Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 September

30.09.2013 12:09

Bergur Einar og Katrín í U19 landsliðum í Blaki

U19 landslið í Blaki

Landsliðsþjálfarar U19 liðanna hafa valið 12 leikmenn í sín landslið. Emil Gunnarsson er þjálfari kvennaliðsins og Filip Szcewzyk þjálfar karlana

Liðin halda til IKAST í Danmörku þann 14. október nk. en leikið er í riðlum að þessu sinni. Leikdagar eru 15.-17. október og er áætluð heimkoma þann 18. október. 

Kvennalið Íslands leikur í riðli með Noregi og Englandi en karlaliðið með Noregi og Svíþjóð.

Kvennalið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Frá Stjörnunni:  Ísabella Erna Sævarsdóttir, Hilda Rut Harrysdóttir og Nicole Hannah Johansen.
Frá HK:  Berglind Gígja Jónsdóttir og Hanna María Friðriksdóttir
Frá Aftureldingu: Thelma Dögg Grétarsdóttir
Frá KA:  Ásta Lilja Harðardóttir og Hafrún Hálfdánardóttir
Frá Þrótti Nes: Lilja Einarsdóttir og Bergrós Arna Sævarsdóttir
Frá UMFG: Katrín Sara Reyes
Holte IF: Alda Ólína Arnarsdóttir

Karlalið Íslands U19 er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Frá KA:  Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sigurjón Karl Viðarsson, Sævar Karl Randversson, Valþór Ingi Karlsson, Ævarr Freyr Birgisson.
Frá HK: Bergur Einar Dagbjartsson, Lúðvík Már Matthíasson, Theódór Óskar Þorvaldsson, Stefán Gunnar Þorsteinsson,
Frá Stjörnunni:  Benedikt Baldur Tryggvason.
Frá Sindra:  Felix Gíslason

25.09.2013 14:11

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Stykkishólmi dagana 12-13 október næstkomandi.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum og tillnefningum í stjórn og varastjórn UMFÍ.
Nú þegar hafa 2 aðilar lýst framboði til formanns UMFÍ,
Helga G. Guðjónsdóttir formaður  og Stefán  Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ.

Stefán Skafti gefur kost á sér

Stefán Skafti Steinólfsson 

Helga til formennsku

Helga Guðrún Guðjónsdóttir


Áhugasömum aðilum um framboð til stjórnar UMFÍ er bent á að setja sig í samband við kjörnefnd eigi síðar en 1 október, sjá neðar.

Ágætu sambandsaðilar,
Við viljum vekja athygli á því að á sambandsþingi UMFÍ 15.-16. október 2011 sem haldið var á Akureyri var gerð eftirfarandi breyting á 11. grein laga UMFÍ varðandi framboð til stjórnar og varastjórnar:
Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.
Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu a.m.k. þrír fulltrúar frá hverju kjördæmi þar sem starfandi er héraðssamband sem er aðili að UMFÍ. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri menn en þrjá úr hverju kjördæmi.
Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.
Á sambandsþinginu 2011 voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í kjörnefnd vegna framboðs til stjórnar og varastjórnar á sambandsþingi UMFÍ 12.-13.október 2013:
Kjörnefnd:
Kári Gunnlaugsson formaður
Svanur Gestsson
Ragnheiður Högnadóttir
Málfríður Sigurhansdóttir
Jón Páll Hreinsson
Björn Ármann Ólafsson varamaður
Jóhann Gunnlaugsdóttir varamaður

Tilkynna skal formanni kjörnefndar um framboð til stjórnar eða varastjórnar á eftirfarandi netfang karig@simnet.is eigi síðar en 1.október.
Formaður veitir upplýsingar í síma 891-9760.

Fyrir hönd kjörnefndar,
Kári Gunnlaugsson
formaður

25.09.2013 13:40

Snæfell lagði Stjörnuna

25. september. 2013

Snæfell tryggði sér sæti í undanúrslitum

Lið Snæfells bar sigurorð af liði Stjörnunnar í gærkvöld þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í körfubolta. Lokatölur leiksins urðu 85:97 og eru Hólmarar þar með komnir með sæti í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur leiksins í gær einkenndist af jafnfræði milli liðanna. Hólmarar voru með yfirhöndina að loknum fyrsta leikhluta 15:21 en eftir góðan leik Garðbæinga í öðrum leikhluta lentu þeir þremur stigum undir í hálfleik, 45:42. Áfram var jafnt með liðunum í þriðja leikhluta og greinilega ljóst að bæði lið ætluðu sér að hremma farseðilinn í undanúrslit. Staðan að loknum leikhlutanum 69:69. Hólmarar mættu síðan vel stemmdir til lokaleikhlutans og náðu fljótlega yfirhöndinni. Þunnskipaðir Stjörnumenn áttu enga ása upp í erminni gegn klókri spilamennsku gestanna á lokametrunum sem að endingu unnu tólf stiga sigur.

