Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 11:16

Fyrirlestur um einelti


Grundarfjörður fimmtudaginn 1. nóvember 16.30-18.00. í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga 

Æskulýðsvettvangurinn - stendur fyrir fræðsluerindum víðs vegar um land

aeskaÆskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ætlar á komandi haustmánuðum að fara hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.


Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur byggðan á ný út kominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. 


Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Erindin eru opin fyrir alla.


Á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, www.aeskulydsvettvangurinn.is, er hægt að nálgast upplýsingar um dagsetningar og staði.26.10.2012 15:06

Gönguferð að Barnafossum

Gönguferð að Barnafossum

Ungmennafélag Staðarsveitar auglýsir hér með göngu að Barnafossum sunnudaginn 28. október n.k. (með fyrirvara um gott veður). Göngustjórar verða hjónin á Álftavatni. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Álftavatni (sameinumst í bíla, keyrum svo eins langt og hægt er..). Gert er ráð fyrir því að gangan taki innan við 3 klst. Leiðin er auðveld og á láglendi. Gott er að hafa með nesti, hlý föt og jafnvel sundföt (ef fólk vill fara í Lýsuhólslaug eftir göngu).

Bestu kveðjur

Ragnhildur og Gísli

26.10.2012 00:55

Magnaðir Hólmarar gerðu KR að athlægi á heimavelli.Já athlægi, viðstaddir gátu vart annað en boðið upp á myndarlegan Skarphéðinshlátur í DHL-Höllinni í kvöld þegar Snæfell tortímdi KR 63-104. Hólmarar hlógu að gestgjöfum sínum og brutu sjálfstraust heimamanna í mél um miðjan annan leikhluta. Útreið nægir vart til að lýsa þeim ósköpum sem áttu sér stað í vesturbænum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson fór fyrir heitum gestunum með 27 stig en framlagið var myndarlegt úr Hólminum í kvöld, sex leikmenn með 11 stig eða meira.


Hólmarar mættu ákveðnir til leiks í DHL-Höllinni og léku fína vörn. Jay Threatt var þó helst til að klappa boltanum of mikið í liði Snæfells en það kom ekki að sök því Snæfell leiddi 13-24 að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn í KR voru bragðdaufir í sóknum sínum gegn þéttri vörn Snæfells og skortur á vilja og ákveðni nokkuð áberandi og það færðu Snæfellingar sér í nyt.


 
Í öðrum leikhluta skellti Danero Thomas niður tveimur KR þristum og minnkaði muninn í 27-38. Þetta og nokkrar rispur hjá Martin Hermannssyni var allt og sumt sem KR bauð upp á í kvöld. Annað var algerlega í eigu Snæfellinga. Eftir Danero-rispuna fór Snæfell aftur í gang, KR breytti yfir í svæðisvörn og það hægði stutta stund á leiknum en Snæfell áttaði sig á þessu fljótt og leiddu 27-53 í hálfleik þar sem Hafþór Ingi Gunnarsson átti lokaorðið fyrir Snæfell með þriggja stiga körfu.

  
Danero Thomas var með 10 stig hjá KR í hálfleik og Martin Hermannsson 7. Hjá Snæfell var Jón Ólafur með 16 stig og Jay Threatt 10.
 
Nýting liðanna í hálfleik
 
KR: Tveggja 31,5% - þriggja 27,2% - víti 75%
Snæfell: Tveggja 60% - þriggja 50% - víti 100%


 
Það var nokkuð ljóst á upphafsmínútum síðari hálfleiks að KR myndi ekkert fá út úr leik kvöldsins. Sveinn Arnar Davíðsson splæsti í tvo þrista í röð og kom Snæfell í 37-69. Gestirnir voru óeigingjarnir og margir komust í flottan takt við leikinn. Staðan var 45-74 að loknum þriðja og heimamen hreinlega farnir að bíða spenntir eftir lokaflauti leiksins.


 
Í fjórða leikhluta kom það svo sem ekki á óvart að KR-ingar færu að skeyta skapi sínu á innanstokksmunum í DHL Höllinni enda frammistaðan pínleg og þrjú tæknivíti fæddust og tvö þeirra sáu til þess að Jón Orri Kristjánsson þyrfti að fara í steypibað. Lokatölur reyndust svo 63-104 Snæfell í vil.


