Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Október

30.10.2010 22:35

Snæfell lagði Fjölni

Snæfell krækti í sín fyrstu stig.

Fjölnisstúlkur komu í heimsókn í Hólminn og áttust þar við tvö stigalausu lið deildarinnar sem bæði voru farin að þrá sigur í deildinni. Alda Leif Jónsdóttir var komin í lið Snæfells að nýju og gaman að sjá hana aftur á stjá í boltanum.

Leikurinn byrjaði jafn og rólega en uppúr miðjum fyrsta hluta fór Snæfell að nýta mistök Fjölnis og tóku forystu 10-4 og fljótt 20-7. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-11 fyrir Snæfell en Fjölni gekk illa að fá boltann til að detta þrátt fyrir góð skot.

Annar leikhluti var jafnari þar sem Fjölnir hafði aðeins lagað til hjá sér en Snæfell hélt sínu 10 stiga forskoti heilt yfir en leikurinn gekk mjög smurt og lítið flautað. Snæfell leiddi í hálfleik 36-26 þar sem Sade Logan hafði sett 15 stig og Helga Hjördís 9. Hjá Fjölni var Bergþóra Holton komin með 11 stig og Margareth McCloskey 5 stig.

Snæfell setti upp pressu í upphafi síðari hálfleiks sem kom þeim í 20 stiga forskot í leikhlutanum eða upp í 52-32. Staðan eftir þriðja hluta var 55-39.

Leikurinn varð aldrei meira spennandi og var ekki hár í gæðum heilt yfir en liðin skorðuð á víxl í fjórða hluta og gekk nokkuð vel fyrir sig þar sem tíminn rúllaði nokkuð greitt. Snæfell landaði svo sínum fyrsta sigri í vetur 66-50 á meðan Fjölnir þarf að berjast lengur fyrir sínum.

Stigaskor liðanna.

Snæfell: Sade Logan 20 stig, Björg Einars 12/5 frák/4stoð, Helga Hjördís 11/8 frák, Inga Muciniece 10/7 frák, Alda Leif og Rósa Indriða 5 stig hvor, Hrafnhildur Sævars 2 stig og Sara Mjöll 1 stig. Hildur Björg, Ellen Alfa og Berglind Gunnars skoruðu ekki.

Fjölnir: Bergþóra Holton 15 stig, Inga Buzoka 10/13 frák, Margareth McClosky 9/4 stoðs, Eva María 8/6 frák,  Heiðrún Harpa 4 stig, Birna Eiríks og Erna María 2 stig hvor, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Anna og Erla Sif skoruðu ekki.


Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Karl Friðriksson.

Símon B. Hjaltalín.

 

29.10.2010 09:54

Sambandsráðsfundur UMFÍ

37. Sambandsráðsfundur UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 16. október síðastliðinn. Hermundur Pálson varaform HSH var fulltrúi á fundinumÞar var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fara mun fram á Egilsstöðum næsta sumar..

 

Auk þess fór Björn Ármann Ólafsson formaður Unglingalandsmótsnefndar með fundarmönnum í skoðunarferð um bæinn og sýndi þeim keppnissvæði Unglingalandsmóts. Ekki var annað að sjá en fundarmönnum litist vel á aðstöðuna og hlökkuðu til að koma austur næsta sumar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Elínu Rán Björnsdóttur, formann UÍA og Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formann UMFÍ undirrita samstarfssamninginn.

29.10.2010 09:46

Víkingur - Snæfell Sunnudaginn 7 nóvember

29.10.2010 09:33

Fréttir frá Víking

Tomasz Luba framlengir út næsta tímabil


Varnarmaðurinn sterki Tomasz Luba og Víkingur komust í dag að samkomulagi um áframhaldandi samning og gildir hann til loka tímabilsins 2011.

Tomasz lék frábærlega í hjarta varnarinnar í sumar en alls spilaði hann 19 leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Auk þess spilaði hann 6 leiki í bikar og skoraði einnig tvö mörk. Tomasz var svo valinn í lið ársins í 2. deild af fotbolta.net ásamt fimm öðrum leikmönnum Víkings.

Tomasz kom til Víkinga fyrir síðasta keppnistímabil en hann lék áður með Reyni frá Sandgerði við góðann orðstýr. Tomasz er lykilmaður í liði Víkings og því gríðarlega sterkt að halda honum í Ólafsvík.

