Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Júlí

29.07.2010 20:11

ULM 2010 hafið

13 Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi er hafið.

http://www.umfi.is/umfi09/upload/images/unglingalandsmot/2010/ulm_merki_2010.jpg
HSH er með 85 keppendur í flest öllum greinum,

6 lið eru í knattspyrnu og 5 lið í körfubolta.

Körfubolti hófst í dag kl 13.00

Flest liðin hafa núna spilað og öllum gengið vel.
 
Góð mæting er á tjaldsvæðið og rúmt um alla.
Nýtt dreyfikerfi hefur verið sett upp fyrir rafmagn á tjaldsvæðinu og
eiga allir kost á að kaupa rafmagn.

Nánari fréttir af keppendum og fylgismönnum verða síðar.

28.07.2010 23:32

Víkingar úr leik í vísabikarnum

Umfjöllun: Víkingur Ólafsvík féll úr bikarnum með sóma
Gunnar Már Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafsvíkingar mættu gríðarlega vel á völlinn og létu vel í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
FH 3 - 1 Víkingur Ólafsvík
1-0 Gunnar Már Guðmundsson ('40)
1-1 Tommy Nielsen ('42, sjálfsmark)
2-1 Atli Viðar Björnsson ('57)
3-1 Matthías Vilhjálmsson ('70)

Það var svo sannarlega engin skömm í spilamennsku Víkings Ólafsvíkur sem féll út úr keppni í undanúrslitum VISA bikarsins gegn FH í kvöld. FH-ingar báru 3-1 sigur úr bítum í hörkuleik þessara liða í Kaplakrika og munu þeir mæta annað hvort KR eða Fram í úrslitaleiknum.

Víkingarnir mættu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að bera neina virðingu fyrir núverandi Íslandsmeisturum. Þeir fengu ágætis sókn strax í byrjun leiks og voru mjög líflegir. FH-ingarnir héldu boltanum einnig ágætlega en voru þó ekki að skapa sér nein góð færi og voru það gestirnir frá Ólafsvík sem áttu fyrsta dauðafæri leiksins.

Það kom á 13. mínútu eftir innkast frá hægri en boltinn barst þá til Artjoms Gonjcars inni í vítateig en varnarmaður FH náði að kasta sér fyrir skot hans. Ef skot hans hefði náð framhjá varnarmanninum hefði boltinn sjálfsagt sungið í netinu og sluppu FH-ingar þarna með skrekkinn.

Þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum voru Víkingar hrikalega óheppnir að komast ekki yfir. Þeir fengu þá aukaspyrnu hægra megin við teiginn sem endaði að vísu með því að Jón Ragnar Jónsson leikmaður FH þurfti að fara af velli. En Brynjar Kristmundsson tók spyrnuna og lagði knöttinn út á Eldar Masic sem átti frábært skot sem Gunnleifur varði naumlega. Tomasz Luba hafði síðan gullið tækifæri til að fylgja skotinu eftir en hann skaut framhjá markinu.

Jón Ragnar kom aftur inn á völlinn en þurfti að fara aftur út af skömmu síðar og kom Gunnar Már Guðmundsson inn á í hans stað. Björn Daníel Sverrisson færði sig í vinstri bakvörðinn þar sem hann stóð sig með prýði, en Gunnar Már fór inn á miðjuna.

Sóknarþungi FH-ingana jókst talsvert eftir því sem að líða tók á hálfleikinn og björguðu Ólafsvíkingar meðal annars einu sinni á marklínu. Það var síðan á 40. mínútunni sem Íslandsmeistararnir náðu forystunni en þar var á ferð varamaðurinn Gunnar Már Guðmundsson með skalla eftir góða sendingu frá Atla Guðnasyni.

Ólafur Páll Snorrason átti þá frábæra fyrirgjöf inn á Atla sem var inni í teignum og vippaði knettinum á Gunnar sem skallaði hann í netið.

Þeir sem héldu að allur vindur yrði úr Ólafsvíkingum eftir þetta mark FH (þar á meðal undirritaður) höfðu heldur betur rangt fyrir sér því að það tók gestina ekki nema tvær mínútur að jafna metin. Tommy Nielsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson hafði náð góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Knötturinn var á leið til sóknarmanns Víkings og Tommy ætlaði sér að bjarga því en skaut boltanum í eigið net.

