Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 22:44

Ferðafélag Snæfellsnes með göngu 1 ágúst

Gönguferð yfir Tröllaháls 1. Ágúst

Staðsetning: Mjósundabrú í Hraunsfirði. Berserkjahrauni á norðanverðu Snæfellsnesi.

Farið verður af stað við Mjósundabrúna gömlu 1. Ágúst kl: 13:00 og gengið með Straumhlíðinni inn í Árnabotn. Þar er farið yfir Tröllaháls og komið niður í Eyrarbotn innst í Kolgrafarfirði. Gönguleiðin er gömul reiðleið og fóru póstmenn þarna um áður fyrr. Þetta er falleg og áhugaverð leið og tilvalin fyrir fjölskyldufólk, enda lítil hækkun á leiðinni. Ferðin tekur um 6. klst. Áður en lagt er af stað, er tilvalið að ákveða hverjir sæki göngufólk inn í Eyrarbotn í lok ferðar.

Fararstjóri er Hanna Jónsdóttir, sími: 4381195. Verð: 600/800 kr.

31.07.2011 22:41

Fór í holu í höggi á Bárarvelli

Draumahöggið aftur

Þann 8. ágúst 2010 sló Þorvaldur Ingi Jónsson GKG draumahöggið á áttundu holu á Bárarvelli Notaði Þorvaldur 5 járn.

Núna síðasta laugardag þann 23 júlí var Þorvaldur að spila Bárarvöll með félaga sínum Sigurði Péturssyni. Þegar komið var að 8 braut óskaði Sigurður eftir því að Þorvaldur sýndi hvernig ætti að slá á 8 braut. Þar sem nokkur meðvindur var, ákvað Þorvaldur að nota 7 járn núna. Þeir félagar sáu að boltinn skoppaði í átt að pinna en héldu að hann hafði farið framhjá og yfir flöt. Þeir leita stutta stund að boltanum og ákvað Sigurður að kýkja í holu hvort hann væri nokkuð þar. Þar lá boltinn og Þorvaldur með annað draumahögg á 8 braut á Bárarvelli. Glæsilegur árangur

Hér eru myndir af kappanum teknar 2010.


Við í Vestarr óskum Þorvaldi innilega til hamingju með árangurinn.

31.07.2011 22:37

Nýr leikmaður hjá UMFG

Nýr leikmaður

Grundarfjörður hefur fengið liðsmann frá BÍ... Hann heitir Stratos Christo Efstathiou og er frá Suður Afríku. Hann mun verða löglegur frá og með morgundeginum.

31.07.2011 22:36

Sigur hjá UMFG

Sigur

Fimmtudagskvöldið 28. júlí síðastliðinn fórum við í Breiðholtið til að etja kappi við Afríku. Spilað var á gervigrasinu á Leiknisvellinum. 
Aðstæður til knattiðkunar var til fyrirmyndar. Smá súld á köflum og blankalogn.

Við byrjuðum leikinn ágætlega en ekkert meira en það. Lítið að gerast í leiknum þannig séð og Ingólfur þurfti lítið að láta til sín taka í markinu. Afríka komst í eina álitlega sókn í öllum fyrri hálfleiknum en þá áttu þeir skot í þverslána og sluppum við með skrekkinn í það skiptið. Svo átti Tryggvi líka skalla tilbaka sem Ingólfur þurfti að hafa sig allan við til að verja. 
Á 42 mínútu á einn Afríkumaðurinn glórulausa tæklingu aftan í Jón Steinar sem lá óvígur eftir. Uppúr sauð á milli leikmanna og einum leikmanni Afríku var vikið af leikvelli. Runni kom inná fyrir Jón Steinar sem gat ekki haldið áfram sökum meiðsla. Runni var ekki búinn að vera inná nema í nokkrar sekúndur þegar að hann fékk dauðafæri en var óheppinn að skora ekki. Svo fékk hann tvö önnur mjög góð færi áður en dómarinn flautaði til leikhlés og staðan í hálfleik markalaus.Í síðari hálfleiknum var allt annað uppá teningnum því að Runni slapp í gegn og skoraði af öryggi strax í byrjun síðari hálfleiks. Staðan orðin 1-0 okkur í vil. Nokkrum mínútum síðar átti Heimir Þór mjög gott skot sem markvörður Afríku réði ekki við og staðan því orðin 2-0 aðeins með nokkurra mínútna millibili. Eftir þetta réðum við lögum og lofum á vellinum og Afríkumenn fengu ekki eitt einasta færi í seinni hálfleik. Við fengum þau nokkur en náðum því miður ekki að nýta neitt þeirra. Ragnar Smári átti fallegt skot í stöngina og út. Aron átti skalla í stöng auk þess sem markvörðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel. Lokastaðan varð því 2-0 og við náðum þriggja stiga forskoti í fyrsta sætinu í riðlinum.Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir útileikir gegn Kára og Álftanesi. Þessi tveir leikir koma til með að ráða úrslitum um hvort að við komumst áfram í úrslitakeppnina eður ei.Næsti leikur er gegn Kára laugardaginn 6. ágúst á Akranesi.

