrist sem kom þeim í 95-94 og ein sekúnda lifði á klukkunni þegar Ingi Þór tók leikhlé. Hlynur Bærings átti síðasta orðið í leiknum og klikkaði skot hans fyrir Snæfell sem beið ósigur í Grindavík í leik jafnra liða 95-94.

 

Hjá Grindavík var breiddin meiri en Páll Axel fremstur þar með 21 stig. Ómar var með 15 stig og 8 fráköst. Ólafur Ólafs 14 stig. Darrel Flake 13 stig. Brenton 10 stig. Arnar og Brynjar 9 stig hvor en Arnar tók líka 8 fráköst og var með 7 stoðs. Hjá Snæfelli var Sigurður með 24 stig, öll í fyrri hálfleik, og 12 fráköst. Hlynur setti 23 stig og 13 fráköst. Sean Burton kom til í seinni hlutanum og setti 18 stig. Nonni Mæju 15 stig og 8 fráköst. Emil Þór 12 stig.

30.11.2009 12:11

Bikarkeppni Blaksambandsins

Bikarkeppni Blaksambandsins

Grundfirðingar enduðu í 4 og neðsta sæti í sínum riðli eftir 1 umferð í bikarkeppni Blaksambandsins


í fyrsta leik gegn Þrótti R. töpuðu þeir 2 - 0   ( 25-14, 25-19)
og síðan spiluðu þeir við Hrunamenn en sá leikur var jafnari og fór 2 - 1 (11-25, 25-20  8-15) fyrir Hrunamönnum

á sunnudeginum léku Grundfirðingar  við Hamar og fór sá leikur 2-0  (25-20, 25-23)  fyrir Hamri

Næsta umferð í Bikarkeppninni er svo á Akureyri  12 og 13  febrúar

30.11.2009 12:09

Íþróttamaður Grundarfjarðar

Íþróttamaður ársins í Grundarfirði

 

Á aðventuhátíð Kvenfélagsins Gleym mér ei s.l. laugardaginn var valinn íþróttmaður ársins 2009. Að þessu sinni hlaut Dominik Bajda titilinn fyrir afburða árangur á knattspyrnuvellinum. Auk þess þykir Dominik sterk og góð fyrirmynd og hann gefur mikið af sér til yngri iðkenda íþróttarinnar.


HSH óskar Dominik til hamingju með titilinn en hann er vel að honum kominn

30.11.2009 10:56

Fréttir frá Mostra

Skarphéðinn og Hildur Björg stigameistarar Mostra
Skarphéðinn Skarphéðinsson og Hildur Björg Kjartansdóttir eru stigameistarar Mostra árið 2009 - Þau fengu verðlaun sín afhent í lokahófi Mostra í gærkvöldi . Jafnframt fékk Rúnar Örn Jónsson afhentan háttvísibikar stjórnar Mostra fyrir árið 2009 - Rúmlega 30 kylfingar mættu í lokahófið og áttu góða stund saman að afloknu góðu golfsumri (og golfhausti)

28.11.2009 20:46

Bikarkeppni Blaksambandsins

Grundfirðingar í 3 sæti í sínum riðli eftir 2 leiki.

í fyrsta leik dagsins gegn Þrótti R. töpuðu þeir 2 - 0   ( 25-14, 25-19)
og síðan spiluðu þeir við Hrunamenn en sá leikur var jafnari og fór 2 - 1 fyrir Hrunamönnum

á morgun leika Grundfirðingar  við Hamar


Þróttur R1244010055-1.82
Hrunamenn22441110794.001.39
UMFG32114771100.250.70
Hamar42004571000.000.57

28.11.2009 17:11

Skellur í Njarðvík


Snæfellsstúlkur fóru suður með sjó og mættu Njarðvík. Snæfell sigraði fyrri leikinn í Hólminum en máttu sín lítils í Ljónagryfjunni. Leikurinn endaði 74-52 fyrir Njarðvík og leiddu þær allann timann með 20-25 stigum. Kristen Green skoraði 29 stig og Unnur Lára 10 stig. Komið hefur í ljós að Berglind Gunnarsdóttir er með slitið krossband og óvíst hvort hún leiki meira með Snæfelli á leiktíðinni sem er mikil blóðtaka fyrir okkar stúlkur.

