Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Janúar

28.01.2014 10:17

Snæfellsstúlkur mæta KR í bikarkeppninni

28.01.2014 08:32 nonni@karfan.is
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikdagana fyrir undanúrslitin í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Leikið verður dagana 1.-3. febrúar næstkomandi.
 
 
Karlar:
Mánudagur 3. febrúar kl. 19.15 Grindavík-Þór Þ.
Mánudagur 3. febrúar kl. 19.15 Tindastóll-ÍR
 
Konur:
Laugardagur 1. febrúar kl. 15.00 Snæfell-KR
Sunnudagur 2. febrúar kl. 19.15 Keflavík-Haukar
  

28.01.2014 10:15

Fjarnám þjálfaramenntunar

Fjarnám í þjálfaramenntun - skráning í gangi!

28.01.2014

Fjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar og er skráning í fullum gangi.

Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar íþróttahreyfingarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Meðal efnis er kennslufræði íþrótta, íþróttasálfræði, íþróttameiðsl, skipulag íþróttaþjálfunar, næringarfræði íþrótta, uppbygging líkamans, prófun á þoli, styrk, hraða o.fl.  Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 17. febrúar og fjarnám 2. og 3. stigs hefst 24. febrúar.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Ítarlegri umfjöllun um fjarnámið má finna í annarri frétt hér á síðunni.

Allar upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ veitir Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.

28.01.2014 09:18

Víkingur á Fótbolti.net mótinu

Víkingur búinn að spila tvo leiki í Fótbolti.net mótinu

Unnu fyrsta leik 4-0 en töpuðu seinni leiknum 2-1

Fótbolti.net mótið. HK - Víkingur Ó 2-1

25. janúar 2014 klukkan 12:23

Fótbolti.net mótið

Kórinn

Föstudaginn 24.janúar 2014

HK - Víkingur Ó   2-1  (1-1)

1-0 Guðmundur Atli Steinþórsson (1.mín)

1-1 Steinar Már Ragnarsson (40.mín)

2-1 Kristján Atli Marteinsson (88.mín)


Fótbolti.net mótið. Víkingur Ó - Tindastóll 4-0

17. janúar 2014 klukkan 23:54

Fótbolti.net mótið

Fífan

Föstudaginn 17.janúar 2014.

Víkngur Ó - Tindastóll   4-0  (1-0)

1-0 Steinar Már Ragnarsson (3.mín)

2-0 Eyþór Helgi Birgisson (61.mín)

3-0 Eyþór Helgi Birgisson (66.mín)

Arnar Darri Pétursson ver víti á 73.mín.

4-0 Heimir Þór Ásgeirsson (80.mín)


28.01.2014 09:13

Naumur sigur á KR

22.01.2014 22:39 nonni@karfan.is
 
Snæfell KR mættust í Hólminum í kvöld og hafa mæst tvívegis í vetur og hafa bæði lið haft sigur á útivelli. Fyrri leikurinn í DHL fór 57-80 fyrir Snæfelli og í Hólminum sigruðu KR stúlkur 60-64. Í upphafi leiks lék Snæfell sterka vörn en skiluðu sóknum sínum illa og hittni slök. Fyrstu þrjár mínútur leiksins var staðan 3-0 fyrir Snæfell. KR lét buga sig í sóknum sínum og töpuðu boltum. Snæfell fór undir miðjan fyrsta fjórðung að láta meira til sín taka í nýtingu. Björg Guðrún skellti niður þrist á kunnuglegum slóðum fyrir KR og þær héldu í við Snæfell 10-7. Snæfell leiddi eftir 16-11 eftir fyrsta hluta.
 
 
 
KR var að tapa boltanum illa, komnar með 10 slíka í upphafi annars hluta, og Snæfell gekk hratt á lagið 9-0, komust strax í 22-11 og svo 25-11. Heimastúlkur voru einnig að taka meirihluta frákasta sem í boði voru og KR náði varla að setja upp sóknir sínar almennilega og voru einungis með um 16% nýtingu 3 af 19 í tvistum. Snæfellingar keyrðu á KR og náðu 14 stig forskoti 34-20 þegar leið á fyrri hálfleikinn og Eva Margrét hafði smellt niður tveimur þristum sjóðheit og kom með kraft í leik Snæfells þó lítinn kraft þyrfti í gríðarsterka vörnina með Guðrúnu Gróu í frákastaham. Staðan í hálfleik 37-25.
 