28.07.2011 07:04

Víkingur með sigur gegn Gróttu

Grótta 1 - 2 Víkingur Ó:
1-0 Jónmundur Grétarsson
1-1 Guðmundur Magnússon
1-2 Þorsteinn Már Ragnarsson

Grótta og Víkingur Ólafsvík áttust við nú fyrr í kvöld út á Seltjarnarnesi. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda bæði að reyna að slíta sig frá fallslagnum.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru vægast sagt slæmar. Stífur vindur allan leikinn og völlurinn blautur.

Grótta lék undan vindi í fyrri hálfleik og var mun sterkara. Kvöldið byrjaði vel fyrir heimamenn því á 19. mínútu fengu þeir aukaspyrnu hægra megin út fyrir teig Víkings eftir að brotið var á Sölva Davíðssyni. Einar Bjarni Ómarsson tók spyrnuna sem Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, náði ekki að halda og boltinn datt fyrir Jónmund Grétarsson sem potaði boltanum yfir línuna.

Eftir markið styrktust heimamenn og áttu nokkuð góð færi. Sölvi Davíðsson tók rosalegan sprett þegar hann fór með boltann yfir allan völlinn og jafnframt framhjá nokkrum leikmönnum Víkings og tók skot við vítateiginn sem skall í stönginni.

Einnig sýndi Jónmundur flotta takta rétt fyrir lok hálfleikissins þegar hann tók hjólhestaspyrnu í teig gestanna en boltinn fór rétt framhjá markinu.

En eins og búast mátti við var alger viðsnúningur í seinni hálfleik þar sem ef eitthvað var virtist hafa bætt í vindinn. Nú var komið af gestunum að sækja. Strax á 52. mínútu fékk Guðmundur Magnússon boltann í teig Gróttu og fékk að taka nokkrar snertingar á boltann áður en hann negldi honum í markið. Frábærlega gert hjá Guðmundi.

Aðeins nokkrum mínútum síðar fengu gestirnir svo dæmt víti þegar brotið var á Guðmundi Hafsteinssyni framherja þeirra inn í teig Gróttu. Á vítapunktinn fór fyrirliði þeirra Þorsteinn Már Ragnarsson sem skoraði að öryggi.

Eftir mörkin héldu gestirnir áfram að sækja án þess að skapa sér mikið af hættulegum færum. Gróttumenn máttu sín hins vegar lítið gegn vindnum og gátu lítið náð upp almennilegu spili. Boltinn fór eiginlega bara í hringi, frá útsparki Kristjáns Finnboga í marki Gróttu í innkast aftarlega á vallarhelmingi Gróttu og eftir innkastið leið ekki langur tími þangað til að hann var kominn aftur til Kristjáns.

Víkingar eiga eflaust eftir að fagna sigrinum vel enda náðu þeir með honum að slíta sig frá fallbaráttunni og eru komnir með 19 stig í 6 sæti . Grótta virðist aftur á móti bíða fallbaráttuslagur það sem eftir er sumars og eru eflaust gríðarlega ósáttir með að hafa ekki náð að klára færin sín betur í fyrri hálfleik.

Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=112092#ixzz1TNfZKkH6

23.07.2011 15:05

Vel heppnað Vesturlandsmót í frjálsum

Vesturlandsmótið heppnaðist vel

vesturlandsmotidFyrsta Vesturlandsmótið í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri fór fram í Borgarnesi á dögunum. 50 keppendur mættu til leiks frá fjörum félögum, UMSB, Skipaskaga, UDN og HSH. Góður árangur náðist í mörgum greinum og nú er stefnt að því að hafa mót fyrir 10 ára og yngri í ágúst. Sennilegast 19 ágúst.

 


Þetta var í fyrsta skiptið í 35 ár sem þetta mót er haldið en síðasta mótið með þessum hætti var haldið á Akranesi 1976. Á þessu svæði er margt efnilegt íþróttafólk sem á eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.

 

Mótið í Borgarnesi þótti heppnast það vel að stefnt er að því að það verði árlegur viðburður hér eftir.

 

 

Mynd: Frá keppninni sem haldin var í Borgarnesi.

 

23.07.2011 14:46

Jafnt hjá Víking og Fjölni

Víkingar og Fjölnismenn áttust við í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli í kvöld þar sem liðin skyldu jöfn, 2-2. Blíðskapar veður var í Ólafsvík og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Leikurinn fór rólega af stað og það var ekki fyrr en tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum þegar fyrsta alvöru færi leiksins leit dagsins ljós. Þá átti Guðmundur Magnússon sem nýlega gekk í raðir Víkinga skot sem endaði í þverslánni á marki Fjölnis.

