Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 09:20

Þátttaka er lífstíll

Málþing, þátttaka er lífsstíll, á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands og Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var haldið í sal Fjölbrautarskóla Snæfellinga í gær, fimmtudag

Ráðstefnustjóri var Ingi Þór Steinþórsson

Dagskrá málþingsins var fjölbreytt en það hófst á ávarpi Berglindar Axelsdóttur bæjarfulltrúa í Stykkishólmsbæ. Þá kynnti ungmennaráð UMFÍ sína starfsemi og sá Halldóra Guðjónsdóttir fulltrúi í ráðinu um hana. Sölvi Óskarsson meðlimur í ungliðastarfi björgunarsveitanna kynnti starfsemi sveitanna. 

Þá fór fram kynning á forvarnarstarfi og notkun á munntóbaki og hafði jafningjafræðslan umsjón með þessari kynningu undir handleiðslu Hersir Arons Ólafssonar og Blædísar Köru Baldursdóttur.  Þá kynnti Eva Vilhjálmsdóttir starfsmaður Evrópa unga fólksins verkefnið sem er styrkjaáætlun fyrir ungt fólk. Þá kynnti Daði Magnússon starfsemi ungmennahús í Snæfellsbæ. Þá var flutt tónlistaratriði og leikklúbbur fjölbrautarskólans flutti atriði.

Vinnuhópar:
Þátttaka er lífstíll, hópstjóri Garðar Svansson.
Staða og framtíð æskulýðsstarfs og Ungmennasmiðja  á Snæfellsnesi, hópstjóri Sigrún Ólafsdóttir
Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs, hópstjóri Björn Ásgeir Sumarliðason.

Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og voru þátttakenndur ánægðir með dagskrá og inntak ráðstefnunar.

Góð þátttaka var en nálægt 100 þátttakenndur komu í allt að ráðstefnuninni. 

http://umfi.is/umfi09/upload/images/frettir/malthing_i_grundarfirdi.jpg 27.04.2011 14:46

Hjólað í vinnuna

Skráningarleikur Hjólað í vinnuna

Skráningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 hefst í dag, miðvikudaginn 27. apríl og stendur til þriðjudagsins 24. maí. Dregið verður úr skráðum liðum dagana 27. apríl til 3.maí og úr innsendum myndum og reynslusögum dagana 4. - 24. maí í þættinum Virkir morgnar á Rás 2. Reiðhjólaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga til þeirra liða sem verða dregin út. Hægt er að skrá sig til leiks á vef Hjólað í vinnuna www.hjoladivinnuna.is. Nú þegar hafa 111 vinnustaðir skráð 157 lið með 754 þátttakendum til leiks. Þessi vinsæla vinnustaðakeppni rúllar síðan af stað miðvikudaginn 4. maí og stendur til þriðjudagsins 24. maí.

27.04.2011 14:04

Kári - Grundarfjörður 4-3


Kári og Grundarfjörður áttust við í æsispennandi leik þann 20. apríl síðastliðinn. Kári komst í 2-0 með mörkum frá Gísla Frey, Heimir Þór setti þá 2 mörk og náði að jafna. Predrag kom okkur svo í 2-3 en hann hafði rétt áður misnotað vítaspyrnu en bætti upp fyrir það eins og áður sagði. Kára menn náðu svo að setja 2 mörk í viðbót og þar var Sveinbjörn með annað markið.

Leikurinn endaði 4-3 og var víst ágætis skemmtun.

27.04.2011 13:57

Þátttaka er lífstíll

Þátttaka er lífsstíll
Ungt fólk á Snæfellsnesi 

Málþing á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands og Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu

Fimmtudaginn 28. apríl 2011 kl. 12:30-15:30 haldið á sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Ekkert þátttökugjald er á málþingið.

