Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 10:16

Sigur á Fjölnisstúlkum

Tvö stig í hús Snæfells

\

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir.

Fjölnir: Britney Jones, Bergdís Ragnarsdóttir, Heiðrún Harpa, Bergþóra Tómasdóttir, Fanney Lind. 

 

Snæfell byrjaði af krafti og virtust ætla sér að keyra þetta í gang strax. Fjölnisstúlkur voru heldur betur ekki á því eftir smá samtal við Ágúst þjálfara og komust þær yfir 5-6 og gerðu leikinn fyrir vikið spennandi og skemmtilegan. Fjölnir komst með fínni vörn í 11-14 og Snæfell hitti ekki vel en staðan hefði verið önnur ef eitthvað hefði farið ofaní en sóknarleikurinn varð staður og rýr. Snæfell fóru þá til skrafs og ráðagerða sem kom þeim tilbaka um fimm stig og með þremur frá Öldu komust þær í 16-14 og enduðu fyrsta hluta á að leiða 20-18 og Fjölnir voru að veita góða keppni.

 

Fjölnir komust aftur yfir og fór Fanney Lind að setja góðar körfur ásamt Britney Jones sem gaf þeim forystu 24-31. Þá kom að kafla Snæfells sem jöfnuðu 33-33 með góðum skotum Öldu og Hildar Sig en sóknarleikurinn var að fá meiri hreyfingu og vörnin með góð stopp. Hildur Sig og Berglind Gunnars sáu til þess að Snæfell kæmist í 39-33 með stóru skotunum en Kieraah Marlow sallaði niður undir körfunni og áttu því flottan kafla sem steinlá 14-0. Snæfell leiddi í hálfleik 41-35 og voru orðnar heitar.

 

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow komin með 14 stig og 8 fráköst og næst henni voru Hildur Sig, Alda Leif og Berglind Gunnars með 8 stig hver. Í liði Fjölnis var Britney Jones komin með 13 stig, Fanney Lind 8 stig og Bergdís Ragnars 6 stig.

 

Snæfell komst í 47-39 í upphafi þriðja hluta en gáfu svo oft eftir í sóknum sínum líkt og í upphafi fyrri fjórðunga í leiknum eða eins og má líka færa þetta upp að Fjölnir spilaði ágætis varnarleik. Það kom þó ekki að sök því þær náðu að halda Fjölni fyrir aftan sig í þetta skiptið þó ekki skildi mikið að 54-48. Snæfell leiddi 65-56 eftir þriðja fjórðung.

 

Snæfell leiddu leikinn 77-66 og voru alltaf þessu skrefi á undan þegar þær höfðu uppskorið forystuna. Liðin voru að skiptast á að skora í fjórða hluta og jafnræði með liðunum en ekkert sem ógnaði forystu Snæfells frá Fjölnisliðinu sem áttu erfitt með að elta um 10 stiga muninn uppi og Snæfell gerðu það sem þær þurftu til að klára leikinn 92-76. Fjölnir heldur því áfram að glíma við að verkefni að verma botnsætið en sýndur samt að þær eiga sitthvað inni. Snæfell hins vegar í öðru sætinu sem fyrr og ætla sér að landa því hið minnsta.

 

Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 25/7 frák/10 stoðs. Alda Leif 17/5 frák/5 stoðs. Bergænd Gunnarsdóttir 10/4 frák. Hildur Björg 9/10 frák/6 stoðs. Helga Hjördís 3/4 frák. Rósa Kristín 2. Aníta Rún 0. Rebekka Rán 0. Brynhildur Inga 0. Sara Sædal 0.

 

Fjölnir: Britney Jones 36/3 frák/5 stoðs. Fanney Lind 14/6 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 frák. Hrund Jóhannsdóttir 6/7 frák. Bergþóra Tómasdóttir 6. Eyrún Líf 2. Heiðrún Harpa 0. Dagbjört Helga 0. Margrét Loftsdóttir 0. Hugrún Eva 0. Eva María 0.

 

Símon B. Hjaltalín.

