Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 12:08

Dómaranámskeið hjá KSÍ

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars

Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara


Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hliðar dómgæslunnar.  Aðalfyrirlesari á þessu námskeiði verður Breiðhyltingurinn, Gunnar Jarl Jónsson.

Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið.

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is.

28.02.2011 11:23

Körfuboltamót 40+

Molduxamótið 2011
Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót fyrir 40 ára og eldri laugardaginn 7 maí. í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verdur bæði í karla og kvennaflokkum og einnig gefst einstaklingum kostur á að skrá sig og verða sett saman lið fyrir þá sem skrá sig þannig. Kvöldvaka og ball verður haldið eftir mótið.

Þáttökugjald er 2500 kr. á hvern þáttakanda.

Spurningum varðandi mótið er hægt að senda á molduxar@molduxar.is en einnig eru allar upplýsingar á heimasíðu félagsins molduxar.is undir "Molduxamót 2011".

Þar eru einnig upplýsingar um gistimöguleika í Skagafirði ásamt fleiru.

28.02.2011 10:57

Æfingarleikur við Kára

5-0

Tap í fyrsta leik gegn Kára mönnum í dag 5-0

Hópurinn hjá okkur var frekar fámennur og mikið um forföll. Við vorum 12 á svæðinu með 2 leikmönnum frá Víking Ól. 

Hópurinn:
Viktor í marki
Hilmar Orri í hægri bak
Hinni Rauði í vinstri bak
Ingi Björn og Tryggvi voru miðverðir
Sigurbjörn á hægri kanti
Sindri Hrafn á vinstri kanti
Ragnar Smári djúpur miðjumaður
Rúnar Geirmunds og Arnar Dóri fyrir framan hann á miðjunni
Runni var frammi.
Jón Haukur byrjaði á bekknum en kom fljótlega inná í stöðu vinstri kantmanns og svo vinstri bakvarðar og stóð sig vel.

Stefnan er að hafa annan æfingaleik um næstu helgi og verður það auglýst nánar ef það gengur upp.

28.02.2011 10:56

Snæfellingur með töltmót

Töltmót

Snæfellingur ætlar að standa fyrir Töltmóti í Söðulsholti föstudagskvöldið 11 mars. kl. 19
Keppt verður í 5 flokkum

2 flokkar 17 ára og yngri  

Byrjendur 
Opinn flokkur
Skráningjald er 1000kr á hest

3 flokkar fyrir eldri

2 flokkur, byrjendur
1 flokkur, minna vanir
Opinn flokkur.

Skráningjargjald er 2000kr. á fyrsta hest og 1000kr á annan hest
Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar koma svo hér á síðuna.

27.02.2011 10:53

Til hamingju stúlkur

Snæfell bikarmeistari Unglingaflokks kvenna.

 

Snæfellsstílkurnar í unglingaflokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Keflavík í úrslitaleik bikarsins 64-54. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Leikurinn hófst jafn og hressandi og komust Keflavík strax í 2-5. Snæfellsstúlkur voru þó ekkert í slökun og komust fljótt 10-7 og voru ekkert á því að gefa neitt eftir og hungraðar í gullið. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var jafnt undir lokin 17-17 eftir að Ellen setti niður víti. Sara Mjöll kom svo Snæfelli yfir 19-17 þegar 2 mín voru eftir en ekkert var skorað eftir það í hlutanum og Snæfell með forystu.

Ekki var hátt skorið í öðrum hluta sem fór 11-7 fyrir Snæfell sem leiddi í hálfleik 30-24. Berglind Gunnars var komin með 6 stig og hefði getað verið með fleiri stig ef eitthvað af 6 vítum hefðu ratað sína leið. Sara Mjöll, Hildur Björg og Ellen Alfa voru allar með 6 stig einnig. Hjá Keflavík var Aníta Eva með 6 stig.

Snæfellsstúlkur létu aldrei forystuna af hendi eftir að staðan var jöfn 30-30 og Keflavík skoraði fyrstu 6 stig þriðja hluta. Snæfell var 9 stigum yfir 48-39 eftir þriðja hluta. En þær sigldu svo örugglega í land með yfir 10 stiga forystu í fjórða hluta og voru sterkar í svæðisvörninni. Það var svo mikil gleði þegar flautan gall 64-54 og sigur Snæfells í höfn. Glæsilegur árangur hjá stúlkunum sem landa fyrsta bikar Snæfells í kvennaflokki.

