Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Nóvember

30.11.2010 17:50

Troðslukeppni KKÍ og PEAKPEAK troðslukeppnin 2010
Stjörnuleikshátíð KKÍ fer fram 11. desember næstkomandi í Seljaskóla. Troðslukeppnin verður á sínum stað og þetta árið er hún í boði Súperskór sf. sem er með umboð fyrir Peak körfuboltaskó á Íslandi, sjá nánar á www.superskor.is.

Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem fer með sigur af hólmi:

- 25.000 kr. vöruúttekt hjá Peak
- Styrktarsamningur við Peak fyrir tímabilið 2011-2012
- DVD diskur með öllum troðslum sigurvegarans í keppninni frá Leikbrot.is

Skráning fer fram hjá Körfuknattleikssambandi Íslands í gegnum tölvupóst á kki@kki.is.

30.11.2010 17:20

Snæfells stelpurnar unnu Hauka

Unglingafl. kvenna sigruðu Hauka

Unglingaflokkur kvenna sóttu heim Haukastúlkur sem höfðu sigrað þrjá fyrstu leiki sína og voru því líkt og Snæfellsstúlkur ósigraðar.
 


Snæfellsstúlkur voru grimmari aðilinn í þessum leik en slök hittni hjá báðum liðum var aðalsmerki leiksins.  Það var sama í hvernig færi stelpurnar voru, boltinn var ekki að detta.  Hrafnhildur Sif og Berglind Gunnars sáu um stigaskorunina fyrir Snæfell þegar þrettán fyrstu stigin komu í hús, staðan 6-13.  Björg Guðrún setti þrist og staðan 10-16 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur voru duglegar að næla sér í villur og voru stelpurnar í stóru stöðunum allar komnar tvær og þrjár villur. 

 

Í öðrum leikhluta var jafnræði á með liðunum en Hildur Björg og Sara Mjöll skoruðu ásamt Berglindi í leikhlutanum og leiddu Snæfell 22-28 í hálfleik.  Snæfellsstelpur byrjuðu þriðja leikhluta sterkt og skoruðu þær mikið af vítalínunni þar sem Haukastúlkur og þjálfari voru ósáttar við villurnar sem þær voru að fá og fá ekki, 0-18 áhlaup Snæfells kom þeim í 22-46 en staðan eftir þriðja leikhluta 29-50. 

 

Margrét og Lovísa voru ekki tilbúnar að tapa svo stórt og bitu frá sér með góðum körfum, þrjár þriggja stiga í röð og sniðskot, kom muninum niður í tólf stig 40-52.  Hrafnhildur Sif setti þá niður þrjár góðar körfur ásamt þeim Berglindi og Hildi Björgu og sigldu stelpurnar öruggum sigri í hús 54-64.


 
Snæfelsstelpurnar eru því ósigraðar á toppi unglingaflokks kvenna en næsti leikur er gegn Njarðvíkurstúlkum föstudaginn 10. desember klukkan 1800 á útivelli þar sem strákarnir leika beint á eftir.
 


Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 24 stig, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 15, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3 og þær Aníta Rún Sæþórsdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Auður Bárðardóttir spiluðu en skoruðu ekki.


 
Stigaskor Hauka: Lovísa Henningsdóttir 21 stig, Margrét Hálfdánardóttir 16, Auður Ólafsdóttir 6, Inga Sif 5, Krstjána Ægisdóttir og Ina Sturludóttir 2.  Eydís náði ekki að skora.

30.11.2010 12:46

Þorsteinn Már íþróttamaður Grundarfjarðar

Þorsteinn Már er íþróttamaður ársins í Grundarfirði

30. nóvember 2010

Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, sem leikið hefur með Víkingi Ólafsvík síðastliðin ár, hlaut nafnbótina íþróttamaður ársins 2010 í Grundarfirði síðasta sunnudag á aðventuskemmtun í Samkomuhúsinu. Tveir aðrir íþróttamenn voru tilnefndir; Hugrún Elísdóttir fyrir góðan árangur í golfi og Sunna Björk Skarphéðinsdóttir fyrir blak.

