Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 September

29.09.2011 23:19

Karla og kvennalið Snæfells á ferðalagi


Snæfellsliðin í mfl karla og kvenna ætla að arka á Sauðárkrók og munu spila æfingarleiki á sunnudaginn nk 2. október gegn heimamönnum í Tindastól. Til stóð að karlaliðið færi bara, en eftir skraf og ráðgerðir, þar sem mótherjar í æfingarleik kvennaliðs Tindastóls urðu frá að hverfa, var kvennaliði Snæfells boðið að koma einnig.

Tindastólsmenn hafa tekið gólfið í "Síkinu", heimavelli þeirra, í gegn og skartar það nú alveg spánýju og flottu parketi af bestu gerð í staðinn fyrir gamla græna gólfdúkinn. Það verða svo Snæfellingar sem fá að spássera sem gestir Tindastólsmanna í körfuboltaleikjum og vígja þar með gólfið fyrir alvöru. Leikirnir eru ágóðaleikir sem renna í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannsesonar og fjölskyldu. Við klikkum svo sannarlega ekki á landsbyggðinni og þökkum Tindastólsmönnum boðið í þessa leiki :)

 

Kvennaliðin eigast við kl 17:15 en verða án Öldu, Hildi Sig og Söru S, sem eru í Finnlandi.

Karlaliðin spila kl 19:15 og verða án Svenna Davíðs sem er í einnig Finnlandi

 

Það má búast við að Sauðkrækingar flykkist á völlinn sem fyrr og hvetjum við Snæfellinga á leið hjá að kíkja í heimsókn, Kalli Jóns verður með heitt á könnunni :)

 

Nánar hér á Tindastóll.is 

 

Kkd Snæfells.

28.09.2011 21:42

2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ

moso_2012Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands sem haldinn var í  dag var ákveðið að 2. Landsmót UMFÍ 50 + verði í umsjón Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, með mótsstað í Mosfellsbæ. Fimm sambandsaðilar sóttu um að halda mótið en auk UMSK voru það USAH með Blönduós sem mótsstað, UMSB, Borgarnes, UÍA, Norðfjörður og UMSE með Dalvík sem mótsstað.


Það var mat stjórnar að allir umsækjendur væru í stakk búnir til að taka að sér framkvæmd mótsins en þetta varð niðurstaðan að þessu sinni.


Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og UMSK í samstarfi við Mosfellsbæ.


Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar.

 

 

Mynd: Frá fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+sem haldið var á Hvammstanga sl. sumar.

28.09.2011 21:36

Íþróttasjóður ríkisins

Menntamálaráðuneyti skal árlega auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Í auglýsingu skal koma fram hvert verksvið sjóðsins er sbr. 1. gr. Umsóknir skulu berast íþróttanefnd á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. október ár hvert. Í umsókn skulu m.a. koma fram upplýsingar um:

  1. heiti verkefnis,
  2. markmið,
  3. fræðilegt og hagnýtt gildi verkefnis, eftir því sem við á,
  4. verk- og tímaáætlun,
  5. kostnaðar- og fjármögnunaráætlun,
  6. samstarfsaðila, eftir því sem við á.

Sé sótt um frekari stuðning við verkefni, sem áður hefur hlotið styrk úr Íþróttasjóði, ber umsækjanda að láta fylgja umsókn áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins.

28.09.2011 21:35

Ætlar þú í lýðháskóla

Styrkir til náms í dönskum íþróttalýðháskólum

1. október nk. verður lokað fyrir styrkumsóknir fyrir þá sem hyggjast stunda nám við danska íþróttalýðháskóla eftir áramótin.


Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á átjánda ári og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefjandi og uppbyggjandi og hver dagur býður upp á ný ævintýri.


UMFÍ hefur gert samstarfssamning við 10 íþróttalýðháskóla í Danmörku. Skólarnir eru vítt og breitt um landið og leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar

23.09.2011 18:51

Námskeið í frumtamningu

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Söðulsholti:

Dagana 29.-30. Október og 12.-13. Nóvember

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Haustið er góður tími til að frumtemja gæðingsefnin.

