Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Mars

28.03.2012 09:58

Aðalfundur Snæfellings í kvöld

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings


Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi  28. mars 2012, kl. 20.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.    Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar

         og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.  Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál.

         a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.


Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.

28.03.2012 07:23

Tap í jöfnum leik

Mikilvægur sigur Njarðvíkur
27 03 2012 | karfan.is

Mikilvægur sigur Njarðvíkur

 Njarðvíkurstúlkur settu vissa pressu á Snæfell í kvöld með því að komast í 2:1 í einvígi liðanna en í stórskemmtilegum og hröðum leik þá endaði leikurinn 93: 85 heimasætunum úr Njarðvík í vil. Næsti leikur liðanna eru á laugardag í Hólminum. 
Eftir fyrsta leikhluta var jafnræði með liðunum þrátt fyrir að heimastúlkur væru þremur stigum yfir. Í byrjun annars leikhluta voru Snæfellingar hins vegar komnir skrefinu á undan og leiddu 33-36 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Njarðvíkingar réttu úr kútnum og löguðu stöðuna en jafnt var þegar flautað var til hálfleiks, 48-48 og leikurinn fjörugur og hraður. Þessi lið hafa háð jafnar rimmur í vetur og svo virtist sem engin breyting yrði þar á í kvöld.

Snæfellsstúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og þær náðu nokkrum hröðum sóknum sem skiluðu yfirleitt körfum. Fjölmargir áhorfendur voru mættir frá Stykkishólmi og þeir létu vel í sér heyra. Njarðvíkingar gleymdu sér í vörninni og Snæfellingar gengu á lagið. Þær náðu 6 stiga foystu þegar 4 mínútur voru til leiksloka og Sverri Þór þjálfara var ekki skemmt og kallaði eftir leikhlé. Áfram var spilaður hraður körfubolti og áhorfendur skemmtu sér konunglega.Fjögur stig skildu liðin að þegar fjórði leikhlutu var eftir óleikinn. Liðin voru búin að skora 67 og 71 stig og því ljóst að sóknarleikurinn var í fyrirrúmi.

Það voru Snæfellingar sem voru yfir í upphafi síðast leikhluta en Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni þegar Baker-Brice setti niður fallega þriggja stiga körfu fljótlega í leikhlutanum. Það var alveg hreint ótrúlegt á köflum að fylgjast með hraðanum í þessum leik og leikmenn sýndu sparihliðarnar í sóknarleiknum. Aftur náði Snæfell forystu en Njarðvík jafnaði í stöðunni 76-76 og komust svo yfir í næstu sókn þegar Ína María Einarsdóttir braust í gegn og skoraði af stuttu færi.

Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka var allt í járnum og mikil stemning í húsinu. Heimamenn náðu fjögurra stiga forystu þegar skammt var til leiksloka en Snæfellingar voru aldrei langt undan. Þegar 1:18 voru til leiksloka var tekið leikhlé en heimamenn voru þá með tveggja stiga forystu og boltann að auki. Lele Hardy sótti þá villu eftir mikla baráttu undir körfunni og hún jók forskotið í 4 stig. Ekki tókst Snæfellingum að skora úr sinni sókn og hinum megin jók Baker-Brice frekar muninn með tveimur vítum. Á lokakaflanum tóks gestunum ekki aðnýta sín tækifæri og Njarðvíkingar lokuðu leiknum á vítalínunni en þær sigruðu síðasta leikhluta 26-14. Lokatölur voru 93-85. Mest náðu Njarðvíkingar 8 stig forystu í leiknum og 12 sinnum skiptust liðin á því að halda forystu.

Hjá Njarðvík var Shanae Baker-Brice atkvæðamest með 36 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar og Lele Hardy var með trölla tvennu, 23 stig/24 fráköst.

Stigin:

Njarðvík: Shanae Baker-Brice 36/4 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 23/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Salbjörg Sævarsdóttir 0/4 fráköst

Snæfell: Jordan Lee Murphree 28/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Kieraah Marlow 17/9 fráköst, Hildur Sigurdardottir 16/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/5 fráköst

27.03.2012 13:13

Jafnt hjá Víking og Þrótti í lengjubikar

Fjörugur leikur og mun betri en sá síðasti

25. mars 2012 klukkan 13:16
Lengjubikar A-deild
Egilshöll
Laugardagur kl. 17.00

Þróttur R - Víkingur Ó 2-2 (0-2)

0-1 Edin Beslija (25.mín, víti)
0-2 Steinar Már Ragnarsson (31.mín)
1-2 Oddur Björnsson (52.mín)
2-2 Hermann Ágúst Björnsson (78.mín)


Þennan leik sá ég ekki vegna árshátíðar hjá Ferðaþjónustu Bænda þar sem konan mín vinnur. Árshátiðin sem haldin var í Bláa Lóninu var á sama tíma. En að sjálfsögðu hafði ég tíðindamann á svæðinu og það sem ég skrifa hér á eftir kemur frá honum.

