Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Janúar

29.01.2011 09:45

Góður sigur á Val/ÍRStrákarnir léku án Hlyn Hreinssonar sem er sennilega með slitið liðband í ökkla eftir að hafa snúið sig gegn Haukum í drengjaflokki.  Snjólfur Björnsson var að leika með 11. flokki í borgarnesi og lék því ekki með heldur.Guðni Sumarliðason opnaði leikinn með tveimur þéttum þristum að hætti hússins og gaf tóninn í upphafi, Snæfell/Skallagrímur leiddu 12-8 en varnarfráköstin voru ekki til staðar hjá heimamönnum og það nýttu Vals/ÍR-ingar sér vel og staðan eftir fyrsta leikhluta 16-15 heimamönnum í vil.


Liðin skiptust á að skora í upphafi annars leikhluta og komust heimamenn í 32-24 áður en Vals/ÍR-ingar fóru illa með heimamenn undir körfunni, þar sem Egill Vignisson fór mikinn. Egill Egilsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleik en hann skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks og staðan 38-42 gestunum í vil.


Frábær byrjun á þriðja leikhluta hjá Snæfell/Skallagrím kom þeim strax í 52-47 og svo byrjaði Egill á því að raða niður stigum í öllum regnbogans litum, strákarnir komnir tíu stigum yfir 63-53 þegar að Hólmarinn Lýður Vignis tekur leikhlé.  Eftir leikhléið gekk heimamönnum illa að skora en Vals/ÍR-ingar gengu á lagið, heimamenn breyttu um vörn og það nýtti Pétur Þór sér vel og kom gestunum yfir um leið og lokaflautið gall í þriðja leikhluta og staðan 68-70.


Kristján Pétur Andrésson sem lék leikinn veikur var drjúgur í stigaskoruninni en það hefur sést betri barátta og læti í kappanum :-D  Vals/ÍR-ingar leiddu fram eftir fjórða leikhluta en tvívegis náðu Snæfell/Skallagrímur að minnka muninn í eitt stig.  Loks komust heimamenn yfir með flottum varnarleik eftir að Pétur Þór hafði jafnað með sínum fimmta þrist 84-84 skoruðu heimamenn 7-0 og lögðu grunninn að góðum sigri.  Valur/ÍR sigruðu fyrri leikinn með níu stigum og því hófst stigastríð á milli liðanna.  Egill Egilsson kórónaði frábæran leik með því að smella þrist í blálokin en það dugði ekki til að vera með innbyrðis viðureignina.  Lokatölur 99-91 og gríðarlega góður sigur í hús.


Alveg eru Vals/ÍR-ingar magnaðir, í heimaleik sínum spiluðu þeir í rauðum búningum en í Stykkishólmi komu þeir með hvíta búninga.  Nokkuð öfugsnúnir en þeir mega þó eiga það að þeir litu vel í nýju búningunum..


Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 48 stig, Kristján Pétur Andrésson 23, Guðni Sumarliðason 16, Birgir Þór Sverrisson 5, Elfar Már Ólafsson 3 og þeir Magnús Ingi Hjálmarsson og Birgir Pétursson 2.Stigaskor Vals/ÍR: Snorri Páll Sigurðsson 17 stig, Þorgrímur Guðni Björnsson 16, Pétur Þór Jakobsson og Egill Vignisson 15, Benedikt Blöndal 11, Tómas Aron Viggósson 10 Vilhjálmur 4 og Knútur 3.

29.01.2011 09:44

Nýr leikmaður hjá Snæfell


Hin 26 ára Laura Audere hefur gengið til liðs við kvennalið Snæfells og er ætlunin að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi átök B-riðli og setja markið beint  í úrslitakeppnina.

 

Laura lék síðast hjá Hapoel Tel Aviv og var þar með 17 stig og 7 fráköst í sex leikjum en hún kemur frá Lettlandi.