KR-ingar geta þó huggað sig við þá staðreynd að botninum er náð. Töpin verða fleiri, það á við um öll lið í þessari deild en þau verða ekki jafn stór hjá KR og í kvöld. Jafn vel mannað lið og röndóttir láta það ekki gerast tvisvar sömu vertíðina. Landsliðsmennirnir þrír og erlendu leikmennirnir tveir vita upp á sig skömmina, lykilmenn í röndóttu sem þurfa heldur betur að leggjast í naflaskoðun.


Snæfellingar vorumagnaðir í kvöld, veglegt framlag úr öllum áttum, óeigingirni og svo eitthvað sem hefur verið ábótavant hjá þeim, þéttur og sterkur varnarleikur. Ekki heiglum hent að halda KR í 63 stigum í DHL Höllinni.

 


 

KR-Snæfell 63-104 (12-24, 15-29, 18-22, 18-29)
 
KR: Danero Thomas 16, Martin Hermannsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10, Helgi Már Magnússon 8/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 7, Kristófer Acox 6, Jón Orri Kristjánsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Darri Freyr Atlason 0, Finnur Atli Magnusson 0/4 fráköst, Sveinn Blöndal 0, Keagan Bell 0.


 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27/5 fráköst, Jay Threatt 18/11 fráköst/10 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Asim McQueen 12/10 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 11, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/5 fráköst, Óttar Sigurðsson 0, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.


 
Tölfræði leiksins
 
Myndasafn úr leiknum

Umfjöllun og myndir: Jón Björn Ólafsson hjá Karfan.is

 


25.10.2012 23:20

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátíð


SnæfellingsFöstudaginn 16.11 2012   kl. 19:30

Innri - Kóngsbakka


Takið daginn frá


25.10.2012 07:18

Naumt tap í Keflavík


Snæfell og Keflavík mættust í Domino´s deild kvenna í kvöld. Toppliðin bæði ósigruð fyrir umferðina og því eftirvænting eftir leiknum. Keflavíkurstúlkur voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu með fjórum stigum. 73:69 í hörku leik.


 
Það var sem fyrr segir búist við hörku leik og áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum.  Hvorugt liðið lét undan og í fyrri hálfleik var aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Pálína Gunnlaugsdóttir var að leiða sitt lið áfram á meðan Hildur Sigurðardóttir sá um það hjá Snæfelli.

 

Í þriðja fjórðung voru gestirnir ívið sterkari og voru að spila á köflum frábæra vörn sem gerði sóknarleik Keflavíkur hálf vandræðalegan og hugmyndasnauðann.  Oftar en ekki urðu þær að skjóta skotum einungis til þess eins að missa ekki boltann vegna skotklukkunar.  Þessi vörn færði Snæfell í bílstjórasætið í leiknum og lítið sem benti til þess að heimastúlkur myndu landa sigri þetta kvöldið.


 
Í fjórðaleikhluta skipti Sigurður Ingimundarson yfir í svæðisvörn og það virtist hægja á gestunum. Ofaní það fóru lukkudísirnar að svífa yfir liði Keflavíkur þegar Pálína Gunnlaugsdóttir lét flakka þrist um leið og skotklukkan gall og viti menn, spjaldið ofaní.  Eftir þetta hresstust heimastúlkur og komu sér aftur inní leikinn og voru á leið í land með þrjú stig.

 

En stutt skammhlaup kom í leik þeirra undir lokin og Snæfellsstúlkur neituðu að játa sig sigraðar.  Þegar um 20 sekúndur lifðu leiks áttu Snæfell séns á því að jafna leikinn en áður nefnd Pálína gerði vel í vörninni þegar hún fiskaði ruðning á Kieraah Marlow og þar með var leikurinn þeirra.
 

Tölfræði leiksins.

 

Keflavík-Snæfell 73-69 (18-15, 18-20, 12-20, 25-14)
 
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 26/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.


 
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 14/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/13 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 10/8 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 4/7 fráköst/5 varin skot, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.

 

Fengið af Karfan.is

 


 

24.10.2012 22:02

Lengjubikar karla: Snæfell sigraði í Hveragerði 

Umfjöllun af Karfan.is

 

Snæfell silgdi heim 11 stiga sigri í Hveragerði 78-89 í Lengjubikarnum í kvöld. Eftir rólegt skor í fyrsta leikhluta þar sem Snæfell leiddi 15-17, tóku gestirnir völdin og fóru að setja skotin ofaní án mikillar móttstöðu frá Hamri. Bæði lið rúlluðu á flestum leikmönnum og háflgerð deyfð og áhugaleysi yfir báðum liðum.


