Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Ágúst

28.08.2013 08:21

Víkingar lögðu Anzhi Tallinn

Eitt marka Anzhi Tallinn í leiknum við Víkinga í Ólafsvík í kvöld. stækka

Eitt marka Anzhi Tallinn í leiknum við Víkinga í Ólafsvík í kvöld. mbl.is/Alfons

Víkingur Ólafsvík vann Anzhi Tallinn, 8:7, H-riðli forkeppni Evrópumótsins í innifótbolta, futsal, en leikið var í íþróttahúsinu í Ólafsvík í kvöld. Ásamt Víkingi og Anzhi er gríska liðið Athina '90 í riðlinum. Grikkirnir mæta Eistlendingunum annað kvöld en á fimmtudag leikur Víkingur við Athina '90. Sigurlið riðilsins kemst áfram í næstu umferð.

Staðan í hálfleik í leik Víkings og Anzhi í kvöld var jöfn, 4:4.

Antonio Espinosa Mossi skoraði þrjú af mörkum Víkinga, Eyþór Helgi Birgisson gerði tvö mörk og Brynjar Kristmundsson, Juan Manuel Torres og Eldar Masic eitt mark hver.

27.08.2013 13:57

Evrópudeildin í Futsal. H-riðill spilaður í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík spilar á EM í Futsal í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefst keppni í H-riðli í Evrópudeildinni í Futsal en leikið verður í Ólafsvík næstu þrjá dagana.
Snæfellingar eru hvattir til að fjölmenna í Ólafsvík og hvetja Víking.


Íslandsmeistarar Víkings frá Ólafsvík eru í riðli emð Anzhi Tallin frá Eistlandi og Athina 90' frá Grikklandi.

Fyrsti leikur riðilsins er í kvöld en þá mæta Ólafsvíkingar liði Anzhi Tallin.

Leikjaniðurröðun:
Víkingur Ó. - Anzhi Tallin (Í kvöld 20:00)
Anzhi Tallinn - Athina 90' (Á morgun 20:00)
Athina 90' - Víkingur Ó. (Fimmtudag 20:00)


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/27-08-2013/vikingur-olafsvik-spilar-a-em-i-futsal-i-dag#ixzz2dB5H9JFo

27.08.2013 13:52

3 fl Íslandsmeistarar

3.flokkur karla hjá Snæfellsnesi Íslandsmeistarar í 7 manna boltanum.

25. ágúst 2013
Í dag varð 3.flokkur karla hjá Snæfellsnesi Íslandsmeistari í 7manna boltanum eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni á Akureyri nú um helgina. Þetta er í annað sinn sem þessi sami flokkur verður Íslandsmeistari í 7 manna boltanum. Árið 2011 varð 3.flokkurinn einnig Íslandsmeistari.

Þetta er glæsilegt hjá strákunum og vil ég óska þeim innilega til hamingju með þennan titil. Mér skilst að í hálfleik í leik Víkings Ó og Breiðabliks hafi strákunum verið fagnað innilega af stuðningsmönnum Víkings Ó.

Það væri fínt að fá mynd af flokknum senda inná Facebook síðuna mína og setja hana í safnið mitt um sögu Víkings Ó og þá líka nafnalistann. Getur einhver reddað því.

Leikir liðsins í úrslitakeppninni fóru þannig:

Snæfellsnes - Sindri                       6-4
Mörkin gerðu: Ármann Örn Guðbjörnsson 4, Kristófer James og Leó Örn Þrastarson.

Snæfellsnes - Tindastóll                  4-1
Mörkin gerðu: Svanlaugur Atli Jónsson, Sigurjón Kristinsson, Kristófer James og ekki vitað hver gerði það fjórða (veit það einhver?)

Snæfellsnes - Fjarðabyggð/Leiknir    3-0
Mörkin gerðu: Leó Örn Þrastarson 2 og Kristófer James.

Það væri líka gaman að fá að vita hverjir skoruðu mörkin í þessum leikjum.

Þjálfarar liðsins eru: Suad Begic, Dzevad Saric og síðan stjórnaði Vilberg Ingi Kristjánsson liðinu í úrslitakeppninni.  

Liðið spilaði 11 leiki í sumar. Vann 10 og tapaði einum gegn Grindavík á útivelli 3-5. Liðið skoraði 51 mark í sumar og fékk á sig 19.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu liðið:


Ármann Örn Guðbjörnsson,  Kristófer Reyes Jacobsen, Kristófer James, Andri Már Magnason, Konráð Ragnarsson, Leó Örn Þrastarsson, Svanlaugur Atli Jónsson, Sumarliði Kristmundsson, Sanjin Horoz, Sigurjón Kristinsson, Elvar Smári Arnarsson, Helgi Sigtryggsson.
Helgi Kristjánsson

24.08.2013 09:07

Samvest með lið í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er á sunnudaginn á Kópavogsvelli, hefst kl. 13:00. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest mætir til þátttöku í fyrsta sinn. Vestur-Skaftfellingar og Austfirðingar mæta til leiks.

