Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 Júlí

30.07.2014 11:10

Unglingalandsmót 2014

Framundan er unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki komandi helgi.

Skráning hjá félögum HSH er með ágætum eða 51 keppandi skráður og 10 lið.

4 lið í knattspyrnu, 3 í strandblaki og 3 í körfubolta.

Ekki eru allir búnir að ganga frá greiðslum á keppnisgjaldi og eru þeir hvattir til að ganga
frá þeim við mótshaldar sem fyrst.

Tjaldsvæðið

Unnið er af krafti við að gera tjaldsvæðið klárt.  Stefnt er á að opna það kl. 15:00 á miðvikudegi.


UMFÍ 310x3...

15.07.2014 20:22

Sjálfboðaliðar á ULM

Sjálfboðaliðar óskast á Unglingalandsmótið

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Nú styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Til að halda slíkt mót þarf gríðarlegan fjölda sjálfboðaliða og er nú leitað til íbúa um að taka að sér störf við mótið.

Um er að ræða alls konar störf, við íþróttagreinarnar, í upplýsingamiðstöð, í mötuneyti starfsfólks, við verðlauna utanumhald og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar geta valið sinn "vinnutíma" eins og hverjum og einum hentar.

Þeir sem vilja taka þátt og skrá sig sem sjálfboðaliða geta haft samband við Línu í síma 893 5349 eða á netfangið haukurfreyr@simnet.is.

15.07.2014 20:07

Unglingalandsmót 2014


Skráning

Skráning á mótið hófst 1.júlí. Mótsgjald er kr. 6.000.- á hvern einstakling 11 - 18 ára sem skráir sig til keppni og þarf að greiða gjaldið til að geta klárað skráninguna. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið verður upp á.

Keppendur frá HSH eru beðnir að skrá sig á síðu landsmótsins.
Greiða þarf keppnisgjald við skráningu. 

Búningar sem notaðir verða eru frá Snæfell í körfuboltanum og

Snæfellsnessamstarfinu í knattspyrnuninni.

Utanyfirgallar verða Snæfellsnessamstarfsins.


Ingólfur Sigfússon hefur á undanförnum árum haldið utan um skráningu á mótin og svo verður áfram á þessu móti. Ef einhverjar spurningar eru varðandi skráninguna má hafa samband við hann á netfangið ingolfur@sigfusson.is eða í síma 866 8190.

Skráðu þig hér á 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki


01.07.2014 17:44

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi


 

 

SamVest mót í Borgarnesi laugard. 5. júlí 2014

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts sem er einkum ætlað fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi og hefst kl. 13.00.

Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir, eftir aldurshópum:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup

9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup

13-14 ára: 100 m, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 800 m hlaup

15 ára: 100 m, 100 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800 m

16 ára og eldri: 100 m, 100 m grind, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800 m

 

Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

 

Skráningar berist í netfangið hronn@vesturland.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 4. júlí nk.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið  

  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31