Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 09:04

Leikur á sunnudaginn hjá UMFG

Leikur á sunnudag

Sunnudaginn 2 maí fer fram leikur Grundarfjarðar og Vals/Fame að Hlíðarenda. Leikurinn hefst kl 17:00 að staðartíma. Þetta er í annað skiptið sem þessi lið mætast. Síðast fór Grundarfjörður með 5-0 sigur. Hvað gerist á sunnudaginn???

Þetta verður væntanlega síðasti æfingaleikur fyrir Visabikarinn sem verður 8 maí. Nú þarf Tryggvi að fínstilla blöðruskotin sín. Þar sem að það er búið að setja hann af sem þjálfara þá færist sú ábyrgð að koma Tryggva í leikhæft ástand á eftirmenn hans.
.
Það er búið að vera brjálað að gera hjá T-Bone


30.04.2010 07:42

Hlynur svífur

Sigurvíma hjá Snæfellingum

Keflavík 69-105 Snæfell - Snæfell Íslandsmeistari 2010 |
Hlynur: Þetta er víma, ég svíf!

29 04 2010 | 22:28

Hlynur: Þetta er víma, ég svíf!

 
,,Var það ekki Isiah Thomas sem sagði að ef það er til himnaríki þá er það einhvern veginn svona, heaven must be like this," sagði Hlynur Elías Bæringsson Íslandsmeistari og miðherji Snæfells í samtali við Karfan.is eftir sigurleik Hólmara í Keflavík. Lokatölur í Toyota-höllinni voru 69-105 Snæfell í vil í leik sem aldrei var spennandi. Hlynur var stigahæstur í liði Hólmara með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar.
,,Þetta er bara víma, ég svíf bara. Þetta var alveg ótrúlegt, það fór allt ofan í og við vorum svo ,,loose" á því eftir þessa góðu byrjun. Við byrjuðum svo vel og þá losnaði um eitthvað af pressunni á mönnum og vorum bara algerlega pressulausir. Við hittum svakalega vel og vorum bara svakalega góðir, við erum besta skotlið landsins og sýndum það bara í dag," sagði Hlynur en eru þeir búnir að koma af stað gullæði í Hólminum?
 
,,Ég veit það ekki, en ég skal segja þér sérstaklega af hverju við þurftum að vinna þennan leik, ástæðan er sú að ég er nýbúinn að kaupa mér hús á Silfurgötu! Það gat ekki gerst að ég myndi tapa í fjórða skipti í úrslitum og eiga svo heima á Silfurgötu. Ég hefði þurft að selja húsið strax ef við hefðum tapað en ég fattaði þetta ekki fyrr en við vorum bara á leiðinni hingað til Keflavíkur í dag. Ég hefði örugglega bara verið kallaður silfurstrákurinn eða eitthvað í þeim dúr ef við hefðum ekki unnið," sagði Hlynur en hvað gerðist hérna í upphafi leiks, sjö fyrstu þristarnir detta, menn setja ekki svona hittni inn í leikskipulag dagsins, er það?
 
,,Það er erfitt að útskýra svona, við áttum líka erfið skot sem duttu niður og það var bara allt með okkur í þessum leik og þetta var bara yndislegt."
 
Þið réðuðu Inga Þór til ykkar fyrir þetta tímabil og það virðist allt verða að gulli í höndunum á honum.
 
,,Já já, strákur eins og Emil fer úr því að vera varamaður hjá Breiðablik í því að vera byrjunarliðsmaður í besta liðið landsins. Ingi hlýtur að vera að gera eitthvað rétt og við erum líka með mjög sterka breidd, sterkan æfingahóp í strákum sem allir geta spilað körfubolta," sagði Hlynur en þá barst talið að framtíðinni, er hann farinn að hugsa út fyrir landsteinanna?
 
,,Það er best að vera hreinskilinn með þessi mál, ég er alveg með augun við atvinnumennskuna og til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ekkert í hendi en að sjálfsögðu mun ég skoða gott tilboð ef það berst. Ef ég get leikið körfubolta erlendis til að sjá fyrir fjölskyldu minni og sjá heiminn um leið þá verð ég auðvitað að hugsa um það, annað væri bara heimska. Ég þarf að sjá fyrir þremur börnum og konu og er ekki að fara að gera svimandi háar launakröfur, ef ég á ofan í mig og fjölskyldu mína að borða er ég sáttur."
 