Búast má við spennandi keppni enda mikil gróska í yngri aldursflokkunum í frjálsíþróttum eins og skráningar bera með sér.

Sigurvegarar síðasta árs, Breiðablik, hyggjast örugglega ætla að halda titlinum, enda á heimavelli að þessu sinni. Búast má við mikilli keppni frá bæði FH og ÍR sem hafa verið framarlega eða sigrað þessa keppni undanfarin ár. Eins má búast við að sameiginlegt lið UMSE og UFA blandi sér í baráttuna, en uppgangur hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu undanfarin ár.

Keppni hefst kl. 13:00 á sunnudag og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:40. Þá munu úrslit verða ljóst og Bikarar afhentir sigurliðum.

Góða skemmtun og gangi öllum vel.
Fyrirfram þakkir til allra tilhjálpara og stuðningsmanna allst staðar

24.08.2013 08:30

Góður sigur hjá UMFG

Stórsigur á ÍH

Við tókum á móti ÍH á blautum Grundarfjarðarvelli föstudagskvöldið 23. ágúst. Fyrir leikinn var ÍH í þriðja sæti á meðan við vorum í því þriðja neðsta. 
Gestirnir sáu aldrei til sólar í þessum leik og við vorum komnir í 4-0 eftir 31 mínútu með mörkum frá Golla, Dalibor, Heimir og Hemma. Þeir náðu svo að minnka muninn eftir smá klaufagang hjá okkur og staðan var því 4-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik röðuðum við síðan inn mörkunum og voru þau orðin 5 áður en að dómarinn flautaði af. Golli setti tvö í viðbót en svo voru Danny, Christian og Kiddi Maggi einnig á skotskónum í kvöld.  9-1 sigur því staðreynd og með þessum sigri lyftum við okkur uppfyrir Augnablik og KFR sem eiga bæði leik á morgun. Þetta var þriðji sigurinn í röð og útlitið orðið töluvert bjartara fyrir okkur.

En við verðum að halda áfram að berjast því að liðin í kringum okkur eru líka að týna stig til sín þannig að þessu er hvergi nærri lokið. Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið en þá mætum við liði Augnabliks í Kópavoginum. Hann verður spilaður laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00
Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Skrifað af TFK 19.08.2013 10:54

Frjálsíþróttaæfing í dag á Borgarnesvelli


Gestaþjálfarar á SamVest-samæfingu mánud. 19. ágúst kl. 18.00 í Borgarnesi eru þeir Alberto Borges frá ÍR (spretthlaup og stökk) og Fannar þjálfari yngir flokka hjá FH  (kastgreinar). Sjáumst á samæfingu! Allir velkomnir, Af óviðráðanlegum orsökum kemst Óðinn ekki.

19.08.2013 10:46

Víkingar með jafnt gegn ÍBV


Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Víðir Þorvarðarson Eyjamönnum yfir en undir lokin jafnaði Farid Zato fyrir gestina. Leikurinn þótti hin minnsta skemmtun.
ÍBV 1 - 1 Víkingur Ólafsvík
1 - 0 Víðir Þorvarðarson ('67)
1 - 1 Farid Zato ('82)

19.08.2013 10:10

Grundfirðingar að vakna?

Við tókum á móti Leikni Fáskrúðsfirði í blíðskaparveðri hér á Grundarfjarðarvelli laugardaginn 17. ágúst síðastliðinn. Við í mikilli botnbaráttu á meðan Leiknir siglir lygnan sjó um miðja deild. Leikurinn var frekar rólegur framan af en á 35 mínútu nær Heimir Þór forystunni fyrir okkur eftir fyrirgjöf frá Dali og þannig var staðan í leikhléi.
4-1 sigur staðreynd og við erum í 8 sæti í deildinni með 13 stig eða jafn mörg og Magni en með betri markatölu. 

Næsti leikur er svo hér heima gegn ÍH sem er í þriðja sætinu og því um erfiðan leik að ræða.