Víkingur Ó spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og hefði með réttu átt að hafa klárað leikinn með 4-5 marka mun. Bæði liðin skutu í þverslá, Þróttur á 2.min og var það eina markfærið þeirra í fyrri hálfleik. Edin svaraði því með öðru sláarskoti hinum megin. Víkingur Ó fékk víti á 24 mín þegar brotið var á Torfa Karli innan teigs og Edin kláraði vítið vel. Steinar Már kom okkur yfir stuttu seinna með skoti sem fór að lokum í stöngina og inn. Eftir þessi tvö mörk fengu Víkingarnir nokkur góð færi til að auka forystuna en tókst það ekki.

Í seinni hálfleik komu Þróttararnir mun ákveðnari til leiks og komust inní leikinn. Á 52.mín var dæmd aukaspyrna á Víking fyrir óþarfapeysutog hjá Steinari Má og uppúr spyrnunni fengu Þróttarar horn sem endaði með marki. Eftir þetta mark vonaði ég að farsíminn minn myndi ekki hringja meira á meðan á leiknum stóð. En svo hringdi hann tólf mínútunum fyrir leikslok með slæm tíðindi. Þróttur hafði jafnað leikinn 2-2 og þannig lauk þessum fjöruga leik.

Ég bað tíðindamann minn að velja þrjá bestu leikmenn Víkings Ó í þessum leik. Hann valdi Eldar Masic sem hann sagði að hafi spilað ljómandi vel og verið miklu betri en í síðasta leik. Emir Dokara spilaði einnig vel fannst honum og sá þriðji sem hann valdi var Steinar Már Ragnarsson sem vex og vex með hverjum leiknum og verður alltaf betri og betri. Kannski verður hann jafngóður og bróðir sinn fljótlega!!

Dómgæslan var góð og fær dómararatríóið 4 í einkunn. Tapa einum vegna þess að ég var ekki á staðnum.

Næsti leikur verður gegn Selfossi á gervigrasvellinum á Selfossi föstudaginn 30.mars kl. 19.00.

Helgi Kristjánsson

27.03.2012 13:09

Snæfellingar, fjölmenna í Njarðvík

Leikur 3: Njarðvík - Snæfell, þriðjudaginn 27. mars kl 19.15. -Njarðvík-

Leikur 3:

Njarðvík - Snæfell, þriðjudaginn 27. mars kl 19.15. -Njarðvík-

 

-ALLIR Í BÍLANA OG SVO VERÐUR RAUTT STRIK ÚT REYKJANESBRAUTINA- KOMA SVO!

26.03.2012 00:08

Jón Ólafur Jónsson íþróttamaður HSH 2011

Í hálfleik hjá Snæfell og Njarðvík voru íþróttamenn HSH útnefndir
Hermundur Pálsson formaður HSH og Hjörleifur K. Hjörleifsson stjórn HSH, veittu viðurkenningar og
myndir tók Þorsteinn Eyþórsson


Íþróttamaður HSH 2011 og körfuknattleiksmaður HSH
Jón Ólafur Jónsson Snæfell


Blakmaður HSH
Anna María Reynisdóttir UMFG


Knattspyrnumaður HSH
Einar Hjörleifsson, Víking


Hestíþróttamaður HSH
Siguroddur Pétursson Snæfelling


Kyflingur HSH
Skarphéðinn Skarphéðinsson, Mostra
( Björgvin Ragnarsson tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd)


Íþróttamenn HSH 2011


25.03.2012 23:53

Snæfellsstúlkur unnu Njarðvík

Ísinn brotinn
Snæfell sigraði Njarðvík í æsispennandi leik
2

 
Myndir Þorsteinn Eyþórsson Snæfell hleypti heldur betur spennu í úrslitakeppnina í IE-deild kvenna með því að vinna 85-83, nauman en sanngjarnan sigur á Njarðvík í kvöld.  Leikurinn var jafn lengst af en Snæfell náði undirtökunum hægt og bítandi og var sterkari aðilinn í lokin þegar mest þurfti. Með sigrinum jafnaði Snæfell stöðuna í rimmu liðanna sem nú er 1-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í leikina um titilinn.  