28.11.2009 11:31

Jólaball með Draugabönum

Við sem sjáum um fótboltasamstarfið höfum ákveðið að halda ,, jólaball" fyrir fótboltakrakkana á Snæfellsnesi. Strákarnir í hljómsveitinni Matti IDOL og Draugabanarnir ætla að spila skemmtilega tónlist fyrir krakkana. Það kostar ekkert inn og vonumst við til þess að sjá sem flesta! 

Staður og stund: Fimmtudagur 3. desember 2009 Samkomuhúsið í Grundarfirði

5. flokkur og yngri  mæta kl 18:30 og verða til 20:00

4. 3. og 2. fl mæta kl 20:30 og verða til kl 22:00

Gott væri  ef þið krakkar tilkynntuð komu ykkar á bloggsíðum ykkar flokka til þess að við getum vitað ca. hvað margir eru að mæta 

Foreldrar okkur vantar ykkar aðstoð við þetta og væri gott ef þið tilkynntuð ykkur á bloggsíðunum. Aðstoðin fellst aðalega í því að fylgjast með að allt fari vel fram J

Við viljum þakka Draugabönunum kærlega fyrir þetta framtak þeirra en þeir gefa vinnu sína við þetta ball!

27.11.2009 09:09

Stefán K. hlýtur viðurkenningu EOC

Stefán Konráðsson hlýtur Laurel heiðursviðurkenningu EOC

Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda - EOC  hefur tilkynnt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands að ákveðið hafi verið að sæma Stefán Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóra sambandsins sérstakri heiðursviðurkenningu, Laurel - lárviðarsveig EOC. Viðurkenninguna fær Stefán fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíugilda og fyrir að stuðla að samvinnu Evrópskra Ólympíunefnda.

Stefán Konráðsson var í forystusveit íslenskrar íþróttahreyfingar í 18 ár. Hann stóð fyrir mikilli endurskipulagningu á starfi ÍSÍ og innleiddi sem framkvæmdastjóri meðal annars sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands í ný heildarsamtök íþrótta á Íslandi.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Stefán úr Ólafsvík.

HSH óskar Stefáni til hamingju með viðurkenninguna

26.11.2009 09:26

Snæfell lagði Val

Glæsilegur sigur Snæfellsstúlkna á Val.


 

Snæfell og Valur mættust í kvöld í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Fyrir þennan leik voru liðin jöfn að stigum í botnsætum deildarinnar með 4 stig hvort og því til mikils að vinna. Valskonur léku án erlends leikmanns en þær létu bandaríska bakvörðinn Sakera Young fara frá félaginu fyrir leikinn.

Snæfell hóf leikinn með pressuvörn og virtust Valskonur eiga í erfiðleikum með að leysa fram úr því. Hittni beggja liða var ekki upp á sitt besta og var staðan 13-13 þegar Valskonur tóku leikhlé þegar 2 mínútur og 13 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta var staðan 15-13 fyrir heimakonur. Kristen Green var komin með 5 stig og 6 fráköst fyrir Snæfellinga en Hanna Hálfdánardóttir með 6 stig fyrir gestina. 

 

Staðan í hálfleik var 34-21 fyrir Snæfell. Stigahæstar í hálfleik í liði Snæfells voru Kristen Green með 17 stig en Unnur Ásgeirsdóttir var með 7 stig. Í liði Vals var Hanna Hálfdánardóttir með 8 stig og Birna Eiríksdóttir með 7 stig. 

 


 Staðan í lok þriðja leikhluta var 55-36 Snæfellskonum í vil. Ljóst var á þessum tímapunkti að Valskonur þyrftu að snúa vörn í sókn ef þær ætluðu sér að ná einhverju úr leiknum. 

 

Fjórði leikhluti hófst eins og sá þriðji endaði og sigu Snæfellingar enn lengra fram úr og náðu fljótlega 20 stiga forskoti. Hittni þeirra var góð og grimmur varnarleikur gerði Valskonum erfitt fyrir. Hrafnhildur Sævarsdóttir fór út af með 5 villur þegar 3 mín. 30 sek. lifðu af leiknum og staðan var 65-50. Valskonur höfðu þá aðeins verið að saxa á forskot Snæfellinga en náðu í raun aldrei að hleypa spennu í leikinn. Svo fór að Snæfell hafði sigur 73-52. 


