Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 15:59

Lengjubikarinn 2011

Búið að draga í Lengjubikarnum

Fyrirtækjabikarinn eða Lengjubikarinn eins og keppnin heitir er samkvæmt venju fyrsta keppni tímabilsins hjá meistaraflokkunum í körfunni.  Keppnin nú hefst 23.október og verður leikin með öðru sniði en undanfarin ár því liðunum var skipt í styrkleikaflokka og svo dregið í riðla út frá því.  Dregið var í riðlana í dag og verður leikið heima og heiman í riðlakeppninni hjá körlunum en einföld umferð hjá konunum.

Karlar
Snæfell sem eru núverandi Lengjubikarmeistarar karla drógust í C-riðil ásamt Stjörnunni, Tindastóli og Breiðabliki en riðlarnir eru annars þessir:

A-riðill: KR · ÍR · Þór Þorlákshöfn · Skallagrímur

B-riðill: Grindavík · Haukar · Fjölnir · KFÍ

C-riðill: Snæfell · Stjarnan · Tindastóll · Breiðablik

D-riðill: Keflavík · Njarðvík · Valur · Hamar

Leikið er heima og heiman. Sigurvegarar hvers riðill fara í undanúrslit.


Áætlaðir leikdagar hjá körlunum eru eftirfarandi:

1. Leikdagur 23. okt

2. Leikdagur 30. okt

3. Leikdagur 6. nóv

4. Leikdagur 13. nóv

5. Leikdagur 20. nóv

6. Leikdagur 27. nóv

Áætluð úrslit verða 2. des og 3. des.


Konur
Hjá konunum verða tveir riðlar og einungis leikin einföld umferð og að henni lokinni mætast efstu lið hvors riðils í úrslitaleik.

A-riðill: Keflavík · KR · Snæfell · Grindavík · Fjölnir

B-riðill: Njarðvík · Hamar · Haukar · Valur · Stjarnan


Áætlaðir leikdagar hjá konunum eru eftirfarandi:

1. Leikdagur 15. sep fimmtudagur

2. Leikdagur 18. sep sunnudagur

3. Leikdagur 21. sep miðvikudagur

4. Leikdagur 24 sep laugardagur

5. Leikdagur 26. sep mánudagur

Áætlaður úrslitaleikur verður 30. september eða 1. október.

Frétt af Stykkishólmspóstinum

30.06.2011 15:54

Víkingur landaði 3 stigum

Sigur gegn baráttuglöðum KA-mönnum

29. júní 2011

Víkingar tóku á móti KA-mönnum í blíðskapar veðri á Ólafsvíkurvelli í 9. umferð 1. deildar karla. Fyrir leikinn voru liðin í 9. og 10. sæti deildarinnar og því til mikils að vinna enda bilið milli liða lítið. Heimamenn fóru betur af stað og á fyrstu mínútum leiksins áttu þeir þrjú ákjósanleg færi án þess þó að koma knettinum á rammann.

 

Það voru þó gestirnir í KA sem voru fyrri til að skora því á 9. mínútu leiksins skallaði Hallgrímur Mar Steingrímsson knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri vængnum. Svo virtist vera að varnarmenn Víkings hafi ekki vitað af Hallgrími sem var algjörlega einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skalla framhjá Einari sem var varnarlaus í markinu.

 

Markið kom sem köld vatnsgusa framan í heimamenn sem höfðu haft yfirhöndina fram að markinu. Það tók því Víkinga allnokkurn tíma að komast í takt við leikinn á ný og var nokkurt jafnræði með liðinum. KA-menn lágu aftarlega á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisóknum á meðan Víkingar voru meira með boltann og stjórnuðu þar með ferðinni.

 

Á 42. Mínútu dró til tíðinda á ný þegar brotið var á Guðmundi Stein Hafsteinssyni inn í teig gestanna. Gunnar Sverrir Gunnarsson dómari leiks benti ákveðinn á vítapunktinn handviss í sinni sök. Á punktinn steig vítaskytta heimamanna Artjoms Goncars sem skoraði örugglega framhjá Sandor Matus í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Gunnar dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks.