33-45 í hálfleik gaf etv. Snæfelli von um þægilegan leik í síðari hálfleik og 28-18 fyrir Snæfell í 2.leikhluta. En aðeins kom spenna í þetta eftir hlé og Hjalti Valur setti strax 3 stig úr 3 vítum og smátt og smátt minnkaði munurinn. Minnstu munaði 58-59 þegar skammt lifði af 3ja leikhluta eftir 6 stig í röð frá heimamönnum en Sveinn Arnar fékk víti og setti bæði og vestanmenn leiddu með 3 stigum fyrir lokahlutann. Hamar vann 3.hlutann 25-16 og kveikti aðeins í vonum áhorfenda og leikmanna Hamars um spennandi leik en sú varð þó ekki raunin. Snæfell gerði það sem til þurfit í 4. leikhluta og vann hann sannfærandi 20-28 og leikinn með 11 stigum eins og áður sagði.


Ágætis æfingaleikur að baki þar sem undirritaður setur spurningarmerki við tilgang þess að hafa þessa keppni inni í Íslandsmóti. Eins er það nokkur fórnfýsi og elja hjá 1.deildar liðum að spila þessa leiki með minni hóp en flest öll úrvalsdeildarliðin og 1 erlendan leikmann móti 2 í þokkabót. Af því sögðu má hrósa neðrideildarliðunum að taka þátt og auðvitað vilja þau mæla sig við betri liðin.


 
Hjá heimamönnum skoraði Hollys 27 stig og tók 8 fráköst, Hjalt Valur 11 stig, Örn 9 / 8 fráköst og Ragnar og Lárus Jóns með sín 9 stigin hvor, Bjartmar 5 og Bjarni og Halldór með sín 4 stig hvor.


Hjá Snæfell var Jay Threatt með 21 stig/8 frák., Pálmi Freyr 15 stig, Sveinn Arnar 12, Asim McQueen 12/8 frák, Stefán Karel 10, Nonni Mæju 9, Hafþór Ingi og Ólafur Torfa sín hvor 5 stigin.


Mynd úr safni - Eyþór Benediktsson
Umfjöllun af Karfan.is / Anton Tómasson 

24.10.2012 22:01

Snæfell átti stóru skotin

18. október 2012
Justin Shouse kann vel við sig í Hólminum enda fór hann fyrir sínum mönnum í Stjörnunni fyrstu mínútur leiksins og átti auðvelt með það í þokkabót og gestirnir komust í 4-10. Nonni Mæju smellti þá þremur og lagaði stöðuna 7-10 og Snæfell saxaði á 13-14. Eftir það var leikur beggja liða jafnari. Marvin braut á Hafþóri Gunn í þriggja stiga skoti og hann kom Snæfelli yfir 19-17 með þremur vítum, plús einu til í næstu sókn.  Eftir hörkubaráttu í leiknum og skor á víxl kom Jovan Stjörnumönnum með stórum þrist í 21-25 en staðan var 23-27 eftir fyrsta fjórðung.


Liðin voru alveg hnakka í hnakka og ansi mikið jafnt í öðrum hluta en Asim McQueen var að setja drjúgt fyrir hvíta en Justin og Marvin hinum megin fyrir bláa. Þegar staðan var 34-32 smellti Nonni Mæju þremur niður og svo aftur fyrir 40-34. Hafþór Gunnarsson var að spila vel í innkomu sinni, duglegur í varnarleiknum gegn Justin og átti svo einn ískaldann fyrir 48-37 og Snæfell aðeins að búa til gap.


Stjarnan náði með góðum hraða að taka til hendinni og ná Snæfelli sem fóru að hitta illa sjálfir, 50-49. Staðan í hálfleik 52-51 fyrir Snæfell. Stigahæstu menn hjá Snæfelli Asim McQueen 17 stig og Nonni Mæju 13 stig en hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 15 stig og Marvin og Brian Mills 12 hvor.

Snæfell náði forskoti á ný 73-63 með stórskotum frá Nonna, Haffa og Jay. Þetta var ekki sterkasti varnarleikur sem sést hefur hjá liðunum báðum en góðir sprettir inn á milli. Sóknarleikur Stjörnunnar var mest í höndum tveggja manna , Justin, og Marvins en sóknir runnu mikið út í sandinn ef þeirra naut ekki við. Hafþór Gunnarson smellti niður þremur undir lok þriðja hluta og hélt Snæfelli við efnið 86-75.