Þorsteinn Már var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar af fyrirliðum og þjálfurum í sumar og þá var hann næst markahæstur í deildinni með 18 mörk í 21 leik. Hann hefur undanfarið verið á æfingum með danska félaginu Vejle til reynslu og kemur fljótlega í ljós hvort hann verður keyptur þangað.

30.11.2010 11:49

Getraunaleikur UMFG

Hér er staðan í getraunaleik UMFG eftir 10 umferðir.

Hjónin eru með forystu og leiða með 87 stig. Þeir Tommi og Jón frímann reka lestina með
66 stig


Staðan 28 Nóv.
Leikvika 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 STAÐAN
Hópur                      
1 Hjónin 8 8 8 9 10 10 9 9 6 10 87
2 Sæstjarnan 7 9 7 7 10 10 10 10 7 7 84
3 Trukkarnir 8 11 8 5 8 11 8 9 8 7 83
4 H.G. 7 8 7 8 10 9 11 11 7 4 82
5 Sjóarar 8 8 8 7 9 10 8 11 6 7 82
6 Litla ljónið 9 7 6 5 8 12 10 11 5 8 81
7 Grafarþögn 8 8 5 6 11 10 10 8 7 7 80
8 Asiska undrið 7 10 6 5 9 9 10 9 5 9 79
9 G-42 3 10 8 5 9 10 10 8 7 9 79
10 Púkarnir 7 7 8 8 8 9 8 10 5 9 79
11 Sverðdís 7 9 7 5 9 8 9 8 7 10 79
12 Önundur 7 5 8 7 10 11 8 8 8 7 79
13 Albatross 9 7 7 6 8 11 8 8 6 8 78
14 2 efnilegir 7 11 9 7 7 9 7 9 5 6 77
15 Bryggjupollar 7 7 8 6 8 10 9 9 6 7 77
16 N1 9 6 6 8 9 10 9 9 5 6 77
17 S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 11 9 7 7 9 77
18 2 í glasi 6 8 6 6 8 10 9 8 7 8 76
19 Meistararnir 7 6 8 7 9 10 8 10 5 5 75
20 Synir Satans 6 9 9 7 8 9 5 6 8 8 75
21 Frænkan 5 6 11 3 10 10 7 8 7 7 74
22 Kaffi 59 3 6 6 7 10 8 9 8 8 8 73
23 Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 10 7 9 8 8 73
24 Grobbelear 7 8 6 5 8 10 8 8 6 6 72
25 Pétursson 7 10 7 6 7 11 7 8 6 3 72
26 Timon og Pumba 7 6 7 7 7 10 8 7 7 6 72
27 What ever 6 8 6 5 7 10 7 9 6 8 72
28 2  Bjartir 7 7 8 4 9 7 7 9 6 5 69
29 The blondies 3 7 8 4 9 9 6 8 8 7 69
30 Pungarnir 3 6 9 6 6 9 6 9 8 6 68
31 Sæbjúgun 6 5 5 7 9 7 8 9 6 6 68
32 Up the irons 6 5 5 6 10 8 5 9 5 7 66

29.11.2010 14:26

Sigurganga heldur áfram hjá Snæfell

 

 

Snæfellingar hafa verið á skriði undafarið og unnið 7 af 8 leikjum sínum í deildinni og í heimsókn til í þeirra í kvöld kom hið stórgóða lið Stjörnunnar úr Garðabæ sem er ekki langt undan í 4. sæti með 5 sigra.

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Nonni, Sean, Ryan, Emil Þór, Pálmi.

Stjarnan: Justin, Jovan, Marvin, Fannar, Ólafur.

 

Leikurinn hófst jafn og skemmtilegur og liðin skoruðu á víxl. En um miðbik fyrsta fjórðungs smelltu Sean, Nonni og Pálmi sónum þristinum hver og juku forystunua um 9 stig 18-9 fyrir Snæfell. Stjörnumenn hertu þó róðurinn eftir slakar sóknir á kafla og nýttu betur skot og sendingar og jöfnuðu 21-21. Justinn setti einn þrist á flautu og leiddi Stjarnan 23-24 eftir fyrsta hluta en Justin hafði verið að rífa liðið áfram undir lokin.

