Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Mars

31.03.2011 20:26

Hagnýtar upplýsingar hjá KSÍ

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl

Hagnýtar upplýsingar fyrir aðildarfélögin

 

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa að daglegum rekstri knattspyrnufélaga, samskiptum við KSÍ og fleira.  Fyrst og fremst er þó horft til þeirra aðila sem nýlega hafa hafið störf innan aðildarfélaga, fulltrúa í barna- og unglingaráðum og stjórnenda sem vilja kynna sér ákveðin málefni betur. 

Fræðslufundurinn verður haldinn á einum degi og hefst dagskrá kl. 11.00 en ætlunin er að honum ljúki um kl. 15.00 sama dag.  Fyrir liggur drög að dagskrá og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að kynna sér dagskránna og koma með athugasemdir ef þurfa þykir. Vantar t.d. einhver málefni inn á dagskrá sem vert væri að kynna betur fyrir aðildarfélögum?

Við hvern og einn málaflokk eru lögð fram nokkur af þeim málefnum sem verður farið yfir.

Aðildarfélög eru jafnframt beðin um að senda inn upplýsingar um áhuga sinn á fræðslufundinum og hvort fulltrúar á þeirra vegum geta sótt fundinn á þessum tíma.  Skráning skal berast á póstfangið dagur@ksi.is eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 8. apríl og verða nánari upplýsingar sendar á félögin í tíma. 

Drög að dagskrá

31.03.2011 20:24

Landsmót 50+

Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga

lm50_merkiÁ stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 25. mars sl. í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík, var samþykkt að fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á Hvammstanga í umsjá Ungmennasambands Vestur Húnvetninga dagana 24.-26. júní í sumar.

 

UMFÍ auglýsti eftir mótshaldara til að sjá um undirbúning og framkvæmd á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ og bárust tvær umsóknir, frá USVH og HSK.

 

Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara.

31.03.2011 20:22

Lýðháskólar

Þrír nýir danskir lýðháskólar til samstarfs við UMFÍ

vejleUngmennafélag Íslands hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við íþróttalýðháskóla í Danmörku. Samstarfið hefur verið afar ánægjulegt og mikil ánægja hjá íslenskum ungmennum sem lagt hafa stund á nám í þessum skólum sem eru víðs vegar um Danmörku.

 

Að undanförnu hafa þrír skólar bæst í samstarfið við UMFÍ en það eru skólarnir Den Skandinaviske Designhøjskole sem staðsettur er í Randers en eins nafnið gefur til kynna þá snýst allt um hönnun í þessum skemmtilega skóla. Þá er það Musik og Teaterhøjskolen í Toflund en skólinn iðar af lífi frá morgni til kvölds.  Það er fjölmargt sem nemendum stendur til boða í skólnum svo sem tónlist, söngur, leiklist og dans svo eitthvað sé nefnt.  Loks er það Vejle Idrætshøjskole en skólinn hefur uppá fjölmargt að bjóða og má þar nefna fitness, sund, golf, hjólreiðar, handbolta, fótbolta ofl. ofl. 

 

Skólarnir sem UMFÍ er í samstarfi við eru því orðnir tíu talsins. Allar nánari upplýsingar um þessa skóla er að finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is    Peter Sebastian fulltrúi skólans í Vejle er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt Eyrúnu Eyjólfsdóttur sem stundar nám við skólann.

 

 


Mynd: Frá vinstri er Peter Sebastian, markaðsfulltrúi skólans í Vejle, Eyrún Eyjólfsdóttir, nemandi við skólann og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi UMFÍ.

30.03.2011 18:31

Íslandsmót yngriflokka í blaki

Síðari hlut Íslandsmóts yngriflokka verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Um er að ræða stórt mót þar sem allir flokkar spila á tveimur dögum.

Íslandsmótið er í 2.-5. flokki en 6. flokkur mun einnig spila í mótinu. Samtals fjöldi liða í mótinu eru 73 lið frá 19 félögum.