Mynd: Ingibjörg Sumarliðadóttir

Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað líkt og sá fyrri þar sem heimamenn sáu sem fyrr um að stjórna ferðinni. Um miðbik hálfleiksins fékk Guðmundur Steinn besta færi leiksins eftir klaufagang í vörn gestanna. Boltinn hrökk beint fyrir fætur Guðmundar sem var einn á móti Sandor. Guðmundi tókst hins vegar ekki að koma knettinum framhjá Sandor sem varði boltann með fótunum.

 

Nokkrum mínútum síðar varð Guðmundi á engin mistök þar sem honum tókst að koma knettinum framhjá Sandor eftir glæsilegan undirbúning Edin Beslija. Edin kom askvaðandi upp vinstri kantinn, lék á tvo varnarmenn og í stað þess að skjóta á markið sendi hann lúmska sendingu inn á Guðmund sem þrumaði knettinum framhjá Sandor í markinu. Staðan 2-1 og stundarfjórðungur eftir af leiknum.


Mynd: Þröstur Albertsson
 

Í kjölfarið sóttu gestirnir í sig veðrið, staðráðnir í að krækja í það minnsta annað stigið. Síðasta stundarfjórðung leiksins settu KA-menn mikla pressu á heimamenn sem áttu í vök að verjast. Einar Hjörleifsson í marki Víkings var þó vel á verði og greip vel inn í þar sem helstu hættur KA komu eftir föst leikatriði.

 

Víkingum tókst þrátt fyrir mikla pressu gestanna að landa mikilvægum heimasigri sem hífir þá upp töfluna en liðið er nú komið með 12 stig. KA-menn sitja hins vegar eftir með sárt ennið með 10 stig í 10. sæti.

Víkingur Ólafsvík

27.06.2011 22:21

Ánægð með hvernig til tókst


grein_med_helguFyrsta Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Hvammstanga um helgina en um þrjú hundruð keppendur þreyttu keppni í fjórtán keppnisgreinum. Framkvæmdaaðilar mótsins eru mjög ánægðir hvernig til tókst og líta björtum augum til framtíðar hvað þetta mót áhrærir.


,,Ég er í heildina mjög ánægð með mótið og þá alveg sérstaklega hvað keppendur voru sáttir. Það kom mér ekki á óvart því þetta er þakklátt fólk. Við runnum svolítið blint í sjóinn með þetta mót en ákvörðunin að hrinda því af stað var rétt þegar upp var staðið. Upplifun keppenda var skemmtileg en þetta er mót sem verður að halda áfram," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, í mótslok.


Helga Guðrún sagði að það hefði komið sér á óvart mikill keppnisandi hefði ríkt á mótinu og gleði að fá að keppa á þessum vettvangi. Andrúmsloftið var afslappað en samt voru keppendur með ákveðinn markmið. Framkvæmdaaðilar og íbúar lögðu sitt af mörkum að gera þetta mót einstaklega skemmtilegt og vel heppnað.


,,Að okkar mati var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldurshóp. Þetta er mót sem komið er til að vera og vonandi stækka þau með tíð og tíma. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem er að æfa ýmsar íþróttir en fyrirvarinn fyrir þetta mót var nokkuð stuttur. Við auglýsum næsta mót með góðum fyrirvara og þá getur fólk notað veturinn og vorið til undirbúnings. ég er mjög ánægð og stolt hvernig til tókst með fyrsta mótið," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.


Trausti Valdimarsson, sem tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum mótsins að undanskildu fjórsundi, sagði þetta mót frábært til að örva þá einstaklinga sem virkilega þurfa á að hreyfingu að h alda því viðhaldið verður mikilvægara með árunum. Trausti er lyflæknir- og meltingarsérfræðingur á Akranesi.


,, Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, synda, hjóla og hlaupa, en það er gott að hafa fjölbreytnina sem mesta. Þetta er allt skemmtilegt og hollt og þess vegna er maður í þessu. Fyrir utan þá heldur maður betur í heilsuna og kynnist fólki eins og á mótinu hér á Hvammstanga," sagði Trausti.


Trausti sagði ennfremur að þeir sem hreyfa sig og halda í æskublómann þurfa síður á læknunum að halda.

27.06.2011 22:20

Forvarnarsjóður

thlutun styrkja úr Forvarnasjóði

gudbjarturÚthlutun styrkja úr Forvarnarsjóði fyrir árið 2011 fór fram í dag í Þjónustumiðstöð UMFÍ við Sigtún. Við þetta tækifæri fluttu Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Geir Gunnlaugsson, landlæknir, stutt ávörp.


Úthlutað var styrkjum að upphæð 72 milljónum í 102 verkefni. Ungmennafélag Íslands fékk tvo styrki, 2,5 milljónir í verkefnið Flott fyrirmynd og Unglingalandsmótið 1.5 milljónir.


Tilgangur Forvarnasjóðs er að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Styrkir eru veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsóknaverkefna.

 

Mynd: Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, flytur ávarp við athöfnina.

 

27.06.2011 22:15

Margeir Ingi Rúnarsson og Auður Kjartansdóttir unnu á Arion banki 36 holur hjá Mostra og Vestarr

GMS/GVG
Margeir Ingi Rúnarsson og Auður Kjartansdóttir unnu á Arion banki 36 holur hjá Mostra og Vestarr
Höggleikur Karlar - 36 holur

1. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 150 högg
2. Pétur Vilbergur Georgsson GVG 156 högg
3. Þór Geirsson GJÓ 167 högg

Höggleikur - konur - 36 holur

1. Auður Kjartansdóttir GMS 170 högg
2. Anna María Reynisdóttir GVG 180 högg
3. Helga Björg Marteinsdóttir GMS 203 högg

Punktakeppni - opinn flokkur - 36 holur

1. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 74 punktar
2. Páll Sigurðsson GK 73 punktar
3. Anna María Reynisdóttir GVG 73 punktar

lengsta upphafshögg 3.braut Víkurvöllur
Högni Fr. Högnason GMS

Næst holu á 6/14 holu á Víkurvelli
Pétur V Georgsson GVG 2,49 m

Næst holu á 9/18 holu á Víkurvelli
Páll Sigurðsson GK 1,20 m

Næst holu á 4/13 holu á Bárarvelli
Högni Fr Högnason GMS 1,30 m

Næst holu á 8/17 holu á Bárarvelli
Margeir Ingi Rúnarsson GMS 2,75 m

26.06.2011 08:39

UMFG tapaði fyrir Álftanesi

Þrír leikir fóru fram í þriðju deild karla og kláraðist sjötta umferð þar með í öllum riðlunum. Fótbolti.net skellti sér á Grundarfjörð og sá leik heimamanna og Álftaness og verða viðtöl við þjálfara liðanna birt síðar í kvöld.

C - riðill
Síðasti leikurinn í sjöttu umferð fór fram í dag þegar Álftanes vann góðan sigur á heimamönnum í Grundarfirði í uppgjöri efstu liðanna og eru ennþá með fullt hús stiga.

Grundafjörður 0 - 2 Álftanes
0-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson (37')
0-2 Birkir Freyr Hilmarsson (79')

Heimamenn héldu sig aftarlega á vellinum og ætluðu sér að beita skyndisóknum á meðan gestirnir beittu hröðum sóknum upp báða kanntana. Flestar sóknir beggja liða enduðu oftar en ekki hjá vörnum andstæðinganna en gestirnir voru ágengari og fengu betri færi.

Álftanes náði forystunni á 37.mínútu þegar Kristján Lýðsson komst upp hægri kanntinn og sendi boltann á Guðbjörn Alexander Sæmundsson sem skoraði í autt markið. Álftnesingar héldu svo áfram að þjarma að marki heimamanna en Ingólfur Kristjánsson átti góðan leik í marki Grundafjarðar og bjargaði nokkrum sinnum ágætlega.