Staðan var því orðin 1-1 og þrátt fyrir eitt dauðafæri FH áður en flautað var til leikhlés var staðan enn jöfn þegar gengið var til búningsklefanna.

FH-ingarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu forystunni þegar tæpur klukkutími var liðinn, en þar var á ferð Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem skoraði með góðum skalla eftir undirbúning Matthíasar Vilhjálmssonar.

Víkingarnir hefðu getað jafnað rúmum tíu mínútum síðar þegar Edin Besilja tók frábæra aukaspyrnu en Gunnleifur í marki FH varði meistaralega í horn.

Ekki löngu síðar var dæmd vítaspyrna á Víking þegar Tomasz Luba felldi Björn Daníel Sverrisson inni í vítateig. Á punktinn steig Matthías Vilhjálmsson og skoraði hann af miklu öryggi.

Það má segja að leikurinn hafi dottið aðeins niður eftir þetta þriðja mark FH-inganna en Víkingarnir brotnuðu þó alls ekki niður og þeir reyndu allt hvað þeir gátu. Færin sem þeir sköpuðu voru þó ekki mörg og FH-ingum tókst að halda þetta út og bera sanngjarnan sigur úr bítum fyrir framan þá 2077 áhorfendur sem voru mættir í Kaplakrikann.

Víkingarnir stóðu sig aftur á móti með sóma og sýndu að þetta lið er einu númeri of stórt fyrir 2. deildina. Þeir stóðu sig betur á Kaplakrikavelli heldur en mörg úrvalsdeildarlið hafa gert og er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju með frábært bikarævintýri. Stuðningsmenn liðsins voru fjölmargir og létu vel í sér heyra.

Það eru samt sem áður FH-ingar sem eru komnir í bikarúrslitin og var það algerlega verðskuldað. Íslandsmeistararnir voru einfaldlega einu númeri of stórir fyrir Ólafsvíkinga en það var í raun ekkert annað en eðlilegt.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Guðmundur Sævarsson, Jón Ragnar Jónsson, Atli Viðar Björnsson, Ólafur Páll Snorrason.

Byrjunarlið Víkings Ó: Einar Hjörleifsson (M), Helgi Óttarr Hafsteinsson, Tomasz Luba, Brynjar Gauti Guðjónsson (F), Þorsteinn Már Ragnarsson, Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Aijaz Horvat, Artjoms Goncars, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson.

Gul spjöld: Aljas Horvat (Víkingi Ó)
Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Áhorfendur: 2077

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94997#ixzz0v6aci0ZF

28.07.2010 09:42

Tap hjá UMFG

Tap í Breiðholtinu

Grundarfjörður laut í gervigras í kvöld þegar þeir mættu á Leiknisvöllinn og öttu kappi við KB í Breiðholtinu.


Byrjunarliðið var þannig:
Viktor í marki
Ragnar Smári í hægri bak
Aron í vinstri bak
Beggi og Jón Frímann voru miðverðir
Almar hægri kantur
Gulli Smára vinstri kantur
Semek og Hrannar á miðju
Hilmir og Heimir Þór frammi

Á bekknum voru:
Arnar Dóri
Batti
Valur
Hinni
Runni

Leikurinn var í járnum framan af og staðan var 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik fór að draga af mönnum og á 60 mín komust KB menn í 1-0. Þeir tvíelfdust við þetta og gengu á lagið og settu 3 mörk í viðbót og leikurinn endaði 4-0


 Myndirnar tók Dabbi Wium.

28.07.2010 09:38

Upphitun fyrir leikinn í kvöld

Stuðningsmenn Víkings Ó. ætla að hita upp fyrir leikinn í kvöld
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Stuðningsmenn Víkings Ólafsvíkur ætla að hittast klukkan 16:30 í dag og hita upp fyrir leikinn gegn FH í undanúrslitum VISA-bikarsins.

Stuðningsmenn Víkings ætla að hittast á plani Glugga og Hurðasmiðjunnar sem staðsett er að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.