Ráðstefnustjóri: Ingi Þór Steinþórsson

Dagskrá:

·         Ávarp: Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar       (5 mín)  Búið 12:35

·         Tónlistaratriði: Særós Sævaldsdóttir, söngur                          (10 mín) 12:45

·         Ungmennaráð UMFÍ                                                                     (10 mín) 12:55

·         Ungliðastarf Björgunarsveitanna                                                            (10 mín) 13:05

 

·         Forvarnarstarf; "Bagg er bögg"                                                   (20 mín) 13:20

·         Ungmennahús í Snæfellsbæ                                                     (10 mín) 13:30

·         Skemmtiatriði: leiklistarhópur FSN                                                             (15 mín) 13:45

·         Kynning á Evrópu unga fólksins                                                             (20 mín) 14:05

Veitingar frá Kaffi 59 í boði ráðstefnuhaldara          ( 15 mín) 14:20

·         Vinnuhópar: í stofum í 40 mín og kynning á niðurstöðu í sal í 20 mín (60 mín) 15:20
Þátttaka er lífsstíll, hópstjóri: Garðar Svansson                           
Staða og framtíð æskulýðsstarfs á Snæfellsnesi, hópstjóri: Pétur Vilberg Georgsson
Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs, hópstjóri: Björn Ásgeir Sumarliðason
Ungmennasmiðja á Snæfellsnesi (samskipti og samgöngur), hópstjóri: Sigrún Ólafsdóttir

·         Niðurstöður vinnuhópa kynntar

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið alda@umfi.is eða í síma 863-2665

Allir velkomnir

27.04.2011 08:53

Margar hendur vinna létt verk

| Virkjum ungmennafélagsandann


Víkingar, nú vantar okkur aðstoð næsta laugardag, 30. apríl klukkan 08:00 við uppsetningu á sætum í nýju stúkuna og standsetningu Ólafsvíkurvallar.

 

Vinsamlega takið með ykkur rafmagns - og batterís borvélar.

 

Nánari upplýsingar hjá Hilmari í síma 894-1922 og Kristmundi í síma 891-9217.
 

Mynd: Helgi Kristjánsson

27.04.2011 08:51

Dómaranámskeið


 

Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið í Grundarfirði

mánudaginn 2.maí kl 18:00.

Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri (10.bekkur).

Staðsetning: Samkomuhús Grundarfjarðar

Skráning er í síma 863-0185 eða á netfangið eygloj@simnet.is fyrir kl 12 á hádegi föstudaginn 29.apríl.

19.04.2011 22:08

Heimir Þór lánaður til UMFG

Heimir Þór Ásgeirsson

Heimir Þór Ásgeirsson hefur söðlað um og skipt aftur yfir í Grundarfjörð á lánssamning frá Víking Ól. Við bjóðum Heimi velkominn aftur og ætti hann að vera löglegur fyrir leikinn gegn Kára á morgun.

Heimir er náttúrulega ógurlegt krútt eins og sést glögglega á þessari mynd.

19.04.2011 09:08

Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn

Reiðmaðurinn
Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku 
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. 
     Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima. 
     Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. 
     Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur Kristjánsson.

Nánari lýsing á náminu
Almennar kröfur

Reiðmaðurinn er nú kenndur: 

...á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði, 
...í Reiðhöllinni á Akureyri, 
...í Borgarfirði, Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum og í Faxaborg við Borgarnes 
...á Flúðum og í Rangárhöllinni við Hellu 
...á Hestamiðstöðinni Dal og Sörlastöðum í Hafnarfirði

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um nám í Reiðmanninum eru hvattir til að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og senda það með tölvupósti á endurmenntun@lbhi.is  Ahugið að um er að ræða tímabilið 2011-2013.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað.

Umsóknareyðublað


18.04.2011 12:38

Íslandsmót í Boccia

Íslandsmót í boccia fór fram í Borgarnesi


18. apríl 2011

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmót FAÍA 50+ í boccia fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi, en skammstöfun þessi stndur fyrir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra - 50+. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið utan Reykjavíkur. Hér var það Félag aldraðra í Borgarnesi og nágrenni sem skipulagði mótið og þótti undirbúningur og framkvæmd þess takast afar vel. Um undirbúning og framkvæmd sáu félagarnir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen en yfirdómari var Þórður Jónsson úr Borgarnesi.

