Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Maí

30.05.2011 12:03

Fiskmarkaðsmótaröðin

Fiskmarkaðsmótaröðin á Snæfellsnesi byrjar í Stykkishólmi 1.júni
Fiskmarkaðsmótaröðin er samstarf Fiskmarkaðs Íslands og golfklúbbanna á Snæfellsnesi. Niðurröðun mótanna er sem hér segir:

Stykkishólmur - miðvikudag 1.júní
Grundarfjörður - miðvikudag 8.júní
Ólafsvík - miðvikudag 15.júní
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is í fyrstu mótin.

30.05.2011 07:35

Víkingur og Grótta skildu jöfn

Ólafsvíkurvöllur
1.deild
Laugardaginn 28.maí 2011

VÍKINGUR Ó - GRÓTTA    1-1  (1-0)

1-0  Þorsteinn Már Ragnarsson  (21.mín)
1-1  Einar Bjarni Ómarsson (58.mín)


Það sást greinilega í leik Víkings Ó og Gróttu að leikmenn Vikings Ó höfðu lent í framlengdum leik gegn Val í bikarnum 3 dögum áður. Það er ekki það sama að lenda í framlengdum leik í framlengdum leik. Þá á ég við að lið getur lent í framlengingu gegn sér slakara liði og klárað leikinn auðveldlega í framlenginu. Eins getur lið lent í framlengingu gegn firnasterku liði á útivelli og þurft að horfa uppá neyðarlegt tap. Þetta þurftu leikmenn Víkings Ó að kljást við, bæði þreytu og vonbrigði. En í fótboltanum þurfa leikmenn að takast á við bæði sorg og gleði. Sorgin eru töpin, gleðin eru sigrarnir. Þegar lið tapar bikarleik þá er sú keppni búin það árið og þá á ekkert að hugsa meira um hana, heldur að einbeita sér snarlega að deildinni.


Víkingar eiga hornspyrnu. Nr.17 er Guðmundur Steinn Hafsteinsson, nr.16 Hilmar Þór Hilmarsson, nr.9 er Birgir Hrafn Birgisson, nr.8 er Kristján Óli Sigurðsson, nr.20 er Eldar Masic, sá með rauða fyrirliðabandið á öxlinni er Þorsteinn Már Ragnarsson og sá á milli nr.16 og 9 er Alfreð Már Hjaltalín.
Frétt af http://helgik.bloggar.is/  sjá nánar umfjöllun um leikinn þar

30.05.2011 07:22

UMFG með fullt hús stiga

Sigur í fyrsta heimaleik.

Það var frekar napurt í veðri þegar að við spiluðum okkar fyrsta heimaleik á Grundarfjarðarvelli í dag. Norðaustan vindur og frekar kalt. Björninn, sem er undirlið frá Fjölni, voru andstæðingarnir að þessu sinni. Fjöldinn allur af áhorfendum lagði leið sína á völlinn en lét sér nægja að sitja í bílunum og þeyta bílflautur þegar þeim líkaði eitthvað af því sem liðin buðu uppá. 
Við byrjuðum undan vindi og það voru ekki liðnar nema 11 mínútur af leiknum þegar Petja átti aukaspyrnu sem að markvörður Bjarnarins átti í mestu vandræðum með. Markvörðurinn missti boltann í stöngina sem rúllaði síðan eftir marklínunni þar sem að Ragnar Smári kom aðvífandi og þrumaði boltanum í netið og kom heimamönnum í 1-0. Með vindinn í bakið sóttum við meira og uppskárum nokkur færi en náðum ekki að koma boltanum í netið aftur. Staðan var því 1-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.Í síðari hálfleik voru leikmenn Bjarnarins með vindinn í bakið og við það efldust þeir. Þeir voru meira með boltann en sterk vörnin átti ráð við öllum þeirra sóknaraðgerðum. Þegar leið á seinni hálfleikinn fór Björninn að leggja meira kapp á sóknarleikinn. Við það opnaðist vörnin og það var eftir eina snaggaralega skyndisókn á 73 mínútu að Ari Bent átti góða rispu upp hægri vænginn, hann kom boltanum fyrir þar sem að Ólafur Hlynur lagði boltann fyrir sig og setti hann yfirvegað fram hjá markmanninum og staðan orðin 2-0 okkur í vil. Við þetta var sem allur vindur væri úr Bjarnarmönnum og við áttum hættulegri færi það sem eftir lifði leiks. Áttum skot í stöng og vorum óheppnir að komast ekki í 3-0. Björninn átti svo líka góða aukaspyrnu sem hafnaði í markvinklinum en inn vildi boltinn ekki hjá þeim.Það voru því við sem tókum stigin þrjú sem voru í boði að þessu sinni og  erum nú komnir með 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki. Það er einu stigi meira en við fengum allt síðasta sumar. Næsti leikur okkar er gegn Ísbirninum á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi fimmtudaginn 2. júní kl 14:00.


