Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 15:01

Getraunastarf UMFG úrslit 30.janúar

HÓPLEIKURINN

Leikir 30. janúar 2010

ÚRSLIT

1. deild

Lengjan - Frænkan  10-7              S.G. Hópurinn - Sæbjúgun  10-7

Hjónin - Litla ljónið  9-8                Bryggjupollar - Tveir bjartsýnir  10-10

Sverðdís - Trukkarnir  9-9 Meistararnir - Guiennes  8-10

Sjóarar - E.D.is  9-7                     Timon og Pumba - R.B.  9-10

Sæstjarnan - Púkarnir  9-9

2. deild

Tóm steypa - Pétursson  8-8                     What ever - Önundur  9-10

H.H. Hópurinn  -  Óreyndir  0-9                Grobbelear - H.G.  9-7

Texas bræður - Huldumenn  9-8                Frændurnir  -  Gosar  9-7

N1 - Máfarnir  9-8                                    Up the irons - E.N. Hópurinn  9-8


1. deild

Leikvika 1 2 3 4 STAÐAN

Hópur          
1 R.B 3 3 3 3 12
2 Púkarnir 3 3 3 1 10
3 Lengjan 1 3 1 3 8
4 Sæstjarnan 1 3 3 1 8
5 Guiennes 1 3 0 3 7
6 Meistararnir 3 1 3 0 7
7 Sverðdís 0 3 3 1 7
8 Bryggjupollar 3 1 1 1 6
9 Hjónin 3 0 0 3 6
10 Litla ljónið 3 3 0 0 6
11 S.G. Hópurinn 1 0 0 3 4
12 Sjóarar 0 0 1 3 4
13 Trukkarnir 3 0 0 1 4
14 Tveir bjartsýnir 0 0 3 1 4
15 E.D.is 0 3 0 0 3
16 Sæbjúgun 0 0 3 0 3
17 Timon og Pumba 0 0 1 0 1
18 Frænkan 0 0 0 0 0

2. Deild

Leikvika 1 2 3 4 STAÐAN

Hópur          
1 Texas bræður 1 3 3 3 10
2 Máfarnir 3 3 3 0 9
3 N1 3 0 3 3 9
4 Óreyndir tipparar 3 3 0 3 9
5 E.N. Hópurinn 3 1 3 0 7
6 H.H. Hópurinn 3 1 3 0 7
7 Pétursson 0 3 3 1 7
8 Frændurnir 0 3 0 3 6
9 Up the irons 0 3 0 3 6
10 H.G. 1 1 3 0 5
11 Tóm steypa 3 1 0 1 5
12 Önundur 0 1 0 3 4
13 Groobelear 0 0 0 3 3
14 Huldumenn 3 0 0 0 3
15 What ever 0 0 3 0 3
16 Gosar 0 1 0 0 1

30.01.2010 19:15

Snæfell/Skallagrímur

Enn sigrar drengirnir í Snægrími.

Í annað sinn á sama mánuði léku KFÍ og Snæfell/Skallagrímur í þetta skiptið var leikið á Íslandsmótinu og höfðu okkar menn sigur 73-81, staðan í hálfleik var 36-43.  Egill Egilsson var sjóðandi heitur og smellti niður 30 stigum og fyrirliðinn var Traustur enda Eiríksson með 22 stig.  

 

Heimamenn byrjuðu á að hafa forystu og mest 11-8 en Trausti og Egill sáu um stigaskorið fyrir gestina og með hjálp frá Birgi Sverris og Sigurður Þórarinssyni komust Snæfell/Skallagrímur yfir 13-17, fjögur síðustu stig leikhlutans voru heimamanna og staðan 16-17.  Jón Sævarsson KFÍ drengur setti niður sex stig í röð fyrir heimamenn og kom liðinu yfir 19-17 en Sigurður Þórarinsson smellti niður góðri körfu úr hraðupphlaupi og þrist í næstu sókn á eftir, staðan 19-22. 