 

 

 

26.02.2013 11:24

Snæfell tapaði á Króknum

26.02.2013 01:19 nonni@karfan.is
Tindastóll atti kappi við Snæfellinga þetta mánudagskvöld í Síkinu á Sauðárkróki, í virkilega mikilvægum leik, sérstaklega fyrir heimamenn sem eru í blóðugri fall/úrslitakeppnisbaráttu. Liðin létu óvenjulegan leiktíma ekki trufla sig mikið nema síður sé, og buðu upp á algjöra eðal skemmtun fyrir alltof lítinn pening. Eigilega skandall að áhorfendur hafi bara borgað þúsund kall fyrir miðann.
 
Mikið tempó var strax í upphafi leiks, og bæði lið voru í háum gír. Tindastólsmenn voru spila hraðann bolta en Snæfellingar héldu vel í Stólana með Sigurð Þorsteinsson og Jay Threatt baneitraða fyrir utan bogann og refsuðu grimmilega í hvert einasta skipti sem Stólarnir náðu ekki að stíga út í þá. Síðan þegar Pálmi, Amaroso og Nonni Mæju náðu allir að setja einn þrist í púkkið hver undir lok annars leikhluta náðu Snæfellingar smá forskoti og leiddu kurteisislega í hálfleik 39-46 með 10 af 20 í þriggja stiga skotum.
 
Seinni hálfleikur byrjaði rólega og liðin tóku nokkrar mínútur í að byrja leikinn aftur. Það má segja að leikurinn hafi hafist fyrir alvöru þegar Helgi Rafn fékk opinn þrist um miðjan þriðja leikhluta og skellti honum ofan í og setti stöðuna í 45-48. Það kveikti vel í rassinum á Tindastólsmönnum, þeir þéttu vörnina og tóku völdin á vellinum með Helga Rafn algjörlega þyrlutrylltan inn á. Leikhlutinn endaði 22-13 fyrir Tindastól og því byrjuðu þeir fjórða leikhluta með tvö stig í plús, 61-59.
 
Fjórði leikhluti var síðan algjörlega í járnum, þannig mátti sjá þessar tölur í leikhlutanum: 61-61, 63-63, 65-65, 67-67 og 69-69. Það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir sem Stólarnir fóru að búa til meira en einnar sóknar gat. Bræðurnir Svavar og Hreinn settu niður stig á þessum kafla og fögnuðu þannig enn einum bróðurinum sem kom í heiminn fyrir viku síðan en stærsta karfa leiksins kom þegar tvær mínútur voru eftir. Þá setti Helgi Freyr niður rándýran þrist sem breytti stöðunni í 78-71 og Snæfellingar komnir með bakið við tvo veggi.
 
En leikurinn var langt í frá búinn því Snæfellingar voru engan veginn búnir að gefast upp. Lokamínútan var eftir og eins og allir vita gerast ævintýrin þar. Eftir tvo vítaskot frá Threatt og Gibson, setti Siggi Þorvalds niður rosalegan þrist þegar 40 sek voru eftir og staðan 80-78. Helgi Rafn komst á vítalínuna hinum meginn en skotin fóru forgörðum og því fengu Snæfellingar frábært tækifæri til að jafna leikinn eða jafnvel eitthvað meira.
 
Snæfellingar tóku sér góðan tíma í sókninni sem endaði þannig að brotið var á Amaroso þegar 8 sekúndur voru eftir sem gaf Amaroso tækifæri til að spreyta sig á vítalínunni. Fyrra skotið fór ofan í, 80-79 og allt algjörlega stjörnuvitlaust í Síkinu og víðar.Taugarnar héldu hins vegar ekki hjá Amaroso og áhorfendum tókst að öskra seinna vítið af hringnum. Snæfellingar brutu strax á Helga Rafni sem kom stöðunni í 81-79.
 
Snæfellingar fengu 7 sekúndur til að jafna. Jay Threatt keyrði upp að körfunni og fékk algjörlega opið sniðskot á síðustu sekúndinni... en aftur tókst áhorfendum að öskra skotið uppúr hringnum og þannig fór sem fór, 81-79, góður og líklega sanngjarn sigur Tindastólsmanna.
 
