Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Maí

28.05.2012 22:08

Víkingur vann Hött 1-0

Guðmundur Magnússon t.h. skoraði fyrsta markið fyrir Víking. stækka

Guðmundur Magnússon t.h. skoraði fyrsta markið fyrir Víking. mbl.is/Golli

Víkingur og Höttur áttust við í Ólafsvík í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins fyrir Víking á 10. mínútu.

90. mín: Leiknum er lokið. Víkingur Ólafsvík hafði betur 1:0 og fyrsta tap Hattar er staðreynd.

45. mín: Staðan er 1:0 fyrir Víking að loknum fyrri hálfleik. Heimamenn eru yfir og nýliðarnir frá Egilsstöðum eiga það á hættu að þurfa að sætta sig við sitt fyrsta tap í deildinni. 

10. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyrir Víking. Guðmundur Magnússon var ekki nema 10 mínútur að koma Ólsurum yfir í leiknum samkvæmt netmiðlinum Úrslit.net. 

28.05.2012 21:42

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 16. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní. Undanfarin ár hefur eitt málefni sem við kemur konum verið valið til þess að vekja athygli á í tengslum við Kvennahlaupið og í ár var ákveðið að beina sjónum að þeim skorti á nærfötum sem ríkir víða í bágstöddum löndum. Með átakinu vilja aðstandendur hvetja konur sem taka þátt í kvennahlaupinu að láta gott af sér leiða, en reynsla Rauða krossins er sú að fatnaður af þessu tagi skilar sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður.

Söfnuninni var hleypt af stokkunum í vikunni en þá mættu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, Elín Þórunn Eiríksdóttir, frá Sjóvá, Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leikmaður ársins í N1 deild kvenna, Soffía Bragadóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ til Rauða krossins til þess að gefa fyrstu brjóstahöldin. Söfnunin mun standa út júní en hægt verður að koma með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu en einnig verður tekið við brjóstahöldunum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land á hlaupadaginn.

Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má finna á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og á www.sjova.is. Þar má einnig finna gagnasafn upplýsinga fyrir óvana hlaupara um matarræði, útbúnað og leiðir til þess að koma sér af stað í hreyfingu.

28.05.2012 20:56

Enn tapar Snæfell stórt

C-riðill:
Eftir tap í fyrstu umferð tók Hvíti Riddarinn lið Snæfells í kennslustund.

Snæfell 0 - 9 Hvíti Riddarinn
0-1 Kristján Sigurðsson
0-2 Christopher Þ. Anderiman
0-3 Bjarni Þór Kristjánsson
0-4 Kristján Sigurðsson
0-5 Ólafur Karlsson
0-6 Ólafur Karlsson
0-7 Guðbrandur Jóhannesson
0-8 Guðbrandur Jóhannesson
0-9 Haukur Eyþórsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127159#ixzz1wCTW4XmY

28.05.2012 20:50

50+ Landsmót UMFÍ


Skráningar á mótið ganga vel

hvammstangi_briddsSkráningar á 2. Landsmót UMFÍ  50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ 8.-10. júní í sumar ganga vel.  Undirbúningi miðar vel áfram og er reiknað með góðri þátttöku á mótið. Það er mikill hugur í mótshöldurum og gengur undirbúningur samkvæmt áætlun.

Athygli skal vakin á því að þátttakendafjöldi í golfi og pútti verður takmarkaður og því er um að gera fyrir keppendur í umræddum greinum að skrá í tíma til þátttöku.

Þess má geta að allar upplýsingar og fyrirkomulag um mótið má finna undir keppni hér á síðunni fyrir ofan. Ennfremur má sjá drög að dagskránni undir dagskrá.

Mynd: Frá keppni í bridds á 1. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga í fyrra.

28.05.2012 20:46

Úrtökumót fyrir Landsmót Hestamanna

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, undir stjórn Skugga, laugardaginn 09. júní næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Mótið hefst kl. 10:00.


