Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Júlí

29.07.2012 00:55

Snæfell komið með mark

Snæfell skoraði sitt fyrsta mark í sumar í 5-1 tapi gegn Þrótti Vogum á heimavelli en liðið er nú með markatöluna 1-133 eftir ellefu leiki.

Hlynur Valsson, vallarþulur á KR-velli, skoraði mark Snæfellinga en hann er einn af nokkrum leikmönnum sem liðið fékk til sín frá KV á dögunum.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130552#ixzz21y7C5B4M

29.07.2012 00:51

Grundfirðingar með góðan sigur á Víðir

Grundarfjörður 4 - 1 Víðir
1-0 Danijel Smiljkovic
2-0 Heimir Þór Ásgeirsson
3-0 Predrag Milosavljevic
3-1 Hafsteinn Þór F Friðriksson
4-1 Danijel Smiljkovic

Grundfirðingar eru í eftir leikinn með 18 stig í 3. sæti riðilsins, fjórum stigum á eftir Víðismönnum.


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130488#ixzz21y6MrtMk

29.07.2012 00:47

Víkingur áfram á toppnum í 1 deild


Guðmundur Steinn skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ó 2 - 1 Tindastóll:
0-1 Max Toulette ('41)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('58)
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('84)
Rautt spjald: Edvard Börkur Óttharsson, Tindastóll ('45)

Það var flott fótbolta veður þegar Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér eitthvað út úr þessum leik. Gestirnir lágu frekar aftarlega á vellinum og beittu skyndisóknum.

Víkingarnir voru frískar fyrstu 25 mínúturnar og reyndu að skapa sér færi. Talsverð töf varð á leiknum seint í fyrri hálfleik þegar þurfti að hlúa að höfuðhöggi sem leikmaður Tindastóls fékk.

Leikmenn Víkings virtust kólna niður við þessa töf og náðu Tindastólsmenn að setja mark á 41 mín, og var þar að verki Max Toulute. Skömmu seinna náði Arnar Sveinn Geirsson að sleppa í gegn en það var brotið á honum og Halldór Breiðfjörð gaf Edvard Berki leikmanni Tindastóls rautt spjald.

Staðan var 0-1 í hálfleik og Tindastólsmenn einum manni færri.

Víkingarnir komu grimmir sem Ljón í seinni hálfleikinn og voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Það fór svo að þeir náðu að skora með glæsilegum skalla frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 58. mínútu.

Víkingarnir voru ekki hættir og sóttu látlaust og náðu að lokum að knýja fram sigur á 85 mín, og var þar að verki Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem átti einn sinn besta leik á tímabilinu.

Víkingarnir gerðu það sem til þurfti og lönduðu þessum gríðarlega mikilvæga sigri í toppbaráttunni.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130548#ixzz21y596r3F

28.07.2012 14:22

Jökull Héraðsmeistarar í Golfi

Úrslit á HSH mótinu í golfi sem haldið var af GST á Garðavelli undir Jökli 25. júlí 2012

 

Höggleikur karlar

1          Pétur Pétursson  GJÓ                       4          70          Héraðsmeistari

2          Kristinn Bjarni Heimisson  GMS         6          72      

3          Örvar Ólafsson  GJÓ                         8          75      

 

Höggleikur kvenna

1          Auður Kjartansdóttir  GMS                 9         75            Héraðsmeistari

2          Anna María Reynisdóttir  GVG           14       76      

3          Dóra Henriksdóttir  GVG                    12       78      

 

Höggleikur karlar með forgjöf

1          Jón Steinar Ólafsson  GJÓ                29       93       64

2          Jón Sigurðsson  GST                                    18       83       65

3          Viðar Gylfason  GJÓ                         18       83       65

 

Höggleikur kvenna með forgjöf

1          Anna María Reynisdóttir  GVG       14       76       62

2          Guðrún Björg Guðjónsdóttir  GVG 32       98       66

3          Auður Kjartansdóttir  GMS             9          75       66

 

Liðakeppni.  Puntakeppni með forgjöf sex efstu menn í hverju liði töldu.

