Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 07:24

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga

Ljósmyndasýning Páls Stefánssonar í KSÍ

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Sýningin var áður í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og hafði Áhugamannafélagið Afríka 20:20 frumkvæði að samstarfi á milli KSÍ, Páls og bókaútgáfunnar Crymogea um uppsetningu sýningarinnar í húsnæði KSÍ. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók.

Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 - 16. Líkt og með bók Páls er markmið sýningarinnar að veita innsýn í mikinn áhuga á fótbolta í löndum Afríku og að lífið þar snýst líka um leik og skemmtun. Myndir Páls sýna greinilega hversu ríkur þáttur knattspyrnan er í lífi Afríkumanna og á mörgum myndanna má finna allra hreinasta form grasrótarknattspyrnu.

Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að koma í heimsókn til KSÍ og skoða sýninguna.  Slík heimsókn gæti hentað vel fyrir hópa iðkenda, t.d. úr yngri flokkum eða knattspyrnuskólum félaganna.  Ef um hópferð er að ræða mun Afríka 20:20 jafnframt bjóða upp á sérstaka kynningu á Afríku, og verður þá fjallað um sögu álfunnar, menningu og samfélag.  Nokkurra daga fyrirvara þarf þó á slíkri heimsókn með kynningu og er aðildarfélögum bent á að hafa samband við Ómar Smárason hjá KSÍ (omar@ksi.is).

30.06.2010 07:22

Goggi Galvaski

Mikið fjör á Gogga Galvaska

Mikið fjör á Gogga Galvaska
Um nýafstaðna helgi var rosalega skemmtilegt að vera á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Þá var haldið Frjálsíþróttamótið Goggi galvaski fyrir 14 ára og yngri, 228 keppendur voru mættir til leiks og þreyttu þrautir í þrjá daga

Sjö Goggamet voru slegin og eitt Íslandsmet var sett í kringlukasti stelpna.Á laugardag og sunnudag vakti athygli prufu keyrsla á nýlegu keppnisformi fyrir 8 ára og yngri svonefndar "Krakka frjálsar" eða Kids Athletics.
Skipuleggjanda þótti þetta verkefni ekki síður spennandi þar sem hugmyndin gengur út á að fá forráðamenn þeira litlu til að vera hluti af keppninni með þeim. Vill mótsstjóri taka fram að þetta form gat ekki komið betur út og vill hann þakka innilega fyrir þá aðstoð sem þau veittu.
Erfitt er að skýra út í stuttu máli aðferð þessa, en það er bara hægt að segja, sjón er sögu ríkari.

30.06.2010 07:19

Létt hjá Víking á Grýluvelli


Helgi Óttarr skoraði síðara mark Víkings.
Mynd: Þórir Þórisson
Sindri Már Sigurþórsson (til vinstri) fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
- Ívar Örn Guðjónson skrifar frá Grýluvelli
Hamar 0-2 Víkingur Ólafsvík:
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson
0-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson
Rautt spjald: Sindri Már Sigurþórsson ('34)

Hamarsmenn tóku á móti toppliði Víkings Ólafsvíkur á Grýluvelli í kvöld. Margir voru mættir á völlinn og þar á meðal Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunar.

Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast með sterkri pressu Víkinga. Fyrstu 10 mínúturnar voru Víkingar bunir að eiga glás af hálffærum og þar á meðal sláarskot. Hægt væri að gera heila blaðsíðu af öllum færunum en það verður að bíða betri tíma.

Það var svo á 11.mín sem fyrsta dauðafærið kom þegar Aleksandrs Cekulajev fékk sendingu fyrir af kantinum og ákvað að skjóta í stað þess að senda boltan lengra og endaði skotið hræðilega framhjá.

Leikurinn hægðist þó svo Víkingar hafi ráðið ríkjum áfram. Eftir 28.mín fékk þó Aleks fínt færi, en sem fyrr brást honum bogalistinn.

Það var síðan Sindri Sigurþórsson í liði Víkings sem fékk rautt spjald eftir 34.mín eða tvö sanngjörn gul spjöld.

En þetta spjald virtist brjóta ísinn fyrir Víkinga því þeir skoruðu einungis 3 mínútum síðar og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson sem fékk sendingu frá Edin Beslija, en þó verður að segjast að hann var langt fyrir innan, eða svipað mikið og Tevez gegn Mexico.
Fleira er svo ekki frásögu færandi úr fyrri hálfleikinum.

