Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2010 Desember

29.12.2010 20:17

Breytingar hjá kvennaliði Snæfells


Tveimur leikmönnum kvennaliðs Snæfells hefur verið sagt upp samningi en þær Inga Muciniece og Sade Logan munu ekki mæta í Hólminn á nýju ári vegna þess.

 

Leit stendur yfir að einum erlendum leikmanni í kvennaliðið en ákveðið hefur verið að fara sér hægt í þeim efnum og gera vel á þessum tímum og spurning hvort það náist fyrir fyrsta leik liðsins 5. janúar gegn Fjölni eða ekki.

29.12.2010 20:15

Snæfellingar í Unglingalandslið


Í kringum hátíðarnar eru æfingar hjá landsliðum Íslands í körfu og eigum við Snæfellingar fulltrúa í nokkrum hópum ásamt því að Ingi Þór Steinþórsson er þjálfari U16 landsliðs drengja. Æfingar standa yfir á milli jóla og nýárs og óskum við þeim góðs gengis á sínum æfingum sem vonandi gefa góð fyrirheit. 

 

U15 og U16 landslið stúlkna: Aníta Rún Sæþórsdóttir.

U18 landslið kvenna: Berglind Gunnarsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir.

U20 landslið karla: Egill Egilsson og Kristján Pétur Andrésson.

29.12.2010 20:14

Gamlársdagshlaup

Gamlárshlaup 2010 í Grundarfirði.

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni!

Þess vegna er nú í annað sinn efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k.

 

 

Farnar verða 3 vegalengdir, þ.e. 3 km, 5 km og 10 km.

Og athugið: það má líka ganga!

Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hlaupið er hugsað fyrir alla aldurshópa.

Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju, en hlaupið/gangan byrjar kl. 11.30.

Leiðirnar liggja að mestu um reiðveginn og er hver leið um sig vel merkt.

Hressing í lokin.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í skrautlegum búningum til að lífga upp á þennan síðasta dag ársins!

Í fyrra var góð þátttaka - gerum enn betur í ár!

Með Gamlárskveðju!

Skokkhópur Grundarfjarðar

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

23.12.2010 12:07

Hlynur Bærings í topp 10

Tíu efstu í kjöri Íþróttam. ársinsÍþróttamaður ársins 2010 verður útnefndur þann 5. janúar á árlegu hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Listi yfir tíu efstu í kjörinu að þessu sinni var birtur í morgun, en það eru félagar í Samtökum íþróttafréttamanna sem kjósa íþróttamann ársins. Félagarnir eru 21 talsins og koma frá RÚV, Stöð 2, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, DV, Skinfaxa og Fótbolta.net. Að þessu sinni er kosið um nafnbótina í 55. sinn, en hana hlaut Vilhjálmur Einarsson fyrstur allra árið 1956.

Listi tíu efstu í stafrófsröð:

Alexander Petersson, handknattleiksmaður
Arnór Atlason, handknattleiksmaður
Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona
Hlynur Bæringsson, körfuboltamaður
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrnukona
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður.

23.12.2010 11:49

U20 landslið í körfubolta

Ægir Þór Steinarsson er í úrtaki U-20 ára liðsins
Ægir Þór Steinarsson er í úrtaki U-20 ára liðsins
Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið 33 leikmenn til æfinga fimmtudaginn 30. des

Egill Egilsson og Kristján Pétur Andrésson Snæfell er báðir í hópnum

Þessi nýi æfingahópur og verkefnið sem liðið fer í næsta sumar er að mörgu leyti frábrugðið öðrum verkefnum sem eru í gangi á vegum KKÍ.

Markmið með U-20 ára landsliðinu er að skapa tækifæri fyrir alla bestu leikmennina undir 20 ára en ekki að halda sig eingöngu við elsta aldursárið þannig er t.d. valið í þennan fyrsta æfingahóp drengir fæddir 1991-1994.

22.12.2010 14:10

Leið okkar allra

Leiðin okkar allra vekur athygli og í morgunblaðinu í dag er góð grein um útgáfun.
Hér til hægri á síðunni má smella á DVD diskinn til að komast á pöntunarform inni á leikbrot.is fyrir þá sem vilja tryggja sér diskinn sem fyrst. Það eru strákarnir í Illusion sem gera myndina góðu og fyrir þeim fer Andri Þór Kristinsson hjá Leikbrot.is. DVD diskurinn, Leið okkar allra, kostar 3500,- eins og flestum er orðið kunnugt.

 

Hvar fæst myndin?