Asim McQueen hafði haft veður af Quincy Cole sem var hjá Snæfelli í fyrra og hann lét ekki sitt eftir liggja og tróð tvisvar af ákveðni. Snæfell efldist og komst í 95-81 með látum og leikhlé tekið hjá Stjörnunni. Nonni Mæju bætti þá í 98-83 áður en hann fór ú taf með 5 villur þegar um 4:30 voru eftir og Stjarnan réði lítið við skyttur Snæfells og sóknir urðu tilviljunakenndar. Snæfell átti ekki erfiðann fjórða hluta en bæði lið voru mistæk á köflum en Snæfell þó minna og voru yfir 107-91 þegar farið var inní síðustu mínútuna í leiknum.


Þegar 15 sekúndur lifðu fór mikil sóknnarflétta af stað hjá Snæfelli og boltinn fbarst í hendur Ólafs Torfasonar sem fleygði honum hátt í loft og þar kom Stefán bróðir kom með eina af fallegri gerðinni í troðningi. Snæfell lenti svo 110-94 sigri og voru meira sannfærandi en sterkt Stjörnuliðið þetta kvöldið.


Stigaskor Snæfells: Asim McQueen 28/7 frák. Nonni Mæju 19. Jay Threatt 16/11 stoðs. Hafþór Ingi 11. Ólafur Torfason 11/5 frák. Pálmi Freyr 9/5 frák. Sveinn Arnar 8/8 frák. Stefám Karel 8. Kristinn Einar 0. Kristófer 0. Magnús Ingi 0.


Stigaskor Stjarnan: Justin Shouse 31//8 stoðs. Marvin Valdimarsson 29/10 frák. Brian Mills 12/8 frák. Fannar Freyr 7/10 frák. Sæmundur Valdimarsson 7. Dagur Kár Jónsson 5. Jovan Zdravevski 3. Kjartan Atli 0. Björn Kristinsson 0. Sigurður Dagur 0. Tóma Þórður 0.

 

Ingi Þór var að vonum ánægður með sína menn. "Við fengum góð skot frá skyttunum okkar og allir komu í leikin og stóðu vel í liðinu og ég er ánægður með framlag minna manna í kvöld. Við erum ákveðnir í að hér er ekkert gefins"

 

Símon B. Hjaltalín.

24.10.2012 22:00

Öruggur sigur Snæfells

17. október 2012
Snæfellsstúlkur voru smátíma að átta sig á að leikurinn væri byrjaður en það kom fljótt, en þær voru enn án Kieraah Marlow. Grindavíkurstúlkur voru hinsvegar baráttuglaðar, trufluðu Snæfell vel, pressuðu á alla bolta og uppskáru svo fínar sóknir úr stöðunni 9-6 og komust yfir 9-10. Alda Leif setti þá þrist í 12-10. Petrúnella svaraði með þristi og hélt Grindavík inni 14-13. 19-13 var hinvegar staðan að loknum fyrsta hluta fyrir Snæfell sem voru ekki eins mislagðar hendur og í upphafi.


Bragi sá þann kost vænstann að taja leikhlé þegar Snæfell hafði skorað 6-0 í upphafi annars hluta. Það gekk illa gegn sterkri vörn Snæfells sem tóku öll fráköstin í vörninni eftir að skot Grindavíkur geiguðu. Snæfell hafið skorðað á fjórum mínútum 12-0 og voru að stinga af 31-13. Staðan í hálfleik 41-28 fyrir Snæfell en Grindavík náðu að koma eilítið tilbaka. Hjá Snæfelli voru Alda Leif komin með 16 stig og Berglind Gunnars með 12stig. Petrúnella hélt skori Grindavíkur í gangi og var komin með 19 stig og 8 fráköst.

Petrúnellu Skúladóttur leiðist ekki fjalirnar í Hólminum en hún smellti tveimur þristum í röð og öðrum þeirra "Sean Burton style" og var komin með 27 stig þegar staðan var 51-38 fyrir Snæfell og barátta Grindavíkur komin aftur. Snæfell hélt sinni forystu þó og náðu að halda sínu striki í sóknum sínum. Berglind Gunnars sem var búin að vera drjúg fyrir Snæfell fékk högg á öxlina og fór útaf í kælingu. Staðan eftir þriðja hluta var 61-44 fyrir Snæfell.

Snæfell voru komnar í þægilegann gír í 81-55 í fjórða hluta og Rebekka Rán bætti í 5 stig fyrir Snæfell þegar um ein og hálf  mínúta voru eftir 86-55 og lítið í kortunum annað í fjórða hluta en að Snæfell væri með þetta og sigruðu sannfærandi 86-55.