Þann 10 ágúst gerðu Grundfirðingar góða ferð á Hvolsvöll og náðu í 3 stig í 4-2 sigri á KFR

15.08.2013 20:01

Frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi 19 ágúst


SamVest samæfing í Borgarnesi 19. ágúst 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Þetta er síðasta samæfing sumarsins og fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, mánudaginn 19. ágúst nk. kl. 18.00.
Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:
? Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
? Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
? Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar
o Alberto Borges, frá ÍR mun sjá um stökkæfingar og spretti
o Gestaþjálfari verður fyrir kastgreinar, einkum spjót og kúlu - nánar síðar
? Áhersla á æfingu fyrir þátttakendur sem verða í liði SamVest v/bikarkeppni FRÍ - ef tekst að búa til lið á næstu dögum
? Þátttakendum að kostnaðarlausu
? Frítt í sund fyrir þátttakendur sem það vilja, eftir æfingu!
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
ágúst 2013

12.08.2013 09:50

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst í Borgarnesi

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst 2013 á Borgarnesvelli. Tímaseðill fyrir 11 ára og eldri

Tími Grein Aldursflokkur
Kl: 18:00 100 m. Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:00 100 m. Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:00 100 m. Stúlkur 15 ára
Kl: 18:05 Spjótkast Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:10 60 m. Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:05 Langstökk Stúlkur 15 ára
Kl: 18:05 Langstökk Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:00 Kúluvarp Piltar 15 ára
Kl: 18:00 Kúluvarp Karlar 16 ára og eldri
Kl: 18:00 Hástökk Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:10 60 m. Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:20 Spjótkast Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:20 Langstökk Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:20 Spjótkast Stúlkur 15 ára
Kl: 18:20 Kúluvarp Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:20 100 m. Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:20 Hástökk Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:30 100 m. Piltar 15 ára
Kl: 18:30 100 m. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 18:40 langstökk Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:40 Kúluvarp Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:40 Hástökk Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:50 60 m.grind. Stúlkur 13 ára
Kl: 19:00 60 m.grind. Piltar 13 ára
Kl: 19:00 Kúluvarp Stúlkur 15 ára
Kl: 19:00 Kúluvarp Konur 16 ára og eldri
Kl: 19:00 Langstökk Strákar 11 - 12 ára
Kl: 19:00 Spjótkast Piltar 15 ára
Kl: 19:00 Spjótkast Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:00 Hástökk Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 19:10 80 m.grind. Stúlkur 14 ára
Kl: 19:15 80 m.grind. Piltar 14 ára
Kl: 19:20 Langstökk Piltar 15 ára
Kl: 19:20 Langstökk Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:20 80 m.grind. Stúlkur 15 ára
Kl: 19:30 Hástökk Stúlkur 15 ára
Kl: 19:30 Hástökk Konur 16 ára og eldri
Kl: 19:30 Spjótkast Piltar 13 - 14 ára
Kl: 19:40 100 m. grind. Piltar 15 ára
Kl: 19:40 110 m. grind. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:55 Kringlukast Piltar 15 ára
Kl: 19:55 Kringlukast Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:50 Langstökk Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:00 Kringlukast Stúlkur 15 ára
Kl: 20:00 Kringlukast Konur 16 ára og eldri
Kl: 20:00 600 m. Strákar 11 - 12 ára
Kl: 20:05 600 m. Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 20:15 Hástökk Piltar 15 ára
Kl: 20:15 Hástökk Karlar 16 ára og eldri
Kl: 20:15 Kúluvarp Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:20 Kringlukast Piltar 13 - 14 ára
Kl: 20:30 Kringlukast Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:30 800 m. Konur 16 ára og eldri
Kl: 20:30 800 m. Stúlkur 15 ára
Kl: 20:40 Kúluvarp Piltar 13 - 14 ára
Kl: 20:45 800 m. Piltar 15 ára
Kl: 20:45 800 m. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 20:50 800 m. Telpur 13 - 14 ára
Kl: 21:00 800 m. Piltar 13 - 14 ára

12.08.2013 09:49

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst í Borgarnesi

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst 2013 á Borgarnesvelli. Tímaseðill fyrir 10 ára og yngri

Tímaseðill fyrir Sam-Vest 10 ára og yngri
17:00 60 m. Pollar 8 ára og yngri
17:00 Boltakast Hnokkar 9 - 10 ára
17:00 Langstökk Pæjur 8 ára og yngri
17:10 Langstökk Pollar 8 ára og yngri
17:10 60 m. Hnátur 9 - 10 ára
17:20 60 m. Hnokkar 9 - 10 ára
17:20 Boltakast Hnátur 9 - 10 ára
17:25 60 m. Pæjur 8 ára og yngri
17:35 Boltakast Pollar 8 ára og yngri
17:35 Langstökk Hnokkar 9 - 10 ára
17:35 Langstökk Hnátur 9 - 10 ára
17:35 Boltakast Pæjur 8 ára og yngri
17:45 400 m. Pollar 8 ára og yngri
17:50 400 m. Pæjur 8 ára og yngri
17:55 600 m. Hnokkar 9 - 10 ára
17:55 600 m. Hnátur 9 - 10 ára

Eldri keppendur og foreldra eru hvattir til að aðstoða við framkvæmd keppninar
Mótstjórn

07.08.2013 23:23

Góður árangur á ULM 2013

Góður árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði

HSH átti 22 keppendur á ULM 2013 sem var haldið á Höfn í Hornafirði um Verslunarmannahelgina.

