Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Júlí

28.07.2013 19:35

Jafnt hjá Víking og Stjörnunni

Alfreð Már Hjaltalín kom Víkingi yfir eftir sautján mínútur gegn Stjörnunni en Garðar Jóhannsson jafnaði í síðari hálfleik. Hörður Árnason, varnarmaður Stjörnunnar, fékk þá rautt spjald undir lok leiksins fyrir tveggja fóta tæklingu.

Eftir leikinn er Stjarnan tveimur stigum frá toppliði FH og tveimur stigum yfir KR. KR á leik til góða á Stjörnuna og Stjarnan á leik til góða á FH. Ólafsvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsæti.

25.07.2013 07:52

HSH á Unglingalandsmót


Kæru foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 11-18 ára!
16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2013.
Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007.

Unglingalandsmótin (ULM) eru frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni, og annarri dagskrá fyrir börn og fullorðna,
Þátttaka og keppnisgreinar Þeir sem eru 11-18 ára, eða verða það á árinu, geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins. Hver keppandi greiðir eitt mótsgjald sem er 6000 kr. og fær með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Keppt verður í fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta, motorcross, skák, starfsíþróttum, strandblaki og sundi. Fatlaðir geta keppt í sundi og frjálsíþróttum. Innan starfsíþrótta verður keppt í stafsetningu og upplestri. Karate verður sýningargrein.

Aðstaðan á Höfn Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Íþróttaaðstaðan er frábær en aðalkeppnissvæðið er í hjarta bæjarins en þar er frjálsíþróttavöllur ásamt fótboltavöllum. Þar er einnig íþróttahús, ný og glæsileg sundlaug og nýtt knattspyrnuhús. Ný reiðhöll er á keppnissvæði hestamannafélagsins og golfvöllurinn var stækkaður fyrir fáeinum árum. Tjaldsvæðin eru til fyrirmyndar og verða snyrtingar og aðgangur að rafmagni fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er ókeypis en lítilsháttar gjald verður tekið fyrir rafmagnsnotkun.
Þátttaka af Snæfellsnesi - skráning

Athugið að HSH hefur þegar skráð lið í fótbolta, sem okkar krakkar geta skráð sig í (opnast þegar farið er inn í skráninguna). Skráning fer fram á vefnum www.umfi.is - þar eru frekari upplýsingar, kynningarmyndbönd o.fl.
Í fyrra voru um 50 keppendur frá HSH en í ár stefnum við að því að hópurinn verði enn fjölmennari - og vonandi mun HSH eiga keppendur í öllum greinum á ULM !!
Á ULM geta þátttakendur notað keppnisbúninga í liðakeppnum frá Snæfellsnessamstarfinu og UMFG.
Með von um góð viðbrögð - endilega kynnið ykkur unglingalandsmót á vef UMFÍ!

Undirbúningsnefndin

25.07.2013 07:50

Markaveisla í sigri Víkings á Fram

Víkingur Ólafsvík vann 3-4 sigur á Fram á Laugardalsvelli í afar spennandi leik. Víkingur er nú á góðri siglingu í Pepsídeildinni og er ekki búinn að tapa í síðustu fjórum leikjum sínum, en fyrir þennan viðsnúning var liðið á botni deildarinnar. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en Víkingar voru sterkari aðilinn fyrst til að byrja með. Framarar komust þó yfir á 12. mínútu eftir laglega sókn. Það tók hins vegar Víking ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn þegar Guðmundur Magnússon skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá nýjum leikmanni Víkings, Spánverjanum Antonio Espinosa. Eftir þessar skemmtilegu upphafsmínútur róaðist leikurinn og boltinn gekk liðanna á milli um tíma. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum dró til tíðinda þegar Víkingur fékk aukaspyrnu sem annar nýr leikmaður þeirra tók, annar Spánverji, Samuel Jimenez. Hann sendir boltann inn í teig þar sem Damir Muminovic, miðvörður Víkings, náði skoti og skoraði. Það tók Fram ekki langan tíma að svara og skoruðu þeir jöfnunarmark nánast alveg í kjölfarið. Eftir það róaðist leikurinn í annað sinn og var þannig til hálfleiks.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 55. mínútu urðu mistök í vörn Fram til þess að Björn Pálsson kom Víkingi yfir á ný. Aðeins sjö mínútum seinna kom Alfreð Már Hjaltalín Víkingi í tveggja marka forustu með marki eftir samspil Hernandez og Guðmundar Magnússonar. Eftir þetta bökkuðu Víkingsmenn mikið og vörðust vel. Fram klóraði þó aðeins í bakkann eftir fjörugar lokamínútur þegar þeir fengu vítaspyrnu í blálokin sem þeir skoruðu úr. Lengra komst Fram ekki og lokatölur því 3-4 fyrir Víking Ólafsvík sem náði sínum fyrsta útisigri í efstu deild.