Stigaskor Snæfell: Alda Leif 21/3 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðar 18/13 frák/7 stoðs. Hildur Björg 17/13 frák. Berglind Gunnarsdóttir 14. Helga Hjördís 5/4 frák. Rebekka Rán 5. Rósa Kristín 4/6 frák. Aníta Rún 2. Silja Katrín 0.

Stigaskor Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 31/11 frák. Harpa Rakel 8/7 frák. Jeanne Sicat 4. Berglind Anna 4. Helga Hallgríms 3/8 frák. Ingibjörg Sigurðardóttir 3. Mary Sicat 2. Jóhanna Rún 0. Eyrún Ösp 0. Alexandra Marý 0. Julia Sicat 0. Ingibjörg Yrsa 0.

Símon B. Hjaltalín

16.10.2012 00:07

Sigur á KR eftir framlengingu.

Bæði lið voru tilbúin að keyra upp hraðann í leiknum og tempóið var hátt. Liðin skiptust á skori í hröðum sóknarleik og var jafnt á með liðunum. Brynjar var að spila vel fyrir KR í vörn og sókn en var kominn með 10 af 15 stigum KR um miðjan fyrsta fjórðung þegar staðan var 14-15 fyrir KR. Staðan var 16-20 fyrir KR eftir fyrsta hluta.


Snæfellingar náðu strax í skottið á KR og jöfnuðu 20-20. KR voru þó skrefinu á undan í öðrum hluta en Snæfellingar hittu ekki eins vel þrátt fyrir góð færi en voru þó ekki nema c.a 5 stigum á eftir, eftir að Nonni Mæju reyndi að kveikja neista með stórþrist. KR voru þolinmóðari í sóknum sínum og sterkir í vörninni og komust í 27-34. Snæfell hertu þá á tökunum síðustu mínúturnar og náðu að einbeita sér betur varnarlega og uppskáru að vera orðnir bara 1 stigi undir í hálfleik 35-36. Stigahæstu menn voru Nonni Mæju með 15 stig hjá Snæfelli og Brynjar Björnsson 13 stig hjá KR.


Seinni hálfleikur byrjaði af krafti jafn og hress en þegar staðan var 41-41 tóku KR fínt áhlaup sem gaf þeim 41-45 og svo komu tveir þristar frá Helga Má og Danero Thomas og staðan breyttist fljótt í 43-51. Erfitt var fyrir Snæfell að elta þar sem margar sóknir runnu út í sandinn gegn vörn KR. Í stöðunni 49-59 tóku Snæfellingar sér smá tak og komust nær 56-61 sem var staðan fyrir fjórða hlutann fyrir KR.


Pálmi Freyr barðist vel fyrir 4 stigum og staðan var 64-67 fyrir KR en Jay Threatt jafnaði 67-67 og KR aðeins ruglast í ríminu. Þegar um 4 mínútur voru eftir var staðan 69-67 fyrir Snæfell en Jay Threatt setti þá niður annan þrist og kom Snæfelli í 72-69 en KR voru farnir að stressast pínulítið upp í sóknum sínum og misstu boltann klaufalega og Snæfell bætti í 74-69.


Snæfell áttu mikilvæg varnarfráköst þegar KR nýtti illa sóknir sínar og Snæfell gekk á lagið og juku foystu í 78-71 og þar á meðal voru tvær troðslur frá Sveini Arnari sem kveikti í Snæfellingum. Martin Hermanns átti hörkuþrist þegar um 40 sek voru eftir og lagaði stöðuna 80-76 og Keagan Bell kom svo í  næstu sókn með annan þrist 81-79. Þegar staðan var 83-80 fyrir Snæfell smellti Brynjar Þór niður einum löngum og jafnaði 83-83 þegar 5.7 sek voru eftir, ekki fyrsta skipti hjá Brynjari og ábyggilega ekki það síðasta. 83-83 varð raunin og framlengja varð leikinn.


Í framlengingunni fór Jay Threatt algjörlega fyrir Snæfelli og áttu KR menn erfitt með að stoppa strák. Snæfell tók framlenginguna 12-5 og þrátt fyrir að hafa þurft að elta mest allan leikinn komust þeir sér í betri stöðu undir lokin og sigruðu 95-88 í fyrst leik liðanna í Lengjubikarnum.