 

Fjölnismenn brunuðu í sókn og voru nálægt því að koma sér í álitlegt færi en varnarmenn Víkings komu boltanum frá en þó ekki langt. Ágúst Þór Ágústsson vann boltann glæsilega og Fjölnismenn spiluðu sig í gegnum flata vörn heimamanna og Ómar Hákonarson kom boltanum framhjá Einari í markinu. 0-1 fyrir gestina og þannig var staðan þar til á 43. mínútu leiksins þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson nýtti sér mistök Hrafns Davíðssonar og skallaði boltann í netið. Staðan var því 1-1 þegar Guðmundur Ársælsson dómari leiksins flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Víkingar komu mun ákveðnari út í síðari hálfleik og voru strax í upphafi nálægt því að ná forystunni í leiknum. Hrafn Davíðsson varði t.a.m. lúmskt skot Guðmundar Magnússonar með miklum tilþrifum. Á 74. mínútu náðu heimamenn svo að komast yfir með marki frá Þorsteini Má Ragnarssyni. Undirbúningurinn var hans eigin og færið kláraði hann einkar vel með skoti rétt við vítateigslínuna sem Hrafn náði ekki að verja.

 

Í kjölfarið á markinu sóttu Fjölnismenn í sig veðrið en fram að þessu höfðu þeir aðeins átt eitt skot að marki sem Einar var ekki í miklum vandræðum með. Þegar rétt um 5 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma náðu gestirnir að jafna. Varnarmönnum Víkings hafði mistekist að koma boltanum frá sem endaði með því að Kristinn Sigurðsson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn Víkinga. Hann var ekki rangstæður þar sem Artjoms láðist að koma sér í línu við vörnina og spilaði Kristinn þar með réttstæðan. Honum varð svo á engin mistök og setti knöttinn örugglega framhjá Einari í markinu. Staðan 2-2 og lítið eftir af leiknum.

 

Bæði lið reyndu að knýja fram sigur en án árangurs. Svo fór að liðin skyldu jöfn eftir að hafa skipst á að halda forystu. Víkingar fara í 16 stig og eru enn í 7. sæti á meðan Fjölnismenn fara í 5. sæti með 19, jafn mörg og BÍ/Bolungarvík  sem á leik til góða á morgun gegn Haukum. 

Víkingur Ólafsvík

20.07.2011 01:11

Héraðsmótið í Golfi

Úrslit í Héraðsmóti HSH, Landsbankamótinu
Héraðsmót HSH Landsbankamótið

Héraðsmeistarar eru Golfklúbburinn Jökull með 220 punkta

Úrslit í kvennaflokki. Höggleikur án forgjafar
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Auður Kjartansdóttir GMS 83
2 Dóra Henriksdóttir GVG 84
3 Hildur Björg Kjartansdóttir GMS 94

Höggleikur með forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Dóra Henriksdóttir GVG 72
2 Auður Kjartansdóttir GMS 75
3 Hildur Björg Kjartansdóttir GMS 79

Úrslit í karlaflokki Höggleikur án forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 68
2 Pétur Pétursson GJÓ 69
3 Rögnvaldur Ólafsson GJÓ 69

Höggleikur með forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Pétur Pétursson GJÓ 66
2 Höskuldur Goði Þorbjargarson GJÓ 67
3 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 67

Unglingaflokkur
Staða Kylfingur Klúbbur


1 Bergur Einar Dagbjartsson * GVG 96 79

20.07.2011 00:31

ULM 2011

ulm_merki_2011

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.

 Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.

Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. HSH niðurgreiðir keppnisgjald um kr 2000 fyrir sína félagsmenn

Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum en Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og töluverð uppbygging varð í kringum það mót.   Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins.  Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og  öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.

Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.

Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga.  Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir born og unglinga og  gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.

 Opnað hefur verið fyrir skráningar á mótið og skrá keppendur sig sjálfir inn og greiða í gegnun heimasíðu mótsins www.ulm.is .  Einnig er hægt að senda skráningu á hsh@hsh.is

18.07.2011 09:14

Fimleikahringurinn 2011

Fimleikahringurinn 2011


 

 

Dagana 18. - 23. júlí verða Evrópumeistararnir í Hópfimleikum á ferð um landið.  Hópurinn mun sýna og kenna fimleika á eftirfarandi stöðum á umræddu tímabili:

 

  • Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18
  • Þriðjudaginn 19. júlí:  Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18
  • Miðvikudaginn 20. júlí:  Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18
  • Fimmtudaginn 21. júlí:  Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18
  • Föstudaginn 22. júlí:  Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15
  • Föstudaginn 22. júlí:  Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15

 

Við viljum bjóða þér að koma og verða vitni að stórkostlegri fimleikasýningu.  Í framhaldi af fimleikasýningunni ætlar hópurinn að hald stutt fimleikanámskeið þar sem börnum og unglingum gefst tækifæri á að læra grunnæfingar í fimleikum. 