Byrjunarliðið í dag.

http://grundarfjordur.123.is/
Það eru fleiri myndir í myndaalbúminu.

27.05.2011 13:08

Gönguleiðir á Snæfellsnesi

Gönguleiðaverkefni á Snæfellsnesi og gerð gönguleiðavefs.

Ferðafélag Snæfellsness óskar eftir því að hafa samband við göngufólk sem áætlar að ganga eftir Snæfellsnesfjallgarðinum í sumar. Ferðafélagið vinnur að gerð gönguleiðavefs og leitar eftir upplýsingum um þær gönguleiðir sem gengnar verða. Má þar nefna: Upplýsingar um leiðina, GPS hnit og ljósmyndir.

Ferðafélagið óskar einnig eftir upplýsingum um aðrar gönguleiðir, hvar sem er á Snæfellsnesi.

Halldór K Halldórsson og Guðjón Elísson í Grundarfirði vinna að gerð gönguleiðavefsins og munu vera í sambandi við göngufólk.

Hafið samband við Halldór í netfangi: halldor@mareind.is   sími: 8943131

Símanúmer Guðjóns er: 8931736

Einnig er hægt að senda tölvupóst í netfang ferðafélagsins sem er: ffsn@ffsn.is

27.05.2011 07:29

Úrslit úr HestÍþróttamóti Snæfell 21 maí.


Gunnar að veita verðlaun í Barnaflokki

Fleiri myndir eru svo inní myndaalbúm1. flokkur    

Hér eru svo úrslitin Úrslit Snæfellingur.xls

Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Glóð frá Kýrholti  6,43 
2  Siguroddur Pétursson     Hrókur frá Flugumýri II  6,20 
3  Siguroddur Pétursson     Svanur frá Tungu  5,73 
4  Ásdís Sigurðardóttir     Vordís frá Hrísdal 1  5,60 
5  Kolbrún Grétarsdóttir     Stapi frá Feti  5,53 
6  Ólafur Tryggvason     Sunna frá Grundarfirði  4,70 
7  Lárus Ástmar Hannesson     Hamar frá Stakkhamri  4,63 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Glóð frá Kýrholti  7,17 
2  Kolbrún Grétarsdóttir     Stapi frá Feti  6,28 
3  Ásdís Sigurðardóttir     Vordís frá Hrísdal 1  5,50 
4  Ólafur Tryggvason     Sunna frá Grundarfirði  5,44 
5  Lárus Ástmar Hannesson     Hamar frá Stakkhamri  5,39 

2. flokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Jóna Lind Bjarnadóttir     Sörli frá Grímsstöðum  5,27 
2  Bjarni Jónasson     Amor frá Grundarfirði  4,43 
3  Edda Sóley Kristmannsdóttir     Rigning frá Efri-Hóli  4,27 
4  Sæþór Heiðar Þorbergsson     Kjarkur frá Stykkishólmi  3,60 
5  Valentínus Guðnason     Stjörnublesi frá Stykkishólmi  3,33 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Jóna Lind Bjarnadóttir     Sörli frá Grímsstöðum  5,56 
2  Sæþór Heiðar Þorbergsson     Kjarkur frá Stykkishólmi  5,11 
3  Edda Sóley Kristmannsdóttir     Rigning frá Efri-Hóli  5,06 
4  Bjarni Jónasson     Amor frá Grundarfirði  4,61 
5  Valentínus Guðnason     Stjörnublesi frá Stykkishólmi  4,17 