Það var ekki síður mikilvægt að með sigrinum braut Snæfell ísinn og svipti af sér "Njarðvíkurgrýlunni"  og setur mikla pressu á Njarðvík fyrir viðureign liðanna n.k. þriðjudag.
       Leikurinn í kvöld var eins og áður sagði í járnum lengst af Njarðvík þó heldur í ökumannssætinu þar til komið var undir lok leiksins, þá fylgdust liðin að en Snæfell hinsvegar komið með sveifluna sín megin.  Spennan var mikil og undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt að hafa reynslubolta innan síns liðs til að stýra sóknarleiknum og þar stendur Hildur Sig öðrum framar og hún var gríðarlega sterk í lok leiksins og skoraði afar mikilvæg stig af vítalínunni þegar hún kom Snæfelli í 81-80 18 sek. fyrir leikslok og náði svo varnarfrákastinu hinumegin.  Það voru hinsvegar Kieraah Marlow og Jordan Lee Murphree sem tryggðu sigurinn af vítalínunni, fyrst Kieraah í 83-80 eftir ásetningsbrot og því fékk Snæfell boltann aftur og þá var brotið á Jordan Lee sem setti sín tvö líka niður og munurinn kominn í fimm stig 85-80 og aðeins um 2 sekúndur eftir og sigurinn tryggður.  En þessar fáu sekúndur dugðu þó Shanae Baker Brice til að smella einum þristi rétt innan við miðju og lokatölur því 85-83.
     Staðan í viðureign liðanna er því 1-1 og ekki vafi á því að sigurinn fyllir Snæfellsliðið sjálfstrausti til að fara til Njarðvíkur og taka sigur þar.  Munurinn á liðunum til þessa hefur verið mest í hausnum Snæfellsstúlkunum sjálfum en nú sjá þær það að Njarðvíkurliðið er langt í frá óvinnandi vígi. Það sést einnig á því að Snæfellsliðið átti í heildina ekki sinn besta leik, en var hinsvegar að fá gott framlag frá sínum þremur lykilleikmönnum Kieraah, Jordan Lee og Hildi sem voru sterkastar í liði Snæfells í kvöld ásamt Hildi Kjartansdóttur.  Liðið á því helling inni fyrir næsta leik og með sjálfstraustið í farangrinum og grýlunni rutt úr vegi, þá geta þær tekið sigur í Njarðvík líka ekki síst ef liðið í heild nær toppleik. Snæfell má þó enn bæta ýmsa hluti s.s. t.d. að fækka sóknarfráköstum Njarðvíkur, þær voru að fá alltof auðveld sóknarfráköst í lokin, fráköst tekin af leikmönnum sem komu með tilhlaupi utan af kanti og því ekki möguleiki fyrir þá leikmenn sem hoppa beint upp undir körfunni að ná þeim fráköstum, Snæfellsstelpurnar verða að stíga betur út, eða í það minnst að loka hlaupleiðum að slíkum fráköstum. 
      En sigurinn vannst í kvöld, á sterkum heimavelli þar sem Snæfellsstelpurnar voru vel studdar af sínu stuðningsfólki en á það vantað í Njarðvík í fyrsta leiknum.  Stuðningsfólk ætti því að hópast til Njarðvíkur og gefa Snæfelli góðan stuðning í þriðja leiknum á þriðjudagskvöldið og hjálpa Snæfelli að landa sigri þar.  Takist það þá er Snæfell komið með yfirhöndina og lykilstöðu fyrir fjórða leikinn sem verður í Stykkishólmi laugardaginn 31.mars.  ÁFRAM SNÆFELL !!

Tölfræðin í kvöld

25.03.2012 21:17

Aftur tap hjá Grundfirðingum

Annað tap

Grundarfjörður og Stál-úlfur áttust við í Akraneshöllinni í dag, laugardag. Það er nú ekki frá miklu að segja en að við steinlágum aðra helgina í röð og nú 4-0. Að vísu var töluverð mannekla fyrir leikinn og þónokkuð vantaði af varnarmönnum. 

Nú er ekkert annað í stöðunni en að fara að byrja á þessu helvíti.

Spurning hvort að næsti leikur sé um næstu helgi en það skýrist væntanlega í vikunni.

25.03.2012 21:05

Málþing um Íþróttadómara

Samstarf íþróttagreina á málþingi um íþróttadómara

Málþing um íþróttadómara var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn.  Um 60 manns sóttu málþingið.  Málþingið var m.a. athyglisvert fyrir þær sakir að um var að ræða samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknatteikssambands Íslands og Blaksambands Íslands.  Auk þátttakenda frá sérsamböndunum fjórum, ÍSÍ og dómurum í fyrrgreindum íþróttagreinum voru einnig mættir aðilar frá nokkrum öðrum íþróttagreinum og einstökum héraðssamböndum og íþróttafélögum.  