Helgi Rafn fór algjörlega fyrir sínum mönnum, bæði í vörn, sókn, í upphitun, á bekknum, í hálfleik og eftir leik og átti mestan heiðurinn af því að orustan um teiginn fór 40-22 fyrir Stólunum í kvöld. Þá átti Tariq Johnson góðan leik fyrir Stólanna en hann var ansi grimmur í kvöld og náði að pota inn 21 stigi. Annars var þetta einn af þessum liðsheildarsigrum hjá Stólunum þar sem leikurinn vannst í vörninni. Seint vanmetinn þessi varnarleikur.
 
Hjá Snæfellingum voru Amaroso með 16/16 og Jay Threatt með 30/4/5 lang öflugastir, með smá hjálp frá Sigurði og Pálma. Snæfellingar sýndu mikinn karakter í lokin en ekki var það nóg í þetta sinn og Tindastólsmenn fagna í kvöld.
 
 
Umfjöllun/ BIÓ

22.02.2013 11:30

Herrakvöld Víkings 2 mars

Herrakvöld 2013

Hið árlega Herrakvöld Víkings verður haldið laugardaginn 2. mars næstkomandi. Líkt og undanfarin ár þá verður dagskráin með hefðbundnu sniði. Ræðumaður kvöldsins verður að þessu sinni Jakob Skúlason stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Dregið verður í leikmannahappadrætti, formaður flytur ræðu auk þess sem uppboðið verður á sínum stað.

Sveinn Waage skemmtikraftur og fyrrum fyndnasti maður Íslands mun sjá um að stjórna herlegheitunum eins og honum einum er lagið. Matseðill kvöldsins verður ekki af verri endanum en Jón á Hótel Hellissandi mun sjá um að reiða fram hið margrómaða sjávarréttahlaðborð.

Matseðillinn:

- Forréttur: Fiskisúpa að hætti kokksins

- Aðalréttir: Bláskel í kóríander,chilli,hvítlauk og bjórBeikonvafinn SkötuselurSteinbítur í piparsósuRauðspretturúllur á hvítu smjöriSaltfiskur með sólþurrkuðum tómötum,ólifum og vorlauk

- Meðlæti: Salat og nýbakað brauð

Að hefðbundinni dagskrá lokinni verður húsið opnað almenningi þar sem DJ-Gpopps mun þeyta skífum fram eftir nóttu.

22.02.2013 11:27

Víkingur og VÍS

VÍS verður öflugur bakhjarl Víkings í Ólafsvík næstu tvö ár, en eins og flestir vita þá etja Víkingar í fyrsta sinn kappi við bestu lið landsins í efstu deild á næsta sumar. Á heimasíðu VÍS segir:

Knattspyrnulið Víkings hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár fyrir frammistöðu sína á vellinum og uppgang. Hápunktinum var náttúrlega náð í fyrra þegar félagið tryggði sér sæti í Pepsideildinni með glæsibrag. Það verður gaman að sjá Ólafsvíkinga spreyta sig á meðal þeirra bestu næsta sumar og við óskum þeim að sjálfsögðu velfarnaðar í baráttunni. VÍS er með öfluga starfsemi um allt land og við leggjum metnað okkar í að styðja við bakið á liðum sem víðast eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Nú erum við stoltir bakhjarlar tveggja liða á Vesturlandi sem leika í efstu deild", segir Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og vísar þar til ÍA.

Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings er ánægður með samninginn. "Ég held að öllum sé ljóst hversu kostnaðarsamt er að halda úti öflugu knattspyrnuliði, svo ekki sé talað um úti á landi og í efstu deild. Það er því mikill fengur að VÍS sjái sér hag í vera bakhjarl okkar. Við gerum okkar besta til frambúðar að halda nöfnum beggja hátt á lofti."

Á myndinni handsala Gunnar Örn Arnarson frkvstj. Víkings, Auður Björk Guðmundsdóttir frkvstj. Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings samninginn.

Olafsvik_web

22.02.2013 11:00

Sigur á Fjölni í Fjárhúsinu

21. febrúar 2013
Fyrsti hluti kláraði dæmið.Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Sigurður Þorvalds, Ryan Amoroso, Jay Threatt.
Fjölnir: Chris Smith, Isacc Miles, Magni Hafsteins, Arnþór Freyr, Tómas Heiðar.

