Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Apríl

30.04.2012 09:47

74 þing HSH

74 Þing HSH var haldið að Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi (Borgarbyggð) þriðjudaginn 24 apríl og hófst þingið kl. 18.00

Þingið var starfsamt og góðar umræður um starf HSH og tillögur sem lágu fyrir þinginu.
Alexander Kristinsson, UMF.Reyni gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og var Þráinn Ásbjörnsson, Eldborg kjörin í hans stað í stjórn, Við þökkum Alexander fyrir gott starf í gengum árin.
Í varastjórn komu þau Dagný Þórisdóttir, Mostra  og Dagbjartur Harðarson, Vestarr  ný inn.
Góðir gestir sóttu þingið heim en frá ÍSÍ komu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og frá UMFÍ voru Helga Guðjónsdóttir formaður og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdarstjóri.
Þingforseti var Kristján Magnússon Eldborg og ritari þings var María Valdimarsdóttir, Snæfell.
Ólafur flutti kveðju frá stjórn ÍSÍ og starfsfólki þess. Hann minntist 100 ára afmælis ÍSÍ, kom inn á fyrirmyndarfélag ÍSÍ og hæld starfi HSH ásamt að þakka fyrir störf framkvæmdarstjóra HSH inn í stjórn ÍSÍ en Garðar var kjörinn í varastjórn ÍSÍ á síðasta Íþróttaþingi.
Ólafur heiðraði svo 3 aðila starfsmerkjum ÍSÍ

Gullmerki ÍSÍ 
Haukur Sveinbjörnsson UMF.Eldborg.   Gjaldkeri Eldborgar 1952 í eitt ár.
Formaður Eldborgar í nokkur ár í kringum 1960.
  Formaður HSH 1961 - 1965.  Formaður Snæfellings 1970 - 1976. Tók þátt í stofnun Snæfellings 1965 og heiðursfélagi þess. Vann í þrjátíu ár sjálfboða starf í þágu félagsins á félagssvæði þess á Kaldármelum.

Davíð Sveinsson, UMF.Snæfell    Knattspyrna:  Spilaði frá 1972 til 1985, auk þess að vera í stjórn knattspyrnudeildar í 8 ár.  Var með dómararéttindi og dæmdi í nokkur ár leiki hér á svæðinu. Körfubolti:  Spilaði með Snæfell frá árinu 1972 til 1979 og 1984 til 1987 og þjálfaði yngriflokka á sama tíma. Var í stjórn körfuknattleiksdeildar 1974 til 1979 og síðan verið í stjórn yngriflokka í 10 ár til dagsins í dag.  Var í stjórn mfl. 1985 - 1988 og síðan aftur 2007 - til dagsins í dag.  Var með dómararéttindi og dæmdi marga leiki í öllum deildum á vegum KKÍ auk þess að dæma mikið hér heima.  Er núna gjaldkeri í stjórn mfl. Snæfells  Í körfu og einnig hjá yngriflokkum.
Stjórn:
Var í stjórn Snæfells 1975 - 1979 og síða aftur 1985  - 1991  þar af formaður 1989 - 1991. Sat í stjórn HSH í nokkur ár.


Silfurmerki ÍSÍ 
Guðmundur Gíslason, UMF.Grundarfjarðar.
Hefur starfað vel og lengi í stjórnunarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna.
Síðustu ár hefur hann staðið bak við félagsstarf og afþreyingu og meðal annars séð um getraunahóp UMFG.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ , Guðmundur, Haukur, Davíð og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ


Helga Guðjónsdóttir formaður UMFÍ
Flutti kveðju frá Stjórn og starfsfólki UMFÍ


Kristján Magnússon, Eldborg  þingforseti

30.04.2012 09:39

Vinnuþjarkur HSH

Kvennablaklið Grundarfjarðar hlaut á dögunum verðlaunin Vinnuþjarkar HSH á Héraðsþingi HSH sem haldið var fyrir skömmu. Vinnuþjarkur HSH er veittur þeim aðila innan HSH sem þykir hafa unnið gott og mikið starf og verið öðrum fyrirmynd. Stjórn HSH samþykkti einróma að veita Kvennadeild UMFG í blaki viðurkenningu fyrir frábært starf í uppbyggingu blakíþróttarinnar í Grundarfirði og auk þess að hafa byggt upp sitt eigið starf hefur barnastarfið ásamt körlum fengið að njóta krafta kvennana. Þar sem að enginn úr blakliðinu komst á þingið var brugðið á það ráð að sitja fyrir þeim þegar þær voru að leggja af stað á Öldungamótið á Siglufirði síðasta föstudag. Garðar Svansson framkvæmdarstjór HSH og Tómas Kristjánsson gjaldkeri HSH  fóru á undan þeim og stoppuðu þær við bæinn Hamra. Þar afhenti Garðar þeim bikarinn áður en við sendum þær aftur af stað.

Vel gert blakkonur. Þið eigið þetta skilið.


Skrifað af Tommi

24.04.2012 10:31

HSH í frjálsum innanhús

Héraðsmót HSH í frjálsum innanhúss

Laugardaginn 21 apríl var Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús haldið í Stykkishólmi Alls tóku 54 keppendur þátt í mótinu og voru 16 keppendur frá UMFG og 38 frá SnæfelliKeppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu, 9-15 ára kepptu að auki í kúluvarpi og hástökki, og 13-16 ára kepptu ennfremur í þrístökki án atrennu. 

Má með sanni segja að krakkarnir hafi öll staðið sig með stakri prýði og verið sér og sínum til sóma. Nokkur voru að taka þátt í sínu fyrsta íþróttamóti og mörg voru að bæta sinn persónulega árangur í vetur og gaman að sjá afraksturinn hjá þeim. 

Svona mót er ekki haldið nema að hafa foreldra sem eru tilbúnir að aðstoða við að skrifa, mæla eða passa upp á að allir séu á sínum stað í röðinni. Við þökkum öllum foreldrum sérstaklega fyrir hjálpina á þessu móti.


Hægt er að sjá úrslit mótsins á mótaforriti FRÍ, smellið hér (eða inn á fri.is og þar inn í mót, síðan mótaforrit og klikka á héraðsmót HSH 21. apríl 2012).

Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendurna og eru flestir í nýju bolunum sem bæði frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells hafa látið prenta, með stuðningi HSH og félaganna. Merki HSH og viðkomandi félags eru prentuð framan á bolina, en aftan á þeim er áletrunin HSH og Frjálsar. 

HSH, frjálsíþróttaráð UMFG og frjálsíþróttaráð Snæfells

23.04.2012 16:28

Þing HSH á morgun í Lindartungu

74  Þing

Héraðssambands  

Snæfellsness og Hnappadalssýslu

 

 

 

Héraðsþingi HSH verður haldið

24 apríl  kl. 18.00 í

Lindartungu, Borgarbyggð (Kolbeinstaðahrepp)

 

 

Á þinginu eiga 15 félög með 38 þingfulltrúa seturétt,

Öllum félögum í aðildarfélögum HSH heimil þátttaka og málfrelsi

20.04.2012 14:31

Þing HSH verður haldið 24 apríl


74. Héraðsþing HSH haldið 24, apríl 2012 í

Félagsheimilinu Lindartungu, Kolbeinsstaðahrepp

Dagskrá þings

1.Þingsetning.

2.Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara.

3. Skipun kjörbréfanefndar.

4. Skýrsla stjórnar.

5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

6.Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar.

7. Kosning nefnda þingsins:

            a)Fjárhagsnefnd.

b)Íþróttanefnd.

            c)Allsherjar- og laganefnd.

8. Ávörp gesta

19. Fjárhagsáætlun lögð fram.

10. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.

11. Nefndarstörf.

12. Nefndaálit, umræður og atkvæðagreiðslur.

13. Kosningar:

            a) Formaður HSH

b) Aðrir í stjórn og varastjórn.

c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara.

d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.

e) Uppstillinganefnd, 4 af formönnum aðildarfélaga HSH, sem starfar fram að

    næsta héraðsþingi.

f) Kosning fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ

14. Önnur mál.