Pylsur og gos í boði Söluskála ÓK, Brauðgerðar Ólafsvíkur og Vífilfells.

Andlitsmálun verður fyrir börnin auk þess sem Víkings bolir og derhúfur verða til sölu.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94926#ixzz0uy75rdbU

27.07.2010 21:19

Tímaseðill fyrir frjálsar á ULM

Tímaseðill fyrir Frjálsar íþróttir er kominn á ULM.is

 

Föstudagur frá kl. 13:30 til 18:30

Laugardagur frá kl. 10:00 til 17:00

Sunnudagur frá kl. 10:00 til 17:00

 

  • Tímaseðill:
  • Þetta er endanlegur tímaseðill, þó með þeim fyrirvara að einhverjar villur finnist.

 

  • Föstudagur:

Tími Grein Aldursflokkur
13:30 Spjótkast Telpur 13 ára
13:30 Hástökk 1 Piltar 14 ára
13:3
0
Langstökk 1 Stelpur 11 ára
13:30 Hástökk 2 Strákar 12 ára
13:30 Langstökk 2 Piltar 13 ára
13:30 Kúluvarp Telpur 14 ára
13:30 60 m. undanrásir Strákar 11 ára
13:30 100 m. undanrásir Sveinar 15 - 16 ára
14:10 100 m. undanrásir Meyjar 15 - 16 ára
14:15 60 m. undanrásir Stelpur 12 ára
14:55 100 m undanrásir Drengir 17 - 18 ára
15:00 Kúluvarp Sveinar 15 - 16 ára
15:15 60 m. undanrásir Strákar 12 ára
15:20 Spjótkast Drengir 17 - 18 ára
15:25 Langstökk 2 Strákar 11 ára
15:30 Hástökk 2 Stúlkur 17 - 18 ára
15:30 Hástökk 1 Piltar 13 ára
15:30 100 m. undanrásir Telpur 14 ára
16:05 60 m. undanrásir Stelpur 11 ára
16:20 Kúluvarp Stelpur 12 ára
16:20 100 m. undanrásir Telpur 13 ára
16:30 Langstökk 1 Drengir 17 - 18 ára
16:40 Spjótkast  Meyjar 15 - 16 ára
17:00 100 m. undanrásir Piltar 14 ára
17:25 100 m. undanrásir Piltar 13 ára
18:00 Kúluvarp Piltar 14 ára
18:15 Spjótkast Stúlkur 17 - 18 ára

 

  • Laugardagur:

Tími Grein Aldursflokkur
10:00 100 m úrslit A + B Meyjar 15 - 16 ára
10:00 Spjótkast Stelpur 12 ára
10:00 Langstökk 1 Telpur 14 ára
10:00 Langstökk 2 Strákar 12 ára
10:00 Kúluvarp Stelpur 11 ára
10:00 Hástökk 2 Sveinar 15 - 16 ára
10:00 Hástökk 1 Telpur 13 ára
10:30 100 m úrslit  Drengir 17 - 18 ára
11:00 100 m úrslit Stúlkur 17 - 18 ára
11:30 Kúluvarp Piltar 13 ára
12:00 Spjótkast Piltar 14 ára
12:00 Langstökk 1 Stelpur 12 ára
12:00 Hástökk 2 Meyjar 15 - 16 ára
12:00 Langstökk 2 Sveinar 15 - 16 ára
12:40 4 x 100 m boðhl. Strákar 12 ára
13:00 Kúluvarp Telpur 13 ára
13:00 4 x 100 m boðhl. Stelpur 11 ára
13:15 Hástökk 1 Drengir 17 - 18 ára
13:15 Spjótkast Strákar 12 ára
13:20 4 x 100 m boðhl. Strákar 11 ára
13:35 4 x 100 m boðhl. Stelpur 12 ára
13:55 4 x 100 m boðhl. Telpur 14 ára
14:15 4 x 100 m boðhl. Piltar 13 ára
14:30 Kúluvarp Stúlkur 17 - 18 ára
14:30 4 x 100 m boðhl. Sveinar 15 - 16 ára
14:45 4 x 100 m boðhl. Telpur 13 ára
14:45 Spjótkast Stelpur 11 ára
15:10 4 x 100 m boðhl. Piltar 14 ára
15:15 Kúluvarp Strákar 11 ára
15:30 4 x 100 m boðhl. Meyjar 15 - 16 ára
15:50 4 x 100 m boðhl. Stúlkur 17 - 18 ára
16:10 4 x 100 m boðhl. Drengir 17 - 18 ára