Athygli er vakin á því að einungis verður forkeppni riðin, en ekki úrslit í úrtökunni.

Skráning allra félaganna verður sameiginleg og skal send á netfangið: jonkristj@hotmail.com (athugið að ef ekki kemur til baka staðfestingarpóstur á móttöku skráningar, hefur skráning ekki heppnast).  Við skráningu þarf að koma fram; IS númer hests, nafn og kt. knapa, nafn og kt. eiganda, keppnisgrein, félag sem keppt er fyrir og upp á hvora hönd skal riðið.

(Ath. Eigandi hests verður að vera skráður eigandi í WorldFeng þegar skráning fer fram).

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00, miðvikudaginn 06. júní, n.k.

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga (3.000,- fyrir annan hest).  Skráningargjöld eru:  Kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

Skráningargjöld þurfa að hafa borist fyrir lok skráningarfrests (kl. 22:00, 06.06.12) og greiðast inn á reikning:  0326-13-004810, kt: 481079-0399, senda þarf kvittun á netfangið: helga.bjork@simnet.is (setja þarf nafn hests sem skýringu).

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga  -  B flokki gæðinga  -  Barnaflokki  -  Unglingaflokki  -  Ungmennaflokki.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Pétri á netfanginu: petursum@hotmail.com

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við mótanefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

Nánari upplýsingar um mótið gefur Sigurður Stefánsson, form. mótan. Skugga,  í síma: 848-8010.

 

24.05.2012 22:33

Fjallahlaupaverkefni, Kerlingarskarð

Á laugardaginn 26 maí næstkomandi verður hlaupi yfir Kerlingarskarðið hér á Snæfellsnesi.
Hlaupið verður frá Vegamótum á sunnanverðu nesinu og hlaupið þaðan yfir Kerlingarskarði og norður á nes.

Hlaupið hefst kl. 10.30 og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímalega.

Vegalengdin er 17 km.

 Upplýsingar um verkefnið eru teknar af heimasíðu Stefáns Gíslasonar

Þessi vefsíða og aðrar henni tengdar hafa að geyma upplýsingar um fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar. Verkefnið og vefsíðan eru einkaframtak, sem stofnað var til í tilefni af fimmtugsafmæli höfundar 18. mars 2007 í þríþættum tilgangi:


     1. Að halda sér í formi á sextugsaldrinum
     2. Að kynnast landinu sínu
     3. Að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu

 

Verkefnið felst í því að hlaupa yfir 50 fjallvegi á 5-10 árum, einn eða enn frekar í góðra vina hópi. Fjallvegur í þessu sambandi


     + er a.m.k. 9 km að lengd
     + fer a.m.k. upp í 200 m hæð yfir sjó

     + tengir saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði
     + er gjarnan forn göngu- eða reiðleið
     + má vera fáfarinn bílvegur t.d F-vegur

 

 www.fjallvegahlaup.is.

 

Dagskrá fjallvegahlaupa 2012 (og fyrr)
Fjallvegaskráin, leiðarlýsingar, ferðasögur og myndir

Lengstu, hæstu og hröðustu hlaupin

 

Bloggsíða Stefáns Gíslasonar

24.05.2012 07:36

UMFG -Víðir

Við tókum á móti Víði Garði í fyrsta leik okkar á Íslandsmóti KSÍ þetta sumarið. Blíðskaparveður var og aðstæður til knattspyrnuiðkunar með besta móti.

Víði er spáð góðu gengi í sumar og því var búist við erfiðum leik fyrir okkur. Leikurinn byrjaði rólega og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa færi á sér. Það var ekki fyrr en á 40 mínútu að eitthvað fór að gerast. Þá átti Sindri K. góðan sprett inn í teig en var felldur af einum Víðismanninum og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Petja steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir okkur. Við þetta efldust Víðismenn mikið og aðeins fimm mínútum síðar jöfnuðu þeir metin eftir varnarmistök hjá okkur. Svo þegar það voru komnar þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik fengu Víðismenn vítaspyrnu og skoruðu örugglega úr henni og því var staðan 1-2 í hálfleik.
 