29.10.2010 00:25

Góður sigur hjá stúlknaflokki


Ellen var stigahæst með 21 stig í leiknum

Það var gamla kempan Falur Jóhann Harðarson sem mætti með unglingaflokk kvenna úr Keflavík í heimsókn miðvikudagskvöldið 27. október í íþróttahús Stykkishólms. Berglind Gunnarsdóttir opnaði stigareikninginn en Keflavík jöfnuðu 2-2, eftir það tóku Snæfellsstúlkur völdin og leiddu 17-11 eftir að Ellen Alfa hafði komið gríðarlega fersk af bekknum og skorað sex stig á stuttum tíma. 

 

Í upphafi annars leikhluta smellti Ellen tveimur þristum og Snæfell komnar 23-11 yfir.  Hildur Björg var gríðarlega öflug og var útum allan völl rífandi niður fráköst.  Berglind Gunnars var öflug og átti prýðisleik.  Snæfellsstúlkur fengu frábært framlag frá öllum og leiddu í hálfleik 44-19.  Keflavíkurstúlkur voru mislagðar hendur og það nýttu heimastúlkur sér mjög vel.


 
Í síðari hálfleik hófu Keflavíkurstúlkur með látum en heimastúlkur skoruðu 10-0 og þögguðu niður í háværri vörn gestanna.  Úrslit leiksins ráðin en einsog áður segir voru allar stúlkurnar í liðinu að standa sig.  Staðan eftir þriðja leikhluta 64-29 og lokatölur 82-39.


 
Stigaskor Snæfells og helstu tölfræði þættir: 

Ellen Alfa Högnadóttir 21 stig, Bergling Gunnarsdóttir 17 stig og 4 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 12 stig og 4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 7 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6 stig og 9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 5 stig, 6 fráköst og 11 stoðsendingar, Aníta Rún Sæþórsdóttir 4 stig og 5 fráköst.
 


Stigaskor Keflavíkur:

Lovísa Falsdóttir 11 stig og 5 fráköst, Ingunn Embla og Árný Sif 5 stig, Eva Rós og Jenný María 4 stig, Sigrún Alberts og Sandra Lind 3 stig og þær Soffía Rún og Aníta Eva 2 stig.

 

Stelpurnar hafa þá sigrað í báðum leikjum sínum en í fyrsta leik mótsins sigruðu okkar stúlkur sameinað lið KR og Fjölnis. 

 

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 14. nóvember gegn Njarðvík klukkan 15:15 í íþróttahúsi Njarðvíkur

29.10.2010 00:22

Snæfell náði 2 stigum á Króknum

Snæfell lagði leið sína á Krókinn þar sem eina stigalausa lið deildarinnar Tindastóll tók á móti okkar mönnum. Fyrir leikinn var toppsætið í boði fyrir Snæfell en fyrstu stigin í vetur fyrir Tindastól. Leikurinn byrjaði af krafti heimamannasem komust strax í 10-2 og voru sprækir með skyttuna Friðrik Hreinsson í fararbroddi. Snæfellingar voru ekkert á stressinu yfir þessu og sigu hægt og bítandi nær en staðan var 26-23 eftir fyrsta hluta fyrir Tindastól. 

 

Í öðrum hluta skoraði Snæfell 27 stig gegn 18 stigum Stólanna og blaðið að snúast við.Ryan var að setja 17 stig í fyrri halfleik og Burton 13 stig. Friðrik setti 14 og Kitanovic 10 stig. Staðan í hálfleik var 50-44 fyrir Snæfell sem voru komnir á skrið og líklega búnir að finna eitthvað af vörninn frá síðasta leik en þetta var samt þokkalegt skor beggja liða.

 

Snæfell voru komnir í 10 stiga mun 64-54 í upphafi síðari hálfleiks. Tindastóll eru sýnd veiði augljóslega en langt í frá að gefa leikinn svo auðveldlega. Þeir hjóu á forskot Snæfells um miðjann þriðja hluta þar sem staðan varð 67-68 og þeir búnir að skora 13 móti 4 stigum Snæfells. Þar sem Josh Rivers og Helgi Rafn fóru fyrir Tindastól en Kitanovic var einnig sterkur. Hjá Snæfelli héldu Pálmi, Ryan, Sean og Nonni liðinu skrefinu á undan en undir lok þriðja hluta jafnaði Tindastóll 73-73 með þrist frá Rivers og allt í járnum fyrir lokhlutann.