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með tvö trippi og vinnur með báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Við byrjum ekki að taka stúdentspróf í 1. Bekk!)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda.

 

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

 

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar 19.000 kr á mann með hesthúsplássi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag.


Skráning í síma:7702025 (Guðmundur)

23.09.2011 08:57

Dómararnámskeið í Blaki

Blaksamband Íslands og HSH halda dómaranámskeið í blaki

Námskeiðið verður haldið 30 september í Sögumiðstöðinni Grundarfirði
Námskeiðið hefst 17:30 og eru þátttakendur beðnir um að hafa meðferðis íþróttaföt
vegna verklegrar kennslu og prófs.

Allir blakarar á Snæfellsnesi eru hvattir til að taka þátt.
Mjög gott er fyrir blakara að taka þátt í námskeiðinu og fá fræðslu um leikreglur íþróttarinnar þó ekki sé endilega stefnt að því að verða dómari

Þátttökugjald er 2500kr. Greiðist á staðnum

Skráning sendist á netfangið hsh@hsh.is  fyrir kl. 20 á fimmtudaginn 29 september.


23.09.2011 08:40

Naumt tap hjá Snæfellsstúlkum í fyrsta heimaleik

Þann 21 sept mættust Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi
  
 
 
Keflavíkur stúlkur fengu ekkert gefins í upphafi og komust heimastúlkur í 11-5 en Keflavík elti alltaf uppi muninn með mikilli seiglu í leiknum. Þetta gekk svona heilt yfir leikinn að Snæfell stökk frá og hafði forystu mest allann tímann og Keflavík hljóp það alltaf upp . Staðan eftir fyrsta hluta var 22-19 fyrir Snæfell. Í hálfleik 36-37. Þær voru stigahæstar hjá Snæfelli Hildur Sigurðar og Shannon McKever með 10 stig hvor. Hjá Keflavík voru Birna Valgarðs, Pálina Gunnlaugs og Jaleesa Butler með 7 stig hver.
 

Í lok þriðja hluta komust Keflavíkurstúlkur fyrst yfir 54-57 og leikurinn var í járnum allann fjórða hlutann. Staðan var 61-61 þegar þrjár mínútur voru eftir og eintómt hnoð fram og til baka einkenndi leikinn. Keflavík setti svo tærnar framar og tóku forystu í leiknum og sigruðu 71-75 á endasprettinum. Bæði lið voru að gera mörg mistök í leiknum og leikform alls ekki orðið 100% en tvö spennnadi lið til að fylgjast með í vetur.
 

Stigaskor Snæfells:
 
 
Hildur Sigurðardóttir 22. Shannon McKever 19. Berglind Gunnarsdóttir 9. Alda Leif Jónsdóttir 8. Hildur Björg Kjartansdóttir 7. Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 3 hvor. 

 
Stigaskor Keflavíkur:
 
 
Birna Valgarðsdóttir 17. Thelma H. Tryggvadóttir 12. Sara Rún Hinríksdóttir 11. Jaleesa Butler 11. Helga Hallgrímsdóttir11. Pálína Gunnlaugsdóttir 7. Lovísa Falsdóttir 3. Marín Rós Karlsdóttir 2. Hrund Jóhannsdóttir 1.
 
 
-sbh-
 
Myndir. Eyþór Benediktsson 
 
 
 
 
 
 

19.09.2011 15:08

Nýr Knattspyrnuþjálfar hjá UMFG

Búið er að ráða fótboltaþjálfara til að sinna 6-2 flokki kk,kvk og meistaraflokk kvk.
Hann heitir Björn Sólmar Valgeirsson og kemur úr Borgarnesi. Hann hefur verið að þjálfa þar síðastliðin 6 ár í fullu starfi en þó þjálfað lengur í hlutastafi. Hann hefur lokið öllum fjórum þjálfarastigunum hér á landi einnig sem hann er með UEFA B.