Í síðari hálfleik reyndum við hvað við gátum til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Það var svo á 61 mínútu að Víðismenn komast upp kantinn, eiga fyrirgjöf sem endar á kollinum á einum þeirra og þaðan í netið og staðan orðin 1-3. Við reyndum að pressa en höfðum ekki erindi sem erfiði og því endaði leikurinn 1-3 og Víðismenn fóru með öll stigin úr firðinum í þetta skiptið. Næsti leikur okkar verður á Grundarfjarðarvelli næstkomandi laugardag þegar við tökum á móti Þrótti Vogum.


Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Skrifað af Tommi

22.05.2012 00:37

Þjálfaramenntun

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ

ÍSÍ býður eins og áður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs og mun það hefjast mánudaginn 18. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti 1. stigs og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er öllum opið, 16 ára og eldri, tekur átta vikur og skila nemendur verkefni vikulega á meðan á námi stendur.  Námið er allt í fjarnámi og hentar því öllum burt séð frá búsetu.  Þjálfaramenntun ÍSÍ, 1. stig alm. hluta er metið sem ÍÞF 1024 í framhaldsskólum landsins enda um sama eða sambærilegt nám að ræða.

Langflestir þátttakendur á fjarnámsnámskeiðum ÍSÍ í gegnum árin telja álagið afar hæfilegt með vinnu eða öðru námi, enda er hægt að lesa efnið og vinna verkefnin á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf skráningu að vera lokið fimmtudaginn 14. júní næstkomandi.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og muna einnig eftir því að geta þess á hvaða námskeið verið er að skrá.

Námskeiðsgjald er kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin og send á heimilisföng þátttakenda.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

21.05.2012 16:22

Snæfell og UMFG töpuðu fyrsta leik

Nú er hafin keppni í Íslandsmóti KSÍ í knattspyrnu.
Snæfell og UMFG eru bæði í C - riðli.


C - riðill

Úrslitin í c riðlinum voru alveg eftir bókinni. Þróttur V vann stórsigur á Snæfelli. Víðir vann góðan útisigur á Grundfirðingum og Káramenn unnu einnig góðan útisigur gegn Hvíta Riddaranum.

Snæfell 0 - 12 Þróttur V
Mörk Þróttar: Garðar Ingvar Geirsson 2, Reynir Þór Valsson 2, Arnar Freyr Smárason 2, Gunnar Júlíus Helgason 2, Þórir Rafn Hauksson 2, Hörður Ingþór Harðarson 1, Jón Ingi Skarphéðinsson 1.

Grundarfjörður 1 - 3 Víðir
1-0 Predrag Milosavljevic
1-1 Róbert Örn Ólafsson
1-2 Ólafur Ívar Jónsson
1-3 Jón Gunnar Sæmundsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=126709#ixzz1vWQP1TC8

21.05.2012 13:50

Snæfellsjökulshlaupið verður 30 júní


Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 30. júní n.k og er þetta er í annað skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið heppnaðist mjög vel í fyrra og voru hlauparar 50 talsins.  Fyrirkomulag hlaupsins verður eins og í fyrra.  Ræst verður frá Arnarstapa kl. 12:00.  Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja. Fiskisúpan verður á sínum stað og léttar veitingar verða í boði að hlaupinu loknu.  Snæfellsbær bíður svo öllum hlaupurum frítt í sund.

Ólafsvík er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á Facebook síðu hlaupsins ásamt nýjum myndum frá því í fyrra sem voru að berast í hús.

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Rúta verður fyrir þá sem vilja frá Ólafsvík til Arnarstapa og mun hún leggja af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ok í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa klást við snjó og jafnvel smá drullu á leiðinni. En í fyrra voraði seint og þurftu hlauparar að hlaupa c.a. 5km af leiðinni í snjó. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni sem björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. 