 

  • Sunnudagur:

Tími Grein Aldursflokkur
10:00 Spjótkast Piltar 13 ára
10:00 Langstökk 1 Telpur 13 ára
10:00 Hástökk 1 Strákar 11 ára
10:00 Hástökk 2 Stelpur 11 ára
10:00 Langstökk 2 Piltar 14 ára
10:00 Kúluvarp Strákar 12 ára
10:00 Kringlukast Meyjar 15 - 16 ára
10:30 100 m. úrslit Sveinar 15- 16 ára
11:00 100 m. úrslit A + B Telpur 14 ára
11:15 100 m. úrslit A + B Piltar 13 ára
11:25 Langstökk 1 Stúlkur 17 - 18 ára
11:30 100 m. úrslit Piltar 14 ára
11:40 Hástökk 1 Stelpur 12 ára
11:45 Hástökk 2 Telpur 14 ára
11:45 100 m. úrslit A + B Telpur 13 ára
11:50 Spjótkast Strákar 11 ára
12:00 Kringlukast Drengir 17 - 18 ára
12:00 Kúluvarp Meyjar 15 - 16 ára
12:00 60 m. úrslit A + B Strákar 12 ára
12:15 60 m. úrslit A + B Stelpur 11 ára
12:45 60 m. úrslit A + B Stelpur 12 ára
13:10 Spjótkast Sveinar 15- 16 ára
13:15 60 m. úrslit  Strákar 11 ára
13:30 600 m Stelpur 11 ára
13:30 Kringlukast Stúlkur 17 - 18 ára
13:50 600 m Stelpur 12 ára
14:00 Kúluvarp Drengir 17 - 18 ára
14:10 600 m Strákar 11 ára
14:40 600 m Strákar 12 ára
15:10 800 m Telpur 14 ára
15:30 800 m Piltar 13 ára
15:50 800 m Piltar 14 ára
14:00 Langstökk 2 Meyjar 15 - 16 ára
14:40 Spjótkast Telpur 14 ára
15:00 Kringlukast Sveinar 15- 16 ára
16:00 800 m Telpur 13 ára
16:15 800 m Meyjar 15 - 16 ára
16:30 800 m Sveinar 15- 16 ára
16:45 800 m Drengir 17 - 18 ára
16:55 800 m Stúlkur 17 - 18 ára

 

27.07.2010 14:05

KB- Grundarfjörður


Hópurinn fyrir leikinn gegn KB er klár en lagt verður af stað á morgun kl 16:30. Þeir sem eru í Reykjavík eiga að vera mættir kl 19:00 á Leiknisvöllinn en leikið verður á gervigrasinu.

Hópurinn lítur svona út:

Almar Viðarsson
Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Jóhannesson
Hrannar Már Ásgeirsson
Jón Frímann Eiríksson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Styrmir Karlsson
Valur Tómasson
Viktor Örn Jóhannsson

Liðsstjóri og þjálfari verður Tryggvi Hafsteinsson.

Síðast fór KB með 4-1 sigur og öll stigin úr Grundarfirði... hvað gerist nú?

Þá er bara að taka á því og ná sér í fleiri stig.

27.07.2010 14:04

UMFG - Léttir, 4-4

Þvílíkur leikur

Það var frábært veður og þvílík stemming þegar að Grundarfjörður og Léttir mættust síðasta föstudagskvöld.

