Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Ágúst

31.08.2011 07:42

Þorsteinn lánaður til Raufoss í Noregi

Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, er farinn til norska félagsins Raufoss á láni út tímabilið.

Í síðustu viku fór Þorsteinn til norska félagsins Sandnes Ulf á reynslu en nú er ljóst að hann mun klára tímabilið með Raufoss.

Raufoss leikur í þriðju efstu deild í Noregi en eftir 16 umferðir af 24 er liðið í fjórða sæti, fimm stigum frá öðru sætinu og sex stigum á eftir toppliði Elverum.

Þorsteinn Már hefur skorað sex mörk í átján leikjum í fyrstu deildinni í sumar en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Ólafsvíkingum.

Í fyrra var Þorsteinn valinn efnilegastur í annarri deildinni en hann fór þá á kostum með Víkingum sem unnu deildina með yfirburðum.


30.08.2011 21:52

Snæfellsnes Íslandsmeistar í 3 flokk

Úrslitakeppni þriðja flokks karla í sjö manna bolta var haldin á Höfn í Hornafirði um síðastliðna helgi. Fjögur lið léku til úrslita í þessum flokki og voru það auk Snæfellsness lið Sindra frá Höfn, UMFL frá Þórshöfn og Skallagrímur Borgarnesi. Leikið var á laugardag og sunnudag. Fyrir lokaleikinn, sem var gegn Sindra, var staðan sú að Snæfellnesi nægði jafntefli til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því þeir voru með betra markahlutfall en Sindri. Eins og fyrr segir var síðan lokaleikurinn háður á sunnudagsmorguninn og er víst óhætt að segja að um háspennuleik hafi verið að ræða þar sem tvö jöfn lið mættust. Snæfellingar náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Sindramönnum tókst að jafna undir lok hálfleiksins og var staðan jöfn í hálfleik. Í síðari hálfleik hélst leikurinn í jafnvægi lengst af en eftir því sem á leið jókst sóknarþungi Snæfellsness og voru þeir komnir með góð tök á leiknum, alltaf líklegir til að bæta við marki sem þó ekki tókst. Leiknum lauk því með jafntefli  1-1 og Snæfellsnes sigurvegarar á markahlutfalli. Óhætt er að segja að drengirnir hafi staðið sig mjög vel í sumar þar sem þeir hafa spilað 13 leiki og unnið alla nema einn og endað sumarið með markatöluna 103 - 14.

 

Þriðji flokkur Snæfellsness eru Íslandsmeistarar í sjö manna bolta. Ljósm. Gústaf Geir Egilsson.
Þriðji flokkur Snæfellsness eru Íslandsmeistarar í sjö manna bolta. Ljósm. Gústaf Geir Egilsson.

30.08.2011 09:11

Skráningarfrestur á Borgarnesmótið rennur út í kvöld

Frjálsíþróttadeild Skallagríms býður til fjölþrautamóts á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september 2011 klukkan 12.00. Með þessu vilja SKallagrímsmenn auka fjölbreytni fyrir yngra frjálsíþróttafólkið og stuðla að meiri fjölhæfni.
 
Keppnisstaður:
Skallagrímsvöllur í Borgarnesi.
 

Tímasetning:
Mótið hefst kl. 12:00 laugardaginn 3. september.


Skráningar:
Keppendur skrái sig í mótaforriti FRÍ fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 30. ágúst.
 

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er 1.500 kr fyrir hvern keppenda og greiðist við skráningu inn á reikning Frjálsíþróttadeildar Skallagríms 0354 26 003270, kt. 590593 2229. Staðfesting á greiðslu sendist með tölvupósti til bjarnit@menntaborg.is. Athugið að kennitala verður að fylgja með.
 