 

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Berglind Gunnarsdóttir 16/7 frák/4 stoðs/3 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 13/10 frák. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/13 frák. Sara Mjöll Magnúsdóttir 10/7 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 7/4 frák/4 stolnir. Björg Guðrún Einarsdóttir 6/8 frák/9 stoðs/5 stolnir. Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0/4frák. Sunna Rós Arnarsdóttir 0. Rebekka Rán Karlsdóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

Keflavík:
Eva Rós Guðmundsdóttir 13/6 frák/3 stoðs. Ingunn Embla Kristínardóttir 12/7 frák. Sigrún Albertsdóttir 6/4 frák. Aníta Eva Viðarsdóttir 6/4 stoðs. Árný Sif Kristínardóttir 5/3 frák. Lovísa Falsdóttir 4. Sandra Lind Þrastardóttir 4/6 frák. Katrín Fríða Jóhannsdóttir 4. Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 frák. Soffía Rún Skúladóttir 0. Jenný María Unnarsdóttir 0. Sara Rún Hinriksdóttir 0.

Nokkrir punktar.

  • Vítanýting Snæfells var 43% á móti 72% hjá Keflavík
  • Snæfell tók fjölda frákasta, 54 stykki þar af 26 í sókn, Keflavík tók 36 fráköst.
  • Þetta er fyrsti bikar unglingaflokks kvenna hjá Snæfelli og í kvennaflokki almennt hjá Snæfelli og vonandi eru þær komnar á bragðið.
  • Snæfellsstúlkurnar eru auk þess ósigraðar í deildinni.
  • Þetta er þriðji bikartitill Inga Þórs þjálfara hjá Snæfelli en hinir tveir komu hjá meistaraflokki karla og drengjaflokki á síðasta tímbili.


Nánari tölfræði á KKÍ

Umfjöllun af Karfan.is


Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Jón Björn Ólafsson. Karfan.is

 

24.02.2011 23:06

Æfingaleikur hjá UMFG á sunnudag

Kári - Grundarfjörður

Fyrsti æfingaleikur okkar fyrir sumarið verður sunnudaginn 27. febrúar í Akraneshöllinni.. Þar munum við mæta Kára sem er nýstofnað lið af Akranesi. Leikurinn hefst kl 17:00.

Ætlunin er að leggja af stað ekki síðar en 14:30 frá Samkaup og vera mættir í höllina c.a. klukkutíma fyrir leik.


Mynd frá fyrsta æfingaleiknum í fyrra.

24.02.2011 23:02

Öruggur sigur á Haukum

Haukar vængstýfðir í Hólminum.


Haukar fóru langleiðina á Breiðafjarðamið eða nánar tiltekið í Stykkishólm þar sem Snæfellingar biðu í ofvæni loksins með engann á meiðslalista þar sem Emil Þór og Ryan Amoroso komu aftur inn í liðið. Haukar hafa til alls líklegir og greinilega ekki ætlunin að slefa inni í úrslitakeppnina. Fyrri leikur liðanna að Ásvöllum fór 89-105 fyrir Snæfell og Haukar-tv voru mættir til að gera leiknum góð skil.

Byrjunarlið leiksins.

Snæfell:
Pálmi, Nonni, Svenni, Sean, Zeljko.
Haukar: Semaj, Gerald, Haukur, Sveinn, Emil.


Snæfell geystust af stað í stöðunni 7-5 og breyttu fljótt í 16-5 og svo 19-7 með skytturnar sjóðheitar og vörnina í lagi. Haukarnir reyndu að stemma sig af í slakri vörninni undir lokin á fyrsta hluta en sóknarleikur Snæfells var hraður og boltinn fékk að rúlla vel og greinilegt að breiddin að aukast mikið hjá þeim. Staðan 28-16 eftir fyrsta hluta.

Snæfell slökuðu ekki á taumnum í upphafi annars hluta og áttu fyrstu sex stigin og komust í 34-16. Haukar reyndu hvað þeir gátu að rétta sinn hlut og tóku leikhlé þegar staðan var orðin 44-24 fyrir Snæfell þar sem Emil Þór hafði komið inná og sett fimm stig strax. Robinson og Sveinn Ómar voru að draga vagn Hauka framan af en Semaj Inge fór að sýna rispur í öðrum hluta og greinilegt að það vantaði mikið meira framlag frá öllum í Haukum ef ekki ætti illa að fara. Engu að síður var eins og enginn væri morgundagurinn hjá Snæfelli sem leiddu í hálfleik 56-32 og stórmunur á liðunum í kvöld.