Verið er að selja í Bónus Stykkishólmi og hægt er að hafa samband við stjórnarmenn til frekari upplýsinga. Fyrir höfuborgarsvæðið er hægt að fá myndina  í söluturninum Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar og einnig í Jóa Útherja Ármúla.

Hér er viðtal við Inga Þór úr þætti Valtýs Bjarnar.

Smellið á myndina hér til hægri og tryggið ykkur Jólagjöfina í ár með lopapeysunni.


22.12.2010 14:01

6 leikmenn úr Víking í æfingahóp futsal

Tryggvi Guðmundsson er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur er einn af sjö Keflvíkingum í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar 28. og 29. desember og fara æfingarnar fram á Ásvöllum.

Þetta er fyrsti landsliðshópur Íslands í Futsal en Willum mun velja leikmenn úr þessum hópi fyrir undankeppni EM í janúar. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.

Willum valdi 29 leikmenn í þennan æfingahóp en þar af eru 26 leikmenn úr liðunum fjórum sem komust í undanúrslit á Íslandsmótinu en það eru Fjölnir, Víkingur Ólafsvík, Keflavík og ÍBV.

Landsliðshópurinn:
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Magnús Þorsteinsson (Keflavík)
Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Magnús Þ Matthíasson (Keflavík)
Eyþór Ingi Júlíusson (Keflavík)
Sigurður Sævarsson (Keflavík)
Bojan Ljubicic (Keflavík)
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Ottó Marinó Ingason (Fjölnir)
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Steinar Örn Gunnarsson (Fjölnir)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Fjölnir)
Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
Einar Hjörleifsson (Víkingur )
Brynjar Kristmundsson (Víkingur )
Brynjar Gauti Guðjónsson (Víkingur )
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur )
Heimir Þór Ásgeirsson (Víkingur )
Dominik Bajda (Víkingur )
Albert Sævarsson (ÍBV)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Andri Ólafsson (ÍBV)
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Bjarni Rúnar Einarsson (Framherjar)
Björn Bergmann Vilhjálmsson (Stordal)


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=101717#ixzz18qhdKBk4

21.12.2010 13:24

Þing KSÍ 2011


Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 12. janúar

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið laugardaginn 12. febrúar 2011


65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 12. febrúar 2011.


Knattspyrnusamband Íslands21.12.2010 11:26

Snæfells stúlkur unnu Njarðvík

Unglingaflokkur kvenna sigraði Njarðvík.
Bergind Gunnars skoraði 20 stig

Stelpurnar höfðu fyrir leikinn sigrað alla sína þrjá leiki gegn, KR/Fjölnir, Keflavík, Haukum og nú mættu þær Njarðvíkurstúlkum.


 
Heimastúlkur opnuðu leikinn með körfu og fengu vítaskot að auki sem þær misnotuðu, eftir það kom 0-15 kafli hjá Snæfellsstúlkum sem var munurinn á liðunum framan af.  Allir leikmenn komu að stigaskorinu á þessum kafla og stelpurnar miklu sterkari en heimastúlkur.  Breyttur varnarleikur hjá Njarðvík hægði á leiknum og eftir að Snæfell höfðu komist í 12-31 löguðu heimastúlkur stöðuna en tvær góðar körfur frá Snæfell tryggði þeim 22-39 í hálfleik. 

 

Jafnt og þétt náðu Njarðvíkurstúlkur að minnka muninn, staðan 45-56 en þá komu fimm stig í röð frá Hildi Björgu og staðan eftir þrjá leikhluta 46-61.  Njarðvíkingar voru farnar að hitna fyrir utan þriggjastigalínuna en fjórar sóknir hjá þeim luku með skoti um leið og skotklukkann rann út.  Minnst náðu þær að minnka muninn í 49-59 en Helga og Berglind skoruðu fyrir Snæfell og héldu muninum í yfir tíu stig áfram.  Lokatölur 67-83.


 
Flottur útisigur hjá Snæfell á Njarðvík og eru stelpurnar efstar í unglingaflokki kvenna með fjóra sigra og ekkert tap.  Næsti leikur er gegn KR/Fjölnir 16. janúar í DHL-Höllinni klukkan 1830.


 
Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 20 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 18, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12, Hrafnhildur SIf SÆvarsson og Sara Mjöll Magnúsdóttir 6, Aníta Rún Sæþórsdóttir 4 og Björg Guðrún Einarsdóttir 5.