Byrjendur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1 Veronica Osterhammer   Lyfting frá Brimilsvöllum 4,43
2 Friðrik Tryggvason  Hrafn Tinni frá Vesturholtum 4,33
3 Ólafía Hjálmarsdóttir   Frami frá Grundarfirði 3,7
4 Anna Linda Denner  Sópranó Reykhólastaðir 2,97
5 Margrét Sigurðardóttir  Baron frá Þóreyjarnúpi 1,83

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1 Ólafía Hjálmarsdóttir   Frami frá Grundarfirði 5,00
2 Friðrik Tryggvason  Hrafn Tinni frá Vesturholtum 4,67
3 Veronica Osterhammer   Lyfting frá Brimilsvöllum 4,61
4 Margrét Sigurðardóttir 0 Baron frá Þóreyjarnúpi 3,67
5 Anna Linda Denner  Sópranó Reykhólastaðir 3,56

Ungmennaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Arnar Ásbjörnsson     Brúnki frá Haukatungu Syðri 1  4,53 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Arnar Ásbjörnsson     Brúnki frá Haukatungu Syðri 1  5,56 

Unglingaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Guðný Margrét Siguroddsdóttir     Lyfting frá Kjarnholtum I  5,40 
2  Hrefna Rós Lárusdóttir     Loftur frá Reykhólum  5,10 
3  Guðrún Ösp Ólafsdóttir     Knarran frá Knerri  4,00 
4  Högna Ósk Álfgeirsdóttir     Nn frá Eiríksstöðum  0,00 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Guðný Margrét Siguroddsdóttir     Lyfting frá Kjarnholtum I  5,89 
2  Hrefna Rós Lárusdóttir     Loftur frá Reykhólum  5,44 
3  Guðrún Ösp Ólafsdóttir     Knarran frá Knerri  4,06 

Barnaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Borghildur  Gunnarsdóttir     Frosti frá Glæsibæ  5,10 
2  Fanney O. Gunnarsdóttir     Snót frá Brimilsvöllum  3,77 
3  Harpa Lilja Ólafsdóttir     Aspar-Snúður frá Grundarfirði  2,57 
4  Brynja Gná Heiðarsdóttir     Snjólfur frá Hólmahjáleigu  0,00 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Borghildur  Gunnarsdóttir     Frosti frá Glæsibæ  5,28 
2  Fanney O. Gunnarsdóttir     Snót frá Brimilsvöllum  4,06 
3  Harpa Lilja Ólafsdóttir     Aspar-Snúður frá Grundarfirði  3,11 

FJóRGANGUR    
1. flokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Glóð frá Kýrholti  5,90 
2  Ásdís Sigurðardóttir     Vordís frá Hrísdal 1  5,63 
3  Lárus Ástmar Hannesson     Hamar frá Stakkhamri  5,10 
4  Gunnar Tryggvason     Gýmir frá Brimilsvöllum  4,30 
5  Kolbrún Grétarsdóttir     Stapi frá Feti  0,00 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Glóð frá Kýrholti  6,30 
2  Ásdís Sigurðardóttir     Vordís frá Hrísdal 1  5,90 
3  Lárus Ástmar Hannesson     Hamar frá Stakkhamri  5,40 

2. flokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
40545  Sæþór Heiðar Þorbergsson     Muggur frá Stykkishólmi  4,97 
40545  Arnar Ásbjörnsson     Hátíð frá Hellubæ  4,97 
3  Edda Sóley Kristmannsdóttir     Rigning frá Efri-Hóli  4,67 
4  Friðrik Tryggvason     Hrafn Tinni frá Vesturholtum  4,37 
5  Nadine Elisabeth Walter     Storð frá Reykhólum  4,23 
6  Jóna Lind Bjarnadóttir     Sörli frá Grímsstöðum  4,03 
7  Valentínus Guðnason     Stjörnublesi frá Stykkishólmi  4,00 
8  Margrét Þóra Sigurðardóttir     Baron frá Þóreyjarnúpi  3,30 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Arnar Ásbjörnsson     Hátíð frá Hellubæ  5,40 
2  Edda Sóley Kristmannsdóttir     Rigning frá Efri-Hóli  5,20 
3  Friðrik Tryggvason     Hrafn Tinni frá Vesturholtum  4,63 
4  Nadine Elisabeth Walter     Storð frá Reykhólum  4,33 
5  Sæþór Heiðar Þorbergsson     Muggur frá Stykkishólmi  3,70 

Ungmennaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Arnar Ásbjörnsson     Brúnki frá Haukatungu Syðri 1  5,20 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Arnar Ásbjörnsson     Brúnki frá Haukatungu Syðri 1  5,23 

Unglingaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Guðný Margrét Siguroddsdóttir     Lyfting frá Kjarnholtum I  4,90 
2  Guðrún Ösp Ólafsdóttir     Knarran frá Knerri  3,63 
3  Hrefna Rós Lárusdóttir     Loftur frá Reykhólum  3,57 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Guðný Margrét Siguroddsdóttir     Lyfting frá Kjarnholtum I  5,90 
2  Guðrún Ösp Ólafsdóttir     Knarran frá Knerri  4,00 
3  Hrefna Rós Lárusdóttir     Loftur frá Reykhólum  0,00 

Barnaflokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Borghildur  Gunnarsdóttir     Frosti frá Glæsibæ  5,70 
2  Fanney O. Gunnarsdóttir     Snót frá Brimilsvöllum  3,87 
3  Harpa Lilja Ólafsdóttir     Aspar-Snúður frá Grundarfirði  2,47 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Borghildur  Gunnarsdóttir     Frosti frá Glæsibæ  4,53 
2  Fanney O. Gunnarsdóttir     Snót frá Brimilsvöllum  4,13 
3  Harpa Lilja Ólafsdóttir     Aspar-Snúður frá Grundarfirði  2,37 

FIMMGANGUR    
1. flokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Hrókur frá Flugumýri II  5,97 
2  Lárus Ástmar Hannesson     Brynjar frá Stykkishólmi  5,83 
3  Siguroddur Pétursson     Snær frá Keldudal  5,50 
4  Lárus Ástmar Hannesson     Sýn frá Ólafsvík  5,47 
5  Ásdís Sigurðardóttir     Dímon frá Margrétarhofi  5,03 
6  Ólafur Tryggvason     Lilja frá Brimilsvöllum  4,77 

A úrslit    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Siguroddur Pétursson     Hrókur frá Flugumýri II  6,19 R
2  Lárus Ástmar Hannesson     Brynjar frá Stykkishólmi  6,19 R
3  Ásdís Sigurðardóttir     Dímon frá Margrétarhofi  5,21 
4  Ólafur Tryggvason     Lilja frá Brimilsvöllum  5,17 

2. flokkur    
Forkeppni    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Pétur Kristinsson     Fluga frá Urriðaá  2,57 

GæðINGASKEIð    
1. flokkur    
Sæti Knapi  Hross Einkunn
1  Lárus Ástmar Hannesson   Sýn frá Ólafsvík  6,63 
2  Siguroddur Pétursson   Snær frá Keldudal  5,75 
3  Ólafur Tryggvason   Sunna frá Grundarfirði  5,25 
4  Bjarni Jónasson   Frami frá Grundarfirði  3,50 
5  Lárus Ástmar Hannesson   Brynjar frá Stykkishólmi  0,00 

SKEIð 100M (FLUGSKEIð)    
Sæti Knapi  Hross Tími
1  Siguroddur Pétursson   Hrókur frá Flugumýri II  9,00 
2  Lárus Ástmar Hannesson   Sýn frá Ólafsvík  9,02 
3  Lárus Ástmar Hannesson   Brynjar frá Stykkishólmi  9,90 
4  Bjarni Jónasson   Frami frá Grundarfirði  10,70 
5  Ásdís Sigurðardóttir   Dímon frá Margrétarhofi  10,92 
6  Ólafur Tryggvason   Lilja frá Brimilsvöllum  0,00

27.05.2011 07:27

Minniboltamót hjá Snæfell

Frá minniboltamóti 14. maí sl.

Nokkrar myndir frá minniboltamóti sem fram fór í Stykkishólmi laugardaginn 14. maí sl. 'i heimsókn til Snæfells komu Haukar, Breiðablik og Víkingur Ólafsvík. Mikið líf og fjör var hjá krökkunum og var grillað og gaman þegar Eurovisionveislan byrjaði um kvöldið. 