Atkvæðamestir fyrir Snæfell í hálfleik voruPálmi Freyr með 15 stig, Sean Burton 10 stig og 9 stoðs og Nonni Mæju 10 stig. Hjá Haukum var Gerald Robinson með 10 stig og þeir Semaj Inge, Sveinn Ómar og Davíð Páll með 6 stig hver.

Emil Barja reyndi að halda mönnum við efnið í Haukum sem voru sprækari í upphafi þriðja hluta og virtust ætla að láta til sín taka með Semaj Inge nokkuð hressari núna. Snæfellingar voru nú ekki á því þrátt fyrir að setja ekki niður körfurnar í upphafi. Það háði þeim ekki að koma til baka og komast í 30 stiga mun 79-49 þar sem Sean Burton og Egill Egils settu fallega þrista, en sá fyrrnefndi var að leiða liðið gríðalega vel. Snæfell leiddi 83-55 fyrir lokafjórðunginn.


Leikurinn róaðist hægt og rólega niður eftir því sem leið á fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni  og bættu heldur betur í og virtist hreinlega komið að dánarfregnum og jarðarförum hjá Haukum þegar Snæfell komst í 40 stiga mun en löngu fyrir það voru úrslitin ráðin í leiknum.

Snæfell kláraði þetta auðveldlega 119-77 þar sem Haukar fengu kennslustund og greinilegt að Snæfellsliðið hefur endurheimt fyrri styrk. Haukarnir voru einfaldlega slakir varnarlega gegn stórsóknum Snæfells og var líkt og þeir hafi verið píndir til að mæta í leikinn þrátt fyrir að hafa sýnt fína leiki upp á síðkastið. Snæfell áfram efstir í deildinni og ósigraðir á heimavelli á meðan Haukar falla niður um sæti í 7. sætið þar sem Njarðvík fer í 6. sætið eftir sinn sigur.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Halldór Geir Jensson sem hafa séð betri daga.

Helsta skor og tölfræði leikmanna.

Snæfell:

Sean Burton var þremur fráköstum frá þrennunni með 29 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Ryan Amoroso 21 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 20/4 frák/5 stoðs. Nonni Mæju 14/4 frák. Emil Þór Jóhannsson 9 stig. Atli Rafn Hreinsson 6/3 stoðs. Zeljko Bojovic 6/9 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 5/12 frák/7 stoðs. Egill Egilsson 5 stig. Hlynur Hreinsson 2 stig.  Daníel Kazmi 2 stig. Baldur Þorleifsson 0.

Haukar:
Gerald Robinsson dró vagninn fyrst um sinn og endaði með 24/11 fráköst. Semaj Inge kom sterkari inn í seinni hlutann 22/4 frák/5 stoð. Emil Barja 8/4 frák. Sveinn Ómar Sveinsson 8/3 frák. Davíð Páll Hermannsson 8 stig. Haukur Óskarsson 3. Siguður Þór Einarsson 2. Guðmundur Sævarsson 2. Óskar Magnússon 0. Alex Ívarsson 0. Andri Freysson 0.

Símon B. Hjaltalín.
Mynd. Þorsteinn Eyþórsson

24.02.2011 18:06

Naumt tap fyrir ÍA
Sárt tap

Laugardaginn 12. febrúar fengu Víkingur Ólafsvík topplið A-riðils ÍA frá Akranesi í heimsókn, fyrri leikur þessara liða á Akranesi fór 94-55 ÍA í vil.

Leikurinn fór skemmtilega á stað og liðin skiptust á forystu og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-18. Sama var uppi á teningunum í 2. leikhluta og fóru liðin jöfn inn í hálfleik 43-43 og hörkuleikur í gangi.

 

Víkingar spiluðu í þessum tveimur leikhlutum 3-2 svæðisvörn sem skilaði þeim sigri í seinasta leik og spiluðu ágætisvörn en ÍA menn hittu vel úr skotum sínum að utan á meðan Víkingsmenn voru hins vegar ekki að hitta vel úr skotunum að utan og skoruðu mikið inn í teig.

Víkingar breyttu svo um vörn í seinni hálfleik í maður á mann vörn í von um að geta lokað á skot ÍA manna en á sama tíma þá breyttu ÍA menn yfir í svæðisvörn sem lokaði á það að Víkingar getu komist undir körfuna. Þetta varð til þess að Víkings-menn náðu lítið sem ekkert að skora því hittnin fyrir utan lagaðist lítið, ÍA menn héldu áfram að skora og endaði því leikhlutinn 7-23 og þar með varð staðan orðin 50-66 ÍA í vil. Nú var róðurinn orðinn þungur fyrir Víkingsmenn sem prófuðu að breyta aftur yfir í svæðisvörn, það virkaði ágætlega því að 4. leikhluti endaði 14-15 ÍA mönnum í vil og þar með urðu endatölur leiksins 64-81 ÍA í vil. Í 4. leikhluta þá var vörnin ágætt hjá Víkingsmönnum en þeir einfaldlega náðu ekki upp muninum sem kominn var upp eftir 3. leikhluta.