Fjöldi liða í 4.-6. fl. 54 
Fjöldi liða í 2.-3. fl. 19

Um það bil 450 börn og ungmenni á aldrinum 7 til 20 ára taka þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni en samhliða því verður mót í 6. flokki á sunnudeginum

Íslandsmótið hefst laugardaginn 2. apríl kl. 09.30 en alls verða spilaðir 160 leikir til að verða hálftvö á sunnudag. Kvöldvaka verður í skólanum á laugardagskvöldinu þar sem liðin gista.

Þátttökuliðafjöldi eftir félögum:

Flest frá Þrótti Nes: 12 lið 
Afturelding með 8 lið og 2 í 6.fl.
HK með 10 lið og 2 í 6.fl.
Stjarnan með 10 lið. .
KA með 4 lið, 
Þróttur R með 2 lið 
Skellur með 4 liðí 
Sindri með 4 lið
UMFG með 6 lið
Vík-Reynir með 3 lið
Fylkir með 4 lið
Bjarmi með 2 lið
Dímon með 1 lið

Í 2. og 3. flokki er spilað eftir venjulegum blakreglum en í 4.- 6. flokki eftir reglum í krakkablaki. Það er blakdeild Aftureldingar sem sér um mótið að þessu sinni en deildin stillir upp 12 völlum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.

30.03.2011 17:21

Útiæfingar hafnar á Hellissandsvelli

Byrjað á æfa á Hellissandsvelli

Hellissandsvöllur kemur vel undan vetri en mfl. Víkings hóf æfingar á honum nú í vikuni. Viðrað hefur vel á Sandinu undanfarna daga og því gott fyrir liðið að komast út úr lyftingasalnum auk þess sem allir eru búnir að fá sig fullsadda af gervigrasinu. 

Næsti leikur í Lengjubikarinum er gegn Leikni og er um að ræða hörku leik þar sem liðin munu etja kappi þrisvar í sumar, tvisvar í deild og einu sinni í bikar.


Mynd(26.mars 2011): Gunnar Örn Arnarson

30.03.2011 07:24

Staðan orðin 2-0 fyrir stjörnuninni

Úrslit: Jovan fór mikinn þegar Stjarnan tók 2-0 forystu

Justin Shouse og félagar hans úr Stjörnunni eru einu skrefi frá því að leggja Snæfell að velli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Úrslit: Jovan fór mikinn þegar Stjarnan tók 2-0 forystu

 
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Justin Shouse skoraði 13 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Stjörnuna. Jón Ólafur Jónsson skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 22 stig.

Stjarnan-Snæfell 93-87 (20-22, 19-19, 29-18, 25-28)

Stjarnan
: Jovan Zdravevski 38/10 fráköst, Renato Lindmets 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 13/15 stoðsendingar, Daníel G. Guðmundsson 10, Fannar Freyr Helgason 9, Marvin Valdimarsson 4, Guðjón Lárusson 2, Ólafur Aron Ingvason 2, Magnús Guðmundsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.

Snæfell
: Jón Ólafur Jónsson 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22, Zeljko Bojovic 15/6 fráköst, Ryan Amaroso 15/8 fráköst, Sean Burton 11/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Kristján Andrésson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Egill Egilsson 0, Daníel A. Kazmi 0, Birgir Pétursson 0, Atli Rafn Hreinsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson,


29.03.2011 08:54

Unglingaflokkur karla tryggði sig inn í undanúrslit
Unglingaflokkur karla í undanúrslit eftir góðann sigur.


