Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2011 Desember

20.12.2011 10:20

Ferðasjóður ÍSÍ

Ferðasjóður íþróttafélaga

Minnt er á að umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga  vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót á árinu 2011 verða að berast fyrir miðnætti þann 9. janúar 2012.  Á miðnætti verður umsóknarsvæðinu lokað og gögnin færð yfir í gagnagrunn til úrvinnslu.  Það verður því ekki mögulegt að taka við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknir eru fylltar út á rafrænu umsóknarsvæði sjóðsins.  Hægt er komast inn á umsóknarsvæðið með því að smella á bleika kassann hér fyrir neðan. Einnig á heimasíðu ÍSÍ  Nánari upplýsingar veitir Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 / netfang halla@isi.is.


http://ferdastyrkir.isi.is/

19.12.2011 11:20

Mostramenn í jólafrí með sigri á Leikni

Leikur: Mostri 96 - 71 Leiknir R.
 


96 - 71
27-20 21-13 26-15 22-23
17-12-2011 15:00
Leikvöllur: Stykkishólmur
Áhorfendur: 70

19.12.2011 11:10

Snæfell tapaði í framlenginu

Tvíframlengt: Grindvíkingar byrja efstir á nýju ári
18 12 2011 | karfan.is

Tvíframlengt: Grindvíkingar byrja efstir á nýju ári

Snæfellingar eru komnir niður í 10. sætið í Iceland Express deild karla eftir nauma tapleiki en Grindavík aftur á móti enn í efsta sætinu. Grindavík mætti í Stykkishólm í kvöld án bræðaranna Ármanns og Páls Axels Vilbergssona.
 
 
Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík komust svo strax skrefi framar í leiknum en pressa Snæfellinga hélt lítið og fengu þeir á sig 7 stig og staðan varð fljótt 9-15. Snæfellingar hertu þá á sínum leik og náðu að sigla nær Grindavík 21-23. Quincy átti svo stolinn bolta og þrist og kom Snæfelli yfir 27-25 en Grindavík jafnaði rétt fyrir lokaflaut fyrsta hluta og staðan 27-27.
 
Leikurinn var hraður og í miklum járnum eiginlega nánast handjárnaður og liðin skiptust á að missa boltann og hiti var kominn í leikinn og mikil harka leyfð. Sveinn Arnar hjá Snæfelli fór út af meiddur á ökkla um miðjan annan hluta og staðan 33-36 fyrir Grindavík. Lítið var um skor liðanna svona framan af öðrum hluta en menn fóru aðeins að setja´ann og staðan í hálfleik 41-49 fyrir gestina úr Grindavík.
 
Hjá Snæfelli hafði Quincy Cole látið til sín taka með 14 stig og 6 fráköst en næstur honum var Jón Ólafur með 10 stig. Í liði Grindavíkur var J´Nathan Bullock kominnmeð 13 stig og 11 fráköst . Giordan Watson kom næstur með 9 stig og Ólafur Ólafsson 8 stig.
 
Grindavík komust strax í 10 stiga mun og voru heitir í skori í upphafi seinni hálfleiks 43-53. Þegar staðan var 46-57 fóru Snæfellingar í svæðisvörn sem skilaði þeim stoppum á sókn Grindavíkur og náðu að minnka muninn í 4 stig 56-60 og svo 2 stig 60-62 þar sem Marquis Hall var duglegur og Sveinn Arnar lumaði á einhverjum en hann var búinn að ná sér af meiðslunum. Staðan eftir þriðja hluta 67-69 og mikill leikur í gangi.
 
Snæfell hélt sig við svæðið og náðu að halda aftur af Grindavík en slíkt var einnig upp á teningnum hinu megin í sterkri Grindavíkurvörninni en staðan einungis 75-76 undir miðjan hlutann og Quincy smellti svo niður víti fyrir Snæfell, 76-76. Snæfell komst svo hægt og rólega í forystu 81-76 og Helgi Jónas sá þann kost vænstan að ræða lítillega við sína menn sem jöfnuðu strax 81-81. Grindavík komst yfir 81-83 með gríðalega mikilvægu frákasti og skoti frá Watson þegar 31 sekúnda var eftir og Snæfell henti frá sér möguleikum á að halda út leikinn. Marquis Hall setti lay up þegar 15 sek voru eftir og staðan 83-83 og Grindvíkingar náðu ekki að nýta síðustu sóknina og framlengdur leikur.
 