 
Hjá Snæfelli var Chynna Brown komin með 14 stig og 5 fráköst og Hildur Björg þar næst með 8 stig. Hjá KR voru Ebone Henry og Sigrún Sjöfn með 7 stig hvor og Björg Guðrún næst með 6 stig.
 
 
Björg Guðrún skellti sínum þriðja þrist og reyndi að halda sínum stúlkum við efnið 43-32 og batamerki virtust á leik KR. Þær fóru að berjast betur í fráköstum og róa sig í sóknum á meðan Snæfell slakaði á taumnum verulega miðað við fyrri hálfleik. KR stúlkur höfðu saxað á 45-38 og Snæfellsstúlkur farnar að tapa boltum klaufalega. Snæfell réttu eilítið úr kútnum og leiddu eftir þriðja hluta 49-40.
 
 
Snæfell byrjaði 53-40 í fjórða hluta en KR héldu sig ekki fjarri 56-46 með góðu framlagi frá Sigrúnu Sjöfn t.a.m. og fljótt var munurinn ekki nema 4 stig 58-54 og svo 62-60 þegar tvær mínútur voru eftir. Spennan var allveruleg síðustu mínútuna þegar Helga Einars náði skoti niður og brotið var á henni og KR komst yfir í fyrsta skipti í leiknum 64-65 og voru það þegar 26 sekúndur voru eftir. Hildur Sigurðardóttir jafnaði á línunni 65-65 með 18 sek á klukkunni. Snæfell fékk vítaskot þegar 0.7 sek voru eftir með broti Sigrúnar Sjafnar og Hildur Sigurðardóttir setti bæði niður 67-65 og KR náðu ekki að gera sér mat úr þeim litla tíma sem var eftir og Snæfell styrkir stöðu sína á toppnum með naumasta sigri sem maður hefur séð lengi.
 
 
Mikil reikistefna var við ritaraborðið þar sem þeir Yngvi og Gunnar þjálfarar KR voru ósáttir en innkast KR var endurtekið með 0.7 sek á klukkunni en boltinn fór í hendur Snæfells. KR menn fóru þá í heilmiklar rökræður við dómara leiksins þá Halldór Geir og Rögnvald sem voru heilt yfir fínir.
 
Enginn sveifluolnbogi var þó hjá leikmönnum í leiknum þrátt fyrir að grænt ljós hafi nú verið gefið á slíkar sveiflur.
 
 
Snæfell: Chynna Brown 24/9 frák/4 stolnir. Hildur Björg 12/12 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/4 frák/7 Stoðs. Guðrún Gróa 9/12 frák/5 stoðs. Eva Margrét 8/4 frák. Helga Hjördís 3/7 frák. Hugrún Eva 2. Edda Bára 0. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0.
 
KR: Sigrún Sjöfn 19/11 frák/4 stoðs/7 stolnir. Ebone Henry 17/13 frák/6 stoðs/ 5 stolnir. Björg Guðrún 11. Bergþóra Holton 11/4 frák. Helga Einarsdóttir 5. Sara Mjöll 2. Kristbjörg Pálsdóttir 0. Anna María 0. Ragnhildur Arna 0. Rannveig Ólafsdóttir 0. Sólrún Sæmundsdóttir 0.

28.01.2014 09:08

Framtíð landsmóta UMFÍ

Fundarherferð


Eins og samþykkt var á síðasta sambandsþingi UMFÍ er að fara af stað fundarherferð vegna stefnumótandi vinnu um framtíð Landsmóta UMFÍ. Fundir verða haldnir í öllum landsfjórðungum á næstu vikum.

Fyrsti fundur verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20.