Snæfell komst í 7-0 strax í upphafi og Fjölnismenn voru óákveðnir í sínum leik og Snæfell bætti í 17-2 með góðum varnarleik og of auðveldum sóknarleik. Fjölnir hitti illa og voru alveg á hælunum í sóknum sínum og alls ekki sannfærandi varnarleikur einnig í þessari baráttu, ef menn ætla að vera áfram með í baráttunni í efstu deild. Þetta gerði allan leik Snæfells auðveldari en þeir fóru með krafti í upphaf leiksins og börðust vel og voru yfir 29-9 eftir fyrsta hluta.

Fjölnir rankaði aðeins við sér og þeir skoruðu næstu 9 stig á tveimur mínútum og leikur þeirra glæddist eilítið með Chris Smith í fararbroddi en Björgvin og Róbert voru að leika vel líka. Snæfell hns vegar voru búnir að koma sér þokkalega fyrir í bílstjórasætið og leidu 44-27 þar sem Pálmi, Ryan og Nonni leiddu í skoruðum stigum en liðsheildin var var mjög sannfærandi stjórnað af Jay Threatt. Snæfell leiddi áfram með 20 stigum í hálfleik 56-36.

Ryan Amoroso var kominn með 16 stig og 9 fráköst, Pálmi 11 stig og Jay 10 stig fyrir Snæfell. Hjá Fjölni var Chris Smith kominn með 13 stig, Arnþór og Róbert sín hvor 6 stigin.

Leikurinn var orðinn jafnari þó sami 20 stiga munur væri á liðunum og Snæfell gaf örlítið eftir og virtust vandræðalausir en sýndu stundum værukærð þrátt fyrir forystu og leiddu 77-61 eftir þriðja hluta.
Leikurinn var svo sem ekki bitmikill og öngvar kaflaskiptingar sveipuðu leikinn sem var spilaður í fjórða hluta næstum að því marki að klára hann og liðin skoruðu svotil á víxl. Það var fyrsti hluti sem drap þetta fyrir Snæfell og eftir það var jafnræði í leiknum. Pálmi lék sér að druta þristum í lokin og kom Snæfelli í 100-75 og Snæfell keyrðu vel á síðustu mínúturnar. Snæfell sigraði sannfærandi 108 -77.

 

Snæfell: Ryan Amoroso 25/17 frák. Jay Threatt 21/6 frák/14 stoðs. Pálmi Freyr 17. Jón Ólafur 13/8 frák/4 stoðs. Sveinn Arnar 11/4 frák. Ólafur Torfason 8/4 frák. Stefán Karel 6. Sigurður Þorvaldsson 4/5 frák. Þorbergur Helgi 3. Tinni 0. Hafþór Ingi 0. Jóhann Kristófer 0.

Fjölnir: Christopher Smith 30/12 frák. Björgvin Hafþór 10/8 frák. Róbert Sigurðsson 8/6 frák. Isacc Miles 6. Gunnar Ólafsson 6. Tómas Heiðar 6. Arnþór Freyr 6. Ingvaldur Magni 5/4 frák. Hreiðar Bjarki 0. Smári 0. Sverrir Kári 0. Hjalti 0.

 

Tölfræði leiksins


Símon B Hjaltalín.

21.02.2013 14:29

Mikilvægur útisigur í Vodafonehöllinni

20. febrúar 2013
Tvö stig í Vodafonehöllinni

 

Snæfellskonur söxuðu í kvöld forskot Keflavíkur niður í fjögur stig á toppi Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann sterkan sigur á Val í Vodafonehöllinni en Keflavík lá í Hafnarfirði gegn Haukum. Lokatölur að Hlíðarenda voru 46-60 fyrir Snæfell þar sem Kieraah Marlow og Alda Leif Jónsdóttir gerðu báðar 14 stig í liði Hólmara. Jaleesa Butler var stigahæst í liði Vals með 23 stig og 15 fráköst. Heimakonur í Val voru ferskari í fyrsta leikhluta og leiddu 14-11 að honum loknum og Jaleesa Butler komin með 9 stig á 10 mínútum, umtalsvert meira en hún gerði í allan bikarúrslitaleikinn gegn Keflavík!
 

