Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Maí

30.05.2010 14:51

Víkingur vann Aftureldingu 5 - 0

Víkingar í efsta sæti deildarinnar eftir 5-0 sigur á Aftureldingu.

29. maí 2010

Víkingar sigruðu Aftureldingu í dag með 5 mörkum gegn einu í 3. umferð 2. deildar í knattspyrnu. Mörk leiksins komu öll í fyrri hálfleik en Víkingar höfðu skorað tvisvar á fyrstu fjórum mínútunum. Fyrsta markið skoraði Edin eftir að hafa fylgt eftir skoti Brynjars Gauta og staðan 1-0. Á fjórðu mínútu bætti Heiðar Atli Emilsson við marki eftir glæsilegann undirbúning Þorsteins Más sem kom boltanum af harðfylgi og eftirleikurinn hjá Atla auðveldur.

Á 37. mínútu skoraði Edin sitt annað mark eftir að Eldar hafði skallað knöttinn inn fyrir vörn gestanna og Edin þrumaði boltanum í hornið fjær. 4 mínútum síðar bætti Þorsteinn fjórða markinu við. Helgi Óttarr átti þá skot að marki sem úr varð hin ágætasta sending. Þorsteinn tók boltann niður og setti hann snyrtilega í hornið fram hjá Skarphéðni í marki Aftureldingar.

Víkingar höfðu ekki sagt sitt síðasta í fyrri hálfleik því Heiðar Atli Emilsson bætti við fimmta markinu áður en Valgeir flautaði til hálfleiks. Eldar Masic tók þá hornspyrnu sem Tomasz Luba lagði út í teiginn og Heiðar nelgdi knettinum í netið alveg út við stöng.

Seinni hálfleikur var rólegur og Afturelding kom sterkari til leiks. Hvortugt lið skapaði sér þó hættulegt færi. Afturelding komst þó næst því að skora þegar Arnór Þrastarson vippaði boltanum í slánna á marki Víkings. Þar við sat og Víkingar hirtu stigin þrjú sem í boði voru.

28.05.2010 08:56

Vestarr með samstarf við Setbergsklúbbinn

Samstarf við Setbergið

Við erum búin að semja við Setbergsklúbbinn um að við getum spilað hjá þeim fyrir aðeins 500.- kr. og þeir fyrir sömu upphæð hjá okkur. Völlurinn er í Hafnarfirði og er 9 holur, þó eru mismunandi teigar á fyrri og seinni hring. Þetta er skemmtulegur völlur, var einu sinni heimavöllurinn minn. Þeir sem vilja spila þar verða að láta vita af sér og greiða í skálanum hjá þeim.
Ef það eru margir á vellinum eru þeir með boltarennu sem ræður hver fer út fyrstur á teig, þannig að það getur borgað sig að skoða hvernig staðan er um leið og fólk mætir á völlinn, annars segi ég bara góða skemmtun!!

26.05.2010 16:12

Úrslit úr Bónusmóti Mostra

Bónusmót Mostra - úrslit
Bónusmótið var haldið á Víkurvelli 2. í hvítasunnu. Eftir breytingar á vellinum er stuðst við bráðabirgðavallarmat og því ekki hægt að spila til forgjafar. Nýtt vallarmat er væntanlegt í byrjun júní.Því er ekki hægt að skrá úrslit mótisins á golf.is.

Úrslit:
Höggleikur:
1. Magnús Jónsson GBB 81 högg
2. Björgvin Ragnarsson GMS 88 högg
3-4 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 89 högg
3-4 Rúnar Gíslason GMS 89 högg

Höggleikur með forgjöf:
1. Egill Egilsson (Yngri) GMS 76 högg
2. Birgir Pétursson GMS 77 högg
3. Hjalti Sigurðsson GMS 78 högg

Næstur holu á 6.braut : Högni Högnason GMS 1,11 m
Næstur holu á 9.braut : Margeir Ingi Rúnarsson GMS 3,74 m

26.05.2010 15:48

Fjölskyldan á Fjallið

Gengið á  Eyrarfjall
Dagsetning:
30. maí 2010
Tími:
16:00 - 18:00
Staður:
Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð. Mæting á Þórdísarstöðum

Fjallganga á Eyrarfjall og hlaupið niður Strákaskarð. Ganga upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyldum og börnum allt niður til 4-5 ára aldurs.
 