 

Liðin skiptust á að leiða en í stöðunni 30-32 tók Egill Egilsson til sinna ráða, KFÍ fóru í svæðisvörn og kappanum boðið uppá veislu að hætti Gauja Þorsteins sem var léttur á kantinum með Hrein Þorkels sér við hlið. Egill raðaði niður þremur þristum í jafn mörgum tilraunum og bætti góðri körfu með því að keyra á körfuna og staðan í hálfleik 36-43.  Sigursteinn Hálfdánarson snéri sig á ökkla og fór af leikvelli.    

 

Egill opnaði síðari hálfleikinn með þrist og Snæfell/Skallagrímur komnir tíu stigum yfir.  Þrjár þriggja stiga körfur í röð frá heimamönnum kom muninum niður í þrjú stig en Kristján Pétur minnti örlítið á sig í sókninni og svaraði með einum neðan úr bæ.  Snæfell skoruðu grimmt eftir það og lokuðu í vörninni, staðan 47-58.  Florian Jovanor erlendi leikmaður KFÍ-drengja átti fínan leik og skoraði grimmt úr öllum stöðum.  Trausti Eiríks átti öll fráköst sem í boði voru og Guðni og Birgir Pétursson komu ferskir inn af tréverkinu. 

 

Kanslarinn lét boltann ganga vel gegn svæðinu og bjó til Berlínargöng fyrir fyrirliðann sem skoraði átta stig á skömmum tíma.  Þorbergur Helgi Sæþórsson kom einsog ungt naut og barðist vel, uppskar góða körfu og tilþrif leiksins þegar hann var umkringdur varnarmönnum KFÍ og ætlaði að leysa stöðuna með því að skjóta aftur fyrir sig, tilraunin góð og ætlaði kappinn að fiska villu á ákafa varnarmenn KFÍ.  Efnilegur piltur á ferðinni sem ætlar sér að standa sig.  Snæfell leiddu 58-70 eftir þriðja leikhluta og ekkert í spilunum um spennandi leik. 

 

Snæfell/Skallagrímsmenn náðu fjórtán stiga forystu 60-74 og urðu menn værukærir í sínum aðgerðum, KFÍ eftir að Birgir Pétursson var búinn að koma gestunum í 62-78 sóttu í sig veðrið í ruslamínútunum og löguðu stöðuna.  Lokatölur 73-81 og góður útisigur í höfn hjá Snæfell/Skallagrím.   Lífið er yndislegt og það var ferðin líka, Egill Egilsson Sr. keyrði strákana vestur með Adolf Inga í útvarpinu þar sem það náðist og spegluðu strákarnir sig í fjörðunum þess á milli að þeir horfðu á DVD myndir af Michael Jordan á leiðinni.  Hópurinn þakkar Agli fyrir örugga keyrslu og Leif fyrir lánið á langferðabílnum sem reyndist liðinu vel á þessari fallegu leið.   

 

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 30 stig, Trausti Eiríksson 22, Sigurður Þórarinsson og Kristján Pétur Andrésson 10, Birgir Pétursson 4, Birgir Þór Sverrisson 3 og Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.  Elfar Ólafsson, Sigurður Sigurðsson og Sigursteinn Hálfdánarson náðu ekki að skora en léku af góðum krafti, Sigursteinn kom aftur inní leikinn eftir að hafa snúið sig og sýndi mikla baráttu.  

 

Stigaskor KFÍ: Florian Jovanov 20 stig, Leó Sigurðsson 16, Jón Sævarsson 14, Hlynur Hreinsson 7, Hákon Vilhjálmsson 6, Sigmundur Helgason 4 og þeir Þorgeir Egilsson, Guðni Guðnason og Óskar Kristjánsson 2.

29.01.2010 16:43

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ mun standa yfir á Akureyri frá 6. febrúar til 21. mars næstkomandi.  Vetraríþróttahátíðir hafa verið haldnar á 10 ára fresti frá 1970 og er þetta því í 5. skipti sem hátíðin er haldin. 

Um er að ræða samstarf ÍSÍ, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands sem staðsett er á Akureyri, Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar.  Fyrstu þrjú skiptin sem hátíðin var haldin var um helgarhátíðir að ræða en árið 2000 var ráðist í lengri hátíð sem tók yfir sjö helgar og er það endurtekið nú.