 

 

 

 

 

29.01.2011 09:42

KFÍ lögðu Snæfell

Karlalið Snæfells fóru á Ísafjörð og mættu neðsta liði deildarinnar KFÍ. Eftir betri byrjun heimamanna voru Snæfellingar hreinlega alltaf í eltingaleik og staðan eftir fyrsta hluta 24-18 en Craig Schoen var að stríða Snæfelli mikið.

 

Hálfleikstölur voru 46-44 en Snæfell var að saxa á þrátt fyrir að vera undir. Nonni var kominn með 14 stig og 5 fráköst í hálfleik og Sean 9 stig. Hjá Ísfirðingum var Schoen kominn með 16 stig, 6 fráköst og 5 stoðs. En Josey og McNutt voru komnir með 8 stig hvor.

 

Snæfellingar jöfnuðu leikinn 51-51 en KFÍ lét ekki slá sig í útaf laginu og héldu sínum leik. Snæfell komst svo yfir 58-60 með þrist frá Atla Rafn en KFÍ jafnaði svo 63-63 og litu aldrei til baka eftir það og hreinlega völtuðu yfir Snæfell í fjórða leikhluta. Þeir komust í 20 stiga mun 87-67. Snæfellingar náðu aðeins að laga vægast sagt lélaga stöðu sína í 89-73 áður en lokaflautan gall og erlendu leikmenn KFÍ sigruðu leikinn en allir sjö skoruðu öll stig heimamanna.

 

Hjá KFÍ fór Craig Schoen mikinn með 31 stig en Nonni Mæju var okkar besti maður með 23 stig.

 

Tölfræði Snæfells:

Nonni Mæju 23/11 frák. Emil Þór 11/4 frák. Sean Burton 11/6 stoðs. Atli Rafn 9/3 frák. Pálmi Freyr 9/8frák. Svenni Davíðs 6/3frák. Egill Egils 4. Daníel Kazmi 3. Birgir og Kristján spiluðu en náðu ekki að skora.

 

Tölfræði KFÍ:

Craig Schoen 31/8 frák/7 stoðs. Carl Josey 17/5 frák. Marco Milicevic 14/6 frák. Richard McNutt 8/5 frák. Darco Milisevic 7/4 frák. Pance Ilievski 6. Nebosja Knezevic 6. Aðrir skoruðu ekki.

 

27.01.2011 19:57

KB mótaröðin í Borgarnesi

KB mótaröðin


 

Þann 5. febrúar næstkomandi verður 1. mót KB mótaraðarinnar haldið.  Mótið er opið öllum sem áhuga hafa.

 

Liðakeppni  (Lágmark 3 í liði - Opin keppni)   -  Einstaklingskeppni  (Opin keppni)

 

5. Febrúar Fjórgangur, 26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur), 19.mars Tölt og fimmgangur

 

Skráningar berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 2. feb á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, nem.birnat@lbhi.is eða í s. 691-0280 og 699-6116. Eftirtalið þarf að koma fram í þessari röð: Keppnisflokkur, upp á hvora höndina er riðið, nafn knapa, nafn, litur og aldur hests.  Ef einstaklingurinn ætlar að vera í liði þarf auk þess að skrá fyrir hvaða lið keppt verður. Öll mótin hefjast kl. 12:00.  Skráningargjald er:  1.500.kr fyrir ungmenni, opin flokk, meira keppnisvanir og minna keppnisvanir. (færri en 20 keppnir að baki). 1.000 kr. fyrir annan hest, börn og unglinga.  

Keppnisflokkar: Ungmenni, Opin.flokkur, Meira keppnisvanir, minna keppnisvanir, börn og unglingar.  Skráninargjald greiðist inn á reikning 0326 - 13 - 004810, kt.481079-0399. í síðasta lagi fimmtudaginn 3. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is (fram þarf að koma nafn knapa og hests). 

 

Allar nánari upplýsingar um reglur og ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi mótið er fólki bent á facebook síðu KB-mótaraðarinnar.