 

Tindastólsmenn komu hressir til leiks og tóku forystu strax 75-73 í lokhlutanum og náðu að halda því fram yfir miðjann hlutann. Ekki er vitað hvert varnarleikur Snæfells fór en allavega náðu þeir ekki að gera neitt á móti Tindastóli á þessum mínútum og voru bara farþegar hálfu skrefi á eftir. En eftir troðslu frá Ryan sem jafnaði leikinn 89-89 var ljós við enda gangnanna og Sean setti þrist strax á eftir 89-92. 

 

Snæfell mátti hreinlega þakka fyrir að knýja fram sigur í leiknum 94-92 eftir að Tindastóll sýndu að þeir eru orðnir þyrstir í sín fyrstu stig en þurfa að bíða aðeins lengur. Snæfell hins vegar þiggur tvö stig og komast á toppinn naumlega þó og spurning hvort varnarleikurinn sem týndist í KFÍ leiknum sé ekki ennþá fundinn?

 

Stigaskor.

Snæfell: Ryan 24/7 frák, Nonni 21/6 frák/5 stoð, Pálmi 19/5 frák/5 stoð, Sean 16 stig, Egill, Emil og Atli 4 stig hver, Kristján 2 stig, Gunnlaugur, Guðni og Hlynur skoruðu ekki.

 

Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðs, Friðrik 22/7 stoðs, Kitanovic 21/5 frák, Helgi Rafn 10/11 frák/6 stoð, Helgi M 9 stig, Kolev 5 stig. 

 

 

Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson. 

 

27.10.2010 15:26

Tippleikur UMFG

Góð þáttaka er í getraunaleik UMFG sem fór af stað núna í haust.
32 hópar eru skráðir til leiks. Getspeki er æði misjöfn. 
Spekingarnir hittast í Kaffi 59 á laugardagsmorgnum og bera þar saman bækur sínar
og skiptast þar á skoðunum um mismikið ágæti liða í ensku deildinni
Umsjónarmaður hópleiksins hjá UMFG er Guðmundur Gíslason


Staðan 23 0kt.
Leikvika 38 39 40 41 42 STAÐAN
Hópur            
1 Hjónin 8 8 8 9 10 43
2 2 efnilegir 7 11 9 7 7 41
3 H.G. 7 8 7 8 10 40
4 Sæstjarnan 7 9 7 7 10 40
5 Sjóarar 8 8 8 7 9 40
6 Trukkarnir 8 11 8 5 8 40
7 Synir Satans 6 9 9 7 8 39
8 Grafarþögn 8 8 5 6 11 38
9 N1 9 6 6 8 9 38
10 Púkarnir 7 7 8 8 8 38
11 Albatross 9 7 7 6 8 37
12 Asiska undrið 7 10 6 5 9 37
13 Meistararnir 7 6 8 7 9 37
14 Önundur 7 5 8 7 10 37
15 Pétursson 7 10 7 6 7 37
16 Sverðdís 7 9 7 5 9 37
17 Bryggjupollar 7 7 8 6 8 36
18 2  Bjartir 7 7 8 4 9 35
19 Frænkan 5 6 11 3 10 35
20 G-42 3 10 8 5 9 35
21 Litla ljónið 9 7 6 5 8 35
22 2 í glasi 6 8 6 6 8 34
23 Grobbelear 7 8 6 5 8 34
24 S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 34
25 Timon og Pumba 7 6 7 7 7 34
26 Kaffi 59 3 6 6 7 10 32
27 Sæbjúgun 6 5 5 7 9 32
28 Up the irons 6 5 5 6 10 32
29 What ever 6 8 6 5 7 32
30 Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 31
31 The blondies 3 7 8 4 9 31
32 Pungarnir 3 6 9 6 6 30
   =  Skiluðu ekki

25.10.2010 21:23

Auðvelt hjá Snæfell

Heimasigrar í leikjum kvöldsins
karfan.is

Heimasigrar í leikjum kvöldsins

Leikjum kvöldsins er nú lokið og unnust þeir allir á heimavelli. Snæfellingar voru sjóðandi heitir í fyrrihálfleik gegn KFÍ og skoruðu 79 stig en slökuðu aðeins á í þeim seinni og unnu 125-118 sigur. Í Garðabænum sigruðu heimamenn Njarðvíkinga 91-81 og í Seljaskóla unnu ÍR ingar uppgjör sigurlausu liðanna, 97-73 sigur á Tindastól.

 
Sean Burton var stigahæstur Snæfellinga með 29 stig en fjórir leikmenn Snæfells skoruðu 20 stig eða meira. Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur Ísfirðinga með 25 stig.

