Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2009 Desember

28.12.2009 10:46

Firmakeppni Snæfells

Skráning inn á heimasíðu SnæfellsFirmakeppni Snæfells verður laugardaginn 2. janúar 2010.  Gunnlaugur Smára og Nonni Mæju munu halda utanum lög og reglur keppninnar.  Þátttaka kostar 15.000,- á lið.  Leikmenn liða Iceland express deilda sem og 1.deilda spila ekki með, en allir aðrir hjartanlega velkomnir.

28.12.2009 10:44

Getraunir UMFG

HÉR KEMUR LOKASTAÐAN ÁÐUR EN SKIPT ER Í DEILDIR.
En það eru 4 hópar sem þurfa að fara í umspil um eitt sæti í 1. deild.
Það eru hóparnir:
Frænkan
Up the irons
Tóm steypa
What ever.
 
Þessir hópar munu spila í þessari viku. Ég hef samband við þá.
 
Kær kveðja
Gummi Gísla


Röð

Leikvika

52

A

Staðan

 

HÓPUR

 

 

 

1

Lengjan

10

 

132

2

Sæstjarnan

10

 

128

3

Hjónin

9

 

126

4

Sjóarar

11

1

126

5

Bryggjupollar

10

 

123

6

Sverðdís

9

 

122

7

Meistararnir

10

 

121

8

Timon og Pumba

10

 

121

9

Guiennes

9

 

120

10

S.G. Hópurinn

8

 

120

11

Sæbjúgun

10

 

120

12

R.B.

9

 

119

13

Trukkarnir

11

1

119

14

Tveir bjartsýnir

8

 

119

15

E.D.is

8

 

117

16

Litla ljónið

8

 

117

17

Púkarnir

9

 

116

18

Frænkan

11

1

115

19

Tóm steypa

9

 

115

20

Up the irons

9

 

115

21

What ever

9

 

115

22

H.H. Hópurinn

9

 

114

23

E.N. Hópurinn

8

 

113

24

Pétursson

8

 

113

25

Önundur dótturfélag

11

1

113

26

Óreyndir tipparar

9

 

111

27

Groobelear

9

 

110

28

N1

7

 

109

29

Texas bræðurnir

7

 

108

30

H.G.

7

 

105

31

Frændurnir

7

 

103

32

Máfarnir

7

 

97

33

Gosar

7

 

96

34

Huldumenn

8

 

94

A = aukastig

 

 


23.12.2009 11:13

Skinfaxi 100 ára

Skinfaxi 100 ára

Skinfaxi, blað Ungmennafélags Íslands, fagnar merkum tímamótum í sögu blaðsins um þessar mundir, en 100 ár eru síðan fyrsta blaðið var gefið út. Frá því að fyrsta blaðið var gefið út í október 1909 hefur það verið gefið út óslitið, ekki fallið út einn árgangur, sem að öllum líkindum er einsdæmi um tímaritaútgáfu á Íslandi.


Á þessu tímabili hafa 25 einstaklingar komið að ritstjórn blaðsins en fyrsti ritstjórinn var Helgi Valtýsson kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Skinfaxi kemur út fjórum sinnum á ári.

Þess má geta að 2 af ritstjórum Skinfaxa í gegnum tíðina eru Grundfirðingar, það eru þeir Gunnar Kristjánsson og Guðmundur Gíslason. 

 

Frá upphafi hefur Skinfaxi verið öflugur málsvari ungmennafélagshreyfingarinnar, sambandsaðilanna og heildarsamtakanna. Markmiðið með útgáfu Skinfaxa hefur verið óbreytt í hundrað ár. Að segja fréttir og vera með frásagnir úr starfi ungmennafélaga og þeim verkefnum sem heildarsamtökin hafa haft forystu um eða unnið í samstarfi við aðra.

 

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að í tilefni af þessum tímamótum verði farið í samstarf við Þjóðarbókhlöðuna um að skanna inn öll tölublöð Skinfaxa og í framtíðinni verða henni send öll eintök af blaðinu á pdf-formi. Þannig varðveitist þessi sögulegi fjársjóður ungmennafélagshreyfingarinnar um leið eykst aðgangur almennings að þeim fróðleik sem þetta málgagn hreyfingarinnar hefur vakið athygli á hverju sinni og gildi hans fyrir land og lýð.

