Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Ágúst

29.08.2010 16:29

Grunnskólaganga UMFÍ

Grunnskólaganga UMFÍ

Ákveðið hefur verið að ljúka almenningsíþróttaverkefni sumarsins á vegum UMFÍ "Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga" á "Grunnskólagöngu UMFÍ". Markmið göngudagsins er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla sem og í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðir í sveitarfélaginu á vefnum ganga.is undir reitnum ,,göngukort". Fyrirhugað er að nemendur hafi áður en að göngudeginum kemur, unnið verkefni sem felst í því að nemendur vinni í hópum að því að finna nýjar gönguleiðir, sem ekki er að finna á vefnum ganga.is, í nágrenni skólans eða í viðkomandi sveitarfélagi. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingarnar ásamt mynd af hópnum sem vann að verkefninu á netfangið sigurdur@umfi.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . UMFÍ mun senda skólunum skilti sem setja á niður við upphaf hverrar gönguleiðar og þar að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla. Dagana 8. - 15. september geta skólarnir valið einn dag til að ganga þá gönguleið sem þeir gerðu grein fyrir.

Verkefnið í hnotskurn

Verkefni fyrir grunnskólabörn:

  • Nemendur vinna í hópum við að finna gönguleið í nágrenni skólans eða sveitarfélaginu  sem ekki er á ganga.is
  • Nemendur taka nokkrar myndir af gönguleiðinni
  • Nemendur tímamæla hve lengi þau eru að ganga leiðina                                       
  • Tekin er mynd af þeim hópum sem taka þátt í verkefninu

Ávinningur af þátttöku í verkefninu:

  • Leiðin verður sett inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla
  • Bestu verkefnin verða sett í göngubók sem gefin er út árlega af UMFÍ
  • UMFÍ mun setja skilti við upphaf gönguleiðarinnar
  • Hópur sem sendir inn gönguleið fær viðurkenningu frá UMFÍ

 


29.08.2010 15:52

Snæfell spilar æfingarleik við KR


Í dag koma KR-stúlkur til með að spila æfingaleik við okkar stúlkur í mfl kvk í körfu. Óvænt bar þetta upp og með litlum fyrirvara. Leikurinn er kl 13:30 í íþrh.Stykkish.

sbh

 

 

29.08.2010 15:49

Baráttuleikur á Ólafsvikurvelli

1-0 sigur á Hamri í baráttuleik

28. ágúst 2010 klukkan 17:22
Það var blíðskapar verður í Ólafsvík þegar heimamenn í Víking tóku á móti Hamarsmönnum frá Hveragerði í dag. Ólafsvíkurvöllur skartaði sínu fegursta og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar eins og best verður á kosið, sól og örlítill andvari frá Norð-Austri.

Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 3. mínútu leiksins fengu heimamenn aukaspyrnu þegar brotið var á Artjoms Goncars rétt fyrir utan vítateig. Kristján Óli Sigurðsson tók spyrnuna og fyrna fast skot hans fór rétt yfir þverslánna og Björn í marki Hamars.

Þrátt fyrir góða byrjun beggja liða létu marktækifærin á sér standa en á 29. mínútu var Helgi Óttarr Hafsteinsson nálægt því að nýta sér mistök Björns í marki Hamars sem kastaði boltanum beint á Þorstein Már Ragnarsson í framlínu Víkings. Þorsteinn lagði boltann út á Helga en Björn náði að verja skot Helga og bjargaði því sem bjargað var.

Eins og fyrr segir var lítið um opin marktækifæri og einkenndust tilraunir beggja liða af skotum fyrir utan teig sem rötuðu oftar en ekki á ramman. Hættulegustu færin komu eftir föst leikatriði en á 37. Mínútu varði Björn í marki Hamars stórglæsilega í tvígang eftir hornspyrnu heimamanna. Fyrst skot Kristjáns Óla af stuttu færi og svo bakfallspyrnu Þorsteins en að lokum tókst varnarmönnum gestanna að koma boltanum út úr teignum. 