Strákarnir í unglingaflokki voru með bakið upp við vegg og þurftu sigur gegn Njarðvík í lokaleik þeirra í deildarkeppninni á íslandsmótinu.  Strákarnir sigruðu í öllum sínum heimaleikjum eða sjö talsins og voru eina liðið í unglingaflokki sem náðu því takmarki.  Lokatölur 85-60 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42-41.  Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur með 24 stig og 8 fráköst.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem hófu leikinn betur og leiddu 5-11 og 11-16.  Snæfells/Skallagrímsmenn náðu að stöðva hraðupphlaup Njarðvíkinga og komust yfir 17-16 en staðan eftir fyrsta leikhluta 19-20 Njarðvík í vil.  Elfar Ólafsson leysti af stóru stöðuna hjá heimamönnum og barðist vel, kom með góð stig en fékk á skömmum tíma þrjár villur.  Kristján Pétur opnaði annan leikhluta með risa þrist og liðin skiptust á að hafa forystu.  Styrmir Fjelsted var að leika vel fyrir þá grænu en Guðni og Kristján héldu heimamönnum við efnið en Egill Egilsson skoraði lokakörfu fyrri hálfleiks sem tryggði heimamönnum 42-41 forystu.

Guðni Sumarliða opnaði síðari hálfleikinn en Njarðvíkingum var gjörsamlega fyrirmunað að skora, varnarleikur heimamanna þéttist og í stöðunni 52-46 komu sjö stig í röð frá Snjólf Björnssyni og staðan orðinn skyndilega 59-48.  Kristján og Egill skoruðu góðar körfur en það var Elvar Friðriksson sem hélt Njarðvíkingum enn við efnið, staðan að þriðja leikhluta loknum 63-50.  Allir leikmenn að skila fínu framlagi en Snjólfur kom með góðan kraft inní leik heimamanna.  Í fjórða leikhluta minnkuðu Njarðvíkingar muninn í 65-54 en komust ekki nær.  Frábær barátta heimamanna skein úr andlitum þeirra og viljinn til að sigra var allur þeirra.  Strákarnir innsigluðu frábæran sigur og eru eftir leiktíðina ósigraðir á heimavelli og lokatölur 85-60.

Það er því ljóst að strákarnir leika í undanúrslitum, en það er einn leikur eftir í unglingaflokki sem getur haft áhrif á hverjir mótherjar strákanna verða.  Úrslitin eru fyrirhuguð helgina 8.-10. apríl í Laugardalshöll.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Kristján Pétur Andrésson 24 stig og 8 fráköst, Guðni Sumarliðason 16 stig og 4 fráköst, Snjólfur Björnsson og Hlynur Hreinsson 12 stig, Egill Egilsson 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Birgir Pétursson 4 stig, Elfar Ólafsson 3 stig, Magnús Ingi Hjálmarsson 2 stig, Birgir Þór Sverrisson 1 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.  Davíð Guðmundsson lék en náði ekki að skora.

Stigaskor Njarðvíkur: Styrmir Fjelsted 15 stig og 6 fráköst, Birgir Snorrason 12 stig, Elvar Friðriksson 11 stig, Ólafur Helgi Jónsson 7 stig og 9 fráköst, Óli Alexandersson 6 stig og 7 fráköst, Andri Freysson 4 stig, Hilmar Hafsteinsson 3 stig, Jón Böðvarsson 2 stig og Sigurður Svansson náði ekki að skora.

28.03.2011 10:30

Stjarnan hafði betur í Hólminum

Hörkusigur Stjörnunnar á lokamínútunum
karfan.is

Hörkusigur Stjörnunnar á lokamínútunum

 
Risaslagur Snæfells og Stjörnunar í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar hófst með látum í Sykkishólmi. Stjarnan mætti hikstandi í upphafi en fór með sigur af hólmi á spennandi lokamínútum þar sem Snæfell fór illa að ráði sínu. Snæfell hafði komist í 16-1 í upphafi leiks. Stjarnan leiðir því 1-0 í einvíginu eftir 75-73 sigur og fer með það í farteskinu í næsta leik í Garðabænum á þriðjudaginn.
Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Zeljko Bojovic, Jón Ólafur "Nonni Mæju" Jónsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Ryan Amoroso, Sean Burton.
Stjarnan: Justin Shouse, Jovan Zdravevski, Renato Lindmets, Daníel Guðnundsson. Fannar Freyr Helgason.
 