1          GJÓ      234 puntar  Úrslit réðust á 8. manni í liðinu 302 puntar.

Liðið.              Jón Steinar Ólafsson Viðar Gylfason Örvar Ólafsson Pétur Pétursson

Rafn Guðlaugsson Ólafur Rögnvaldsson Rögnvaldur Ólafsson Sævar Freyr Reynissson

2          GVG    234 puntar

3          GSM    233 puntar

4          GST     213 puntar

 

Golfklúbbur Staðarsveitar og þakkar fyrir þátttökuna sem var góð 55 keppendur spiluðu þessa keppni í skúraveðri en logni og hita.

Garðavöllur undir jökli fékk mikið lof fyrir ástand sitt og þakkar Golfklúbbur Staðarsveitar Símoni Kristni Þorkelsyni vallarstjóra fyrir vel unnin störf í sumar en hann ásamt Guðmundi Steinari Guðmundssyni hafa séð um völlinn.

25.07.2012 00:31

Frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi


Til foreldra barna og unglinga í frjálsum hjá UMFG - 11 ára og eldri

Bara til að láta ykkur vita af því - því krakkarnir sem mættu á síðustu samæfingu báðu um aukaæfingu, í Borgarnesi, fyrir unglingalandsmótið - sjá frétt af síðustu samæfingu hér

Ekki verður haldin sérstök samæfing Vestlendinga, en Borgfirðingar bjóða öllum Vestlendingum sem vilja koma, á æfingu í Borgarnesi - enda er þar hægt að æfa við bestu aðstæður. 

Æfingin er næsta föstudag, 27. júlí, frá kl. 17-19 á Skallgrímsvelli, Borgarnesi. Bjarni Þór Traustason þjálfari ætlar að stýra æfingunni og eru allir sem hafa áhuga velkomnir að mæta. 

Það má reikna með að flestir hér í Grundarfirði séu með hugann við hátíðarhöld á þessum tíma, en við komum þessu áleiðs samt sem áður.

Með frjálsíþróttakveðju,

24.07.2012 22:26

100 ára afmælishátíð Ungmennafélags Staðarsveitar


Drög að dagskrá 100 ára afmælishátíðar UMFS
13:00 - Hátíðin byrjar
- Skrúðganga
- Íþróttaleikir fyrir alla fjölskylduna.
- Afmæliskaffi inn í félagsheimili og skemmtiatriði af bestu gerð!
- 18:00 - Dagskrá lýkur
Seinna um kvöldið - Eftirpartý niðrá akri

Þrautabraut á afmælishátíðinni mun fara fram á íþróttavellinum eftir skrúðgöngu. Keppt verður í 8-10 manna liðum og mælum við með að þeir sem ætla keppa búi til lið fyrir afmælishátíðina og tilkynni okkur hér hverjir eru í liðinu. En ef ekki verða komin lið fyrir hátíð verða búin til lið á staðnum. Þrautabrautin samanstendur af 10 stöðvum sem eru eftirfarandi:

1. Kúluvarp/boltakast

2. Uppistand
3. Skáldskapur og listrænir hæfileikar
4. Hástökk/lágstökk
5. Skóflufótboltahlaup
6. Þríþraut (inniheldur m.a. nagla,egg og nál)
7. Langstökk/stuttstökk
8. Snúsnú
9. Sjóhringjakast
10. Pýramídagerð

Keppt verður í liðum (4-7 manns, ekki alveg ákveðið) í íþróttaleikjunum sem verða skipt niður á stöðvar. Verkefnin eru hönnuð fyrir unga sem aldna svo best er að fara að byrja sannfæra foreldra, ömmur og afa, yngri og eldri systkini um að verða með í liðinu!

23.07.2012 23:09

Ferðafélag Snæfellsnes með söguferð 28 júlí

Söguferð á Þingvöllum 28. júlí

Laugardaginn 28. júlí kl 14:00 verður farin söguferð á Þingvöllum í Helgafellssveit. Þingvellir er gamall þingstaður, þar sem má finna búðartóftir og blótstein. Heimafólkið Hilmar Hallvarðsson og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir tekur á móti gestum.

Verið velkomin.