15. Þingslit.

19.04.2012 15:56

Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum  

Hér koma frekari upplýsingar um keppnisgreinar og aldursflokka á héraðsmótinu næsta laugardag: 

Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og hefst kl. 10.00.  Áætlað er að því ljúki um kl. 13-14 en það fer nokkuð eftir fjölda þátttakenda. 

Keppt er í eftirfarandi greinum og aldursflokkum:

8 ára og yngri
35 m hlaup, langstökk án atrennu og langstökk með atrennu. 
 
9 - 10 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
11 - 12 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
13 ára og eldri   (13-14, 15-16, karla og kvennaflokkur
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp, hástökk og þrístökk án atrennu. 
 
Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir kl. 18.00 föstudaginn 20. apríl

Ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að skráningu lýkur - svo endilega skráið keppendur tímanlega. 

Skráningar eru hjá þjálfurum, þeim Kristínu Höllu í síma 899 3043 og netfanginu kristhall@centrum.is og Elínu Rögnu í síma 864 3849 og netfanginu elin.ragna@stykk.is

Við vonumst til að sem flestir iðkendur taki þátt og að foreldrar eigi kost á að fylgja börnum sínum á mótið. 

Athugið að það er ekki skylda að taka þátt í öllum greinum. 

Allir þátttakendur 10 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og lögð er áhersla á að gleyma ekki leikgleðinni :-)

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin hjá 11 ára og eldri í hverri grein. 

Okkur vantar líka vinnufúsar hendur til að aðstoða við að stilla upp fyrir mótið (kl. 9.30) og til að aðstoða á mótinu sjálfu. Foreldrar og aðrir áhugasamir sem geta lagt okkur lið, endilega látið þjálfara eða stjórn HSH vita. 

Með frjálsíþróttakveðju, 
HSH og frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells

19.04.2012 15:55

UMFG með nýjan þjálfar

Nýr Þjálfari

Nú eru þjálfaramál Grundarfjarðar loksins komin á hreint en samningar hafa náðst við Aleksandar Linta um að þjálfa liðið á komandi sumri. Aleksandar hefur verið í Serbíu undanfarna mánuði að ná sér í þjálfararéttindi en hann er hokinn af reynslu. Aleksandar sem er 37 ára gamall var í herbúðum Þórs á Akureyri síðasta sumar og spilaði þar 16 leiki í efstu deild. Linta hefur verið í herbúðum Þórs frá árinu 2008 en hann hefur einnig leikið með KA, ÍA og Víkingi Ólafsvík. Hann á að baki 173 meistaraflokks leiki á Íslandi og hefur skorað 25 mörk í þeim leikjum. 

Við óskum Aleksandar velfarnaðar í starfi.

17.04.2012 19:27

Frjálsíþróttamót


Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum laugardaginn 21. apríl 2012. 

Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og hefst kl. 10.00. 

Keppt er í öllum aldursflokkum,

Við vonumst til að sem flestir taki þátt og að foreldrar eigi kost á að fylgja börnum sínum á mótið.

Okkur mun einnig vanta foreldra til að aðstoða við skráningu og utanumhald í einstökum keppnisgreinum - svo gott væri að fá að heyra frá sjálfboðaliðum. 

Skráningar eru hjá þjálfurum, þeim Kristínu Höllu  í síma 899-3043 og netfangi. kristhall@centrum.is
og Elínu Rögnu í síma 864-3849 og netfang. elin.ragna@stykk.is

Með bestu kveðju,

HSH og
Frjálsíþróttaráð Snæfells og UMFG,

11.04.2012 21:56

Páskarnir tímar upprisu!!!

Snæfell kemur inn í 3. deildina
Snæfell tekur þátt í Íslandsmótinu á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Vængir Júpiters og Skallagrímur hafa hætt þátttöku í 3. deild karla og Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki.