Mikilvægt er að fá fólk á öllum aldri til að mæta og hafa áhrif og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga á að koma að stefnumótun landsmótanna.

13.01.2014 13:50

Dómaranámskeið í Frjálsum Íþróttum

 

Boðið verður uppá héraðsdómaranámskeið 22. og 23. janúar nk. Námskeiðið verður haldið í sal C á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar.  Námskeiðinu lýkur með prófi.

Leiðbeinendur verða Þorsteinn Þorsteinsson formaður tækninefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson ITO.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands
Skráningar berist til FRÍ (fri@fri.is) eigi síðar en 20. janúar nk.

12.01.2014 19:15

Víkingur náðu ekki að halda titlinum

Futsal. Víkingur Ó - Fjölnir 5-9.

12. janúar 2014

Í gærkveldi léku lið Víkings Ó og Fjölnis í undanúrslitum Futsal mótsins. Víkingur Ó sem er ríkjandi Íslandsmeistari í keppninni varð á játa sig sigraðan í þessum leik og þess vegna verða krýndir nýjir Íslandsmeistarar fyrir árið 2014. Það verða lið Fylkis og Fjölnis sem munu spila úrslitaleikinn og annað þeirra mun hampa titlinum og taka þátt í Evrópukeppninni. Það var ekkert annað en ánægja og gleði fyrir Víking Ó af hafa unnið titilinn í fyrra. Þátttaka í Evrópukeppninni var mögnuð upplifun fyrir stuðningsmenn Víkings Ó og bæjarbúa, þar sem riðillinn var haldinn í Ólafsvík. Víking Ó tókst að gera sér þó nokkrar tekjur útúr þessu með sölu auglýsinga og UEFA styrkti félagið.

Leikurinn í gær gegn Fjölni var jafn og spennandi langtímum saman. Liðin skiptust á að leiða og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn að Fjölnir seig framúr og kláraði leikinn. Markvörður Fjölnis Steinar Örn gjörsamlega lokaði markinu hjá þeim í seinni hálfleik og má segja að hann hafi örugglega varið yfir 20 skot bara í seinni hálfleiknum. Víkingur Ó sem lék án Tomasz Luba sem var í leikbanni lék alls ekkert illa og skiptust þeir Jón Haukur Hilmarsson og Vignir Snær Stefánsson að verja markið í hvorum hálfleik og stóðu sig báðir vel. Vignir Snær sem er útispilari kom skemmtilega á óvart annan leikinn í röð með flottri markvörslu. Tók meðal annars tvö víti. Fljótlega í seinni hálfleiknum lentu leikmenn Víkings Ó í villuvandræðum og voru fljótlega komnir með 5 villur á sig gegn einni hjá Fjölni og þegar lítið er skorað er hvert mark svo dýrmætt og þess vegna urðu þeir að passa sig á því að brjóta ekki á leikmönnum Fjölnis. Þessi vitneskja truflaði þá aðeins.

Leikurinn þróaðist svona:

1-0  Heimir Þór Ásgeirsson

1-1 Nr. 7 hjá Fjölni

1-2 Nr. 28 hjá Fjölni

2-2 Steinar Már Ragnarsson

2-3 Nr. 11 hjá Fjölni

3-3 Dominik Bajda

4-3 Eyþór Helgi Birgisson

4-4 Nr. 29 hjá Fjölni

5-4 Eyþór Helgi Birgisson

Hálfleikur

5-5 Nr. 11 hjá Fjölni

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-6 Nr. 28 hjá Fjölni

5-7 Nr. 9 hjá Fjölni

5-8 Nr. 4 hjá Fjölni sem er Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsosn

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-9 Nr. 28 hjá Fjölni

Leik lokið.