Í Breiðholtinu var Nemanja Sovic sem var heitastur fyrir heimamenn með 28 stig en Josh Rivers og Dragoljub Kitanovic skoruðu 17 stig hvor fyrir Tindastól.

Justin Shouse skoraði 23 stig yfir Stjörnuna og nýji maðurinn í Njarðvíkurbúningnu, Chris Smith skoraði 29 fyrir þá grænu.Mynd: Tomaz

25.10.2010 15:47

Gunnar Sturluson kjörinn varaformaður LH

Ný stjórn LH kosin

Á 57. Landsþingi LH sem haldið var síðastliðna helgi var gengið til kosninga á nýrri stjórn sambandsins. Kosningarnar voru mjög spennandi og eru niðurstöður þeirra að sjá hér.

Haraldur Þórarinsson, kosinn formaður án mótframboðs.
Gunnar Sturluson, kosinn varaformaður án mótframboðs.

Til aðalstjórnar buðu eftirtaldir aðilar sig fram:
Sigurður Ævarsson Sörla
Oddur Hafsteinsson Andvara
Sigrún Kristín Þórðardóttir Þyt
Þorvarður Helgason Fáki
Andrea M. Þorvaldsdóttir Létti
Hallgrímur Birkisson Geysi
Sigurður Hólmar Kristjánsson Funa
Bjarnleifur Bjarnleifsson Gusti
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða

Til aðalstjórnar hlutu eftirfarandi kosningu:
Oddur Hafsteinsson Andvara - hlaut 141 atkvæði
Sigurður Ævarsson Sörla - hlaut 132 atkvæði
Þorvarður Helgason Fák - hlaut 128 atkvæði
Sigrún Kristín Þórðardóttir Þyt - hlaut 125 atkvæði
Andrea M. Þorvaldsdóttir Létti -  hlaut 102 atkvæði

Til varastjórnar buðu eftirtaldir aðilar sig fram:
Anna Sigurðardóttir  Fáki
Erla Guðný Gylfadóttir Andvara
Maríanna Gunnarsdóttir Fáki
Sigurður Hólmar Kristjánsson Funa
Bjarnleifur Bjarnleifsson Gusti
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða
Petra Kristín Kristinsdóttir Sindra
Guðrún Stefánsdóttir Geysi

Til varastjórnar hlutu eftirfarandi kosningu:
Erla Guðný Gylfadóttir Andvara - hlaut 133 atkvæði      
Maríanna Gunnarsdóttir Fáki - hlaut 115 atkvæði
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða - hlaut 101 atkvæði
Petra Kristín Kristinsdóttir Sindra - hlaut 87 atkvæði
Guðrún Stefánsdóttir Geysi - hlaut 86 atkvæði

Ný stjórn Landssambandsins hefur því verið skipuð fyrir næstu tvö árin og gaman að segja frá því að hún er skipuð 6 karlmönnum og 6 kvenmönnum, jafnara gæti það ekki verið.

Fráfarandi stjórn er þakkað fyrir frábær störf á liðnum árum, en mikið hefur gengið á í hestamennskunni undanfarið og störf þeirra hafa ekki alltaf verið auðveld.
Nýrri stjórn er óskað til hamingju og velfarnaðar í starfi næstu árin.

24.10.2010 20:07

Víkingur fær Snæfell heim

Víkingur skaut sér leið í 32-liða úrslit Poweradebikarsins eftir naumann sigur 71-73 á Álftanesi. Þetta er nú kannksi ekki frá sögu færandi nema að þeir fá þann einstaka heiður að spreyta sig á verandi bikarmeisturum Snæfells í næsta leik. Leikurinn mun fara fram í Ólafsvík og munu Snæfellingar að sjálfsögðu flykkjast þangað og gera gott mót, þetta á bara eftir að efla körfuboltann á nesinu og tökum við því fagnandi.

Meira um þetta síðar en til hamingju Víkingur.

24.10.2010 20:06

Ingi þór ekki sáttur eftir KR leikinn

Ingi Þór: Ósáttur þegar við hendum leikjum frá okkur

 
,,Sade er góður leikmaður en hún er ekki í standi eins og er," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 68-40 ósigur liðsins gegn Íslandsmeisturum KR í Iceland Express deild kvenna í dag. Sade átti sinn annan dapra leik í röð og ljóst að Hólmarar mega ekki við farþegum í sínu liði enda stigalausir á botni deildarinnar.
,,Ég var mjög stoltur af liðinu mínu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við bara ekki með og við bara skömmumst okkar fyrir það, þetta var alveg eins og á móti Keflavík. KR spilaði fast og komst upp með það, við erum með ungar stelpur og þær bara hörfuðu," sagði Ingi og bætti við að aðeins þrír leikmenn í liðinu, tveir erlendir leikmenn og Rósa Indriðadóttir, væru einu leikmenn liðsins sem ekki væru unglingaflokksleikmenn.
 