Af þessum sökum hefur mótanefnd KSÍ ákveðið eftirfarandi:
Lið Snæfells frá Stykkishólmi tekur sæti Skallagríms í C riðli 3. deild karla og Bikarkeppni KSÍ.
Hönd Midasar frá Reykjavík tekur sæti Vængja Júpiters í Bikarkeppni KSÍ.
Leikir Vængja Júpiters í A riðli 3. deildar karla falla niður.

Eitt sæti er því laust í A riðli 3. deildar karla. Félög sem hafa áhuga á að taka sætið er bent á að hafa samband við KSÍ.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=124437#ixzz1rluPkbdv

08.04.2012 18:33

Æfingabúðir Víkings

Ferðasaga | Dagur III & IV

06. apríl 2012 klukkan 20:47

Ævintýrið heldur áfram hér í Oliva Nova. Staðan á hópnum er góð, sumir orðnir elg-tanaðir á meðan aðrir eru hvítari en tennurnar á Ryan Seacrest. Gummi Magg er að slátra Kristmundi í tan-keppninni og hefur því Mundi gefið það út að hann ætlar að fara beinustu leið í sólbekkina í Sólarsport.

Það er einhver lægð yfir Stjóranum þessa dagana þar sem hann er að tapa tveimur keppnum, en það er sjaldgæf sjón að sjá Stjórann tapa í einhverju, G.Steinn er með yfirhöndina í Olsen-Olsen við hann á meðan G.Magg er með yfirhöndina í snúningsskotkeppninni. Keppt var við spánskt lið á þriðjudegnum og enduðu leikar 0-0, en liðið átti mjög góðan leik og var ekki að sjá neinn mun á hvort væri atvinnumannalið eða lið úr 1.deildinni á Íslandi. 
Næsti leikur er síðan við ÍBV á föstudaginn. Búast má við hörkuleik, tvö góð lið að mætast á vellinum. Hitinn er heldur betur að aukast í sambúð félagana í herbergi 2314, ákváðu þeir að fara í paranudd á föstudaginn og verður spennandi að sjá útkomuna á því.

Eins og sjá má er margt að gerast og mun skemmtunin halda áfram næstu daga, leikur og almenn gleði.

Kveðjur á klakann,

Hobbitinn #5 og G-pain #8 (herbergi 2314).

 

06.04.2012 15:57

Snæfell komið í sumarfrí

Þór 72-65 Snæfell
 
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 19/7 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Matthew James Hairston 10/15 fráköst/7 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 6, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Bjarki Gylfason 0.
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Quincy Hankins-Cole 20/17 fráköst, Marquis Sheldon Hall 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 2, Ólafur Torfason 2, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Óskar Hjartarson 0.
 

06.04.2012 15:54

Æfingaferð hjá Víking

Ferðasaga | Dagur I & II

01. apríl 2012 klukkan 20:46
Við strákarnir vorum komnir í hörkugír í vikunni fyrir þessari æfingaferð sem við höfðum beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í allan vetur. Eftir frekar leiðinlegan jafnteflisleik á Selfossi var förinni heitið upp á flugvöll þaðan sem haldið yrði í æfingaferð til Spánar. Flugið fór misjafnlega í menn, nefnum engin nöfn en einna stressaðastur var maður sem byrjar á K og endar á mundur

Allt tók sinn tíma og enduðum við upp á hóteli klukkan 03:00 að staðartíma. Sofið var út daginn eftir og hófst dagurinn á fundi og göngutúr um 11 leytið og þar voru línurnar lagðar fyrir ferðina, reglur settar og þjálfarinn harður á því að menn ættu að halda sig inni á herbergi milli æfinga ( s.s. sitja inni á herbergi í 25 stiga hita og sól og horfa á hin liðin baka sig í sólinni). Þetta fór misjafnlega í menn en að sjálfsögðu hlýddu menn skipunum þjálfarans. 