Keflavík 69-105 Snæfell - Snæfell Íslandsmeistari 2010 |

30.04.2010 07:37

Snæfell til hamingju

Snæfell Íslandsmeistari 2010!
karfan.is

Snæfell Íslandsmeistari 2010!

 
Snæfell er Íslandsmeistari eftir yfirburðasigur á Keflavík 69-105 í oddaviðureign liðanna í Toyotahöllinni. Snæfell leiddi frá upphafi til enda og höfðu algera yfirburði í leiknum. Hlynur Bæringsson gerði 21 stig og tók 15 fráköst í liði Hólmara en hjá Keflavík var Urule Igbavboa með 23 stig og 6 fráköst.
Til hamingju Hólmarar - nánar verður svo greint frá leiknum síðar....
-Staðan er 64-98 þegar 3 mínútur eru til leiksloka og það er ljóst að Snæfell verður Íslandsmeistari leiktíðina 2009-2010. Fullt hús hjá Hólmurum þessa leiktíðina sem einnig eru ríkjandi Subwaybikarmeistarar.
 
-Snæfell leiðir 58-84 þegar 7 mínútur eru eftir af fjórða leikhluta. Fátt annað en kraftaverk dugir fyrir Keflvíkinga í augnablikinu.
 
-Staðan er 54-77 að loknum þriðja leikhluta og nú eru Hólmarar með pálmann í höndunum. Fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins er innan seilingar og síðasti séns fyrir Keflavík að gera atlögu að forystu gestanna.
 
-Staðan er 49-68 og 3 mínútur eftir af þriðja leikhluta. Keflvíkingar hafa verið sterkari en eru ekki komnir nægilega nálægt, Hólmarar sitja enn við kjötkatlana og leika af festu. Það vantar framlag frá lykilmönnum Keflavíkur og sem dæmi er Nick Bradford bara kominn með 2 stig í leiknum!
 
-Skotnýting liðanna í hálfleik:
Keflavík: 2ja stiga-50%, 3ja stiga-0%, vítaskot 44,4%
Snæfell: 2ja stiga-62,5%, 3ja stiga-52,9%, vítaskot 100%
 
-Staðan í hálfleik er 30-56 Snæfell í vil! Hólmarar hafa verið sjóðheitir í fyrri hálfleik á meðan heimamenn í Keflavík hafa ekki séð til sólar. Hólmarar hafa sett niður 9 af 17 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar hafa enn ekki skorað þrist í leiknum. Snæfellingar hafa einnig betur í frákastabaráttunni og eru einfaldlega sterkari á öllum sviðum. Emil Þór Jóhannsson er kominn með 14 stig í liði Snæfells í hálfleik en hjá Keflavík er Urule Igbavboa kominn með 8 stig og Sverrir Þór Sverrisson er með 7 og virðist vera eini Keflvíkingurinn með lífsmarki.
 
-Rétt rúm mínúta er til hálfleiks og Hólmarar leiða 30-51 og eftir tæplega 19 mínútna leik hafa heimamenn í Keflavík enn ekki skorað þriggja stiga körfu í leiknum. Flestar aðgerðir Keflvíkingar eru máttlitlar gegn einbeittum Snæfellingum. Sjáum hvað lokamínúta fyrri hálfleiks hefur upp á að bjóða...
 
-Hólmarar hafa enn þægilega forystu, 28-46 nú þegar 4.30 mín. eru til hálfleiks. Keflvíkingar hafa ekki verið nægilega grimmir í því að reyna að saxa niður forskotið þó vissulega sé annar bragur á þeim í öðrum leikhluta samanborið við deyfðina hjá heimamönnum í þeim fyrsta.
 
- Keflvíkingar byrjar 2. leikhluta 5-3 og staðan er því 24-40 þegar mínúta er liðin af öðrum leikhluta en það virðist vera að aðeins Sverrir Þór sé mættur til leiks í liði heimamanna á meðan Hólmarar eru allir sem einn funheitir.
 