25.11.2009 17:02

Gott gengi í blaki

Afburðagóður árangur í blaki

Á blakmóti sem nýlega var haldið á Neskaupstað stóðu ungmenni úr Snæfellsbæ sig afar vel. Stúlknaliðið héðan lenti í 3. sæti. Þær Jóhanna Jóhannesdóttir og Katrín Sara Reyes voru valdar í undirbúningslið U-17 landsliðsins. Hilmar Leó Antonsson var einnig valinn í undirbúningsliðið en hann sýndi ágætan leik með KA. Jóhann Eiríksson sem stundar nám á Akureyri er í landsliðinu.  

Viðar Gylfason þjálfari  er ánægður með árangurinn. Æfingar undanfarin 5 eða 6 ár skila árangri hjá þessum hópi sem er nú valinn í undirbúningslandsliðið.  Í undirbúningshópnum eru 16 drengir og 16 stúlkur.  24 keppendur fara á Norðurlandamótið sem haldið verður í Danmörku 20. til 22. desember næstkomandi. Viðar segir að fjárhagur Blaksambandsins sé bágborinn og keppendur verði að bera ferða- og æfingarkostnað  sjálfir. Við vonum að fyrirtæki og stofnanir styðji ungmennin til keppnisfararinnar.

24.11.2009 14:14

Ný héraðsmet í frjálsum

Á Silfurleikum ÍR um síðustu helgi var sett glæsilegt héraðsmet í kúluvarpi stúlkna 9 -10 ára.
Kristrós Erla Baldursdóttir Snæfell kastaði 2 kg kúlu 7.19 m og bætti met Berglindar Gunnarsdóttar frá 2003 sem var 5.67m.


 
Einnig bætti Viktor Marinó Alexandersson, Snæfell héraðsmett í 800m hlaupi en hann hljóp á tímanum 2:38,48. Gamla metið átti Arnar Þór Hafsteinsson með tímann 2.49.07

Glæsilegt afrek hjá Kristrós og Viktor og óskum við þeim til hamingju með árangurinn

24.11.2009 12:13

Jóhann Ingi Gunnarsson


HSH í samstarfi við UMFG bíður upp á fyrirlestur með Jóhann Inga Gunnarssyni, íþróttasálfræðing  í Grundarfirði, fimmtudaginn 26 nóvember.


Fyrirlesturinn verður í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og hefst hann kl. 17.00


Jóhann mun vera með fyrirlestur m.a. um hegðun ungs fólks í íþróttum, t.d. efla sjálfstraust, árangurssinnað hugarfar og hvatningu alla leið.

Fyrirlesturinn er ætlaður þjálfurum, leiðbeinendum og forsvarsmönnum aðildarfélaga HSH og eru þeir hvattir til að taka frá tíma og sækja fyrirlesturinn sem er aðildarfélögum að kostnaðarlausu.

Þeir sem hafa áhuga að sækja fyrirlesturinn eru beðnir að tilkynna þátttöku á netfangið

hsh@hsh.is24.11.2009 10:00

Víkingur vann Hvíta riddarann

Víkingur fór með sigur af hólmi í fyrsta futsal leik vetrarins gegn sameiginlegu liði Aftureldingar og Hvíta Riddarans. Víkingar skoruðu hvorki meira né minna en 17 mörk gegn 5 mörkum gestanna en leikið var í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í hálfleik var staðan 7-1 okkar mönnum í vil en í síðari hálfleik var hvergi slegið slöku við og tíu mörkum bætt við. Næsti leikur Víkinga í mótinu fer fram næstkomandi sunnudag þann 29. nóvember þar sem Fjölnismenn verða heimsóttir í Grafarvoginn.

Leikmenn Víkings: Jón Haukur Hilmarsson (M),Fannar Hilmarsson, Suad Begic, Brynjar Gauti Guðjónsson, Alfreð Már Hjaltalín, Andri Freyr Hafsteinsson, Predrag Milosavljevic, Ólafur Hlynur Illugason, Dominik Baida, Sindri Hrafn Friðþjófsson, Þorsteinn Már Ragnarsson.

Staðan í Riðlinum:                                                              

  Lið   Mörk    Stig  
1. Víkingur Ó.   17-5     3
2. Grundarfjörður   14-10     3
3. Fjölnir   6-5     3
4. Afturelding/Hvíti   9-26     0

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31