26.05.2010 15:46

Strandblaksþjálfun

Landsliðsþjálfari Danmerkur með námskeið

Peter Lyø 
landliðsþjálfari dana
Peter Lyø landliðsþjálfari dana
Dagana 4. - 6. júní verður landsliðsþjálfari Danmerkur í strandblaki með námskeið fyrir íslenska strandblakara

Námskeiðið verður haldið í Fagralundi í Kópavogi og eru takmörkuð sæti á námskeiðið.

Skráning og nánari upplýsingar á www.strandblak.is


26.05.2010 14:53

35 öldungamót í blaki

35. öldungamót í blaki Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Miðvikudagur, 26 Maí 2010 08:47

Helgina 13 - 16 maí  fóru 3 lið frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar á öldungamót í blaki  sem haldið var í Mosfellsbæ í ár. Voru þetta 2 kvennalið og 1 karlalið.  Er alltaf mikill spenningur fyrir þessum mótum og var eins í ár.  Konunar fjárfestu sér í nýjum peysum og nýjum keppnistreyjum og voru þær  voða flottar og var það Guðmundur Runólfsson hf. sem styrkir kvennaliðin í ár eins og undafarin ár og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þeirra stuðning.  Karlaliðið spilaði í 3. Deild og höfnuðu í 5 sæti og þar með halda þeir sér í deildinni sem er bara flottur árangur hjá þeim.  Annað kvennaliðið spilaði í 4 deild þar sem þær féllu úr deild í fyrra og markmiðið var að halda sér í deild og það tókst hjá þeim en það var hitt kvennaliðið sem vann sína deild sem var 10 deild með glæsibrag og töpuðu einungis 1 hrinu og fara því upp um deild á næsta ári en verður það haldið í Vetmannaeyjum. Skoða má myndir og úrslit  á http://mosold.is/ . Viljum við óska öllum til hamingju með þennan flotta árangur.  Viljum við þakka Aðalsteini fyrir veturinn þar sem hann verður ekki með okkur á næsta vetur og óskum honum velfarnaðar á nýjum slóðum.

B lið UMFG með verðlaun fyrir sigur í 10 deild

ma 2010 039

26.05.2010 10:53

GMS mótaröðinn hefst í dag

GMS -mótaröðin hjá Mostra byrjar miðvikud 26.maí
GMS - mótin vinsælu hjá Mostra byrja miðvikudaginn 26.maí - Mótið er punktakeppni þar sem samanlagður árangur úr 4 bestu mótum sumarsins telja hjá þátttakendum.
Um að gera er að vera með strax frá upphafi. Allir keppendur eru ræstir út á sama tíma í 3ja manna hollum. Mæting á morgun miðvikudag kl 17:30 - ræst út kl 18:00 - Mótið er opið fyrir alla - gestir frá öðrum klúbbum eru boðnir velkomnir.
Þátttökugjald kr. 500,- í hvert mót

Vinsamlegast skráið ykkur í mótin á netinu - það auðveldar allan undirbúning.


Mótanefnd

26.05.2010 10:32

Landsbankamótaröð Vestarr

Á mánudaginn 2 í hvítasunnu var spilað 1 mót í Landsbankamótaröðinni

Frábær þátttaka var og mættu 37 kylfingar til leiks.
Sigurvegari mótsins var svo Baldur Þór Sigurðsson með 42 punkta
og Guðlaugur Harðarson með besta skor 81 högg.