Það var þétt setið í brekkunni enda bæjarhátíðin "Á Góðri Stund" haldin í 16 sinn. Byrjunarlið Grundarfjarðar var:
Viktor í marki
Jón Steinar hægri bak
Aron vinstri bak (Fyrirliði)
Jón Frímann og Beggi miðverðir
Almar hægri kantur
Arnar Dóri vinstri kantur
Semek og Hrannar á miðju
Hilmir og Heimir Þór frammi

Við byrjuðum ágætlega og vorum að pressa. Það var svo gegn gangi leiksins þegar að Léttir komst yfir og skömmu eftir það þá komust þeir í 2-0. Þetta leit ekkert allt of vel út en við lögðum ekki árar í bát. Það var eftir mikið harðfylgi að Hilmir minnkaði muninn í 2-1 og svo fiskaði hann víti skömmu síðar sem að Heimir Þór skoraði örugglega úr og jafnaði metin 2-2.

Í síðari hálfleik var það sama uppá teningnum. Við vorum að sækja og skapa okkur færi þegar að það varð smá klaufagangur í vörninni og við misstum mann innfyrir sem að kom Létti í 3-2 fyllilega óverðskuldað. Skömmu eftir það skoruðu svo Léttismenn þvílíkt mark með skoti af 30 metra væri sem að Viktor réð ekkert við og staðan því orðin 4-2 og útlitið ekkert allt of bjart. Þá kemur Runni inná þegar 20 mín voru eftir og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn... Mjög skömmu eftir að hann kom inná þá slapp hann einn í gegn og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Staðan orðin 4-3 og lítið eftir. Stuttu síðar geysast Grundfirðingar aftur í sókn og boltinn berst á Runna sem jafnar leikinn 4-4 og allt ætlaði að verða vitlaust í stúkunni. Frábær endurkoma í annað skiptið í leiknum.
Við fengum svo dauðafæri rétt undir lok leiksins þegar að Heimir Þór sólaði sig í gegnum alla vörn Léttis og renndi boltanum á Runna en á einhvern óskiljanlegan hátt þá fór boltinn yfir markið. Runni var virkilega óheppinn í það skiptið en svona er þetta bara.

Grundarfjörður - Léttir 4-4
Hilmir
Heimir Þór
Runni 2


Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn því 8 mörk litu dagsins ljós og mikil stemming.

Næsti leikur er á morgun við KB í breiðholtinu.

25.07.2010 20:16

Dagskrá ULM kominn á heimasíðu ULM

Dagskráin komin á heimasíðuna

Nú er dagskrá 13. Unglingalandsmóts UMFÍ komin inn á heimasíðuna.

 

Þar er að finna heildardagskrá mótsins auk umfjöllunar um einstaka dagskrárliði.

 

Þá er þar yfirlitskort yfir Borgarnes og nágrenni þar sem helstu kennileiti eru merkt inn. Smellið á kortið hér til hliðar til að stækka það.

 

Athygli er vakin á því að móttaka keppenda og afhending gagna er í Upplýsingamiðstöð Vesturlands, Sólbakka 2, en þaðan er ekið inn á tjaldsvæðið. Gestir eru hvattir til að forðast að aka um miðbæ Borgarness með tjaldvagna og fellihýsi.

 

Móttakan í Upplýsingamiðstöð Vesturlands verður opin fimmtudag og föstudag.

Almenn upplýsingagjöf á meðan mótið stendur verður í Grunnskóla Borgarness.

 

25.07.2010 17:45

ULM keppni í körfu hefst á miðvikudag

Keppni á unglingalandsmótinu í körfubolta hefst á fimmtudeginum

Nú líður senn að Unglingalandsmóti í Borgarnesi. Keppni í körfubolta fer fram á tveimur völlum í Íþróttamiðstöð Borgarness.

 

Þar sem búist er við miklum fjölda keppenda er áætlað að keppni hefjist á hádegi fimmtudaginn 29. júlí.

 

Það má því búast við að mótsgestir taki að streyma í Borgarnes strax á miðvikudegi.

25.07.2010 17:42

Jafnt hjá UMFG og Létti

C riðill:

Grundarfjörður 4 - 4 Léttir
Mörk Grundarfjarðar: Hilmir Hjaltason, Heimir Þór Ásgeirsson, Runólfur Jóhann Kristjánsson 2
Mörk Léttis: Ragnar Másson, Indriði Björn Þórðarson, Orri Rafn Sigurðsson, Viktor Ingi Kristjánsson

25.07.2010 17:38

Öruggt hjá Viking

2. deild: Víkingur Ólafsvík vann öruggan sigur á KS/Leiftur
Aleksandrs Cekulajevs skoraði tvö í dag.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvíkur heldur áfram skriði sínu í 2. deildinni en liðið vann KS/Leiftur á heimavelli í dag.