Fátt markvert gerðist það sem eftir var fyrri hálfleiks og var staðan því 0-0 þegar Ingvar Örn Gíslason dómari flautaði til leikhlés. Strax í upphafi seinni hálfleiks vildu heimamenn fá víti þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Þorsteini inn í vítateig. Ingvar dómari var ekki á sama máli og fengu heimamenn hornspyrnu sem þeim tókst ekki að nýta. Víkingar settu mikla pressu á Hamarsmenn í kjölfarið en þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst þeim ekki að koma knettinum í netið.

Víkingar fengu hættulegri færi í síðari hálfleik og eitt af þeim fékk ALeksandrs Cekulajevs á 62. mínútu. Þorsteinn Már sendi þá góða sendingu inn fyrir vörn Hamars þar sem Aleks var mættur en skaut knettinum yfir af stuttu færi. Á 78. Mínútu átti Einar í marki Víkings svo glæsilega stungusendingu á Edin Beslija sem fór illa með ákjósanlegt færi og skaut knettinum yfir markið. Tveimur mínútum síðar dró til tíðinda þegar fyrirgjöf Artjoms Goncars endaði í marki Hamars en Helgi Guðnason varð fyrir því óláni að breyta  stefnu knattarins með fyrrgreindum afleiðingum.  Víkingar þar með komnir með forystu og stutt eftir af leiknum.

Víkingar fengu færi til að bæta við en Björn í marki Hamars var vel á verði auk þess sem sóknarmenn Víkings voru langt frá sínu besta í dag. Leiknum lauk engu að síður með sigri heimamanna sem tróna á toppi deildarinnar með 49 stig.

 

26.08.2010 18:34

Kvennalið Snæfells á karfan.is

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Snæfell

Púlsinn hjá liðunum í IEX kvenna: Snæfell

 
Töluverðar breytingar hafa orðið á kvennaliði Snæfells fyrir komandi leiktíð og nokkuð skarð verið höggvið í leikmannahóp liðsins. Farnar frá félaginu eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir í Hauka. Hanna Rún Smáradóttir er farin í nám í Reykjavík og ekki með vegna anna í vinnu og skóla er Sara Sædal Andrésdóttir fyrirliði á síðasta ári. Karfan.is ræddi við Inga Þór Steinþórsson um komandi tímabil og segir hann spennandi að vinna áfram með þetta unga lið Hólmara.
,,Við höfum fengið Ingu Muciniece frá Lettlandi til liðs við okkur en hún lék síðast í Bandaríkjunum með NC State og þá er væntanlegur til okkar amerískur leikmaður. Annars er ég með ungt lið og verður mjög spennandi að vinna með þessum áhugasömu stelpum áfram næsta vetur með Baldri Þorleifs," sagði Ingi Þór og kveðst stoltur af árangri liðsins á síðustu leiktíð.
 
,,Liðið náði í fyrsta skipti í sögu klúbbsins inn í úrslitakeppnina en við erum afar raunhæf og ætlum að njóta þess að vera til og stunda körfu af krafti, þannig náum við árangri og við ætlum okkur að standa stolt eftir tímabilið," sagði Ingi en hvernig metur hann önnur lið í deildinni?
 
,,Öll liðin í deildinni eru að breytast og er spurning hvaða lið hefja tímabilið með kana. Ég tel að deildin verði skemmtileg og fróðlegt að fylgjast með hvaða leikmenn eiga eftir að blómstra í vetur. Toppliðin verða áfram öflug og alveg á tæru að allir klúbbar ætla að vera með í baráttunni á sinn hátt sem er frábært fyrir kvennaboltann. Það eina sem ég veit um veturinn er að Snæfelsstúlkur ætla að mæta stemmdar til leiks og njóta þess að gera betur í dag en í gær."
 


Ljósmynd/ Eyþór Benediktsson: Ingi Þór náði mögnuðum árangri með bæði Snæfellsliðin á sínu fyrsta ári í Hólminum

26.08.2010 18:29

UMFG auglýsir eftir blakþjálfara

Ungmennafélag Grundarfjarðar auglýsir...

Blakþjálfari.