Sjá nánar í frétt neðar á síðunni

28.08.2011 11:26

Tap gegn Selfyssingum


27. ágúst 2011

Víkingar tóku á móti Selfyssingum í blíðskapar veðri í Ólafsvík í dag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru mjög góðar, logn, blautur völlur og sólin glotti við tönn. Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að hvorugt lið vildi missa af þeim stigum sem í boði voru. Þar að leiðandi voru liðin ekki að gefa mikil færi á sér og varnarleikur var í hávegum hafður.

 

Á upphafsmínútum leiksins vildu Víkingar fá vítaspyrnu þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson var  felldur innan teigs. Valgeir Valgeirsson var þó ekki á þeim buxunum að dæma vítaspyrnu og lét leikinn halda áfram. Guðmundur var að komast einn inn fyrir og líklega hefði Valgeir þurft að reka varnarmann Selfyssinga útaf hefði hann dæmt.

 

Hættulegasta færi Selfyssinga fékk Sævar Þór Gíslason þegar boltinn barst til hans inn í teig. Skot hans var þó ekki nægilega gott og Einar átti ekki í vandræðum með að verja skotið. Hinum megin átti Jóhann Ólafur Sigurðsson góða markvörðslu þegar Guðmundur Magnússon átti gott  skot að marki.

 

Um miðbik fyrri hálfleiks varð Valgeir fyrir því óláni að lenda í árekstri við Jón Daða Böðvarsson og virtist hálf vankaður eftir. Staðan var þó 0-0 þegar hann flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað líkt og sá fyrri. Fyrsta alvöru færi eftir leikhlé fékk Guðmundur Magnússon þegar hann komst einn inn fyrir vörn gestanna en vippa hans fór beint á Jóhann í marki Selfoss. Hættulegasta færi Selfyssinga kom eftir hornspyrnu þegar Artjoms Goncars hreinsaði af línu góðan skalla gestanna.

 

Þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Jón Daði Böðvarsson eina mark leiksins. Jón fékk þá að valsa fyrir framan vítateiginn og náði góðu skoti sem Einari Hjörleifsson í marki Víkings réði ekki við. Fram að markinu var ekki margt í spilunum hjá báðum liðum og kom því markið Víkingum í opna skjöldu. Víkingar komu sterkir til baka og þegar 10 mínútur voru eftir að leiknum hefðu Víkingar átt að fá vítaspyrnu þegar brotið var á Guðmundi Magnússyni fyrir opnu marki. Valgeir var hins vegar ekki á sama máli og dæmdi ekki neitt.

 

Það fór því svo að Selfyssingar fóru með sigurorð af Víkingum í jöfnum leik þar sem sigurinn hefði auðveldlega geta fallið með Ólsurum. Selfyssingar styrkja stöðu sína í öðru sæti á meðan Víkingar sitja eftir með sárt ennið með 28 stig. 

Víkingur Ólafsvík

28.08.2011 11:01

Auður Vesturlandsmeistari - Helga fór holu í höggiAuður Kjartansdóttir úr Golfklúbbnum Mostra er Vesturlandsmeistari kvenna í golfi en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi í gær. Auður lék á 80 höggum og varð fjórum höggum á undan næstu kylfingum.

Þátttaka í mótinu var góð en um 60 konur tóku þátt í mótinu. Jenný Sigurðardóttir og Arna Magnúsdóttir, báðar úr Leyni, urðu í 2. sæti á 84 höggum.

Helga Ingibjörg Reynisdóttir úr GVG gerði sér lítið fyrir og fóru holu í höggi á hinni erfiðu 14. holu á Garðavelli í mótinu. Brautin er 144 metra löng af rauðum teigum. Sannarlega frábært afrek hjá Helgu.

25.08.2011 15:16

Hlaupanámskeið 18 september

Hlaupanámskeið í Snæfellsbæ

Sunnudaginn 18. september verður haldið hlaupanámskeið í Snæfellsbæ. Hlaupakennarinn Torfi H. Leifsson verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í 25 ár og er þaulreyndur langhlaupari. Námskeiðið er fyrir alla hlaupara, skokkara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið verður yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup.

