Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Maí

17.05.2014 23:21

Míluspretturinn

MÍLUSPRETTURINN

MilukarlinnBörnum á aldrinum 8 - 16 ára gefst kostur að taka þátt í Mílusprettinum og það er ókeypis að vera með. Skipuleggjendur hafa mælt út þessa hjólaþraut og lítur hún út ofan frá eins og karl með ýktan hökutopp. Brautin er ein míla að lengd (1,6 km.). Það er okkur mikið gleðiefni að heimamenn og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) vilja veg Mílusprettsins sem mestan og taka virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburðarins. Okkur grunar að mörg börn eigi eftir að kynnast Mílukarlinum og muna eftir honum um ókomin ár. 

 

Ræsing í Grundarfirði, 14. júní 2014

 • Hópræsing frá íþróttahúsinu kl. 13:00 fyrir börn á fjalla- og götuhjólum

 

Verðlaun

 • Þátttökupeningur
 • PYLSUPARTÝ í boði Jökulmílunnar

 

Skráning í Mílusprett

 

Mílusprettur sem path skrá (.kmz) fyrir Google Earth GoogleEarth_Icon

 

Efst í skalla á Mílukarli
Í Grundarfirði

17.05.2014 23:20

Jökulmílan, hjólreiðakeppni

JÖKULMÍLAN

Aldarskeið - Century Ride

Grundarfjordur smallJökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim.  Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna.  Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.

Jökulmílan hefst og endar í Grundarfirði og er hringurinn um hið fagra Snæfellsnes hjólaður rangsælis. Fyrir þá sem vilja í fyrstu prófa styttri vegalengd verður jafnframt boðið uppá Hálfa-Jökulmílu, sem er um 74 km og hefst á Búðum og endar í Grundarfirði.

Ræsing frá Grundarfirði 14. júní 2014

 • Forræsing kl. 9:00 fyrir náttúruunnendur á tandem-, fjalla- og götuhjólum
 • Hópræsing kl. 11:00 fyrir keppnisflokk á götuhjólum

 

Hvíldar- og drykkjarstöðvar á leiðinni

Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara eru við Kothraun (eftir 52 km), Búðir (eftir 87 km) og á Vegamótum (eftir 124 km). Þar verður boðið uppá orkudrykki og meðlæti sem auðvelda mun þátttakendum að klára hringinn. Handhægar salernisaðstöður á leiðinni eru við Hellissand og á Vegamótum. Örlítill krókur er niður að þjónustumiðstöð við Arnarstapa. Er það annars ekki notaleg tilhugsun fyrir þá sem eru ekki að flýta sér um of, að stoppa á Arnarstapa og fá sér kaffisopa?

Tímamörk og fyrir þá sem ekki ná að klára

Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á Aldarskeiðum (sjá wiki síðu)  þá er endamarki lokað 12 tímum eftir ræsingu. Mótshaldarar munu því taka á móti þátttakendum allt fram til kl. 21:00 við endamarkið í Grundarfirði. Öllum þátttakendum Jökulmílunnar og Hálfrar Jökulmílu er gert að hafa með sér farsíma til að hafa uppá mótshöldurum komi eitthvað óvænt uppá og er þess valdandi að viðkomandi nái ekki endamarki.

Verðlaun

 • Gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki
 • Viðurkenningaskjal með staðfestum tíma mótshaldara
 • Kjötsúpa

 

Skráning í Jökulmíluna

 

Jökulmílan sem path skrá (.kmz) fyrir Google Earth GoogleEarth_Icon

Jökulmílan á bikemap.net

Jokulmila kort og profill

17.05.2014 23:18

Hálf jökulmíla

HÁLF JÖKULMÍLA

Komid_i_markFyrir þá sem vilja í fyrstu prófa styttri vegalengd verður jafnframt boðið uppá Hálfa Jökulmílu.  Hún er um 74 km og hefst á Búðum og endar í Grundarfirði.

 

Ræsing frá Búðum, 14. júní 2014

 • Hópræsing kl. 13:00 fyrir þátttakendur á fjalla- og götuhjólum

 

Hvíldar- og drykkjarstöð á leiðinni

Skipulögð drykkjarstöð á vegum mótshaldara er á Vegamótum (eftir 37 km). Þar verður boðið uppá orkudrykki og meðlæti sem auðvelda mun þátttakendum að komast alla leið. Þar er einnig handhæg salernisaðstaða.

