Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 00:21

Íslandsmeistarar í blaki

ÍSLANDSMEISTARAR Í BLAKI 2013.
4.flokkur hjá UMFG varð íslandsmeistari í blaki nú um helgina. Síðasta mót vetrarins fór fram á Akureyri, mikil barátta einkenndi þetta síðasta mót þar sem hrinur fóru uppí 33-31 og leikir tóku upp í 90 mínútur en eðlilegt telst að leikur taki um 40 mínútur. Flottur árangur hjá þessum frábæru spilurum og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni. Að sögn farastjóra þá er þau öll til fyrirmyndar alveg sama hvort verið er að tala um innan vallar eða utan vallar. Krakkar til hamingju með titilinn ykkar. Steinar Þór takk fyrir helgina.
Mynd ÍSLANDSMEISTARAR Í BLAKI 2013. Fjórðiflokkur varð íslandsmeistari í blaki nú um helgina. Síðasta mót vetrarins fór fram á Akureyri, mikil baraátta einkenndi þetta síðasta mót þar sem hrinur fóru uppí 33-31og leikir tóku upp í 90 mínútur en eðlilegt telst að leikur taki um 40 mínútur. Flottur árangur hjá þessum frábæru spilurum og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni. Að sögn farastjóra þá er þau öll til fyrirmyndar alveg sama hvort verið er að tala um innan vallar eða utan vallar. Krakkar til hamingju með titilinn ykkar. Steinar Þór takk fyrir helgina.

14.04.2013 19:58

Ungliðastarf hjá Snæfelling

Þrautabraut og grill

Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 14:00 laugardaginn 20 apríl. Ef einhver getur ekki komið með hest reynum við að aðstoða við að útvega hesta.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar  velkomin.

Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.

Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 fimmtudaginn 18 apríl í netfangið herborg@emax.is eða í síma 893 1584

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja æskulýðsnefnd

Skrifað af Siggu

14.04.2013 19:55

Bæði Snæfellsliðin komin í sumarfrí
Undanúrslitaviðureign KR og Snæfells er lokið með 3-1 sigri KR í rimmunni. Liðin mættust í sínum fjórða leik í DHL Höllinni í dag þar sem KR hafði 68-67 spennuþrunginn sigur á Hólmurum. Leikurinn var mögnuð skemmtun þar sem liðin skiptust á forystunni en þegar upp var staðið náði KR að slíta sig lítið eitt frá á lokasprettinum og það dugði til að tryggja sigurinn. Shannon McCallum átti enn einn skrímslaleikinn með 40 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta!


Fyrrum liðsfélagarnir Jón Ólafur Jónsson og Justin Shouse buðu upp á þriggja stiga hólmgöngu í Ásgarði í kvöld. Þegar reykinn lagði voru það Garðbæingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 97-84 og Stjarnan leikur til úrslita í annað sinn á þremur árum. Snæfell var aldrei langt undan í kvöld en meiðsli Jay Threatt voru þeim einfaldlega um megn þessa tvo síðustu leiki liðsins á tímabilinu. Jarrid Frye var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 27 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Jón Ólafur Jónsson gerði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá Snæfell.
 

10.04.2013 08:53

75 Sambandsþing HSH

75. Héraðsþing HSH var haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar  í gær, 9 apríl.

Þingið var þokkalega sótt en 26 þingfulltrúar sóttu þingið. Þingforseti var Dagný Þórisdóttir og stjórnaði hún þingi af mikill röggsemi. Þingritarar voru þær María Valdimarsdóttir og Harpa Jónsdóttir. Gestir þingsins voru þau Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Helga G Guðjónsdóttir formaður UMFÍ..
Fjórir aðilar fengu afhent starfsmerki en það voru, Hallur Pálsson UMFG, og Anna María Reynisdóttir UMFG, sem fengu silfurmerki UMFÍ. Ásgeir Ragnarsson Vestarr sem fékk silfurmerki ÍSÍ og Þorsteinn Björgvinsson Skotfélagi Grundarfjarðar sem fékk Gullmerki ÍSÍ. Óskum við þeim til hamingju með það.

Á þinginu var samþykkt að hvetja þjálfara félaganna að sækja símennturnarnámskeið sem í boði eru við íþróttaþjálfun og kennslu. Einnig eru þjálfarar hvattir til að auka vægi heilbrigðs lífernis og drengilega framkomu í leik og starfi.