Til að tryggja að hlaupaþjálfun verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur náist án áfalla, er mjög mikilvægt að þekkja grundvallaratriði þess hvernig standa á að uppbyggingu betri heilsu og/eða þjálfunar. 

8:30-12:00 - Fræðsluhluti 1, bókleg kennsla
Hverju huga þarf að þegar byrjað er að hlaupa, æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir, þjálfun með púlsmæli.

13:00-16:30 - Fræðsluhluti 2, bókleg kennsla
Hlaupastíll, mataræði, teygjur og styrktaræfingar, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir, útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, tæki , almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup.

17:00-18:00 - Verklegur hluti
Sýnishorn af ýmsum æfingum, teygjum, styrktaræfingum, hlaup, spjall ofl.

 

Námskeiðið kostar 11.500 kr. á mann. Hjónaafsláttur er veittur og er 50% afsláttur fyrir maka.

Okkur langar að hvetja alla í Snæfellsbæ og nærsveitunga sem eitthvern áhuga hafa á hlaupaíþróttinni að skrá sig á þetta frábæra námskeið. Námskeið er góð hvatning  til þess að koma sér í gott form fyrir næsta vor og sumar. Tilvalið fyrir hjón að eiga sér sameiginlegt áhugamál.  Námskeiðið verður haldið í  Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík.

Allir að taka þennan dag frá.

Skráning  fer fram hjá   Fannar : 840-3708 og Rán : 864-4236
Ef það eru eitthverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband.

24.08.2011 10:32

UMFG leitar að knattspyrnuþjálfar

Knattspyrnuþjálfari óskast!

UMFG auglýsir eftir knattspyrnuþjálfar til að þjálfa 6-2 flokk karla og kvenna veturinn 2011-2012. Viðkomandi þarf að geta

hafið störf 5 september.

Nánari upplýsingar og umsóknir berast til Tómasar á póstfangið tomasfreyr@gmail.com fyrir 25.águst.

Stjórn UMFG

24.08.2011 09:08

Púttkeppni FÁÍA. 2 september

FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra) heldur  sína árlegu Púttkeppni fyrir 60 ára og eldri föstudaginn 2. september kl.14:00 á púttvellinum við Gullsmára.


Mæting í Gullsmára kl. 13.15 og þar verður skipt í leikhópa. Leiknar verða 2x18 holur.

 

Mótið er keppni milli einstaklinga og liða.  Verði úrslit jöfn skal leika bráðabana þar til úrslit fást.

Þátttökugjald á einstakling er kr. 900.00 en lið kr. 3000.00

 

Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem aldraðir æfa pútt geta sent lið.  Í hverju liði skulu vera 4 leikmenn og leyfilegt er að vera með einn varamann. Einstaklingar án liðs geta skráð sig í einstaklingskeppnina.

 

Skráning ásamt nöfnum þátttakenda skal berast  Flemming Jessen á

flemmingj@simnet.is  eða í síma 868-1008 fyrir 22. ágúst.

 

Þrenn verðlaun (1., 2. og 3. sæti) verða veitt þeim einstaklingum og liðum sem leika á fæstum höggum samtals 36 holur og bikar verður veittur fyrir besta samanlagt skor liðs  frá félagsmiðstöð eða stað.   Bikarinn vinnst til eignar ef hann er unninn 3 sinnum í röð eða 5 sinnum alls. Ath. Seldar verða veitingar á staðnum.

 

                                                              Stjórn FÁÍA 

 

24.08.2011 08:27

Fjölþrautamót í Borgarnesi

Boð á fjölþraut í Borgarnesi

Frjálsíþróttadeild Skallagríms býður til fjölþrautamóts á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september 2011 klukkan 12.00. Með þessu vilja SKallagrímsmenn auka fjölbreytni fyrir yngra frjálsíþróttafólkið og stuðla að meiri fjölhæfni.
 
Keppnisstaður:
Skallagrímsvöllur í Borgarnesi.
 