Þegar líða tók á seinni hálfleikinn fóru heimamenn að taka fleiri sénsa og sækja á fleiri mönnum en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi. Álftnesingar refsuðu þegar varamaðurinn Birkir Freyr Hilmarsson skoraði stórglæsilegt mark sem Ingólfur átti ekki möguleika á að verja.

Eftir markið fjaraði leikurinn smám saman út og gestirnir tóku alla punktana með sér heim og eru með 18 stig á toppnum 5 stigum á undan Grundarfirði og Kára sem sitja í næstu sætum.

Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=110392#ixzz1QMuXTwlS

24.06.2011 15:21

Snæfellsjökulshlaupið 2011

02.07.2011 - Snæfellsjökulshlaupið

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 2. júlí n.k og er þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið. Þessa helgi er bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík svo mikið líf verður í bænum þegar keppendur koma í mark. Snæfellsbær bíður svo hlaupurum frítt í sund eftir hlaupið.

Einungis 2,5 klst akstur er frá Reykjavík til Ólafsvíkur. 

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Hlauparar verða keyrðir með rútu frá Ólafsvík yfir á Arnarstapa fyrir hlaup. Rútan frá Ólafsvík leggur af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ók í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupið er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni.


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

 • Karlar 40 ára og eldri
 • Konur 40 ára og eldri
 • Karlar 39 ára og yngri
 • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 1. júlí. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Facebook síður: Snæfellsjökulshlaupið, Ólafsvíkurvaka Bæjarhátíð

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com


24.06.2011 14:17

Tap hjá Víking

3-1 tap gegn Selfyssingum

24. júní 2011 klukkan 10:39
Í gærkvöldi heimsóttu Víkingar Selfyssinga í 8. umferð 1. deildar sem hófst með þremur leikjum. Leikurinn var einungis 6 mínútna gamall þegar heimamenn komust yfir. Þar var að verki Babacar Sarr eftir hornspyrnu. Víkingar vildu þó meina að í aðdragandanum hefðu heimamenn gerst brotlegir auk þess sem Babacar fór nánast með sólann í grímuna á Einari þegar hann kom knettinum í markið.

 

Fimmtán mínútum síðar syrti enn í álinn hjá Víkingum þegar heimamenn komust í 2-0 þegar Endre Brenne náði að komast inn fyrir vörn Víkina við illan leik. Endre braut þá augljóslega á Emir Dokara í vörn Víkings sem lá eftir alblóðugur. Hvorki Leikni Ágústssyni né aðstoðarmanni hans á línunni láðist að sjá brotið og staða heimamanna því vænleg.

 

Víkingar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta því á 44. mínútu tókst Edin Beslija að minnka muninn. Það gerði hann eftir vel útfærða aukaspyrnu ásamt Brynjari Kristmundssyni og Eldar Masic. Skot Edins var bæði fast, hnitmiðað og í bláhornið framhjá Jóhanni í marki Selfyssinga.

 

Víkingar voru staðráðnir í að láta kné fylgja kviði og í uppbótartíma fyrri hálfleiks komst Þorsteinn Már Ragnarsson einn inn fyrir vörn heimamanna. Artjoms gaf þá góða sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og Þorsteinn var við það að komast í ákjósanlegt færi. Þá tók Leiknir dómari leiksins upp á því að flauta til loka fyrri hálfleiks sem er í besta falli mjög athugavert.

 

Í síðari hálfleik komu Víkingar sterkir til leiks og ákveðnir í að jafna metin. Þeir voru ýfið sterkari fyrsta stundarfjórðunginn en án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Þrátt fyrir ágætis tilraunir náðu Víkingar ekki að jafna og þess í stað náðu heimamenn að auka forskot sitt. Jón Daði Böðvarsson átti þá góða rispu og spólaði sig í gegnum vörn Víkings og sendi boltann á Ibrahima Ndiaye sem skoraði auðveldlega.