 

 

 

 

 

 

27.05.2011 07:25

Fyrsti heimaleikur UMFG á þessu tímabili

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Björninn

Sunnudagurinn 29. maí kl. 14:00

Grundarfjarðarvöllur

Aðgangur ókeypis.


Nýju búningarnir frumsýndir.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni.

26.05.2011 21:29

Víkingur fær nýjan leikmann

Matar Nesta Jobe í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Þjálfarar Vals á leik hjá Víkingi Ólafsvík á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eva Björk Ægisdóttir
Varnarmaðurinn Matar Nesta Jobe hefur fengið félagaskipti frá Val í Víking Ólafsvík. Nesta er frá Gambíu og hefur leikið með yngri landsliðum þjóðarinnar.

Nesta hefur ekki leikið með Val á Íslandsmóti en hann gekk til liðs við Hlíðarendaliðið í fyrrasumar. Hann lék með liðinu í vetur.

Ólafsvíkingar eru í botnsæti 1. deildar, án stiga að loknum tveimur umferðum.

Þar sem Nesta er fæddur 1992 getur hann fengið félagsskipti á þessum tímapunkti en félagaskiptaglugginn hjá leikmönnum í yngri flokkum er enn opinn.


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108924#ixzz1NUpVEUFR

26.05.2011 07:50

Valur sló Víking út í framlengingu

Valitorbikarinn. Valur- Víkingur Ó 2-1 eftir framlengingu

26. maí 2011 klukkan 00:05
Valitorbikarinn
Vodafone völlurinn


Valur - Víkingur Ó  2-1 eftir framlengingu

1-0 Jón Vilhelm Ákason  (11.mín)
1-1 Brynjar Kristmundsson (43.mín)
2-1 Haukur Páll Sigurðsson (116.mín)

http://helgik.bloggar.is/

Jæja hvað get ég skrifað. Bæði liðin sem mér þykir svo vænt um, mættust í kvöld í bikarkeppni KSÍ í 32.liða úrslitum. Fyrir leik bjuggust margir við að Valur myndi vinna þennan leik nokkuð auðveldlega og sem dæmi um það saknaði ég margra andlita úr stuðningsmannahópi Vals í kvöld. Mjög líklega hafa þeir talið Víking Ó verða Val auðveld bráð. En annað kom heldur betur á daginn. Mér finnst ekkert gaman að segja það við valsara að í fyrri hálfleik var Valur sundurspilað í fyrsta sinn í langan tíma. Það var bara ekki heil brú í leik þeirra að mér fannst. Var það vanmat? Ég vona ekki því það hefur ekkert lið efni á að vanmeta lið eins og Viking Ó sem spilar á Pepsídeildargetu. Það má eiginlega segja það að Víkingur Ó hafi haft undirtökin í fyrstu 75 mínúturnar en Valur síðasta korterið. Síðan hafi liðin verði jöfn í fyrri hluta framlengingarinnar en Valur sígið frammúr síðustu 10 mínúturnar.  Það má líka segja það að Valsmenn hafi verið gríðarlega heppnir að ná að skora sigurmarkið áður en til vítaspyrnukeppni kom, því Víkingsliðið er uppfullt að frábærum vítaskyttum. En ef Vikings Ó liðið nær að spila svona í deildinni þá verður ekki langt að bíða þar til þeir verða búnir að ná toppsætinu. Liðið þarf reyndar að skerpa aðeins betur sóknarleikinn og fara að skora fleiri mörk í leikjunum sínum en aðeins eitt. Og eins og þeir segja í American Idol, "Víkingur Ó eru tilbúnir og þeir ætla að vinna keppnina". En staða liðsins í 1.deildinni segir ekki neitt um hvað liðið getur. Botnsætið munu þeir kveðja fljótlega. Meiðsli lykilmanna hefur verið að trufla liðið. En í kvöld spilaði Víkingur Ó eins og við þekkjum þá best. Eða nákvæmlega eins og þeir spiluðu í fyrrasumar þegar þeir unnu hvern leikinn á fætur öðrum.