Tímasetning:
Mótið hefst kl. 12:00 laugardaginn 3. september.


Skráningar:
Keppendur skrái sig í mótaforriti FRÍ fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 30. ágúst.
 

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er 1.500 kr fyrir hvern keppenda og greiðist við skráningu inn á reikning Frjálsíþróttadeildar Skallagríms 0354 26 003270, kt. 590593 2229. Staðfesting á greiðslu sendist með tölvupósti til bjarnit@menntaborg.is. Athugið að kennitala verður að fylgja með.
 

Keppnisgreinar:

Fjórþraut

Piltar og stúlkur 11 ára og yngri f. 2000 og síðar:
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 12 ára f. 1999: 
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 13 ára f. 1998: 
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Fimmþraut
 
Piltar og stúlkur 14 ára f. 1997: 
80 m grind., kúluvarp, hástökk, spjótkast, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 15 ára f. 1996: 
80 m grind., kúluvarp, hástökk, spjótkast, 400 m hlaup.
 
Stig verða reiknuð  eftir unglingastigatöflu FRÍ.
 
 
Tímaseðill: 
Tímaseðil má finna í mótaforriti FRÍ þegar nær dregur.
 
 
Frekari upplýsingar:
Ingimundur Ingimundarson ingiming@mmedia.is, GSM 898 1851.
 

21.08.2011 13:28

Auðvelt hjá UMFG

Stórsigur

Föstudagskvöldið 19. ágúst mættu Skallagrímsmenn í Grundarfjörðinn til að etja kappi við heimamenn. Með sigri gátum við gulltryggt okkur efsta sætið í riðlinum og verið með mestan stigafjölda af öllum liðinum í 3 deildinni. 


Byrjunarliðið gegn Skallagrím

Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og það var greinilegt hvort liðið var grimmara því að það voru ekki liðnar nema 2 mínútur af leiknum þegar að Heimir Þór fær boltann fyrir utan teig, tekur einn á og setur hann í fjærhornið og staðan orðin 1-0. 


Heimir fagnar fyrsta markinu

Við vorum með öll völd á vellinum og bara tímaspursmál hvenær fleiri mörk myndu líta dagsins ljós. Það gerðist svo á 24 mínútu að við fáum hornspyrnu, boltinn berst inní teig þar sem að Finnbogi nær að skófla honum að marki þar sem að Heimir Þór kemur aðvífandi og kemur okkur í 2-0.


Annað markið í uppsiglingu

Þannig var staðan þegar að dómarinn flautaði til hálfleiks. Í síðari hálfleik komu Borgnesingarnir grimmari til leiks og reyndu aðeins að klóra í bakkann. Það gekk ekki upp hjá þeim og átti Golli frekar náðugan dag í markinu hjá okkur. Það var svo á 66 mínútu að Heimir Þór nær að fullkomna þrennuna en rétt áður hafði hann átt skot í slá.


Heimir bregður á leik eftir að hafa skorað þrennu.

Staðan því orðin 3-0 og það var eins og allur vindur væri úr Skallagrímsmönnum eftir þetta. Við óðum í færum og átti Aron til að mynda skalla rétt framhjá markinu. Finnbogi var líka óheppinn fyrir framan rammann þangað til á 78 mínútu að hann nær loksins að koma boltanum yfir marklínuna og koma okkur í 4-0.


Finnbogi var að leika sinn fyrsta leik í sumar á Grundarfjarðarvelli og fagnaði því með marki.

Það var svo á 83 mínútu að Birkir Freyr, sem var nýkominn inná sem varamaður, nær að skora og koma okkur í 5-0 með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Þetta var hans fyrsta mark í sumar og er strákurinn vel að því kominn. 