Stigahæstur í liði Snæfells í leiknum var Sigurður Þorvaldsson sem skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar. Finnur Atli Magnússon kom næstur með sinn besta leik á tímabilinu með 17 stig og þá skoraði Bandaríkjamaðurinn Zachary Warren 15 stig, en hann var að auki drjúgur í öðrum tölfræðisþáttum með 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Einnig skoruðu Kristján Pétur Andrésson 11 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Sveinn Arnar Davíðsson 3 og Stefán Karel Torfason 2.

 

Í undanúrslitum mætir Snæfell liði Grindvíkinga og fer leikurinn fram á föstudaginn. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Keflavík og KR. Körfuknattleikssamband Íslands á eftir að tilkynna leiksstað og tímasetningu leikjanna, en auk úrslitaleiksins, fara þeir fram á sama leikvelli.

24.09.2013 10:55

Afmælisdagur

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu er 91 árs í dag.

24.09.2013 09:23

Víkingar, takk fyrir okkur

Jónas Gestur: Hefðum haldið okkur með þennan mannskap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við byrjuðum rosalega illa en okkur óx ásmeginn eftir því sem leið á tímabilið. Í lokin áttum við séns á að halda okkur uppi en því miður tókst það ekki," segir Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings frá Ólafsvík en eftir tap gegn Fylki er ljóst að liðið fer aftur niður í fyrstu deild.

Ólafsvíkingar fengu fjóra erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir mót sem voru allir farnir heim áður en mótið var hálfnað. Í júlí fékk liðið síðan fjóra Spánverja í sínar raðir og þá fór liðinu að ganga betur.

,,Það var mjög erfitt að ná í liðsstyrk fyrir mót og við hefðum þurft að fá fleiri leikmenn en það var mjög erfitt að eiga við það. Við fengum ekki nógu góða leikmenn erlendis frá en Spánverjarnir sem komu í glugganum stóðu sig mjög vel."

,,Það er pottþétt að við hefðum haldið okkur uppi ef við hefðum haft þennan mannskap sem við vorum með í lok móts."


Ekki er ljóst hvort að Spánverjarnir muni leika áfram með Ólafsvíkingum næsta sumar.

,,Það er slatti af mönnum með lausan samning og við erum að vinna í þessum málum núna. Það verður að koma í ljós hvernig lið við mætum með í 1. deildina en það er ljóst að við ætlum að mæta með sterkt lið og við munum vinna hörðum höndum að svo verði," sagði Jónas sem er ánægður með stuðningsmenn Ólafsvíkinga.

,,Við erum mjög þakklátir öllu fólkinu á Snæfellsnesi sem hefur stutt okkur gríðarlega vel sem og þeir brottfluttu á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningurinn hefur verið frábær og ég vil þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag, það hefur verið ómetanlegt."

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/23-09-2013/jonas-gestur-hefdum-haldid-okkur-med-thennan-mannskap#ixzz2fnh3O9yr

24.09.2013 09:21

Snæfell í öðru sæti og áfram í 8 liða úrslit

Tap á móti mjög sterku KR-liði

Fyrir leikinn var staðan þannig að KR voru efstir með 10 stig en Snæfell í öðru sæti með 8 stig, Snæfell hefði þurft að vinna leikinn með 3 stigum til að ná efsta sætinu af KR-ingum. Það gekk ekki eftir og er 2. sætið því staðreynd og útileikur á móti Stjörnunni á þriðjudaginn 24. september. 

Leikirnir í 8-liða úrslitunum:

Stjarnan - Snæfell 19:15
Keflavík - Þór Þ.   19:15
Njarðvík - Grindavík 19:15
KR - KFÍ 20:00

Undanúrslit og úrslit eru spiluð í Njarðvík um næstu helgi (föstudag og sunnudag)

Allir á völlinn!