Jón Ólafur fór út af með 5 villur strax í upphafi framlengingar eftir tæknivillu fyrir mótmæli. Liðin skiptust á að skora fyrst en þristum ringdi yfir Snæfell frá Þorleifi og Jóhanni sem kom þeim í 88-93 og Þorleifur yfirgaf völlinn með 5 villur. Snæfell jafnaði 93-93 og Sigurður Þorsteinsson fór út af með 5 villur. Watson setti þrist í 93-96 en Pálmi minnkaði muninn í 95-96 af vítalínunni. Watson kom Grindavík í 95-98 þegar 19 sekúndur voru eftir en Quincy Cole setti einn baneitraðann þrist úr horninu og jafnaði þegar 7 sekúndur lifðu 98-98 og Grindavík klikkaði á þriggja stiga skoti í lokin og önnur framlenging í Stykkishólmi.
 
Grindavík komst í 100-106 og Snæfell nýtti illa nokkur færi og misstu boltan afleitlega. Ólafur Torfason setti þá þrist fyrir 103-106 og hélt lífi í heimamönnum þegar hann fór á vítalínuna með þrjú skot þegar 16 sekúndur voru eftir og setti niður tvö 105-106. Watson og Jóhann Árni kláruðu þetta á vítalínunni settu sín skot niður þar og sigur Grindavíkur 105-110 staðreynd eftir hörkuleik þar sem tvö jöfn lið spiluðu en Grindavík áttu lokasprettinn.
 
Snæfell: Marquis Hall 27/ 5 frák/4 stoðs. Quincy Cole 23/20 frák/4 stolnir. Jón Ólafur Jónsson 19/6 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 17. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Ólafur Torfason 5. Hafþór Ingi Gunnarsson 3. Egill Egilsson 2. Daníel Kazmi 2. Guðni, Þorbergur og Snjólfur 0.
 
Grindavík: Girodan Watson 35/4 frák/7 stoðs. J´Nathan Bullock 28/15 frák. Sigurður Þorsteinsson 11. Ómar Sævarsson 10/9 frák. Jóhann Árni Ólafsson 10/5 frák. Ólafur Ólafsson 10/7 frák. Þorleifur Ólafsson 6/7 frák. Þorsteinn, Björn, Einar og Jón Axel 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.

18.12.2011 17:12

Víkingur - Fylkir 11-7

17. desember 2011

Víkingur  fékk góða gesti í dag til Ólafsvíkur til að spila við sig í Íslandsmótinu í Futsal. Þetta var Pepsídeildarlið Fylkis. Fyrri leik liðana lauk fyrir skömmu í Fylkishöllinni með 4-3 sigri Víkings í háspennuleik. Það verður að taka ofan fyrir liðum KB og Fylkis fyrir að mæta til leiks í Ólafsvík, en eins og menn muna mætti lið Hvíta Riddarans/Aftureldingu ekki til leiks í vikunni. Í útiboltanum getur lið sem mætir ekki til leiks unnið mót eða riðil. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort KSÍ ætti ekki að setja klásúlu í reglugerðina um Futsal að ef lið mætir ekki til leiks skuli liðið sæta bæði sektum og frávísun frá úrslitakeppni gerist það að liðið mæti ekki til leiks. Einnig þar af finna gulrót til að fá fleiri lið til að taka þátt. Fordómar sumra þjálfara fyrir Futsal er með ólíkindum. Futsal er það sem gerði og gerir Brassana góða. Víkingur getur þakkað Futsal mikið hve liðið er með marga tekníska leikmenn í sínum röðum, ásamt þjálfaragenginu.