Stigaskor Snæfell: Asim McQueen 23/10 frák. Jay Threatt 21/11 frák/9 stoð/4 stolnir. Nonni Mæju 20/6 frák. Sveinn Arnar 15. Pálmi Freyr 8/7frák/7 stoðs. Ólafur Torfason 4/7 frák. Hafþór Gunnarsson 4.


Stigaskor KR: Brynjar Þór Björnsson 23/7 frák. Helgi Már Magnússon 15/10 frák. Martin Hermannsson 13. Finnur Magnússon 13. Danero Thomas 11/5 frák. Keagan Bell 6/6 frák. Ágúst Angantýsson 5/5 frák. Jón Orri Kristjánsson 2/4 frák.


Símon B. Hjaltalín

11.10.2012 17:07

38. Sambandsráðsfundur UMFÍ á Kirkjubæjarklaustri 12.-13. október


umfi_-_logo38. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands verður haldinn á Hótel Klaustri dagana 12.-13. október.

Stjórnarfundur verður kl.  16:00 á föstudeginum og lýkur honum kl. 18:00. Eftir hann verður kvöldverður en fundurinn verður síðan settur kl. 19:30. 

Á laugardagmorgninum hefjast fundarstörf kl. 09:00. Að loknu matarhléi milli kl. 12:00-13:00 verður fundi framhaldið og áætluð fundarlok eru  kl.  18:00

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

19:30 FUNDARSETNING
 KOSNIR STARFSMENN FUNDARINS:


 YFIRLIT YFIR STÖRF FRÁ SÍÐASTA ÞINGI:
 SKÝRSLA STJÓRNAR
 REIKNINGAR LAGÐIR FRAM
 UMRÆÐUR
 AFGREIÐSLA REIKNINGA
 SKÝRSLA GREININGARNEFNDAR


 MÁL LÖGÐ FYRIR FUNDINN:
 FJÁRHAGSÁÆTLUN
 ÖNNUR MÁL FRÁ STJÓRN
 ERINDI OG MÁL FRÁ FULLTRÚUM
 UMRÆÐUR OG MÁLUM VÍSAÐ TIL NEFNDA


 MATARHLÉ
 NEFNDARSTÖRF 
 KAFFIHLÉ
 NEFNDIR SKILA ÁLITI, AFGREIÐSLA MÁLA
 ÖNNUR MÁL
 FUNDARSLIT

11.10.2012 17:03

Frækin för í Fjörðinn


Snæfellsstúlkur fóru til Hafnarfjarðar án Kieraah Marlow sem fékk leyfi af persónulegum ástæðum en það sýndu okkar stúlkur hverju þær eru gerðar úr og voru virkilega sannfærandi allan leikinn og tilbúnar í hörkuleik. Þrátt fyrir um sjö mínútna stigaleysi í þriðja hluta kom það ekki í veg fyrir að þær næðu að klára hlutann með 10 stigum þó, því Haukastúlkur voru farnar að finna taktinn.

 

Fjórði hluti var þá bara tekinn 17-9 og 68-59 sigurinn undirstrikaður. Staðan í hálfleik var 41-35 fyrir Snæfell og lítið munaði á liðunum í leiknum en Snæfellsstúlkur sýndu mátt sinn. Gaman var að sjá Ellen Ölfu Högnadóttur í búning í kvöld.

 

Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 17/8 fráköst, Siarre Evans 17/16 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stolnir.


Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/19 fráköst/5 stoðs, Berglind Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 12/9 fráköst/7 stoð/6 stolnir/4 varin. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/11 fráköst. Rósa Kristín 0/6 frák. Silja Katrín 0. Ellen Alfa 0. Rebekka Rán 0.

Tölfræði leiksins

 


 


 


 


 

08.10.2012 22:42

Snæfell sigraði eftir slaka byrjun

ÍR mætti í Hólminn fullir sjálfstrausti enda vel mannaðir fyrir veturinn en voru án Sveinbjörns Claesen og þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar sem var frá vegna veikinda og stýrði Steinar Arason aðstoðarmaður hans liðinu. Með góðum hraða og krafti í vörninni komust gestirnir í 4-10 eftir að Eric Palm og D´Andre Jordan Williams settu sinn þristinn hvor og Snæfellingar á hælunum í vörninni og Williams að stjórna leik ÍR vel. Snæfellingum gekk herfilega að komast í gang en hægt og bítandi sigu þeir nær þegar Nonni Mæju svaraði þristi Þorvaldar Hauksonar og staðan var 19-22 fyrir ÍR sem voru harðir í horn að taka eftir fyrsta hluta sem Snæfellingar vilja gleyma sem fyrst.