Hólmarar opnuðu annan leikhluta og reyndar alla þrjá eftir fyrsta hluta með hvell. 5-0 syrpa í upphafi annars leikhluta breytti stöðunni í 14-14 og var annar leikhluti öllu áferðafallegri en sá fyrsti, meira skorað og meiri hraði. Ragna Margrét Brynjarsdóttir jafnaði leikinn í 26-26 fyrir Val og heimakonur leiddu svo 30-29 í hálfleik en þeim fyrri lauk á ruðningi sem Kieraah Marlow fékk dæmdan á sig við lítinn fögnuð Hólmara sem töldu að brotið hefði verið á henni og fóru gestirnir ekki par sáttir inn í leikhlé.
 

Jaleesa Butler var með 19 stig í liði Vals í fyrri hálfleik en Kieraah Marlow var með 10 stig í liði Snæfells.
 

Hólmarar mættu ákveðnir inn í síðari hálfleik, Alda Leif Jónsdóttir skellti niður þrist og Hildur Björg Kjartansdóttir kom með skot við endalínuna skömmu síðar og Snæfell heilsaði með 7-0 hvell áður en Valskonur komust á blað. Valskonur beittu mikið svæðisvörn í þriðja leikhluta og hún fór á stundum illa í gestina sem leiddu engu að síður 42-46 fyrir fjórða og síðasta leikhluta og unnu því þriðja leikhlutann 12-17.
 

Í fjórða leikhluta kom enn ein óskabyrjun á leikhluta hjá Snæfell, 8-0 hviða og staðan orðin 42-54 fyrir Snæfell þar sem Berglind Gunnarsdóttir gerði sex stig í röð fyrir gestina úr þriggja stiga skotum. Jaleesa Butler gerðu fyrstu stig Vals í leikhlutanum eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Sóknarleikur Valskvenna var flatur, mikið mæddi á Butler og lítið mál fyrir sterka Snæfellsvörn að verjast einum leikmanni lengst af. Lokatölur reyndust 46-60 Snæfell í vil þrátt fyrir að Marlow hafi verið í mesta basli í teignum, lítið fékk hún sóknarlega og þegar hún náði skoti voru þau mörg hver sem dönsuðu af hringnum, teignýting í daprari kantinum hjá þessum sterka leikamnni.
 

Þegar öllu er á botninn hvolft vann Snæfell leikinn sem lið á meðan Valskonur gleymdu sér oft og ætluðust til fullmikils af Butler og fyrir vikið brast takturinn.

 

Valur-Snæfell 46-60 (14-11, 16-18, 12-17, 4-14)


 
Valur: Jaleesa Butler 23/15 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst/6 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Berglind Karen Ingvarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0/5 fráköst/8 stoðsendingar.
 
 

Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 14/6 fráköst, Kieraah Marlow 14/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 8/11 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Indriðadóttir 3, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun og myndir frá Karfan.is

 

14.02.2013 23:47

Blakmót í Stykkishólmi um helgina


Um helgina verður leikin önnur umferð 4. 5. og 6 deildar Íslandsmótsins í blaki kvenna í Stykkishólmi. Hingað eru að koma 22 blaklið og verður keppt frá 08:00 til 19:00 á laugardeginum og frá 08:00 til 15:00 á sunnudeginum.

Þið látið ykkur því ekkert bregða þó her af drottningum gangi hér um stræti og torg með hnéhlífar og svitabönd um helgina, talandi um hávarnir og smass. Snæfell er með lið í fjórðu deildinni og eigum við leiki á laugardag kl. 09:00, 11:00 og 15:00 og á sunnudag kl. 10:00 og 12:00. Snæfell er í öðru sæti í sinni deild og ætlar að leggja mátt sinn og megin í það að komst í fyrsta sætið eftir þetta mót.

Við erum klárlega með langflottasta hópinn á mótinu og við vitum að með samvinnu getum við tekið þetta alla leið og unnið deildina í þriðju umferð mótsins sem verður í mars! Liðið er búið að æfa vel í vetur þó við höfum misst leikmenn í löng veikindaleyfi, leyfi til að vera í þorrablótsnefnd og svo ýmis leyfi (sá flokkur er fyrir önnur leyfi en áður nefnd, og hafa nokkrir leikmenn nýtt sér hann).

En það er seigt í okkur og liðið búið að mæta vel á nýju ári og er klárt fyrir mót!