12.01.2014 19:12

Snæfellsstúlkur öruggar á toppnum

Heimasigur á Hamri

 

Snæfellsstúlkur sem fengu Hamarsstúlkur í heimsókn í dag, hafa verið á siglingu og verma toppsætið. Hamar aftur á móti í 6. sæti og eru að heyja harða baráttu við að ná í 4. sætið áður en yfir lýkur fyrir úrslitakeppni.Jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var staðan 9-5 eftir að Hildur Sigurðardóttir setti þrist en Di´Amber Johnson setti næstu 5 stig fyrir Hamar, snéri þessu við 9-10 og var sjálf komin með 8 stig. Nokkuð var um slakar sóknir og nýtingu en varnir liðanna þokkalegar. Liðin fóru villulaus úr fyrsta fjórðung sem maður veit ekki hvort skrifist á áhugalausa dómgæslu eða penann varnaleik og staðan 14-15 fyrir Hamar.

Fyrsta villa leiksins leit dagsins ljós eftir 14 mínútna leik en liðin háðu spennandi rimmu og staðan um miðjan annan leikhluta var 20-19. Leikurinn var ekkert augnayndi og á köflum þungt spilaður og silaðist áfram og lítill broddur í sóknarleiknum sérstaklega og  hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur lögðu sig vel fram í eliknum en það var á síðustu mínútum fyrri hálfleiks að Snæfell braut sig frá þeim með 15-0 kafla 31-19 með Hildi Björg og Chynna fremstar.

Staðan í hálfleik 33-24 fyrir Snæfell og hjá þeim voru Hildur Björg komin með 10 stig og Chynna Brown 9 stig. Í liði Hamars var Di´Amber komin með 13 stig og Íris Ásgeirsdóttir var að spila af góðum krafti með 7 stig.

Hamarsstúlkur þreyttust og voru skrefinu á eftir Snæfelli í varnarleiknum sínum þegar heimastúlkur tóku varnarfráköstin og geystust í sóknir sínar í upphafi þriðja hluta og staðan fljótt 44-26. Gestirnir tóku leikhlé til að stilla strengi sína og náðu aðeins að saxa á 48-36. Heimastúlkur áttu nokkuð eftir á bensíntanknum og staðan 52-36 fyrir fjórða fjórðung.

Hamarsstúlkur áttu nokkur góð stopp í vörninni og sigu nær Snæfelli 56-47 þar sem  Fanney Lind hitti vel. Hildur Sigurðardóttir fullkomnaði þrennuna sína með þrist tvo metra fyrir utan á lokaflauti sóknarklukku, 11 stig, 11 frák og 10 stoðs. Fjórði hluti gekk hratt fyrir sig og heilt yfir leikinn var lítið flautað og framlag dómarana svona la la.

Þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínu besta og eiga sinn annan slaka leik og gerðu lítið meira en sá kafli sem gaf þeim forskotið í leiknum þá gerðu heimastúlkur það sem þurfti og kláraði leikinn sannfærandi 71-58.

Snæfell: Chynna Brown 23/8 frák. Hildur Björg 18/11 frák. Hildur Sigurðardóttir 12/12 frák/13 stoðs. Guðrún Gróa 8/8 frák/4 stoðs/4 stolnir. Helga Hjördís 3/4 frák. Rebekka Rán 3. Hugrún Eva 2/4 frák. Aníta Rún 2. Edda Bára 0. Eva Margrét 0.

Hamar: Di´Amber Johnson 21/5 frák/4 stolnir. Fanney Lind 17/7 frák. Íris Ásgeirssóttir 14/4 frák. Sóley Guðgeirsdóttir 4/11 frák. Kristrún Rut 2. Regína Ösp 0. Hafdís Ellertsdóttir 0. Jenný Harðardóttir 0. Jóna Sigríður 0. Helga Vala 0. Katrín Eik 0.

Símon B. Hjaltalín.

07.01.2014 23:10

lengjubikarinn 2014

Mótanefnd KSÍ er búin að draga í riðla fyrir Lengjubikarinn 2014. Eins og undanfarin ár eru liðin í Pepsídeildinni og 1.deildinni dregin saman í 3 riðla A deildar. Siðan eru líka til B deild, C deild og D deild. Víkingur Ó verður í A deildinni í vetur á meðan 3.deildarlið Grundarfjarðar og 4.deildarlið Snæfells munu spila í C deildinni.