Seinni hálfleikur gekk út á að Hamarsmenn léku uppá síðasta þriðjung vallarins þar sem þéttir Víkingar tóku á móti þeim og vantaði alltaf loka hnykkinn á leik Hamarsmanna.

Það var svo tíu mínútum fyrir leikslok þegar léleg sending kom úr vörn Hamars, Víkingar nýttu sér það og sóttu hratt upp miðjuna, barst boltinn þaðan og inn fyrir til hægri á Helga Óttar Hafsteinsson sem kláraði færið vel og því úrslitin svo gott sem ráðin. Það gerðist lítið eftir þetta nema gula spjald dómarans fór ekki niður í vasa seinustu fimm mínúturnar, og kórnaði hann þar sinn slæmaleik ásamt sínu tríói.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93541#ixzz0sJoP9dU0

30.06.2010 07:15

Hrannar í 2 leikja bann

Hrannar Már hefur verið úrskurðaður í 2 leikja bann.


Á fundi Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ 29.6.2010 var

Hrannar Már Ásgeirsson         - Meistaraflokkur karla -
úrskurðaður í 2 leikja bann vegna brottvísunar 25.06.2010.                          Aga-og úrskurðanefnd KSÍ


Hrannar verður búinn að taka út bannið þann 23 júlí á móti Létti.

30.06.2010 07:14

Paramót hjá Vestarr


Fyrsta paramótið var haldið í dag í blíðskaparveðri.  Mættu níu pör, 18 manns og var virkilega góð stemning.  Maggi Jóns og kona hans unnu mótið með glæsibrag.  Spilað var Texas scramble.  Dagbjartur og Anna María sáu um mótið að þessu sinni og gerðu það af sínum alþekkta myndarskap.

Næsta paramót verður haldið þegar veðrið verður jafn gott við okkur og vonandi innan skamms.  Næstu mótshaldarar voru dregnir út og verða það þau Dóra Henriks og Guðrún Björg sem sjá um næsta mót.

Fyrirkomulagið er aðeins breytt, aðeins kostar nú 500 kr per einstakling að spila en í staðinn eru engar veitingar.  Vinningar eru hinsvegar enn til staðar og voru þeir í þetta skiptið af stærri gerðinni; rauðvín, hvítvín, pizzur og pulsa og kók!  Ekki amalegt það.

30.06.2010 07:13

Vinnuskóladagur hjá Vestarr


Vinnuskóli Grundarfjarðar heimsótti okkur í dag og átti góðan dag með okkur.  Fyrst var unnið á vellinum, bönkerar lagaðir, boltar týndir af röffsvæði æfingarvallar, girðingar málaðar og völlurinn allur grjóthreinsaður.

Að loknum fínum vinnudegi var haldið pulsupartý, grillaðar heil ókjör af pylsum sem runnu vel ofaní hressa krakkana.  Að því loknu skunduðu þau flest á æfingarsæðið og vonandi tóku þau þar fyrstu skrefin í íþróttinni.

Þessi dagur er hluti af þeim samning sem gerður var við Grundarfjarðarbæ um fríspil unglinga í Grundarfirði.  Þakkar stjórn Vestarr krökkunum fyrir daginn sem og henni Bibbu sem stýrði krökkunum af stakri snilld.

Hér er svo mynd af hetjunum:

29.06.2010 07:35

Víkingur mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum

Víkingar Ólafsvík höfðu heppnina með sér þegar dregið var í 8-liða úrslit Visa-Bikarsins fyrir helgina. Þeir fá heimaleik á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar og hefðu varla getað verið heppnari, nema þá að fá sem mótherja 1. deildarlið KA sem fær það erfiða hlutskipti að sækja Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika. Hinir tveir leikirnir eru Fram - Valur og  KR - Þróttur R. Átta-liða úrslitin byrja með leik FH og KA sunnudaginn 11. júlí en daginn eftir eru síðan hinir þrír leikirnir. Stjörnunni, sem leikur sína heimaleiki á gervigrasi, hefur löngum gengið erfiðlega á útivöllum, en sigraði reyndar Íslandsmeistara FH núna í Kaplakrikanum í Pepsí-deildinni og þar á undan BÍ/Bolungarvík í 16-liða úrslitunum fyrir vestan.