Endilega komið, fáið ykkur kaffi og kruðerí í sjoppunni okkar, og horfið á bestu íþrótt í heimi spilaða í íþróttahúsinu um helgina :)

Auk lið Snæfells eru Grundfirðingar með 2 lið sem taka þátt í mótinu


Meira...

14.02.2013 22:10

Konur óskast í knattspyrnu

Kvennalið Víkings Ólafsvík auglýsir eftir leikmönnum
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift leikmannasamninga hjá Víkingi milli jóla og nýárs.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Síðastliðinn nóvember var meistaraflokkur Víkings Ólafsvík settur á laggirnar og hefur liðið nú æft saman í rúma tvo mánuði. Liðið er skipað ungum og efnilegum stelpum í bland við reyndari leikmenn sem hafa ákveðið að taka skóna niður af hillunni.

Nú er svo komið að liðið leitar að frekari liðsstyrk fyrir átök sumarsins en liðið mun leika í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Sem stendur er liðið án markmanns sökum þess að eini markvörður liðsins glímir við erfið meiðsli og ekki ljóst hvenær hún getur snúið aftur.

Mikill metnaður er til staðar og því um að ræða gott tækifæri fyrir stelpur sem vilja bæta sig sem knattspyrnukonur. Félagið skuldbindir sig til að útvega bæði atvinnu og húsnæði fyrir réttu einstaklingana.

Áhugasamir hvattir til að hafa samband við framkvæmdastjóra félagsins, Gunnar Örn Arnarson á netfönging goarnarson@gmail.com eða vikingurol@gmail.com

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/14-02-2013/kvennalid-vikings-olafsvik-auglysir-eftir-leikmonnum#ixzz2KujaHCQy

14.02.2013 01:13

4fl kvenna með Silfur á Íslandsmót í Futsal


2. flokkur kvenna futsalStelpurnar í 2. flokk kvenna léku til úrslita í Íslandsmótinu í Futsal nú um helgina en leikið var í Ólafsvík. Stelpurnar voru í riðli með Breiðablik, Haukum og Valskonum en þar sem rúta Valskvenna bilaði rétt fyrir utan Borgarnes drógu þær sig frá keppni.

Í fyrri leik liðsins máttu stelpurnar sætta sig við 3-1 tap gegn Breiðablik. Gegn Haukum var annað upp á teningnum og tókst stelpunum að innbyrða glæsilegan 4-1 sigur.

Það fór því svo að þær kræktu sér í silfur og þær vel að því komnar. Til hamingju stelpur!

13.02.2013 23:45

Aðalfundur Jökuls

Aðalfundur Golfklúbbsins Jökuls verður haldinn í Hraðfrystihúsi Hellissands miðvikudaginn 20.febrúar kl 20

Félagsmenn hvattir til að mæta


13.02.2013 23:30

Vestarr tók fullan þátt í síldarævintýrinu

Síldarævintýrið 2013.

Nú eru komnar inn myndir af síldartínslunni sem var síðasta laugardag. Mikið fjör og mikið grín og mikið gaman og mikið tínt af síld eða heil 18 tonn.
Fleiri myndir hér.
Skrifað af SR

12.02.2013 20:28

Stúkan stækkuð í Ólafsvík

Framkvæmdir hafnar við stúkuna í Ólafsvík


12. febrúar 2013

Í sumar mun Víkingur Ólafsvík spila í Pepsídeildinni í fótbolta og þarf af þeim sökum að fjölga sætum í stúku Ólafsvíkurvallar, vegna reglna KSÍ, úr 330 sætum í 500. Framkvæmdir við völlinn þurfa að klárast fyrir 5. maí þegar Víkingur mætir Fram í fyrsta heimaleik Víkings í deildinni. Framkvæmdir eru nú hafnar og þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í síðustu viku voru starfsmenn TS vélaleigu að vinna að jarðvegsskiptum undir stækkun stúkunnar. Það er fyrirtækið Nesbyggð sem heldur utan um framkvæmdirnar. Auk þess að stækka stúkuna var bætt við niðurföllum, varamannaskýlin verða stækkuð, klára á aðstöðu fyrir fjölmiðlamenn og girða á völlinn af.

