Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Janúar

27.01.2013 22:27

Einnig tap hjá strákunum í Snæfell

Teitur Örlygsson var ekkert að fara með fleipur þegar hann sagði að lið hans liði vel í Hólminum.  Hans menn sýndu það í verki með því að taka 21 stiga sigur gegn Snæfell og um leið tryggja sig í úrslitaleikinn í Höllinni gegn Grindavík.  Við bíðum frekari fregna um leikinn frá okkar manni í Hólminum, Símon Le Bon.
 
Snæfell-Stjarnan 71-92 (25-33, 13-21, 20-18, 13-20)

Snæfell: Jay Threatt 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Asim McQueen 9/8 fráköst/3 varin skot, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.

Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 fráköst, Justin Shouse 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brian Mills 14/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sæmundur Valdimarsson 1, Dagur Kár Jónsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Runar Birgir Gislason

27.01.2013 22:23

Snæfellskonur féllu úr keppni þrátt fyrir góðan leik

24. janúar 2013
Poweradebikarvonir runnu út í sandinn.

Stórleikur í undaúrslitum kvenna í Poweradebikarnum í Hólminum þar sem toppliðin Snæfell og Keflavík mættust. Farmiði í Höllina í verðlaun og bæði lið vissu fyrirfram hvernig er fá að spila þar.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sig, Helga Hjördís, Alda Leif.
Keflavík: Sara Rún, Birna Ingibjörg, Bryndís Guðmundsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Jessica Ann Jenkins.

Liðin byrjuðu af krafti og var vel hlaupið á milli sóknar og varnar báðum megin. Keflavík var skrefinu á undan strax í upphafi og settu góð skot niður 2-6. Snæfell var hins vegar stutt undan og komust yfir með þrist frá Öldu Leif 14-12. Leikurinn var hnífjafn í fyrsta hluta þar sem liðin skiptust á að skora. Varnarleikur Keflavíkur var á köflum betri en pressan reyndist þeim ekki vel. Birna Valgarðs og Pálína voru að fara fyrir Keflavíkurstúlkum og Alda, Hildur Björg og Kierahh hjá Snæfelli. Snæfell leiddi 23-20 eftir fyrsta fjórðung.

Staðan var jöfn 31-31 um miðjan annan hluta og allt í járnum og hvergi hægt að sjá annað liðið ná sér í einhvern "run" kafla. Varnir beggja liða þokkalegar og fastar fyrir en liðin völdu sér góð skot og nýttu sóknir ágætlega. Keflavík settu upp í pressu og náðu oft vel í boltann af Snæfelli en hittu illa, misstu sjálfar boltann og nýttu tækifærin lítið þegar staðan var 37-34 fyrir Snæfell. Kieraah Marlow fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu undir lok fyrri háfleiks. Staðan var 41-38 fyrir Snæfell í hálfeik.

Hjá Snæfelli var  Kieraah Marlow komin með 14 stig og 6 fráköst, Hildur Björg og Alda Leif voru komnar með 7 stig hvor.
Í Keflavík var Birna Valgarðsdóttir komin með 11 stig og Pálína Gunnlaugs 9 stig.

Snæfellsstúlkur komu með áhlaup strax í upphafi sem kviknaði með þrist frá Öldu Leif og komust í 48-38, ekki stór munur en mikilvægt í þessum jafna leik. Keflavík hrökk í gírinn og tók á því með næstu fjögur stig 48-42 og Snæfell tóku leikhlé. Sara Rún og Birna Valgarðs voru komnar með 4 villur og voru í vanda þar um miðjan þriðja fjórðung. Mikið var hnoðast og pústrað og lítið skorað á kafla. Hildur Sigurðar smellti þremur fyrir 52-42 en Keflavík náði þessu niður í 54-50 og héldu sér með í leiknum af hörku. Staðan eftir fjórða hluta 57-52 fyrir Snæfell.

Staðan var 63-62 fyrir Snæfell og ekkert nema harkan í gangi í leiknum þegar 6 mínútur voru eftir. Snæfell jafnaði 65-65 en Pálína kom Keflavík aftur yfir 65-68 með góðum þrist. Hildur Sig og Helga Hjördís fuku útaf með fimm villur hjá Snæfelli en það gerðu Birna og Sara Rún einnig hjá Keflavík. Þegar mínúta lifði var staðan 69-71 og Keflavík misstu boltan klaufalega en lítið gekk hjá Snæfelli að fá boltann i netið og Bryndís Guðmunds breytti stöðunni í 69-73 á vítalínunni þegar 8 sekúndur voru eftir. Snæfell hitti ekki á vítalínunni þegar mest á reyndi í lokin og staðan var 70-73 þegar boltinn barst til Kieraah Marlow sem geigaði á þriggja stiga skoti og þær örfáu sekúndur sem eftir voru runnu út. Keflavíkur stúlkur mæta þar af leiðandi Val í úrslitaleik Poweradebikar kvenna.