Sveitarfélögum var þakkaður stuðningur við það öfluga íþróttastarf sem unnið er á sambandssvæði HSH og einnig var samþykkt að hvetja ÍSÍ og UMFÍ að halda áfram með ánægjuvogina.

Hermundur Pálsson var endurkjörinn formaður en nokkur breyting varð á stjórn.
Í stjórn komu nýir, Kristján M Oddsson, Garðar Svansson, Sólberg Ásgeirsson og Elín Kristrún Halldórsdóttir.
Úr stjórn viku þau Edda Sóley Kristmannsdóttir, Tómas F Kristjánsson, Þráinn Ásbjörnsson og Hjörleifur K Hjörleifsson og er þeim þökku góð störf í þágu íþrótta og félagsstarfa.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ  Þórey Jónsdóttir (tók við starfsmerki fyrir hönd Ásgeirs) og Þorsteinn Björgvinsson


Hallur Pálsson,  Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Anna María Reynisdóttir

09.04.2013 09:21

Þing HSH 2013


75. Héraðsþing HSH

 

verður haldið Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 18:00

í Samkomuhúsi Grundarfjarðar

 Dagskrá:

 1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til

        Samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

                           a) Fjárhagsnefnd

                           b) Íþróttanefnd

                           c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                               sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

15.             Þingslit.

 

09.04.2013 09:20

Snæfell undir geng Stjörnunni

Karlakarfan - 8. apríl 2013

Jay Threatt hvíldi eftir meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik og ætlar að vera klár í slaginn í Garðabænum á föstudaginn næsta en það voru Stjörnumenn sem tóku þriðja leik liðanna 79-93 og leiða einvígið 2-1 eftir hörkuleik í Hólminum þar sem tæknivillur og óíþróttamannslegar villur fuku um allt hús.
 
Stjörnumenn byrjuðu brattir og leiddu leikinn en Snæfell hélt sig nærri strax í upphafi og voru skrefinu á eftir 11-15. Snæfellsmenn hrukku í gír og Ryan og Sigurður áttu stóru skotin sem jafnaði leikinn 17-17. Hafþór Gunnarsson kom svo með sprengju inn á og kom Snæfelli í 21-17 með tilþrifum. Jarrid Frye sem hafði farið fyrir Stjörnunni fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Snæfell var yfir 25-19. Justin svaraði þá með þrist og staðan 27-22 eftir fyrsta hluta en Snæfell voru að fá fráköstin í röðum......


Meira...

06.04.2013 19:29

Snæfell vann KR, staðan 1-1

Snæfell vann í háspennuleik

Vísir Körfubolti 06. apríl 2013 
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.
Snæfell jafnaði í dag metin gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna með naumum sigri, 61-59, í æsispennandi leik.

KR vann fyrsta leik liðanna í Stykkishólmi og fékk því tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli í dag. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum en munurinn var þó aldrei mikill á milli liðanna. Staðan í hálfleik var 34-30, KR-ingum í vil.

Staðan var 59-55 þegar þrjár mínútur voru eftir og þá tók Snæfell völdin í sínar hendur. Hildur Sigurðardóttir jafnaði metin þegar 29 sekúndur voru eftir og KR hélt í sókn.

En Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klikkaði á skoti og gestirnir fengu boltann þegar sautján sekúndur voru eftir. Kieraah Marlow kom Snæfelli yfir en það var þó enn tími fyrir KR-inga.

Shannon McCallum reyndi þriggja stiga körfu þegar leiktíminn var að renna út en skotið geigaði. Tveggja stiga sigur Snæfells var því staðreynd en þegar uppi var staðið hafði Snæfell skorað sex síðustu stig leiksins.

Marlow skoraði 26 stig fyrir Snæfell og tók tólf fráköst. Berglind Gunnarsdóttir bætti við þrettán stigum fyrir gestina. Hjá KR var McCallum stigahæst með 31 stig en Sigrún Ámundadóttir kom næst með ellefu.