 

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa og Skugga

26.01.2011 20:53

Meistarflokkur kvenna kominn af stað

Fyrir skömmu var auglýsing í Jökli þar sem auglýst var að til stæði að stofna meistaraflokk kvenna í knattspyrnu, stofnfundurinn var haldinn 17. janúar og þá var kosin stjórn, í stjórninni eru Þórdís Björgvinsdóttir, Lárus Einarsson og Arnar Guðlaugsson. Strax var farið í að finna þjálfara og Ómar Freyr Rafnsson ráðinn til verksins.

Ákveðið hefur verið að æfingar fari fram í Grundarfirði á þriðjudögum kl. 19:30 og í Ólafsvík á fimmtudögum kl. 20, á fyrstu æfingu mættu 15 stúlkur og lofar það góðu fyrir starfið í sumar. Ekki er ætlunin að fara of geyst af stað en taka á þátt í Visa-bikarnum í sumar og samhliða því að byggja upp góðan hóp, til stendur að fá einhverja æfingaleiki fyrir mfl. stúlkurnar.

Uppistaðan í hópnum eru stúlkur úr 2. flokki, stefnt er að því að 2. fl. verði skráður í Íslandsmótið í sumar í samstarfi við Skallagrím í Borgarnesi. Fyrsti æfingaleikur 2. fl. er n.k. sunnudag kl. 17 og verður leikið gegn HK/Víkingi í Akraneshöllinni, áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta á Skagann og hvetja stúlkurnar.

 

Frétt úr jökli

26.01.2011 20:43

Góður heimasigur hjá Víking í körfunni

 

Laugardaginn 15. janúar tók Víkingur Ólafsvík á móti Bolungarvík hér heima í Ólafsvík. Víkingar áttu harma að hefna þar sem þeir töpuðu fyrri viðeign liðanna í Bolungarvík 94-51.

Víkingsmenn voru strax frá byrjun leiks ákveðnir að hefna sín á fyrri leiknum og tóku öll völd á leiknum strax á fyrstu mínútu og staðan í lok fyrsta leikhluta var 30-13 heimamönnum í vil. Frábær byrjun fyrir Víking sem gerðu þar með gestunum erfitt með að komast inn í leikinn en Víkingar unnu næstu þrjá leikhluta líka 11-10, 12-11 og 23-12 sem varð til þess að Víkingar unnu leikinn 75-44, frábær heimasigur sem einkenndist af mjög góðri vörn heimamanna og frábærum 1. leikhluta og 4. leikhluta.

Með sigrinum þá er Víkingur Ólafsvík komnir með 4 sigurleiki og 5 tapleiki og komnir í 5. sæti í sínum riðli. Næstu leikir eru svo útileikur gegn KKF Þóri 6. febrúar og heimaleikur gegn ÍA 12. febrúar.

Frétt úr jökli

26.01.2011 16:38

Lífshlaupið 2011Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin inná vef átaksins,

www.lifshlaupid.is.

Lífshlaupið verður ræst í fjórða skipti
miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til og með 22. febrúar.
Skráningin þetta árið fer fram með sama hætti og í fyrra, en
þá var skráningarkerfið einfaldað nokkuð og gafst vel.
Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt
og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál
með því að hreyfa sig daglega.
Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru:
Velferðarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn
Sýnum samstöðu á Snæfellsnesi og tökum þátt
í þessu skemmtilegu Lífshlaupi.

25.01.2011 14:57

Stórmót ÍR í frjálsum


Síðustu helgi var Stórmót ÍR haldið í Reykjavík en það er stærsta frjálsíþróttamótið sem haldið er á árinu og í ár voru keppendur um 700.  Tvær stúlkur úr Snæfelli tóku þar þátt, þær Ásta Kristný Hjaltalín og Katrín Eva Hafsteinsdóttir.
    Ásta Kristný keppti í 60m spretthlaupi 12 ára stúlkna og hafnaði þar í 2.sæti og gerði sér lítið fyrir og krækti í 3.sætið í langstökki í sama aldursflokki.  Það má geta þess að í 60m hlaupinu voru 50 keppendur og í langstökki voru 40 keppendur. 
    Katrín Eva keppni í nokkrum greinum í flokki 14 ára stúlkna og náði m.a. 7.sætinu í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
     Stórmót ÍR er eitt af skemmtilegasta mót sem í boði er fyrir krakka sem æfa frjálsar íþróttir.  Sérstök þrautabraut er í boði á þessu móti fyrir krakka yngri en 10 ára þar sem allir fá verðlaun.  Nú í ár voru það ekki bara Íslendingar sem tóku þátt, til landsins komu einnig 30 krakkar frá Færeyjum til að taka þátt í mótinu.