Snæfell: Kieraah Marlow 22/15 fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir 16/8 fráköst. Hildur Sigurðardóttir 9/9 frák/ 5 stoðs. Berglind Gunnarssóttir 9/7 frák. Alda Leif 8/5 stoðs. Helga Hjördís 8/5 stoðs. Sara Sædal 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0. Brynhildur Inga 0. Rósa Kristín 0.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 23/9 frák/6 stoðs. Birna Valgarðsdóttir 17/9 frák. Sara Rún Hinriksdóttir 8. Jessica Ann Jenkins 8/4 frák. Ingunn Embla 7. Bryndís Guðmundsdóttir 6. Sandra Lind Þrastardóttir 4. Elínora Guðlaug 0. Katrín Fríða 0. Telma Lind 0. Lovísa Falsdóttir 0. Bríet Sif 0.Símon B. Hjaltalín

25.01.2013 10:56

Bikarveisla um helgina


Snæfell fékk heimaleiki í bæði kvenna og karlaflokki í 4 liða úrslitum í Poweradebikarnum og eru komnir tímar á leikina sem munu vera um næstu helgi.

 

Kvennaleikur: Snæfell-Keflavík, laugardaginn 26. janúar kl 15:00.


Karlaleikur: Snæfell-Stjarnan, sunnudaginn 27. janúar kl 19:15

 

Fjölmennum á þessa leiki því þarna er síðasti séns á að komast í úrslitaleikina í Höllinni 16. feb nk.


Meira...

25.01.2013 10:55

Sigur í Grindavík

Kvennakörfufréttir - 24. janúar 2013

Snæfellsstúlkur sigruðu Grindavík naumt 71-76. Grindavík byrjaði betur í fyrsta hluta og voru yfir 22-14. Snæfell bætti þá hressilega í og komu til baka 8-18 og leiddu í hálfleik 30-32. Í þriðja hluta var grunnurinn lagður að sigri og góðri forystu sem Grindavík áttu erfitt með að elta uppi en söxuðu ágætlega á forskot Snæfells en það dugði ekki til og Snæfell landaði sigri 71-76.

 

Grindavík-Snæfell 71-76 (22-14, 8-18, 14-28, 27-16)
 

Grindavík: Crystal Smith 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 22/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Alexandra Marý Hauksdóttir 0, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0.
 

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/10 fráköst, Kieraah Marlow 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, Rósa Indriðadóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.

 

Tölfræði úr leiknum

16.01.2013 11:04

Heilsuvika í Stykkishólmi

Heilsu- og forvarnarvika í Stykkishólmi dagatana 14. - 20. janúar.

Vikuna 14. - 20. janúar 2013 verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Stykkishólmi.
 
Heilsu-og forvarnarvikunni er haldin til þess að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Flest fyrirtæki og stofnanir í bænum taka virkan þátt í þessu verkefni með því að bjóða bæjarbúum upp á heilsutengda þjónustu þessa vikuna.

Markmiðið er að heilsu-og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til allra frá litlum krílum og upp í eldriborgara. Stykkishólmsbær mun taka virkan þátt í verkefninu, og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins, ýmsar leiðir verða nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. 
 

Hér er hægt að nálgast dagskrá heilsuviku, tilboð og fleira.

 

Dagskrá Heilsuviku.

Tilboð og fleira sem verður í boði alla vikuna.

Frekari upplýsingar á Facebook-síðu.

16.01.2013 11:03

Snæfellingur með folaldasýningu

Folaldasýning 2013


Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

Skrifað af Siggu

15.01.2013 14:36

Reykjavíkurleikar, frjálsar íþróttir

Kæru sambandsaðilar
Eins og þið vonandi flest vitið þá er Reykjavík International Games næstu helgi.  Það er einlæg ósk okkar í undirbúningsnefnd RIG 2013 að þið hvetjið ykkar aðildarmenn um að mæta í höllina til að fylgjast með spennandi frjálsíþróttakeppni þennan dag.  Flest okkar fremsta frjálsíþróttafólk mætir til leiks og að auki koma 8 keppendur erlendis frá.  Til gamans verður riðill í 60 m hlaupi fyrir Íslendinga sem eru frægir fyrir eitthvað annað en frjálsar íþróttir.  Til leiks mæta Erpur Eyvindsson, Jón Jónsson, Atli Guðnason fótboltamaður, Katrín Tanja Davíðsdóttir Crossfittari og Meðaljón (karakter úr íþróttaþættinum 360 gráður).  Vonandi mæta fleiri en verið er að vinna í því að fylla riðilinn.