- Lygilegum upphafsleikhluta var að ljúka og staðan 19-37 fyrir Snæfell sem settu niður 7 af fyrstu þristunum sínum í leiknum gegn hriplekri vörn Keflavíkur. Heimamenn náðu ekki áttum fyrr en baráttujaxlinn Sverrir Þór Sverrisson kom inn í liði heimamanna.
 
-Snæfell byrjar leikinn 2-12 og Keflvíkingar taka leikhlé þegar rétt rúmar 2 mínútur eru liðnar af leiknum.
 
Byrjunarliðin:
 
Keflavík:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Gunnar Einarsson, Nick Bradford, Urule Igbavboa, Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Snæfell:
Jeb Ivey, Emil Þór Jóhannsson, Martins Berkis, Sigurður Á. Þorvaldsson, Hlynur Bæringsson.
 
Dómarar leiksins:
Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson

29.04.2010 20:08

Snæfell yfir í hálfleik

Keflavík-Snæfell: Staðan er 30-56

 
Oddaviðureign Keflavíkur og Snæfells. Staðan í einvíginu er 2-2 og það lið sem fer með sigur af hólmi í leiknum í kvöld mun hampa Íslandsmeistaratitlinum. Karfan.is mun greina reglulega frá gangi mála í leiknum.
-Staðan í hálfleik er 30-56 Snæfell í vil! Hólmarar hafa verið sjóðheitir í fyrri hálfleik á meðan heimamenn í Keflavík hafa ekki séð til sólar. Hólmarar hafa sett niður 9 af 17 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar hafa enn ekki skorað þrist í leiknum. Snæfellingar hafa einnig betur í frákastabaráttunni og eru einfaldlega sterkari á öllum sviðum. Emil Þór Jóhannsson er kominn með 14 stig í liði Snæfells í hálfleik en hjá Keflavík er Urule Igbavboa kominn með 8 stig og Sverrir Þór Sverrisson er með 7 og virðist vera eini Keflvíkingurinn með lífsmarki.
 
-Rétt rúm mínúta er til hálfleiks og Hólmarar leiða 30-51 og eftir tæplega 19 mínútna leik hafa heimamenn í Keflavík enn ekki skorað þriggja stiga körfu í leiknum. Flestar aðgerðir Keflvíkingar eru máttlitlar gegn einbeittum Snæfellingum. Sjáum hvað lokamínúta fyrri hálfleiks hefur upp á að bjóða...
 
-Hólmarar hafa enn þægilega forystu, 28-46 nú þegar 4.30 mín. eru til hálfleiks. Keflvíkingar hafa ekki verið nægilega grimmir í því að reyna að saxa niður forskotið þó vissulega sé annar bragur á þeim í öðrum leikhluta samanborið við deyfðina hjá heimamönnum í þeim fyrsta.
 
- Keflvíkingar byrjar 2. leikhluta 5-3 og staðan er því 24-40 þegar mínúta er liðin af öðrum leikhluta en það virðist vera að aðeins Sverrir Þór sé mættur til leiks í liði heimamanna á meðan Hólmarar eru allir sem einn funheitir.
 
- Lygilegum upphafsleikhluta var að ljúka og staðan 19-37 fyrir Snæfell sem settu niður 7 af fyrstu þristunum sínum í leiknum gegn hriplekri vörn Keflavíkur. Heimamenn náðu ekki áttum fyrr en baráttujaxlinn Sverrir Þór Sverrisson kom inn í liði heimamanna.
 
-Snæfell byrjar leikinn 2-12 og Keflvíkingar taka leikhlé þegar rétt rúmar 2 mínútur eru liðnar af leiknum.
 
Byrjunarliðin:
 
Keflavík:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Gunnar Einarsson, Nick Bradford, Urule Igbavboa, Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Snæfell:
Jeb Ivey, Emil Þór Jóhannsson, Martins Berkis, Sigurður Á. Þorvaldsson, Hlynur Bæringsson.
 
Dómarar leiksins:
Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson

29.04.2010 16:27

Breytingar hjá UMFG

Tilkynning

***BREAKING NEWS***

Tilkynning frá meistaraflokki Grundarfjarðar

Tryggvi Hafsteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokksins. Þetta er gert í fullri sátt við stjórn og leikmenn. Tryggvi mun halda áfram að sinna skyldum sínum sem leikmaður liðsins og leggja sig allan fram fyrir liðið.