 

Eftir þetta var róðurinn þungur fyrir Víkinga en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki það sem eftir lifði leiks. Með sigrinum styrkti Selfoss stöðu sína í 2. sæti deildarinnar en Víkingar eru sem fyrr níunda með 9 stig.  Næsti leikur Víkings verður háður á Ólafsvíkurvelli næstkomandi miðvikudag þar sem KA-menn koma í heimsókn. Allir á völlinn!

Mynd: Þröstur Albertsson

Víkingur Ólafsvík

24.06.2011 11:41

Fiskmarkaðsmótaröðin, úrslit

FMÍ mótaröðin
Frá Golfklúbbi Staðarsveitar.

Síðasta mótið í FMÍ mótaröðinni var haldið á Garðavelli undir jökli 22.06. 2011 í blíðskaparveðri og voru aðstæður allar hinar bestu.

Golfklúbbur Staðarsveitar þakkar öllum sem mættu, þátttökuna en 44 luku leik.

Vinninga má nálgast í afgreiðslunni á gistihúsinu Langsholti (klúbbhúsinu)

Úrslit.

Höggleikur
1. v. Rögnvaldur Ólafsson GJÓ

Punktar
1.v. Kristinn Þ Ellertsson GMS
2.v. Auður Kjartansdóttir GMS
3.v. Kristján Þórðarson GST

Nándarverðlaun

3. b. Bent C Russel GVG
8. b. Páll Ingólfsson GK

Úrslit í samanlögðu. Þrír bestu hringir giltu af fjórum mögulegum.

Höggleikur
1. v. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 229 högg

Punktar.
1. v. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 105 p
2.v. Auður Kjartansdóttir GMS 103 p
3.v. Bent C Russel GVG 96 p.

22.06.2011 11:11

Vaktir á landsmóti hestamanna

Landsmót Hestamanna 2011

Skagafirði

 

Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:

 

 • Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
 • Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
 • Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
 • Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
 • Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
 • Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
 • Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:    
  • Stóðhesthús
  • Móttaka hrossa
  • Skrifstofa
  • Upplýsingamiðstöð
  • Hliðvarsla
  • Fótaskoðun
  • Kaffivaktin
  • Ýmis vinna á svæði

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com.

 

Bestu kveðjur,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

GSM:868-4556

22.06.2011 11:09

Einar með kennslu hjá Vestarr

Myndir frá kennslunni í dag

Myndir teknar af Sverri Karls í dag:

21.06.2011 19:57

4 og síðasta mótið í Fiskmarkaðsmótaröðinni

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 4


Mót númer 4 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Garðavelli í Staðarsveit
Miðvikudaginn 22 júní
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is

Þetta er síðasta mótið í mótaröðinni

Þrír efstur í mótinu hjá Jökli

1 Hjörtur Ragnarsson GJÓ 33
2 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 32
3 Hermann Geir Þórsson GJÓ 29

21.06.2011 17:51

Ólympíudagurinn

Ólympíudagurinn 23. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við íþróttahreyfinguna og Ólympíufjölskyldu ÍSÍ halda upp á Ólympíudaginn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allann þann 23. júní. Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð þennan dag árið 1894. Markmið með deginum er að bjóða almenningi að kynnast fjölbreytum íþróttum, með áherslu á að uppgötva, læra og hreyfa sig. Í gegnum íþróttirnar er einnig verið að að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar; Gera sitt besta - vinátta og virðing.

Í tilefni dagsins eru hátíðarhöld hjá nokkrum íþróttafélögum auk þess sem boðið verður upp á dagskrá í Laugardalnum frá 18:30 til 22:00. Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl:22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á www.maraþon.is sjá nánar hér fyrir neðan.

Einnig viljum við benda á fésbókarsíðu Ólympíudagins kemst á hana hér. Þar verður að finna allar helstu upplýsingar í tengslum við daginn. þar er einnig að finna tengla á ýmislegt skemmtilegt.