 

Jovan Zdravevski setti nokkra funheita fyrir Stjörnuna og Snæfell var að hamast við að hanga í þeim en héngu þó. Kjartan Atli fékk villu fyrir að hanga bókstaflega á höndum Ryan Amoroso en Ryan uppskar óverðskuldaða óíþróttamannslega villu fyrir að reyna að losa sig. Mikið var um pústra og leikurinn harðnaði og voru Stjörnumenn að fá dæmdar á sig sóknarvillur en Snæfell náði að leiða 57-54 í hálfleik.

 

Í stigaskori voru Snæfellingar með Pálma í 15 stigum og 4 fráköstum, Nonna Mæju og Ryan Amoroso í 11 stigum en þeir voru að skipta þessu jafanar á milli sín á meðan Justin Shouse var kominn með 18 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 12 stig og voru þeir c.a þeir einu sem drógu vagninn.

 

Snæfell náði að koma sér í 12 stiga forystu 75-63 um miðjann þriðja hluta og var Justin að hanga mikið á boltanum sem skilaði Stjörnunni engu en Emil Þór tók góða vörn á hann á kafla og átti flotta sóknarspretti einnig. Snæfell komst svo í 20 stigin 89-69 með gríðalega flottum leik þar sem ekkert virtist stoppa Pálma Frey að stjórna liðinu áfram. Kjartan Atli setti þrjú stig á síðustu sekúndum fjórðungsins og staðan 89-72 fyrir heimamenn í Snæfelli.

 

Snæfell átti ekki í erfiðleikum með að halda forystunni þó fjórði hluti væri jafn framan af en Stjörnumenn réðu lítið við það að saxa á. Egill Egils kom heitur af bekknum og nýtti sínar mínútur vel í leiknum, hjá Stjörnunni kom Marvin í staðinn fyrir Jovan í og Justin var skugginn af sjálfum sér í seinni hálfleik og varnalega hrundi flest. Snæfell var hreinlega of stór biti fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik og Snæfell heldur sigurgöngunni áfram eftir þennan leik sem endaði 114-96.

 

Stigaskor og helsta tölfræði leikmanna.

 

Snæfell:

Pálmi Freyr 21/9 frák/6 stoðs. Emil Þór 21 stig. Nonni 19/8 frák. Ryan 15/13 frák. Egill Egils 14 stig. Sean 14/9 stoðs. Daníel og Gunnlaugur 3 stig hvor. Atli Rafn og Sveinn Arnar 2 stig hvor. Guðni og Birgir náðu ekki að skora.

 

Stjarnan:

Marvin 25 stig. Justin 25/6 frák/9 stoðs. Jovan 16/4 frák. Ólafur og Kjartan 6 stig hvor. Fannar og Daníel 5 stig. Guðjón 4 stig. Sigurbjörn og Birgir 2 stig.

 

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson.

 

Símon B. Hjaltalín.

Mynd. Þorsteinn Eyþórsson.

29.11.2010 14:10

Fréttir af Silfurleikum ÍR

Krakkarnir á Silfurleikum ÍR stóðu sig mjög vel 
Yngri krakkarnir kepptu í þrautabraut og skemmtu sér konunglega. Þeim var skipt upp í hópa sem hétu selir og þrestir.
Alls voru keppendur frá HSH 14 og komu þeir frá Snæfell og UMF.Grundarfjarðar
Árangur eldri keppenda var eftir farandi.
Jón Páll Gunnarsson varð í
    1. sæti í kúluvarpi drengja 12 ára kastaði 11.34,
Ásta Kristný Hjaltalín varð í
    2. sæti í spretthlaupi 11 ára stelpur, hluap á 09,02.
Katrín eva Hafsteinsdóttir varð í
    4. sæti í kúluvarpi 13 ára stelpur kastaði 8,03.
    19 sæti í spretthlaupi, hljóp á 10,27
    12-13. sæti í hástökki, stökk 1,20
Helena Helga Baldursdóttir varð í
    10 sæti í spretthlaupi, hljóp á 09,11
    10. sæti í þrístökki, stökk 08,49
    4. sæti í 800m hlaupi, hljóp á 2:41,37
    12-13. sæti í hástökki, stökk 1,20
Camilla Rós Þrastardóttir varð í
    36 sæti í spretthlaupi, hljóp á 10,78
    17. sæti í 800m hlaupi, hljóp á 3:28,81