Með von um jákvæð viðbrögð og góða samstöðu.  Fyllum Laugardalshöllina næstkomandi laugardag.

Kær kveðja
Þórey Edda
Frjálsíþróttasambandi Íslands

15.01.2013 13:36

Hildur Björg leikmaður umferða 13-15

15.01.2013 13:08 nonni@karfan.is
Lesendur Karfan.is hafa valið Hildi Björgu Kjartansdóttur leikmann Snæfells sem Domino´s leikmann umferða 13-15. Hildur er þar með fyrsti leikmaður Snæfells þetta tímabilið til að vera valin Domino´s leikmaðurinn en þegar hafa Keflavík, Njarðvík og Haukar átt Domino´s leikmenn.
 
Ljósmyndarar og fréttaritarar Karfan.is kjósa um þau nöfn sem sett eru síðan í könnun á Karfan.is þar sem Domino´s leikmaðurinn er svo valinn af lesendum.
 
Að þessu sinni hlaut Hildur nokkuð sterka kosningu eða 42,23% allra atkvæða. Með henni í kjörinu voru Siarre Evans, Lele Hardy og Britney Jones.
 
Hildur fær að launum úttekt hjá Domino´s.
 
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við hvort fólk ætli að mæta á Stjörnuleik karla þann 19. janúar næstkomandi.
 
 

15.01.2013 13:09

Snæfell með heimaleiki í bikarnum

Snæfell datt í lukkupottinn

Mæta Stjörnunni og Keflavík á heimavelli í  bikarnum

15.01.2013 11:38 emil@karfan.is
Búið er að draga í undanúrslit Poweradebikarsins og má segja að Snæfell hafi dottið í lukkupottinn en bæði lið þeirra fengu heimaleiki. Dregið var núna í hádeginu kl. 12
 
Liðin sem drógust saman

4-liða úrslit · Konur 25.-27. jan
Hamar -  Valur 
Snæfell -  Keflavík 

4-liða úrslit · Karlar 25.-28. jan
Keflavík -  Grindavík 
Snæfell -  Stjarnan 

15.01.2013 09:39

Yfirlit ársins 2012 hjá Skotgrund

03.05.2012 - Frá aðalfundi félagsins - Á myndina vantar Guðna Má og Tómas Frey.

 

Það má segja að það hafi verið í nógu að snúast á liðnu ári, en hægt er að lesa nánar um allar framkvæmdir á bloggsíðu/fréttasíðu félagsins.  Gaman getur verið fletta í gegnum fréttir frá árinu og rifja upp það sem liðið er, því margur er fljótari að gleyma en hann heldur.  Einnig er hægt að skoða myndir af öllum framkvæmdum í myndaalbúminu hér á síðunni.

 

Vonandi verður ekki slöku slegið við á nýju ári, en á meðan beðið er eftir vorinu er tíminn nýttur í að undirbúa fyrir væntanlegar framkvæmdir sumarsins, ljúka við að skrásetja sögu félagsins og bæta heimasíðu félagsins.  Við hana bættist t.d. nýlega nýr tengill sem heitir "æfingasvæðið" auk þess sem tekin var saman tölfræði yfir fjölda félagsmanna gegnum tíðina.  Það er gleðilegt að sjá hversu mikil fjölgun hefur  orðið í félaginu á undanförnum árum og mun sú þróun vonandi halda áfram með bættri aðstöðu.  Að lokum viljum við þakka félagsmönnum fyrir samfylgdina á liðnu ári og hvetja þá til að vera duglega að mæta á æfingasvæðið á nýju ári.  Jafnfram viljum við bjóða alla áhugasama velkomna í félagið.

 
 
SKOTGRUND

15.01.2013 09:36

Framlengt í Breiðholtinu

Karlakarfan - 14. janúar 2013

Snæfellsstrákar lönduðu sigri á ÍR í framlengingu 93-102 í Seljaskóla í kvöld.Staðan eftir 40 mínútur var 87-87. Sveinn Arnar geigaði á tveimur vítum þegar 27 sekúndur voru eftir og Eric Palm klikkaði á tveggja stiga skoti undir lokin fyrir ÍR. Rafmagnaðar lokasekúndur en Snæfell tók framlenginguna 6-15 og kláraði dæmið.