23.07.2012 22:09

UMFG vann Hvíta riddarann

Við gerðum góða ferð í Mosfellsbæinn í gær þar sem að við mættum Hvíta Riddaranum. Fyrir leikinn voru þeir með 11 stig og við með 12 stig. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Við höfðum töluverða yfirburði í leiknum og komumst verðskuldað yfir á 15 mínútu þegar að Golli slapp innfyrir ok kláraði færið vel. Danijel Smilkovic, nýjasti liðsmaður okkar, átti skot í slá og var óheppinn að skora ekki. Staðan í hálfleik 0-1 okkur í vil.Í síðari hálfleik byrjaði Golli á að bæta við öðru marki og nokkrum mínútum síðar skora þeir sjálfsmark og staðan því orðin 0-3 og allt í blóma.Á 86 mínútu fullkomnar Golli svo þrennuna og kemur okkur í 0-4 og sigurinn nánast í höfn. Þeir ná svo að skora sárabótarmark og leikurinn endaði 1-4 og við því komnir með 15 stig í þriðja sætinu á meðan Hvíti og Þróttur eru í 4-5 sæti með 11 stig.

Fleiri myndir inná albúminu en myndirnar tók Dabbi Wium.
Skrifað af Tommi

23.07.2012 22:06

Sigur hjá Víking geng Fjölni

Glæsilegur sigur á Fjölni í Grafarvoginum

23. júlí 2012
Við gerðum góða ferð í Grafarvoginn þegar við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 1-2. En fyrir þennan leik var Fjölnir ekki búið að tapa leik. Með sigrinum skelltum við okkur aftur í fyrsta sætið um stund.

Leikurinn var bráðfjörugur og ætluðu bæði lið að fá eitthvað út úr honum. Veðrið var frekar leiðinlegt rok og rigning, en það virtist ekkert trufla leikmenn.

Staðan var 0-0 í hálfleik en snemma í fyrri hálfleik (54 mín) komumst við yfir með marki frá Guðmundi Magnússyni, hann náði að hamra boltann í netið eftir hornspyrnu og barning í markteignum.

Við þetta mark komu Fjölnismenn talsvert framar á völlinn og sóttu stíft á okkur, þeir náðu að jafna á 65 mín, og var þar að verki Ómar Hákonarsson. Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu.

Þá virtust Fjölnismen ætla að keyra yfir okkur og sóttu hart að okkur. En við náðumk skyndisókn og Arnar Sveinn Geirsson náði glæsilegri stungusendingu inn á Eldar Masic sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða hann í netið.

Sigur í þessum leik var virkilega kær kominn. 
Hægt er að lesa nánar um þennan leik inni á heimasíðu Helga Kristjáns   http://helgik.bloggar.is/
Víkingur Ólafsvík

18.07.2012 19:04

Víkingur tapaði fyrir Víking

2-1 tap gegn nöfnum okkar í Fossvoginum.

18. júlí 2012
Við fórum í heimsókn í Víkina og mættum þar nöfnum okkar úr Víking Reykjavík. Það var ljóst fyrir leikinn að við myndum mæta með þunnskipaðann hóp þar sem nokkrir leikmenn okkar eru að glíma við meiðsli.

Það má segja að þessi leikur hafi verið tvískiptur frá okkar hálfu. Við áttum frekar dapran fyrri hálfleik þar sem við lentum tvö núll undir fljótlega í leiknum. En allt annað var að sjá til okkar í seinni hálfleik þar sem skipulag og barátta var til fyrirmyndar.

En 2-1, tap varð niðurstaðan eftir þessa viðureign. Mark okkar gerði Torfi Karl Ólafsson.

Það var til fyrirmyndar að sjá hvað margir komu í Víkina til að styðja okkur og erum við þakklátir fyrir þennan stuðning.

Núna er mótið hálfnað og allur seinni hlutinn eftir og það er nóg eftir af þessu móti. Næsti leikur er á móti Fjölni í Grafarvogi næst komandi laugardag kl 14:00. 
 
Víkingur Ólafsvík

16.07.2012 15:22

Tap hjá Víking gegn KA

Tap á móti KA á heimavelli.

16. júlí 2012 klukkan 09:17

Víkingur Ó. 0 - 1 KA 
0-1 David Disztl ('54)

Það var hörkuleikur þegar við fengum KA-menn í heimsókn á föstudagskvöldið 13 júlí. 

Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Við vorum meira með boltann og náðu við oft að skapa okkur góð færi. Það vantaði oft lítið upp á að við hefðum skorað í fyrrihálfleik. Markvörður KA-manna Sandor Matus átti stórleik og sýndi marg oft í þessum leik meistaratakta á milli stanganna.