Margt verður í boði þessar vikur og er fjöldi viðburða á dagskrá allar helgarnar á vegum aðildarfélaga ÍBA sem og annarra félaga.  Opnunarhátíð verður haldin í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 6. febrúar kl. 16.00 og verður þar m.a. boðið upp á skrúðgöngu inn á svellið en þar verða fulltrúar allra þeirra sem bjóða upp á einhverja viðburði í tengslum við Vetraríþróttahátíðina.  Þar verða m.a. mótorhjól, snjósleðar og hestar. 

Íslensku keppendurnir sem fara á Ólympíuleikana í Vancouver verða kynntir á opnunarhátíðinni og verða myndabandsupptökur af þeim í keppni sýndar með kynningunni.

Upplýsingar um Vetraríþróttahátíðina og viðburði hennar má finna á heimasíðu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, vmi.is/vh2010

Merkið hér til hliðar er merki Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ 2010.

29.01.2010 16:15

KKÍ 49 ára í dag

KKÍ 49 ára í dag
Í dag eru 49 ár síðan KKÍ var stofnað. Stofnfundurinn var haldinn sunnudaginn 29. janúar 1961 að Grundarstíg 2a í Reykjavík. Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttbandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja.

Fyrsti formaður KKÍ var kjörinn Bogi Þorsteinsson. Nefnd var kjörin á þinginu sem gerði tillögu um Boga sem formann og að Ingi Þorsteinsson, Benedikt Jakobsson, Matthías Matthíasson og Magnús Björnsson yrðu í stjórn. Ingi baðst undan kjöri. Var þá stungið upp á Kristni V. Jóhannssyni í hans stað og voru þeir kjörnir. Uppstillinganefndin var skipuð Inga Gunnarssyni, Birgi Hermannssyni og Þór Hagalín.

Á næsta ári verður KKÍ því 50 ára sem verður án efa viðburðarríkt og mun sérstök afmælisnefnd koma að því að halda upp á afmælið á því ár.

28.01.2010 15:06

Narðvík- Snæfell


Litlu munaði í Njarðvík

Stelpurnar stóðu sig vel í kvöld og léku ágætisvarnarleik gegn heimastúlkum.  

Staðan eftir fyrsta leikhluta 20-19

Staðan eftir annan leikhluta 36-34

Staðan eftir þriðja leikluta 52-46

Lokastaðan 71-64  

 

Smá lýsing á lokakaflanum, Heiða hjá Njarðvík kemur heimastúlkum yfir 61-56 þegar um 2 mín voru eftir.  Gunnhildur smellir þrist og Sherell fær tvö vítaskot og jafnar með því að setja bæði 61-61.  Heiða Valdimarsdóttir setur þá sveittan þrist og staðan 64-61 og um 26 sek eftir.  Sherell setur þrist rúmlega tvo metra fyrir utan og jafnar 64-64, 17 sek eftir.  Boltinn berst til Helgu Jónasardóttir og hún skorar.  Hún klikkar á vítaskotinu og Snæfell bruna upp, Björg Guðrún misnotar sniðskot og Gunnhildur tekur sóknarfrákastið en eftir mikinn barning nær hún ekki að nýta færið. 

 

Sherell rýkur þá á boltann þar sem Helga Jónasar er að taka niður frákastið, klárlega átt að dæma uppkast og 7 sekúndur eftir en dómarar leiksins voru þeir einu í öllum salnum sem sáu villu og skoruðu Njarðvíkingar síðustu fimm stigin á vítalínunni og sigurinn heimastúlkna.  

 

Stigaskor Snæfells:  Sherell Hobbs 33 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Hildur Björg Kjartans, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3 og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1.  

 

Stigaskor Njarðvíkur: Shantrell Moss 32 stig, Heiða Valdimarsdóttir 9, Auður Jónsdóttir 8, Helga Jónsdóttir 7, Ólöf Helga Pálsdóttir, Harpa Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir 5. 

 

-IÞS-

mynd: Þorsteinn Eyþórsson.