 

Þátttaka í fimleikanámskeiðinu kostar 500 kr.

 

Fimleikahringurinn er samstarfsverkefni Gerplu, UMFÍ og Olís.

 

   

18.07.2011 08:56

Líf að færast í Skotfélagið

Mikið líf á vellinum

Það var vægast sagt mikið líf á vellinum í kvöld.  Mikill fjöldi skotmanna mætti í blíðskapar veðri og skotið var langt fram undir miðnætti í "dúnalogni".  Hópnum var skipt upp í tvær "grúppur" sem skutu til skiptis.  Á sama tíma voru einhverjir að skjóta á rifflasvæðinu og var því mikið um að vera.  Ekki skemmdi fyrir að Þorsteinn (læknir) Bergmann kom með nýja kaffivél ásamt öllu tilheyrandi og færði Skotfélaginu Skotgrund að gjöf. Vakti það mikla lukku meðal manna og eru honum færðar bestu þakkir fyrir þetta framtak til félagsins. 

Nú hvetjum við alla til að mæta um helgina og skjóta nokkra hringi, eða í það minnsta að koma og fá sér ný lagað kaffi.


18.07.2011 08:51

Víkingar styrkja leikmannahópinn

Guðmundur Magnússon til liðs við Víking Ó.

16. júlí 2011

Guðmundur Magnússon er genginn til liðs við Víking frá Fram þar sem hann hefur leikið með meistaraflokk frá árinu 2007. Hann á að baki 51 leik með félaginu í deild og bikar þar sem hann hefur skorað 6 mörk.

 

Guðmundur á eins og flestir stuðningsmenn liðsins vita ættir að rekja til Ólafsvíkur og er hann því kærkomin búbót fyrir liðið sem hefur átt í erfiðleikum með að koma knettinum í mark andstæðinganna í undanförnum leikjum. Guðmundur verður kominn með leikheimild þegar Víkingur mætir Fjölni á Ólafsvíkurvelli næstkomandi föstudagskvöld.

 

Vikingurol.is býður Guðmund velkominn í víkina fögru.

17.07.2011 19:38

Pétur og Eva Jódís klúbbmeistarar

Meistarmót Vestarr lokið.
Úrslitin urðu þessi,
 
í fyrsta flokki karla
1.sæti Pétur Vilberg Georgsson    317
2.sæti Ásgeir Ragnarsson          334
3.sæti Garðar Svansson            341

Í fyrsta flokki kvenna
1.sæti Eva Jódís Pétursdóttir     362
2.sæti Dóra Henriksdóttir         365
3.sæti Anna María Reynidsdóttir   393

Unglingaflokki
1.sæti Bergur Einar Dagbjartsson  293

Í öðrum flokki karla
1.sæti Jón Björgvin Sigurðsson    377
2.sæti Þórður Áskell Magnússon    394
3.sæti Sigurður Helgi Ágústsson   395

Í öðrum flokki kvenna
1.sæti Freydís Bjarnadóttir       333
2.sæti Kristín Pétursdóttir       345
3.sæti Guðrún Björg Guðjónsdóttir 358

Punktameistari Garðar Svansson 146 punktar, 31-38-39-38

Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel, spilað var í góðu veðri að undaskildum einum degi.
Í mótslok var grillað fyrir keppendur og gesti. Við óskum verðlaunahöfum meistarmóts til hamingjum titlana. Fleirri myndir eru í myndaalbúmi undir mót 2011.

Hjónin Pétur og Eva Jódís klúbbmeistarar Vestarr 2011

17.07.2011 18:29

Héraðsmótið í Golfi

Héraðsmót HSH Landsbankamótið. Fróðárvelli
Á morgun 18 júlí er Héraðsmót HSH Landsbankamótið, spilað á Fróðarvelli.

Ræst frá kl. 12.00 til 14.00 og frá 16.00 til 18.30

Þátttökugjald er kr . 1.500

Þeir HSH meistarar sem hafa undir höndum farandbikara
munið að koma með þá með ykkur á mótið.


Keppt er í 4 flokkum höggleikur með og án forgjafar
stúlkur 15 ára og yngri af rauðum teigum
drengir 15 ára og yngri af rauðum teigum
karlar
konur

Auk þess er sveitakeppni milli klúbba þar sem 6 bestu með forgjöf frá hverjum klúbbi telja í árangri sveitarinnar

Samkvæmt reglugerð er hámarks forgjöf 32.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31