Björn Sólmar mun mæta á næstu dögum í Grundarfjörð en þar til hann kemur munu Tommi og Hadda sjá um æfingar.Stjórn

19.09.2011 13:12

Uppskeruhátíð UMFG

Uppskeruhátíð UMFG

Hin árlega uppskeruhátíð UMFG verður haldinn í Samkomuhúsinu Fimmtudaginn 22 september og hefst klukkan 17.00. Veitt verður viðurkenning fyrir dugnað á vetrinum 2010-2011.

UMFG býður öllum iðkendum uppá Pizzu og svala og jafnvel eitthvað fleira...

Hlökkum til að sjá sem flesta

Þjálfarar og Stjórn UMFG

19.09.2011 13:10

Sigur hjá Snæfellsstúlkum í lengjubikar

Sigur í Lengjubikar kvenna

Snæfellstúlkur gerðu sér ferð í Grafarvoginn þar sem Fjölnir tók á móti þeim í Lengjubikarnum. Leikurinn endaði 69-75 fyrir Snæfell og voru þær yfir allann leikinn eftir að hafa leitt eftir fyrsta hluta 15-17. Staðan í hálfleik var 28-34 fyrir Snæfell.

 

Shannon McKever skoraði 17 stig sem var þó sein í gang í stigaskori, en hún skoraði fyrstu körfu leiksins og svo síðustu fjögur stigin fyrri hálfleik og var láta ungar Fjölnisstúlkur stíga sig út og virkaði áhugalaus. Engu að síður skilaði hún flestum stigum undir körfunni en með litlum tilþrifum þó. Aðrar stúlkur í liðinu skiluðu góðu verki frá sér og börðust vel fyrir sínu og höfðu áhuga á verkefninu. 

 Næsti leikur er á miðvikudag 21. sept gegn Keflavík í Stykkishólmi kl 19:15

 Hérna er rétt stigaskor Snæfellsstúlkna í leiknum:

 Shannon McKever 17

Hildur Sigurðardóttir 13

Berglind Gunnarsdóttir 12

Hildur Björg Kjartansdóttir 11

Björg Guðrún Einarsdóttir 7

Alda Leif Jónsdóttir 4

Rósa Kristín Indriðadóttir 4

Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3

Ellen Alfa Högnadóttir 2

Sara Mjöll Magnúsdóttir 2

Sara Sædal Andrésdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir spiluðu en náðu ekki að skora. 

 


 

Mynd: Karl West Karlsson / Karfan.is.  

 

18.09.2011 11:07

Vinaklúbbakeppni í golfi

17.09.2011
Mostramenn unnu Vestarr í spennandi árlegri bæjarkeppni

Í dag fór fram seinni hluti bæjarkeppni Hólmara og Grundfirðinga á Bárarvelli í frábæru veðri. Hólmarar mættu með 6 vinninga í forskot frá fyrri hluta keppninnar sem fór fram á Víkurvelli í vor. 

í fyrsta leik dagsins - Texas Scramble þar sem 11 lið frá hvorum aðila mættust, bættu Mostramenn við forskotið og leiddu með 9 vinningum .

Næst öttu menn kappi í Greensome - nú unnu Vestarr með 1 vinningi og minnkuðu forskotið í 8 vinninga.

Í lokaleiknum sem var tvímenningur náði Vestarr að vinna með 1 vinningi - 

Mostramenn tóku því Ryderbikarinn með sér heim-, með 7 vinninga sigri ,  eftir frábæran dag þar sem menn nutu góðra veitinga í boði Grundfirðinga milli umferða og kvöldverður var á boðstólum í mótslok, takk fyrri frábæran dag Grundfirðingar,

18.09.2011 11:02

Vetrarstarf Snæfellings

Vetrarstarfið í byrjun vetrar

Nánar auglýst þegar nær dregur.