28.01.2010 10:56

UMFG æfingaplan

Fastar æfingar

Hinn gríðarfagri þjálfari T-Bone hefur fyrirskipað að negla niður fasta æfingar sem hér segir.

Sunnudagur: Létt skokk og svo bolti í íþróttahúsinu kl 19:30
Mánudagur: Útihlaup og svo bolti á sparkvellinum kl 19:30
Þriðjudagur: Frí
Miðvikudagur: Æfing í íþróttahúsinu kl 20:10
Fimmtudagur: Útihlaup og svo bolti á sparkvelilnum kl 19:30
Föstudagur: Frí
Laugardagur: Frí

Svona er æfingaprógrammið til að byrja með. Líklegt þykir að þjálfi eigi eftir að bæta einhverju við þetta þegar nær dregur vori og við förum að fara alfarið út.

Semsagt skv æfingaplani er útihlaup og bolti á sparkvellinum kl 19:30 í kvöld.

Það er augljóslega stuð að hlaupa.

27.01.2010 16:12

UMFG - HK 5 febrúar


Grundarfjörður - HK-3

Föstudagskvöldið 5 febrúar næstkomandi mun Grundarfjörður undir stjórn T-Bone hins ógurlega etja kappi við HK - 3 í æfingaleik sem fram fer í Akraneshöllinni kl 20:00. Þetta verður fyrsti æfingaleikur Grundarfjarðar sem undirbýr sig að kappi fyrir átökin í sumar. Allir velkomnir enda hefur heyrst að þjálfarinn muni stíga trylltan dans í hálfleik.

Ætli nýji búningur Grundarfjarðar verði einhvernveginn svona???

27.01.2010 15:11

Vetrarstarfið hjá JökliKonur eru kl. 20.45 til 21.45 á mánudögum og
börn frá kl. 17.10 til 18.10 á föstudögum

Frábært framtak hjá Jökli og eru íbúar Snæfellsbæjar
hvattir til að nýta sér þetta og læra skemmtilega íþrótt.

27.01.2010 10:39

Arnar Þór Hafsteins í úrtakshóp U16Arnar Þór Hafsteinsson, Víking Ó hefur verið valinn til að taka
þátt í úrtaksæfingu  vegna U16 ára landsliðinu í knattspyrnu


Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga
um komandi helgi og verður æft tvisvar um helgina, í Egilshöllinni og Kórnum.
HSH óskar Arnari góðs gengis á æfingunni.

26.01.2010 09:18

Fréttir úr Getraunastarfi UMFG

HÓPLEIKUR UMFG

Leikir 23. janúar 2010

ÚRSLIT

1. deild

Lengjan - Sjóarar  8-8                              Sæstjarnan - Hjónin  10-8

Bryggjupollar - Timon og Pumba  9-9     Sverðdís - Guiennes  10-8

Meistararnir - S.G. Hópurinn  10-9         Sæbjúgun - Litla ljónið  10-9

R.B. -  E.D.is  11-6                                  Trukkarnir - Púkarnir  9-11

Tveir bjartsýnir - Frænkan    9-8

2. deild

Up the irons - H.H. Hópurinn  8-10        Tóm steypa -  What ever  9-10

E.N. Hópurinn - Óreyndir   9-8               Pétursson - Grobbelear  10-8

Önundur - N1  8-9                                  Texas bræður - Frændurnir  7-6

H.G. - Huldumenn  11-7                         Máfarnir - Gosar  10-9


1. deild
Leikvika 1 2 3 STAÐAN

Hópur        
1 Púkarnir 3 3 3 9
2 R.B 3 3 3 9
3 Meistararnir 3 1 3 7
4 Sæstjarnan 1 3 3 7
5 Litla ljónið 3 3 0 6
6 Sverðdís 0 3 3 6
7 Bryggjupollar 3 1 1 5
8 Lengjan 1 3 1 5
9 Guiennes 1 3 0 4
10 E.D.is 0 3 0 3
11 Hjónin 3 0 0 3
12 Sæbjúgun 0 0 3 3
13 Trukkarnir 3 0 0 3
14 Tveir bjartsýnir 0 0 3 3
15 S.G. Hópurinn 1 0 0 1
16 Sjóarar 0 0 1 1
17 Timon og Pumba 0 0 1 1
18 Frænkan 0 0 0 0