Þessa mynd tók Þorsteinn Ólafs á því augnabliki þegar Einar ver vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar í framlengingunni.

24.05.2011 22:39

Knattspyrnudagur 24 maí

Vel heppnaður knattspyrnudagur á Grundarfjarðarvelli í dag.

Fleirri myndir á albúmi
Frábær þátttaka og allir skemmtu sér vel.
23.05.2011 10:56

Knattspyrnudagur 24 Maí

KSI dagur á Grundarfjarðarvelli

Þriðjudaginn 24.maí verður knattspyrnudagur á Snæfellsnesi. Við fáum heimsókn frá höfuðstöðvum KSI og munu þeir færa okkur gjöf frá KSI. Einnig munu mæta á svæðið einhverjir landsliðsmenn og/eða konur!

Fyrirkomulag

Mæting  á Grundarfjarðarvöll kl 16:00 þar munu þjálfarar okkar taka á móti ykkur. Þjálfarar verða búnir að setja upp stöðvar þar sem einhverjar æfingar verða.

Allir hvattir til að mæta jafnt börn sem fullorðnir

Það verður einnig hægt að panta og máta Snæfellsnesgallann.

Það væri gott ef þið staðfestuð mætingu þannig að við vissum ca hvaða fjölda við værum að búast við.

23.05.2011 10:19

Langar þig að taka þátt


NORRÆN UNGMENNAVIKA 31. JÚLÍ - 7. ÁGÚST 2011

 

Ungmennafélag Íslands auglýsir eftir þátttakendum á aldrinum 14 - 24 ára til að taka þátt í norrænni ungmennaviku á vegum NSU, sem verður í Svíþjóð, Álandseyjum og Finnlandi.

 

 "Að upplifa list og leiki í nýjum löndum"

verður þema ungmennavikunnar.   Ævintýrið hefst í Stokkhólmi þann 31.júlí nk.  

Síðan verður farið til Álandseyja og þaðan til Finnlands, þar sem þessu lýkur.

 

Verð er kr. 60.000.- og er flug og uppihald innifalið í því.  UMFÍ styrkir einstaklinga innan sinna vébanda  og kemur það til lækkunar á framangreindu verði.  Eins gefum við upplýsingar um möguleika á frekari styrkjum.

 

Íslenskur fararstjóri frá UMFÍ fer með hópnum.

 

Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. á netfanginu omar@umfi.is


23.05.2011 07:21

Opnað hefur verið fyrir skráningu á 1. Landsmót UMFÍ 50+


opnad_fyrir_skraninguOpnað hefur verið fyrir skráningu á 1. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Hvammstanga 24.-26. júní.  Af þessu tilefni komu þeir Ágúst Þorsteinsson og Árni Einarsson við í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík og skráðu sig til þátttöku í mótinu.


Ágúst Þorsteinsson hefur alla tíð keppt undir merkjum Íslendings sem er aðildarfélag innan Ungmennasambands Borgarfjarðar. Eitt af fyrstu stórmótum Ágústs var þátttaka í Landsmóti UMFÍ á Akranesi 1975. Þar keppti hann í sundi. Lengstum var Ágúst í hópi þekktustu langhlaupara landsins. Hans keppnisferli lauk 1983 en þá keppti Ágúst á heimsmeistaramótinu sem þá var haldið í Helsinki. Í dag leikur Ágúst golf sér til skemmtunar.


Árni Einarsson verður 80 ára í haust. Hann byrjaði að keppa 18 ára gamall en hans félag alla tíð hefur verið Ungmennafélag Selfoss.  Aðalgrein Árna lengstum var kringlukast. Árið 1957 hætti Árni að keppa en tók upp þráðinn að nýju fyrir þremur árum síðan, 77 ára að aldri. Hann hefur keppt á Evrópu- og Norðurlandamótum öldunga en frá því að hann fór að keppa að nýju 2008 hefur hann unnið til 56 verðlaunapeninga.


Keppnisgreinar á mótinu eru eftirfarandi: Badminton, blak, boccia, bridds, fjallaskokk, frjálsar íþróttir, golf, hesta íþróttir, línudans, pútt, skák, starfsíþróttir, sund og þríþraut.