Þess í stað fengu menn góða útrás á kröftugri 2 tíma æfingu þar sem vel var tekið á því. Þegar líða fór á kvöldið fór sá orðrómur á stað innan veggja hótelsins að liðsmenn V.Ó mættu ekki njóta sólarinnar milli æfinga. Þessi atburðarrás endaði þannig að um kvöldið kom Stjórinn sjálfur skellihlæjandi og tilkynnti leikmönnum sínum að hver og einn einasti hefði hlaupið harkalegt aprílgabb! Þetta getur verið dýrkeypt aprílgabb því veðurspár segja að þetta hafi verið eini sólardagurinn í ferðinni. Allir léttust gífurlega eftir þessar fréttir, sérstaklega einn aðili sem hafði þá um daginn gengið 10 km í hringi í 10 fm hótelherbergi sínu (hint: HOBBITINN). 

Annars eru allir hressir og kátir og viljum við endilega skila kveðju til allra stuðningsmanna V.Ó hvar sem er í heiminum.

Nú er aðalspurningin hjá okkur strákunum hvort við þurfum ekki að taka einn svakalegan hrekk til baka hmm..

Kveðja úr herbergi 2314

Steini © #17, G-pain #8 og Fannsi #21.
   
 

03.04.2012 21:16

Aðalfundur Reynis

Aðalfundur u.m.f Reynis


Mánudaginn 26. mars var haldinn aðalfundur u.m.f. Reynis í Röst Hellissandi.  Fyrir utan stjórnina voru mættir nokkrir bæjarbúar, var stjórnin mjög ánægð með að sjá þá.

Reikningar voru lagðir fram  til skoðunar. Stjórnin sagði frá hugmynd frá Ara Bent Ómarssyni um hlaup á Sandaragleði um nýja göngustíginn. Er sú hugmynd í ákveðnum  farveg. Næst var rætt um Íþróttavöllinn á Hellissandi. Eins og kannski flestir vita hefur u.m.f. Reynir fjárfest í 2 gámahúsum til að bæta aðstöðuna við Reynisvöll. Í  vor ætlar Snæfellsbær að koma fyrir húsunum,  tengja rafmagn og vatn. Með því er kominn sú aðstaða sem flestir hafa beðið eftir. Ætlunin er að þegar húsin eru komin á sinn stað, munum við þurfa aðstoð við að klára húsin að innan og utan. Óskum við eftir því að þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur með vinnuframlagi  eða kaupum á tækjum og tólum hafi samband við okkur. Það væri gaman ef við gætum byggt upp aðstöðu sem við gætum verið stolt af.

Farið var út í umræðu um stofnun nýs ungmennafélag  (  sem nafn er komið á og logó ) Var það skoðun fundargesta að óskandi væri að ungmennafélögin hefðu þann styrk til að taka það skref sem þarf til að stofna eitt stórt og öflugt ungmennafélag í þágu barna, unglinga og alls bæjarfélagsins.

Þar sem umræðu var ekki lokið þegar sumir þurftu að fara af fundi var fundi ekki slitið heldur frestað til  apríl og verður annar fundur auglýstur síðar.

Stjórnin

03.04.2012 00:41

Glæsilegur árangur hjá Víking

Minnibolti 11 ára

Fjórða og seinasta mót vetrarins fór að þessu sinni fram í Stykkishólmi, fyrir mótið hafði lið Víkings/Reynis unnið E-riðil, unnið D-riðil og lent í 2.sæti í C-riðli (tapaði á innbyrðisviðureign).

Haldið var í Hólminn eldsnemma á sunnudagsmorgni þar sem fyrsti leikurinn var kl.8 gegn grönnum okkar í Snæfell. Það sást á hvorugu liðinu að þau væru nývöknuð en leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn sem endaði svo með sigri Víkings/Reynis 36-39. Þar sem lið Víkings/Reynis reyndist sterkara á upphafsmínútum og lokakaflanum.

Næsti leikur var svo ekki fyrr en eftir hádegi gegn liði Grindarvíkur (sem liðið tapaði fyrir á seinasta móti). Lið Víkings/Reynis voru einnig staðráðin í því að vinna þennan leik og þar með hefna fyrir tapið á seinasta móti, sem liðið gerði í hörkuleik sem endaði 37-39.