Málþinginu var m.a. ætlað að leiða til frekara samstarfs íþróttagreina í þessum málaflokki og draga athygli að mikilvægi dómarastarfa í íþróttum.  Það var samdóma álit aðila að fjölmargir þættir í þessum málaflokki væru svipaðir á milli íþróttagreina og því gætu greinarnar unnið saman að þeim þáttum.  Nefna má nýliðun og brottfall í dómarastétt auk ýmissa skipulagsmála.

Á málþinginu fór fram hópavinna þar sem þátttakendur málþingsins ræddu ýmis mál og reyndu að svara ákveðnum fyrirfram ákveðnum spurningum.  Mjög líflegar umræður sköpuðust og voru niðurstöður birtar af hópstjórum að lokinni hópavinnunni. 

Í lok málþingsins voru fyrirspurnir og umræður þar sem undirbúningshópur málþingsins sem í voru fulltrúar málaflokksins frá ÍSÍ og íþróttagreinunum fjórum sátu fyrir svörum.  Undirbúningshópurinn mun taka betur saman niðurstöður, vinna úr þeim og skoða framhald á samstarfi í þessum málaflokki.

Frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í 514-4000.

23.03.2012 22:39

Njarðvík 87-84 Snæfell

Í kvöld hófst úrslitakeppnin í Iceland Express deild kvenna þar sem Njarðvíkurkonur tóku 1-0 forystu gegn Snæfell í undanúrslitarimmu liðanna.
 
Njarðvík 87-84 Snæfell
Njarðvík 1-0 Snæfell
 
Njarðvík: Lele Hardy 32/14 fráköst, Shanae Baker-Brice 25/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 35/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jordan Lee Murphree 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/12 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0.
 

23.03.2012 21:40

Öruggur sigur á Val í lokaleik

Sigur í lok deildar og mætum Þór Þ í 8-liða

Snæfell sigraði Valsmenn í Vodafonehöllinni, lokatölur 68-80 og þar með kvöddu Valsarar deildina án sigurs.  Snæfell voru yfir allan tímann gegn Val og allir fengu mínútur að spila og þeir sem hafa fengið færri mínútur í vetur fengu fleiri í kvöld. Góður sigur í síðasta leik deildarinnar og mun Snæfell mæta Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum.

 

Ólafur Torfa var stigahæstur með 15 stig og 10 fráköst og Marquis Hall kom næstur með 14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Nonni Mæju var með 13 stig, 11 fráköst og 4 stoðs. Pámi Freyr 11 stig og 6 stoðs. Svenni Davíðs 9 stig og 6 fráköst. Haffi Gunnars 6 stig, 5 fráköst og 3 stoðs. Þorbergur Sæþórs 5 stig og 3 fráköst. Quincy Cole 4 stig og 5 fráköst en spilaði einungis 5 mín og 28 sek. Magnús Ingi 2 stig. Óskar Hjartar 1 stig.

 

Nánari tölfræði hér

Umfjöllun kemur inn á Karfan.is

 


 

23.03.2012 18:40

Ingi Þór og Hildur fá viðurkenningu 

 

Ingi Þór fékk viðurkenningu fyrir besta þjálfarann í seinni hluta eða seinni 14 leikja í Iceland express deild kvenna. Hildur Sigurðardóttir var í fimm leikmanna úrvalsliði deildarinnar ásamt Lele Hardy Njarðvík, Sigrúnu Sjöfn KR, Írisi Sverrisdóttur Haukum, og Pálínu Gunnlaugs Keflavík.

 

Frábært hjá okkar fólki og nú tekur úrslitakeppnin við og er fyrsti leikur Snæfellsstúlkna, útileikur á föstudaginn 23. mars kl 19:15 í Njarðvík.

20.03.2012 16:01

Stórt tap hjá UMFG

Knattspyrnuliðin Kári á Akranesi og Grundarfjörður hófu leik í C deild Lengjubikars KSÍ síðasta sunnudag. Þá mættust þau í Akraneshöllinni í sannkölluðum Vesturlandsslag. Lið Kára kom mun betur stemmt til leiks og gjörsigraði lið Grundarfjarðar með 6 mörkum gegn einu. Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu en á 30. mínútu brutu Káramenn ísinn. Þeir náðu svo að bæta við öðru marki rétt fyrir leikhlé og staðan því 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu yfirburðir Kára áfram og þeir bættu þremur mörkum við áður en Grundfirðingar náðu að minnka muninn í 5-1. Skömmu eftir það náðu leikmenn Kára að bæta einu marki við og 6-1 stórsigur þeirra því staðreynd. Bæði þessi lið eiga svo leik næsta laugardag. Grundarfjörður mætir þá liði Stál-úlfs í Akraneshöllinni og Kári mætir liði Bjarnarins á Fjölnisvellinum.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31