 

29.06.2010 07:32

Tap gegn Létti

Það gengur lítið upp hjá okkur þessa dagana. Leikurinn gegn Létti var ekki áfallalaus. Við vorum í tómu tjóni til að byrja með. Lentum 3-0 undir eftir c.a. 20 mín leik. Svo lendir Tryggvi í slæmum meiðslum og þarf að fara uppá slysó og verður frá út sumarið. Skömmu eftir það er svo Hrannar rekinn útaf með beint rautt spjald sem hefði alveg getað verið gult. Þannig var það að við fengum 1 mark í viðbót á okkur fyrir hálfleikinn og vorum 4-0 undir í hálfleik.

Í seinnihálfleik gerðum við smá breytingar og vorum talsvert líflegri í honum. Náðum að minnka muninn í 4-2 með góðum mörkum frá Semek og Arnari Dóra en lengra komumst við ekki og Léttir náði að setja eitt í viðbót undir lokin. Leikurinn endaði 5-2 og nú er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn.

Nú eru 3 heimaleikir í röð og nú er málið að ná í einhver stig. Við eigum Augnablik hérna heima föstudaginn 2 júlí kl 20:00, svo kemur topplið Tindastóls í heimsókn þann 10 júlí kl 14:00 og svo er það Léttir aftur sem verður á föstudagskvöldinu á Góðri Stund þann 23 júlí.


Þessir menn eru líklega úr leik í næstu leikjum.

28.06.2010 08:58

4 ný vallarmet á einu mót

Arion banki 36 holur úrslit

Spilað á Bárarvelli og Víkurvelli.

Höggleikur - karlar
1. Magnús Lárusson GKJ (69+70) 139 högg
2. Pétur V. Georgsson GVG (72+71) 143 högg
3.Tómas Peter Broome Salmon GKJ(74+74) 148 högg

Magnús Lárusson GKJ setti nýtt vallarmet á báðum völlum. Á Bárarvelli spilaði Magnús á 69 höggum af gulum teigum og á 70 höggum á  Víkurvelli.

Höggleikur konur:
1. Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK (81+83) 164 högg
2.Auður Kjartansdóttir GMS (87+91) 178
3. Jónína Pálsdóttir GKG (87+91) 178

Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK lék árangur Magnúsar eftir og setti einnig  ný vallarmet á báðum völlum. Víkurvöll spilaði hún á 83 höggum af rauðum teigum og á Bárarvöll spilaði hún á 81 höggi

Punktakeppni -opinn flokkur

1. Jón Björgvin Sigurðsson GVG (39+40) 79 punktar
2. Margeir Ingi Rúnarsson GMS (40+38) 78 punktar
3. Pétur V Georgsson GVG (39+38) 77 punktar

Nándarverðlaun:
Bárarvöllur
4/13 braut Guðlaugur Rafnsson GJÓ
8/17 braut Auður Kjartansdóttir GMS

Víkurvöllur
6/15 braut
Margeir Ingi Rúnarsson GMS
9/18 Guðlaugur Rafnsson GJÓ

Mótstjórn þakkar öllum sem að mótinu komu gott starf.


26.06.2010 18:53

Víkingur á toppi 2 deildar

Víkingar tóku á móti Hvöt í hörkuspennandi leik í eindæma veðurblíðu á Ólafsvíkurvelli í dag. Víkingar voru fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar með 14 stig en gestirnir frá Blönduósi í því fjórða með 11. Það mátti því búast við hörku leik sem og raunin var. 

Leikurinn fór 3-2 fyrir Víking í hörku leik.
Lýsing á gangi leiksins er á víkingssíðunni.

 
Beslija í baráttunni.

Þorsteinn reynir að ná knöttinum

Einar er ekki fjarri því að verja víti Jóns Kára Eldon

Okkar menn kampakátir í leiks lok.

Brynjar Kristmunds tryggði okkur sigurinn úr vítaspyrnu.

Í leikslok.


26.06.2010 16:25

Léttir - UMFG 5-2

Föstudaginn 25. júní kl 20:00 mættust Grundarfjörður  og Léttir í Breiðholtinu á ÍR vellinum
Leikurinn fór 5 - 2 fyrir Létti.