2. Deild
Leikvika 1 2 3 STAÐAN

Hópur        
1 Máfarnir 3 3 3 9
2 E.N. Hópurinn 3 1 3 7
3 H.H. Hópurinn 3 1 3 7
4 Texas bræður 1 3 3 7
5 N1 3 0 3 6
6 Óreyndir tipparar 3 3 0 6
7 H.G. 1 1 3 5
8 Tóm steypa 3 1 0 4
9 Frændurnir 0 3 0 3
10 Huldumenn 3 0 0 3
11 Pétursson 0 0 3 3
12 Up the irons 0 3 0 3
13 What ever 0 0 3 3
14 Gosar 0 1 0 1
15 Önundur 0 1 0 1
16 Groobelear 0 0 0 0


25.01.2010 19:28

Fréttir úr knattspyrnunni

4.fl ka spilaði í Ólafsvík og enduðu þeir í 2.sæti í riðlunum og komast því í úrslitakeppnina sem áætluð er að verði helgina 6.-7.febrúar. \

2.fl karla spilaði í Seljaskóla og komust þeir í úrslitaleikinn. Þar spiluðu þeir við lið Breiðabliks og töðuðu 2-1 og annað sætið raunin.  Til hamingju með silfrið.

2.fl kvenna spilaði á sunnudaginn einnig í Seljaskóla.  Þær byrjuðu á því að tapa naumlega fyrir Tindastól þegar lið Tindastóls náði að skora þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Þær töpuðu síðan 5-0 fyrir Val og gerðu 0-0 jafntefli við Víking R. Þær urðu því í neðsta sæti í sínum riðli og spiluðu um 7.sætið á mótinu. Þar unnu þær lið Neista frá Hofsósi 2-0 og 7.sæti raunin.

25.01.2010 10:29

Stórmót ÍR

Fjölmörg mótsmet á vel heppnuðu stórmóti ÍR

HSH var með 14 keppendur á mótinu og stóðu þau
sig öll vel.

Aldís Ásgeirsdóttir111997
Ásta Kristný Hjaltalín811999
Camilla Rós Þrastardóttir1391998
Camilla Rós Þrastardóttir6101999
Emil Robert Smith1921997
Eydís Bára Ómarsdóttir2042000
Gréta Sigurðardóttir2341997
Íris Dögg Skarphéðinsdóttir3551997
Jóhanna Kristín Sigurðardóttir3711997
Jón Páll Gunnarsson3841998
Katrín Eva Hafsteinsdóttir4101997
Rebekka Rán Karlsdóttir5391996
Snjólfur Björnsson-3821994
Vaka Þorsteinsdóttir-4372003

Fjölmörg mótsmet á vel heppnuðu stórmóti ÍR

Vel yfir 100 sjálfboðaliðar tóku þátt í framkvæmd stærsta, innanhúss frjálsíþróttamóts, sem haldið hefur verið hér á landi. Mótið var vel heppnað í alla staði og féllu mörg mótsmet um helgina. Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt mótsmet þegar hún sigraði stöllu sína úr Ármanni, Helgu Margréti Þorsteinsdóttir, þegar hún kastaði kúlunni 14,21m. Helga fylgdi fast á eftir með kasti uppá 14,09m. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ gerði sér lítið fyrir og stökk 7,33m í langstökki, sem er lengsta stökk ársins. Jóhanna Ingadóttir úr ÍR var sem fyrr áberandi og sigraði hún í 3 greinum, langstökk 5,61m, þrístökk 12,43m og 60m grindarhlaup 9,00sek. Með ofantöldum árangri setti hún mótsmet í þrístökki og 60m grind.  