Ástæða afsagnar Tryggva er vegna mikils annríkis sem hefur verið hjá honum undanfarið. Tryggvi er metnaðarfullur maður og ef hann nær ekki að sinna þjálfarastarfi sínu 100% þá vill hann frekar að einhver annar taki við.

Tómas Freyr Kristjánsson formaður meistaraflokksins og Jón Frímann Eiríksson aðstoðarþjálfari munu taka við stjórninni af Tryggva.


Það er búið að vera brjálað að gera hjá T-Bone

29.04.2010 14:44

Snæfellsstrákarni koma vel út hjá Eurobasket


Hér eru skemmtlegar fréttir frá Eurobasket.com. Hérna sýna þeir sterkustu pósta deildarinnar tímabilið 2009-2010. Hlynur Bæringsson er besti leikmaðurinn, miðherjinn og varnarmaðurinn ásamt því að skila mestu framlagi í hús. Hlynur er einnig í liði 1 en í liði 2 höfum við Sean Burton og Sigurð Þorvalds. Ingi þór Steinþórsson er svo þjálfari ársins.

Kikið á Eurobasket.com með því að smella hérna.

-sbh-

29.04.2010 10:59

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur á átta stöðum í sumar

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður í sumar starfræktur í samvinnu við Frjálsíþróttasambands Íslands og héraðssamböndin innan UMFÍ.  Þetta verður í þriðja sinn sem skólinn er starfræktur en aðsóknin að honum hefur vaxið jafnt og þétt.

Frjálsar íþróttir er frábær félagsskapur, hreyfing, skemmtun og útivera. Starfræktir verða frjálsíþróttaskólar víðsvegar um landið í sumar fyrir ungmenni 11-18 ára.

Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum.  Áhugasamir velja þann stað sem hentar hverjum og einum og taka um leið þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða líflegar kvöldvökur,  gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur.

Frjálsíþróttaskólinn í sumar verður starfræktur á átta stöðum vítt og breitt um landið, Borgarnesi, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Akureyri, Mosfellsbæ, Laugarvatni og Höfn í Hornafirði. Þátttakendur dvelja í íþróttabúðum á viðkomandi stað frá mánudegi til föstudags.


Allar nánari upplýsingar um skólann er gefnar í síma 540-2900 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir og sækja um skólavist á netfanginu sigurdur@umfi.is

Dagsetningar fyrri frjálsíþróttaskóla 2010

 

Borganes                                      21.06. - 25.06.  

Laugar í Reykjadal                      21.06. - 25.06.

Egilsstaðir                                     21.06. - 25.06.    

Akureyri                                       12.07. - 16.07

Laugarvatn                                 19.07. - 26.07.   

Sauðárkrókur                              19.07. - 23.07.

Mosfellsbær                                 19.07. - 23.07.     

Höfn í Hornafirði                         19.0.7. -23.07.

 

29.04.2010 08:57

Víkingur mætir Létti í Vísabikarnum

Víkingar mæta Létti í fyrstu umferð Visa-Bikarins

28. apríl 2010 klukkan 15:33

Víkingar drógust á móti Létti í Visa-Bikar karla nú á dögunum. Leikurinn fer fram á ÍR-vellinum í Breiðholtinu. Leikurinn er settur þann 8. maí og því ljóst að ef liðið kemst í úrslit í Lengjubikarinum mun liðið leika þann 6. og 8. maí.

Íslandsmótið hefst síðan þann 15. maí og því ljóst að það mun mikið mæða á liðinu í upphafi móts. Fyrsti leikurinn er fer fram á Ólafsvíkurvelli og eru andstæðingarnir KV. Vikingurol.tk verður að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og kemur með fréttir um leið og þær berast.

28.04.2010 16:26

Íslensk Getspá

Aðalfundur Íslenskrar getspár

Aðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn í Reykjavík. Í ársskýrslunni fyrir 2009 kemur glögglega í ljós hversu fjölbreyttur og viðamikill reksturinn var á árinu. Í ávarpi Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, stjórnarformanns sagðist hún vilja þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og starfsfólki öllu fyrir vel unninn störf og ánægjuleg samskipti og samvinnu.