Ekki góður dagur hjá Viktor markmanni sem þurfti að sækja boltann of oft á afmælisdaginn
 Lið Grundarfjarðar var þannig skipað

Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Birkir Freyr Baldursson
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hrannar Már Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Tómas Freyr Kristjánsson
Tryggvi Hafsteinsson
Viktor Örn Jóhannsson

26.06.2010 16:23

Karfan veturinn 2010 - 2011


Nú hefur verið dregið í töfluröð fyrir næsta tímabil í Iceland express deildum karla og kvenna. Kvennalið Snæfells byrjar á ferðast til Hveragerðis og mæta Hamri í fyrstu umferð. Karlaliðið fer í Grafarvoginn og mætir Fjölni.

Nánar á kki.is

Allar umferðir IE-deildar Kvenna

Allar umferðir IE-deildar Karla


25.06.2010 09:26

Sjálfboðaliðar óskast

Það verður í mörg horn að líta við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins. Margar hendur vinna létt verk og nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem glæsilegast og um leið góð kynning fyrir byggðarlagið.


Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka og upplýsingagjöf til keppenda og annarra gesta, aðstoð við íþróttakeppni, eftirlit á tjaldsvæði og umsjón með dagskrá fyrir yngstu börnin er meðal þess sem verður mannað sjálfboðaliðum.

Allir sem vilja leggja hönd á plóg ættu að geta fundið verkefni við hæfi.


Áhugasamir hafið samband við Margréti, verkefnastjóra Unglingalandsmótsins,  með því að senda póst á margret@umfi.is eða hringja í síma 699 3253. Takið fram ef þið hafið sérstakar óskir um verkefni.

Mynd: Sjálfboðaliðar að störfum á unglingalandsmóti.


24.06.2010 11:54

Fiskmarkaðsmótaröðin á Snæfellsnesi, úrslit

Í gær var spilað síðasta mótið í mótaröð golfklúbba á Snæfellsnesi.

Mótið er styrkt af Fiskmarkaði Íslands og þakka klúbbarnir fyrirtækinu gott samstarf.

Úrslit mótsins í gær urðu eftirfarandi.

Besta skor
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Rögnvaldur Ólafsson * GJÓ -1 F 39 39 78 6 78 78 6
2 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 2 F 37 42 79 7 79 79 7
3 Kristófer Jónasson * GJÓ 8 F 41 39 80 8 80 80 8

Flestir punktar
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3  
1 Höskuldur Goði Þorbjargarson * GJÓ 32 F 18 19 37 37 37
2 Kristófer Jónasson * GJÓ 8 F 17 19 36 36 36
3 Gústaf Geir Egilsson * GJÓ 9 F 20 16 36 36 36
4 Páll Guðfinnur Guðmundsson * GVG 18 F 17 17 34 34 34

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor úr 3 mótum af 4
Staðan þar varð eftirfarandi.

Samanlagt 3 bestu punktar.
1 Kristófer Jónasson *  GJÓ 
2 Guðlaugur Rafnsson *  GJÓ 
3 Páll Ingólfsson *  GK 
4 Ásgeir Ragnarsson *  GVG 

og Besta skor sameiginlegt 3 af 4

Guðlaugur Rafnsson á 224 höggum.

24.06.2010 08:35

Ferðafélagið og ungt fólk

26 - 27. júní. Ferðafélagið og ungt fólk

Sent inn af: Gunnar

Gönguferð fyrir göngufólk á aldrinum 15 - 18 ára. Ferðin hefst við Sögumiðstöðina í Grundarfirði kl. 10. á laugardagsmorgni. Gengið er upp með Grundarfossi í botni Grundarfjarðar og að fjallavatni í Vatnsborgum. Þaðan er gengið inn í Hróksdal og reist tjaldbúð með tilheyrandi varðeldi, gleði og upplifun náttúrunnar. Þáttakendur hafi með sér tjöld, mat og viðleguútbúnað. Lágmarksfjöldi er átta þátttakendur og skráningarfrestur er til 23. júní. Fararstjórar eru Aðalsteinn og Lína Hrönn. Bókun og nánari upplýsingar: 8628415, Aðalsteinn.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31