Við bjóðum börn, fullorðna, fjölskyldur, skyldmenni, samstarfsfélaga, vini og kunningja velkomin í Laugardalinn. Þar verður hægt að prófa íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í greinum eins og skylmingum, tennis, krakkablaki, strandblaki, borðtennis, keilu, dans, frjálsíþróttum. Einnig verður hægt að skoða keppnisbíla frá kvartmílu til gókart. Rathlaupafélagið Hekla bíður upp á rathlaup í Laugardalnum.
Það gæti enn bæst í hópinn fleiri íþróttagreinar til að prófa.
Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl: 22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á www.maraþon.is og www.hlaup.is þátttakendur í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir.

Dagskrá* í Laugardalnum 23. júní:

18:30 Setning við bílastæðinn hjá Þrótti/Ármann
18:30 - 22:00 Akstursíþróttasambandið með sýningu á 4 til 5 keppnisbílum allt frá kvartmílu til gókart - þeir verða á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármann.
18:30 - 21:30 Skylmingar -
í Skylmingamiðstöðin undir norðurenda stúkunnar- World Class megin
19:00 - 22:00 Keila
í sal fyrir ofan Skylmingarmiðstöðina, hjá miðasölunni
19:00 - 22:00 Borðtennis - við stúku Laugardalsvallar
19-00 - 22:00 Krakkablak og strandblak
á grasinu við körfurnar hjá bílastæði Þrótti/Ármann
19:00 - 22:00 Tennis
Á tennisvöllunum bakvið húsnæði Þróttar,
19:00 - 22:00 Rathlaup - Rathlaupafélagið Hekla verður með kynningu á rathlaupi sem hægt er að hlaupa í Laugardalnum. Þeir verða við gamla innganginn í Laugardalslaugina - norður
sjá frekari upplýsingar á www.rathlaup.is
21:00 - 21:40 Dans - sýningin og létt kennsla í tengslum við upphitun Miðnæturhlaupsins
22:00 Miðnæturhlaupið fer af stað
*Fyrirvari er á að dagskráin gæti tekið breytingum.

Til þess að lífga upp á daginn þá væri gaman að sjá sem flesta í íþróttabúningum. Annað hvort í búningi síns félags, uppáhaldstreyjunni sinnii, landsliðsbúningi eða jafnvel sem Glanni glæpur. Allir eru velkomnir.

21.06.2011 13:39

Gert klárt fyrir næsta tímabil í körfunni


Gólfið í íþróttahúsinu tók breytingum núna í byrjun júní og var þar verið aðallega að breyta línum á körfuboltavöllum. Samkvæmt FIBA staðli þá var óhjákvæmilegt annað en að klára þetta verk svo fyrir komandi tímbil.

 

Útlínur vallarinns voru breikkaðar, teigurinn verður beinn niður og þriggjastiga línan færist lengra út eða í 6.75 m frá miðju körfunnar. Hálfhringurinn / boginn undir körfunni bætist við sem en innan hans getur varnarmaður ekki stillt sér upp og þvingað sóknarvillu á sóknarleikmann. Línur á þvervöllum (grænum völlum) voru einnig lagaðar og velli bætt við í miðjuhólf íþróttahússins.

Sjón er sögu ríkari kíkið á þetta en einnig er hægt að fræðast á þessum síðum:

Wikipedia - Basketball_court_Fiba

FIBA Europe - Official basketbal rules 2010- 

21.06.2011 13:37

Barnamót GMS

GMS
Barnamót 2 úrslit

Í dag miðvikudag fór 2. Barnamót Mostra fram. Þátttakendur spiluðu líkt og í fyrsta mótinu tvo hringi á Litla Víkurvelli samtals átta holur. Úrslit urðu eftirfarandi:

Kristófer Tjörvi  33 högg

Dawid Einar   36 högg

Finnbogi Þór   41 högg

Ellert Þór    47 högg

Einar Bergmann  49 högg

Jón Glúmur  49 högg

Thelma Lind  51 högg

Vignir Steinn  51 högg

 

Næsta mót fer fram mánudaginn 27. júní.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31