UMFG leitar nú að þjálfara til að þjálfa krakka blak, 6-15 ára (grunnskólaaldur). Nánari upplýsingar gefur Steinar Alfreðsson í síma: 892-1317 eða í gegnum tölvupóst stjf@simnet.is

23.08.2010 17:08

4 fl kvenna í 2 sæti

Til hamingju með árangurinn 8) 2.sæti á Íslandsmótinu er glæsilegur árangur! Þið eigið sannarlega hrós skilið allar saman. Án góðrar samvinnu ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt:lol:
Þjálfarinn er eftir þessa helgi komin á "ofnæmiskúr" - hann hélt á tímabili að hópurinn um helgina hefði misskilið "keppnisgrein mótsins" og haldið að um keppni í ilmvatnsnotkun væri að ræða;)

En að næsta verkefni:lol:
Leikur í Reykjavík á þriðjudag þá veður síðasti leikur sumarsins og verður hann spilaður við Fjölni.
Þær sem eiga að mæta eru:
Azra
Irma
Rebekka
Gestheiður
Lovísa
Rakel
María
Sigrún
Thelma
Guðlaug Iris
Aldís
Viktoría
Elín
Gréta
Hrefna
Agnes

Staðfestið mætingu fyrir mánudagskvöl og að sjálfsöguð vantar bílstjóra í þessa síðustu og skemmtilegu ferð:$

Þessi törn er að verða búin og ég verð bara að segja að ég er mjög stoltur af ykkur þið eruð frábær hópur!

Af bloggsíðu 4 fl kvenna

23.08.2010 17:07

6 fl drengja í 2 sæti

2.sæti á Pollamóti KSÍ. Til hamingju!Þá er úrslitakeppni B liða Pollamóts KSÍ lokið og okkar strákar höfnuðu í 2.sæti. Til hamingju með þetta strákar! Það voru aðeins 8 strákar sem gátu tekið þátt um helgina og stóðu þeir sig frábærlega vel! Þeir stóðu vel í andstæðingunum og voru ekki langt frá því að vinna en úrslitaleikurinn var á milli Selfoss og okkar stráka. Leikurinn endaði 4-2.


Einhver vandræði eru við að koma stærri mynd inn - þið notið bara stækkunnargler:lol:

23.08.2010 17:04

6 fl kvenna hefur lokið keppni í sumar

Þá er Hnátumótið búið og við enduðum í 7.sæti. Að vera númer 7 af 25 liðum er nú bara góður árangur verð ég að segja. Til hamingju með árangurinn  Þið stóðuð ykkur vel!

Næst á dagskrá hjá ykkur er að vera duglegar að mæta á æfingar, minnka nammi og borða hollan og góðan mat
Takk fyrir samstafið

Tekið af bloggsíðu 6 fl

Vonandi verða fleirri fréttir á næsta tímabili frá þjálfurum og umsjónarfólki.

23.08.2010 16:12

UMFG hefur lokið keppni í sumar

Tímabilinu lokið

Þá er Grundarfjörður búinn að spila alla sína leiki á Íslandsmóti KSÍ þetta sumarið...

Augnablik - Grundarfjörður 4-3

Byrjunarlið Grundarfjarðar var þannig skipað:
Viktor var í marki
Haddi í hægri bak
Ingi B í vinstri bak
Aron og Jón Frímann miðverðir
Heimir hægri kantur
Birkir vinstri kantur
Ragnar og Hrannar á miðju
Himmi fyrir framan
Almar frammi