·       Folaldasýningu í reiðhöllinni í Grundarfirði sunnudaginn 23. okt þar sem áhugamenn myndu dæma, áhorfendur fengju svo líka að kjósa.

·         Uppskeruhátið Snæfellings laugardaginn 12. nóvember

·   Stefna á 2 daga fyrir krakkana í reiðhöllinni í Grundarfirði, eins og var gert síðastliðinn vetur, en þá var haldinn svona dagur með þrautabraut og grillaðar pylsur á eftir. Ekki komnar dagsetningar

  • Járninganámskeið í janúar
  • Halda töltmót eins og haldið var í fyrravetur  í Söðulsholti, sem þóttist takast vel. Ekki komin dagsetning

18.09.2011 10:58

Ejub framlengdi til 3 ára

15. september 2011
Ejub Purisevic þjálfari meistaraflokks Víkings skrifaði nú á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við félagið og mun hann því stjórna liðinu út keppnistímabilið 2013. Ejub þjálfaði liðið 2003-2008 þar sem hann kom liðinu úr 3. deild í þá fyrstu á tveimur árum. Við tók fjögur góð ár í fyrstu deild áður en hann brá sér í hlé frá meistaraflokksþjálfun. Hann tók svo aftur við liðinu í fyrra þar sem hann fór með liðið upp í 1. deild auk þess að ná frábærum árangri í bikarnum. 

Undir stjórn Ejubs hefur Víkingur orðið deildarmeistari í bæði þriðju og annarri deild auk þess sem liðið var Lengjubikarmeistari B deildar árið 2010. Ef árangur liðsins í öllum keppnum(deildarbikar, deild og bikarkeppni) er skoðaður frá því Ejub tók við þá hefur liðið unnið 67 leiki, gert 43 jafntefli og tapað 69 sinnum. 

Ejub hefur skilað frábæru starfi og fagnar vikingurol.is að nú skuli stjórn mfl. Víkings vera búin að tryggja sér áframhaldandi starfskrafta hans.

18.09.2011 10:56

Glæsilegur árangur hjá Víking

Víkingur tryggði sér í dag 4 sæti í 1. deild karla með 3-1 sigri á ÍR-ingum á Ólafsvíkurvelli. Fyrir leikinn voru Víkingar í 5 sæti deildarinnar og með sigri hefði liðið getað endað í 4 sæti með hagstæðum úrslitum í leik Þróttar og Fjölnis. 

Víkingar fóru vel af stað og fyrsta mark leiksins gerði Tomasz Luba eftir glæsilega fyrirgjöf frá Alfreð Má Hjaltalín. Adam var þó ekki lengi í paradís því á 25 mínútu jafnaði Elías Ingi Árnason fyrir gestina. Víkingar létu ekki árar í bát því nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson Víkingum yfir eftir vel útfærða hornspyrnu. Staðan í hálfleik 
var því 2-1 Víkingum í vil. 
                                          
                                       Myndir: Þröstur Albertsson (Smelltu til að sjá þær stærri)  

Þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Guðmundur Steinn sitt annað mark og tryggði Víkingum þar með sigur í leiknum. Markið kom líkt fyrra mark hans eftir hornspyrnu. 

Það fór því svo að Víkingar fóru með 3-1 sigur á ÍR-ingum og Fjölnismenn byðu lægri hlut gegn Þrótturum 7-2. Víkingar enda því í 4. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Besti árangur liðsins var áður 5 sæti í B deild, fyrst 1975 og síðast 2005. 

Vikingurol óskar leikmönnum og aðstandendum hjartanlega til hamingju með árangurinn, jafnframt áhorfendum og öðrum velunnurum félagsins. Vikingurol.is þakkar einnig þeim fjölmörgu dyggu áhorfendum sem hafa fylgst með hér á síðunni frá fyrstu umferð. 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31