Snæfell komst fyrst yfir 27-26 en Nemjana Sovic svaraði því með þremur 27-29. Asim McQueen var að detta inn í leikinn eftir bras í fyrsta hluta þar sem klaufagangur einkenndi reyndar flesta í hans liði. Hann var seinn í gang en komst á ágætis skrið og fór að taka til sín og átti slæma lendingu á parketinu eftir að Þorvaldur Hauksson braut óíþróttamannslega. ÍR virtist slaka á klónni þegar D´Andre Williams var kominn í villuvandræði og vermdi bekkinn en Snæfell gekk á lagið og komst yfir í 40-35 en ekki auðveldlega þó. Þegar Hreggviður gaf færi á sér í tæknivillu komst Snæfell í 46-37 og staðan í hálfleik 48-39. Stigahæstir í hálfleik Nonni Mæju með 15 stig fyrir Snæfell og Eric James Palm með 13 stig fyrir ÍR.Snæfell átti fantabyrjun í þriðja hluta skoraði 13-0 og staðan fljótt 22 stig 61-39 og ÍR-ingar virkuðu þreyttir og voru ráðalausir í sókn og vörn. ÍR tók sig lítið saman í andlitinu og Snæfell komst ekki lengra í bili en orkan fór í að elta muninn uppi og eftir að Williams fór útaf með fimm villur var leikur ÍR ekki burðugur og fáir ef nokkur steig upp í hans fjarveru. Gríðalegt magn af sóknarvillum fauk á bæði lið í þriðja hluta og ekki af því að það er stækkandi straumur á Breiðafirði en kannski þess vegna sem tæknivillur hlóðust á ÍR sem voru orðnir pirraðir og staðan 76-47 fyrir Snæfell eftir þriðja hluta og urðu algjörlega yfiráðandi í leiknum.Það var í raun barátta fram og til baka í fjórða hluta en 30 stiga munur Snæfells á kafla 84-54 var orðin staðreynd og ekkert í kotunum sem sagði að ÍR kæmu til baka. Undirritaður átti von á jafnari leik í kvöld og kom ÍR liðið svolítið á óvart hvað þeir brotnuðu við mótlætið þó fjórði hluti væri öllu jafnari en þeir tveir á undan. Eric Palm var óhræddur á troða yfir Snæfell undir lokin en Asim McQueen hafði rétt áður átt eina hálofta. Stóru strákarnir í Snæfelli komu sér hægt inn í leikinn og réðu svo flestu i teignum með 49 fráköst gegn 26 ÍR. Leikurinn endaði 96-77 fyrir Snæfell sem sýndu klærnar þegar á leikinn leið en enginn skal afskrifa ÍR í vetur þrátt fyrir allt.


Stigaskor Snæfell: Jay Threatt 24/6 frák/8 stoð. Asim McQueen 22/14 frák. Nonni Mæju 18/5frák. Pálmi Freyr  14/4 frák. Hafþór Ingi 6/5 frák Ólafur Torfason 5/9 frák. Stefán Karel 5. Sveinn Arnar 2. Kristinn Einar(Tinni), Magnús, Óttar og Kristófer skoruðu ekki.


Stigaskor ÍR: Eric Palm 26. Nemjana Sovic 12/4 frák. Hreggviður Magnússon 12. Þorvaldur Hauksson 10. D´Andre J. Williams 9. Hjalti Friðriksson 4/9 frák. Ellert Arnarson 2/5 frák. Vilhjálmur Theódór 2. Ólafur, Friðrik, Tómas og Þorgrímur skoruðu ekki.

07.10.2012 23:54

Sannfærandi sigur á FjölniFjölnir mætti í Hólminn í Domino´s deild kvenna nýbúnar að leysa Porsha Porter undan samningi og fá til sín þekkta stærð í Britney Jones sem var hjá þeim á síðasta tímabili. Fjölnisstúlkur byrjuðu af meiri krafti þó bæði varnir og sóknir liðanna væru þungar í upphafi þá leystu Fjölnir sína vörn betur og uppskar að komast í 2-7 með öll stigin frá Jones. Ingi þurfti að ræða sinn mannskap sem komu ákveðnari í leikinn og komust yfir 11-10 þar sem þristur frá Berglindi kveikti von. Liðin skiptust á forystu í leikhlutanum en Snæfell var búið að uppskera smá forystu þegar flautað var út úr fyrsta hluta 21-18.