En snemma í leiknum skullu Guðmundur Magnússon og leikmaður KA saman og þurfti leikmaður KA að yfirgefa völlinn. Leikurinn tafðist talsvert í fyrri hálfleik vegna þessa atviks. 

Fram að þessu voru við mjög líklegir til að skora en leikurinn datt niður í kjölfarið. Staðan var 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurin fór fjörlega af stað og voru bæði liðin að skapa sér færi. Við vorum meira með boltann, en KA menn beittu skyndisóknum. 

 Það var svo David Disztl sem skoraði mark fyrir KA, eftir að okkur mistókst að hreinsa frá marki. 

Leikurinn var í járnum það sem eftir var, þangað til á 90.mínútu mín að við fengum vítaspyrnu, eftir að Ólafur Hlynur Illugason var feldur í teignum. Edin Beslija tók spyrnuna en vítabaninn Sandor Matus varði glæsilega og leiknum lauk með 0-1 sigri KA. 

 Annað tap okkar á heimavelli í sumar staðreynd. En það þýðir lítið að dvelja við þennan leik því við eigum nokkuð þétta dagskrá framundan. Það er leikur á móti Víking Reykjavík í Fossvoginum núna á þriðjudagskvöldið 17 júlí klukkan 20:00.

Svo eigum við einnig útileik á móti Fjölni í Grafarvoginum laugardaginn 21 júlí klukkan 14:00.

13.07.2012 06:49

Ójafn nágrannaslagur

C-riðill:
Topplið Víðs vann öruggan sigur á Hvíta Riddaranum. Víðir er með 21 stig en Kári sem vann Þrótt Vogum er í öðru sæti með 18. Grundarfjörður hefur 12, Hvíti 11 og Þróttur 10.

Snæfell er á botninum án stiga en liðið hefur nú markatöluna 0-124 eftir aðeins níu leiki! Liðið tapaði 19-0 í grannaslag gegn Grundarfirði. Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði átta mörk í leiknum en hann er markvörður Grundarfjarðar en spilaði sem útispilari í þessum leik.

Ingólfur Örn, markvörður Grundarfjarðar, fékk að spila sem sóknarmaður og skoraði átta!
Mynd: Fótbolti.net - Helgi Óttarr Hafsteinsson

Grundarfjörður 19 - 0 Snæfell
1-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
2-0 Heimir Þór Ásgeirsson
3-0 Heimir Þór Ásgeirsson
4-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
5-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
6-0 Heimir Þór Ásgeirsson
7-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
8-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
9-0 Heimir Þór Ásgeirsson
10-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
11-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
12-0 Predrag Milosavljevic
13-0 Runólfur Jóhann Kristjánsson
14-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
15-0 Heimir Þór Ásgeirsson
16-0 Heimir Þór Ásgeirsson
17-0 Predrag Milosavljevic
18-0 Sindri Kristjánsson
19-0 Ingólfur Örn Kristjánsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129686#ixzz20U19xl00

12.07.2012 21:55

Unglingalandsmót UMFÍ

 Næst á dagskrá er unglingalandsmót UMFÍ - sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina, 3. - 5. ágúst n.k. 

Allt um landsmótið hér:  http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ 

Unglingalandsmótin eru sannkallaðar fjölskylduhátíðir - stútfull dagskrá af afþreyingu og allskonar keppnisgreinum:
- dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir.

Nokkrir punktar um landsmótið:
  • Keppnisréttur: þau sem verða 11 ára á árinu (árgangur 2001) og uppí þau sem verða 18 ára á árinu. 
  • Allir eru hins vegar velkomnir á mótið, hvort sem þeir eru að keppa/eiga keppendur eða ekki.
  • Það er búið að opna fyrir skráningu á mótið - skráningu lýkur á miðnætti 29. júlí. Sjá hér:  http://skraning.umfi.is/
  • Hver keppandi sér um sína skráningu - það er mjög auðvelt að skrá sig. 
  • Athugið að á okkar svæði skráum við okkur sem keppendur HSH 
  • Keppnisgjald er 6000 krónur á keppenda og greiðir hver fyrir sig, Einungis er greitt eitt gjald óháð fjölda keppnisgreina.
  • Aðstaðan á Selfossi er stórglæsileg - með því besta sem hefur verið boðið uppá á Landsmóti 
  • Tjaldsvæði í göngufæri frá aðalkeppnissvæðinu (búið að búa til nýtt svæði til viðbótar)
  • Okkur skilst að Vestlendingar/Snæfellingar ætli að halda hópinn á mótinu, eins og fyrri ár.  Nánar um það þegar nær dregur.
Ath.: Í tilkynningu frá HSH segir að þeir sem keppi sem lið (t.d. í fótbolta) skrái liðin inn í heild sinni - viðkomandi ráð/yfirstjórn sér um þá skráningu. sjá nánr hér fyrir neðan