Í dag fór leikurinn fram í Íþróttahúsinu í Ólafsvík. Þetta var að mér skilst hörkuleikur þar sem hart var barist. Víkingur leiddi í hálfleik 4-2 og sigraði síðan leikinn með 11 mörkum gegn 7. Ég efa það ekki að leikmenn Fylkis hafi átt gott ferðalag vestur og fengið ágætis tilbreytingu frá borgarlífinu.

Mörk Víkings í þessum leik gerðu þeir, Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5, Guðmundur Magnússo 3, Tomasz Luba 2 og Ragnar Smári Guðmundsson 1. Hverjir spiluðu fyrir Víking hef ekki á hreinu en ef einhver sem les þetta veit það mætti hann skrifa nöfnin hér fyrir neðan.

Bæði Víkingur og Fylkir hafa tryggst sér sæti í úrsltakeppninni sem fer fram dagana 6.- 8.janúar 2012 og þar mætast 6 lið í tveimur riðlum. Víkingur og Fylkir gætu mæst aftur og önnur líkleg lið til mæta til þessarar úrslitakeppni eru t.d. ÍBV, Fjölnir, Leiknir R, og Viðir. Afríka á reyndar enn sjens en ég tel að ÍBV og Leiknir nái þessum tveimur sætum.

Helgi Kristjánsson

17.12.2011 10:00

Snæfell komið í 4 sæti

Úrslit: Snæfell upp í 4. sæti
16 12 2011 | karfan.is

Úrslit: Snæfell upp í 4. sæti

Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Fjölnir tók á móti Snæfell í Dalhúsum. Hólmarar fóru með stigin vestur eftir 85-94 sigur á Fjölniskonum. Með sigrinum er Snæfell í 4. sæti deildarinnar með 16 stig en Fjölnir í 7. sæti með 8 stig.
Stigaskor leiksins:
 
Fjölnir: Brittney Jones 28/5 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Birna Eiríksdóttir 14, Bergdís Ragnarsdóttir 10/9 fráköst, Katina Mandylaris 9/13 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 8/5 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst, Margrét Helga Hagbarðsdóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Dagbjört Helga
Eiríksdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 25/15 fráköst, Hildur Sigurdardottir 18/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/14 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/4 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.
 
Mynd/ Björn Ingvarsson: Björg Guðrún Einarsdóttir gerði 12 stig og tók 4 fráköst fyrir Snæfell.
 

17.12.2011 09:59

Góður sigur á Keflavík


 

Snæfell eftir að hafa jafnað 5-5 leiddu allann leikin gegn Keflavík í Iceland express deild kvenna. Þær voru yfir í hálfleik 37-24 og létu ekki áhlaup og pressu Keflavíkur sem ágerðust með hverri mínútunni í seinni hálfleik á sig fá og lönduðu feiknar sterkum sigri 68-61 þar sem liðsheildin taldi sterkt. Snæfell t.a.m. með 46 fráköst gegn 33 Keflavíkur og voru einfaldlega sterkari aðilinn allann leikinn.

 

Jaleesa Butler setti fyrstu þrjú stig leiksins en Snæfell jafnaði 5-5 og komust svo í 11-5 með því að taka fráköstin og stela boltanum frá Keflvíkingum sem voru mislagðar hendur í upphafi. Keflavík skoraði strax eftir leikhlé sem Falur tók en Snæfell var í sama gírnum og komst í 18-7 og sama uppi á teningnum Keflavík hittu lítið og allir boltar í hendur Snæfells og þær kláruðu sínar sóknir. Staðan var 21-11 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta og Keflavíkurstúlkur misstu Pálínu meidda útaf í lok hlutans í smákælingu en kom inn aftur í öðrum hluta.