Nánar upplýsingar eru á heimasíður ÍR,

Elín Ragna Þórðardóttir og Kristín Halla, Þjálfarar og farastjórar.27.11.2010 22:43

Liðin í Stjörnuleiknum klár

Nonni atkvæðamestur.
mynd frá kki.is

Nú er það ljóst hvaða leikmenn hlutu flest atkvæði í kosningunni í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 11. desember í Seljaskóla.Samtals kusu 2.535 einstaklingar og var dreifing atkvæða nokkuð jöfn. Byrjunarliðin samkvæmt vali aðdáenda verða sem hér segir:Höfuðborgarsvæðið
Bakvörður: Pavel Ermolinskij · KR
Bakvörður: Ægir Þór Steinarsson · Fjölnir
Framherji: Marvin Valdimarsson · Stjarnan
Framherji: Jovan Zdravevski · Stjarnan
Miðherji: Fannar Ólafsson · KR


Landsbyggðin
Bakvörður: Sean Burton · Snæfell
Bakvörður: Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Framherji: Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Framherji: Páll Axel Vilbergsson · Grindavík
Miðherji: Ryan Amaroso · Snæfell

Atkvæðafjöldi: Heildaratkvæði · Top 15 yfir flest atkvæði

1. Jón Ólafur Jónsson · 612
2. Páll Axel Vilbergsson · 589
3. Pavel Ermolinskij · 430
4. Ægir Þór Steinarsson · 413
5. Sean Burton · 347
6. Jovan Zdravevski · 336
7. Hörður Axel Vilhjálmsson · 313
8. Marvin Valdimarsson · 306
9. Hreggviður Magnússon · 292
10. Justin Shouse · 266
11. Hayward Fain · 236
12. Fannar Ólafsson · 228
13. Ryan Amaroso · 219
14. Kelly Biedler · 218
15. Andre Dabney · 214

Top 5 eftir leikstöðum:


Bakverðir:
Pavel Ermolinskij · 430
Ægir Þór Steinarsson · 413
Sean Burton · 347
Hörður Axel Vilhjálmsson · 313
Justin Shouse · 266

Framherjar:
Jón Ólafur Jónsson · 612
Páll Axel Vilbergsson · 589
Jovan Zdravevski · 336
Marvin Valdimarsson · 306
Hreggviður Magnússon · 292


Miðherjar:
Fannar Ólafson · 228
Ryan Amaroso · 219
Fannar Helgason · 209
Gerald Robinson · 193
Lazar Trifunovic · 154

27.11.2010 22:41

8 flokkur drengja hjá Snæfell

Umfjöllun frá móti 8.flokk drengja á Selfossi.

8. flokkur drengja keppti á öðru fjölliðamóti vetrarins á Selfossi helgina 13. til 14. nóvember.  Strákarnir unnu D-riðilinn í október og voru því komnir upp í C-riðil.  
Snæfell endaði í 3. sæti á mótinu núna á Selfossi, þar sem tveir leikir unnust og tveir töpuðust.  Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Ástþór, Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hermann, Jakob Breki, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.

 

Fyrstu andstæðingarnir var lið Ármenninga.  Ármenningar spiluðu þennan leik vel og börðust mun meira heldur en Snæfellstrákarnir sem voru ekki tilbúnir í leikinn og virtust smeykir við hávaxnara lið Ármanns.  Snæfell klóraði aðeins í bakkann í seinni hálfleik en sigur Ármanns var aldrei í hættu og lokatölur voru 51-29.