 

Helga Þráinsdóttir úr ÍR bætti sinn persónulega árangur, frá því á RIG leikunum, þegar hún stökk 1,68m í hástökki og Hulda Þorsteinsdóttir tók þátt í sinni fyrstu keppni á árinu í stangarstökk, hún bætti einnig sinn persónulega árangur með stökki uppá 3,65m

Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki, sem sigraði svo glæsilega í 400m hlaupinu á RIG leikunum, keppti í 800m á mótinu og setti mótsmet á tímanum 2:19,63min. ÍR stúlkurnar Dóróthea Jóhannesdóttir og Erna Dís Gunnarsdóttir settu einnig mótsmet. Dóróthea hljóp 200m á 25,76sek og Erna hljóp 400m á 60,36sek. Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni sigraði 1500m hlaup á tímanum 4:59,21min sem er nýtt mótsmet.

Arnór Jónsson úr Breiðabliki er í góðu formi þessa dagana, en hann setti mótsmet í bæði 60m og 200m hlaupi. Arnór hljóp 60m á 7,04 og 200m á 22,73sek. Stefán Guðmundsson úr Breiðabliki sigraði í 3000m hlaupi á nýju mótsmeti 8:37,58min og Þorkell Einarsson úr FH sigraði í 400m hlaupi á nýju mótsmeti 50,35 sek. 

Frekari úrslit mótsins má finna í Mótaforriti FRÍ

 

25.01.2010 10:05

Emil góður í Ásgarði

Snæfell lagði Stjörnuna

Emil reið baggamuninn í Ásgarði

Emil reið baggamuninn í Ásgarði

Snæfell komst í kvöld upp í 4. sæti Iceland Express deildarinnar með 87-93 sigri á Stjörnunni í Ásgarði. Liðin eru jöfn að stigum en Stjarnan vann Snæfell með eins stigs mun í Hólminum fyrr á leiktíðinni svo sex stiga sigur Snæfells skilaði þeim innbyrðisviðureigninni. Sean Burton var stigahæstur gestanna með 22 stig en Emil Jóhannsson var maður leiksins með 21 stig og 6 fráköst en hann sýndi stáltaugar á lokasprettinum. Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld með 22 stig.
Heimamenn byrjuðu vel og komust í 7-0 eftir þriggja stiga körfu frá Magnúsi Helgasyni en Hólmarar gerðu ekki sín fyrstu stig fyrr en tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum og þar var Hlynur Bæringsson að verki. Kjartan Atli Kjartansson breytti stöðunni í 15-9 með tveimur þriggja stiga körfum í röð og heimamenn leiddu 23-21 eftir fyrsta leikhluta. Sean Burton virtist ætla að vera með læti fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld en hann setti þrjá þrista í fyrsta leikhluta.
 
Heimamenn voru skrefinu á undan framan af leik en þegar um þrjár og hálf mínúta voru til hálfleiks jafnaði Emil Þór leikinn í 36-36 og gestirnir leiddu svo 43-46 í hálfleik eftir snarpan og skemmtilegan fyrri hálfleik.
 
Liðin skiptust á forystunni í þriðja leikhluta en þegar líða tók á leikhlutann sigu heimamenn fram úr. Stjarnan gerði 10 stig án þess að Snæfell næði að svara. Páll Fannar Helgason rauf svo þögnina með þrist þegar 47 sekúndur voru eftir af leikhlutanum en Kjartan Atli svaraði fyrir heimamenn þegar 4 sekúndur voru eftir og staðan 70-63 fyrir Stjörnuna og lokaspretturinn framundan.
 
Undir lok þriðja leikhluta höfðu Snæfellingar skipt yfir í svæðisvörn, varnarafbrigði sem byssum á borð við Justin, Jovan og Kjartan ætti ekki að leiðast. Svæðisvörn gestanna var enn við lýði í fjórða leikhluta en heimamenn áttu bágt með að leysa hana enda gerðu þeir aðeins 9 stig fyrstu 9 mínútur leikhlutans!
 
Emil Þór jafnaði leikinn fyrir Snæfell í 76-76 af vítalínunni og kom sínum mönnum svo í 79-84 með góðu gegnumbroti. Jovan Zdravevski svaraði með þriggja stiga körfu og staðan 82-84. Strax í næstu sókn valsaði Sigurður Þorvaldsson í gegnum Stjörnuvörnina og jók muninn í fjögur stig og heimamenn auðsjánlega svekktir að hafa sofið þarna á verðinum.
 