Aftur var svo löng og góð bið til næsta leik þar sem liðsmenn, þjálfari og forráðamenn nýttu sér í það fá sér að borða og skreppa aðeins í sund. Eftir smá hressingu var svo komið að leik gegn ÍR sem datt úr B-riðli á seinasta móti. Þrátt fyrir tvo hörkusigra og ásamt því að vera nýbúin að borða þá voru liðsmenn Víkings/Reynis enn hungraðir í sigur og lið ÍR sá aldrei til sólar og Víkingur/Reynir fór með sigur af hólmi 50-33.

Frábær árangur hjá þessum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref að keppa á íslandsmóti í körfubolta og ekki langt síðan að þau byrjuðu að æfa.

En þau eru semsagt búin að komast upp úr E-riðli yfir í B-riðil á fjórum mótum. En liðið mun hefja leik á nýju keppnistímabili í B-riðli.

jg

03.04.2012 00:39

Víkingur lokið leik í körfunni

Körfuboltinn

Föstudagskvöldið 23. mars fór fram fyrsti leikur í 8-liða úrslitum 2. deildarinnar þar sem lið Augnabliks mætti liði Víkings Ó. en lið Augnabliks hafði endað í 1. sæti B-riðils með 15 sigurleiki og einn tapleik á meðan lið Víkings Ó. náði 4. sæti í A-riðli með 8 sigurleiki og 8 tapleiki.

Úrslitakeppnin í 2. deildinni fer þannig fram að liðið sem er ofar fær heimaleikjarétt og aðeins er spilaður einn leikur og sigurliðið heldur áfram.

Leikurinn fór skemmtilega á stað og bæði lið skiptust á að skora en staðan í lok 2. leikhluta var 17-14 Augnablik í vil.

Leikhluti 2 var á sömu nótum liðin skiptust á forystu og voru bæði lið að spila góðan bolta en lið Víkings Ó. stóð betur að vígi þegar kom að hálfleik og voru yfir í stöðunni 37-39 og sjálfstraustið mikið í hópnum sem ætluðu sér að vinna leikinn og koma þar með getspökum á óvart.

Leit byrjun 3. leikhluta vel út en í stöðunni 41-42 Víking Ó. í vil skoruðu Augnabliksmenn 10 stig í röð og komust þar með í stöðuna 51-42 en eftir það náðu Víkingar að berja aðeins frá sér og liðin skiptust á að skora en svo í lok leikhlutans þegar staðan var 60-50 skoruðu liðsmenn Augnablik næstu 4 stig og komu sér í 14 stiga forystu. En það reyndist liðsmönnum Víkings Ó. erfitt að brjóta niður þá forystu og í raun var 4. leikhluti mjög jafn en Augnablik vann hann með því að skora 21 stig á móti 19 frá Víkingi Ó.

Þar með endaði leikurinn með 16 stiga sigri Augnabliks 85-69. Óhætt er að segja að þessi tvo "augnablik" hafi eyðilagt leikinn fyrir Víkingum sem þeir áttu í 3.l eikhluta en þetta er ekkert í fyrsta skiptið í vetur sem liðið á lélegan 3. leikhluta, spurning hvort þetta sé orðið eitthvað sálrænt hjá liðinu.

Staðan í shverjum leikhluta var: 1. leikhluti: 17-14, 2. leikhluti: 20-24, 3. leikhluti: 27-12, 4. leikhluti: 21-19.

Þrátt fyrir tap þá getur liðið labbað sátt frá leiknum þar sem þeir töpuðu í hörkuleik á móti hörkuliði í 8 liða úrslitum 2. deildar.

En önnur úrslit í 8-liða voru eftirfarandi:

Leiknir 94-76 Bolungarvík

Mostri 55-63 Fram

Reynir S. 80-69 HK

Þar með verða 4-liða úrslit eftirfarandi:

Augnablik-Leiknir

Reynir S.-Fram

jg

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31