 

12.02.2013 20:24

Sigur á KFÍ eftir framlengingu

11. febrúar 2013

Snæfell mætti KFÍ á Ísafirði í Domino's deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Snæfell, sem nú deilir toppsæti deildarinnar með Grindavík, þótti sigurstranglegra en KFÍ hefur verið í botnbaráttu í deildinni nánast allt tímabilið.

Snæfell byrjaði vel og náði sex stiga forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og náðu yfirhöndinni áður en leikhlutinn var úti en staðan var 26-21 þegar annar leikhluti hófst. Snæfellingar sýndu hins vegar styrk sinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gerðu þrjátíu stig gegn 16 stigum KFÍ. Staðan var því 42-51 í hálfleik.

 

 

 

 

Snæfell var komið í vænlega stöðu og virtist hafa örugg tök á leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Að þriðja leikhluta loknum var staðan 65-79 Snæfelli í vil og virtust stigin tvö komin í höfn. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp svo auðveldlega og mættu grimmir til leiks í fjórða leikhluta. Eftir hreint ótrúlegan sóknarleik náðu þeir þriggja stiga forystu í stöðunni 94-91 og hafði Snæfell einungis rúma sekúndu til að jafna leikinn. Spennan var því gífurleg meðal áhorfenda þegar Jay Threatt tók næsta skot rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og jafnaði leikinn með ótrúlegri flautukörfu. Staðan var orðin 94-94 og leikurinn framlengdur.

Snæfellingar höfðu að lokum betur í framlengingunni og var lokastaðan 106-110.

Stigahæstur í liði Snæfells var Sigurður Á. Þorvaldsson með 34 stig og tólf fráköst. Næstur kom Jón Ólafur Jónsson með 22 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Ryan Amaroso gerði 19 stig og tók 17 fráköst, Jay Threatt 16 stig og fimm stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson tíu stig og sex fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson fimm stig og Stefán Karel Torfason fjögur stig. Í liði KFÍ var Damier Erik Pitts langstigahæstur með 38 stig.

Næsti leikur Snæfells er gegn Fjölni í Stykkishólmi fimmtudaginn 21. febrúar næstkomandi en eftir sigurinn er Snæfell, sem áður sagði, komið á topp deildarinnar við hlið Grindavíkur með 24 stig. 


 

10.02.2013 16:02

Tap gegn KR

9. febrúar 2013
Snæfell slakaði á taumnumAfmælisstúlkan og Hólmarinn Björg Guðrún Einarsdóttir kom með KR stúlkurnar með sér í Stykkishólm í einn stórleik umferðarinnar. KR og Snæfell hafa unnið sinnhvorn heimaleikinn í vetur, í Hólminum 71-62 fyrir Snæfell og í Vesturbænum 93-67 fyrir KR og eru KR stúlkurnar 17+ í innbyrðisviðureign liðanna en eru í 4. sæti með 24 stig en Snæfell í 2. sæti með 32 stig fyrir leikinn í dag.Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir.
KR: Helga Einarsdóttir, Guðrún Gróa, Shannon McCallum, Sigrún Sjöfn, Björg Guðrún.

Snæfell komst með góðum skotum í 8-2 og svo 11-4 með þristum frá Öldu Leif og Berglindi Gunnars og voru að leysa sóknir sínar mjög vel en KR voru örlítið á eftir í fráköstum og vörn. KR náði að koma og saxa á en Shannon McCallum kom þeim nær 15-12. Það var Shannon sem hélt uppi sóknum KR en hún hafði skorað 12 stig eftir fyrsta hluta þar sem Snæfell leiddi 25-21. Alda Leif hjá Snæfelli hafði sett 10 stig.

Það var skýfall í húsinu þegar Snæfell ringdi þristum frá Öldu Leif, Hildi Björg og Hildi Sig og komust þær í 36-21 strax í upphafi annar hluta og tóku 11-0 áhlaup á meðan KR kom engum vörnum við. Það var ekki fyrr en Snæfell fór að gera allskonar vitleysur í sóknum sínum og McCallum fór að halda áfram að skora hjá KR að þær komust aftur nær 36-31 og héldu sig ekki langt undan eða um 9 stigum 41-33 undir lok annars hluta. Hildur Björg smellti tveimur stigum á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og Snæfell leiddi 43-35. Berglind Gunnarsdóttir fór úr axlarlið í leiknum og kom ekki meira við sögu.