Stig Snæfells:
Hafsteinn Helgi 9, Jón Páll 7, Eyþór Arnar 6, Ástþór 2, Hermann 2, Ólafur Þórir 2 og Viktor Marinó 1.Seinni leikurinn á laugardeginum var á móti firnasterku liði Breiðabliks.  Breiðablik unnu leikinn sannfærandi og náðu Snæfellsstrákarnir sér engan veginn á strik. Lokatölur voru 51-17.
Stig Snæfells:
Viktor Marinó 6, Finnbogi Þór 3, Hermann 2, Jón Páll 2, Ólafur Þórir 2 og Marteinn Óli 2.Það var allt annað lið Snæfells sem mætti til leiks á sunnudagsmorgun þegar strákarnir mættu liði heimamanna í FSU.  Baráttan og krafturinn var til staðar og sáust fallegar körfur inn á milli.  Leikurinn var jafn framan af,  en snemma í 4. leikhluta hafði Snæfell náð 10 stiga forystu.  FSU saxaði á forskotið síðustu mínúturnar  og náðu að minnkan muninn niður í 2 stig.  En vörn Snæfells hélt og Snæfell fagnaði sigri 33-31.
Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 12, Jón Páll 8, Ástþór 4, Hafsteinn Helgi 4, Jakob Breki 3, Marteinn Óli 2.

Síðasti leikurinn var á móti Val.  Snæfell þurfti að sigra til þess að eiga ekki hættu á að falla í D-riðil.  Valur byrjaði leikinn betur og hafði nauma forystu eftir 1. leikhluta.  Snæfell byrjuðu 2. leikhluta af krafti þar sem Jón Páll átti góðar rispur í sókninni og vörnin small saman.  En stuttu seinna meiddi Jón Páll sig illa á ökkla og gat því ekki leikið meira með.  En Snæfellsstrákarnir héldu áfram að bæta í sarpinn og náðu upp góðri forystu sem þeir bættu bara við í seinni hálfleik.  Lokatölur voru 45-26 Snæfelli í vil.
Stig Snæfells:
Ólafur Þórir 11, Hafsteinn Helgi 10, Viktor Marinó 8, Jón Páll 6, Marteinn Óli 4, Ástþór 2, Finnbogi Þór 2 og Eyþór Arnar 2.

 

Snæfell náði heldur betur að rétta úr kútnum eftir tvo erfiða leiki á laugardeginum og spiluðu fantavel og sýndu mikla baráttu á sunnudeginum sem skiluðu sér í tveimur góðum sigrum.

 

Pálmi Freyr Sigurgeirsson, þjálfari 8.flokks.

26.11.2010 07:49

Fréttir af 7 og 11 flokk hjá Snæfell

Stuttlega frá mótum 11. og 7. fl. drengja.
11. flokkur með Sean á Akureyri

 

 

11. Flokkur drengja á Akureyri:


Strákarnir byrjuðu mótið mjög vel, með sigri á Val, Keflavík og Breiðablik með í kringum 15 stigum hvern leik. Snjólfur var allsráðandi í þessum þremur leikjum sem og Óttar og Tinni léku einnig vel. Þeir töpuðu svo lokaleiknum gegn Þór, en ég þurfti frá að hverfa að spila gegn Njarðvík og var ekki með þeim í síðasta leiknum.11. flokkur drengja í Keflavik:


Aftur, skiluðu strákarnir sigri í fyrstu þremur leikjunum auðveldlega á Keflavík, Breiðablik og Skallagrím. Við töpuðum svo síðasta leiknum gegn ÍR, þeir voru bara númeri of stórir og léku á alls oddi á vellinum. Snjólfur frákastaði vel á mótinu, Kiddi átti góð skot og Óttar kom inn með góð vörn á bakverðina.7. flokkur drengja á Stykkishólmi:


Strákarnir léku flottann liðsbolta og náði 3-1 sigri á mótinu. Þeir töpuðu síðasta leiknum gegn FSU sem voru hreinlega of stórir og tóku of mörg fráköst. Jón Páll var líklegast besti leikmaður mótsins en Finnbogi og Elli áttu mjög gott mót.Sean Burton.