Strákarnir fagna Birki

Leiknum lauk með 5-0 stórsigri okkar og gulltryggðum við því efsta sætið í riðlinum. Við enduðum riðilinn með 35 stig sem eru flestu stigin af öllum liðum í þriðju deildinni öllum riðlum. Af 14 leikjum þá unnum við 11, gerðum 2 jafntefli (Bæði gegn Kára) og töpuðum aðeins 1 leik (gegn Álftanesi hér heima).  Við skoruðum 37 mörk og fengum aðeins 12 mörk á okkur (næst fæst mörk í 3 deildinni)

Árangur sumarsins er framar okkar björtustu vonum og komum við skemmtilega á óvart með frábærri spilamennsku og öflugum varnarleik.

Í úrslitakeppninni mætum við Magna frá Grenivík sem að lenti í 2 sæti D riðils. Næsti leikur okkar er því laugardaginn 27. ágúst kl 14:00 á Grenivíkurvelli. 

Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

20.08.2011 16:03

Létt hjá Víking

Myndaveisla: Ólafsvíkingar fóru létt með Þrótt
Tomasz Kolodziejski kíkti í Laugardalinn í gær og sá Víking frá Ólafsvík vinna 0-4 sigur á Þrótti í 1. deild karla á Valbjarnarvelli. Hér að neðan má sjá myndirnar hans.


Fr�tt fr� F�tbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=113311#ixzz1VaL8Jr7o

20.08.2011 09:11

Laust fyrir 9 bekkinga í Laugum

 Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Dalasýslu eru ætlaðar nemendum 9. Bekkinga grunnskólanna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.
 
Viðburðir eru í formi námskeiða sem hvert á sinn hátt tekur á samskiptum og forvörnum en sérstaklega er unnið með samskipti og samvinnu, auk þess sem farið er í tómstundir og holla lifnaðarhætti, útivist og íþróttir og fleira.
 
Enn eru nokkrar vikur lausar fyrir skólaárið 2011-2012.
 
Verð fyrir dvöl í búðunum er 16000.- á nemanda. Innifalið er dagskrá, gisting, matur, dagsferð og bolur.
 
Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 861-2660
Eða á laugar@umfi.is
 
Því miður er heimasíða ungmennabúðanna www.ungmennabudir.is ekki virk sem stendur en verður það á næstu dögum.

skjaugl-laugar

19.08.2011 16:12

Góður árangur Hólmara í golfi

Góður árangur Hólmara í golfi

 Sveitina skipuðu þeir Helgi Reynir Guðmundsson, Margeir Ingi Rúnarsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Einar Gunnarsson og Davíð Einar Hafsteinsson. Fleiri Hólmarar gera það gott í golfinu um þessar mundir því fréttir bárust af því að Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson hefði nýlega verið valinn í öldungalið Íslands í golfi, en hann er nú staddur í Bratislava á golfmóti.

19.08.2011 09:53

Sannfærandi hjá Víking

 

Víkingar unnu í kvöld sannfærandi sigur á HK-ingum sem komu í heimsókn á Ólafsvíkurvöll. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 7. mínútu leiksins vildu heimamenn fá vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon nýtti sér þá mistök Ögmundar Ólafssonar í marki gestanna sem missti boltann frá sér sem varð til þess að Guðmundur náði til hans. Þegar Guðmundur var við það að komast einn fyrir opnu marki braut Ögmundur á honum með þeim afleiðingum að Guðmundur féll í teignum. Þórður Már Gylfason annars ágætur dómari leiksins sá hins vegar ekki ástæðu til að flauta og varnarmenn HK hreinsuðu frá markinu.

 

Á 12. mínútu dró svo til tíðinda þegar Edin Beslija kom heimamönnum yfir. Eldar Masic fékk þá boltan á hægri vængnum og sendi hann fyrir.  Þorsteinn Már Ragnarsson lét boltann fara milli lappanna á sér og þaðan fór boltinn til Edins sem þrumaði honum í bláhornið fjær, framhjá Ögmundi í marki HK og staðan 1-0.