Keppendur HSH náðu mjög góðum árangri og skiluð nokkrir Unglingalandsmótsmeistaratitlar sér í hús.


1. Sæti.  Strandblak   15-16 ára   Jón Páll Gunnarsson og Viktor Marinó Alexandersson

1. Sæti   Fótbolti  11-12 ára stelpur   HSH   Femhima Líf Purisevic, Halla Sóley Jónasdóttir, Björg Hermannsdóttir Sæbjörg Jóhannesdóttir og 3 stúlkur úr Reykjavík 

1. Sæti GOLF   11-13 ára   ,  Kristófer Tjörvi Einarsson,  6. sæti Valdimar Ólafsson

2. sæti í Körfubolta, Stelpur 17-18 ára Landsbyggðin (HSH/UMSS)  Rebekka Rán Karlsdóttir, Aníta Rún Sæþórsdóttir, Árdís Eva Skaftadóttir, Helga Þórsdóttir,  Brynhildur Inga Níelsdóttir,  Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir
 Lára Lind Jakobsdóttir

2. sæti körfubolti Strákar 17-18 ára HSH  Jón Páll Gunnarsson, Elías Björn Björnsson, Finnbogi Þór Leifsson,  Ólafur Þórir Ægisson, Viktor Marinó Alexandersson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og

Pálmi Þórsson

3. sæti körfubolti Strákar 15-16 ára HSH  (Sama hópur sem keppti bæði í 15-16 ára og 17-18 ára)

3. sæti fótbolta  Stelpur 17-18 ára Landsbyggðin (HSH/UMSS) Sömu og í körfuni

 

Glíma, 12 ára, 4 sæti, Viktor Brimir Ásmundsson

50 m skriðsund 11-12 ára stúlkur  Fehima Líf Purisevic 12   52,10 sek.

Frjálsar íþróttir,   Símon Ernst Davíðsson  11 ára. Íþróttir fatlaðra

600m hlaup, 1 sæti, 2:54,42 mín.

Kúluvarp, 1 sæti, 4,16 m.

Langstökk, 1 sæti, 1,75 m.

60m hlaup, 1 sæti, 13.00 sek.


Björg Hermannsd.  12 ára: 

60 m spretthlaup,  4. sæti á 8,90 sek. 

langstökk : 7 sæti  með 3,97 m. 

600 m hlaup: 7. Sæti  á 2.03,65 

spjótkast: 9. Sæti,  kastaði 17,85 m

kúluvarp: 12 sæti af 22, kastaði 7,07 m 

Gullverðlaun  í 4x100 m boðhlaupi - sveit sem hljóp á 1.00,93

Auk liða HSH í hópíþróttum tóku einstaklingar frá okkur þátt í keppni með liðum annar sambanda

Halla Sóley Jónasdóttir keppti í fimmleikum með liði Sindra sem varð í fyrsta sæti.

Það voru tvær stelpur frá okkur sem kepptu í körfubolta með HSH/USVH og lentu þær í 3. sæti í 13-14. ára og 6. sæti 15-16. ára

Svo voru 4 strákar frá HSH í liði sem hét GRV heat og kepptu þeir með tveimur strákum úr Grindavík og urðu í 3. sæti í 11-12 ára.

Einnig eru myndir frá mótinu inn á myndaalbúmi hér til hliðar

07.08.2013 10:40

Frjálsíþróttamót Samvest 13 ágúst

 

SamVest mót í Borgarnesi þriðjud. 13. ágúst 2013

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst kl. 17.00 (yngri hópar byrja).

Hér er slegið saman í eitt öflugt mót, ágústmóti 10 ára og yngri, auk mótsins fyrir 11 ára og eldri sem vera átti í júní en var frestað vegna veðurs.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m. hlaup

9-10 ára: Boltakast, 60 m. hlaup, langstökk og 600 m. hlaup

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup

13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp,

kringlukast, spjótkast.

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind

 

Hægt er að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

 

Skráningar berist í netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 12. ágúst.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31