Nýju leikmenn Víkings náðu að auki að stimpla sig heldur betur inn í liðið en þeir áttu allir þátt í marki og spiluðu frábærlega með liðinu. Nú er Víkingur kominn með níu stig og úr fallsæti í bili að minnsta kosti.

21.07.2013 16:54

Jökull 40 ára

Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík er 40 ára í dag!!!!

Golfklúbburinn Jökull var stofnaður 21. júlí 1973 .

Einn af aðalhvatamönnum að stofnun Golfklúbbsins var Jafet Sigurðsson kennari og síðar kaupmaður hér í Ólafsvík.

Stofnfélagar voru 44.

Land undir golfvöll fékkst fyrst á Fróðárengjum vestan við Fróðá og voru það frekar frumstæðar aðstæður.

Ekki voru félagar sáttir við vallarsvæðið og varð úr að golfvöllurinn var færður út á Sveinsstaði.

Árið 1978 var farið að huga að nýju vallarstæði fyrir golfvöll og var samið við eigendur að landi Ytri Bugs um golfvöll til 5 ára.

1980 var samið við eigendur að Fróðá hf. um land undir golfvöll og 1986 var svo látið byggja nýtt hús fyrir G.J.Ó.

16.07.2013 17:07

Kvöldganga með Ferðafélagi Snæfellsnes

Skarðsgata - Eyrarhyrna              2 skór

Ferðafélag Snæfellsnes með kvöldgöngu.

Þessi ferð verður farin 17 Júlí kl. 19:00. Mæting á eigin bílum að Hallbjarnareyri. Þaðan er gengin Skarðsgata upp á Eyrarfjall og þaðan upp á Eyrarhyrnu. Komið við hjá dysinni. Gengið niður Kálfadal, eftir Fögrubrekku og til baka austan við Eyrarhyrnu að Hallbjarnareyri. Áætlað er að ferðin taki 3 klst. Nánari upplýsingar á heimasíðu er nær dregur. Verð: 600/800 kr.

Fararstjóri: Vilberg Guðjónsson Stykkishólmi. Sími: 4381277.

ferðaáætlun 2013.

16.07.2013 12:37

Unglingalandsmót UMFÍ

Skráningar hafnar á Unglingalandsmótið
 
http://skraning.umfi.is/

hornafjordur_-_glaesileg_mannvirkiBúið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráning fer fram undir flipanum hér að ofan. 

 

Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, stafsetning, sund, strandblak og upplestur.

 

Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.

Skráning er á ULM.is

Hlökkum til að sjá ykkur á Höfn. 