22.12.2009 13:47

U17 í neðsta sæti á NEVZA mótinu

U17 ára drengjalandslið Íslands lenti í neðsta sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í morgun þegar liðið lá í valnum gegn Englandi.

 

Fyrsta hrinan endaði 25-12 en lítið gekk upp hjá íslendingunum í þeirri hrinu. Næsta hrina gekk betur hjá Íslandi og náðu strákarnir að sýna sínar bestu hliðar. Ísland var yfir í hrinunni þar til í lokin að England náði að landa sigri 25-23. Þriðja hrinan fór 25-20 eftir að íslenska liðið hafði saxað verulega á forskot Englands.

England vann þar með sinn fyrsta sigur í mótinu en þeir leika gegn Svíum síðar í dag. Ljóst er að Ísland endar í fimmta og neðsta sæti keppninnar.

22.12.2009 09:04

Fréttir af U17 í blaki

U17 ára drengjalandslið Íslands tapaði fyrir Finnlandi í gær. Eins og við var að búast var finnska liðið aðeins of stór biti fyrir strákana, þrátt fyrir að finnski þjálfarinn notaði varaliðið allan leikinn.

 

Leiknum lauk með sigri Finna, 3-0 (25-7, 25-11 og 25-6)

Eins og tölurnar gefa til kynna er töluverður munur á liðunum. Í upphafi annarrar hrinu komst liðið þó í 2-0 eftir góða uppgjöf og blokk frá Herði Páli Magnússyni. Í kjölfarið sýndi liðið góðar syrpur og skoruðu nokkuð góð stig. Sóknaraðgerðir Finna voru þó sterkari og þeir unnu hrinuna auðveldlega.

Þriðja hrinan byrjaði afar illa og komust Finnar í 16-1. Undir lokin tóku Andreas og Hörður Páll nokkrar hávarnir og endaði hrinan 25-6 Finnum í vil.

Íslenska liðið mætir Englendingum í lokaleiknum sínum en þeir eru í sömu stöðu og Ísland og hafa tapað öllum sínum leikjum.

22.12.2009 08:57

Ungmennaráð UMFÍ

Mörg verkefni fram undan hjá ungmennaráði UMFÍ

Síðasti fundur þessa árs hjá Ungmennaráði UMFÍ var haldinn um helgina. Allir meðlimir ráðsins mættu en oftast er notast við fjarfundabúnað þar sem hópurinn er dreifður um landið og tvær úr hópnum, Auður og Halldóra hafa verið erlendis í haust.

 

 

Auður verður áfram í Danmörku þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði fyrir ISCA og situr í ungmennaráði samtakanna fyrir hönd UMFÍ. Hún lætur nú af störfum í ungmennaráði UMFÍ þar sem hún hyggst dvelja áfram ytra og mun Hrafnkatla Eiríksdóttir koma í ungmennaráðið strax á nýju ári.

 

 

 

Mörg verkefni eru framundan hjá ráðinu og mikill hugur í hópnum að láta gott af sér leiða.

22.12.2009 08:52

Pub Quiz í kvöld í kaffi 59

Pub Quiz nr 8 í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 22. des. fer fram á Kaffi 59 Pub Quiz nr 8 og er þemað að þessu sinni Grundarfjörður. 

 

Við hefjum leik kl. 21:00 og aðgangur er aðeins kr. 500 sem rennur óskiptur til Meistaraflokks karla í knattspyrnu.

 

Gummi Gísla og Gunni Kristjáns hafa verið sveittir undanfarna daga við að semja spurningar fyrir þennan stórfenglega viðburð.

 

Við hvetjum alla til að mæta með jólaskapið og lyfta sér upp svona rétt fyrir jólin.

 

Meistaraflokksráð.