Alda Leif var atkvæðamest Snæfellinga með 12 stig og Kieraah Marlow með 10 stig og 8 fráköst. Hildur Björg fylgdi fast á eftir með 9 stig og 5 fráköst. Í liði KR var Shannon McCallum allt í öllu og það gerðist lítið ef hún skoraði ekki fyrir þær og var komin með 22 stig og 4 fráköst, næst var Helga Einarsdóttir með 5 stig.

Sigrún Sjöfn minnti á sig þegar hún lagaði stöðuna 43-40 með þrist og forksot Snæfells hafði verið étið upp þar sem KR hafði náð 2-10 í upphafi þriðja hluta og bullandi séns hjá báðum liðum 45-45 en Snæfell voru að missa boltann of oft. KR komst yfir 47-48. KR leiddi eftir þriðja fjórðung 54-56 en McCallum, sem fyrr, sú sem þurfti að stoppa fyrir Snæfell en hún var komin með 33 stig.

Snæfellsstúlkur hentu frá sér tækifærum og KR komst í 54-65 í upphafi fjórða hluta og settust í bílstjórasætið en Snæfell hættu einfaldlega að hitta og taka góð skot. McCallum smellti einum þrist á skotflautu 56-68 og þyngdi róður heimastúlkna sem höfðu gert sér erfitt fyrir með að slaka á varnarleiknum og leiknum almennt. KR sigraði með sterkum leik í seinni hálfleik 64-72.

Það má segja frekar að Shannon McCallum hafi séð um Snæfell í þessum leik með 45 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta en KR náði stoppa vörninni þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið eitthvað góður. Maður veltir því fyrir sér hvort McCallum sé með svona lélegann umboðsmann því hún er nokkrum hæðum ofar en aðrir. Snæfellsstúlkur hins vegar hentu þessu frekar frá sér í seinni hálfleik með allt öðrum leik en í þeim fyrri og þurfa að hugsa um það.

Snæfell: Alda Leif 20/9 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 14/11 frák/3 stoðs. Kieraah Marlow 13/13 frák. Hildur Björg 11/5 frák. Berglind Gunnarsdóttir 3/5 stoðs. Rósa Kristín 3. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Sara Sædal 0. Brynhildur Inga 0.

KR: Shannon McCallum 45/11 frák/3 stoðs/7 stolnir. Sigrún Sjöfn 10/9 frák. Helga Einarsdóttir 7/4frák. Guðrún Gróa 6/10 frák. Björg Guðrún 2/3 frák/3 stoðs. Hrafnhildur Sif 2. Anna María 0. Rannveig Ólafs 0. Sara Mjöll 0. Salvör Ísberg 0.


Tölfræði leiksins

 

Símon B. Hjaltalín.

08.02.2013 17:16

Frjálsíþróttaæfing á Akranesi

Kæru iðkendur og foreldrar!


Fyrsta samæfing ársins á vegum SAMVEST-samstarfsins verður haldin á Akranesi laugardaginn 9. febrúar nk.


Æfingin:

  • fer fram í Akraneshöllinni (við hliðina á sundlauginni) Jaðarsbökkum
  • er fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri 
  • hefst kl. 10.00 - lýkur kl. 12.00
  • er í höndum þjálfara á starfssvæðinu okkar

Krakkarnir fá ávexti að lokinni æfingu, en annars er reiknað með að þau hafi með sér nesti. 


Að lokinni æfingu er stefnt að sundferð - frjálsíþróttaráð borgar fyrir krakkana.


Það sem þarf að hafa með: 

  • æfingaföt - muna HSH-bolina J
  • innanhússskór eða þægilegir íþróttaskór
  • hlý föt  til að smeygja sér í, á milli æfinga  - Athugið að það er kalt í Akraneshöllinni!
  • sundföt
  • nesti

Okkur langar að kanna hvaða krakkar hafa áhuga á að mæta - og líka hvort einhverjir foreldrar hafa tök á að keyra.

Endilega látið Kristínu Höllu vita sem fyrst í síma 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Frjálsíþróttaráð UMFG / SAMVEST samstarfið

5. febrúar 2013

Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31