Flottur fyrri hálfleikur hjá Víkingsmönnum en seinni hálfleikur var einfaldlega ekki nógu góður, þá aðallega sóknarlega séð.

Þrátt fyrir tapið þá á Víkingur Ólafsvík enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið er enn sem stendur í 5. sæti A-riðils og þrír leikir eru eftir, útileikur gegn ÍG 26. febrúar og gegn Patrek 12. mars og svo heimaleikur gegn Stál-Úlfi 19.mars.

Áfram Víkingur Ólafsvík!!


23.02.2011 09:20

Bikarúrslitaleikir í Unglingaflokkum um helgina


Snæfell mætir Keflavík í bikarúrslitaleik í Unglingaflokki kvenna. Úrslitaleikir yngri flokka fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði laugardag og sunnudag næstu helgi 26.-27. febrúar og verður mikil og skemmtileg bikarstemming í Firðinum sem vert er að kíkja á.

Leikur Snæfells og Keflavíkur er á laugardaginn 26. febrúar kl 16:00. Mætum og hvetjum stúlkurnar okkar. Hægt er að sjá leikinn í beinni á netinu hjá Haukar-tv á heimasíðu Hauka Haukar.is

Kemur fram á síðu KKÍ

 

 

23.02.2011 09:18

Tap gegn Fjölni

Snæfell lá gegn Fjölni.

 

 

Snæfell tapaði fyrir Fjölni í Iceland express deild kvenna 67-56. Fjölnir er í fallbaráttu og berjast af öllum krafti þessa dagana en Snæfell er í 1. sæti b-riðils með Njarðvík andandi ofan í hálsmálið tilbúnar að taka það sæti ef Snæfell gefur eftir. Þetta snýst um að í úrslitakeppninni mætir liðið í 5.sæti deildarinnar sem er 1. sæti b-riðils, 4.sæti a-riðils og 2. sæti b-riðils, sem er 6 sæti deildarinnar, mætir 3. sæti a-riðils. Ekkert flókið :)

Fjölnir leiddi með 1 stigi eftir fyrsta hluta 19-18 og Snæfell var á fullu inni í leiknum aftur eftir að hafa lent 14-3 undir og ekkert gekk hjá Snæfelli. Jafnræði var með liðunum í öðrum hluta og leyfðu Snæfellsstúlkur ekki fleiri spretti hjá Fjölni eins og í byrjun leiks en staðan var 33-28 fyrir heimastúlkur í Fjölni. Natasha Harris var komin með 11 stig fyrir Fjölni en Laura Audere og Monique Martin með 7 stig hvor í hálfleik fyrir Snæfell.

Naum var staðan í þriðja hluta einnig en hann fór 10-10 og mikið barist og staðan eftir hann 43-38. Mikið var um tapaða bolta hjá Snæfelli eða 21 á móti 4 stolnum boltum á meðan Fjölnir tapaði boltanum 16 sinnum en stal honum 14 sinnum.

Natasha Harris fór mikinn fyrir Fjölni of skoraði 31 stig þar af 5 af 7 þristum niður og réði Snæfell lítið við hana ásamt Inga Buzoka sem reif niður 19 fráköst þar af 8 í sókn og virtist einráð í teignum. Fjölnisstúlkur gáfu Snæfelli ekki frekari möguleika á að ná tökum á leiknum þegar staðan var 43-41, stukku af stað og breyttu í stöðuna 58-43. Þar með var steinninn settur í götu Snæfellinga sem löguðu stöðuna eilítið fyrir lokaflautið. Þegar þrjár mínútur voru eftir var staðan 60-51 og svo gerist ekkert í stigaskori fyrr en 20 sekúndur voru eftir sem var orðin of lítill tími og sigur Fjölnis staðreynd 67-56.

Helsta skor og tölfræði leikmanna.

Fjölnir:

Natasha Harris 31/7 frák/8 stoðs/6 stolnir. Inga Buzoka 10/19 frák/4 stoðs/5 varin skot. Bergdís Ragnarsdóttir 8/6 frák. Birna Eiríksdóttir 7/3 frák/4 stolnir. Bergþóra Holton 4/4 frák. Eva María Eiríksdóttir 4/3 frák. Erla Sif Kristinsdóttir 3/3 frák.