Snæfell byrjaði af krafti og voru komnir í 10-1 þegar Stjarnan tók leikhlé og vörn Snæfells að stoppa allt í þeirra sóknarleik. Nonni Mæju og Sean Burton höfðu opnað með þristum og Zeljko Bojovic með troðslu. Ekki blés byrlega Stjörnumegin í upphafi en Snæfell komst svo í 16-1 á fyrstu fimm mínútum leiksins með þristum frá Sean og Zeljko. Snæfell var yfir 27-15 eftir fyrsta hluta og eitthvað farið að hressast Stjörnumegin.
 
Leikar voru að jafnast og Stjarnan aðeins að ná tökum á sínum leik. Ryan Amoroso mátti vara sig kominn með 3 villur í upphafi annars hluta og settur á tréverkið. Stjarnan náði að snúa þessu upp í flottan leik með 12-0 kafla þegar þeir voru undir 34-21 og söxuðu á í eitt stig 34-33. Snæfellingar hittu ekki neitt og voru að spila eins og þeir spila verst á meðan Stjarnan setti allt niður. Snæfell náði að hanga yfir 40-38 en Jovan Zdravevski náði ótrúlegu spjaldið ofaní þegar flautan gall.
 
Í hálfleik í liði Snæfells var Sean Burton kominn með 12 stig og Zeljko Bojovic 8 stig. Nonni Mæju og Pálmi Freyr voru komnir með 7 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevksi kominn með 9 stig, Renato Lindmets 7 stig og 6 fráköst.
 
Allt var galopið í alla enda þegar liðin voru farin að skiptast á að skora en staðan var jöfn 40-40 og Fannar Freyr sem hafði verið Stjörnunni mikilvægur var kominn með 4 villur. Stjörnumenn komust hinsvegar í langþráða forystu 45-54 og voru miklu ferskari í sínum aðgerðum. Stjarnan leiddi eftir þriðja hluta 54-58 en Snæfell náði aðeins að þrýsta sér nær.
 
Snfæell náði að jafna 58-58 og fóru strax í 61-58 og síðasti leikhlutinn byrjaði af krafti með Ryan Amoroso sjóðheitan. En ekki gaf það Snæfelli sérstakan kraft til að spretta eitthvað frá Stjörnunni. Leikurinn varð harður líkamlega þó oft gæfu dómarar það ekki til kynna en Snæfell hélt naumri forystu þegar fór á líða leikhlutann 65-60 en voru þó búnir að eiga 11-2 í hlutanum.
 
Renato Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og var það dýrt fyrir Stjörnumenn. Það var hörkuleikur í lokin þegar að Pálmi kom Snæfelli í 72-67 en Justin Shouse þekkir hverja fjöl í Stykkishólmi og setti niður tvær þriggja stiga körfur og kom Stjörnunni í 72-73 þegar 18 sekúndur voru eftir. Stjarnan fékk svo víti þegar 12 sekúndur voru eftir og kom Jovan leiknum í 72-75. Zeljko Bojovic fékk tvo víti undir lokin setti fyrra niður en það seinna geigaði og Ryan Amoroso náði ekki að setja niður eftir frákastið og Stjarnan sigaraði í fyrsta leiknum 73-75 og leiða mikilvægt 1-0 fyrir heimaleikinn sinn sem verður á þriðjudaginn n.k.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell: Ryan Amoroso 19/13 fráköst/3 stoðsendingar. Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar/4 bolta náð. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/3 fráköst/3 stoðsendingar. Zeljko Bojovic 9/6 fráköst/4 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst. Sveinn Arnar Daviðsson 6 stig. Emil Þór Jóhannsson 2 stig. Atli Rafn Hreinsson 0. Hlynur Hreinsson 0. Egill Egilsson 0. Kristján Andrésson 0. Daníel Kazmi 0.
 
Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst/4 stoðsendingar. Justin Shouse 19/5 fráköst/4 stoðsendingar. Renato Lindmets 13/12 fráköst/4 stoðsendingar/4 bolta náð. Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst. Daníel Guðmundsson 6 stig. Marvin Valdimarsson 5 stig. Ólafur Ingvarsson 2 stig. Guðjón Lárusson 2 stig. Kjartan Atli Kjartansson 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.