 

Í máli Helgu Guðrúnar kom fram að stjórn og framkvæmdastjóri settu öryggisþætti fyrirtækisins í öndvegi á liðnu ári. Fyrirtækið hefði staðist öryggisúttekt World  Lotteries Association og einnig ISO 270001 staðalinn. Úttektaraðilinn var norska vottunarfyrirtækið Det Norske Veritas.

 

Íslensk getspá er fyrsta happdrættisfyrirtækið á Íslandi sem stenst þessa úttekt. Í máli stjórnarformannsins kom einnig fram að áfram yrði haldið á þessari braut og nú unnið að því að fá vottun European Lotteries varðandi ábyrga spilun og samfélagslegar skyldur fyrirtækja á happdrættismarkaði.

 

Í stjórn Íslenskrar getspár sitja Helga Guðrún Guðjónsdóttir, stjórnarformaður frá Ungmennafélagi Íslands, Vífill Oddsson, varaformaður frá Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Bragason, fjármálastjóri frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Þóra Þórarinsdóttir, ritarði frá Öryrkjabandalagi Íslands, og Lárus Blöndal, meðstjórnandi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár er Stefán Konráðsson.

 

Mynd: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskrar getspár, flytur ávarp á aðalfundi fyrirtækisins í dag

28.04.2010 09:00

Lokahóf KKÍ 1 Maí á Broadway

Verðlaunaafhending
Lokahóf Körfuknattleikssamband Íslands
verður á Broadway 1. maí 2010
Bestu leikmenn Iceland Express deildanna og
1. deildar karla og kvenna verða verðlaunaðir.

28.04.2010 08:49

Síðasti blaktíminn hjá krökkunum

Síðasti blaktíminn
Þriðjudagur, 27 Apríl 2010 11:24

Síðasti tími í blaki hjá krökkunum er fimmtudaginn 29 apríl.  En viljum við minna þá krakka sem fóru á blakmótið um daginn að skila búningum ef þau eru ekki búin að því.  Sjáumst svo hress í blaki eftir sumarfrí.

Kveðja

Stjórn UMFG

28.04.2010 08:48

Íslandsmót í krakkablaki

Íslandsmót í krakkablaki
Sunnudagur, 25 Apríl 2010 10:41

Helgina 17- 18 apríl  var farið á seinni hluta Íslandsmóts í krakkablaki sem fram fór í Digranesi í Kópavogi. Það voru 16 vaskir krakkar sem mættu til leiks.  Þar sem UMFG sendi ekkert lið á fyrra mótið sem haldið var í október og nóvember 2009 sem haldið var á Neskaupstað höfðum við ekki möguleika á Íslandsmeistaratitli í ár.  En nú fóru 3 lið frá UMFG og stóðu þau sig öll með sóma.  Þetta voru 7 krakkar sem spiluðu í 5 fl. mix og unnu sína leiki, 4 fl. stúlkur og lentu þær í 3 sæti í sínum flokk á þessu móti og svo 4 fl. drengja.  Viljum við óska þeim til hamingju því þessir krakkar voru prúð og stillt og  öll til fyrirmyndar.  Og viljum við þakka Aðalsteini þjálfara fyrir veturinn.

Kveðja

Blakráð UMFG

img_6200 as smart object-1

27.04.2010 14:32

Víkingur í úrslitakeppni lengjubikarsins

Víkingar mæta Hvöt í fjögurra liða úrslitum Lengjubikarsins.

27. apríl 2010 klukkan 13:23
Víkingar munu mæta Hvöt frá Blönduósi í fjögurra liða úrslitum Lengjubikarsins þann 1. maí næstkomandi. Leikurinn mun vera háður á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 14:30 en sama dag mætast Völsungur og lærisveinar Alfreðs Elíasar ("Alla píp") í BÍ/Bolungarvík. Það er því ljóst að um hörkuleik verður að ræða þar sem liðin eru í sömu deild og ekkert verður gefið eftir.

Nánar um leikinn síðar í vikuni.

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31