Áfram Snæfell 

Umfjöllun um leikinn má finna hérna: http://karfan.is/read/2013/09/22/kr-ingar-taplausir-a-toppnum

Einnig er NBA-Ísland með umfjöllun og myndir frá leiknum: http://nbaisland.blogspot.com/2013/09/etta-er-byrja.html

24.09.2013 09:17

Öruggt hjá Snæfellsstúlkum

Öruggur sigur á Njarðvík

 

Snæfellsstelpurnar sem voru úr myndinni að komast í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum mættu Njarðvíkurstúlkum á heimavelli síðastliðinn laugardag.  

Snæfellsstelpurnar sigruðu 85-61 og urðu því í öðru sæti í B-riðli, Haukastúlkur sem sigruðu okkur síðastliðinn fimmtudag leika gegn úrslita gegn Valsstúlkum.

Okkar dömur voru ekkert of gestrisnar í upphafi leiks og tóku strax forystuna í sínar hendur, þær leiddu 21-13 eftir fyrsta leikhluta og virtust með öll völd á vellinum. Fjórar þriggja stiga körfur frá Njarðvíkurstúlkum breyttu stöðunni og allt í einu var leikurinn orðinn jafn og Njarðvíkurstúlkur náðu að komast yfir 32-35.  Ingi Þór tók leikhlé og stelpurnar skoruðu átta stig á einni minútu í lok fyrri hálfleiks og leiddu 43-35.  Stigahæstar í Snæfell í hálfleik voru  Chynna Brown með 20 stig og Eva Margrét með 9 stig.  Hjá Njarðvík var það Salbjörg Sævarsdóttir hæst með 13 stig og Erna Hákonardóttir með 10.

Hildur Sig, Eva Margrét og Chynna voru að skora grimmt fyrir heimastúlkur en allar okkar dömur fengu flott tækifæri í dag, liðið leiddi 63-51 eftir þriðja leikhluta og með leikinn í sínum höndum.  Fjórði leikhluti var algjör eign Snæfells, hann vannst 22-10 og lokatölur 85-61.

 Bæði lið luku þar með þáttöku sinni í Lengjubikarnum og munu nú snúa sér að æfingum fyrir átökin í Dominosdeildinni sem hefst 9. Október þegar okkar dömur heimsækja Grindavík.

Stigahæstar í leiknum gegn Njarðvík var Chynna Brown með 30 stig/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15stig/8fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12stig/8fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 6 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3 stig, Hugrún Eva Valdimarsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0. 

 Tölfræði leiksins

18.09.2013 17:02

Sigur og tap í hólminum

 Björg Guðrún hóf leik Snæfell og KR í Lengjubikarnum með góðum þrist úr horninu og Hildur Sigurðardóttir svaraði strax Snæfellsmegin. Þorbjörg Friðriksdóttir var hins vegar í stuði og hafði sett 7 stig þegar KR hafði forystu 7-12. Staðan eftir fyrsta hluta var 20-20 en Eva Margrét hafði jafnað fyrir Snæfell 18-18.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og leið Björgu Einarsdóttur vel í sínum heimabæ og hélt að mestu uppi leik KR í öðrum hluta. Engir sprettir voru á liðunum og staðan í hálfleik 40-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli þar sem Hildur var komin með 11 stig, Chynna Brown 9 stig og Eva Margrét 7. Hjá KR var Björg með 12 stig, Bergþóra 9 stig og Þorbjörg 7 stig.

Mikið var um tapaða bolta á víxl og mikið afl fór í hlaup fram og til baka hjá liðunum í þriðja hluta en Snæfell var þó yfir 57-51 fyrir lokafjórðunginn. Snæfellsstúlkur áttu fína spretti í fjórða hluta sem gaf þeim tíu stiga forskot 63-53 þar sem Hildur lék á alls oddi. KR stúlkur komu tilbaka undir lokin og voru ansi nálægt 71-68 þegar 16 sekúndur voru eftir. Snæfell hélt haus undir lokin þrátt fyrir harðann aðgang KR, leikurinn 73-68 fyrir Snæfell.

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 22/10 frák. Chynna Brown 21/8 frák/6 stoðs. Guðrún Gróa 11/17 frák. Eva Margrét 9/5 frák. Hugrún Eva 4/7 frák. Edda Bára 2. Rebekka Rán 2. Helga Hjördís 2. Aníta Rún 0. Silja Katrín 0. Brynhildur Inga 0.