06.04.2013 19:27

Naumt tap gegn Stjörnunni


Bikarmeistarar Stjörnunnar jöfnuðu í kvöld einvígi sitt gegn Snæfell í undanúrlsitum Domino´s deildar karla. Staðan er nú 1-1 eftir annan spennuslag millum liðanna. Justin Shouse fór fyrir Garðbæingum í kvöld og gerði 31 stig í 90-86 sigri Stjörnunnar. Jay Threatt leikstjórnandi Snæfells lék ekki með sínum mönnum síðustu sex mínútur leiksins eða svo en hann kenndi sér eymsla í fæti, hver staðan á honum er skýrist von bráðar. Garðbæingar unnu frákastabaráttuna í kvöld, 51-41, og þar af voru 21 sóknarfrákast en sú barátta var þeim þung í fyrstu viðureign liðanna þar sem bláum tókst ekki að taka eitt einasta sóknarfrákast. Hólmarar voru ófeimnir við að skjóta þristum og hefðu betur ráðist meir að körfunni en heimamenn voru þéttir í teignum að þessu sinni.........


Meira...

05.04.2013 18:20

Stjarnan - Snæfell í kvöld

05.04.nonni@karfan.is
Flestra augu beinast að Ásgarði og Egilsstöðum í kvöld, í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Snæfell í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildarinnar og á Egilsstöðum eigast við Höttur og Hamar í sinni annarri viðureign í undanúrslitum 1. deildar karla.
 
Viðureign Hattar og Hamars hefst kl. 18:30 en Hamarsmenn leiða 1-0 í einvíginu eftir sigur í fyrsta leik í Hveragerði og dugir þeim sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni. Sigur hjá Hetti tryggir þeim oddaleik í Hveragerði.
 
Snæfell leiðir 1-0 gegn Stjörnunni eftir spennusigur í Stykkishólmi í fyrstu viðureign liðanna. Lokatölur í fyrsta leiknum voru 91-90 þar sem Jay ógnvaldur Threatt átti rándýran stolinn bolta og Snæfell fagnaði sigri.
 
Tveir toppslagir í kvöld og vissara að mæta tímanlega í húsin. Hér má svo sjá yfirlit yfir alla leiki dagsins.
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson - Það var fagnað vel í Hólminum eftir fyrstu viðureign Snæfells og Stjörnunnar.

05.04.2013 17:01

5fl kvenna og 4fl karla í futsal um helgina

4. flokkur karla keppir til úrslita í futsal um helgina

4. flokkur karla leikur um helgina til úrslita í futsal þar sem liðið leikur gegn Álftnesingum og Fylkismönnum. Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst fyrsti leikurinn kl. 13:30.

sun. 07. apr        13:30     Innimót - 4. fl. karla Ú1 Snæfellsnes - Álftanes

sun. 07. apr        14:04     Innimót - 4. fl. karla Ú1 Fylkir - Snæfellsnes


Leikir hjá 5. Flokk kvenna um helgina

Heilir og sælir foreldrar góðir.

Stelpurnar í 5. Flokki keppa tvisvar núna um helgina, annars vegar í úrslitakeppni futsalsmótsins sem fer fram á Álftanesi laugardaginn 6. apríl og hins vegar í Faxaflóamótinu á sunnudaginn. Sökum þess að einungis 5 leikmenn eru inn á í einu í futsalkeppninni verða 7 stelpur valdar til að spila í futsal-keppninni á laugardeginum

lau. 06. apr         13:30     Snæfellsnes - Álftanes

lau. 06. apr         14:00     Breiðablik - Snæfellsnes

lau. 06. apr         15:00     Snæfellsnes - UMFL

lau. 06. apr         15:45     Fylkir - Snæfellsnes


Á sunnudeginum (7. apríl) mæta stelpurnar svo Gróttu-stelpum í Faxaflóamótinu á Gróttuvelli kl. 13:00. Þá eiga allar stelpurnar í flokknum að mæta þar sem bæði A og B lið flokksins keppa.

sun. 07. apr        13:00     Grótta - Snæfellsnes

sun. 07. apr        13:50     Grótta - Snæfellsnes05.04.2013 16:45

Bein útsending frá Ólafsvík

Leikur Víkings Ólafsvík og Fram í 1. umferð Pepsideildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 sport þann 5. maí en Hörður Magnússon íþróttafréttamaður greindi frá þessu á Twitter nú rétt í þessu. Þetta verður því í annað sinn sem stöðin sendir beint út frá Ólafsvík, síðast 2010 þegar leikur Víkings og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar var sýndur. Sá leikur endaði með sigri Víkings í vítaspyrnukeppni eins og frægt er orðið.

stod2_sport

Það er rík ástæða til að fagna þessari ákvörðun hjá Stöð 2 sport og ljóst að spennan magnast með hverjum deginum sem líður enda sléttur mánuður í að flautað verði til leiks á Ólafsvíkurvelli.