 

 

 

Keflavík sýndu að þær væru að hitna og tóku fyrstu fimm stig annars hluta 21-16 áður en Snæfell tók næstu tólf stig á sig og héldu haus við áhlaup gestanna og sýndu gríðalegann styrk á heimavellinum 33-16 áður en Keflavík rankaði aðeins við sér. Staðan í hálfleik var 37-24 og Snæfell héldu forystunni vel og komust mest í 17 stiga forystu. Hjá Snæfelli voru Kieraah og Hildur komnar með 11 stig hvor og liðið allt að spila vel. Keflavíkurstúlkur höfðu tapað boltanum ansi oft en Jaleesa Butlar var komin með 12 stig og næstar henni voru Birna og Sara Rún með 4 stig hvor.

 


 Keflavík minnkaði muninn í 9 stig 37-28 og fóru í svæðisvörn og pressu og virtust ætla að stuða Snæfell en heimastúlkur leystu það ágætlega og héldu velli með góðum stórþrist frá Hildi Björgu og góðri vörn sem kom þeim aftur upp í 16 stiga mun 46-30. Pálína að stjórna liðinu vel fyrir Keflavík í pressu og þær náðu að minnka munin í 46-36 en Hildur setti þrist og Jaleesa svaraði á móti 49-38 og mikil barátta á vellinum í þriðja hluta. Staðan 49-41 og Keflavík að færast nær.

 


 


Pressa Keflavíkur var heldur betur að virka og misstu Snæfellsstúlkur boltann æði oft og staðan var komin í 6 stig 51-45. Æsispennandi síðustu mínútur leiksins þar sem liðin skiptust á að skora og staðan var 64-57 þegar 2:50 voru eftir af leiknum og Alda Leif setti 5 stig í röð og hélt sínum stúlkum í Snæfelli við efnið. Birna og Jaleesa voru einkar seigar við að salla niður hjá Keflavík. Snæfell náði þó að halda forystu 55-57 þegar mínúta var eftir áttu slatta af skotum og flest öll fráköst sem gerði keflavík erfitt fyrir að komst inn í leikinn aftur. Snæfell sigraði 68-61 í hörkuleik sem þær leiddu allann tímann og þar sem þær hafa sýnt fram á að einn sterkasti heimavöllur í kvennadeildinni í Hólminum er orðinn að gryfju sem önnur lið virðast hverfa í.

 


 Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 16/9frák. Kieraah Marlow 15/13 frák/6 stoðs. Hildur Björg Kjartansd 15/8 frák/7 stoðs. Alda Leif Jónsd 13/7 frák/3 stoðs/4 stolnir. Helga Hjördís Björgvinsd 6/5 frák. Björg Guðrún Einarsd 3. Ellen Alfa 0. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0. Rósa Kristín 0.Keflavík: Jaleesa Butler 21/6 frák/5 stolnir. Birna Valgarðsd 17/6 frák. Sara Rún Hinriksd 11. Pálína Gunnlaugsd 6/8 frák/7 stoðs. Helga Hallgrímsd 2/6 frák. Telma Lind Ásgeirsd 2. Sandra Lind Þrastard 2. Lovísa Falsd 0. Bríet Sif 0. Soffía Rún 0. Aníta Eva 0. Sigrún Albertsd 0.Símon B. Hjaltalín

Myndir. Þorsteinn Eyþórsson

 


13.12.2011 21:04

Snæfellingur með tamninganámskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22. og 28.-29. Janúar

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með tvö trippi.

Fjórir verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með eitt trippi.

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar:

Nemandi með eitt hross 15000

Nemandi með tvö hross 25000

Síðasti skráningadagur 16. Janúar


Skráning og nánari upplýsingar í síma:7702025 (Guðmundur)

Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

13.12.2011 20:44

Gott gengi hjá 3fl kvk Snæfellsness

Stórsigur í Keflavík

 Þriðji flokkur Snæfellsness kvenna tók þátt í Keflavíkurmóti í Reykjaneshöll laugardaginn 3. desember. Stelpurnar spiluðu 3 leiki, leiktíminn var 1x35 mínútur og spilað var í 11 manna liðum. Stelpurnar af Snæfellsnesi gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið, þær unnu Þrótt í fyrsta leik 3-0, Keflavík í öðrum leik 5-0 og að lokum unnu þær KR 5-0. Þrír sigrar og markatalan 13-0.  