Bekkur:
Tommi
Kári Viðars
Sigurbjörn B
Árni Þór

Við byrjuðum leikinn ágætlega og bæði lið vorur að sækja. Svo um á 35 mín gerðist eitthvað hjá okkur. Allt hrundi og við fengum á okkur 3 mörk á 4 mínútum. Ragnar Smári náði að laga stöðuna með fyrsta marki sínu í sumar í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik kemur Kári Viðars inn fyrir Birki og við byrjum að sækja og setja á þá. Á 70 mín uppskerum við því að Almar nær skoti á markið með viðkomu í varnarmanni og staðan orðin 3-2. Við þetta tvíeflumst við og aðeins 2 mínútum síðar á Heimir frábæra aukaspyrnu beint á kollinn á Jóni Frímanni sem stangar boltann í stöngina og inn og staðan orðin 3-3. Þvílík endurkoma. Eftir þetta liggjum við á þeim og vorum töluvert betri og með hættulegri færi. Hrannar var mjög óheppinn þegar að gott skot hans stefndi upp í markvinkilinn en markvörður Augnabliks náði að verja á einhvern ótrúlegan hátt. Svo átti Jón Frímann hörku skalla sem því miður fyrir okkur fór beint á markvörðinn.
Svo gerist það á 90 mín eftir að við erum búnir að sækja og sækja að það kemur langur bolti fram sem að vörnin missir yfirsig, Viktor grípur boltann en sóknarmaður Augnabliks nær að slæma öxlinni í boltann eftir að Viktor er með báðar hendur á honum, Viktor missir boltann og eftirleikurinn er auðveldur fyrir sóknamann Augnabliks og staðan því 4-3. Við tökum miðju og dómarinn flautar af. Gríðarlega svekkjandi og tel ég að við höfum átt meira skilið úr þessum leik.

Niðurstaða sumarsins eru 5 stig. Einn sigur og tvö jafntefli. Í mjög mörgum leikjum vorum við að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum og kenni ég formleysi um. Stefnan er að halda áfram næsta sumar en þá verðum við líka að læra af þessu tímabili og koma töluvert betur undirbúnir undir það.

Annars þökkum við kærlega fyrir sumarið, stuðninginn og stemminguna í brekkunni á leikjunum í sumar.

Takk fyrir okkur.

Skrifað 23.8.2010 kl. 13:49 af Tommi

23.08.2010 09:42

Hestaþing Snæfellings, úrslit

Úrslit af hestaþingi Snæfellings
Hér eru úrslit frá hestaþingi Snæfellings sem fór fram í Stykkishólmi á laugardag. Glæsilegasti hestur mótsins var Hrókur frá Flugumýri II og hryssa mótsins Glóð frá Kýrholti.  Siguroddur Pétursson var valinn knapi mótsins og dóttir hans Guðný Margrét efnilegasti knapinn.
 


A-flokkur
 
1    Hrókur frá Flugumýri II / Siguroddur Pétursson 8,56 
2    Brynjar frá Stykkishólmi / Lárus Ástmar Hannesson 8,27 
3    Sara frá Sauðárkróki / Inga Kristín Campos 8,24 
4    Sýn frá Ólafsvík / Lárus Ástmar Hannesson 8,14 
5    Smári frá Stakkhamri / Lárus Ástmar Hannesson 7,69 
B-flokkur
1    Glóð frá Kýrholti / Siguroddur Pétursson 8,49 
2    Stapi frá Feti / Kolbrún Grétarsdóttir 8,40 
3    Linda frá Feti / Hannes Sigurjónsson 8,40 
4    Píla frá Eilífsdal / Lárus Ástmar Hannesson 8,34 
5    Lyfting frá Kjarnholtum I / Siguroddur Pétursson/(Guðný Margrét Siguroddsd.) 8,32 
Tölt
1    Siguroddur Pétursson / Glóð frá Kýrholti 7,39 
2    Lárus Ástmar Hannesson / Tandri frá Hólum 6,50 
3-4    Gunnar Björn Gíslason / Pirra frá Syðstu-Görðum 6,33 
3-4    Gunnar Sturluson / Dímon frá Margrétarhofi 6,33 
5    Hannes Sigurjónsson / Skúmur frá Kvíarhóli 6,28 
Barnaflokkur
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Mosi frá Kílhrauni 8,58 
2    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 8,40 
3    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 8,12 
4    Anna Soffía Lárusdóttir / Geisli frá Bjarnarhöfn 7,97 
5    Harpa Lilja Ólafsdóttir / Aspar-Snúður frá Grundarfirði 7,18 
Tölt 17 ára og yngri
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Mosi frá Kílhrauni 6,56 
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Draumur frá Gilsbakka 5,72 
3    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 5,56 
Unglingaflokkur
1    Hrefna Rós Lárusdóttir / Draumur frá Gilsbakka 8,22 
2    Guðrún Ösp Ólafsdóttir / Knarran frá Knerri 7,04 
Ungmennaflokkur
1    Marina Schregelmann / Rán frá Þorkelshóli 2 8,16 