Snæfell:
Monique Martin 18/18 frák. Laura Audere 12/8 frák. Hildur BJörg Kjartansdóttir 11/7 frák. Berglind Gunnarsdóttir 8/4 frák. Alda Leif Jónsdóttir 3. Björg Guðrún Einarsdóttir 2. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/3 frák.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson

Punktar eftir leikinn.

 

  • Snæfell skorar fyrstu tvö stig leiksins en lenda svo 14-3 undir.
  • Framlag Snæfells er 38 úr leiknum á móti 75 hjá Fjölni.
  • Stoðsendingar Fjölnis eru 16 á móti 7 Snæfells.
  • Snæfell tapar öðrum leik sínum í röð á meðan þetta gæti verið skref í áttina að halda sæti sínu í deildinni fyrir Fjölni.

 

Símon B. Hjaltalín.

22.02.2011 13:29

Sólardagar FSNSólardaga voru haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 17 og 18 febrúar.

Á þessum dögum var brotin upp kennsla og gátu nemendur valið um fjölmörg skemmtileg viðfangsefni.

Eitt af þeim var komdu á hestbak. Það voru 10 krakkar sem völdu þetta ævintýri. Farið var út í reiðhöll þar tók Kolbrún Grétarsdóttir á hestinum Stapa frá Feti á móti þeim og sýndi hvað hært er að kenna vel tömdum hestum. Þetta vakti óskipta athygli nemana og spunnust þó nokkrar umræður um aðferðir við kennsluna. Að því loknu var farið á bak, hraði miðaður við getu og leikni hvers knapa. Hvert holl endað svo með stöðvunar keppni og einn knapi úr hverju holli vann sér rétt til þátt töku í úrslitum. Úrslit fóru þannig að Tinna Rut Þrastardóttir fór með sigur að hólmi á hestinum Snúð frá Brimilsvöllum.

22.02.2011 12:54

Héraðsþing HSH 201173. Héraðsþing HSH

 

verður haldið Þriðjudaginn 15 mars 2011 kl. 18:00

í Röst Hellissandi.

 

 

Dagskrá:

 

1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til

        Samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

                           a) Fjárhagsnefnd

                           b) Íþróttanefnd

                           c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                               sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

15.             Þingslit.

 

22.02.2011 11:30

Fréttir úr blaki kvenna 3 og 4 deild

Íslandsmót í 3. og 4. deild kvenna

Um helgina fór fram heil umferð í Íslandsmóti 3. deild suður og 4. deildar kvenna. Mótið fór fram á Álftanesi og var spilað frá 9-18 bæði laugardag og sunnudag.

Alls tóku 19 lið þátt í mótinu, 7 í 3. deild kvenna og 12 í 4. deild kvenna. Nokkuð var um jafna og spennandi leiki að þessu sinni en Skellur vann alla sína leiki í 3. deild kvenna og endaði í efsta sæti mótsins. Í öðru sæti varð lið UMFG og í þriðja sæti nágrannar þeirra Víkingur-Reynir. Bresi átti svo liðin í 4. og 5. sæti mótsins, Hamar endaði í 6. sæti og Umf.Hrunamenn í því sjöunda.
 
Úrslitakeppni fer fram í þessari keppni 25.-26. mars nk. í Fagralundi í Kópavogi. Liðin raðast í tvo riðla og bætist við áttunda liðið sem sigurvegari Austurlandsriðils 3. deildar.
 
Riðlaskiptingin er svona:
 
A riðill
Skellur
Víkingur-Reynir
Bresi B
Umf. Hrunamenn
 
B riðill
1. sæti Austurriðils
UMFG
Bresi
Hamar
 
Tvö efstu sætin spila til undanúrslita og úrslita og í neðri hlutanum verður spilað upp á sæti.  
 
Í 4. deild kvenna var keppt í fyrsta sinn. Keppni var nokkuð jöfn og spennandi og er ljóst hvaða lið spila um deildarmeistaratitilinn. Úrslitin verða spiluð í Fagralundi 25. og 26. mars og munu þrjú efstu lið í hvorum riðli spila um efstu sex sætin. Þrjú neðstu liðin spila um sæti 7-12.
 
Liðin sem spila um efstu sex sætin eru:  Afturelding B, Stjarnan C, Afturelding C, Dímon, Stjarnan B og Álftanes B.
 
Liðin sem spila um sæti 7 til 12 eru: Snæfell, HK C, Fylkir, HK D, HK E og UMFL.


nánar á blak.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31