Meðfylgjandi er mynd af stelpunum með bikarinn ásamt þjálfara liðsins Birni Sólmari Valgeirssyni.

 

 

13.12.2011 20:41

Jólafrí og kveðjur frá UMFG

Jólafrí

Æfingar á vegum UMFG fara í jólafrí samhliða Grunnskóla Grundarfjarðar. Síðasti æfingadagurinn er því 16. desember. Svo byrjum við aftur samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 4. janúar 2012. Þetta á við um alla nema að þjálfarar taki annað fram.

Fótboltinn hjá Birni Sólmari byrjar aftur 9. janúar samkvæmt tímatöflu.Jólakveðja Stjórn UMFG

13.12.2011 20:39

16 liða úrslit Poweradebikarsins

Poweradebikardráttur 16- liða karla og kvenna

Búið er að draga í Poweradebikarnum en dregið var í 16-liða úrslitum karla og kvenna. Leikirnir fara fram 7.-9. janúar.

Konur:

13 lið skráð til keppni. Dregið var í fimm viðureignir þannig að þeim loknum verða eftir 8 lið. Liðin sem mætast eru:Fjölnir - Laugdælir
Þór Akureyri - Hamar
Snæfell - Valur
Njarðvík - Breiðablik
Haukar - KR

Liðin sem sitja hjá eru: Grindavík, Stjarnan og bikarmeistarar Keflavíkur.

Karlar:

Liðin 16 sem mætast eru:


Breiðablik - KFÍ
KR - Grindavík
Hamar - Þór Akureyri
Tindastóll - Þór Þorlákshöfn
Njarðvík - Höttur
Stjarnan - Snæfell
Fjölnir - Njarðvík B

Skallagrímur - Keflavík

13.12.2011 20:36

Þrjár úr Snæfell í æfingahóp KKÍ

Landslið kvenna í körfubolta

 Sverrir Þór Sverrisson hefur boðað til fyrstu æfinga sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna. Æfingarnar hefjast milli jóla og nýárs og eru upphafið að undirbúningi fyrir Norðurlandamót kvenna sem fram fer í Noregi í lok maí. Þetta er ekki endanlegur hópur og geta leikmenn dottið inn og út eins og gengur.

 

Hópinn skipa 22 leikmenn að þessu sinni:

 

Birna Valgarðsdóttir · Keflavík
Pálína Gunnlaugsdóttir · Keflavík
Helga Hallgrímsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Petrúnella Skúladóttir · Njarðvík
Salbjörg Sævarsdóttir · Njarðvík
Íris Sverrisdóttir · Haukar
Margrét Rósa Hálfdánardóttir · Haukar
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell
Helga Björgvinsdóttir · Snæfell

Bryndís Guðmundsdóttir · KR
Helga Einarsdótttir · KR
Margrét Kara Sturludóttir · KR
Sigrún Ámundadóttir · KR
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur
Kristrún Sigurjónsdóttir · Valur
María Ben Erlingsdóttir · Valur
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Helena Sverrisdóttir · Good Kosice Angels
Fanney Lind Guðmundsdóttir · Union Sportive de La Glacerie
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · KFUM Sundsvall