 

 

 

 

Síðast þegar mót af þessu tagi var haldið mættu um 20 lið. Nú mættu hins vegar 32 lið til keppni víðsvegar að af landinu og spiluðu þrír í hverju liði. Þeir sem lengst komu voru frá Siglufirði. Keppt var í átta fjögurra liða riðlum á fjórum völlum. Öll lið kepptu því þrjá leiki en efstu fjögur liðin léku sín á milli alls fjóra leiki hvert til viðbótar. Úrslit urðu þau að lið Reyknesinga sigraði, í öðru sæti varð lið úr Borgarnesi, í þriðja sæti lið frá Neista í Garðabæ og í fjórða sæti var lið úr Grundarfirði.  Vestlendingar áttu því góðu gengi að fagna á mótinu.

 

18.04.2011 11:46

Fram - Vikingur 3-2

LENGJUBIKAR. FRAM - VÍKINGUR Ó 3 - 2


LENGJUBIKARINN
Gervigras Fram
Laugardaginn 16.apríl 2011

Fram - Víkingur Ó   3 - 2  (0 - 2)

0-1  Edin Beslija  (9.mín)
0-2  Edin Beslija  (14.mín)
1-2  Arnar Gunnlaugsson ( 57.mín, víti)
2-2  Samuel Tillen (75.mín)
3-2  Jón Gunnar Eysteinsson (93.mín) 

Rauð spjöld: Guðmundur Magnússon (47.mín, Fram), Samuel Tillen (77.mín, Fram) og Almar Ormarsson (84.mín, Fram).


Í upphafi leiks. Þarna sjást þeir Jóhannes Kristjánsson og Magnús Stefánsson. Þetta var skrítin leikur fyrir Magga enda í stjórn Knd Fram eins og sést á úlpunni sem hann er í. Við hliðina á Magga sitja foreldrar Þorsteins Más og Steinars Más Ragnarssona.

Ég hef sjaldan eða aldrei séð annan eins leik eins og leik Fram og Víkings Ó í dag. Sennilega hefur Fram unnið sinn mesta heppnissigur á knattspyrnuvellinum og þá á ég við í öllum flokkum karla og kvenna, síðan félagið var stofnað. Þetta er kallað rán um hábjartan dag af sumum. Þennan leik átti Víkingur Ó engan vegin skilið að tapa. Eftir frábæra byrjun í leiknum þegar okkur tókst að ná fljótlega tveggja marka forystu bentí lítið til þess að Fram myndi ná nokkru útúr leiknum. En í seinni hálfleik datt allt með þeim sem dottið gat fyrir utan rauðu spjöldin sem þeir nældu sér í. Það fór í skapið á þeirra leikmönnum að lenda undir og það tveimur mörkum. Þeir fóru gjörsamlega á taugum þegar líða tók á seinni hálfleikinn og dómarinn týndi þá af velli. Þeir áttu erfitt með að hemja skapið og því fór sem fór. Annar leikurinn hjá þeim þar sem þeir lenda illilega í rauðu spjöldunum. Það gerðist einnig gegn Val. En snúum okkur að leiknum. Ég var að sjálfsögðu með diktafóninn minn símann með mér. Þetta fannst mér vert að punkta niður:

Byrjunarlið Víkings Ó. Einar Hjörleifsson í marki, Bakverðir þeir Brynjar Kristmundsson og Ragnar Mar Sigrúnarson. Miðverðir Tomasz Luba og Emir Dokara. Á miðjunni spiluðu Eldar Masic, Kristján Óli Sigurðsson, Birgir Hrafn Birgisson og Dominik Bajda. Frammi voru þeir Edin Beslija og Þorsteinn Már Ragnarsson. Á bekknum í dag voru þeir Ingólfur Kristjánsson, Alfreð Már Hjaltalín, Heiðar Atli Emilsson, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Steinar Már Ragnarsson, Fannar Hilmarsson og Heimir Þór Ásgeirsson.