 

Ólafur Torfa var að salla niður körfum og endaði stigahæstur með 25 stig, flottur leikur hjá honum.

 

Tölfræði leiksins

 

ÍR-Snæfell 93-102 (16-26, 28-22, 19-17, 24-22, 6-15)


ÍR: Eric James Palm 34/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 12, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst, Nemanja Sovic 7, Ellert Arnarson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 1/8 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 0, Ragnar Bragason 0, Tómas Aron Viggóson 0, Þorgrímur Emilsson 0.


Snæfell: Ólafur Torfason 25, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Óttar Sigurðsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0.

13.01.2013 17:28

Stórsigur á Þór í Poweradebikarnum

Kvennakörfufréttir - 12. janúar 2013

Snæfellsstúlkur áfram í Poweradebikarnum eftir stórann sigur á Þór Akureyri 104-27 en Þór spilar í 1. deild kvenna. Snæfell leiddi í hálfleik 59-10.

 

Gangur leiksins: 2:9, 2:20, 2:25, 2:31, 6:39, 8:42, 10:55, 10:59, 10:63, 14:67, 14:71, 20:76, 24:80, 26:88, 27:96, 27:104.Þór Ak.: Rut Konráðsdóttir 9, Rakel Rós Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Linda Hlín Heiðarsdóttir 4/6 fráköst, Helga Þórsdóttir 4/5 stolnir, Erna Rún Magnúsdóttir 4, Svava Ósk Daníelsdóttir 2.


Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 20/6 fráköst, Rósa Indriðadóttir 18, Kieraah Marlow 17/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 5, Hildur Sigurðardóttir 4/5 fráköst/11 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Aníta Rún Sæþórssdóttir 0/9 fráköst.

Tölfræði leiksins.

Myndir úr leiknum

11.01.2013 22:32

Sigur á Fjölnisstúlkum

Kvennakörfufréttir - 9. janúar 2013

Snæfellsstúlkur komu til baka eftir tap gegn Val á heimavelli í síðasta leik og sigruðu Fjölni 67-60. Snæfellsstúlkur komust vel yfir í byrjun 5-18 og byrjuðu sannfærandi voru yfir í hálfleik 26-31 en Fjölni sótti þá aðeins á.  Fjölnir komst yfir í fjórða leikhluta 45-44 og leikurinn var i járnum. Snæfell hafði þó lokamínúturnar í forystu og lenti sigri.

 

Tölfræði leiksins

 

Fjölnir-Snæfell 60-67 (13-22, 13-9, 17-13, 17-23)
 
Fjölnir: Britney Jones 36/4 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 7/8 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 4/7 fráköst, Eva María Emilsdóttir 3/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0, Telma María Jónsdóttir 0.

 

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/11 fráköst, Kieraah Marlow 16/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/14 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Rósa Indriðadóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.


11.01.2013 17:26

Styrkur Íþrótta, hádegisfundur UMFÍ og ÍSÍ

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ

hadegisfundurSTYRKUR ÍÞRÓTTA
Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.  

 

 

Fimmtudaginn 17. janúar munu ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst hann kl.12:10. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs og styðjast við niðurstöður rannsókna Rannsókna & greiningar, sl. 20 ár.

 

 

Þá mun Íris Mist Magnúsdóttir Evrópumeistari í hópfimleikum ræða um hvað íþróttaiðkun hefur gefið henni. Að lokum mun Daði Rafnsson yfirþjálfari knattspyrnu hjá Breiðabliki segja frá því hvernig félagið vinnur að íþróttalegu uppeldi með stóra hópa bæði innan og utan vallar. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ.

 

 

Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

07.01.2013 09:18

Víkingur Íslandsmeistarar í Futsal


Í karlaflokki tryggði Víkingur Ólafsvík sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins með 5-2 sigri á Val í úrslitaleik.

Ólafsvíkingar leiddu 1-0 í hálfleik og í síðari hálfleik var leikurinn alltaf í þeirra höndum.

Víkingur Ólafsvík 5 - 2 Valur (Karlaflokkur)
1-0 Alfreð Már Hjaltalín
2-0 Eyþór Helgi Birgisson
2-1 Kolbeinn Kárason
3-1 Eyþór Helgi Birgisson
4-1 Dominik Bajda
4-2 Rúnar Már Sigurjónsson
5-2 Brynjar Kristmundsson

Til hamingju Víkingar með glæsilegan árangur
Guðmundur Steinn Hafsteinsson fyrirliði Ólafsvíkinga hampar sigurlaununum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Víkingur Ólafsvík Futsal meistarar karla 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31