Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2013 Desember

17.12.2013 14:01

Tölfræði úr íþróttahreyfingunni

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2012

16.12.2013

Iðkendatölur ársins 2012 eru nú komnar út.  Fjöldi iðkana jókst á milli áranna 2011 og 2012 eða um 1,2% en samtals voru 119.810 iðkanir innan ÍSÍ árið 2011. 47% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 60,9% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39,1% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest með 19.672 iðkendur, þá kemur golf með 17.129 iðkendur og hestaíþróttir með 10.783 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum en þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á árinu 2011 í 459 iðkendur á árinu 2012.

Að baki iðkanafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að tæp 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og er það nánast óbreytt hlutfall frá árinu 2011.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um iðkendatölur ársins 2012 með því að smella hér. Einnig má finna upplýsingar um iðkendur eftir íþróttahéruðum með því að smella hér.

17.12.2013 08:44

Snæfellsstúlkur á toppnum

Sigur og tap

Hérna getur þú séð umfjallanir frá laugardeginum. Ýttu á linkinn hérna fyrir neðan:

http://www.karfan.is/read/2013/12/15/kjoldregid-a-vixl-i-tvihofdanum

 

Stelpurnar verða á toppnum um jólin og strákarnir í 8. sæti. 
Við höfum séð það svartara um jólin. Það verður æft vel um hátíðarnar og þá koma liðin best stemmd sem æfðu best um jólin.

Snúum bökum saman og gleðjumst um jólin...

Áfram Snæfell, alltaf, allsstaðar! 


17.12.2013 08:42

Víkingsstelpur úr leik

MFL KVK: Futsaltímabilinu lokið hjá stelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki Víkings Ólafsvík léku í seinni umferð í riðlakeppni Íslandsmótsins í futsal sem fór fram í íþróttaheimili Víkings í Fossvogi. 

Líkt og í fyrri umferð mótsins biðu stelpurnar lægri hlut gegn Valsstelpum og Álftnesingum sem fóru örugglega áfram í úrslitakeppnina með 14 stig hvor. Á hinn bóginn tókst stelpunum að sigra sameiginlegt lið HK/Víkings í báðum umferðunum. 2-1 í fyrri umferðinni og 4-3 í hörkuspennandi leik í gær.

IMG_2936Víkingsstelpur enduðu því með 6 stig í þriðja sæti riðilsins og fara því ekki í úrslitakeppnina líkt og þær gerðu í fyrra. Lokastöðuna má sjá hér að neðan líkt og úrslit leikjanna

Lokastaða

1. Valur | 14 stig

2. Álftanes | 14 stig

3. Víkingur Ó. | 6 stig

4. HK/Víkingur | 0 stig

Úrslit fyrri umferð:

Valur - Víkingur Ó. 3-0

Álftanes - Víkingur Ó. 1-0

Víkingur Ó. - HK/Víkingur 2-1

Úrslit seinni umferð:

Víkingur Ó. - Valur 0-6

Víkingur Ó. - Álftanes 0-4

HK/Víkingur - Víkingur Ó. 3-4

17.12.2013 08:40

Víkingur í úrslitakeppni futsal

Víkingur í úrslitakeppnina með fullt hús stiga

Víkingur Ólafsvík lék  í seinni umferð riðlakeppni Íslandsmótsins í futsal sem fór fram á Akranesi. Líkt og í fyrri umferð mótsins báru okkar sigur úr bítum í öllum leikjunum og fara því í úrslitakeppnina sem verður leikin helgina 10-12. janúar næstkomandi.

Futsal AkranesMynd frá fyrsta leik Víkings gegn Grundarfirði/Kára

Í fyrsta leik mótsins vann Víkingur sameiginlegt lið Grundarfjarðar og Kára frá Akranesi 9-1. Í leik númer tvö völtuðu strákarnir yfir Skallagrím 10-0, svo næst Snæfell 8-0. Í lokaleik dagsins sigruðu Víkingar svo sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar 9-1 og fóru Víkingar því ósigraðir upp í úrslitakeppnina.

06.12.2013 11:54

Vel heppnað afmæli Snæfellings

Haldið var uppá afmæli Snæfellings á Vegamótum 2. desember en Snæfellingur er stofnaður á Vegamótum
og þótti okkur alveg tilvalið að velja þennan stað núna 50 árum seinna
Í tilefni dagsins voru veittar viðukenningar og 3 félagar voru heiðraðir, 2 félagar fengu svo Gullmerki ÍSÍ.
Þétt var setið en vel fór um okkur á Vegamótum, rúmlega 60 manns mættu í afmælið.
Allir sem ávörpuðu samkomuna ,takk fyrir hlý orð í garð Snæfellings.
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
Heiðurfélagar og Gullmerkisfélagar til hamingju, og takk fyrir frábært starf í þágu félagsins.
Kærir þakkir til allra á Vegamótum og til hamingju með flottan sal hjá ykkur.
 
 
Viðurkenningar  til knapa, en þessir krakkar tóku þátt í mótum í sumar og stóðu sig með mikilli prýði.
 
Barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
 
Unglingaflokkur
 
Guðrún Ösp Ólafsdóttir, Harpa Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Siguroddsdóttir og Fanney O. Gunnarsdóttir
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
 
Ungmennaflokkur
 
Hrefna Rós Lárusdóttir og Guðný Margrét tók við viðurkenningur fyrir Maiju Maaria Varis

Ræktunarverðlaun
Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
 
Gunnar , Anna Dóra, Bárður og Lárus
 
ktunarverðlaun hestar
4 vetra, Steggur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8.14 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Hylur frá Miðhrauni, aðaleinkunn 7.98 Ræktandi Ólafur Ólafsson
6 vetra, Hrynur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8,45 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
 
 
Gísli Garðarsson og Gunnar Sturluson, Gísli tók við Ræktunarverðlaunum fyrir Ólaf Ólafsson
 
 
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
 
Ræktunarbú
Hrísdalur
Formaður Ásdís Sigurðardóttir, Siguroddur Pétusson og Gunnar Sturluson
 
Þotuskjöldurinn
Bjarni Jónasson fyrir hans frábæra starf að þremur síðustu fjórðungsmótum 
 
Lárus Hannesson, Bjarni Jónasson og Leifur Kr. Jóhannesson
 
Heiðursfélagar
 
?
Formaður Ásdís, Svavar Edilonsson, Halldís Hallsdóttir og Einar Ólafsson
 
Gullmerki Ísí
 
Garðar Svansson stjórnarmaður í Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands  veitti Gullmerki íSí, Högni Bæringsson og Leifur Kr. Jóhannesson

 

Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna.

 
 
 

05.12.2013 16:53

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans


05.12.2013

Í dag, fimmtudaginn 5. desember er alþjóðadagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Nú þegar eru um 70 manns að nota vefinn og hafa þeir skráð inn um 2.200 klukkustundir. Þessi vefur getur nýst íþróttahreyfingunni á margan hátt og því mikilvægt að fá sem flesta til að skrá inn sitt sjálfboðaliðastarf. 

  • 157.686 Íslendingar eru félagar í a.m.k. einu íþróttafélagi innan ÍSÍ eða um 49,3% landsmanna. 
  • Um 25.000 einstaklingar eru sjálfboðaliðar í stjórnum, ráðum og nefndum innan íþróttahreyfingarinnar
  • Enn fleiri sjálfboðaliðar koma að skipulagningu á kappleikjum, mótum og foreldrastarfi.

Í tilefni af Alþjóðadegi sjálfboðaliðans í dag, 5. desember 2013, vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum innan hreyfingarinnar fyrir sitt framlag í þágu íþrótta.
Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist á stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd móta eða kappleikja.

Nýverið var tekinn í notkun sjálfboðaliðavefurinn "Allir sem einn". Megin markmiðið með vefnum er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til þess að halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar.

Við hvetjum alla til þess að fara inn á  "Allir sem einn" og skrá inn sitt vinnuframlag. Með því móti náum við að gera störf sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar sýnilegri.

03.12.2013 14:44

Æfingaaðstaða í frjálsíþróttahöllinni

Æfingatímar í frjálsíþróttahöllinni fyrir sambandsaðila og félög þeirra

Öll aðstaða í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal er til fyrirmyndar.

Öll aðstaða í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal er til fyrirmyndar.

Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að bjóða sambandsaðilum og félögum þeirra upp á aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í vetur. Tíminn sem um ræðir er á mánudagskvöldum frá kl. 20-22.

Með þessu gefst sambandsaðilum og félögum þeirra kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar að þeir eru á ferðinni í borginni.

Þegar frjálsíþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllina þarf að gefa upp frá hvaða sambandsaðila eða félagi viðkomandi kemur frá. Allar nánari upplýsingar er gefnar í Þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða í tölupósti á umfi@umfi.is

Aðildarfélög HSH eru hvött til að nýta aðstöðuna og benda sínu íþróttafólki möguleikann.

HSH og Samvest hafa svo verið með skipulagðar æfingar 2 á vetri í frjálsíþróttaaðstöðunni sem hafa verið mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþróttir á Samvest svæðinum

03.12.2013 14:26

Misjafnt gengið í bikarnum

Stelpurnar áfram en strákarnir úr leik

Umfjöllun um Haukar - Snæfell

 

Stákarnir verða að fara að sýna í hvað þeim býr vegna þess að undirritaður veit að það er svo miklu meiri geta í þessu liði. Menn þurfa að grafa dýpra og leggja meira á sig. Það kemur ég hef engar áhyggjur.

Stelpurnar halda sinni braut og gera vel. Þær eru að fá til baka leikmenn úr meiðslum og fríum á meðan strákarnir hrynja niður í meiðsli. Spýtum í lófanna og styðjum við bakið á fólkinu okkar. Það er ekki nóg að vilja vera með þegar vel gengur, verum alltaf með. Það gefur félaginu okkar svo mikið að hafa svona frábæra stuðningsmenn eins og þið getið verið. 

Áfram Snæfell!

02.12.2013 14:26

Snæfellingur 50 ára í dag

 

 Snæfellingur 50 ára

2. desember 2013

Til hamingju hestamenn.

Kveðja frá stjórn HSH


 


 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31