27.03.2011 16:18

Snæfell - Stjarnan í kvöld,


Nesbyggð býður skólabörnum í Grundarfirði og Snæfellsbæ á
leikinn í kvöld. Foreldrar hvattir til að mæta með börn sín og hvetja Snæfellinga til sigurs

Leikur 1 - Snæfell - Stjarnan sunnudagur 27. mars · Stykkishólmi - kl 19:15

26.03.2011 21:19

UMFG konur unnu 3 deild í blaki,3. Úrslit, Konur

8 lið - Tveir 4 liða riðlar + tveir tvöfaldir krossar

SætiLeikirStigHrinurStigaskorHlutfall
UMFG1510100251180 - 1.39
Bresi258642211991.501.11
Skellur359822502044.001.23
Víkingur Reynir A457472392510.570.95
Hamar558662352501.000.94
Umf. Hrunamenn657562132320.830.92
Bresi B756482492620.500.95
Huginn b8550101702500.000.68

26.03.2011 21:12

Flottur sigur hjá unglingaflokki

31 stigs sigur á Keflavík á heimavelli. -síðasti leikur ungl.fl.kk föstud. 25. mars kl 19:00-Strákarnir í unglingaflokki fengu Keflavíkinga í heimsókn í frestaðan leik sem fram fór þriðjudaginn 22. mars.  Egill Egilsson fór mikinn og skoraði 25 stig.

Egill Egilsson var nýkominn af æfingu meistaraflokks og var heldur betur uppveðraður en kappinn setti niður 15 stig í fyrsta leikhluta og Snæfell/Skallagrímur leiddu 26-14.  Góður kraftur var í liði heimamanna sem eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin fara áfram.  Það voru allir leikmenn að spila vel en Birgir Pétursson átti sinn besta leik í allann vetur og barðist einsog vinnuveitandi hans Baldur Þorleifsson af mikilli snilld.  Birgir Þór Sverris og Kristján Pétur voru að leika skínandi og voru heimamenn komnir fljótlega í 45-22 og leiddu 53-28 í hálfleik.

Hlynur Hreinsson sýndi alvöru leikstjórnun í upphafi síðari hálfleiks og bjó til margar góðar körfur fyrir samherja sína sem héldu áfram að bæta við forskotið, Elfar Ólafsson og Guðni Sumarliða vildu sýna sitt rétta andlit sem og þeir gerðu og heimamenn leiddu 82-45 eftir þriðja leikhluta.  Kristján Tómasson sprækur strákur í liði Keflavíkur vakti athygli og skoraði 12 stig á skömmum tíma í fjórða leikhluta en það dugði engan veginn og lokatölur 97-66.

Strákarnir léku vel í þessum leik en þeir eiga einn leik eftir gegn efsta liðinu í unglingaflokk föstudaginn 25. mars klukkan 19:00.  Með sigri eru strákarnir komnir í undanúrslit unglingaflokks en tapi þeir þurfa þeir að treysta á sigur Keflavíkur gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn.  Við viljum því biðja fólk að fjölmenna og styðja strákanna að ná flottum árangri.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 25 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 18 stig og 7 fráköst, Hlynur Hreinsson 13 stig og 6 stoðsendingar, Guðni Sumarliðason 12 stig og 7 fráköst, Elfar Ólafsson 9 stig, Birgir Pétursson 9 stig og 9 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 7 stig og 5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4 stig.  En þeir Snjólfur Björnsson og Magnús Ingi Hjálmarsson náðu ekki að skora þrátt fyrir að standa sig ljómandi vel.

Stigaskor Keflavíkur: Sigurður Guðmundsson 19 stig, Sævar Eyjólfsson 16 stig og 6 fráköst, Kristján Tómasson 12 stig og 6 fráköst, Almar Guðbrandsson 11 stig og 10 fráköst, Andri Þór Skúlason 4 stig og þeir Ragnar Albertsson og Stefán Geirsson 2 stig hvor.  Andri Daníelsson náði ekki að skora.