,,Af þessum sökum erum við ekkert að setja markið of hátt, við skömmumst okkar ekkert fyrir að tapa gegn KR hérna en þegar við hendum leikjunum frá okkur þá er maður ósáttur. Við erum einum leik á eftir okkar markmiði en það hefur ekkert breyst og við höfum ekki efni á því að hafa neina farþega í liðinu og ef kaninn okkar ætlar að vera einhver farþegi þá sleppi ég henni frekar. Næst er svo Fjölnir og við þurfum bara að gyrða í brók fyrir þann leik enda mjög mikilvægur."

24.10.2010 20:03

Snæfellsstúlkur töpuðu fyrir KR

Kara slökkti vonir Snæfells í Vesturbænum (Umfjöllun)
24 10 2010 | 19:12

Kara slökkti vonir Snæfells í Vesturbænum (Umfjöllun)

 
Íslandsmeistarar KR tóku Snæfell í stutta kennslustund í Iceland Express deild kvenna í dag. Margrét Kara Sturludóttir slökkti í Hólmurum í upphafi þriðja leikhluta með þremur eitruðum þristum í röð og Snæfell sá aldrei til sólar eftir það útspil Köru sem gerði 24 stig í leiknum fyrir meistarana. KR hefur nú 4 stig eftir jafn margar umferðir en Snæfell situr enn á botni deildarinnar án stiga. 
Fyrri hálfleikur var afskaplega rólegur þar sem KR leiddi 15-9 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum bitu Hólmarar frá sér. Guðrún Gróa fékk sína þriðju villu í liði KR þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks og Hólmarar jöfnuðu metin í 21-21 þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir átti fína spretti fyrir gestina. Rauðir rifu sig svo lítið eitt frá KR og leiddu 24-28 í hálfleik en það virtist vekja heimakonur sem mættu sterkar til leiks síðustu 20 mínúturnar.
 
Margrét Kara Sturludóttir gerði þrjá eitraða þrista í röð fyrir KR sem skoruðu 25 stig gegn 7 hjá Snæfell og þegar mest lét gerði KR 25 stig í röð án þess að Hólmarar næðu að skora en þá var fjórði hluti hafinn og staðan orðin 51-33 KR í vil og ljóst í hvað stefndi.
 
Sade Logan, Bandaríkjamaður Snæfells, átti hrikalega dapran dag rétt eins og gegn Keflavík á dögunum og ljóst að hún þarf heldur betur að gyrða í brók, að öðrum kosti getur hún bara farið að skoða Duty Free bæklinginn.
 
Snæfell náði aldrei að sýna svipaðan leik og þær gerðu í öðrum leikhluta og því var lokahnykkurinn auðveldur fyrir KR sem lék flotta vörn í síðari hálfleik. Lokatölur 68-40 KR í vil sem virðast vera að ná áttum eftir brösugt upphaf á keppnistímabilinu.
 
Margrét Kara Sturludóttir var í sérflokki í dag með 24 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Snæfell var Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 10 stig en erlendu leikmenn Snæfells gerðu samtals 9 stig í leiknum og þurfa að herða róðurinn ef Hólmarar ætla sér stig í deildinni á næstunni.
 
Athyglisvert var að Snæfell fór aðeins einu sinni á línuna í leiknum en þann heiður hlaut Berglind Gunnarsdóttir sem setti aðeins niður annað vítið.
 
KR: Margrét Kara Sturludóttir 24/13 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8, Aðalheiður Ragna Óladóttir 7, Bergdís Ragnarsdóttir 4/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Rut Konráðsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/8 fráköst, Sigríður Elísa Eiríksdóttir 0, Helga Hrund Friðriksdóttir 0, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 0.
 
Snæfell : Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 7/5 stoðsendingar, Inga Muciniece 6/15 fráköst, Sade Logan 3/5 fráköst/4 varin skot, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/4 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0/5 fráköst.
 
Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson, Isak Ernir Kristinsson
 
Myndasafn og umfjöllun: Jón Björn Ólafsson - nonni@karfan.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31