Skráning og aðrar upplýsingar um mótið eru að finna á  www.landsmotumfi50.is


Þátttökugjald  er 6.000 kr. óháð greinafjölda. Innifalið í verðinu er keppni, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur.

 

Mynd: Ágúst Þorsteinsson og Árni Einarsson skrá sig til þátttöku á Landsmót UMFÍ 50+.

23.05.2011 07:19

UMFG vann Berserki 2-0

Sigur í fyrsta leik

Við spiluðu okkar fyrsta leik á Íslandsmóti KSÍ þetta árið, laugardaginn 21. maí síðastliðinn.  Þar mættum við liði Berserkja sem er á vegum Víkings Reykjavíkur og spila sína leiki í Víkinni.  Berserkjum var spáð efsta sæti riðilsins í ár og hafa á að skipa sterku liði. Þeir eru til að mynda komnir í 32 liða úrslit Valitor bikarsins þar sem þeir mæta Fram. Í fyrra komst lið Berserkja í úrslitakeppni 3.deildar og því var ljóst að verkefnið var erfitt fyrir okkur.

Leikurinn hófst kl 14:00 í frábæru veðri í Víkinni. Þónokkrir áhorfendur létu sjá sig og spókuðu sig um í sólinni. Þar mátti meðal annars sjá Gæa Hadda, Helga Kristjáns, Ragga Mar og fleiri góða kappa. 

Berserkir byrjuðu betur og voru að sækja meira en hægt og rólega unnum við okkur inní leikinn. Við vorum að sýna fínt spil á köflum og náðum nokkrum færum. Eitt þeirra kom eftir hornspyrnu frá Petja þegar Finnbogi fékk dauðafæri en var óheppinn að setja boltann rétt framhjá. Það var svo á 45 mínútu þegar við náðum fínum spilakafla á miðjunni sem endaði með því að Ragnar Smári átti eitraða sendingu inn fyrir vörn Berserkja og Óli Hlynur slapp í gegn einn á móti markverði. Hann kláraði færið af mikilli yfirvegun og kom okkur í 1-0 rétt fyrir leikhlé.

Berserkir komu dýrvitlausir inní seinni hálfleikinn og ætluðu sér ekkert annað en 3 stig úr þessum leik. Vörnin stóð sína vakt og hélt sóknarmönnum Berserkja í skefjum. Berserkir pressuðu stíft en við það opnaðist vörnin hjá þeim. Það var svo á 72 mínútu þegar það kemur löng sending fram og Tryggvi sleppur innfyrir vörn Berserkja. Hann kemst upp að endamörkum og nær að senda boltann fyrir þar sem að einn varnarmaður Berserkja skoraði næstum því sjálfsmark þegar hann hreinsaði aftur fyrir. Við fengum hornspyrnu í kjölfarið sem að Petja tók, hann sendi hnitmiðaða sendingu fyrir þar sem að Hemmi náði að koma boltanum í netið og staðan orðin 2-0 fyrir okkur.

Berserkir reyndu hvað þeir gátu til að komast aftur inní leikinn en vörnin hjá okkur var ógnar sterk og átti svör við öllum sóknum Berserkja sem dundu á þeim. Leikurinn endaði því með góðum 2-0 sigri okkar og frábær byrjun. Nú er bara að byggja á þessu fyrir næsta leik.

 


Næsti leikur Grundarfjarðar er svo við Björninn á Grundarfjarðarvelli sunnudaginn 29. Maí næstkomandi kl. 14:00

21.05.2011 09:44

Fjölnir vann Víking 2-0

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar til leiksloka. Leiknum lýkur með 2-0 sigri heimamanna!!! Víkingar tapa öðrum leik sínum í röð og eru því án stiga eftir tvær umferðir. Það þarf þó ekki að örvænta enda 20 leikir eftir af mótinu. Næsti leikur er í bikarnum á móti Valsmönnum næstkomandi miðvikudag!!!! Gunnar Örn þakkar fyrir sig og hvetur Víkinga til að fjölmenna næstkomandi miðvikudag á Vodafonevöllinn!!!

Nánari lýsing á gangi leiknum á http://vikingurol.bloggar.is/

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31