Ásta Kristný á verðlaunapalli.

Myndir frá verðlaunaafhendingu á Jólamót Snæfells


25.01.2011 07:41

Folaldasýning

Folaldasýning 2011.

Laugardaginn 29. Janúar, kl. 13:00. Söðulsholt, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is. Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Skráningargjald greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 27. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.


Hér er mynd af Dökkva frá Dalsmynni, sem vann í fyrra hestaflokkinn og áhorfendaverðlaunin

23.01.2011 11:12

Vesturlandssýning Hestamanna

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.  Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.
 
Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk - jafnt unga sem aldna.
 
Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson     amundi@isl.is  gsm 892 5678
 
Baldur Björnsson         baldur@vesturland.is   gsm 895 4936
 
Stefán Ármannsson     stefan@hroar.is           gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)
 
Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.
 
Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.
 
 
Kveðja
 f.h. Seláss ehf. (rekstraraðila Faxaborgar)

23.01.2011 11:06

Þorsteinn með 2 mörk í sigri á Armenum

Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Futsal-landslið Íslands vann í dag, laugardag, 6-1 stórsigur á Armenum í forkeppni EM, í riðli sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Það var gott skipulag og öflugur sóknarleikur sem skóp þennan glæsilega sigur og tryggði Íslandi sín fyrstu stig í keppni Futsal-landsliða.

Það varð ljóst snemma leiks að íslenska liðið ætlaði að selja sig dýrt og Armenarnir voru pressaðir hátt á vellinum.  Það virtist henta gestunum vel, því þannig stilltu þeir einmitt upp á móti Grikkjum í fyrstu umferð.  Fyrstu færi leiksins og þau hættulegustu framan af voru Armena, sem áttu tvö algjör dauðafæri áður en þeir skoruðu fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.  En Ísland var ekki lengi að jafna og þar var að verki Þorsteinn Már Ragnarsson eftir góðan samleik við fyrirliðann Tryggva Guðmundsson.  Guðmundur Steinarsson skoraði síðan úr vítaspyrnu og meira var ekki skorað í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir að Þorsteinn Már skoraði sitt annað mark í leiknum, aftur eftir flott þríhyrningsspil við Tryggva, var um algjöra einstefnu að ræða.  Haraldur Freyr Guðmundsson, Tryggvi og Magnús Sverrir Þorsteinsson bættu við mörkum á síðustu 5 mínútunum og glæsilegur 6-1 sigur var í höfn.

Lokaumferð riðilsins fer fram á mánudag, en nú þegar er lljóst að það verða Lettar sem vinna riðilinn og fara áfram í undankeppnina, þar sem þeir mæta Ítölum, Slóvenum og Bosníumönnum.

Ísland leikur síðari leik mánudagsins og hefst hann kl. 19:00.  Mótherjarnir eru Grikkir sem vilja eflaust ólmir bæta upp slaka frammistöðu í sínum fyrstu tveimur leikjum.

22.01.2011 09:31

Snæfell vann Narðvík

Í Stykkishólm mættu Njarðvíkingar en þeir hafa tvívegis fagnað sigri í viðureignum liðanna í vetur. Annars vegar í Poweradebikarnum í Hólminum og hins vegar í fyrri leik liðanna í Iceland express deildinni sem fór 89-87 fyrir Njarðvík. Sviptingar innan liðanna fyrir þennan leik voru að Ryan Amoroso hvíldi vegna meiðsla og Gunnlaugur Smárason var kominn í aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Snæfelli. Hjá Njarðvíkingum var  Guðmundur Jónsson frá vegna meiðsla en hann fann sig vel í Hólminum í síðustu heimsókn. Þjálfararnir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson að leita eftir sínum fyrsta sigri með Njarðvík og snúa við gengi þessa sigursæla liðs.