Frá leiknum í dag. Fv. Brynjar Kristmundsson, Tomasz Luba og Emir Dokara. Frammarinn á myndinni er Hjálmar Þórarinsson.


Nánar lýsing á leiknum á http://helgik.bloggar.is/

18.04.2011 11:43

Snæfell styrkir leikmannahópinn fyrir næsta tímabil

Hildur og Nonni skrifa undir.

Það voru þau Hildur Sigurðardóttir og Jón Ólafur Jónsson sem skrifuðu undir við Snæfell í dag og munu því leika með meistaraflokkum karla og kvenna næsta vetur.

 

 

Hildur er öllu fjölum kunn í Hólminum og er það mikill styrkur fyrir kvennaliðið að Hildur skildi ákveða að breyta til og flytja sig úr vesturbænum frá KR þar sem hún hefur dvalið síðustu tímabil, til liðs við Snæfellsstúlkur sem hafa verið á uppleið. Hildur sagði í samtali við okkur að önnur lið hefðu kannað stöðuna hjá henni og að sjálfsgöðu hefði KR falast eftir áframhaldandi kröftum hennar. Við Snæfellingar fögnum að sjálfsögðu vali Hildar og bjóðum hana velkomna heim.

 

 

Jón Ólafur Jónsson (Nonni Mæju) undirstrikaði ánægju sína í Snæfellsliðinu með því að skrifa einnig undir í dag og getur þá síminn hætt að hringja hjá kappanum, alla vega frá íslanskum liðum. Hann sagði okkur að nokkur íslensk lið hefðu sett sig í samband og eitt erlent lið, sem kemur okkur ekkert á óvart miðað við þann styrk sem hann hefur innan Snæfellsliðsins. Hann svaraði þvi til að hann vildi ekkert breyta til hér heima, sagði grasið ekkert grænna hinu megin en hann lék einhverntímann áður með Stjörnunni og KR áður en hann kom heim aftur.

 

Það er því ljóst að Snæfellingar eru á fullu að  vinna í sínum leikmannamálum og spennandi tímar framundan hjá bæði kvenna og karlaliðunum sem bæði spila í Iceland express deildunum.

 

 

Texti: Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

Vinnuþjarkarnir:)

16.04.2011 22:48

Þáttta er lífstíll,

Þátttaka er lífsstíll - Fjölmennt málþing var haldið á Sauðárkróki

malthing_a_kroknum_2Málþing, undir yfirskriftinni þátttaka er lífsstíll, á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar var haldin á Sauðárkróki í gær. Málþingið,sem haldið var á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var afar vel sótt af  kennurum og nemendum grunn-og framhaldsskólans en um 200 manns voru á málþinginu. Ráðstefnustjóri var Ómar Bragi Stefánsson.


Dagskrá málþingsins var fjölbreytt en það hófst á ávarpi Ástu Björgu Tómasdóttur sveitarstjóra sveitarfélagins Skagafjarðar. Þá kynnti ungmennaráð UMFÍ sína starfsemi og sá Halldóra Guðjónsdóttir fulltrúi í ráðinu um hana. Meðlimir björgunarsveit Skagafjarðar kynntu starfsemi sveitarinnar.


Þá fór fram kynning á forvarnarstarfi og notkun á munntóbaki og hafði jafningjafræðslan umsjón með þessari kynningu undir handleiðslu Reynir Hans og Hólmfríði Gylfadóttur.  Þá kynnti Hjörtur Ágústsson starfsmaður Evrópa unga fólksins verkefnið sem er styrkjaáætlun fyrir ungt fólk. María Björg Ingvadóttir sagði frá starfsemi Húsi frítímans á Sauðárkróki. Auk þess voru flutt tónlistaratriði.