13.12.2011 07:35

Víkingur kominn í úrslitakeppni Futsal

12. desember 2011

Í kvöld lék Víkingur Ó sinn fjórða leik í Íslandsmótinu í Futsal innanhúsknattspyrnu. Mótherjinn var 3ju deildar lið KB og er ekki hægt annað en þakka þeim kærlega fyrir að hafa mætt til leiks í kvöld. Mörg félag fara bara helst ekki útfyrir höfuðborgarsvæðið á vetrartíma. En Víkingarnir eru sterkir í þessari íþrótt og til að mynda spiluðu þeir úrslitaleikinn í keppninni síðasta vetur. Í kvöld tókst þeim að vinna KB sannfærandi með 20 mörkum gegn fjórum. Þessi úrslit þýða það að Víkingur Ó er komið í úrslit í keppninni enn eitt árið og nú spái ég því að þeir geri harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Í kvöld vantaði leikmenn síðasta leik. Einar Hjörleifsson var ekki lentur þ.e.a.s. Guðmundur Jensson SH 717 og þ.a.l. vorum við án hans. Einnig voru þeir Ólafur Hlynur Illugason og Dominik Bajda fjarri góðu gamni í kvöld. Við megum vera með 12 leikmenn á skýrslu en vorum einungis með 10 í kvöld.

Svo óska ég KB mönnum góðrar ferðar heim og að þeir fari varlega.

Mörk Víkings Ó í kvöld gerðu þessir:

Heimir Þór Ásgeirsson 6
Steinar Már Ragnarsson 4
Guðmundur Magnússon 3
Ragnar Smári Guðmundsson 2
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 2
Kristinn Magnús Pétursson 1
Alfreð Már Hjaltalín 1
Tomasz Luba 1

Eftirtaldir voru í 10 manna leikmannahópi Víkings Ó í kvöld.
Jón Haukur Hilmarsson sem varði markið, Tomasz Luba, Ragnar Smári Guðmundsson, Alfreð Már Hjaltalín, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Guðmundur Magnússon, Heimir Þór Ásgeirsson, Kristinn Magnús Pétursson, Steinar Már Ragnarsson og Anton Illugason.

Næsti leikur er á miðvikudagskvöldið eftir tvo daga í Ólafsvík gegn Hvíta Riddaranum/Aftureldingu og hefst leikurinn kl. 20.00.

Helgi Kristjánsson

13.12.2011 07:32

Snæfell áfram í Poweradebikarnum


Mynd Þorsteinn Eyþórsson

Karlalið Snæfells þaut í 16 liða úrslitin Poweradebikarsins eftir góðann sigur á Val 95-77 í Vodafonehöllinni. Snæfell hafði forystu allann leikinn en fyrsti hluti fór 23-13 fyrir Snæfell og var Nonni Mæju að fara mikinn. Staðan í hálfleik var 44-32 fyrir Snæfell og Nonni kominn með 18 stig. Leikur inn endaði eins og áður sagði 95-77. Nonni var atkvæðamestur með 33 stig 8 fráköst og 4 stoðsendingar og grýtti niður 7 þristum, en næstur honum var Quincy Cole með 22 stig og 8 fráköst. Allir strákarnir spiluðu í leiknum og 9 af 12 skoruðu og allir með framlag til leiksins sem er frábært. 

Dregið verður í 16 liða úrslitin þriðjudaginn 13. des.

 

12.12.2011 10:13

Hrúturinn mætti í fjárhúsið

Mögnuð umgjörð Mostra: Bikarmeistararnir öruggt áfram.Það var mögnuð umgjörð og flott stemming sem fólk upplifði hjá gestgjöfunum Mostra í Stykkishólmi þegar Íslands og bikarmeistarnir í KR mættu til að etja kappi í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Glæsileg kynning að hætti Haffa Gunn, tónlistarval Nonna Mæju, happdrætti og verðlaunaskot. Hrúturinn Móri, lukkudýr og aðaláhugamál Mostramanna var mættur ljóslifandi í Fjárhúsið sem lyktaði loks eins og slíkt. Móraskotið í hálfleik fólst í því að ef Móri þægi brauð úr höndum þess sem greip boltann þá fengi sá að taka skot frá miðju. Ef skotið færi í körfuna yrði Móri eign hins heppna, en það geigaði og Móri enn eign Óskars Hjartarsonar frá Helgafelli.

  

Byrjunarlið leiksins:

Mostri: Þorbergur, Árni, Arnþór, Óskar og Gunnlaugur.