KR: Bergþóra Tómasdóttir 23/6 frák. Björg Guðrúun 14. Sigrún Sjöfn 13/13 frák/8 stoðs. Þorbjörg Friðriksdóttir 11. Rannveig Ólafsdóttir 3. Sara Mjöll 2. Ragnhildur Arna 2. Anna María 0. Ína María 0.

 


KR heimsóttu Snæfell einnig í karlaflokknum í Lengjubikarnum í kvöld þar sem bæði lið höfðu unnið þrjá leiki í riðlinum. KR sóttu fast á heimamenn í upphafi 2-7 en Snæfellingar voru tilbúnir og leikar jöfnuðust 15-15. Staðan 19-28 fyrir KR eftir fyrsta hluta sem tóku rispu í lokin og spiluðu hratt með Brynjar, Darra og Pavel í farabroddi. KR héldu uppteknum hætti í öðrum hluta spiluðu vel sókn og vörn og bættu í, 27-42, á meðan Snæfelli gekk illa að fóta sig í sínum leik en þó var ekki af varnarleik Sveins Arnars skafið sem sýndi þar mátt sinn.  Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR þar sem Darri og Magni voru komnir með sín 10 stigin hvor. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur kominn með 9 stig og Finnur Atli 7 stig.

 

Snæfell misstu KR enn og aftur meira frá sér en þau 8-10 stig sem höfðu munað á liðunum. Snæfell höfðu misst Stefán meiddan af velli. KR komust í 45-65. Staðan eftir þriðja hluta 53-67 fyrir KR sem höfðu tögl og haldir í leiknum og Snæfell að ströggla við að koma sér inn í hann aftur. Snæfell kom aldeilis tilbaka og minnkaði muninn í 63-72 með frískari leik og seigluðust svo nær 70-74 með góðum leik Jamarco, en Snjólfur og Kristjáns Pétur höfðu átt góða innkomu í fjórða hluta. KR létu ekki beygja sig alveg þó Snæfell næði að minnka í 85-86, rétt héldu haus og náðu sigri 85-87.

 

Snæfell: Zachary Jamarco Warren 26/9 frák/7stoðs. Jón Ólafur 12. Finnur Atli 11/5 frák. Sigurður Þorvaldsson 11/7 frák. Kristján Pétur 10/4 frák. Stefán Karel 4. Sveinn Arnar 4/6 frák/6 stoðs. Hafþór Ingi 3. Snjólfur Björnsson 2. Pálmi Freyr 2. Óttar Sigurðsson 0. Tinni Guðmundsson 0.

 

KR: Brynjar Þór 19. Ingvaldur Magni 18/6 stoðs. Pavel Ermolinskij 17/9 frák/10 stoðs. Helgi Már 15/6 frák/8 stoðs. Darri Hilmarsson 14. Þorgeir Blöndal 2. Martin Hermannsson 2. Hugi Hólm 0. Kormákur Artúrsson 0. Ólafur Már Ægisson 0.


16.09.2013 12:48

Íþróttadagur í Snæfellsbæ

16. september. 2013 

Íþróttadagur fjölskyldunnar í Snæfellsbæ

Íþróttadagur fjölskyldunnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík síðastliðinn fimmtudag. Þar með hefst formlega að hausti íþróttastarf Víkings/Reynis. Fjölmenni var saman komið í íþróttahúsið af þessu tilefni. Þjálfarar voru á staðnum til að kynna starf vetrarins. Í vegur verður boðið upp á fótbolta, fimleika, sund og þá nýbreytni að hefja æfingar fyrir Skólahreysti. Einnig verður haldið námskeið í karate, fyrir þá sem hafa áhuga, en það verður kynnt síðar.

16.09.2013 12:34

Foreldraráð hjá Snæfellsnessamstarfinu

Stofnun foreldraráðs | 5. 4. & 3. flokks kvk

Foreldrar iðkenda í 5. - 4. - og 3.flokks kvenna eru boðaðir á fund mánudaginn 16.september klukkan 20:00 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

Umræðuefnið er stofnun foreldraráðs um þessa flokka og eflingu kvennaknattspyrnunnar á Snæfellsnesi.

Vonumst til þess að sjá sem flesta og fá góðar umræður.

Eygló, Jófríður, Kristjana, Þórður og Ingi

Ef nánari útskýrninga er þörf er hægt að hafa samband við Eygló í síma 863-0185

Vinsamlegast látið þetta berast til foreldra!