Að loknum þessum kynningum var þátttakendum málþingsins skipt í vinnuhópa sem voru eftirtaldir. Þátttaka er lífsstíll og var hópstjóri Kristbjörg Kemp. Staða og framtíð æskulýðsstarfs í Skagafirði og var hópstjóri Þorkell Þorsteinsson.Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs þar sem Gunnar Sandholt stýrði umræðum í hópnum og loks fór fram umræða um Hús frítímans þar sem hópstjóri var María Björk Ingvadóttir.


Mjög góð og lifandi umræða fór fram í vinnuhópunum þar sem umræða var m.a um stöðu ungs fólks í Skagafirði frá ýmsum sjónarhornum. Unga fólkið tók virkan þátt í umræðunni og koma fram margar skemmtilegar hugmyndir. Það kom samt skýrt fram hjá unga fólkinu að gott væri að búa í Skagafirði og margs konar æskulýðs- og íþróttastarf væri i boði á svæðinu.

 

  Sjá viðtal við Þorkel Þorsteinsson aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.


16.04.2011 22:44

Ólöglegur leikmaður með GrundarfirðiÚrslit leiksins standa óbreytt

8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ásgeir Ragnarsson lék ólöglegur með Grundarfirði í leik Grundarfjarðar og Álftaness í Lengjubikar karla, þann 2. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Snæfell.

Í samræmi við ofangreinda reglugerð standa úrslit leiksins óbreytt.Grundarfjörður komst yfir í leiknum þegar Tryggvi setti boltann í netið eftir frábæran undirbúning hjá Ragnari Smára fyrirliða en Ýmir jöfnuðu áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik misstum við Finnboga og Arnar Dóra út úr liðinu og við það riðlaðist leikurinn aðeins. Ýmis menn náðu að bæta við 2 mörkum í seinni hálfeik og leiknum lauk með 3-1 sigri Ýmis.

Það er gaman að segja frá því að hinn 47 ára gamli Ásgeir Ragnarsson spilaði allar 90 mínúturnar og stóð sig eins og hetja, hann var einn af betri mönnum vallarins og gaf ekkert eftir. Virkilega flott hjá honum.

16.04.2011 22:15

Sigur hjá UMFG gegn Skallagrím


Grundarfjörður - Skallagrímur

Á laugardaginn mætast Grundarfjörður og Skallagrímur í lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst hann kl 13:00

Þetta er skráður sem heimaleikur Grundarfjarðar og því þurfum við að útvega línuverði fyrir þennan leik.

Eitthvað verður um forföll hjá okkur því að Aron Baldurs og Ragnar Smári verða væntanlega erlendis. T-Bone ætti að vera mættur aftur á klakann vel maríneraður eftir útlandaferð.

Hvetjum alla til að mæta á völlinn.

T maðurinn verður væntanlega aðeins framstæðari en hann er þarna

?5-1 sigur á móti Skallagrím í dag þar sem að Kari Vidarsson, Tryggvi Hafsteinsson, Sindri Hrafn og Predrag Milosavljevic skoruðu mörkin. Predrag skoraði 2 mörk.

16.04.2011 22:13

Mæting á leiki körfubolta


Meistaranemi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við háskóla Íslands hefur leitast eftir því við lesendur Karfan.is að áhangendur liðanna í Iceland Express-deild karla svari stuttri könnum sem tekur um tvær mínútur að fylla út á netinu.   

Könnunina má taka hér.   

Með því að taka þátt í könnuninni mun KKÍ fá aðgang að gagnlegum upplýsingum fyrir öll félögin en könnunin skoðar fylgni stuðningsmanna og fleira tengt því að mæta á leiki og styðja við bakið á sínu liði.

Með fyrirfram þökk. Frétt af Karfan.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31