26.03.2011 21:09

Ýmir - Grundarfjörður

Ýmir og Grundarfjörður áttust við í dag í Fagralundi. Byrjunarliðið var þannig skipað...

Magnús Örn stóð í markinu
Óli Hlynur hægri bak
Sindri Hrafn vinstri bak
Ingi Björn, Finnbogi og Hemmi miðverðir
Geiri Ragga, Ragnar Smári og Arnar Dóri á miðjunni
Tryggvi og Runni voru frammi

Á bekknum voru Jón Haukur sem spilaði allan seinni hálfleik í markinu.
Sindri Kristjáns
Birkir Baldurs

Spilað var 5 - 3- 2 kerfi eða 3 - 5 - 2 eftir því hvernig maður lítur á það.

Grundarfjörður komst yfir í leiknum þegar Tryggvi setti boltann í netið eftir frábæran undirbúning hjá Ragnari Smára fyrirliða en Ýmir jöfnuðu áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik misstum við Finnboga og Arnar Dóra út úr liðinu og við það riðlaðist leikurinn aðeins. Ýmis menn náðu að bæta við 2 mörkum í seinni hálfeik og leiknum lauk með 3-1 sigri Ýmis.

Það er gaman að segja frá því að hinn 47 ára gamli Ásgeir Ragnarsson spilaði allar 90 mínúturnar og stóð sig eins og hetja, hann var einn af betri mönnum vallarins og gaf ekkert eftir. Virkilega flott hjá honum.

24.03.2011 18:32

Snæfell áfram

Snæfell áfram í undanúrslit.Oddaleikur í Stykkishólmi varð raunin eftir að Haukar náðu fram sigri 77-67 í öðrum leik liðanna að Ásvöllum. Snæfellingar áttu heimavallarréttinn í Stykkishólmi sem þeir nýttu vel, sigruðu 87-73 og eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Eftir jafnan og mjög skemmtilegann leik í fyrri hálfleik tóku Snæfellingar af skarið í þriðja leikhluta og höfðu forystuna í sínum höndum til loka en staðan í  hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell.

Munur var á leik Snæfells í þessum leik og voru þeir að berjast á móti annars spræku liði Hauka sem höfðu komið aftan að Snæfelli í viðureign liðanna sem flestir spáðu Snæfelli 2-0 en geta þó borið höfuðið hátt.

Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Zeljko Bojovic, Sean Burton.
Haukar: Haukur Óskarsson, Örn Sigurðarson, Semaj Inge, Sævar Ingi, Gerald Robinson.


Haukur Óskarsson opnaði leikinn fyrir Hauka með þrist og voru þeir komnir í 5-0 í upphafi leiks. Snæfell fékk ekki skotin niður en þegar Sævar braut á Pálma í þriggja stiga skoti setti hann fyrstu þrjú fyrir Snæfell. Leikurinn varð strax hraður og liðin vel einbeitt. Janræði var með þeim í fyrsta hluta og var staðna orðin 9-12 fyrir Hauka þegar Snæfell náði þeim 15-12 og var þetta að rúlla svona. Staðan var 15-16 fyrir Hauka eftir fyrsta hluta.

Sean Burton opnaði annan hluta með þrist 18-16 en áfram var leikurinn jafn og æsispennandi um miðjann hlutann 24-24. Örn Sigurðarson og Gerald Robinson voru heitir fyrir Hauka en hjá Snæfelli voru fremstir Pálmi Freyr, Ryan Amoroso og Jón Ólafur "Nonni Mæju" en allir í liðunum voru þó vera að leggja vel að mörkum. Rosalegur leikur var í gangi í Hólminum þar sem staðan var 46-42 í hálfleik en ekkert í hendi hjá hvorugu liðinu.

Atkvæðamestir í liðunum voru hjá Snæfelli Nonni og Pálmi með 10 stig hvor og Nonni með 5 fráköst að auki en Ryan Amoroso var kominn með 9 stig og 6 fráköst. Í liði Hauka var Örn Sigurðarson kominn með 12 stig en Gerald Robinson 11 stig og 7 fráköst. Skrefi á eftir þeim var Semaj Inge kominn með 8 stig.