 

Átta mínútum síðar bætti Edin við sínu öðru marki og kom heimamönnum í 2-0. Björn Pálsson vann þá boltann af harðfylgi fyrir utan teig, renndi honum inn fyrir á Edin sem lék á varnarmenn og setti boltann snyrtilega framhjá Ögmundi í markinu. Þegar þarna var komið við sögu voru 20 mínútur liðnar af leiknum og heimamenn komnir í vænlega stöðu.

 

HK-ingar réðu illa við pressu heimamanna sem keyrðu grimmt og gáfu ekkert eftir þrátt fyrir 2-0 forystu. Það var svo Matarr Nesta Jobe sem bætti við þriðja marki heimamanna á 44. mínútu. Matarr skallaði þá góða hornspyrnu Guðmundar Magnússonar í netið. Staðan var því 3-0 þegar Þórður Már Gylfason flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Víkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, staðráðnir í að bæta við fleiri mörkum og lengi vel stefndi í stórsigur heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því að bæta við fjórða marki Víkinga strax á upphafs mínútum síðari hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá úr ágætu færi. Þorsteinn var að von sáttur með stigin þrjú í lok leiks. "Já mjög  sáttur, við vorum mun betri í fyrri hálfleik og keyrðum á þá. Ég er aftur á móti ekki nógu sáttur með þann seinni en kláruðum þetta engu að síður sannfærandi að mínu mati."

 

Jóhann Andri Kristjánsson komst næst því að skora fyrir HK þegar hann fékk úrvalsfæri inn í teig Víkings. Einar Hjörleifsson varði hins vegar skot Jóhanns sem var kominn helst til of nálægt Einari og Tomasz Luba náði að hreinsa áður en Jóhann komst aftur í boltann. HK-ingum óx ásmegin þegar líða tók á seinni hálfleik en strákarni í vörn Víkings vörðust fimlega. Víkingar áttu einnig nokkur færi og skot sem Ögmundur í markinu varði vel. Hvorugu liðinu tókst að setja mark í seinni hálfleik og leiknum lauk því með 3-0 sigri Víkings.

 

Víkingar fara með sigrinum í 25 stig og upp um eitt sæti. Fjölnir sem nú er í 7. sæti getur hins vegar farið upp fyrir Víking takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga til góða gegn KA. HK-ingar sitja sem fyrr á botni deildarinnar með 6 stig og róðurinn farinn að þyngjast all verulega. Næsti leikur Víkings er gegn Þrótturum næstkomandi föstudag og hvetjum við Víkinga til að fjölmenna á Valbjarnarvöll. 

 

Víkingur Ólafsvík

15.08.2011 20:36

Gott gengi hjá golffólki

Frábær helgi hjá golfklúbbum á Snæfellsnesi- Allar 4 sveitir upp um deild

Það var svo sannarlega góð helgi hjá golfklúbbum á Snæfellsnesi í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina.

Golfklúbburinn Jökull á Ólafsvík fór upp í 2. deild eftir gott gengi í 3. deild karla sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík. Jökull hafði betur í úrslitaleiknum á móti Borgarnes. Golfklúbburinn Mostri varð í öðru sæti í 4. deild karla og fer því upp í þriðju deild ásamt Golfklúbbi Norðfjarðar.

Golfklúbbur Vestarr á Grundafirði átti góðu gengi að fagna því báðar sveitir klúbbsins unnu sig upp um deild í ár. Kvennasveitin varð í 2. sæti á Hlíðarendavelli á Sauðarkróki og fylgja Golfklúbbi Akureyrar upp um deild. Karlasveitin varð svo í öðru sæti á heimavelli í 5. deild og fer upp um deild.


Árangur golfklúbba á Snæfellsnesi í Sveitakeppni GSÍ 2011:
GJÓ í 3. deild karla - 1. sæti
GMS í 4. deild karla - 2. sæti
GVG í 5. deild karla - 2. sæti
GVG í 2. deild kvenna - 2. sæti


Sveit GJÓ sem sigraði í 3. deild karla.


Sveit GVG sem varð í öðru sæti í 5. deild karla.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31