Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Færslur: 2014 September

10.09.2014 18:29

Kristín Halla Haraldsdóttir sæmd starfsmerki FRÍ

10. september. 2014 10:58

Kristín Halla sæmd starfsmerki

Starfsmerki voru veitt á þingi Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. Meðal þeirra sem fengu starfsmerkið var Kristín Halla Haraldsdóttir þjálfari hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar að tilnefningu HSH. Kristín hefur þjálfað frjálsar íþróttir hjá félaginu í 17 ár og var sæmd eirmerki FRÍ. Vorið 1997 var frjálsíþróttadeild UMFG endurvakinn.  "Kristín Halla hefur verið þrautseig og ötul í sínu þjálfarastarfi samfleytt á þessu tímabili," segir Björg Ágústsdóttir frjálsíþróttafrömuður í Grundarfirði og stjórnarmaður í FRÍ.  

08.09.2014 01:55

Hjólum í skólann

Hjólum í skólann hefst 10. september

03.09.2014Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni fer fram í annað sinn dagana 10.-16. september 2014 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. 

Starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna eru hvattir til að skrá sig til leiks. Keppt verður um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans. 

Opnað hefur verið fyrir skráningu á  http://www.hjolumiskolann.is/. 

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embættis landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið að frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012.

Nánari leiðbeiningar um skráningu skóla/liða/ liðsmanna er að finna á www.hjolumiskolann.is undir "Um Hjólað".

Skoða veggspjaldið Framhaldsskólakeppni 10.-16. september

08.09.2014 01:44

Göngum í skólann

Göngum í skólann hefst 10. september

04.09.2014Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. 

Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. 

Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum viðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 64 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. 

Enn er hægt að skrá sig til leiks í Göngum í skólann með því að senda póst á sigridur@isi.is. Ekkert kostar að skrá sig. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess www.gongumiskolann.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

08.09.2014 01:40

Þjálfaramenntun ÍSÍ 1, 2 og 3 stig

Haustfjarnám allra stiga í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 29. september.

29.08.2014Haustönn hins vinsæla fjarnáms ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 29. september næstkomandi.  Námið er svokallaður almennur hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Hinn hluta námsins sækja þjálfarar til viðkomandi sérsambanda (-nefnda) ÍSÍ.  Nám 1. stigs tekur 8 vikur en nám á 2. og 3. stigi tekur 5 vikur.  Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi hafa rétt til þátttöku á 1. stigi.

Skráning er á namskeid@isi.is og/eða í síma 514-4000 og þarf skráningu að vera lokið fyrir föstudaginn 26. september.  Taka þarf fram fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang, símanúmer og að sjálfsögðu á hvaða stig verið er að skrá.

Nemendur skila verkefnum í hverri viku námsins og taka auk þess nokkur krossapróf.  Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin í verðinu.  Þátttökugjald 2. og 3. stigs er kr. 18.000 og nýtast námskeiðsgögnin frá 1. stigi áfram á þeim stigum. 

Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt réttindi til frekara náms í íþróttaþjálfun.  1. stig ÍSÍ jafngildir ÍÞF 1024 í framhaldsskólum og er það metið í báðar áttir.  Allir þátttakendur sem ljúka námi fá send þjálfaraskírteini því til staðfestingar og inn á það skírteini eiga svo öll námskeið að fara, líka það nám sem sótt er til sérsambanda (-nefnda) ÍSÍ.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, í síma 514-4000 eða 460-1467 og á vidar@isi.is.08.09.2014 00:44

Auglýst eftir umsóknum í afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar ársins 2014. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 19. september.

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í tíunda sinn úr sjóðnum.

Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn og nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ÍSÍ, sjá hér. Umsóknir má senda á: Afrekskvennasjóður ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða rafrænt á orvar@isi.is

 

02.09.2014 17:53

Evrópa unga fólksins með kynningu á morgun

Evrópa unga fólksins verður í Bæringsstofu á Grundarfirði á morgun klukkan 16:00 með opna kynningu á tækifærum og styrkjum úr æskulýðshluta Erasmus+. Hvetjum alla sem starfa með ungu fólki á Snæfellsnesi til að fjölmenna og kynna sér þau tækifæri sem eru í boði.

Evrópa unga fólksins verður í Bæringsstofu á Grundarfirði á morgun klukkan 16:00 með opna kynningu á tækifærum og styrkjum úr æskulýðshluta Erasmus+. Hvetjum alla sem starfa með ungu fólki á Snæfellsnesi til að fjölmenna og kynna sér þau tækifæri sem eru í boði.  • 1

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3548
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 3362367
Samtals gestir: 256785
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 03:31:31