16.07.2013 10:50

Víkingar með stig gegn Val

Fyrsta stig Víkings Ó á útivelli í Pepsídeildinni

Víkingur Ólafsvík sótti Val heim á Hlíðarenda þegar liðin mættust í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi. Leikurinn endaði sem markalaust jafntefli en lið Víkings hefði hæfilega getað gert sér meira úr þessari ferð sinni til Reykjavíkur. Var Víkingur mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og átti meðal annars tvö góð skallafæri sem Guðmundi Magnússyni tókst ekki að klára. Í seinni hálfleik var leikurinn jafnari. Valsmenn fóru að sækja meira og fengu upplagt tækifæri til að komast yfir á 55. mínútu. Þá slapp Andri Sveinn Geirsson einn innfyrir vörn Víkings en þó ekki fram hjá Einari Hjörleifssyni markverði þeirra sem bjargaði þeim í þetta skiptið. Á 75. mínútu varð svo allt vitlaust á vellinum eftir að Haukur Páll Sigurðsson og Farid Zato lentu saman þegar þeir renndu sér full harkalega á eftir boltanum og stóð aðeins Farid upp eftir þá tæklingu. Atvikið átti sér stað alveg við hliðarlínu vallarins og Magnús Gylfason þjálfari Vals bókstaflega trylltist og hljóp inná völlinn. Örvar Sær Gíslason dómari leiksins leysti málið þó með stakri ró og endaði á að gefa Farid gult spjald og hélt leikur áfram eftir það. Víkingsmenn fengu svo á sig rautt spjald undir lokin en það var Spánverjinn Kiko Insa sem fékk þá sitt annað gula spjald og fór í sturtu snemma. Valur náði hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

 

 

Víkingur Ólafsvík náði þar með í sitt fyrsta stig á útivelli í efstu deild. Leikur Víkings er greinilega að batna eftir erfiða byrjun og hafa þeir nú fengið fimm stig úr síðustu þremur leikjum. Hafa þeir ekki fengið á sig mark í þrjár umferðir og ljósir punktar eru farnir að sýna sig í sóknarleik þeirra einnig.

 

Næsti leikur Víkings verður mánudaginn 22. júlí á móti Fram, sem einnig hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og má því búast við hörkuleik tveggja liða á uppsiglingu í Laugardalnum.

14.07.2013 23:15

Einar og Auður klúbbmeistarar Mostra

Meistaramóti Mostra lauk 6 júlí,  þar sem krýndir voru nýjir klúbbmeistarar í karla og kvennaflokki.

Klúbbmeistari karla er Einar Gunnarsson og klúbbmeistari kvenna er Auður Kjartansdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með titilinn.

Úrslit úr öðrum flokkum má finna inn á golf.is

13.07.2013 01:02

Stjórn ÍSÍ

Breytingar á stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

12.07.2013

Við fráfall Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ 19. júní sl. tók Lárus L. Blöndal varaforseti ÍSÍ við embætti forseta ÍSÍ, eins og lög ÍSÍ kveða á um.

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær var síðan endurskipað í embætti stjórnar sambandsins.   Helga Steinunn Guðmundsdóttir var skipuð í embætti varaforseta og Sigríður Jónsdóttir í embætti ritara.  Gunnar Bragason verður eftir sem áður gjaldkeri ÍSÍ.

13.07.2013 00:18

Meistaramót Vestarr

Meistaramótinu lokið
Nú rétt í þessu var verið að afhenda verðlaun fyrir Meistaramót klúbbsins. Úrslit urðu þessi. 1. fl. kvenna sigraði Hulla og Unnur Birna vann 2. fl. Hjá Ellismellum/Heldri borgurum sigraði Tóti og Hemmi Geir vann 1. flokkinn. Heimir Þór varð Svo Punktameistari 2013. Hér fyrir neðan eru myndir af sigurvegurunum og góðri stemmningu að móti loknu. Þetta mót hefur gengið mjög vel og verið skemmtilegt undir góðri og öruggri stjórn mótanefndar. Meira um þetta mót og myndir eftir helgi.13.07.2013 00:16

Skotgrund með dúfnaveislu

Dúfnaveislan 2013 hófst á 15 skotvöllum víða um land mánudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst.

 

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að veiðimenn kynna sér opnunartíma þeirra skotvalla sem er næst þeirra heimabyggð og biðji starfsmann vallarins um skorkort. Markmiðið er að hver veiðimaður nái að skjóta 10 æfingahringi áður en haldið er til veiða og fái staðfestingu á því hjá starfsmanni vallarins. Veiðimaður getur síðan skilað inn kortinu til starfsmanns vallarins þegar 10 æfingahringjum er lokið og gildir kortið þá sem happdrættismiði í lok viðburðarins, en margir styrktaraðilar munu gefa vinninga til að gera þetta allt saman skemmtilegra.

 

Reikna má með að hátt í 10 þúsund veiðikortahafar muni ganga til veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af þeim siðareglum er ástundun skotæfinga. Veiðimaður sem vill hitta bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi, fær um að meta fjarlægðir og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra og því eru veiðimenn hvattir til að nýta sér þennan viðburð til að kynnast því sem félög víða um land hafa uppá að bjóða. 