16.09.2013 12:32

3 deild lokið

7 sætiVið mættum í Garðinn í dag í lokaumferðinni. Við vorum töluvert betri aðilinn í þessum leik og hreinlega óðum í færum. Einn varnarmaður þeirra var rekinn af velli á 36 mínútu og vítaspyrna dæmd sem að því miður við náðum ekki að nýta. Staðan var 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik náði Kári svo að skora af miklu harðfylgi en aðeins 4 mínútum síðar jafna þeir metin þegar að þeir sleppa 2 í gegn um vörnina. Gríðarlegur rangstöðufnykur var af þessu marki en línuvörðurinn sá eitthvað annað en allir aðrir á vellinum og flaggaði því ekki.Eftir þetta áttum við hvert færið á fætur öðru en náðum ekki að setja tuðruna í netið og því fór sem fór. 21 stig er uppskera sumarsins sem verður að teljast viðunandi árangur. 7 sætið þrem stigum frá fallsæti. 


Fleiri myndir í myndaalbúminu.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í sumar og sjáumst hress og kát næsta vor.
Skrifað af Tommi

10.09.2013 14:26

Snæfell - ÍR mætast í kvöld kl. 19.15

Körfuboltavertíðin hafin og báðum liðum hefur gengið vel.

Karlakarfan - 10. september 2013

10.09.2013 14:11

Þjálfaranámskeið hjá Frjálsíþróttasambandinu

Þjálfaranámskeið í haust

Þjálfaranámskeið í haust
FRÍ býður upp á frjálsíþróttanámskeið fyrir þjálfara. Þetta er námskeið sem veitir alþjóðleg þjálfararéttindi á vegum IAAF. Það nefnist "Coaches Education Certification System, eða CECS Level I. Þetta námskeið er ætlað öllum þjálfurum, sérstaklega þeim sem þjálfa born og unglinga. Hluti kennsluefnis er "Kids Athletics" eða Krakkafrjálsar.

Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Fyrsti hluti er helgina 27.-29. sept. Annar hluti er helgina 18.-20. október og lokahluti sem lýkur með prófi og mati á námskeiðinu er 16. og 17. nóvember. Þetta fyrirkomulag er viðhaft til að hægt sé að stunda vinnu meðfram þátttöku í námskeiðinu og til að auðvelda þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að sækja það. Námskeiðsgjöld eru kr. 30.000. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en verklegir þættir í frjálsíþróttaal Laugardalshallarinnar.
 
Kennarar á námskeiðinu eru margreyndir þjálfarar sem hafa alþjóðleg kennsluréttindi. Þau eru: Alberto Borges, Guðmundur Hólmar Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson.
 
Drög að stundaskrá námskeiðsins er hægt að sjá hér
 
Skráningar og fyrirspurninr sendist til FRÍ (fri@fri.is)

10.09.2013 14:08

Umsóknafrestur rennur út 1 okt

Íþróttasjóður

Íþróttasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008.   

Sjóðurinn getur veitt framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

 • Sérstakra verkefna íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
 • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, einkum með áherslu á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;
  • Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga
  • Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi
  • Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum
  • Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu
 • Íþróttarannsókna
 • Verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Hingað til hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið haft umsjón með sjóðnum en frá og með hausti 2013 mun Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís annast umsýslu hans.

Fjárveiting sjóðsins er ákveðin á fjárlögum hvers árs. Íþróttasjóður hafði 17,9 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2013.

Hér má nálgast upplýsingar um úthlutun fyrri ára.


Umsóknir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
Næsti umsóknarfrestur er til 1. október 2013. 

Umsóknir skulu vera á rafrænu formi. Athugið að ekki er hægt að stofna nýja umsókn í umsóknarkerfinu eftir kl. 17:00 þann 1. október en hægt er að senda inn stofnaðar umsóknir til miðnættis þann dag. 

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur hér.

Rafræn umsókn hér.

Við mælum með að umsækjendur noti Firefox eða Chrome vafra við umsóknargerð.

10.09.2013 14:06

Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ

umfiUmsóknarfrestur um styrki í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ er til 1. október en úthlutun styrkja verður síðan í byrjun nóvember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Nánari upplýsingar eru  á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is undir styrkir en þar sækja umsækjendur um á umsóknareyðublaði sem þar er að finna. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 568-2929 og á netfanginu umfi@umfi.is.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31