Snæfell bættu aðeins í upphafi þriðja hluta og komust í 54-43 með troðsli frá Ryan og þristum frá Nonna og Zeljko Bojovic. Snæfell tóku svo völdin á vellinum og sýndu sinn leik og styrk og voru komnir í 64-50. Sean Burton var þó kominn með 4 villur og fór til hvíldar á bekkinn. Pálmi Freyr var orðinn óstöðvandi hjá Snæfelli og teymdi lið sitt áfram en Haukar erfiðuðu í sínum aðgerðum. Snæfell leiddi eftir þiðja hluta 69-56 og höfðu tekið þriðja hluta í sínar hendur.

Snæfell hélt sér framan við Haukana um þetta 10-16 stig framan af fjórða hluta. Sean Burton fór útaf með 5 villur þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum en Haukar voru að berjast við að finna þennan takt til að komast inn í leikinn en erfitt var að eiga við Ryan í teignum sem reif niður fráköstin og virðist hægt og bítandi vera að finna sitt form. Snæfell kláraði leikinn með stæl 87-73 og eru komnir í undanúrslit og mæta Stjörnunni.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:
Ryan Amoroso 27/15 fráköst. Sean Burton 14/5 fráköst/3 stoðsendingar/4 bolta náð. Pálmi Freyr Sigurgeirson 13/6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst. Zeljko Bojovic 9/8 fráköst. Sveinn Arnar Davíðsson 6. Emil Þór Jóhannsson 4. Atli Rafn Hreinsson 1. Egill Egilsson 0. Kristján Andrésson 0. Daníel Kazmi 0. Baldur Þorleifsson 0.

Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst. Semaj Inge 18/8 fráköst. Örn Sigurðarson 16/6 fráköst. Haukur Óskarsson 8. Sævar Haraldsson 6. Óskar Magnússon 2. Emil Barja 1. Sigurður Einarsson 0. Steinar Aronsson 0. Sveinn Ómar Sveinsson 0. Guðmundur Kári Sævarsson 0. Alex Óli Ívarsson 0.

Dómarar leiksins: Davíð K. Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

 

23.03.2011 18:34

Hestamenn með þrautabraut og grill á sunnudaginn

Þrautabraut og grill

Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 15:00 á sunnudaginn 27 mars. Ef einhver getur ekki komið með hest er hægt að fá lánaða góða hesta á staðnum.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar  velkomin.

Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.

Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 föstudaginn 25 mars hjá Eddu Sóley í síma 8930624 eða  asdis@hrisdalur.is eða síma 8458828 Ásdís

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja æskulýðsnefnd

23.03.2011 18:32

Menningarferð hestamanna

Menningarferð hestamanna á Snæfellsnesi verður farin 2. apríl 2011

 

Hin árlega menningarferð hestamanna á Snæfellsnesi verður farin laugardaginn 2. apríl 2011.

Lagt verður af stað frá Stykkishólmi  og Grundarfirði  kl. 9:30 og frá Vegamótum 10:00.

Ferðinni er heitið að Dallandi þar sem tekið verður á móti okkur kl. 12:00.   Að lokinni heimsókn í Dalland verður e.t.v. á hestadagana í Laugardal.  Ef tími er til verður haldið í Mosfellsbæ þar sem Eysteinn nokkur Leifsson sýnir okkur reiðhöllina þar en endað verður á ístöltmótinu "þeir allra sterkustu" á skautasvellinu

Kostnaður er  fargjald kr. 3500,  miði á ístöltið kr. 3000.

Tilkynnið þátttöku í netfanginu  muggur71(hjá)hotmail.com eða í síma 841 2300 Sæþór

Loka  skráningardagur er þriðjudaginn 29. mars.  Látið ganga milli manna upplýsingar um ferðina sérstaklega þeirra sem ekki eru á póstlistanum. Ferðin er ekki einungis fyrir félagsbundna Snæfellinga.

Menningarferðanefndin, Sæþór og Lalli

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51