 


Byrjunarliðin.

Snæfell: Pálmi, Nonni, Emil, Sveinn, Sean.

Njarðvík: Chris, Rúnar, Jóhann, Friðrik, Ólafur.

 

Fyrstu stig leiksins voru treg til en Emil Þór kom stigatöflunni í gang þegar 2:05 voru búnar af leiknum og Snæfell komst í 5-0 með þrist frá Pálma. Njarðvík sótti þó á strax en Snæfell komst fljótt í 10 stiga forystu 20-10 með hröðum sóknum þar sem Emil fór mikinn og Nonni Mæju sá um fráköstin. Friðrik og Chird Smith sáu mest um að skora fyrir Njarðvík. Staðan 25-18 eftir fyrsta hluta.

 

Njarðvík spýttu heldur betur í lófana og jöfnuðu 28-28 og svo yfir 33-34 strax í öðrum hluta en Chris Smith fór mikinn fyrir Njarðvíkí teignum og Snæfell voru að hnoðast í sínum sóknum og missa boltann. Leikurinn varð hnífjafn, harður og skemmtilegur en dómarar leiksins leyfðu nokkuð mikið í leiknum framan af. Staðan í hálfelik 47-44 fyrir Snæfell en mikil barátta einkenndi bæði lið hingað til.

 

Hjá Snæfelli var Pálmi Freyr kominn með 15 stig, Nonni 10 stig og 10 fráköst og Sean 9 stig. Í liði Njarðvíkur var Chris Smith kannski ekki allt í öllu en mjög margt í mörgu og var kominn með 22 stig og Friðrik Stefánsson 8 stig.

 

Snæfell leiddi áfram með nauma forystu í þriðja hluta í hörkuleik. Fleiri leikmenn í þeirra röðum voru að stíga upp en hjá Njarðvík var Friðrik helsti aflgjafinn. Munurinn fór í 1 stig 60-59 og svo komust Njarðvíkingar yfir 60-61 en þetta var gangur leiksins í þriðja hluta og staðan 62-63 fyrir Njarðvík.

 

Egill Jónasson kom inn fyrir Njarðvík og byrjaði með látum á fyrstu fjórum stigum fjórða leikhluta og staðan 62-67. Njarðvík komst svo í 64-72 með góðum þrist frá Jóhanni Ólafssyni og þegar Hjörtur Hrafn setti annan til neyddist Ingi Þór að til að taka leikhlé og stilla sína menn af. Jón Ólafur svaraði svo með tveimur þristum og ljóst að lokahlutinn var byrjaður með látum og staðan um miðjann hlutann 77-83 fyrir gestina grænu.

 

Þegar 2 mínútur voru eftir náði Snæfell að minnka muninn í 3 stig 86-89 og svo að jafna 89-89 með tveimur + einu frá Sveini Arnari sem reif allt niður undir körfunni í lokin og var Snæfelli mikilvægur mjög. Eftir tvær glataðar sóknir Njarðvíkur og eina Snæfells náði Sean Burton að bruna upp völlinn alveg undir körfu þar sem hann lét boltann fjúka í hendur Pálma í horninu með tvistinn klárann 91-89 og stal hann svo boltanum í innkasti Njarðvíkur strax á eftir og fór á vítalínuna og setti annað í þegar 12 sekúndur voru eftir 92-89. Lárus Jónsson setti svo síðustu stigin fyrir Njarðvík og leikklukkan rann svo út með Sean burton á boltanum og Snæfell náði 92-91 gríðalega mikilvægum sigri og komast aftur á toppinn.

 

Friðrik og Einar þurfa að bíða eftir sigri um sinn þó mikil batamerki hafi sést á Njarðvíkingum og þeir verið hársbreidd frá sigri og tapað þessu sorglega niður í lokin á meðan Snæfell sýndi karakter eftir tapið frá síðasta leik og komu til baka með Svein Arnar, Pálma og síðast en ekki síst Nonna Mæju sem setti niður rosalegar körfur og Hólmarar sögðu "loksins" eftir þennan nauma sigur.