Þegar 8 sekúndur voru til leiksloka skoraði Justin Shouse lygilegan þrist og minnkaði muninn í 87-89. Stjörnumenn brutu strax eftir innkast Snæfells en það var þeirra ólán að Sean Burton var með boltann, maðurinn sem á heiðurinn að bestu vítanýtingu deildarinnar. Burton brást ekki bogalistin og jók muninn í 87-91. Lokatölur urðu svo 87-93 eins og fyrr greinir.
 
Emil Þór Jóhannsson fór mikinn í liði Snæfells og Hlynur Bæringsson lét ekki sitt eftir liggja með 19 stig og 13 fráköst. Emil gerði 21 stig í leiknum og tók 6 fráköst en stigahæstur var Sean Burton með 22 stig og 6 stoðsendingar en hann setti niður 4 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum, var fínn í fyrri hálfleik en skotin vildu ekki niður hjá honum í þeim síðari.
 
Justin Shouse hefur oft látið betur að sér kveða en í kvöld en var engu að síður með 22 stig og 10 stoðsendingar. Jovan Zdravevski var nokkuð lengi í gang en lauk leik með 20 stig og 10 fráköst. Stjörnumenn mega þó enn glíma við meiðslavesenið þar sem Birkir Guðlaugsson var fjarri góðu gamni með tognaðan ökkla en Guðjón Hrafn Lárusson lék sinn fyrsta leik í vetur eftir langvarandi meiðsli og kom sterkur inn með 9 stig og 7 fráköst og á vísast eftir að reynast Garðbæingum vel.
 
Dómarar leiksins:
Sigmundur Már Herbertsson og Jón Guðmundsson: Höfðu góð tök á leiknum, vel dæmdur leikur

Ljósmynd/ Emil Þór Jóhannsson, besti maður leiksins, sækir að körfu Stjörnunnar.
Tekið af karfan.is

25.01.2010 10:00

Íþróttir í 100 ár á AkranesiFimm íþróttamenn fengu styrki úr afrekssjóði.
Síðastliðinn laugardag voru rétt 100 ár liðin frá stofnun Ungmennafélags Akraness. Af því tilefni var boðað til samkomu að Stillholti 16-18 í húsnæði því sem Haraldur Sturlaugsson og félagar hafa komið upp glæsilegri sýningu til að minnast þeirra tímamóta að öld er síðan reglubundið íþrótta- og æskulýðsstarfs hófst á Akranesi. Á laugardaginn var farið yfir söguna, íþróttafólki veittar viðurkenningar, íþróttafélög fengu styrki og framgöngumenn voru heiðraðir. Fyrir upphaf dagskrár sló nýstofnuð Rythmasveit Tónlistarskólans á Akranesi tóninn, en sveitin var nýverið stofnuð og mun vafalítið setja mark sitt á ýmsa viðburði í bæjarfélaginu.

Frétt af Skessuhorni

25.01.2010 09:58

Fréttir úr Knattspynunni

Náðu 2 sæti í futsal.

24. janúar 2010 klukkan 22:36
2.flokkur karla Snæfellsnes spilaði um helgina á íslandsmóti í futsal, leikið var í Seljaskóla. Leikið var í tveimur riðlum og vorum við í riðli með Fram og Breiðablik. Leikurinn við Fram lauk með sigri okkar manna 3-2 og síðan lentum við í hörku leik á móti Breiðablik sem endaði 3-2 fyrir blikamönnum. Í undanúrslitum lékum við á móti Tindastól og var það hörkuleikur sem endaði 2-2 og þannig var staðan einnig eftir framlengingu, þurfti þá að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu við betur. Í úrslitum lentum við á móti Breiðablik aftur og leikurinn endaði með sigri blika 2-1. Þannig að strákarnir okkar lentu í öðru sæti af 6 liðum sem mættu til keppni.

Gott silfur gulli betra!

F.v. Brynjar Gauti, Jón Haukur, Andri Freyr, Alfreð Már, Sindri Hrafn, Brynjar Kristmunds, Dominik Bajda, Ólafur Hlynur og Suad Begic Þjálfari
Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31