 

Stigaskor Njarðvíkur: Dagmar Traustadóttir 18 stig, Eyrún Líf Sigurðardóttir 17, Heiða Valdimarsdóttir 15, Erna Hákonardóttir 10, Emelía Ó. Grétarsdóttir og Ína María Einarsdóttir 2 stig hvor. 

 

Umfjöllun: Ingi Þór Steinþórsson

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

21.12.2010 11:25

Snæfells strákar töpuðu fyrir Njarðvík

Tapleikur í Njarðvík hjá Unglfl.kk.

Strákarnir í unglingaflokki mættu til leiks á eftir leik Njarðvíkur og KFÍ í Iceland Expressdeild karla.  Njarðvík höfðu unnið 5 og tapað 1 fyrir leikinn en Snæfell/Skallagrímur unnið 4 og tapað 2, báðum á útivelli.


 
Strákarnir hófu leikinn mjög vel og sóttu hart á maður á mann vörn heimamanna þeir leiddu 6-16, dómgæslan var ekki að fara vel í heimamenn sem uppskáru tæknivíti mjög fljótlega eftir mistök með 24 sekúnda klukkuna og kveikti það í grænum.  Þeir sóttu hart að Vesturlandspeyjunum og minnkuðu muninn í 18-20 en staðan eftir fyrsta leikhluta 18-24 þar sem Hlynur Hreinsson var kominn á örskömmum tíma þrjár villur.  Njarðvíkingar hófu að pressa og spila svæðisvörn sem sló gestina algjörlega útaf laginu.  Tapaðir boltar og auðveldar körfur voru aðalsmerki leik Snæfells/Skallagríms. 

 

Njarðvíkingar sigu framúr og leiddu í hálfleik 45-38.  Magnað var að sjá hversu mikið hagnaðarreglan var notuð í leiknum en við förum ekki sunnar í þau mál.  
Snæfell/Skallagrímur misstu fljótlega Hlyn Hreins útaf með fimm villur og áttu strákarnir í miklum vandræðum með að leysa pressuvörn Njarðvíkinga og á skömmum tíma leiddu Njarðvíkingar 67-49.  Staðan eftir þriðja leikhluta 83-59 og gestirnir ekki að leysa verkefnin á gólfinu.  Varnarleikur Snæfell/Skallagríms var hræðilegur og gátu Njarðvíkingar leikið sér að því að skora að vild. Lokatölur 102-79.


 
Strákarnir hafa nú unnið fjóra leiki, alla á heimavelli og tapað þremur útileikjum.  Næsti leikur er gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn 8. janúar í Hveragerði.

21.12.2010 11:23

Snæfellsmenn í útbreiðslustörfum

Ingi Þór, Ryan og Sean í grunnskólanum í Ólafsvík.

Þeir mætu menn Ingi Þór þjálfari Snæfells og leikmennirnir Ryan Amoroso og Sean Burton lögðu leið sína vestur Snæfellsnesið nánar tiltekið í grunnskólann í Ólafsvík síðastliðinn þriðjudag 14. des. 

Þar skelltu þeir sér í körfubolta með krökkum úr 5. bekk og upp í 10. bekk og ekki lét áhuginn og fjörið á sér standa hjá drengjum og stúlkum í Ólafsvíkinni og ekki fjarri því að þar leynist framtíðar körfuknattleiksfólk sem hugsanlega spilar fyrir Snæfell í framtíðinni líkt og Magni Hafsteinsson og Tómas Hermannsson svo við nefnum einhverjar stjörnur.

Frábært framtak hjá félögunum, vonandi verður framhald á þessu

 

 

 

 

 

 

 

21.12.2010 11:20

Bridgehátíð Vesturlands 8-9 janúar

Bridgehátíð Vesturlands er framundan

20. desember 2010

Bridgesamband Vesturlands mun halda hina árlegu Bridgehátíð Vesturlands á Hótel Borgarnesi helgina 8.-9. janúar.  Á laugardeginum verður spiluð sveitakeppni, ca. 8x8 spila leikir eftir Monrad kerfi. Á sunnudeginum verður tvímenningur ca. 48 spil eftir Monrad kerfi. Keppnisstjórar verða Sveinn Rúnar Eiríksson og Ingimundur Jónsson. Nánari upplýsingar um mótið gefur Ingimundur í síma 861-5171 og í tölvupósti: zetorinn@visir.is.

Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar var spilaður föstudagskvöldið 17. desember.  24 spilarar mættu og að vanda var dregið í pör. Sigurvegarar, með talsverðum yfirburðum, urðu Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri og Þórhallur Bjarnason á Laugalandi.  Í öðru sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Fjölnir Jónsson.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31