Víkingur vann 4-0 sigur og er enn taplaust í sumar í deild og bikar.

Liðið mætir FH í undanúrslitum VISA-bikarsins í vikunni.

Víkingur Ólafsvík 4 - 0 KS/Leiftur:
1-0 Aleksandrs Cekulajevs
2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson
3-0 Artjoms Goncars (Vítaspyrna)
4-0 Aleksandrs Cekulajevs

22.07.2010 20:00

UMFG - Léttir á morgun

Grundarfjörður - Léttir

Hópurinn fyrir morgundaginn er klár...

Almar Björn Viðarsson
Ari Bent Ómarsson
Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Jóhannesson
Hrannar Már Ásgeirsson
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Viktor Örn Jóhannsson

Þetta eru þeir 16 sem fara á skýrslu.

Svo hvetjum við alla til að mæta á leikinn og hvetja okkur til dáða.


Hrannar er búinn að taka út sitt 2 leikja bann og er búinn að lofa að hann ætlar að tolla inná allan tímann.

22.07.2010 19:57

UMFG styrkir leikmannahópinn, ekki veitir af

Almar í Grundarfjörð (Staðfest)

Grundarfjörður hefur styrkt sig verulega fyrir komandi átök á tímabilinu. Eftir langar og strangar samningaviðræður við Tindastól þá náðust samningar loksins rétt undir miðnættið í gær um kaup á Almari Viðarssyni. Tindastólsmenn gáfu sig loks þegar formaður UMFG bætti einum höldupoka af heimabökuðum kleinum frá Laugu á Hömrum inní kaupverðið.
Þá tók við samningaviðræður við leikmannin sjálfan og var það T-Bone sem stýrði þeim viðræðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum uppaldra skagamanna en það ku vera 34 appelsínur á mánuði.

Ekki minnkar fegðurðin í liðinu við þessi kaup.

Við bjóðum Almar velkominn í Grundarfjörð en hann verður í hópnum á morgun og mun fá tækifæri til að standa undir verðmiðanum.

Tommi

22.07.2010 19:27

HSH mót í golfi

HSH mótið í golfi var spilað á Bárarvelli í gær.
69 keppendur tóku þátt í mótinu sem gekk mjög vel
Þór Geirsson GJÓ fór holu í höggi á 4 braut, glæsilegur árangur
Hermann Geir, Vestarr, varð héraðsmeistari í höggleik en hann er sonur Þórs,
Dóra Henriksdóttir Vestarr héraðsmeistari kvenna og Nökkvi Freyr Smárason í drengjaflokki.
Karla og kvennalið Vestarr urðu héraðsmeistarar í liðakeppninni
Hér eru 3 efstu í hverjum flokk.

Héraðsmót HSH í
golfi 2010
Höggleikur án
forgjafar
Karlar
Staða Kylfingur Klúbbur Alls
Alls Mismunur
1 Hermann Geir Þórsson * GVG 73 1
2 Pétur Vilbergur Georgsson * GVG 74 2
3 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 76 4


Höggleikur með
forgjöf

Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Egill Egilsson * GMS 19 84 65
2 Finnur Sigurðsson * GMS 23 90 67
3 Hermann Geir Þórsson * GVG 5 73 68
Höggleikur án
forgjafar
Konur Kylfingur Klúbbur Alls
Alls Mismunur
1 Dóra Henriksdóttir * GVG 85 13
2 Hugrún Elísdóttir * GVG 86 14
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 88 16
Höggleikur með
forgjöf

Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Dóra Henriksdóttir * GVG 15 85 70
2 Hugrún Elísdóttir * GVG 12 86 74
3 Anna María Reynisdóttir * GVG 22 98 76
Drengir
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Nökkvi Freyr Smárason * GMS 27 97 70HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31