         
Nánari upplýsingar er að finna heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Skrifað af JP

12.07.2013 09:11

Tap gegn Berserkjum

Hólmarar töpuðu fyrir Berserkjum

Á laugardaginn mætti Snæfell/Geislinn liði Berserkja á heimavelli í Stykkishólmi í B-riðli 4. deilar karla í knattspyrnu. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust yfir með marki frá Óðni Helgasyni á 29. mínútu. Gestirnir jöfnuðu metin á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og var staðan 1:1 í hálfleik. Snæfell/Geislinn komst aftur yfir á 58. mínútu og var þar á ferðinni Jóhann Helgi Alfreðsson. Aftur jöfnuðu Berserkir tveimur mínútum síðar og bættu þeir loks tveimur mörkum til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Lokastaðan í leiknum því 2:4 og Snæfell/Snæfell þar með áfram í 7. sæti með fjögur stig að loknum átta leikjum.

Næstu leikur liðsins er gegn KH í Reykjavík í kvöld. 

12.07.2013 09:10

Bruni hjá Golfklúbbnum Jökli

07. júlí. 2013 02:54

Geymsluskúr og tæki golfklúbbs ónýt eftir eldsvoða

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum sl. föstudagskvöld vegna elds sem komið hafði upp í geymsluhúsnæði Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík. Inni í húsinu voru sláttuvélar ásamt fleiri tækjum sem geymt voru í húsinu. Slökkviliðið náði strax tökum á eldinum og var húsið reykræst. Talið er að húsið og öll tæki sem þar voru inni séu ónýt og mun tjónið hlaupa á milljónum króna.

 

12.07.2013 09:07

Raunarferð austur á land

Rautt tap

Þá er seinni austurferðinni lokið þetta sumarið og guði sé lof að þetta sé afstaðið. Enn og aftur komum við tilbaka hlaðnir rauðum spjöldum og engin stig í farteskinu. 

2-1 tap gegn Fjarðabyggð þar sem að dómarinn dæmir glórulausa vítaspyrnu á 94 mínútu leiksins. Við það sýður uppúr og Ragnar og Linta fá rautt spjald. Við verðum því væntanlega frekar fáliðaðir þegar að Víðir Garði mætir í Grundarfjörðinn um næstu helgi.

06.07.2013

Tap gegn Huginn

Nú rétt í þessu var leik Hugins og Grundarfjarðar að ljúka á Seyðisfirði með 2-0 sigri Hugins. Christian fékk að líta rauða spjaldið á 38 mínútu í stöðunni 1-0. Strákarnir okkar fengu nokkur færi til að jafna leikinn en eins og fyrri daginn þá vorum við óheppnir fyrir framan mark andstæðingana. Heimamenn bættu svo við öðru markinu í uppbótartíma og þar við sat. 

Úr leik Grundarfjarðar og Hugins hér heima.

Þetta er eiginlega hætt að vera fyndið hvað okkur gengur illa að skora mörk. Erum að spila fínan bolta skapa færi en náum ekki að skora. 

Á morgun er svo leikur gegn Fjarðabyggð á Eskifirði og ljóst að okkar litli hópur verður minni þar sem að Christian tekur út leikbann. Við höfum varla efni á fleiri skakkaföllum en munum halda áfram að berjast í þessu.
Skrifað af Tommi

12.07.2013 09:05

Frjálsíþróttamót á Sævangi

Boð á héraðsmót HSS, Sævangi lau. 13. júlí

Héraðssamband Strandamanna - HSS - býður okkur að taka þátt í héraðsmóti sínu sem haldið verður á Sævangsvelli, laugardaginn 13. júlí 2013. Mótið hefst kl. 13.00 - keppendur mæti stundvíslega.

Mótið er fyrir alla aldurshópa. 

Keppendur skrá sig hjá forsvarsmönnum síns félags fyrir kl. 20.00 á föstudagskvöldið 12. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Vignir Pálsson form. HSS í síma 898 3532 eða netfang vp@internet.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31