Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Apríl

07.04.2014 09:44

Til hamingju Snæfellsstúlkur

Snæfellskonur Íslandsmeistarar 2014

3-0 sigur - Hildur besti leikmaður úrslitakeppninnar


Það var allt undir í dag bæði fyrir Snæfell að reyna að klára þennan þriðja leik liðanna og fyrir Hauka að eiga smá von um að halda einvíginu á lífi.
 

 
 
 69-62 urðu lokatölur þegar Snæfell landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Gríðarlegur fögnuður braust út í Stykkishólmi um leið og lokaflautið gall enda í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaratitill kvenna kemur í Stykkishólm. Þá er Snæfell tólfta liðið til þess að verða Íslandsmeistari í kvennaflokki. 
 
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir var valin maður leiksins með 20 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar. Hildur Björg 17/10 frák. Helga Hjördís 13. Guðrún Gróa 11/10 frák. Chynna Brown 4/5 frák. Eva Margrét 2/4 frák. Alda Leif 2. Berglind Gunnarsdóttir 0. Edda Bára Árnadóttir 0. Hugrún Eva 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0.
 
Haukar: Lele Hardy 24/16 frák/5 stoðs. Gunnhildur Gunnarsdóttir 12. Margrét Rósa 9. Auður Íris 6. Íris Sverrisdóttir 6. Jóhanna Björk 3/9 frák. Lovísa Henningsdóttir 2/4 frák. Guðrún Ámundar 0. Sylvía Rún 0. Þóra Kristín 0. Dagbjört 0. Inga Rut 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín
Myndir/ Jón Björn Ólafsson
 
  nonni@karfan.is

05.04.2014 16:41

Snæfell - Haukar. Leikur 3

Snæfell - Haukar leikur 3!


Fer bikarinn á loft?

Mikilvægasti leikur í sögu Snæfells verður spilaður á sunnudaginn kl. 19:15!
Getum við beðið um stærri veislu en þetta, ég efa það! Mikið rosalega verður þetta fallegt, en til þess að þetta verði fallegt stuðningsmaður góður þá verður þú að mæta og taka þá. Stelpurnar þurfa þinn stuðning frá fyrstu sekúndu alveg að þeirri síðustu.

Eru ekki allir klárir?

Veislan hefst rétt upp úr klukkan 18:00 þegar grillið verður tendrað og hinir geysivinsælu Snæfellsborgarar verða grillaðir af stakri snilld.
Bjóddu fjölskyldunni í börger og kók og safnaðu orku til að öskra allan leikinn.

Höfum gaman og hjálpum stelpunum að lyfta ÍSLANDSMEISTARABIKARNUM á sunnudaginn!

Áfram Snæfell

- See more at: http://snaefell.is/?p=4191#sthash.yV3QHbLj.dpuf

04.04.2014 10:23

76 þing HSH haldið á Hótel Hellissands

Þing HSH var haldið á Hótel Hellissands í gær 3 apríl. Þinginu hafði áður verið dagsett 20 mars en varð að fresta vegna veður.

Þingið var starfsamt og meðal ályktana þingsins voru áskoranir til ÍSÍ og UMFÍ að halda áfram með þátttöku í ánægjuvoginn. Einnig var áskorun á Mennta og menningarmálaráðuneytið að efla ferðasjóð íþróttafélaga og rekstarstyrkur til íþróttahéraða. Þingforseti var Kjartan Páll Einarsson og ritarar voru María Valdimarsdóttir og Harpa Jónsdóttir

 

Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ flutti kveðjur frá stjórn UMFÍ og starfsfólki. Harpa Jónsdóttir íþróttafélagi Miklaholts var sæmd starfsmerki UMFÍ


 

Garðar Svansson ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ.

Hermundur Pálsson, fráfarandi formaður heiðraður með silfurmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Framboð til formanns var dregið til baka og var ákveðið framhaldsþing til að uppfylla kjör formanns og stjórnar. Auk Hermundar gekk Garðar úr stjórn en áfram í stjórn eru Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirsson og Elín Kr. Halldórsdóttir.  Uppstillinganefnd ásamt stjórn var falið að koma með tillögur innan þriggja vikna um framboð til formanns og stjórnarmanns. 
  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31