Hér Jón Björgvin úr mótanefnd að veita Baldri verðlaun


Gott verður var eins og sjá má á myndunum sem voru teknar á með mótið var.
hæglætis vindur og sól.26.05.2010 09:28

3fl kvenna leikjaplan

Sumarið 2010

Leikjaplan 3 fl kvenna í sumar
Leikir sumarsins á Íslandsmótinu. ATH að niðurröðun getur breyst!

3.jún 18:00 3.fl kv Víðir Snæ/Skall Garðsvöllur Rúta
10.jún 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Álftanes Skallagrímsvöllur
24.jún 18:00 3.fl kv Keflavík Snæ/Skall Keflavíkurvöllur
25.jún 18:00 3.fl kv Bik Snæ/Skall Fylkir Ólafsvíkurvöllur
1.júl 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Þróttur V Stykkishólmsvöllur
8.júl 18:00 3.fl kv Haukar Snæ/Skall Ásvellir Rúta
22.júl 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Valur Skallagrímsvöllur
27.júl 18:00 3.fl kv Grótta Snæ/Skall Gróttuvöllur Rúta
6.ágú 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Sindri Skallagrímsvöllur
13.ágú 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Njaðrvík Ólafsvíkurvöllur

25.05.2010 15:15

Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe

Móttaka til heiðurs Ólafi Rafnssyni
  Fimmtudaginn 20 mai var  móttaka sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands boðuðu til heiðurs forseta ÍSÍ Ólafi Rafnssyni, nýkjörnum forseta FIBA Europe.

Meðal þeirra sem mættu voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og íþróttamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ásamt mörgum formönnum sérsambanda, körfuknattleiksdeilda, íþróttabandalaga og Héraðssambanda. Fulltrúi HSH á móttökunni var Garðar Svansson formaður.


F.v.: Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe, Katrín Jakobsdóttir íþróttamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Gerður Guðjónsdóttir eiginkona Ólafs.

25.05.2010 11:00

Frí frá æfingum hjá UMFG

Frí frá æfingum
Þriðjudagur, 25 Maí 2010 08:25
Það verður frí frá æfingum á vegum UMFG í þessari viku nema að þjálfarar gefi annað upp. Æfingar á vegum UMFG hefjast aftur 1 júní.
 

25.05.2010 10:31

Stórt tap hjá UMFG

6-0 tap

Þá erum við búnir að spila fyrsta leikinn í 3 deildinni og ætli máltækið "fall er fararheill" eigi ekki bara ágætlega við núna. Við vorum gjörsamlega á hælunum allan leikinn fyrir utan c.a. 30 mín í fyrri hálfleik þar sem við náðum að spila ágætlega. Annars var þetta bara lélegt. Reyndar var sigur Stólanna full stór þó að hann hafi verið verðskuldaður. Amk þrjú mörk sem voru eftir algjöran klaufaskap hjá okkur. Nú er bara að girða sig í brók og taka á því í næsta leik sem verður 5. júní næstkomandi.
Myndir fengnar að láni af www.tindastoll.is

Byrjunarliðið:
Viktor í marki
Ingi B í hægri bak
Haddi í vinstri bak
Tryggvi sweeper
Aron og Ragnar miðverðir
Jón Steinar hægri kantur
Axel vinstri kantur
Hrannar og Heimir á miðju
Arnar Dóri frammi

Bekkur:
Tommi
Gulli
Árni Þór
Runni
Hinni K

23.05.2010 16:35

Golf annan í Hvítasunnu

Á morgun 2 í Hvítasunnu er 2 golfmót.

Mostri heldur Bónusmótið á Víkurvelli og er þar keppt í höggleik með og án forgjafar.

Á Bárarvelli er Vestarr með 1 mótið í Landsbankamótaröðinni en þar er keppt í 6 mótum í sumar
og 3 bestu telja til stiga.

Nánar á Golf.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31