22.08.2010 12:51

Til hamningu víkingar

Víkingar spila í fyrstu deild að ári


               


Víkingar tryggðu sér í dag sæti í fyrstu deild árið 2011 með 0-1 sigri á Hvöt frá Blönduósi í hörkuleik þar sem sigurmark Víkinga kom undir blálokin. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið eftir að hafa sloppið í gegnum vörn heimamanna og lagt knöttinn snyrtilega framhjá Atla Jóhannssyni í marki Hvatar. Með sigrinum fóru Víkingar í 46 stig en Höttur sem fyrir leikinn var með 32 stig tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík og því ljóst að þeir geta ekki náð Víkingum að stigum.

Mótið er hins vegar langt frá því að vera búið en liðið á nú fjóra leiki eftir í deildinni og ljóst að liðið má hafa sig allt við til að landa efsta sæti deildarinnar. BÍ/Bolungarvík fylgir Víking fast á eftir og því má ekkert gefa eftir í toppbaráttunni.

Víkingurol.is óskar öllum Víkingum nær og fjær til hamingju með þennan árangur og minnir um leið á næsta leik sem verður í Ólafsvík að viku liðinni gegn Hamri frá Hveragerði.


Mynd:(Liðið stoppaði á Staðarskála á heimleið, Gunnar Örn Arnarson)

21.08.2010 16:49

Hörkuleikur hjá UMFG

C - riðill
Í C riðli fór fram einn leikur en þar sigruðu Augnabliksmenn lið Grundafjaðar með marki á lokamínútunni. Með sigrinum komust þeir upp fyrir Létti í 5.sæti en Léttismenn leika við KB á morgun. KB getur unnið riðilinn sigri þeir Léttismenn með 3 mörkum eða meira að öðru leiti enda þeir í 2.sæti. Skallagrímur og Ýmir eigast við á morgun í leik um 3.sætið í riðlinum.

Augnablik 4 - 3 Grundarfjörður
1-0 Víðir Róbertsson
2-0 Víðir Róbertsson
3-0 Sigurjón Jónsson
3-1 Ragnar Smári Guðmundsson
3-2 Sjálfsmark
3-3 Jón Frímann Eiríksson
4-3 Jón Viðar Guðmundsson

21.08.2010 16:45

Víkingur að tryggja sætið í 1 deild?

Hvöt - Víkingur Ó. | Bein lýsing (0-1)

21. ágúst 2010 klukkan 13:41
                    

Leik lokið á Blönduósi þar sem Víkingar fóru með sigur af hólmi 0-1! Sanngjarn sigur af mínu mati og þeir hérna í vallarhúsinu á Blönduósi eru sammála mér enda höfðingjar heim að sækja. Verð að hæla þeim fyrir gestrisni og góðar móttökur. Víkingar fagna nú úti á velli!!!

Nánari lýsing á leiknum á síðu víkings.

20.08.2010 20:50

Rástímar á hestafréttir.is

Félagsmót Snæfellings 2010
Ráslistar Snæfellings
Hestaþing Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. ágúst  nk. og hefst kl. 10.  Verður um að ræða keppni í  A- og B-flokki gæðinga og flokki barna, unglinga og ungmenna.  Einnig verður kept í tölti og gæðingaskeiði fullorðinna og tölti 17 ára og yngri.  


Skráningar á mótið skulu berast á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 18. ágúst kl. 24:00. 

Skráningargjald er kr. 2000  fyrir hverja skráningu i gæðingakeppninni, gæðingaskeiði og tölti, en kr. 500 fyrir börn og unglinga. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i WorldFeng. 

Skráningargjald  leggist inn á reikning númer 0191-26-000876, kt. 440992-2189, um leið og skráð er.

Stjórn Snæfellings.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31