22.12.2009 08:51

Firmakeppni Snæfells í Körfu


Firmakeppni Snæfells verður laugardaginn 2. janúar 2010.  Gunnlaugur Smára og Nonni Mæju munu halda utanum lög og reglur keppninnar.  Þátttaka kostar 15.000,- á lið.  Leikmenn liða Iceland express deildar sem og 1.deildar verða ekki með, en allir aðrir hjartanlega velkomnir, nánar verður auglýst síðar.20.12.2009 19:27

Ferðasjóður ísí

Ferðasjóður íþróttafélaga - umsóknarfrestur til og með 11. janúar

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir ferðir á fyrirfram skilgreind mót á árinu 2009. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarsvæði sjóðsins sem finna má hér til hægri á heimasíðu ÍSÍ.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 11. janúar 2010. Á miðnætti þann dag verður umsóknarsvæðinu lokað og með því lokað á frekari umsóknir.
Nýlega var sent út dreifibréf til allra íþrótta-og ungmennafélaga þar sem þau voru minnt á umsóknarfrestinn en ÍSÍ hvetur einnig sérsambönd, héraðssambönd og íþróttabandalög að minna aðildarfélög sín á að sækja um í sjóðinn. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk vegna ferða allra aldursflokka á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót sem haldin voru á árinu 2009.
Allar nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000, netfang
halla@isi.is .

20.12.2009 19:20

U17 blakið

U17 liðin á NEVZA mótinu. Bæði liðin töpuðu sínum fyrsta leik í 3 hrinum.

Piltarnir hófu leik snemma í morgun þegar þeir mættu heimamönnum, Dönum. Það er skemmst frá því að segja að íslensku piltarnir sáu ekki til sólar í leiknum. Danirnir voru með sterkar hoppugjafir sem reyndust íslendingum erfiðar. Skásta kaflinn hjá íslenska liðinu var í þriðju hrinunni en þá náðist upp góð barátta og stemning innan liðsins. Úrslitin 3 - 0 (25-10,25-10,25-15). Piltarnir leika við Svía síðar í dag.

Stúlkurnar léku við Svía í morgun. Stúlkurnar byrjuðu leikinn ágætlega og fóru með þær sænsku í 18 stig í fyrstu hrinunni. Eftir það hallaði undan fæti og lítið gekk upp hjá íslenska liðinu. Úrslitin 3 - 0 (25-18,25-12,25-11). Stúlkurnar leika við Dani á morgun.

20.12.2009 11:21

Getraunafréttir frá UMFG

Ungmennafélag Grundarfjarðar heldur úti tippklúbb og þegar 1 umferð er eftir á þessu ári er staðan þessi. Eftir áramót verður svo skipt upp í deildir og þau lið sem eru fyrir neðan sæti 18 eru í 2 deild en hin spila í 1 deild.

Röð Leikvika 43 A 44 A 45 A 50 A 51 A Staðan
  HÓPUR                      
1 Lengjan 9   7   8   7   7   122
2 Sæstjarnan 3   8   11 1 6   8   118
3 Hjónin 5   5   9   5   8   117
4 Sjóarar 6   9   11   5   8   114
5 Bryggjupollar 6   6   11 1 5   7   113
6 Sverðdís 4   8   11   6   8   113
7 S.G. Hópurinn 5   5   8   5   9   112
8 Guiennes 7   6   10   8   7   111
9 Meistararnir 7   4   9   7   8   111
10 Timon og Pumba 9   7   11   3   9   111
11 Tveir bjartsýnir 6   7   10 1 4   8   111
12 R.B. 4   7   9   6   8   110
13 Sæbjúgun 4   7   6   8   5   110
14 E.D.is 6   5   11   4   10   109
15 Litla ljónið 7   8   7   6   8   109
16 Púkarnir 5   4   12   5   8   107
17 Trukkarnir 6   4   11   5   8   107
18 Tóm steypa 5   5   7   6   8   106
19 Up the irons 6   5   9 1 4   7   106
20 What ever 4   6   10   7   6   106
21 E.N. Hópurinn 5   6   8   5   8   105
22 H.H. Hópurinn 3   9   8   5   8   105
23 Pétursson 6   5   10   4   8   105
24 Frænkan 6   4   9   6   7   103
25 N1 6   6   9   4   10   102
26 Óreyndir tipparar 8   7   8   5   8   102
27 Groobelear 5   6   11   4   5   101
28 Texas bræðurnir 8   5   7   4   8   101
29 Önundur dótturfélag 6   7   7   5   6   101
30 H.G. 6   6   8   6   7   98
31 Frændurnir 6   6   9   5   5   96
32 Máfarnir 3   6   9   3   8   90
33 Gosar 5   4   6   4   7   89
34 Huldumenn 7   4   6   6   7   86

A = aukastig 

     

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05
Flettingar í dag: 4834
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3352562
Samtals gestir: 256525
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 15:00:05