Snæfell komst strax í 10 stiga forystu 30-20 með góðri svæðisvörn sem lokaði á Fjölni sem fengu heldur ekki fráköstin að ráði til að gera eitthvað úr sóknum sínum eftir erfið skot. Fjölnisstúlkur börðust og létu Snæfell ekki stökkva of langt frá sér en staðan í hálfleik var 38-28. Stigahæstar í fyrri hálfeik voru Berglind Gunnars með 11 stig fyrir Snæfell og Britney Jones 16 stig hjá Fjölni.


Fjölnisstúlkur voru ekki tilbúnar í að hleypa leiknum of mikið upp í hendurnar á Snæfelli og eltu með ekki meira en þessum c.a 8- 10 stigum sem munaði oftast á liðunum. Snæfell vilsi flýta sér heldur mikið, í þriðja hluta, að fá hlutina til að gerast og breikka bilið en það kom í bakið á þeim í slæmum skotum geng ágætri vörn Fjölnis. Það gekk ekki lengi þegar þreytan sagði til sín og Snæfell með meira úthald í leikinn og voru komnar í 20 stiga mun 56-36. Britney Jones var manna sprækust í Fjölnisliðinu en ljóst að hún gæti þetta ekki ein og t.a.m var Fanney Lind Guðmundsdóttir langt frá framlagi sínu úr síðasta leik. Staðan eftir þriðja hluta 58-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli.


Liðin voru ekki að skora hátt framan af fjórða hluta og hafði Fjölnir aðeins saxað á forskot Snæfells 66-54 en líkt og áður í leiknum var það einungis spursmál hvenær hægðist á leik Fjölnis og Snæfell jafnaði út stöðuna á ný, sem þær gerðu og komust aftur í 20 stiga forskot 77-57. Snæfell sigraði að lokum sannfærandi 79-59.


Stigaskor Snæfell: Kieraah Marlow 21/13frák. Hildur Björg 17/5 frák. Berglind Gunnars 13. Hildur Sigurðar 10/14 frák. Alda Leif 7/6 frák/7 stoð. Helga Hjördís 7. Rósa Kristín 4/4 frák. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0.


Stigaskor Fjölnir: Britney Jones 34/7 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 9. Heiðrún Harpa 7/5 frák. Fanney Lind 5/4 frák. Hrund Jóhannsdóttir 4/7 frák. Dagbjört 0. Thelma María 0. Sigrún Anna 0. Erla Sif 0. Birna 0. Hugrún Eva 0. Erna María 0.

 

Nánari tölfræði

 

Símon B. Hjaltalín.


05.10.2012 22:28

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Framkvæmdafréttir

Í gær fimmtudag voru steypt niður tvö riffilborð til viðbótar og eru þau því orðin 6 talsins.  Borðplöturnar eru forsteyptar einingar sem steyptar voru ofan í steinrör og ættu þau því að vera nokkuð stöðug.  Fyrir eru fjögur slík borð og hafa þau reynst mjög vel og því var ákveðið að bæta við samskonar borðum til að bæta riffilaðstöðuna enn frekar.   Það var Vélaleiga Kjartans sem lánaði okkur gröfu til að lyfta borðplötunum á sinn stað og er honum færðar bestu þakkir fyrir það.

 

Skotmörkin sem á að setja upp á 25m, 50m og 75m eru að verða tilbúin og verður vonandi hægt að taka þau í notkun fljótlega.  Ætlunin er að bæta síðan við skotmörkum í öðrum fjarlægðum og erum við þá með stærri riffla í huga. Markmið félagins er að bjóða upp á fjölbreytta og góða riffilaðstöðu við allra hæfi og er fjölgun á riffilborðum hluti af þeirri vinnu.  Það verður síðan vonandi hægt að bæta aðstöðuna enn frekar þegar fram líða stundir.

 

 
 

 

Hægt er að sjá myndir af framkvæmdunum í myndaalbúminu hér á síðunni.

05.10.2012 22:08

Sigur í fyrsta leik gegn Val


Snæfellsstúlkur mættu bleikum Valsstúlkum í kvöld í fyrsta leik sínum í Domino´s deild kvenna. Snæfell hafði undirtökin í leiknum og sigruðu 64-48 Staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Snæfell. Stigahæstar hjá Snæfelli voru Kieraah Marlow með 19 stig og Berglind Gunnars með 17 stig. Hjá Val voru Unnur Lára með 11 stig og Kristrún Sigrjóns með 9 stig.

 

Tölfræði leiksins hérna

Nánari umfjöllun af Karfan.is

 

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 


 


 


 


 


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31