05.04.2013 16:41

Frjálsíþróttaæfing í Laugardalshöll

Þá er allt að verða klárt fyrir morgundaginn. 
Nokkur praktísk atriði:
 • 13-16.00: Æfing (æskilegt að krakkarnir séu mætt vel fyrir kl. 13)  
 • Þátttaka; nýjustu tölur ca. 40-45 krakkar af öllu svæðinu
 • Þjálfarar af svæðinu/umsjón:  Kristín Halla, UMFG/HSH og Unnur Jónsdóttir, UMSB - (Kristín setur upp æfingaprógramm morgundagsins - ef einhverjar spurningar, þá er hún með s. 899 3043)
 • Gestaþjálfarar (vona að titlarnir séu nokkurn veginn réttir) 
  • Alberto Borges, sprett- og stökkþjálfari hjá ÍR, íþróttafræðingur og fv. landsliðsþjálfari Kúbu
  • Eggert Bogason, kast- og styrktarþjálfari hjá FH
  • Einar Þór Einarsson, hlaupa- og stökkþjálfari hjá FH
  • Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari og Ólympíufari 2012
 • 16.10: Matur í Kaffi  ÍSÍ; kjúklingur, hrísgrjón, salat  (1150 kr. f. börn, 1450 kr. á 15 ára og eldri) 
 • Sunderð - þeir sem vilja - á eigin vegum 
Fullorðnum er velkomið að fylgjast með æfingunni - og velkomið að koma með í matinn eftir æfinguna (bara láta Björgu vita, s. 898 6605 - ég hef samband við kokkinn) 

Framkvæmdaráð (Hrönn, Garðar, Skafti, Björg) þakkar FRÍ sérstaklega fyrir aðstoðina - Takk Þórey Edda fyrir reddingar á gestaþjálfurum! Og takk kærlega þið öll, fyrir undirbúninginn og góða skemmtun á morgun!

Ef eitthvað gleymist - athugasemdir - ábendingar, endilega hafið samband. 

Frjálsíþrótta-samstarfskveðja, 
SamVest

05.04.2013 16:41

Tap geng KR í fyrsta leik


KR sigraði Snæfell í fyrsta leik liðanna í Hólminum 52-61, þegar undanúrslit Domino´s deildar kvenna hófust í kvöld. Alda Leif var ekki með Snæfelli og óvíst með þátttöku hennar meira á þessu tímabili. Aðeins fleira fólk var mætt í stúkuna en á venjulegum degi í deildinni og góður stuðningur frá þeim sem mættu en það má samt minna fólk á að úrslitakeppni kvenna er líka byrjuð og þar er titill í boði líka og framhaldinu er kallað eftir fólki í vesturbæinn á laugardaginn kl 16:00, flykkjumst á völlinn fallega fólk.

Snæfell komst í 7-0 og KR sá þann kost vænstan að taka leikhlé en Snæfell hafði stoppað þær vel í vörninni. KR kom þá til baka og jafnaði 7-7 og voru mættar til leiks en mjög lítið var skorað í fyrsta hluta og einhver hrollur í liðunum í fyrsta leik. KR komst í 7-11 og dæmið snérist við. Snæfell kom til baka með hertri vörn og baráttu og jöfnuðu 11-11 sem var staðan eftir fyrsta hluta......


Meira...

02.04.2013 23:50

Íþróttamenn HSH 2012 og Vinnuþjarkar

Í kvöld í hálfleik hjá Snæfell og Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í Körfubolta
voru íþróttamenn HSH 2012 útnefndir. Einnig var tilkynnt um Vinnuþjark HSH 2012, en það er stjórn knattspyrnudeildar Víkings.

Hildur Sigurðardóttir Snæfell. Íþróttamaður HSH og Körfuboltamaður HSH 2012


Siguroddur Pétursson, Snæfelling. Hestíþróttamaður HSH 2012


Bergur Einar Dagbjartsson, UMFG. Blakmaður HSH 2012


Rúnar Örn Jónsson, Mostra. Kylfingur HSH 2012


Viktor Örn Jóhannsson, UMFG. Knattspyrnumaður HSH 2012


og Vinnuþjarkar HSH 2012. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvík
Jónas Gestur Gestsson, Kristmundur Sumarliðason og Hilmar Þór Hauksson, á myndina vantar Gunnstein Sigurðsson


Sumarliði Ásgeirsson, Stykkishólmi tók myndir

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362323
Samtals gestir: 256783
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:00:51