KR: Skarphéðinn, Emil, Hreggviður, Jón Orri og Martin.Þó að hátt í tvær deildir séu að milli liðanna var barátta Mostramanna, sem eru í 1. sæti A-riðils 2.deildar, til fyrirmyndar og ekki að sjá mikinn mun á liðunum í fyrsta hluta. KR komst fljótt í forystuna 4-7 en Óskar Hjartarson jafnaði með góðum þrist og hans menn að berjast vel varnarlega. KR hélt sínu skrefi á undan þar til góður kafli Mostra kom sem jöfnuðu aftur 16-16 og KR missti boltann oft klaufalega. KR leiddi eftir fyrsta hluta 16-22 og stukku aðeins frá undir lokin.


Það var svo annar fjórðungur sem fór með Mostra sem töpuðu honum 9-22 og munur liðanna að koma í ljós. Þar tók KR góðann 12-0 sprett úr 20-26 í 20-38. Þar sem Emil Þór stal boltanum þrsivar og Martin, Hreggviður og Skarpéðinn skoruðu grimmt. Staðan í hálfleik var 25-44 fyrir KR og Mostri átti brattann að sækja en höfðu sýnt fína takta.

 

Hjá Mostra var Þorbergur Helgi Sæþórsson var kominn með 12 stig og 3 fráköst og Óskar Hjartarson 7 stigog 3 fráköst. Í liði KR var Martin Hermannsson kominn með 10 stig og 9 fráköst.  Hreggviður Magnússon og Skarphéðinn Ingason vorum með 9 stig hvor.


Seinni hálfleikur var örugg forysta KR sem bættu bara við og staðan 35-74 eftir þriðja hluta. KR gerðust harðir og pressuðu um allan völl strax í upphafi seinni hálfleiks sem var svo sem ekkert rosagóð en uppskeran 15-0 sprettkafli KR og staðan 25-57. Mostri bætti í baráttuna í fjórða hluta en munurinn orðinn 50 stig 50-100 þegar á leið þar sem Ólafur Ægisson grýtti niður hverjum þristnum af fætur ðrum alls sex stykki og bikarmeistararnir lönduð auðveldum sigri 54-106 þar sem Edward Horton fékk að hvíla heima ásamt Finni Magnússyni, Páli Fannar Helgasyni og fleirum.

 


 


Mostramenn fá hinsvega 12+ af 10 mögulegum fyrir fagmannlega umgjörð sem nutu aðstoðar frá stjórn og leikönnum Snæfells og mega bera höfuðið hátt að gera slíkann leik, sem þessi var, að góðri skemmtun fyrir fjöldann allann af áhorfendum sem fengu skemmtilegar uppákomur að ógleymdri hetjulegri baráttu 2.deildar liðs Mostra sem gerðu hvað þeir gátu gegn sterku liði KR. Móraskotið gekk ekki úr þetta árið og óvíst hvort það verði nokkurn tíma aftur skotið miðjuskoti fyrir Hrút í körfuboltaleik aftur en þetta var vissulega nýtt í íslenskri körfuboltasögu.

  

 

09.12.2011 04:53

Tap hjá Snæfell


Snæfell tapaði  gegn Fjölni 103-95 í Grafarvogi. Leikirnir hafa ekki verið að falla Snæfellsmegin þrátt fyrir lítinn stigamun í lok leikjanna. Snæfell var þremur stigum yfir eftir fyrsta hluta 20-23 en annar hluti var blaut tuska í andlit. Snæfell skoraði þá 12 stig gegn 21 Fjölnis og staðan í hálfleik 41-35 og Fjölnir hafði tekið leikinn í sínar hendur. Brekkan verð brattari því þriðji hluti tapaðist líka 30-22 og forysta Fjölnis ekki óvænt heldur vel áunnin þar sem Snæfell slakaði á taumunum og staðan i upphafi fjórða hluta varð 21 stig 80-59 og Snæfell átti sér litlar málsbætur þrátt fyrir að minnka muninn undir lokin sem var bara alltof seint af stað farið og Fjölnir náði góðum sigri 103-95. Snæfell sekkur neðar í töflunni og verma nú 9. sætið eftir þessa umferð. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31