 

Tímamörk og fyrir þá sem ekki ná að klára

Mótshaldarar munu taka á móti þátttakendum allt fram til kl. 21:00 við endamarkið í Grundarfirði.  Öllum þátttakendum Jökulmílunnar og Hálfrar Jökulmílu er gert að hafa með sér farsíma til að hafa uppá mótshöldurum komi eitthvað óvænt uppá og er þess valdandi að viðkomandi nái ekki endamarki.

 

Verðlaun

 • Gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki
 • Viðurkenningaskjal með staðfestum tíma mótshaldara
 • KJÖTSÚPA

 

Skráning í Hálfa Jökulmílu

 

Hálf Jökulmíla sem path skrá (.kmz) fyrir Google Earth GoogleEarth_Icon

Jökulmílan á bikemap.net

 

Jokulmila kort og profill

15.05.2014 14:59

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2014

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ 2014

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjötta sinn á fimm stöðum um landið í sumar en skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Skólinn verður á Egilsstöðum 10. - 14. júní, Laugum í Reykjadal 10. - 13. júní, Borgarnesi 23. - 27. júní, Selfossi 14. - 18. júlí og á Sauðárkróki 21. - 25. júlí. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald 20.000 kr. en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Guðmundsson og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið sigurdur@umfi.is

15.05.2014 14:58

Spennandin tækifæri fyrir ungt fólk

Norræn ungmennavika í Noregi

Frá norrænni ungmennaviku sem haldin var á Sólheimum í Grímsnesi í fyrrasumar.

Frá norrænni ungmennaviku sem haldin var á Sólheimum í Grímsnesi í fyrrasumar.

Dagana 28. júlí til 2.ágúst næstkomandi fer fram ungmennavika NSU í Noregi. Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp.

Dagskráin er stórglæsileg og þema vikunnar að þessu sinni er leikhús, kvikmyndagerð og menning tengt norrænum glæpasögum.

UMFÍ á sæti fyrir 12 þátttakendur að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Skráningarfrestur á ungmennavikuna rennur út 20.maí nk. Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is.

Á SplæshCamp mæta um 350 ungmenni víðsvegar frá Noregi og þátttakendur frá hinum Norðurlöndunum verða um 60. Hér má finna frekari upplýsingar um vikuna: http://www.nsu.is/files/2014/files/NordiskUngdomsugeogspl%C3%A6shCamp2014.pdf

15.05.2014 14:55

Skráning hafin á 50+ á Húsavík

Opnað fyrir skráningu á 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík

4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dgana 20-22. júní í sumar.

4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dgana 20-22. júní í sumar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á 4.Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní í sumar. Skráningin fer fram á heimasíðu www.umfi.is . Þetta verður fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið hefur verið á norðausturhorninu. Fyrri mót voru haldin á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal. Þó nokkuð er síðan að Landsmót hefur verið haldið á Húsavík, en það var árið 1987 og tókst með eindæmum vel og var það ekki síst veðurguðunum að þakka.

Unglingalandsmót var haldið að Laugum í Reykjadal sumarið 2006 og var þá ráðist í miklar framkvæmdir á vegum Þingeyjarsveitar og unnu sjálfboðaliðar gríðarlega mikið verk við að koma upp nýjum frjálsíþróttavelli. Fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík verður flikkað uppá þá aðstöðu sem er til staðar og vonandi verður það íþróttamannlífi til góða að Landsmóti UMFÍ 50+ loknu.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík, en það eru: Fjallahlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnukökubakstur, skotfimi, sund, sýningar, stígvélakast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

14.05.2014 20:56

Snæfellingar hlaðnir viðurkenningum


Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í gær og voru einstaklingar verðlaunaðir að vanda. Okkar fólk var í sviðsljósinu enda stelpurnar okkar Íslandsmeistarar og líklegar til afreka á lokahófi.

Hildur Sigurðardóttir var valin besti leikmaður Domino's deild kvenna, Hildur átti frábært tímabil og hefur sjaldan spilað jafn ve og í ár. Hildur Björg Kjartansdóttir fékk einnig atkvæði í vali á besta leikmanni Domino's deild kvenna, glæsilegt hjá þeim báðum.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin besti varnarmaður Domino's deild kvenna, hún hræddi líftóruna úr öllum sínum andstæðingum í vetur og spilaði frábærlega á tímabilinu.

Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfari í Domino's deild kvenna, það þarf varla að fara yfir þetta ótrúlega tímabil hjá honum. Liðið tapar 3 leikjum í deild, kemst í úrslitaleik bikarsins og vinnur Hauka 3-0 í úrslitum Domino's deildar kvenna. Frábært tímabil hjá þessum magnaða þjálfara sem við eigum.

Chynna Unique Brown fékk atkvæði sem besti útlendingur Domino's deild kvenna, Lele Hardy var valin besti útlendingurinn.

Sigurður Ágúst Þorvaldsson fékk atkvæði sem besti leikmaður Domino's deildar karla - Siggi átti virkilega gott tímabil í vetur og var að öðrum ólöstuðum besti maður karlaliðs Snæfells.

Að lokum var valið í úrvalslið Domino's deildar kvenna og áttum við þrjár stelpur í því liði. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skipuðu liðið ásamt Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur (KR) og Bryndísi Guðmundsdóttur (Keflavík).

Eins og við sjáum þá endurspeglar þetta frábært tímabil hjá Snæfell. Heimasíða Snæfells óskar öllum þeim sem tóku þátt í þessu frábæra tímabili til hamingju og þá sérstaklega vinningshöfum á lokahófi KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá valið í heild sinni.

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild kvenna
Hildur Sigurðardóttir Snæfell
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í gær og voru einstaklingar verðlaunaðir að vanda. Okkar fólk var í sviðsljósinu enda stelpurnar okkar Íslandsmeistarar og líklegar til afreka á lokahófi.

Hildur Sigurðardóttir var valin besti leikmaður Domino's deild kvenna, Hildur átti frábært tímabil og hefur sjaldan spilað jafn ve og í ár. Hildur Björg Kjartansdóttir fékk einnig atkvæði í vali á besta leikmanni Domino's deild kvenna, glæsilegt hjá þeim báðum.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin besti varnarmaður Domino's deild kvenna, hún hræddi líftóruna úr öllum sínum andstæðingum í vetur og spilaði frábærlega á tímabilinu.

Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfari í Domino's deild kvenna, það þarf varla að fara yfir þetta ótrúlega tímabil hjá honum. Liðið tapar 3 leikjum í deild, kemst í úrslitaleik bikarsins og vinnur Hauka 3-0 í úrslitum Domino's deildar kvenna. Frábært tímabil hjá þessum magnaða þjálfara sem við eigum.

Chynna Unique Brown fékk atkvæði sem besti útlendingur Domino's deild kvenna, Lele Hardy var valin besti útlendingurinn.

Sigurður Ágúst Þorvaldsson fékk atkvæði sem besti leikmaður Domino's deildar karla - Siggi átti virkilega gott tímabil í vetur og var að öðrum ólöstuðum besti maður karlaliðs Snæfells.

Að lokum var valið í úrvalslið Domino's deildar kvenna og áttum við þrjár stelpur í því liði. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skipuðu liðið ásamt Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur (KR) og Bryndísi Guðmundsdóttur (Keflavík).

Eins og við sjáum þá endurspeglar þetta frábært tímabil hjá Snæfell. Heimasíða Snæfells óskar öllum þeim sem tóku þátt í þessu frábæra tímabili til hamingju og þá sérstaklega vinningshöfum á lokahófi KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá valið í heild sinni.

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild kvenna
Hildur Sigurðardóttir Snæfell
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

- See more at: http://snaefell.is/?p=4653#sthash.NZdYWQKv.dpuf

14.05.2014 20:54

Konukvöld Víkings


Konukvöld Víkings | Föstudaginn 16. maí

Konukvöld Víkings verður haldið á Hótel Ólafsvík  næstkomandi föstudagskvöld (16. maí) og verður mikið um dýrðir. Sigrún Ólafsdóttir mun sjá um veislustjórn og ræðumaður kvöldsins er Hildur Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í körfuknattleik.

Dregið verður í leikmannahappadrætti og Líkamsræktin í Grundarfirði mun standa fyrir tískusýningu á Under Armour fatnaði.

Miðapantanir þurfa að berast fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldið 15. maí

Miðapantanir í síma: 898-1309 (Ella), 690-3995 (Steinunn) & 897-7036 Ella

Nánari upplýsingar má sjá í meðfylgjandi auglýsingu

Konukvöld meistaraflokks Víkings 2014 A4

About these ads
 • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31