Það eru átta lið í riðlinum. Þau eru Haukar, KV, Selfoss, ÍBV, Valur, Víkingur R, Stjarnan og Víkingur Ó.

Fyrsti leikur Víkings Ó verður leikinn laugardaginn 15.febrúar kl.16.00 í Akraneshöllinni og mótherjinn verður 1.deildarlið Selfoss. Selfoss líkt og Víkingur Ó hefur fengið smjörþefinn af Pepsídeildinni og mun þetta örugglega verða skemmtilegur leikur. Þetta verður í 3ja sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Báðir leikirnir sem liðin hafa spilað hafa endað með jafnteflli.

Næsti leikur Víking Ó verður í Egilshöllinni 23.febrúar gegn Pepsídeildarliði Vals sem eins og allir eiga vita er undir stjórn Ólsarans Magga Gylfa. Þetta er áhugaverður leikur fyrir mig þar sem liðin mín tvö munu mætast. Valur og Víkingur Ó hafa tvisvar sinnum áður mæst í Lengjubikarnum og hefur Valur haft betur í bæði skiptin.

Þriðji leikur Víkings Ó verður í Akraneshöllinni laugardaginn 8.mars kl. 16.00. Mótherjinn verður Pepsídeildarlið ÍBV. Ekki í fyrsta sinn sem Víkingur Ó og ÍBV mætast í Lengjubikarsleik. Liðin hafa ótrúlega oft lent saman í riðli. Þetta verður í 5.skipti og ÍBV er það lið sem Víkingur Ó hefur mætt langoftast í Lengjubikarnum.

Leikur númer 4 verður gegn nöfnum okkar og nýliðunum í Pepsídeildinni, Víking R. í Akraneshöllinni laugardaginn 15.mars kl. 16.00. Þetta verður í annað sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Fyrri leikinn vann Víkingur R, 3-0.

Fimmta viðureignin verður á Schenkervellinum sem er gervigrasvöllurinn að Ásvöllum í Hafnarfirð laugardaginn 22.mars kl. 14.00. Mótherjinn verður 1.deildarklúbbur Hauka. Við höfum tvisvar sinnum spilað við þá í Lengjubikarnum og unnið annan leikinn og hinn endaði með jafntefli.

Næst síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn nýliðunum í 1.deildinni KV úr vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn gegn þeim verður í Akraneshöllinni sunnudaginn 30.mars kl. 18.00. Víkingur Ó og KV hafa aldrei mæst áður í Lengjubikarnum en voru saman í 2.deildinni árið 2010 og þá vann Víkingur Ó báða leikina og þann fyrri naumlega.

Lokaleikurinn í riðlinum verður síðan gegn Pepsídeildarliði Stjörnunnar. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum (heimavelli Stjörnunnar) föstudaginn 11.apríl kl. 19.00.

Síðasta vetur komst Víkingur Ó í undanúrslit Lengjubikarsins og er það besti árangur félagsins í þeirri keppni.

Helgi Kristjánsson

07.01.2014 23:08

Dagskráin hjá stelpunum í knattspyrnunni

Meistaraflokkur kvenna.

Meistaraflokkur kvenna hefur tímabilið mun fyrr en áður. Þær taka þátt í Faxaflóamótinu sem hefst uppúr miðjum janúar og síðan tekur Lengjubikarinn við áður en sjálft Íslandsmótið hefst. Liðið fékk gríðarlegan liðstyrk um daginn þegar Jenette J. Williams sem spilaði í markinu hjá þeim fyrri hluta síðasta sumar ákvað að koma aftur til liðs við liðið. Hún er frábær markvörður.