26.11.2010 07:43

Vikingur vann UMFG

Tap gegn Víking

Grundarfjörður og Víkingur Ól áttust við í kvöld í hörku futsal leik. Stór skörð voru höggvin í leikmannahóp Grundarfjarðar þar sem að tveir byrjunarliðsmenn fengu rautt í leik gegn Breiðablik um síðustu helgi. Hinrik Jóhannesson tók að sér það hlutverk að standa á milli stanganna í leiknum.

Grundarfjörður komst í 1-0 með marki frá Semek en Víkingar svöruðu með 3 mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Hinni átti góðan leik í markinu.

Í seinni hálfleik var öldin önnur og Víkingar skoruðu 8 mörk gegn einu frá Semek. Leikurinn fór því 11-2 Víkingum í vil.  Mörk Víkings voru að mestu leiti  skoruðu af Grundfirðingum eða 9 af 11.  Heimir Þór(6), Þorsteinn Már(2), Tomas(1), Alfreð(1) og Brynjar Kristmunds(1).

Nú eru tveir leikir eftir gegn Kára frá Akranesi og þetta er úrslita rimma um hvort liðið lendir í öðru sæti í riðlinum. Það eru því spennandi leikir framundan hjá Grundarfirði.


Semek skoraði bæði mörk Grundarfjarðar og er markahæstur í liðinu með 11 mörk í 4 leikjum.

25.11.2010 16:16

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátíð


             

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

Laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 20:00

ætlum við að hittast á Vegamótum og halda uppskeruhátíð

hestamanna á Snæfellsnesi.

 

Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Knapi ársins

·        Efnilegasti knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu þar sem

 aðalvinningurinn er folatollur undir Dyn frá Hvammi

Miðaverð aðeins 1000kr.

 


Grilluð lambasteik 2.950kr., grilluð kjúklingabringa 2.350kr.  

eða lúxushamborgarar með öllu 2200, ásamt kaffi og eftirétt sem  fylgir réttunum.

Léttvín og bjór er selt á staðnum. 

Látið vita um þátttöku í síðasta lagi á föstudaginn, kl. 16:00

í netfangið herborgs@hive.is

eða í síma 893 1584

 

Vonumst til að sjá sem flesta

                                      Stjórnin   

25.11.2010 15:25

Snæfell skellti Njarðvík

Snæfell gerði góða ferð í Ljónagryfjuna í kvöld og skellti Njarðvíkingum 60-82 í Iceland Express deild kvenna. Með sigrinum eru Hólmarar komnir með sex stig í deildinni en eru samt áfram í 6. sæti, 2 stigum á eftir bikarmeisturum Hauka.


Úr leik Snæfells og Hamars

25.11.2010 10:37

Víkingur tapaði fyrir ÍG 89-103

Víkingur tók á móti ÍG í körfuknattleik um síðustu helgi, gestirnir komust í 7-0
áður en heimamenn tóku við sér og fóru að setja boltan niður í netið,

Víkingarnir  héldu ágætlega í við gestina og þegar leikurinn var hálfnaður munaði ekki

 nema fjórum stigum á liðunum. Leiknum lauk þó með sigri ÍG, 89-103 og má segja
að Víkingar hafi liðið fyrir það hve margir af leikmönnum liðsins voru á sjó þennan dag.

Næsti leikur Víkings verður 4. desember í Ólafsvík, andstæðingar Víkings verða
þá liðsmenn Patreks sem er með heimavöll í Reykjavík. Stuðningsmenn Víkings
verða nú að vona að ekki  verði sjóveður þennan laugardag svo að hægt verði að
tefla fram sterkasta liðinu og hafa næga varamen að auki. Staðan í A-riðli annarar
deildar er þannig að Akranes og ÍG eru efst með 8 stig hvort lið en Víkingur er í sjöunda
og næst-neðsta sæti með 2 stig.

Frétt úr Jökli

24.11.2010 12:16

Formannafundur ÍSÍ 2010

Formannafundur ÍSÍ 2010


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31