Við komum því einnig á framfæri að HSH leitar að verkefnastjóra til að taka að sér umsjón með undirbúningi og fararstjórn á mótsstað -  áhugasamir hafi samband við Garðar Svansson frkv.stóra HSH í hsh@hsh.is 


Fótbolti á Unglingalandsmóti UMFÍ

Skráning á ulm er hafin. Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi hvetur iðkendur sína til þess að taka þátt á ulm 2012. Eygló og Jónas Gestur hafa tekið að sér að sjá um fótboltann á ULM og treysta þau á aðstoð annarra foreldra. Verið er að búa til liðin á vef ULM. Þið farið inn á www.ulm.is og skráið ykkur þar. Þar veljið þið HSH sem ykkar héraðsamband þar verður búið að búa til lið fyrir hvern flokk og heita liðin HSH. Ef þið lendið í vandræðum getið þið haft samband við Eygló eða Jónas og þau reyna að aðstoða ykkur.

Þeir sem ekki eiga Snæfellsnes keppnisbúning geta haft samband við Eygló til þess að fá lánaðan eða til þess að kaupa búning. Keppnisbúningurinn kostar 6000. Einnig er gert ráð fyrir að krakkarnir mæti í Snæfellsnes utanyfir göllunum.

Allir á ULM


Við sendum meiri upplýsingar um unglingalandsmótið þegar nær dregur 
Við hvetjum ykkur til að taka þátt - og til að skrá keppendur tímanlega - skráningarformið á vef landsmóts er mjög aðgengilegt !!


12.07.2012 13:22

Óskað eftir sjálfboðaliðum á ULM 2012

Óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa á Unglingalandsmót

sjalbodalidar_a_unglingalandsmotiUm verslunarmannahelgina verður 15. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Búist er við miklum fjölda keppenda og gesta. Til að allt gangi vel fyrir sig þurfum við aðstoð frá góðu fólki sem er tilbúið að hjálpa okkur þessa helgi.

 

 

Störfin eru fjölbreytt, allt frá því að aðstoða við keppnisgreinar, hjálpa okkur í mótsstjórn og upplýsingamiðstöð, sinna öryggisgæslu t.d. við leiktæki barna eða selja veitingar í sölutjöldum okkar.  Þetta getur verið vinna í nokkra klukkutíma, eða eins og hver og einn getur.

 

 

Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu Tryggvadóttur verkefnisstjóra á netfangið gudruntr@umfi.is eða í síma 894 4448.

 

 

 

 

Mynd: Sjálfboðaliðar að störfum á unglingalandsmóti á Egilsstöðum í fyrrasumar.

12.07.2012 09:03

Samæfing í frjálsum íþróttum

Samæfing SAM-VEST í Borgarnesi 10. júlí 2012

Sameiginleg frjálsíþróttaæfing var haldin í Borgarnesi 10. júlí, fyrir 11 ára og eldri. Æfingin er liður í frjálsíþróttasamstarfi sem héraðssamböndin á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum, eru að feta sig áfram með. 
Góð mæting var á æfinguna, en alls mættu um 24 krakkar á Skallagrímsvöll í Borgarnesi í sól og bongóblíðu. Æft var kringlukast og spjótkast, sprettir, hlaup og langstökk. Um þjálfun sáu Bjarni Þór Traustason og Unnur Jónsdóttir frá UMSB og Kristín Halla Haraldsdóttir og Elín Ragna Þórðardóttir frá HSH. Að lokinni æfingu var grillað ofan í mannskapinn og borðað saman í Skallagrímsgarði. 
Krakkarnir báðu sjálfir um eina auka-samæfingu fyrir unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ákveðið var að stefna að slíkri æfingu undir lok júlímánaðar - nánar um það síðar. 

Myndir af samæfingunni má m.a. finna hér á vef UMFG, undir myndaalbúm - smella hér. 


Hópurinn ásamt þjálfurum
Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31