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

  • Karlar 40 ára og eldri
  • Konur 40 ára og eldri
  • Karlar 39 ára og yngri
  • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er sama og í fyrra, 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 29. júní. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com

20.05.2012 23:47

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Í gær (fimmtudag) fóru þeir Biggi, Unnsteinn, Guðni og Jón Pétur að vinna á svæðinu.  Farið var yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi og þær sem væntanlegar eru. 


 


Klárað var að grafa holur fyrir skotmörk sem setja á upp á riffilsvæðinu.

Ætlunin er að setja upp færanleg skotmörk á 25m, 50m og 75m.  Fyrir eru skotmörk á 100m og 200m.
Hægt er að skoða fleiri myndir í myndaalbúminu hér á heimasíðu Skotgrundar.

Unnsteinn er líka búinn að sjóða saman ramma utan um skiltin sem setja á upp á svæðinu.  Myndir frá því verða settar inn á heimasíðuna á næstunni.

20.05.2012 00:57

Víkingur gerði góða ferð á Krókinn

Víkingur  gerði góða ferð norður í land í dag eða nánar tiltekið til Sauðárkróks og vann lið heimamanna Tindastól með einu marki gegn engu. Tindastóll náði undirtökunum í byrjun leiks, en á 28.mínútu skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson eina mark leiksins fyrir Víking  með góðu skoti í fjærhornið. Eftir markið tóku Víkingarnir við sér og héldu undirtökunum út leikinn ef marka má umsögn fótbolta.net frá leiknum.

Þetta voru þrjú kærkomin stig í safnið.

Næsti leikur er um næstu helgi á Ólafsvíkurvelli gegn nýliðum Hattar frá Egilsstöðum sem hafa byrjað mótið frábærlega.

20.05.2012 00:51

Steinar fóru holu í höggi


Sá ánægjulegi atburður gerðist hér um daginn að þessi snillingur sló draumahöggið.
Á fjórðu braut, með 7 járni.
Við óskum Steinari Alfreðssyni innilega til hamingju með höggið.  Frábært alveg og ekki amalegt að byrja sumarið svona.

18.05.2012 23:17

Víkingur - ÍBV mætast í 32 liða úrslitum

Bikarkeppni KSÍ 32. liða úrslit | Víkingur Ó - ÍBV

18. maí 2012 klukkan 12:34

 

Við fengum erfiðan leik í bikarkeppninni, Pepsideildarlið ÍBV kemur í heimsókn til okkar á Ólafsvíkurvöll.
Það verður gaman að fá okkar fyrrum félaga Magga Gylfa og Brynjar Gauta í heimsókn.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 6 og 7. júní næstkomandi.

Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og horfa á skemmtilegan bikarleik.
 

 

18.05.2012 23:15

Víkingar mæta Tindastól á laugardag

Næsti leikur á móti Tindastól á Sauðárkróki. Laugardaginn 19 maí, klukkan 16:00.

18. maí 2012 klukkan 10:56
Laugardaginn 19. maí munum við heimsækja Tindastól á Sauðárkróki. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

Ef fólk á leið norður eða býr þarna í nágrenninu, þá er um að gera að skella sér á völlinn og horfa á strákana spila. Þetta er annar leikurinn hjá okkur í deildarkeppninni.

Við gerðum jafntefli í fyrsta leik á móti Fjölni heima, en Tindastólsmenn töpuðu á útivelli á móti Haukum Hafnarfirði. Þannig að það má búast við hörku spennandi leik, þar sem bæði liðin munu reyna að taka 3 stig út úr þessum leik.

Við sendum strákunum góða strauma norður og vonum að stiginn þrjú verði okkar.
Endilega kíkið á heimasíðu Helga Bjargar,  http://helgik.bloggar.is/ 
Þar er mikill fróðleikur um fyrri viðureignir á móti Tindastól.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31