 

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.

 

Heildarskor leikmanna.

 

Snæfell:

Jón Ólafur 32/13 frák. Pálmi Freyr 22/6 stoðs/3 stolnir. Sean Burton 14/4 frák/6 stoðs. Emil Þór 12. Sveinn Arnar 6/12 frák. Atli Rafn 6/5 frák. Aðrir leikmenn Snæfells skoruðu ekki.

 

Njarðvík:

Chris Smith 30/7 frák. Friðrik Stefánsson 14/7 frák. Hjörtur Hrafn 12 stig. Egill Jónasson 11 stig. Jóhann Árni 7/10 frák. Páll Kristins 6. Rúnar Ingi 4. Lárus Jónss 3/6 frák/7 stoðs. Kristján Rúnar og Óli Ragnar 2 hvor. Aðrir leikmenn Njarðvíkur skoruðu ekki.

 

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

 

19.01.2011 17:37

Ryan frá í nokkrar vikurRyan Amoroso meiddist á kálfa í 112-89 tapleik gegn Keflavík. Ryan hafði átt við þessi meiðlsi að stríða frá æfingu með Snæfelli en var allur að ná sér og var vel vafinn fyrir leikinn. Ekki fór það betur en svo að eftir þriggja mínútna leik þurfti hann að fara af velli og tók ekki meira þátt í leiknum. Ryan fer í læknisskoðun á morgun þriðjudag og hugsanlegt að hann verði frá í einhverjar vikur til þess að ná sér að fullu.

19.01.2011 17:37

Gengur vel hjá unglingaflokki kvenna

Unglingaflokkur kvenna enn ósigraðar.
Það var stutt á milli leikja hjá unglingaflokki kvenna í Snæfell, stelpurnar lögðu Hauka í bikarnum föstudaginn 14. janúar í Stykkishólmi en sunnudaginn 16. janúar lögðu stelpurnar KR/Fjölni í DHL-Höllinni 50-67 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 29-39.  Stigahæst hjá Snæfell var Berglind Gunnarsdóttir með 24 stig.
 
Þegar að liðin mættust í fyrri umferðinni í Stykkishólmi sigruðu Snæfellsstúlkur 71-45.  Leikurinn hófst vel fyrir Snæfellsstúlkur sem leiddu fljótlega 6-13 og var Hildur Björg Kjartansdóttir mjög atkvæðamikil í liði Snæfellsstúlkna.  Bergþóra Tómasdóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur sem voru undir 17-24 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur skiptu um varnarleik og komust mest tólf stigum yfir en leiddu í hálfleik 29-39.
 
Í þriðja leikhluta kviknaði á Berglindi Gunnarsdóttur og vörn Snæfellsstúlkna, Berglind raðaði niður tólf stigum og vörnin hélt KR/Fjölnisstúlkum í fjórum stigum í leikhlutanum, stelpurnar juku forystuna og leiddu 33-55 eftir þriðja leikhluta.  Snæfell komust mest yfir 33-60 en þær slökuðu full mikið á og það nýttu heimastúlkur sér vel.  Lokastaða 50-67.
 
Snæfellsstúlkur eru á topnum í unglingaflokki kvenna með fimm sigra í jafnmörgum leikjum.  Næsti leikur stúlknanna er gegn Keflavík á útivelli 14. febrúar klukkan 18:30.
 
Stigaskor KR/Fjölnis: Bergþóra Tómasdóttir 19 stig, Bergdís Ragnarsdóttir 16, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Dagbjört Eiríksdóttir 3, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir og Sigríður Eiríksdóttir 2
 
Stigaskor Snæfellsstúlkna: Berglind Gunnarsdóttir 24 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 17, Björg Guðrún Einarsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Ellen Alfa Högnadóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.  Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Sunna Rós Arnarsdóttir léku án þess að skora.
 
 
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31