Leikir mfl. kvenna í vetur eru þessir:

Faxaflóamótið:

Laugard. 18.jan. kl. 19.00        Breiðablik 2 - Víkingur Ó              Fífan

Laugard. 25.jan. kl. 12.00        Álftanes - Víkingur Ó.                  Samsung völlurinn Garðabæ

Sunnud.   2.feb. kl.  19.00        Grindavík - Víkingur Ó                 Leikv. óákveðinn

Laugard. 15.feb kl.   19.00        Keflavík - Víkingur Ó                   Reykjaneshöllin

 

Lengjubikarinn C deild riðill 1

Laugard. 22.mar kl. 17.00        KR - Víkingur Ó                          Egilshöll

Laugard. 29.mar kl. 14.00        Fram - Víkingur Ó                       Framvöllur - Úlfarsárdal

Laugard.  5.apr   kl. 14.00        Víkingur Ó - Fjölnir                     Akraneshöllin

Sunnud. 13.apr.  kl. 14.00        Víkingur Ó - BÍ/Bolungarvík         Akraneshöllin

 

Eins og sést á þessu að þá er framundan spennandi undirbúningstímabil hjá mfl. kvenna. Fullt af flottum leikjum gegn flottum mótherjum.

 

07.01.2014 20:35

Snæfellsstúlkur með góðan sigur á Grindarvík

05.01.2014 11:37 nonni@karfan.is
Stelpurnar í Snæfell sigruðu Grindavík í gær 97-83 með fínum leik þar sem liðið var keyrt áfram af fyrirliðanum Hildi Sigurðardóttur. Hildur var stigahæst með 27 stig og 11 stoðsendingar, en þrír leikmenn Snæfells voru með tvöfalda tvennu, Hildur Björg Kjartans 21 stig og 11 fráköst og Guðrún Gróa 10 stig og 13 fráköst. Hjá Grindavík var nýji erlendi leikmaður þeirra Bianca Lutley var atkvæðamest með 29 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
 
Byrjunarlið Snæfells: Hildur Sigurðardóttir, Chynna Brown, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir.
 
Byrjunarlið Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Bianca Lutley, Helga Rut Hallgrímsdóttir og María Ben Erlingsdóttir.
 
 
Helga Hjördís Björgvinsdóttir opnaði leikinn fyrir Snæfell með þriggja stiga körfu, en Bianca Lutley skoraði og fékk víti að auki strax í næstu sókn á eftir, Grindavík komust í 3-6 en þá náðu heimastúlkur 14-2 áhlaupi, leiddu 17-8 og voru að spila vel. Tveir þristar í röð frá Ingibjörgu Jakobs og annar til frá Biancu minnkaði muninn í 20-17. Snæfellsstúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta 29-23 og voru ívið sterkari aðilinn. Hildur Sig og Chynna hófu annan leikhluta með látum og komu Snæfell 12 stigum yfir 37-25 en Ingibjörg og Bianca voru að skila stigum fyrir Grindavík sem minnkuðu muninn í 46-42. Staðan í hálfleik var 51-44 Snæfell í vil.
 
Stigahæst í liði Snæfells í fyrri hálfleik var Chynna Brown með 15 stig/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14 stig/ 3 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Bianca stigahæst með 18 stig en Ingibjörg Jakobs var með 11 stig og María Ben var með 10 stig/ 6 fráköst.
 
 
Í upphafi seinni hálfleiks skelltu gestirnir í svæðisvörn en Hildur Björg setti niður góðar körfur og Chynna Brown kom Snæfell í 63-46, eftir að Snæfell aukið forystuna í 67-49 snéru gestirnir leiknum sér í vil með 0-13 áhlaupi og staðan 67-62. Bianca var atkvæðamikil en hún setti niður fimmta þristinn sinn og minnkaði muninn í 70-66 þegar um 8 sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, Hildur Sig fékk boltann og setti niður þrist um leið og lokaflautið gall og staðan 73-66 eftir þrjá leikhluta. Greinilegt var að Chynna Brown hafi lent fyrr um morgunin en hún var hálf lappalaus í síðari hálfleik.
 
 
Hildur Björg byrjaði fjórða leikhluta líkt og þann þriðja og Snæfell voru komnar fljótlega 12 stigum yfir sem þær héldu út leikhlutann þrátt fyrir fína baráttu í Grindavíkurstúlkum. Lokatölur 97-83 og tólfti sigur Snæfellsstúlkna í höfn. Snæfell áfram í toppsætinu en Grindavík eru í næst neðsta sætinu með 6 sigra.
 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31